Byrjunarliðið gegn Bolton

Ein breyting frá síðasta leik, Luis Suarez kemur inn í byrjunarliðið fyrir Andy Carroll og m.v. síðustu leiki þarf engan vísindamann til að sjá út afhverju. Ekkert við þessu að segja að mínu mati:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Kuyt – Downing
Suarez

Bekkur: Alexander Doni, Andy Carroll, Maxi Rodriguez, Jay Spearing, Jonjo Shelvey, Martin Skrtel, Jack Robinson

Líst vel á þetta svona fyrir leik.

76 Comments

  1. Gott mál, vill ekki sjá Suarez og Carroll saman í framlínunni.

    Geta skipst á að vera Supersub! 

  2. Djöfullinn!!!
     
    Ég ætlaði að spá þessu byrjunarliði í gær en gerði það einhverja hluta vegna ekki, ég hafði það mjög sterkt á tilfinningunni á Carroll yrði á bekknum og að við spiluðum algjöran pass´move gegn háloftafuglunum í miðverðinum hjá Bolton.
     
    Frábært taktískt move hjá KKD og SC að mínu mati.

  3. Hefði viljað sjá Maxi fyrir Henderson en annars er þetta fínt.

  4. Flott byrjunarlið. Ég vona samt að Carroll fái slatta af spilatíma í þessum leik.

  5. Kenny er svo mikill snilli! Það sem stórir sterkir varnamenn vilja eru akkúrat stórir/hægir framherjar (Carroll). Ekki littla, snögga titta eins og Suarez! (er ekki á móti Carroll, ekki túlka þetta svoleiðis) 😉 

    Annars sáttur með liðið. En menn verða að fara að sætta sig við það að Henderson er að fara spila helling á þessu tímabili. Styðjum frekar okkar mann frekar en að “púa” hann niður.

    -YNWA- 

  6. Gæti reyndar trúað því að Kuyt verði frammi með Suarez í 4-4-2, virkaði vel þegar það var reynt í vor

  7. +1 á nr. 10, Suárez og Kuyt verða líklega fremstir. Það er ánægjulegt að sjá hvað þessi hópur er orðinn fjölhæfur. Jafnvel þó að við (og andstæðingarnir!) viti hverjir byrja leikin er engin leið að segja til um hver verður hvar og í hvaða kerfi.

  8. Sammála þeim hér að ofan. Kuyt verður örugglega second striker með Suarez.
    Koma svo!
    YNWA

  9. Kemur nokkuð á óvart að Henderson skuli byrja inn aá eftir að hafa spilað fullann leik í vikuni, en sterkt lið og við vinnum 3 – 0… Treysti KÓNGINUM í því sem han er að gera….

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  10. Manni sýnist þetta vera skynsamleg uppstilling hjá Kenny. Hefði svosem verið til í að hjá Maxi byrja og Henderson á bekkinn og eins Joe Cole á bekkinn. Annars lítur þetta lið vel út. Verður örugglega erfiður leikur en við eigum að vinna þetta Bolton lið. 2-0, Suarez og Downing klára þetta.

  11. Skv. LFC TV: Ef Liverpool vinnur í dag, þá verður þetta besta byrjun á tímabili í 17 ár…

  12. Luis Suarez er 181 cm á hæð. Sem sagt algjör stubbur sem hleypur gegnum klofið á hvaða miðverði sem er.

  13. Já gleymdi að koma inná að auðvitað býst ég við mjög miklu flæði hjá fremstu mönnum, Kuyt líklega mun framar en Henderson og Downing þannig að ekki einblína of mikið á þessa uppstillingu, þetta verður eitthvað í þessa átt samt. 

  14. er mjög sáttur með að hafa henderson í liðinu ég er að fíla hann 
    hann er góður í pass and move , tekur vel á moti bolta og kemur honum vel frá sér ég skil ekki alveg afhverju sumir hér eru svona óánægðir með hann , við þurfum að gefa honum tima og þar af leiðandi spiltíma sem hann er að fá . og það er gott. hann á eftir að verða hrikalegur um mitt tímabil spái ég 🙂
    áfram liverpool og áfram suarez.
     

