Á opinberri heimasíðu Liverpool er nú staðfest að Dani Pacheco hefur verið lánaður til Atletico Madrid út tímabilið. Þar ætti að koma í ljós hvort hann er maður til að klæðast rauðu treyjunni okkar.
Svo eru allir að verða klárir á því að við séum að kaupa Sebastian Coates, varnarmann frá Úrúguay sem var kosinn efnilegasti leikmaður Copa America.
Hér er fín grein frá sérfræðingi Independent um þennan leikmann. Sérfræðingurinn telur okkur vera að gera snilldarkaup. Sjáum til…
Ég sé nákvæmlega ekkert að þessum kaupum. Og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann geti ekki unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu strax. Þetta er stór og sterkur gæji, þokkalega léttur á fæti, elskar að fara í návígi og er svona “Ball Playing Centre Back”.
Hrikalega ánægður með þetta. Verðum að átta okkur á því að við erum að einn mest “promising” varnarmann heims.
Núna er það bara inn með Striker og þá erum við í frábærum málum!
En svo á náttúrulega eftir að koma í ljós hvort að hann fái atvinnuleyfi, sem að gæti orðið vesen! Annars kaupum við hann bara og lánum hann aftur til Nacional og fáum hann að ári þegar hann er búinn að næla sér í fleiri landsleiki.
Koma menn einhverntímann til baka úr láni?
Ég man í það minnsta ekki eftir tilviki þar sem leikmaður kemur til baka úr láni og vinnur sér stöðu í liðinu sem “á” leikmanninn.
Annars hef ég haft trú á Pacheco í nokkurn tíma, vona að hann nái að standa undir þeim vonum sem margir höfðu á honum fyrir 1-2 árum.
Varðandi Sebastian Coates þá held ég að þar séum við að gera frábær kaup.
Bíð hann innilega velkominn.
#3
Alex var keyptur af Chelsea 2004, spilaði 3 ár í Hollandi.
Danny Welbeck og Cleverly voru í láni í fyrra og hafa báðir komið sterkir inn hjá Manchester United á þessu ári. Það virðist annars vera nokkuð til í þessu hjá Hafliða að það er ekki mikið um að menn skili sér til baka úr láni og láti eitthvað af sér kveða hjá liðinu sem á þá.
Flott að fá miðvörð og svo væri ég til í að láta á það reyna hvort að ekki væri hægt að fá Adam Johnson frá $hitty.
#3. Ég veit ekki betur en að Welbeck sé að tryggja sér stöðu hjá Manchester United eftir að hafa verið í láni síðustu 2 tímabil. Ég held hreint út sagt að þetta sé bara frekar algengt hjá ungum leikmönnum.
#3 Welbeck og Cleverly eru mjög augljós dæmi um menn sem hafa komið sterkir til baka eftir lán, en einnig fór okkar efnilegasti maður á lán fyrir einu og hálfu ári Martin Kelly og hefur verið gríðarlega sterkur eftir að hann kom aftur.
En að þessum Coates þá er ég mjög spenntur fyrir honum og held að það verði ekkert vesen með einkaleyfi hans fyrst hann var partur af liði ameríkumeistarana og var valin ungi maður mótsins.
hva er Úrúgvæski markahrókurinn Diego Forlan á leið til Liverpool
Kannski að ég copy/paste mitt komment um Coates á eldri þráð frá því í morgun. Var svo seinþroska að ég missti af umræðulestinni þar:
Við missum af Phil Jones en það var ekki vegna þess að við reyndum ekki heldur gerðum við okkar besta til að landa honum. Í staðinn höfum við legið undir feld í sumar og mikið tal um Dann & Cahill o.fl. en upp úr þurru þá erum við rétt við það að landa einu efnilegasta ungstirni í sinni stöðu í heiminum.
Já, í heiminum segi ég því að þeir eru ekki margir á hans aldri (ef þá nokkur) með sömu líkamlegu eiginleika, karakter og spilagetu sem hafa áorkað jafn miklu á jafn skömmum tíma. Stráksi er WINNER:
2011 Copa America winner
2011 Copa America Young Player of the Tournament
2010/11, 2008/09 Uruguayan Championship winner
2010/11 Uruguayan Championship Player of the Season
2010/11, 2009/10 Uruguayan Championship Defender of the Season
2008/09 Uruguayan Championship Revelation of the Season
Og ef okkur tekst að landa honum á innan við helming af verðinu á Phil Jones þá legg ég til að púlara um víðan völl skelli á sig pottloki sínu og allir taki svo samtaka hatt sinn ofan í virðingarskyni fyrir körlunum í brúnni. Ef það var einhvern tímann efi um hæfni Commolli til að standa sig í sínu starfi þá ættu þær efasemdir að vera orðnar að engu.
Svo má ekki gleyma þætti Suarez í þessu og spurning hvort að þetta flokkist ekki sem stoðsending hjá Opta Stats 🙂 En nafnið er alger draumur kaffibrúsakarlanna og Aldridge (#37) hamrar einum góðum í netið hehehe Tjallinn verður alveg tjúllaður með fyrirsagnirnar um stóra yfirfrakka og þar fram eftir breiðgötunum.
