Okkar menn heimsóttu Exeter City í 2. umferð Deildarbikarsins í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur var bara formsatriði fyrir okkar menn sem unnu 1-3 útisigur í kvöld.
Kenny Dalglish stillti upp sterku liði í kvöld:
Reina
Flanagan – Skrtel – Wilson – Robinson
Hendo – Raul – Spearing – Adam – Maxi
Suarez
BEKKUR: Doni, Carragher, Enrique, Shelvey (inn f. Adam), Kuyt, Downing (inn f. Suarez), Carroll (inn f. Meireles).
Þetta var eins og fyrr sagði frekar auðvelt í kvöld. Exeter-menn börðust af krafti í byrjun en svo dró fljótlega af þeim og um miðjan fyrri hálfleik voru þeir varla með í leiknum lengur. Liverpool-menn pressuðu í rólegheitunum og biðu þolinmóðir eftir mörkunum. Fyrsta markið kom um miðjan fyrri hálfleik þegar Luis Suarez sett’ann inn á fjærstönginni eftir fyrirgjöf Henderson frá hægri. Skömmu áður hafði Andy Carroll komið inná fyrir Raul Meireles sem virtist meiðast á öxl. Vonandi er það ekkert alvarlegt. Staðan í hálfleik var 1-0.
Suarez gerði svo út um þetta í byrjun seinni hálfleiks. Fyrst slapp hann í gegn eftir stungusendingu Henderson, lagði boltann inná teiginn þar sem Maxi skoraði og nokkrum mínútum síðar klobbaði hann Exeter-mann á miðjum vellinum, keyrði upp að vítateignum og lagði boltann þar á Andy Carroll sem skaut bylmingsskoti í markhornið. 3-0, Suarez farinn útaf og leikurinn búinn á 58. mínútu.
Liðið lokaði þessu svo bara í rólegheitunum eftir þetta. Shelvey kom inná og menn tóku reitaboltann á þetta í svona 25 mínútur, lítið fát og fuml. Skrtel gaf Exeter-mönnum svo víti undir lokin og Nardiello minnkaði muninn fyrir þá en lengra komust þeir ekki.
Maður leiksins: Charlie Adam og Andy Carroll voru slappir í kvöld en á móti voru Jordan Henderson og Maxi bestir í jöfnu liði í dag. En yfirburðamaður vallarins var að sjálfsögðu Luis Suarez. Hann skoraði eitt í kvöld (er þá kominn með þrjú í þremur fyrstu leikjunum) og lagði upp tvö. Og fór útaf eftir klukkutímann og verður því ferskur fyrir helgina. Sorrý, varnarmenn Bolton.
Liðið er allavega komið í næstu umferð Deildarbikarsins. Einu skrefi nær.
Ég verð bara að segja að ég nánast sofnaði eftir að Suarez fór útaf, þetta minnti mig aðeins of mikið á Liverpool í Evrópukeppninni þegar Suarez var ekki löglegur með liðinu og þá er engin að skapa eitt eða neitt.
Hann er núna kominn með 3 mörk í 3 leikjum og svo laggði hann upp 2 mörk í kvöld, þvílíkur snillingur þessi maður.
En það sást líka vel að það er algjört must að fá inn annan klassa sóknarmann fyrir veturinn enda treystum við alltof mikið á að Suarez verði heill og sjái um þetta.
En þetta var þægilegur sigur núna er það bara Bolton næst.
Þetta var engin skemtun en gaman að sjá Suarez í þrusuformi.
Carroll var ekki góður en frábært að sjá hann skora og þessi vinstri fótur hans er baneitraður.
Fínt að klára þennan leik bara í 3 gír og menn mæta svo ferskir í leikinn gegn Bolton á laugardag
Um eftirfarandi verður ekki deilt:
Reina 6 – solid
Skrtel 5 – á pari við sjálfan sig, þ.e. slakt meðallag. Klaufi, sem hann er, að fá þetta víti á sig.
Wilson 7 – góður leikur, framtíðarmaður.
Robinson 7 – sama, fá mistök.
Flanagan 4 – stressaður í f.h. Skárri í seinni en samt nr. of lítill og tveim nr. of ljótur.
Mereiles – spilaði of stutt
Adam 7 – svona leikir henta honum vel. Áberandi meðan inni á.
Henderson 3- Guð minn góður hvað þetta var lélegt. Sendingar, skot, varnarleikur og allt annað til skammar. Beit höfuðið af skömminni með dýfunni..
Spearing 6 – á pari.
Suares 8 – maður leiksins. Prof fram í fingurgóma.
Carroll 4 – eins og að horfa á of þungan innanhússpilara sem er hent út á völl. Vonandi þó á uppleið með góðu marki.
Maxi 6 – ok allan tímann.
Aðrir spiluðu of lítið.
Fannst Carroll alveg vera fínn bara, en ég er ósammála með Henderson, fannst hann slakur.
Ekki enn búinn að sannfæra mig!
Fínn sigur í fínum leik og Suarez var náttúrlega frábær! Það var samt leiðinlegt að sjá Henderson dýfa í teignum og átti hann réttilega skilið gult fyrir. Vonandi hættir hann þessu. Hann var annars fínn í leiknum.
Henderson bestur????????? Mér fannst hann vægast sagt skelfilegur. Verður að fara að taka sig á. Vill ekki sjá hann í byrjunarliðinu meðan hann spilar svona.
ehhhh…..við unnum ekki 0:3 heldur 1:3 Kristján Atli
“Okkar menn heimsóttu Exeter City í 2. umferð Deildarbikarsins í kvöld. Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur var bara formsatriði fyrir okkar menn sem unnu 0-3 útisigur í kvöld.”
Charlie Adam fór í taugarnar á mér í þessum leik. Ég fékk svona vibe frá honum eins og honum fyndist hann besti leikmaður í heiminum og liti hreinlega niður á leikmenn Exeter, reyndi svo fáránlega hluti þegar hann gat gert hlutina auðveldari. Svo aftur á móti var Suarez að reyna að spila og ekkert að reyna að skrúfa sig í gegnum 3 varnarmenn í einu þó hann gæti það eflaust, hann spilaði bara sinn leik og gerði það vel.
Mér fannst líka áberandi í þessum leik hvað menn voru eitthvað fúlir út í hvorn annan, þá sérstaklega Carroll og Hendo.
Það þarf náttúrlega ekki að deila um hver var bestur að vanda, auðvitað Suarez.
En annars flott að vinna þetta, vonandi að við fáum aðeins betra lið næst svo okkar menn reyni meira á sig. Annars er ég líka ósammála ykkur með að Henderson var með bestu, mér fannst hann einmitt með þeim lélegustu,þótt hann var með stoðsendingu og átti stunguna á Suarez í öðru markinu. Slakur leikur leikur hjá Henderson, Carroll og Adam. Flottur leikur hjá Reina (auðvitað), Suarez (auðvitað) og Wilson. Aðrir fannst mér ja eiginlega hverfa svolítið, en samt ekkert slakir endilega.
Og svo þetta hafði King Kenny að segja:
Dalglish: “Whatever game is next, whatever competition it is – we will try and win it.”
Og um Meireles:
“[Meireles] fell heavily on his collar bone. It will be a few weeks.”
