Taumlaus Leiðindi…

Jújú, það er oft gaman að fara á Laugardalsvöllinn og hvetja íslenska landsliðið til dáða, og það getur verið ágætis tímasóun svo sem að horfa á enska landsliðið spila í sjónvarpinu … en ég get ekki að því gert, mér leiðist fátt jafn mikið og hlé á enska boltanum vegna landsleikja! Fyrir vikið eru rúmar tvær vikur á milli leikja hjá Liverpool og heilar þrjár vikur á milli deildarleikja! Það er, að mínu mati, allt of mikið.

Allavega, í tilefni af þessum taumlausu leiðindum sem landsleikjahelgarnar geta verið hef ég sett saman svona Topp 10 lista, og hér kemur hann. Endilega bætið ykkar eigin listum við ef þið lumið á einum… 😉

Topp 10 Atriði Sem Benda Til Þess
Að Þú Sért OF HARÐUR Liverpool Aðdáandi!

#10 – Þú nærð í mp3-skrár af útvarpslýsingum John Aldridge af Liverpool-leikjum á netinu og setur inná iPod-inn þinn (nefnum engin nöfn hér…)

#9 – Þér finnst ekkert meira sexý en að sjá maka þinn í Liverpool-treyju, og engu innanundir, en dettur alveg úr stuði þegar þú sérð að það stendur DIOUF og 9 á bakinu.

#8 – Ef þú ert farinn að leggjast svo lágt að ræða Liverpool-málefni líðandi stundar í jarðaförum, á meðan verið er að láta kistuna síga niður í holuna!

#7 – Ef þú áfrýjar til mannanafnanefndar þeirri ákvörðuna prestsins að neita að skíra son þinn Rafa Davíð Kristmundsson.

#6 – Ef þú vilt að Michael Shields hljóti frelsi – eingöngu vegna þess að þar gæti mögulegur stjörnuframherji verið á ferðinni…

#5 – Ef uppáhalds myndin þín er The 51st State með Samuel L. Jackson, og þú hefur séð hana oftar en 51 sinni, bara af því að í henni er atriði þar sem Robert Carlyle, íklæddur Liverpool-treyju, gengur inná pöbb fulla af Man U aðdáendum og rústar þeim öllum!

#4 – Ef þú lætur söngvara syngja ‘You’ll Never Walk Alone’ í brúðkaupinu þínu og tárast yfir laginu (játiði, það eru margir sekir um þetta atriði)!

#3 – Ef Bítlarnir eru uppáhalds hljómsveitin þín en þú átt ekki eina einustu plötu með þeim. Ótrúlega margir sem detta í þessa gryfju!

#2 – Ef þú tekur hann/hana með þér á Players til að horfa á nágrannaslaginn við Everton á fyrsta deiti!

Og atriði #1 sem bendir til þess að þú sért allt of harður Liverpool aðdáandi er…

#1 – Ef þú hefur séð fleiri leiki með Liverpool í eigin persónu heldur en leiki í íslenska fótboltanum!

Og þannig var nú það. Skora á ykkur lesendur að bæta við og/eða koma með eigin lista! 🙂

p.s.
Mæli með tveimur góðum pistlum frá Alex Malone, svona til að stytta biðina eftir næstu helgi: Goodbye Michael – Mediocrity Awaits og Doubt Rafa? This One’s For You!

Góða helgi.

7 Comments

  1. Sá sem uppfyllir allt þetta hlýtur að vera staddur á Kleppi núna eða að það sé verið að sækja hann. Ég gæti helst samsvarað mér við #9 en #4 gæti komið í framtíðinni… :biggrin2:

  2. Hehe.. Nr. 5 er ég nánast sekur um. Lagið ódauðlega YNWA verður pottþétt spilað í minni jarðarför annars tryllist ég! veit ekki með brúðkaupið hins vegar :rolleyes:

  3. Hmm, ég hef séð fleiri leiki á anfiled en í úrvalsdeild hér heima!!!!!!!!!!
    En maður er aldrei of heitur stuðningsmaður LFC.
    You´ll Never Walk Alone.

  4. ” Lagið ódauðlega YNWA verður pottþétt spilað í minni jarðarför annars tryllist ég!”

    I like to see that happen.

  5. ? Lagið ódauðlega YNWA verður pottþétt spilað í minni jarðarför annars tryllist ég!?

    I like to see that happen.

    Haha! :laugh:

    Sjálfur er ég bara sekur um #10 … 🙂

  6. Já, bróðir minn lét Bjarna Ara syngja YNWA í brúðkaupinu sínu en hann lét það vera að gráta, þetta framkallar frekar gæsahúð því þetta er Evrópumeistara söngur

Rafa er skynsamur í innkaupum.

Moro, Cisse og Sissoko skoruðu.