  15. ömurlegt að vita til þess samt að þetta lið sem á að vera svo stútfullt af miðjumönnum er ekki með neinn á bekknum nema unglinga sem geta komið inná rétt ef einhver meiðist en breyta engu. Gerrard og mereles meiddir og Aquilani enn og aftur lánaður þannig að miðjan er bara frekar þunnskipuð

  16. Getið þið hjálpað mér að finna link á leikinn til að horfa á netinu?

  17. Snillingur Flosi! Svínvirkar, var einmitt ekki að finna neitt stream til að virka hjá mér.

  18. Vel gert Henderson! Suarez ætti samt að fá einhver verðlaun fyrir utanfótarsendinguna á Downing, þvílíkur leikmaður!

  19. Láta svo Reina frá derhúfu í seinni hálfleik andskotinn hafi það!!!!
     
    Ekkert Arsenal fokk up aftur.

  20. henderson er allt í öllu. þið þarna efasemdar menn..   ussssssssss 
    sendingin á suarez þegar vippaði í slánna usssss 

  21. Þvílík byrjun hjá LFC, nú þurfum við bara að nýta eitthvað af þessum færum, annars gæti farið eins og á móti Sunderland.  SUAREZ er bara eitt af undrum veraldar ! Ótrúlegur leikmaður ! ! !

  22. Nr.20 Lóki við eigm 2 toppklassa miðjumenn sem eru því miður meiddir í dag, að auki eru þrír inná í dag og svo eigum við 2-3 unga sem hafa verið að spila með aðalliðinu. Hvað eigum við eiginlega að hafa marga á launaskrá? 

    Þarna er ég ekki að tala um Poulsen og auðvitað ekki Aquilani

  23. Ha….skrölti inn á fyrir Kelly….ætli Carra fari þá í hægri bak?

  24. Arnar Björnsson að reyna að skrifa velgengni Lucas Leiva á Hodgson? Er maður algerlega sneiddur öllu viti?

  25. Ætli hann sé með ensku þulina í eyrunum, þar sem þeir voru að tala um að Lucas hefði ekki verið sérstakur leikmaður undir Benites….sniðugt að kópera fróðleik annarra ….eða þannig

  26. Sebastian yfirfrakki (Coates stafs…) er á Anfield :), verður frábært ef þeir ná að næla í hann

  27. Hreint útsagt ótrúlegt að staðan sé enn bara 1-0, þurfum að nýta þessi færi okkar betur, það er smá Sunderland skítalykt af þessum leik.

  28. Liverpool er að spila fanta vel og eiginlega engan veikan punkt að finna á liðinu, sem er frábært og þetta verður bara betra eftir því sem þeir spila meira saman. Sendingarnar á milli manna eru bara frábærar, ganga hratt fyrir sig og allt lítur þetta mjög vil út. Vantar bara svona eins og tvö mörk hjá okkar mönnum og þá er þetta komið. Henderson er bara að standa sig rosalega vel. Úff, Lucas eitthvað að kvarta, er hugsanlega meiddur?

  29. Flottur fyrri hálfleikur og markið virkilega flott hjá Henderson. Henderson er búinn að vera flottur og Suarez algerlega frábær, en minn maður fyrri hálfleiksins er Lucas sem virðist því miður vera eitthvað meiddur, vonandi er það ekkert alvarlegt. Nú má bara ekki taka fótinn af bensíngjöfinni eins og gerðist í Sunderland leiknum. 

  30. Virkilega vel spilaður fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, óheppni að vera ekki 3-0 yfir.
    Höldum áfram að keyra yfir þá í seinni.
     
    Bara gaman : )

  31. 37 babu ég hefði viljað halda Aquilani á launaskrá. til þess að fá gæði inn af bekknum. lána shelvey og lóa Poulsen. núna er lucas að meiðast í hálfleik og gerrard og meireles meiddir en aðeins 3 leikir bunir. bara spearing hægt að nota og hann er nú ekki of góður þó ágætur sé. hefði verið fínt að hafa Aquilani til taks þar sem við borguðum fleiri milljónir fyrir hann en bara til þess að vera góðir við ítölsk lið í kringum okkur. ég er samt aðalega bara að tuða þetta gæti verið verra 🙂

  32. Ferlega flottir í 30 mínútur – Lucas, Henderson og Suarez bestir so far – flott stemning á Kaffi Jónsson hér fyrir norðan!

  33. Slir félagar
     
    Þetta átti að vera hér en ekki í upphituninni.
     