En ég er ennþá á því að við ættum að kaupa Cahill með það í huga að skipta Skrtel út en ef við löndum Coates þá minnkar pressan á að drífa þann díl í gegn núna. Ef Arsenal eða aðrir stökkva ekki á Cahill núna þá má alveg bíða fram í janúar og fá hann á útsöluverði eða ókeypis næsta sumar ef það nær svo langt.
nr. 7
Einkaleyfi?
Fór Gylfi Þór Sigurðsson ekki á láni til Gauja í Crewe og kom fílefldur til baka í Reading?
Varðandi atvinnuleyfi þá ætti frammistaða Coates í Copa America og tíð þátttaka í landsleikjum með A- og U-21 liðinu að tryggja að hann fái það. Bæði eru reglur um 75% þátttöku í keppnisleikjum síns landsliðs sl. 2 ár en ef viðkomandi nær því ekki þá er hægt að áfrýja á þeirri forsendu að hann sé svo skruggugóður:
An appeals panel will ultimately weigh up whether or not the player is, in their view, of the highest calibre and whether they would contribute significantly to the development of the game at the top level in the country.
Til viðbótar við þetta þá er faðir hans og umboðsmaður, Peter Coates (ekki eigandi Stoke City FC), breskur og það ætti að gulltryggja dæmið:
A Commonwealth citizen with at least one grandparent who was born in the UK does not need to apply through the points based system. Such players will still require a work permit but go through a different process
http://sport.stv.tv/football/scottish-premier/rangers/193378-explained-uk-work-permit-rules-for-footballers/
Ég held að enginn hafi raunverulegar áhyggjur af því að hann fái ekki atvinnuleyfi og hann flýgur örugglega í gegnum bjúrókrasíuna.
Þeir sem kommenta á þessa Independens grein gefa flestir ekki mikið fyrir áræðanleika heimildarmannsins.
Hann segir t.d að Coates sé tíu sinnum betri heldur en Jones. Hvorki hann né nokkur annar veit ekki neitt um það.
#10 Átti augljóslega að vera atvinnuleyfi:D
Það er greinilegt að Pacheco þarf að reima á sig skotskóna ef hann á að koma í staðinn fyrir Aguero og Forlan.
Pacheco þótti gríðarlegt efni en samt einhvernveginn hefur hann aldrei verið í náðinni hjá neinum af þjálfurum Liverpool en vonandi fær hann nóg af tækifærum og kemur sterkur til baka, svo framarlega að það sé ekki búið að setja einhverja sölu klásúlu í þennan samning.
Alveg frábærar fréttir! Nú er það bara að landa Diego Forlan fyrir 5 millur og við erum komin með suddalegt lið 😉
En svona í alvöru talað þá eru þetta frábærar fréttir en spurning hvort hann ætti að koma beint inn í liðið eða hvort hann eigi að vera til staða þegar Agger meiðist. Það væri einnig alveg snilld að sjá Ngog, Aquilani, Poulsen, Joe Cole og Degen hverfa á næstu dögum. Persónulega finnst mér það að Hodgson ætti að kaupa Poulsen til WBA þar sem hann hafði svo mikla trölla trú á þessu manni.
En með Pacheco þá finnst mér þetta mjög jákvætt. Hann hefði aldrei komist í liðið í ár en hver veit ef hann stendur sig vel hjá Atletico. Einnig væri ég til í að sjá Shelvey og jafnvel Spearing á lán í PL til að gefa þeim meiri reynslu þar.
Strákurinn virðist hafa sérstakan áhuga á að koma til Liverpool, vona bara að við göngum frá þessu sem allra fyrst, lýst virkilega vel á þetta hjá Kenny og Co.
http://www.skysports.com/story/0,19528,12874_7121894,00.html
Ef leikmaðurinn væri enskur og héti Genderson, Garroll já eða Gadam þá væri bloggið logandi yfir því að við værum að borga allt allt allt of mikið fyrir jafn ungan og óreyndan leikmann og raun ber viti. Menn að rífa af sér hárið vegna ensku-elskandi King Kenny, og menn alveg kex ruglaðir yfir að við séum ekki að kaupa Sakho eða einhvern annan leikmann með framandi nafn – helst með endingunni -dinho eða -aldo.
Fer ég ekki rétt með, að ef af þessu verður, þá er hann dýrasti (með fyrirvara um að Dosena hafi verið dýrari) varnarmaður í sögu LFC ?
Annars líst mér vel á þessi kaup – þessi strákur virðist hafa allt til brunns að bera sem klassa miðverðir verða að hafa (skv því sem maður les – hef nota bene ekki séð einn einasta leik, utan CA, með honum). Nú er bara að vona að hann aðlagist og taki næsta skref – það er jú himin og haf á milli þess að vera efnilegur og að vera góður leikmaður.
Mikið rétt Þröstur, GJ var dýrari – enskur tollur klikkar ekki 😉
@ Elías (#18)
Góður punktur með ríkisfangið og þær umræður. Mat manna á verði og gæðum á það til að fara út um allar trissur og oft virðist fæðingarstaður skipta miklu um huglægt mat. En til þess er Commolli og co. sem eiga að skera í gegnum moðreykinn og meta menn blákalt út frá mælanlegum kostum og göllum.