Gott að við eigum nóg að miðjumönnum, eiginlega thank god bara! Meireles frá, Gerrard frá og Aquilani að fara..
Fagmannlegur sigur hjá sterku liði sem þurfti aldrei að fara upp úr öðrum gírnum í kvöld. Suarez veit reyndar ekkert hvað annar gír er og spilar bara á fullri ferð í fimmta gír, alltaf, alls staðar! Líkt og Kristjáni Atla þá fannst mér Henderson og Maxi rísa upp yfir rólegheitin og einnig voru allir varnarmenn undir 20 ára traustir. Gott fyrir Carroll að fá markið þó að hann hafi virkað smá vanstilltur á köflum.
Áhugavert hversu sterku liði Kenny stillti upp en eflaust nokkrar ástæður fyrir því:
– halda góðri sigurstemmningu gangandi og efla sjálfstraust
– uppræta Northampton-drauginn og jarða eina af mörgum slæmum Hodgson-minningum
– gefa mönnum nýkomnum úr meiðslum eða misstu af pre-season leikæfingu
– ekki tekinn séns á meiðslum á útsöluvörunum stuttu fyrir lok sölugluggans (Cole, Ngog o.fl.)
– Poulsen ekki í nógu einbeittu hugarástandi til að spila leikinn múahahaha
Allt í allt vel ásættanlegur skyldusigur og solid frammistaða. Suarez gerði þetta að ánægjulegri kvöldstund með listamanni 🙂
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/andy-carroll-exeter-15317646/
Hef aldrei séð mann fagna jafn mikið marki..
mér fannst þetta vera ömurlegt hjá henderson þarf virkilega að bæta sig til að komast í lið
það er til lag sem lýsir flestum kommenyum hérna!
113 vælubíllinn víhú-víhú!!!!
vá hvað menn geta vælt við unnum 3-1 sigur sem var aldrei í hættu ég sá reyndar bara smá bút úr honum og þá var liðið bara fínt!
Við værum með geggjað lið sem væri að berjast við man utd um 1. sætið ef að ákveðinn spánverji hefði ekki tapað góða skapinu og farið frá okkur í jan og við keypt slána með tagl í staðinn.
Flottur leikur hjá Liverpool. Sammála Kristjáni Atla og fleirum fleirum með Jordan Henderson, hann spilaði mjög vel í kvöld. Gott líka að sjá Carroll skora. Suarez frábær eins og alltaf.
Veit ekki hvað á að segja um þennan leik nema þá að manni fannst eins og Reina, Suarez og Wilson væru einu sem báru virðingu fyrir hinum og lögðu sig fram (Reyndar eins og Beardsley segir Suarez er alltaf í fimmta gír). Andlitsfasið á hinum virkaði eins og þeir væru ekki með hugan við efnið.
Svo var Carroll ekki að fíla Hendersson í leiknum 🙂
Það er eins og menn séu bara búnir að ákveða að Henderson geti ekkert og muni aldrei neitt geta. Ég verð að vera sammála Kristjáni Atla, var bara sáttur með hann. Það sést vel að hann er mikið efni og leikmenn sem eru mikil efni verða einfaldlega að fá að spila. Hvernig var Gerrard þegar hann var jafn gamall og Henderson? Allavega ekki betri. En er einhver ósáttur núna að hann hafi fengið spilatíma til að þroskast sem leikmaður og fengið að gera sín mistök til að læra af þeim.
En annars var þetta bara frekar basic, liðið kláraði þetta bara sem fyrst og tók því svo rólega, enda stutt í næsta leik.
#14…. er það ?
Gott að klára svona leik án þess að fá nokkurntíman neina pressu á okkur, vitaskuld á þetta lið ekki að eiga breik í Liverpool en engu að síður hafa aðrir eins hlutir gerst.
Það er unun að horfa á Suarez spila fótbolta, ungir og óreyndir varnarmenn voru bara góðir, nenni ekki að kvarta yfir neinu. Þetta var bara fínn leikur sem fór alveg eins og menn bjuggust við og það er nákvæmlega það sem við viljum.
Eru Hendo og Carroll ekki að iðka norðaustur hatrið á vellinum bara? En það gekk ekki allt upp hjá þeim og það fór svolítið í skapið á þeim og er það vel, þá sér maður að þeir hafa áhuga á þessu og reyna og reyna. Þetta skiptir þá greinilega máli.
Þetta var mjög fagmannlega spilaður leikur af hálfu Liverpool, og sömuleiðis af hálfu Exeter. Það sást alveg á leikmönnum að það var ekki verið að spila mikilvægan deildarleik gegn Arsenal eða eitthvað þannig en liðið var klárt í slaginn, virtist laust við vanmat og unnu leikinn öruggt og þægilega.
Ég var mjög ánægður með Henderson í leiknum, fannst hann mjög góður og átti laglegan kross sem skapaði markið hjá Suarez. Fyrir utan Suarez þá var hann klárlega besti maður liðsins í leiknum, Maxi kom sömuleiðis mjög sterkur inn og enn einu sinni var hann mættur á réttan stað á réttum tíma í boxið og rúllaði honum í netið.
Suarez, já… hann var bara Suarez. Ég man varla eftir því að Liverpool hafi skorað mark síðan í janúar sem hann átti ekki stóran þátt í! Ja hérna hvað þessi leikmaður er góður.
Wilson spilaði vel í miðverðinum og bakverðirnir tveir komust vel úr leiknum. Skrtel stóð sig vel en fékk á sig klaufalegt víti og svo sem engin ástæða til að brjálast yfir því. Spearing fannst mér líka mjög góður á miðjunni og ég er ánægður með að Carroll hafi skorað flott mark þó svo hann hafi oft spilað betur.
Fagmannlegur sigur og frekar áreynslulaus svo ég hugsa að liðið ætti að vera klárt í slaginn fyrir Bolton á laugardaginn. Hlakka til!
Suarez hefur lagt upp 2 og skorað 3 á 154 min!
Ágætur skyldusigur og gaman að spá fyrir um rétt úrslit svona einu sinni 🙂
Virkuðum aldrei í minnstu vandræðum með þetta lið og fórum í gegnum þetta alveg án þess að hafa of mikið fyrir því. Virkaði eins og ágætur æfingaleikur sem og þetta var á vissan hátt. Liðið okkar er afar ósamstillt ennþá og þarf svakalega að ná að spila sig saman til að fara virka eins og klukka sem ég efast ekki um að við fáum að sjá oftar og oftar þegar líður á tímabilið.
Reina var eins og vanalega flottur í markinu, Wilson og Robinson góðir í vörninni ásamt Skrtel sem þó gaf þessa klaufalegu vítaspyrnu og eyðilagði þar með sinn leik. Flanagan virkaði aðeins óöruggur í dag eins og hann var gegn Sunderland en svona leikir eru einmitt það sem hann þarf að fá.
Miðjan var að mínu viti ekkert spes í dag, Spearing var ekki að verja vörnina líkt og Lucas gerir og kannski ekki hægt að ætlast til þess, hann var samt ágætur í dag líkt og Adam sem þó missti boltann nokkrum sinnum á hræðilegum stað á miðjunni og hefði getað kostað okkur refsingu gegn sterkari andstæðingum.