    Frábær leikur.  Lucas besti maður vallarins og var frekr þreyttur eftir 47 mínútur.  Gott fyrir Hendo að skora sitt fyrsta fyrir besta liðið. góðir yfirburðir í fyrri.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA
     
    YNWA

  34. Finnst Kuyt og Suarez flottir frammi, brjáluð vinnusemi og flott að sjá hvernig þeir teygja vörnina með því að krossa stöðugt í sitthvora áttina, frekar erfitt að fylgja þeim og verjast þessu.

  35. Við munum aldrei aldrei vinna neinn leik ef við slysumst til að skrifa orðið líst með ý….þetta er það sem er merkikegast á þessum degi þegar okkar menn eru að spila fantagóðann bolta  eru 1 mark yfir þá kemur svona athugasemd.
    Vona kæri/kæra gn að þú finnir engar stafsetningarvillur hjá mér sem skemma fyrir þér stemminguna.
     
    Svona í alvöru talað er þetta það sem skiptir öllu máli hér..
    Bestu kveðjur og YNWA hvort sem það er “Í” eða Ý” í líst

    Innskot Babu
    Við getum unnið leiki þrátt fyrir villu sem þessa (Staðfest) 
    Þakka samt ábendinguna, lagaði þetta.

  36. Gaman að renna til baka og lesa í gegnum skrifin hjá öllum sem hafa hraunað yfir hendo, adam o.s.f.

     

  37. Það er augljóst að liðið hefur lært sína lexíu af Sunderland leiknum. Koma með allt annað og margfalt betra hugarfar inn í seinni hálfleik.

  38. Það er eitthvað að streyminu mínu. Ég fæ bara upp klippur úr leikjum Barcelona 😉

  39. Algerlega frábær leikur hingað til.
     
    Treysti því að hér verði hætt að ræða eitthvað sölur á Aquilani eða kaupin á Adam og Henderson.  Algerlega gargandi glæsileg frammistaða þessara tveggja yfirdekka allt sem við höfum hingað til séð í dag.  Frábært, frábært, frábært.
     
    Þetta lið lítur svínslega vel út – og við eigum ennþá ákveðinn Steven Gerrard inni!  Sá held ég sé farinn að bíða spenntur eftir að fá að spila með þessum mönnum!

  40. 45. @optajoe á Twitter: Jordan Henderson var maðurinn á bakvið 6 markskot Liverpool í fyrri hálfleik, lagði upp (3) eða skaut sjálfur (3). Afkastamikill.

  41. Frábær leikur. Og pælið í muninum á föstum leikatriðum hjá Liverpool eftir að Dalglish og Clarke tóku við. 

  42. EHHHH var þetta ekki sending til baka?????  Dómarinn alveg með bleyju!

  43. Bolton menn eru búnir að pakka algjörlega í vörn.  Ótrúlegt að dómarinn hafi ekki dæmt aukaspyrnu þegar Bolton maður sendi tilbaka á markmann.  Suarez er ekki að fá neitt frá þessum dómara, ætti að vera búin að fá eitt víti. Senda Carroll bara inná, hann setur eitt allavega.

  44. Væri gaman að vita hvaða íþrótt Paul Robinson telur sig vera að spila?

  45. Ef þetta verða úrslitin, þá verður Liverpool í efsta sæti deildarinnar a.m.k. fram á morgundaginn. Hvenær gerðist það síðast?

  46. Frábær leikur hjá okkar mönnum og svona á að spila fótbolta, vil ekki sjá Andy Carroll í liðinu. Þó var dómgæslan í þessum leik að gera mig vitlausun, þvílik gúrka þessi gæji maður.

  47. Óþolandi að horfa á Carra í lokinn, hvað á maðurinn að spá… þetta er eins og gamall stjórnmálamaður sem að segir ekki af sér þó að allir sjái að hann er út brunninn..

  48. Æ, á maður nokkuð að vera að pirra sig á dómgæslu eftir svona leik? Auðvitað var þetta óttalegur pappakassi sem var að dæma og Suarez var augljóslega að verða geðbilaður á þessum gæja en held það sé miklu skemmtilegra að horfa á jákvæðu hlutina eftir svona leik. Nóg er af þeim 🙂

  49. #71, það gerðist seinast um seinustu helgi… þurfti ekki að leita lengra aftur en það..

Bolton á morgun

Liverpool – Bolton 3-1