Hann verður varla dýrari en Glen Johnson sem kostaði 18 millur eða svo, en reyndar myndu sumir ekki vilja kalla hann varnarmann miðað við suma varnarvinnuna hjá honum 🙂 En þó að upphæðirnar í pundum séu lægri þá uppreiknar Tomkins verð manna í “2011 monningum” miðað við fótboltaverðbólgu og þar eru Ruddock, Babb og Scales ansi dýrir í samanburðinum.
http://tomkinstimes.com/2011/08/20-years-of-lfc-transfers-in-2011-money/
En frábært viðtal sem SB (#17) linkar á og þetta er akkúrat það hugarfar sem Kenny og Commolli eru að leita eftir. Leikmenn sem dauðlangar til að spila fyrir LFC útaf þeirri hugsjón og virðingu sem í því felst og hafna jafnvel ríkidæmum annarra liða til þess að koma. Vonandi stendur hann við þessi orð og Commolli neglir niður dílinn.
3#
Wilshere fór á láni til Bolton og kom til baka byrjunarliðsmaður. En það er samt rétt hjá þér að LFC hafa ekki verið að græða mikið á að fá menn heim úr láni en það hefur líka mikið með að gera hverja við erum að lána út.
Það fer að koma að því að við lánum út wellbecka og wilshera við eigum nokkra unga sem þurfa að fara fá reynslu hjá sterkara liði en reserves, það eru nýjir tímar framundan !
Aquaman svo gott sem farinn. Spurning hvernig það kemur út í lírum og pundum.
http://www.skysports.com/story/0,,11863_7121996,00.html
Frábært að fá risa í vörnina, getið allt um hann hérna: http://www.theelastico.com/?p=1106
FourFourTom FourFourTom
If Arsenal lose tonight there will be an English slot available in the CL and Liverpool have the highest co-efficient meaning they’d get it.
Fenebache sparkað úr CL fyrir að hagræða úrslitum í deildini, allt að verða vitlaust í slúðrinu
ThisIsAnfieldL4
Fenerbahce thrown out of the Champions League…and there’s talk that replacing them in tomorrow’s group stage draw will be Liverpool! #LFC
FourFourTom FourFourTom
This is my understanding – if Arsenal win, Liverpool are in the EL cause 5 teams from the same nation can’t be in the CL.
If Arsenal lose tonight there will be an English slot available in the CL and Liverpool have the highest co-efficient meaning they’d get it.
dalejohnsonESPN
Just hearing Liverpool could be in the Champions League as a result of Fenerbahce being expelled. When a team is expelled UEFA may give the place to the team with the highest co-efficient not currently in Europe. However – no nation can have more than four teams in the Champions League so all may rest on Arsenal losing? Trying to get confirmation.
Shit hvað Tottenham verða brjálaðir og Arsenal jafnvel þó þeir tapa! Liverpool lendir í 6. sæti í fyrra og útaf því þá komast þeir í CL. Ég tel mjög ólíklegt að Liverpool fái einhverntíman CL sæti. Ég sé frekar fyrir mér að Liverpool væri gefið sæti í EL og Tottenham færi í CL. Spurning.
Væri samt snilld að komast í CL 🙂
Gleymið þessu, reglurnar eru þannig að það lið sem vann titilinn í sínu heimalandi sem er sterkast skv. röðun UEFA en kemst ekki í CL kemst þegar svona staða kemur upp.
…það yrði FC Köbenhavn ef að þeir komast ekki áfram, annars BATE Borisov
http://www.uefa.com/MultimediaFiles/Download/Regulations/competitions/Regulations/01/63/02/44/1630244_DOWNLOAD.pdf
bls. 49
N.B.:
If the access list needs to be adjusted once all the participants are known and admitted, priority for the UEFA
Champions League will be given to the winners of the domestic championships (in accordance with the entry stage
as per the access list). The adjusted list will be announced by circular letter.
Við erum ekki að fara í meistaradeildina.
Sterkur hópur hjá okkar mönnum í kvöld.
Reina, Doni, Wilson, Carra, Adam, Sterling, Shelvey, Skrtel, Flanagan, Enrique, Meireles, Suarez, Carroll, Maxi, Henderson, Kuyt, Downing, Spearing.
Djöfulsins ruglandi snilld væri það ef við færum bakdyramegin inní meistaradeildina. Mér finnst að það lið sem hefur bestan árangur í keppninni utan við þau sem hafa ekki þáttökurétt nú þegar eigi að fá sætið.
Er það alveg pottþétt að það sé ekki séns að við fáum sætið ef Arsenal vinnur í kvöld?
Djöfulsins ruglandi snilld væri það ef við færum bakdyramegin inní meistaradeildina. Mér finnst að það lið sem hefur bestan árangur í keppninni utan við þau sem hafa þáttökurétt nú þegar eigi að fá sætið.
Er það alveg pottþétt að það sé ekki séns að við fáum sætið ef Arsenal vinnur í kvöld?