Maxi var eins og hann er svo oft, fínn en með öllu án flugeldasýningar, Henderson hinumegin virðist aðeins vera að reyna of mikið og verður betri en hann var í dag. Efast um að hann sé eins góður á hægri kantinum og ég var að vona. Downing var mikið frískari þegar hann kom inná og mér finnst hann hafa litið best út af nýju leikmönnum okkar.
Suarez var klassa fyrir ofan alla aðra á vellinum og kláraði þetta einvígi. Ég hef áhyggjur af þessu 4-4-2 kerfi okkar þegar Suarez og Carroll spila saman en það vonandi lagast þegar við prufum það með fullmannað lið og Carroll í mikið betra standi en hann var í dag. Hann skoraði gott mark sem var eins gott því hann átti ævintýralega lélega innkomu í þennan leik í dag að mínu mati.
Daníel #17 – ekki að það skipti neinu máli svo sem en Gerrard var jú betri en Henderson þegar hann var á sama aldri. Töluvert betri m.a.s.
í guðana bænum, þið sem kallið ykkur stuðningsmenn Liverpool og kunnið svo ekki að skrifa nöfnin á leikmönnum félagsins rétt.. Geriði það fyrir ykkur sjálfa og okkur hina að læra að skrifa þau rétt.
Ég hætti að lesa komment þegar ég sé nafn á Liverpool leikmanni vitlaust skrifað því þá er yfirleitt ekki mikið vit í restinni. Adams, suares og caroll .. really?
Þægilegur og flottur leikur.
Fannst allir þeir sem voru inná sýna mótherjum sínum virðingu, þetta var stjarnfræðilega langt frá því sem við sáum í sömu keppni í fyrra og því mikil bæting nú þegar!
King Kenny enda sáttur með sína menn – sagði það sem segja þarf. Hann ætlaði að vinna leikinn og komast áfram, það var það sem gerðist og hann var ánægður með leikmennina sem sáu til þess. Auðvitað eiga menn eftir að slípast saman – í kvöld voru ansi margir að spila sem ekki hafa verið kynntir mikið til sögunnar hingað til og því ánægjulegt að breiddin er orðin þessi, að vinna C-deildarlið án vandræða.
Auðvitað er Luis Suarez snillingur. Hann er okkar svar við Cantona, óútreiknanlegur gulldrengur sem loksins er búinn að kveða niður mýtuna um að númerið 7 þýði slakt gengi hjá okkur. Það var örugglega ein ástæða þess að við sáum Henderson byrja og síðan Carroll koma inná að þeir þurfa að læra að nýta sér hlaup hans og hæfileika, hlaup Carroll á nærstöngina átti stóran þátt í marki númer 2 í kvöld.
Andy Carroll er stór miðherji og hann er enn afar hrár í mörgum tækniatriðum. Í kvöld sáum við annað stóra vopnið hans að verki – vinstri löppina – og það var flott sýning fyrir mig í bili. Hef engar áhyggjur af honum og gladdist yfir upplegginu og leiknum.
Enginn með sem er augljóslega að fara, Cole, Poulsen, Degen, N’Gog eða Aquilani. Engin “hvíld” í boði enda ljóst að við viljum fara langt í öllum heimakeppnunum í Evrópufríi og glaður Dalglish. Gleður mig.
Svona rétt í lokin – voru ekki allir í heiminum búnir að telja Arsenal liðið eitt þeirra lélegri og einu ástæðu sigurs okkar á þeim um helgina hvað vonlaus Wenger er og liðið arfaslakt. Í kvöld allavega steig það ömurlega lið með sinn útbrunna stjóra enn einu sinni inn í Meistaradeildina með að vinna viðureign sem var þeim sú erfiðasta í boði. Vona að við verðum glaðari með frammistöðu helgarinnar eftir þá staðreynd…
Vona svo að við fáum heimaleik næst í keppninni gegn neðri deildarliði og gröfum ógeðslegu Northamptongrýluna endanlega!
#25 easy on it félagi kær… það er mikið að krökkum hérna inná síðunni sem eru Liverpool aðdáendur og eru að reyna sitt besta, þessir krakkar eru alveg jafn miklir aðdáendur Liverpool eins og við, ég og þú Maggi og Kristján Atli. En það þarf ekki að lítillækka þá með svona kommenti að þeir kunni ekki að skrifa nöfnin á leikmönnunum eins og við fullorðnafólkið…. Svo er til líka svona dislexía/lesblinda ! ! !
Fínn leikur hjá okkar mönnum og nokkuð áreynslulaus sigur. Suarez bar af og virðist allt jákvætt spil fara í gegnum hann þessa dagana. Snillingur. Var sáttur við flesta aðra á vellinum, professional nálgun. Það er eitt sem ég er enn að bíða eftir hjá Henderson (er ekki búinn að mynda mér skoðun á þessum leikmanni ennþá) og það er að sjá hann fara í 50/50 tæklingu! Hann hoppar alltaf frá þegar menn koma ákveðnir á móti honum í 50/50 bolta. Hafa menn og konur tekið eftir þessu? Annars ágætis efni sýnist manni en vantar stál í hann :). Svo var Downing alltaf að reyna eftir að hann kom inn og lofar hann góðu finnst mér. Versti leikmaður Liverpool í leiknum var Carroll. Flott fyrir hann að fá markið en hann virkaði svakalega þungur, bæði andlega og líkamlega. Giska samt á að hann verði orðinn frískari eftir 2-3 vikur og fari þá að sýna sitt rétta (skeggjaða) andlit.
YNWA!
Maggi 26: Right on!
Kristján 27: Gæti ekki verið meira sammála þér, glatað komment.. Óþarfi að skíta menn niður fyrir að ná ekki nöfnum rétt, hvað þá að vera að skíta niður Liverpool stuðningsmenn. Ef þú ert að spá í alvuru stuðningsmönnum ekki vera þá að skíta niður aðra stuðningsmenn okkar..
Ps. ,,Andinn í liðinu var mesta ánægjuefnið. Ef hann hefði ekki verið til staðar þá hefðum við ekki unnið. Við lítum á leiki í deildabikarnum eins og aðra leiki. Næsti leikur er deildarleikur gegn Bolton, við verðum einbeittir fyrir það verkefni og ætlum að vinna,” sagði Dalglish.
Djöfull elska ég þennan anda! straight forward!
Er þörf á að vera með pirring eftir þennan leik? Skyldusigur í hlutlausa gírnum gegn neðrideildarliði. Suarez og Carroll skoruðu báðir, Skrtel kom inn eftir meiðsli og menn léku heilt yfir vel. Eina neikvæða við kvöldið eru meiðsli Meireles, annað á bara ekki að vera væluefni eftir þennan leik.
Ég segi, öndum bara rólega á meðan liðið er að vinna leiki. Skoðum Bolton-leikinn næst, það er það sem er framundan.
Flottur sigur hjá LFC. Liðið fer að slípast betur saman og verður bara betra og betra. Næsta leik takk .
