Rafa tjáir sig um leikmenn (uppfært)

Ég varð að setja inn mynd af okkar manni, Rafael Benítez, þar sem mér fannst ekki við hæfi að hafa mynd af stjóra annars liðs á toppnum of lengi. 😉 En allavega, Rafa tjáði sig í dag um leikmannakaup og sagðist ekki munu eyða peningum eyðslunnar vegna, heldur muni hann einungis kaupa réttu leikmennina fyrir Liverpool á réttu verði. Gefum stjóranum orðið:

>””We have three or four months to get through. In January we need to reinforce the squad. We were thinking about a right-winger and centre half, everyone knows that, but when people say we left it until the last minute, that’s not true.

>We worked all summer. We never wanted to pay more for a player than his value. We didn’t want to sign players we didn’t need.

>We tried, but because of circumstances, the clubs wouldn’t sell. If a club is willing to sell without a fight, maybe the player isn’t good enough. When the club tries hard to keep him, you know you’re trying to sign someone of high class.

>Simao is an example, as is Milito and Figo. We watched Simao for a long time, but we were looking at others first because we didn’t know if he was available. We decided to try and Benfica said yes. We thought we had control of the situation. Then they changed their mind.

>We also tried to sign centre-backs, but their clubs said no. Clubs think because we’ve won the Champions League we’ve got a lot of money. They put a £7m values on players who are no more than prospects.”

Mig grunar að þarna í síðustu setningunni sé hann að tala um Daniel Agger, danska miðvörðinn sem Bröndby verðmátu allt of hátt til að Rafa væri til í að kaupa hann.

Svo útskýrir hann með Simao á nokkuð skýran hátt. Rafa og Parry héldu að þeir myndu aldrei fá Simao, þar sem hann væri ekki til sölu, þannig að þeir reyndu aðra kosti frekar – svo sem Figo, Stelios og Solano. En svo þegar búið var að loka á alla aðra kosti í hægri vængstöðuna og lokadagurinn var að nálgast ákváðu þeir að slá til og reyna samt við Simao. Þeim að óvörum sögðu Benfica ‘já’ og, já, þið þekkið restina af sögunni.

Ég hef einmitt hugsað þetta svolítið, nú þegar rúm vika er síðan leikmannamarkaðurinn lokaði. Ég er ennþá mjög svekktur að við skyldum ekki fá varnarmann og hægri kantmann í hópinn, en ég er samt feginn að við skyldum ekki eyða peningunum í einhvern sem Rafa vildi ekki – s.s. Van der Meyde eða Jenas – bara til þess að kaupa einhvern. Þá vill ég frekar bíða og eiga þessa peninga inni, og hugsanlega meiri peninga til, til að reyna aftur við menn eins og Simao, Milito og Mark Gonzales í janúar. Rafa tekur það einmitt skýrt fram að þetta séu 3-4 mánuðir, og svo muni hann reyna aftur að styrkja hópinn í janúar. Vonandi tekst það þá.

Og eitt að lokum: Rafa neitaði því einnig að eiga í einhverjum deilum við Cissé. Hann hrósaði Cissé fyrir að hafa verið iðinn við kolann að undanförnu og sagðist ætla að ræða við hann – sem og aðra leikmenn sem voru í landsliðshasar sl. vikuna – og koma öllum málum á hreint fyrir helgina. Það eru vissulega góðar fréttir að Rafa eigi ekkert sökótt við Cissé, og ég vona vissulega að Cissé eigi ekki í neinum vanda hvað Rafa varðar, því við þörfnumst þess svo innilega núna að þessi drengur spili áfram eins vel og hann hefur gert.

Samt komst ég ekki hjá því að taka eftir því að, þótt Rafa talaði opinskátt um Cissé-málið, sagði hann hvergi þá setningu sem hefði skipt mestu máli: “I never intended to sell him.” Þá veit maður það… 😉


Uppfært: (Aggi) Þegar ég las þetta viðtal við Rafa þá brosti ég næstum út að eyrum… því þetta er nákvæmlega sem maður vill heyra stjóra Liverpool segja, kaupum réttu leikmennina, á réttu verði og einungis toppleikmenn!

“I have a lot of confidence we will have a better team this year. People may not agree with my decisions, but when I spend a lot of money I want it to be on one of the best players in the world.”

Hvað varðar Agger þá er ég fullviss um að Rafa sé að fylgjast vel með þeim dreng, hann er búinn að spila fanta vel með Brondby það sem af er tímabilinu sem og með landsliðinu. Skoraði í gær gegn Georgíu og lagði annað upp og er einungis tvítugur, ONE TO WATCH!

9 Comments

  1. Allt gott og gilt. Skil samt ekki hvers vegna þeir buðu ekki í Simao strax. Hef það einhvern tíma stoppað lið í að spyrjast fyrir um leikmenn þótt þeir séu ekki til sölu. Eða misskildi ég þetta kannski eitthvað? Er samt fullkomlega sáttur við Benitez. Og treysti honum í hvívetna. Bara svo það sé nú á hreinu og ég ekki að kveina. 🙂

  2. Auðvitað verður maður að kaupa það sem þjálfarinn segir, en þetta viðhorf varðandi það að kaupa ekki leikmenn nema á því verði sem þeir (Liverpool) telja sanngjarnt, mun akkúrat koma í bakið á okkur eins og núna. Í svona samningum verða bæði seljendur og kaupendur að sýna lit – kannski kaupendur (Liverpool) aðeins meira. Mér finnst það bara eðlilegt. Þetta virðast þeir ekki hafa gert og mér finnst það slæmt.

