Næstsíðasti dagur félagaskiptagluggans er runninn upp og af því tilefni setjum við inn opinn þráð. Hér geta menn rætt allt slúðrið sem er í gangi og hlaðið batteríin fyrir brjálaðan lokadag á morgun. Við munum fylgjast vel með framvindu mála á morgun en á meðan er hér opinn þráður. Ræðið það sem þið viljið. 🙂
Uppfært
Komin staðfesting á opinberu síðunni að Úrúguayinn Sebastian Coates hefur skrifað undir langtímasamning við liðið, atvinnuleyfið klárt og því mál hans frágegngin.
Velkominn ungi maður!
Skv Echo hefur LFC neitað 7mp + Yossi fyrir Meireles.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/08/30/liverpool-fc-await-chelsea-response-after-part-exhange-offer-for-raul-meireles-with-yossi-benayoun-is-rejected-100252-29325898/
Echo einnig með að Ngog verði farin fyrir lok gluggans, 4mp
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/08/30/liverpool-fc-striker-david-ngog-set-to-finalise-4m-move-to-bolton-before-transfer-deadline-100252-29325910/
Það eiga víst þó nokkur tilboð að berast í Adam Johnson hjá City. Það yrði gríðarlega sætt ef Liverpool væri eitt af þeim. Þetta er einn mest Direct kantmaður sem ég hef séð. Brunar á bakverði á fullum hraða trekk í trekk og það skilar sér alltaf einhverjum færum og mörkum.
Hann yrði klassaklassa leikmaður hjá Liverpool!
Selja Meirales og fá Sturridge plús pening, og kaupa Adam Johnson frá City og þá verð ég sáttur.
Hvernig er það, verður atvinnuleyfið fyrir Coates ekki að koma fyrir lok gluggans ?
Insua fót til Sporting Lissabon um helgina (hef ekki séd minnst a thetta hér, en kannski eru thetta gamlar fréttir fyrir thá sem fylgjast betur med):
http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_7127688,00.html
Ef að Lucas meiðist hver á þá að spila sem aftasti miðjumaður ef ekki Meireles? Poulsen? Hann er mikilvægari leikmaður en hann fær credit fyrir og ætti alls ekki að vera næstur í röðinni. Efast um að hann verði seldur í þessum glugga.
Spearing er backup fyrir Lucas. Mer er svosem sama ef að Meireles fer, vil samt hafa hann áfram. Adam Johnson ætti að krefjast sölu frá City, yrði frábær viðbót við okkar lið og þá þyrftum við ekki að kaupa Striker, þar sem að Kuyt mun bara leysa það þegar þess þarf!
Styttist ekki í að félagi Steven Gerrard fari nú að æfa aftur? Hugsa að hann sé nú tæpur fyrir Stoke leikinn en það væri flott að fá gamla manninn dýrvitlausan í Tottenham leikin helgina eftir.
#8
Gerrard á víst að koma til æfinga aftur fyrir vikulok.
Spearing er ekki fótboltamaður í sama klassa og Meireles, auk þess sem portúgalinn getur spilað allstaðar á miðjunni. Valið stóð á milli hans og Aquilani fyrir opnun gluggans, varla vilja menn losna við þá báða til að koma Spearing að.
Sagði Dalglish ekki um daginn að N’gog myndi ekki fara öðruvísi en að það kæmi inn annar framherji?
@10 Spearing er væntanlega fyrst hugsaður sem varnartengiliðiur. Meireles spilar öllu jafna ekki þá stöðu þó hann geti það alveg. Því svolítið kjánalegt að bera þá tvo saman. Meireles er jú betri fótboltamaður finnst manni en það á að bera saman epli og epli.
Ef Lucas meiðist þá tekur Spearing við. Ef Meireles meiðist eða fer þá er fullt af öðrum leikmönnum sem geta farið í hans stöðu og Spearing er ekki einn af þeim + Meireles hefur ekki verið í byrjunarliðinu okkar á þessu tímabili.
Meireles var búinn að vera meiddur í einhvern tíma á undibúiningstímabilinu. Hann bara var að komast af stað. En þá meiddist hann á móti Excester (held að það voru þeir). En Meireles er alveg byrjunarliðsleikmaður, held að hann myndi alveg leysa hendersson/Adam af ef það væri þreyta hjá þeim eða tæpur. Mér finnst Meireles ekki síðri kostur sem er mjög gott. Ef við seljum hann þá erum við að minnka við breiddina hjá okkur , sem ég held að KK ætli ekki að gera.
Ekki slæmt að eiga Gerrard, Glen, og Meireles inni.
Ég er með óskalista.
Leikmenn út: David Ngog, Christian Poulsen,Joe Cole.
Leikmenn inn: Adam Johnson og Gonzalo Higuaín
Ef þetta væri hægt þá held ég að við værum í góðum málum á þessu tímabili og 3 sætið væri raunhæfur kostur. Held að Manchester United og Cityséu það sterk lið að það sé ekki hægt að keppa við þau um fyrsta sætið á þessu tímabili.
Held að það verði við og Chelsea sem munu berjast um það 3.
Hvað er raunhæft að gerist hjá okkur?
Coates inn?
N´Gog út?
Poulsen út?
Efast einhvern veginn um að fleira náist á þessum síðustu dögum gluggans.
Er Kenny að fara að selja N’Gog nema hafa annan sóknarmann tilbúinn?