YNWA
Að benda á kosti og ókosti leikmanna þarf ekki endilega að vera pirringur heldur bara svona almennar knattspyrnu vangaveltur….right? Í það minnsta ef það er gert af yfirvegun 🙂
Ég ætla að vera ósammála mörgum hér inni og hrósa Hendersssson fyrir sinn leik. Fannst hann vera á fullu allan tímann, skilaði sinni varnarvinnu vel og gerði sitt í kvöld. Súrez bar auðvitað höfuð og herðar yfir okkar leikmenn í kvöld og er ég sammála því að við þurfum annan heimsklassa striker til að brúa bilið ef að súrraz meiðist á tímabilinu.
Skrötl var fínn þó að hann hafi gefið víti, Robbinson einnig og vilson. Þó var Flánágán mjög slakur og stressaður. Reyna flottur að vanda.
Nöfn leikmanna voru vísvitandi skrifuð röng fyrir vin okkar Jón (#25).
Sælir LIVERPOOL aðdáendur.Góður skyldusigur,ég tók eftir einu þegar Meirreles meiddist,það var sem að hann vildi ekki fara út af hann var hálfdreginn út af.Þetta sýnir manni það að hann ætlar að standa sig og ég vona svo sannarlega að hann verði sem lengst hjá okkur frábær leikmaður og samkeppnin um miðjuna verður frábær í vetur.Skil stafsetningalögguna vel við eigum að vanda okkur en það er margt mjög vitrænt sem menn segja þó það komi stafsetningarvillur öðru hverju.Alla vega Bolton heima og þeir eru með hörkulið en ég hef fulla trú á sigri. YNWA
Fínar samantektir hjá Óla Hauk, Babu og Magga.
Ég tek einnig undir orð Daníels (#17) og finnst frekar undarlegt hversu hart menn eru að dæma Henderson….aftur. Það var mikil umræða hér á kop.is sem og erlendis eftir Arsenal-leikinn um frammistöðu hans og skoðanirnar voru vægast sagt rauðar og bláar. Á ný finnst mörgum hann hafa átt ágætan leik og ég leyfi mér að skjóta á að þeir sem voru sáttir við hans leik gefi honum einkunnir á bilinu 6,5-7,5 eða svo. Traust spilamennska en klárlega tækifæri til betrumbóta.
En þeir sem eru ósáttir við hann gefa honum einkunn eins og 3,0 og til skammar (#3), skelfilegur (#6) eða ömurlegur (#12). Þetta finnst mönnum þrátt fyrir að Jordan hafi átt stoðsendingu og “hjálpar-stoðsendingu” í 2 mörkum af 3 í sigurleik. Ég viðurkenni að hafa misst af um 10 mín. kafla í stöðunni 0-3 milli ca. 65.-75.mín. þannig að ég hef ekki séð heildarmyndina af hans frammistöðu. En hann þyrfti að hafa skellt sér á kamarinn í þessar 10 mín. og þar af leiðandi bókstaflega verið úti að skíta til að eiga skilið svona heildareinkunn. Meira að segja í FM er ansi erfitt að fá 3,0 í einkunn, hvað þá með stoðsendingu í leiknum, nema menn gefi víti eða skori sjálfsmark.
Af hverju er svona breitt Ermasund milli skoðanna stuðningsmanna?? Margir hafa bent á Lúkas-hughrifin sem klauf breiðfylkingu púlara í herðar niður. Stór partur af því var sá að fyrst þegar Lucas var keyptur gerðu menn væntingar til hans sem arftaka Gerrard og sáu fyrir sér brasilískan sókndjarfan miðjumann (Kaka & co.). Hann stóð ekki undir þeim væntingum og því síður þegar Rafa ætlaði honum að fylla skarð Alonso meðan hinn arftaki Xabi var að jafna sig af meiðslum (Aquilani). En þegar honum var falið það hlutverk að breytast í monster í stað Masch að þá fór hann á kostum. Sjálfur var ég lítt hrifinn af honum í tveimur fyrstu fösum LFC-ferilsins en þegar ég sá hvað hann gerði mikið fyrir liðið þá tók ég hann í sátt.
Nú er því ekki að skipta að menn viti jafn lítið um JH eins og Lucas enda auðveldara að kynna sér hans fyrri verk og leikstöðu hjá Sunderland heldur en Lúkasar hjá Gremio. Og ekki er honum ætlað að fylla skarð ástsælla leikmanna eða gapandi sár í liðinu, nema þá helst að menn geri sér vonir um nýjan Gerrard eða Lampard. En kannski felst þetta í því að margir gera sér væntingar um öskufljótan hægri vængmann sem sólar mann og annan (í anda Lennon, Hazard, SWP, Nani o.s.frv.) en þegar Jordan er á hægri kantinum er hann meira solid, þéttur og vinnusamur (a la Ray Houghton, Darren Fletcher o.fl.). Svo er hans sterkari staða inná miðri miðjunni með frelsi til framsækni.
Það að dæma leikmenn harkalega fyrir það sem maður myndi heldur óska sér að sjá í stað þess að gefa þeim kredit fyrir það sem þeir sannanlega gera gagnlegt fyrir liðið er í senn ósanngjarnt og ógagnlegt fyrir málstað Liverpool. Ég tek mér a.m.k. það bessaleyfi að stórefast um það að KKD hafi þótt Jordan eiga skelfilega ömurlega fallistaframmistöðu í kvöld. Ég legg því til að menn gefi stráknum séns því að hann er bæði með mun skárri hárgreiðslu en Lucas er hann kom fyrst og svo á hann afmæli á 17.júní!!!
Give peace a chance. Give Jordan a chance. Peace out.
Jesús hvað margir hér geta vælt mikið!!!!! Hinn og þessi ömurlegur á ekki skilið hitt og þetta… Maður verður pirraður á að lesa þetta!
Liðið á réttri leið og hlutirnir líta vel út, hættum endalaust að spá í frammistöðum einstakra leikmanna, menn eiga sýna góðu og slæmi daga en öllu máli skiptir sigurinn sem var sanngjarn.
BURT með vælupúllara!
Ég held að ég hafi fagnað markinu umtalsvert meira en Carroll. Mér fannst hann þurfa á þessu að halda.
Annars kom konan mín inn í lok leiksins og spurði hvort að staðan væri 1-0 þar sem hún hafði bara heyrt Carroll fagnið mitt. Það sýnir kannski hvað maður var rólegur yfir þessu öllu saman. Okkar menn spiluðu á því tempói sem þurfti til í kvöld.
Og þörf sumra fyrir að úthúða leikmenn einsog Henderson, sem er tvítugur og hefur spilað þrjá leiki fyrir okkar leik (tvo sigra og eitt jafntefli) skil ég hreinlega ekki. Mér fannst hann fínn í þessum leik. Henderson og Carroll réðu nákvæmlega engu um það á hvaða pening þeir voru keyptir. Að mínu mati verða þetta algjörir lykilmenn hjá Liverpool næstu 5-10 árin.
Henderson var ekkert annað en lélegur í þessum leik… Það er bara þannig…
Jón
#25#
Þú verður að fyrirgefa en ég er lesblindur og skrifa því stundum vitlaust. En ég er klárlega Liverpool maður og styð mitt lið fram í rauðan dauðan.