    Við vonumst til að hægri vængurinn og miðvörðurinn finnist í janúar, en ef mórallinn er enn sá sami – að eyða ekki meira en það sem þeir telja að sé rétt, þá er hætt við því að ekkert fáist.

    Kaupa réttu leikmennina á réttu verði – einungis topp leikmenn … það gerist bara ekki nema með því að semja aðeins meira og betur.

  3. Ég vil taka undir með Dodda að röng viðhorf geta komið í bakið á okkur í leikmannamálum. Benites segir líka að menn haldi að LFC eigi nóga peninga og verðleggi leikkmenn of hátt þess vegna. Þetta má rétt vera en toppleikmenn fást ekki á útsölu það er á hreinu. Og hvað sem hver segir þá klúðruðu B,P og M leikmannakaupum í sumar og það er nánast óafsakanlegt. Það á eftir að kosta okkur stig í haust en vonandi sem fæst. Yfirlýsingar Benites um leikmannakaup minna á fyrri yfirlýsingar hans. Vonandi standa þær þegar þar að kemur og ég ætla að gefa honum séns þangað til. En ef hann klúðrar þessu aftur er hann búinn með sénsana hjá mér og . . . :confused: En vonum hið besta.

  4. Aggi, ég gat ekki alveg sagt að ég hafi brosað út að eyrum þegar september mánuður hófst og ljóst að algjör forgangsatriði sumarsins hefðu bæði klikkað!
    Og ekki get ég heldur brosað núna þegar Rafael er að reyna að verja þennan gríðar undarlega verknað sinn.

  5. Þetta er líklega heimskulegasta komment sem nokkur maður hefur látið útúr sér um þjálfara sem vinnur meistaradeildina með miðlungslið, sem hann fékk í hendurnar, á fyrsta tímabili:
    “En ef hann klúðrar þessu aftur er hann búinn með sénsana hjá mér og ? En vonum hið besta.”
    Hvaða sénsa á Benitez að eiga hjá þér Sigtryggur? Á að reka hann ef hann nær ekki að kaupa kantmann og varnarmann í janúar?

  6. Ég hef á undanförnum mánuðum oft verið ósammála Benitez varðandi leikmannamál en ég er sammála honum að við borgum ekki hvaða verð sem er fyrir leikmenn. Sala Benitez á Baros til Aston Villa voru mikil mistök að mínu viti og að því er virðist liður í að skipta út flestum leikmönnum sem Houllier hafði keypt til Liverpool og fá nýja til félagsins. Byggja upp sitt eigið lið.
    Í lok vetrar þegar við knattspyrnuáhugamenn gerum upp veturinn, þá kæmi mér ekki á óvart að Aston Villa hefðu gert kaup ársins.

  7. Ég hef það á tilfinningunni (bara smá hugboð sem ég fékk) að Benitez hafi miklu meira vit á þessu en við allir (öll?) til samans. Leyfum nú manninum að njóta vafans, eitt tímabil og stærsti titill evrópu vannst. Held að hann hafi sýnt að hann viti hvað hann er að gera og þess vegna segi ég: rólegir félagar!

  8. Gauti, það hefur margoft komið hér fram að við leyfum Rafa að njóta vafans og þegar allt kemur til alls þá er hann auðvitað þjálfarinn. En það þýðir ekki (ekki frekar en með Wenger, Ferguson og Mourinho) að hann sé utan allrar gagnrýni. Sanngjörn gagnrýni er hið besta mál. Hvað var t.d. sagt um Houllier þegar við unnum þrennuna ótrúlegu 2001??? Var hann þá talinn slæmur þjálfari? Nei, af því að við fengum árangur. Og ýmis kaup hans voru dæmd léleg eða dauð. Nú þegar þjálfarinn sér ástæðu til þess að verja ekki-leikmannakaupin í sumar, og birt grein þess efnis hér, þá er allt í lagi að viðra óánægju með það. Ég stend við það sem ég sagði fyrst: þú lendir í vandræðum ef þú ætlar bara að kaupa toppleikmenn á því verði sem þú vilt. Þetta viðhorf breytist ekkert hjá Rafa í janúar en þá skulum við samt vona að við fáum menn í þær stöður sem Rafa sagði að okkur vantaði mest!

  9. Ég var hundfúll að við fengum ekki neina nýja leikmenn hins vegar vil ég frekar fá engann en að kaupa bara einhvern. Rafa segir það sjálfur að hann hafi verið óánægður að hafa ekki náð í þá leikmenn sem hann vildi en það sé erfitt þegar liðið vill ekki selja eða setji fáránlegan verðmiða á leikmanninn. Góður hlutir gerast hægt og vonum að við fáum 2-3 toppleikmenn í janúar.

Martin Jol og lærisveinar hans

Crouch klár í slaginn (uppfært)