Ef þú hættir að lesa kommentin mín þá verður bara að hafa það og þó að séu einhverjar ásláttarvillur eða stafsetningavillur hjá mér.
En að leiknum þá var þetta bara átakalítill vinnusigur og lítið meira um það að segja
Er það? Var hann eingöngu lélegur og ekkert annað? Var hann líka lélegur þegar hann keyrði upp kantinn og gaf fyrir á Suarez í fyrsta markinu? Var hann líka lélegur þegar hann losaði sig við varnarmanninn sinn og stakk boltanum innfyrir á Suarez í öðru markinu?
Þetta er það sem er að þessari umræðu. Menn eru búnir að ákveða að Henderson sé lélegur og þá bara er hann lélegur, sama hvað hann gerir. Það er búið að taka Lucas fjögur ár að vinna menn á sitt band og sumir hafa enn allt á móti honum þannig að það eru greinilega skemmtileg ár framundan hjá Henderson. Menn horfa bara á fyrsta leikinn hans fyrir nýja liðið sitt, ákveða að hann sé lélegur og síðan mun BARA EKKERT breyta þeirri skoðun.
Ég vona að Coates, þegar hann byrjar, vogi sér ekki að eiga slæmt kortér í fyrsta leik sínum. Ég nenni ekki að þurfa að rífast yfir fleiri leikmönnum en Hendo og Carroll í vetur….
Einu raunverulegu áhyggjurnar sem púlarar ættu að hafa eftir þennan leik er hversu há tilboðin í Janúarglugganum munu verða frá AUH City og Chelsea í sjöuna okkar.
Miðað við allt þetta væl hérna eftir sigurleiki þá ætla ég að halda mig héðan þegar eftir næsta tapleik.
Ég er alveg rólegur varðandi Henderson og hef mikla trú á þessum strák og sé fyrir mér að hann verði lykilmaður innan fárra ára.
Ungir leikmenn verða að fá sinn spilatíma og fá að spila með mönnum eins og Suarez og Gerrard til þess að þroska sinn leik og verða betri.
Nú er bara að kála Bolton í næsta leik og halda áfram á sigurbraut.
Henderson var frekar slakur í þessum leik, en hann var alltaf að reyna og maður sér alveg að hann hefur hæfileika. Ég hef trú á að hann eigi eftir að verða góður en hann virðist bara þurfa tíma til að aðlagast, því ég er alveg viss um það að leikstíll Liverpool og Sunderland er ekki alveg sá sami og hans hlutverk núna er kannski ekki það sama og hjá Sunderland.
Eins fannst mér ég sjá mikinn mun á honum þegar hann fór inn á miðjuna, þá stóð hann sig mun betur, enda finnst mér hans sterkasta hlið vera stutta spilið og það er mun erfiðara að nýta það út á kantinum.
Góður sigur hjá okkar mönnum, hlakka til leiksins um helgina : )
Þvílíkur snillingur sem Suarez er, maður lifandi : )
Já sæll, ég sem var að vona að pistillinn hans Magga um fantasíu fótbolta hefði haft einhver áhrif, svo viriðist ekki vera því miður. Það er greinilegt að nöldurseggirnir hérna hafa fengið neitt bitbein í stað Lucas Leiva en það eru nýju mennirnir okkar Henderson og Carroll. Hvað ætli þeir þurfi mörg ár hjá klúbbnum áður en menn taka þá í sátt? Við vorum að enda við að vinna Exeter á útivelli með öruggum og yfirveguðum hætti. Í leik þar sem nokkrir lykilmenn spiluðu og skoruðu, aðrir fengu hvíld og ungu strákarnir fengu tækifæri til að spreyta sig og stóðu sig vel flestir hverjir.
Ég tók smá samantekt hérna að neðan en af fyrstu 16 kommentunum við leikskýrsluna eru 10 komment sem mér finnast vera vælutengd, ósanngjörn og hreint óskiljanleg. Aðrir koma með málefnalega gagnrýni eins og td. Joey Bee sem minnist á Henderson og að það vanti ákveðni í hann en annars efnilegur og Maggi talar um að Carroll sé hrár tæknilega en eigi mikið inni eða það má lesa úr skrifum hans.
Það er allt í lagi að gagnrýna en þegar maður les fyrstu athugasemdirnar eftir leikinn og flestar hverjar á þessa leið þá bara hreinlega nennir maður varla að halda áfram, hvað þá að taka þátt í umræðunum. Pistlarnir eru áfram góðir og skemmtilegar til aflestrar en ég verð að segja að ég vona heitt og innilega að umræðan hérna fari að færast aftur á fyrri stall.,
#2
“Carroll var ekki góður en frábært að sjá hann skora og þessi vinstri fótur hans er baneitraður.”
3#
“Henderson 3- Guð minn góður hvað þetta var lélegt. Sendingar, skot, varnarleikur og allt annað til”
“Carroll 4 – eins og að horfa á of þungan innanhússpilara sem er hent út á völl. Vonandi þó á uppleið með góðu marki.”
4#
“Fannst Carroll alveg vera fínn bara, en ég er ósammála með Henderson, fannst hann slakur.
Ekki enn búinn að sannfæra mig!”
6#
“Henderson bestur????????? Mér fannst hann vægast sagt skelfilegur. Verður að fara að taka sig á. Vill ekki sjá hann í byrjunarliðinu meðan hann spilar svona.”
8#
“Charlie Adam fór í taugarnar á mér í þessum leik. Ég fékk svona vibe frá honum eins og honum fyndist hann besti leikmaður í heiminum og liti hreinlega niður á leikmenn Exeter, reyndi svo fáránlega hluti þegar hann gat gert hlutina auðveldari.”
“Mér fannst líka áberandi í þessum leik hvað menn voru eitthvað fúlir út í hvorn annan, þá sérstaklega Carroll og Hendo.”
9#
“Annars er ég líka ósammála ykkur með að Henderson var með bestu, mér fannst hann einmitt með þeim lélegustu,þótt hann var með stoðsendingu og átti stunguna á Suarez í öðru markinu. Slakur leikur leikur hjá Henderson, Carroll og Adam.”
11#
“Hef aldrei séð mann fagna jafn mikið marki..”
12#
“mér fannst þetta vera ömurlegt hjá henderson þarf virkilega að bæta sig til að komast í lið”
14#
“Við værum með geggjað lið sem væri að berjast við Manchester United um 1. sætið ef að ákveðinn spánverji hefði ekki tapað góða skapinu og farið frá okkur í jan og við keypt slána með tagl í staðinn.”
16#
“Veit ekki hvað á að segja um þennan leik nema þá að manni fannst eins og Reina, Suarez og Wilson væru einu sem báru virðingu fyrir hinum og lögðu sig fram (Reyndar eins og Beardsley segir Suarez er alltaf í fimmta gír). Andlitsfasið á hinum virkaði eins og þeir væru ekki með hugan við efnið.
Svo var Carroll ekki að fíla Hendersson í leiknum”
113
Alltaf þurfum við eitthvað til að kvarta yfir. Mér finnst samt allt í lagi að kvarta yfir leikmönnum og beita rökum. Henderson hefur ekkert verið sérstakur í haust og það er ekkert sérstakt afrek að eiga stoðsendingu og lykilsendingu á móti C-deildarliði. ég hef á tilfinningunni að menn vilji að bæði hann og Carroll, vegna verðsins, séu fullskapaðir, frábærir leikmenn sem taka leikina hvað eftir annað í sínar hendur.
Og ég get líka tekið undir það að þótt liðið vinni leiki þá er ekki endilega allt eins og best verður á kosið. Fátt er leiðinlegra en jámannakór þegar ekki er innistæða fyrir því. Mér sýnist sem innistæðan sé hins vegar næg þetta tímabilið.
Kannski er þetta Suarez að kenna, hann kostaði jú svipað og Henderson, mun minna en Carroll og þá eyðileggur hann kannski fyrir þeim því væntingarnar verða meiri eftir því sem menn verða dýrari. Stærstu floppin eru jú þar sem miklum peningum er eytt, sbr. Robbie Keane og Aquilani.
En ég held að bæði Caroll og Henderson eigi eftir að verða gríðarlega mikilvægir fyrir Liverpool í nánustu framtíð. Þeir eru ekki fullmótaðir knattspyrnumenn og þjálfaraliðið á eftir að fínpússa þá. Þeir hafa báðir mikið potential og verða báðir fastamenn og lykilmenn í Liverpool og enska landsliðinu innan fárra ára.
Leyfum nú tímabilinu að byrja, það eru 3 leikir búnir af tímabilinu og við erum ennþá taplausir. Eins og fólk á að vita að þá voru koma nýjir leikmenn í þetta lið og nú er verið að reyna slípa það saman, það tekur bara tíma fólk verður að virða það. Nú hef ég ekki spilað fyrir klúbba eins og Liverpool eða þannig líkt, en ég býst sterklega við því að skipta um lið er eins og að skipta um vinnu, jú maður hefur unnið við svipað starf áður en það tekur mann bara smá tíma til að venjast nýju umhverfi og nýju vinnufélögunum.
En svo lengi sem liðið er að vinna leiki þá get ég ekki kvartað, ég held að Dalglish og Clarke séu alveg með hlutina á hreinu (enda með nokkuð góða reynslu í bransanum) og viti líka alveg hvað þarf að laga.
Jæja.. þetta fer að verða eins og spammið á vinnustaðnum, fólk verður svo pirrað á því að það fer að spamma yfir því að það sé verið að spamma.. þið sjáið hvert þetta fer hehe
Þetta er til dæmis enn eitt spammið um hvað menn eru að væla mikið – en ég tek undir það að menn ættu frekar að líta á sigurinn og gleðjast.
Spurning hvort það þurfi að taka hinn “ömurlega” niður þumal upp aftur? Ég vona svo sannarlega ekki
kv
Hinn sanni spammari 🙂
Jordan Henerson er 21 árs gamall !
Hann var ekki keyptur til að “brillera” á þessu tímabili.
Hann er góður í fótbolta.
Hann kemur til með að verða betri í fótbolta.
Hann er 21 árs.
Hann á góða framtíð hjá Liverpool.
Ég legg til að menn forðist að gera JH að einhverskonar grýlu hér á kop.is .
Verum sjálfum okkur til sóma og reynum að hafa umræðuefnið á jákvæðum nótum.
Var ég búinn að nefna það að Jordan Henderson er bara 21 árs ?
Hann verður betri og betri.
Á endanum verður við allir (vonandi) farnir að tilbiðja manninn 🙂
Ég gleðst sannarlage yfir glæstum sigri okkar á Arsenal. það var mjög sterkur sálfræðilegur sigur. Sigurinn gegn Exeter er traustur og ánægjulegur. En það þýðir ekki að allt hafi verið í himnalagi og hafið yfir alla gagnrýni. Það var ýmislegt sem orkaði tvímælis, bæði í liðsuppstillingu og skipulagi og það er sjálfsagt að menn fái að tjá sig um þá hluti án þess að vera kallaðir vælukjóar og margt þaðan af verra. Það er að koma æ betur í ljós að við verðum að kaupa öflugan framherja. Ég hugsa til þess með hryllingi ef Suarez meiðist til langframa. Það bókstaflega sést betur og betur með hverjum leiknum að Andy Carroll veldur ekki því hlutverki sem hann átti að leika í þessu liði. Auk þess verður sóknarbolti liðsins svo miklu leiðinlegri með hann frammi að raun er að horfa á. Við erum líklega að fá sterkan varnarmann og það er vel. Ég þekki dálítið til Sebastian Cuates og það væri mikill happafengur fyrir okkur að fá hann. En framherjastöðuna verðum við að styrkja.
Ég verð að játa að ég tók ekkert sérstaklega eftir Henderson í leiknum, fyrr en eftir að hann fékk gula spjaldið. Hvað halda menn, var hann viljandi að fiska, eða var þetta bara svona ekkert-að-hoppa-yfir-fót-andstæðingsins-og-sjá-hvort-ég-fæ-víti? Mér fannst hann verða óöruggur eftir þetta, enda mjög skiljanlegt.
Annars er ég auðvitað bara glaður með sigurinn, leiður yfir meiðslum Meireles, og pottþéttur á því að Kenny veit nákvæmlega hvað þarf að laga og hverjir eiga eftir að bæta sig.
Ég skil bara ekki af hverju Jordan Henderson er ekki númer 23. Hann myndi klárlega massa þetta ef hann myndi skipta um númer. Getur einhver bent mér á leikmann sem spilar í treyju númer 14 sem getur eitthvað? Ég er búinn að renna yfir fótboltasöguna og hef tekið eftir því að menn forðast það eins og heitan eldinn að klæðast treyju númer 14. Þetta er eitthvað sem verður að taka á í herbúðum Liverpool.
Xabi Alonso var númer 14 og hann stóð sig alveg ágætlega sem og Thierry Henry hjá Arsenal.
Ég sá ekki leikinn en sigur er sigur og þó einhverjir hafi ekki átt fullkominn leik þá skiptir það ekki máli þegar liðið spilar sem heild og ef einhver hefði verið arfaslakur þá hefði KK sennilega verið snöggur að skipta honum útaf nú þegar við höfum fína menn á bekknum
Til hvers að hafa commenta kerfi ef menn mega ekki segja skoðanir sínar? Á ég að peista hingað ljóðum? Semja lög? Fullt af brosköllum? :):):):) Eða fýluköllum? :(:(:(:(:(
Mér finnst ótrúlega gaman að lesa yfir og sjá hvað menn sjá misjafnt úr einum og sömu 90 mínútunum.
Mér fannst Hendo fínn, mér fannst Carroll of þungur, mér fannst Suarez geggjaður, ég sá varla Maxi fyrir utan markið, mér fannst Charlie Adam ekkert sérstakur í þessum leik, mér fannst Spearing og bakverðirnir ungu fínir.
Hversu ömurlegt væri að koma hingað inn og allir eru bara sammála skýrslunni og hvorum öðrum?
Mér persónulega finnst þeir sem segja “mér fannst Henderson ömurlegur” töluvert skárri heldur en “omg veistiggi neitt um fóbolta?” týpurnar.
Getum við tekið upp niður þumlakerfið aftur ? Umræðunni hefur farið mjög svo niður á við síðan niður þumallinn var lagður niður – við erum búnir að vinna tvo leiki og gera eitt jafntefli, örfáum mánuðum eftir erfiðasta kafla í sögu félagsins, meira en 50% liðsins eru nýjir leikmenn (janúar´11) og síðast en ekki síst – það eru 3 #$%” leikir búnir af tímabilinu…. fuck it, meira að segja í “liðið er komið” þræðinum gegn Arsenal voru menn að missa sig yfir að Henderson væri í liðinu …. Í ÖÐRUM LEIK TÍMABILSINS.
Allir meiga hafa sína skoðun, en að móta hana eftir 90-240 mínútur af fótbolta er fráleitt. Aðra eins neikvæðni hef ég ekki orðið vitni að, þetta er á pari við RH stjórnartíðina. Ég hefði haldið að menn væru aðeins glaðari með betri eigendur, betri stjóra, meiri pening og betri leikmenn.
Ég verð að viðurkenna að spilamennska Liverpool heillaði mig ekki neitt sérstaklega í þessum leik. Margir leikmenn voru að leika á undir pari og ef við hefðum ekki haft svona gæðaleikmenn eins og Suarez hefðum við getað lent í vandræðum. Er ansi hræddur um að við höfðum tapað með svona spilamennsku gegn úrvalsdeildarliði.
Liverpool liðið á enn eftir að slípast. Eins og staðan er í dag er Man.Utd og City með mun betri spilamennsku heldur en Liverpool. En ég hef trú á Kenny og vona að liðið fari að ná góðum takti fljótlega. Ef það gerirst og lykilmenn halda sér heilum erum við að fara í topp 4 og jafnvel að berjast á toppnum!
Kristján Atli, svar þitt númer 30 var gott og eitthvað til málanna að nefna. Mjög góð nálgun hjá þér þar. Því miður var svar # 40 uppfullt af því að þú hefðir meira vit á knattspyrnu en þeir sem gagnrýna Henderson í leiknum / segja hann hafa átt slakan leik. Menn hafa bent á með rökum af hverju þeim þótt hann slakur og hljóta að mega hafa sína eigin skoðun?
En flottur sigur og ekki stressa ég mig yfir þessum sigri. Frábær úrslit og það gleðilega er að Kenny taki þetta alvarlega og vilji halda liðinu áfram á sigurbraut. Það þótti mér nauðsynlegt. Hvort einstaka leikmenn hafi getað spilað betur skiptir mig ekki máli, liðið gerði það sem þurfti í leiknum (reyndar miklu meira en það).
Áfram Liverpool
Góður skildusigur og það eina neikvæða úr þessum leik eru meiðsli Meireles, allt annað var jákvætt og gott fyrir liðið í heild.
Bring on Bolton!
Gott að fá svona sjálfskipaðan kommenta rýni eins og STB á bloggið.
Hvað fannst þér um komment mitt nr 44?
Góður sigur hjá okkar mönum, mikið var ég á nægður að Carroll skoraði, hann þurfti svo á því að halda, vona bara að hann sé að komast á beinu brautina. Þetta var nokkuð örugt hjá okkar mönum og bara gott að fá þennan leik til að leifa mönnum að spila, gott fyrir Dalglish að sjá hvar menn standa. Vona bara að Merieles sé ekki alvarlega meiddur, við þurfum á honum að halda upp á framhaldið… Nú er sú staða komin upp sem hefur ekki verid lengi hjá okkur stuðningsmönnum þessa frábæra klúbbs og það er að maður er farin að bíða spentur eftir næsta leik…. Tökum svo Bolton um helgina oh höldum hreinu… Og ekki væri núl leiðinlegt ef Arsenal tæki stig af fucking (afsakið orðbragðið) Man Utd….. Já og ekki má gleima að velja mann leiksins að mínu áliti Suarez þvílíkur leikmaður og loksins komin verðugur leikmaður til að klæðast sjöunni magfrægu….
Áfram LIVERPOOL…YNWA…
Afsakið inslátta villur, er gert á iPad og vill stundum rglast smá…
Hafliði koment nr 44 er bara frábært (þó ég hafi ekki verið spurður álits) fá orð notuð en segja heilan helling…
Áfram LIVERPOL…YNWA…
Þetta var stórfínt, skoruðum 3 mörk og þetta var alltaf öruggt.
Það eina sem ég sá að var hjá Robinson, er ekki viss um að hann kunni að hlaupa áfram með bolta,
senda drenginn á tækniæfingar.
Ahh, takk Valli fyrir hlý orð 🙂
Menn eru að búast við að Henderson setji 3 screamera í hverjum leik, muniði eftir því hvernig Gerrard var 20-21 árs? Hann var vissulega góður, var duglegur að stökkva í tæklingar sem Henderson gerir reyndar ekki en Henderson er mun flinkari með boltann en Gerrard var á þeim tíma, mjög spenntur fyrir þessum leikmann.
Nú held ég að engum af okkur sem biðlum til annarra sam-púlara að gæta sér hófs í dómhörkunni á 21 árs nýkeyptum leikmanni séum að ætlast til einsleitra skoðannaflóru á málefnum LFC. Því fer fjarri. Það er sjálfsagt að allir hafi sínar skoðanir og helst sem skemmtilegastar, en best er náttúrulega að þær skoðanir séu sæmilega vel ígrundaðar og vel rökstuddar ef því er að skipta. Sérstaklega þegar verið er að taka stórt upp í sig með harðneskjulegum yfirlýsingum sem takmörkuð innistæða er fyrir. Því þó að einhver hafi kannski gaman af því að skella upphrópunum fram þá eru þær ekkert skemmtiefni til aflestrar.
Því þó að skoðanna- og tjáningarfrelsi sé jafngilt fyrir alla þá er ekki þar með sagt að allar skoðanir séu jafnar að gæðum. T.d. er hverjum sem er frjálst að finnast frammistaða Suarez í gær glötuð og að Skrtel hafi verið langbestur. En maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort að sá hinn sami sem segði svona væri sjóndapur, á sýrutrippi eða að ruglast á íþrótt. Nú eru öfgarnir alls ekki svo miklir í matinu á leik Henderson í gær og um sl. helgi en bilið er ansi breitt á milli manna og því í lagi að velta fyrir sér hvernig á því stendur. Ég skoðaði t.d. þær einkunnir sem JH var að fá hjá lesendum Sky (6,3) & Guardian (6,7) ásamt spjalli LFCtv þar sem flestir gefa honum einkunn um eða undir 7,0. Hin sæmilegasta frammistaða að flestra mati.
Ef við setjum þann snjóbolta af stað að allt sem Henderson geri sé ómögulegt að þá gætum við endað uppi í snjóflóði með leikmann rúinn sjálfstrausti og góður efnivið og sterlingspundum sóað til einskis. Maðir vill a.m.k. ekki að hér sé tekin upp sú hvimleiða hegðun fiðurfés að þurfa alltaf finna sér fórnarlamb til að gogga í:
Þessi sífelda barátta kallast goggunarröðin og er alþekkt meðal fugla og dýra (hjá okkur mönnunum líka) .Þessi hegðun er því eðlileg hjá fuglunum en svo eru til fuglar sem aldrei eru til friðs og láta hina ekki í friði í nokkra stund. Kallast þessir fuglar “Böggarar” og best að fjarlægja slíka fugla strax,þeir verða aldrei til friðs í hópnum. Munið bara að ef vart verður við illa hegðun, mikla áreitni og ófrið, fjarlægið þá viðkomandi fugl úr hópnum.
http://islenskarhaenur.is/haenan.html
Einnig hafa Liverpool-áhangendur oft haft það góða orðspor á sér að vera fótboltafróðir, skilningsríkir, með stórt hjarta og standa þétt við bakið á sínu liði. Hvernig hefði leikurinn í Istanbul farið ef leikmenn hefðu fengið baul fyrir sína slöku frammistöðu í fyrri hálfleik frá eigin áhangendum?!? Í staðinn fengu þeir ótakmarkaðan stuðning í formi You Never Walk Alone and the rest is history. Ég held að áhangendur uppskeri eins og þeir sái og ef þeir styðja sitt lið með ráðum og dáðum þá verði þeir ríkulega launaðir að lokum. Ég les t.d. þetta og er þrælstoltur af hinni góðhjörtuðu Liverpool-fjölskyldu.
http://www.crosbyherald.co.uk/sport/crosby-district-football/2011/08/25/norwegian-mum-thanks-football-coach-for-taking-their-minds-off-tragic-events-at-summer-camp-68459-29297643/
Peter Baerdsley no:68 Þú ert að reyna að móralisera en útkoman er fullkomlega óskiljanleg. Og það sem meira er að þetta verður ein allsherjar rökleysa þar hvað rekur sig á annars horn. Þú telur að hér eigi að ríkja málfrelsi en með skilyrðum þó og ferð að tala um suma okkur félaga þína og líkja okkur við fiðurfénað áf lítilli virðingu. Reyndu aftur og hafðu þetta þá umbúðalausara og hreinskiptara og ekki “skella upphrópunum fram þá eru þær ekkert skemmtiefni til aflestrar”.
Bara fyrir forvitnissakir, þeir ykkar sem eru að reyna að líka Henderson við Gerard og segja hann betri eða slakari en Gerard var á hans aldri. Voruð þið fæddir þegar Gerard byrjaði að spila?
Ekk það að Henderson sé eitthvað lélegur, finnst hann hafa sýnt marga góða hluti í þessum leikjum. Hann á enn eftir að eiga heila góðan leik reyndar. Gerard var í fyrsta lagi 18 ára, þegar hann var í þessari stöðu, spilaði aftar á vellinum og hans helsta ástríða var að fara í skriðtækilingar á mót Roy Keane og Patric Vieira.
En hann eins og Henderson átti ekkert alltaf fullkomna leiki, var oftar enn ekki í banni vegna heimsulegra tæklinga, gerði sín mistök og fullt af þeim. Þetta er fyrirliði liðsins í dag og einn allra besti knattspyrnumaður í heiminum, en það tók hann nú nokkur ár að ná þeim status. Þannigað í guðana bænum gefið Henderson smá sjens og tíma, og ekki vera að líkja honum við Steven Gerard, það er eins og að bera saman vatn og sand.
@ Starri (#69)
Leiðinlegt að þér líkaði ekki skrifin né skildir þau. En ég er ekki að setja neinum skilyrði eða skorður enda hef ég ekkert vald eða vægi til þess. Er bara óbreyttur plebeius hér eins og flestir aðrir á þessu kommentakerfi. En finnst þér e-ð athugavert við það að höfðu til sparihliða púlara í skoðannaskiptum? Ef þú tekur fiðurfénaðs-kommentið svona sterkt til þín þá get ég lítið gert við því en ég er meira að tala um hegðun þeirra heldur en bókstaflegan fjaðurham félaga minna. Vonandi er það skýrara fyrir þér núna.
Mér finnst Dóri Moussaieff #53 alveg vera með þetta.
Ef Henderson, sem talinn er einn efnilegasti leikmaður Englands og var fastamaður í 21. árs landsliði þeirra skiptir um númer, úr 14 í 23 þá verður hann góður. Gallinn reyndar er sá að treyja nr. 23 er upptekin hjá Liverpool.
Og svo renndi hann í gegnum knattspyrnusöguna og veit ekki um neinn góðan nr. 14. Búið að benda honum á 2, Alonso og Henry. Við sem erum það gamlir að við munum þá tíð þegar Liverpool hafði ekki einusinni orðið Evrópumeistari getum lýka bent á einn allra besta knattspyrnumann heims á sínum tíma Johan Cruyff.
Henderson er að reyna að aðlagast því að vera orðinn leikmaður eins stærsta klúbbs í heimi og er mistækur eins og verða vill. Gefum honum tíma. Hann átti fína kafla í gær og á móti Arsenal og er því á réttri leið.
Spretturinn sem hann tók inn á teig áður en hann lét sig svo detta var alveg First Class. Hefði hann lagt boltann fyrir samherja í stað þess að fara að fiska hefði þetta verið frábært. Vonandi sjáum við meira af þessum hæfileikum hans í framtíðinni.
@ Mansi (#70)
Gerrard sjálfur orðar Henderson sem sinn “arftaka”:
“It’s a really positive signing. Let’s hope he is the next Steven Gerrard”
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/13732294.stm
Persónulega finnst mér sú samlíking ekki alveg ganga upp af nákvæmlega þeim ástæðum sem þú nefnir; Gerrard var meira í tæklingum & bardögum á þessum aldri og var að mörgu leyti óheflaðri í sendingum og staðsetningum á vellinum. En það er líka margt líkt með þeim en mér finnst Jordan líka eiga margt sammerkt með Lampard á álíka aldri. Þannig að hann er kannski góð blanda af þeim tveimur og það er ekki leiðum að líkjast. Í það minnsta er hann ekkert minna efnilegur en SteG var á þessum aldri og því vill maður frekar hvetja hann en letja til að hann hámarki það potential.
En já maður hefur aldur til að hafa fylgst með Gerrard gegnum tíðina. Ég var á Anfield þegar Gerrard skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Sheff.Wed árið 1999. Og ég hafði aldur til að fara á pöbbinn á eftir 🙂
http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Game/2236
Sat rétt bak við markið í Anfield Road Stand þegar hann sólaði sig í gegn og setti hann. Góður leikur og góð ferð með Liverpool-klúbbnum.
http://www.youtube.com/watch?v=0TitVDozJw0
Egill 45: Taka þá í sátt? Hef nákvæmlega ekkert á móti Carroll og Henderson, mjög flottir strákar og er mjög sáttur með að hafa þá í Liverpool. Þótt maður segji að þeir hafi átt slakann leik þá þýðir það ekki að maður hati þá, common hversu steiktur ertu.. Ég hef alveg sagt að Gerrard hafi átt slakann leik (og alveg bókað mál þú líka), þýðir það þá að maður sé ekki búinn að taka hann í sátt og eitthvað rugl?
Þeim sem fannst einhver slappur hlýtur að meiga að segja það hérna inni ekki satt? Það þýðir samt ekki að sá aðli er ekki búinn að taka tiltekin leikmann í sátt.
Henderson átti fínan leik, það er bolti í þessum strák og hann á bara eftir að verða betri