11:
En Meireles spilaði nánast eingöngu þá stöðu áður en hann kom til Liverpool og þónokkrum sinnum með liðinu. Hann og Spearing eru báðir central miðjumenn, þó leikstíll þeirra sé ólíkur, og því samanburðarhæfir.
Hver er annars “hans staða”? Undir Dalglish hefur hann spilað bókstaflega allar miðjustöðurnar og er eini maður liðsins sem er raunverulega fær um það (Gerrard kemst næst því). Hann er í mínum huga mjög góður leikmaður til að hafa í hóp, sérstaklega í ljósi þess að maður veit ekkert hversu mikið Gerrard mun geta spilað.
11:
Kjánalegt að bera saman Spearing og Mereiles? Ég myndi a.m.k. miklu frekar vilja sjá Mereiles spila þessa stöðu.
Mér finnst hópurinn sem við erum með núna mjög flottur og ekkert nauðsynlegt að kaupa bara til að kaupa. Við erum með 3 strikera í Suarez, Carrol og Kuyt (að því gefnu að Ngog fari) . Við erum með haug af miðjumönnum og fengum vonandi góðan liðsstyrk í Sebastian Coates fyrir vörnina. Líka með 2 alvöru markmenn.
Ef það fengist einhver alvöru striker fyrir lokin gluggans, þá væri það gott mál, en ekkert panik buy takk fyrir.
Meireles er klárlega búinn að vera til sölu fyrir uppsett verð í allt sumar. Verst að það er keppinautur okkar sem er sá eini sem virðist til í að borga þá tölu og myndi styrkja sig, en Chelskí eru nú seigir að breyta gulldrengjunum okkar í álpappírs-pésa 🙂
Eins og með AA þá eru margar ástæður fyrir því af hverju Meireles er til sölu en sem betur fer er ekki sama knýjandi pressa á okkur að selja.
Ástæður fyrir að selja
– Gott verð fyrir 28 ára mann með lækkandi söluvirði
– vill fá launahækkun sem við viljum ekki veita
– meiðist ansi reglulega af 1-2 vikna smámeiðslum
– hefur ekki alltaf úthald í að klára leiki
– linur í tæklingum miðað við húðflúrmagn
– spennandi bíttimöguleiki við Chelskí (Sturridge)
– enn færri sénsar þegar SteG kemur úr meiðslum
– vill spila reglulega vegna EM2012
Ástæður fyrir að halda
– PFA fans player of the year og hefur sannað sig í PL
– vel liðinn innan liðsins og jákvæður karakter
– fjölhæfur og getur leyst margar stöður á vellinum
– á lágum launum og með langan samning
– ef SteG meiðist aftur þá væri mikil þörf fyrir Meireles
– vont að styrkja keppinaut innan PL
– breidd hópsins veikist ef enginn er keyptur í hans stað
Eins og fyrr í sumar þá ætla ég að treysta Kenny & Commolli fyrir þessu, en ég vona að þeir séu með einhvern ás í erminni ef þeir selja Meireles. Kannski væri sniðugt að níðast aðeins á veskinu hans Róman aftur með því að setja sömu taktík og með Torres/Carroll: heimta ákveðna summu ofan á þann leikmann sem við viljum kaupa í staðinn. Maður vill ekki beint missa Meireles en kannski vita Commolli og Dr.Brukner e-ð um tölfræðiog heilsu hans sem við höfum ekki hugmynd um.
En aðalatriðið er að ef hann er seldur að fá þá styrkingu í staðinn. Ekki gott að verða fyrir blóðtöku rétt í lok gluggans eftir frábært kaupsumar. Ngog er svo gott sem farinn þannig að Bellamy eða Sturridge gætu fyllt hans stöðu. Ég vil þá sjá einhvern fjölhæfan sóknarmiðjumann / vængmann koma inn sem getur komið sprækur af bekknum eða jafnvel byrjað. Adam Johnson væri frábær og við værum jafnvel að bjarga hans ferli með því að gefa honum nýtt upphaf. Miklir hæfileikar þar og hann þekkir Downing vel frá Boro. Svo hef ég nefnt Honda áður en það væri gaman að sjá Commolli draga feita kanínu upp úr hattinum 🙂
Skipti Coates yfir í LFC hefur tafist út af því að National vilja fá breytingu á greiðsluflæðinu en varaforeti og fylgdarlið komu víst til Liverpool í gær og eru svo gott sem búnir að ná samkomulagi við Liverpool núna í morgunsárið samkvæmt liverpool.no sem vísa í dagblaðið Ovasion. Eftir stendur að sækja um atvinnuleyfi sem allt bendir til að muni taki tíma en engu að síður fást í gegn! Þá er mikilvægast að losna við N´gog + aðra sem ekkert eða lítið munu spila undir stjórn Kenny! Senter inn í staðinn er held ég þegar í burðarliðnum eða frágengið og gengur í geng leið og N´gog fer!
Manchester City manager Roberto Mancini has told Adam Johnson he is not yet a top player and should not believe hype to the contrary.
Only half of Johnson’s 16 appearances for his club this season have been as a member of Mancini’s starting line-up, with the player seemingly the major loser following David Silva’s £24million summer arrival from Valencia.
Quoted in several newspapers, the Italian said: “He’s a good player but he’s just 23 years old, he’s played 20 games in the Premier League and it’s impossible to think of him now as a top player.”
Rakst á þetta á netinu, Mancini ekki beint að standa með og hjálpa sínum ungu leikmönnum, og var svo að bæta Nasri í samkeppnina. Ég er ekki alveg viss um hvort við þurfum hann eða hvort ég vilji fá hann, en ég er eiginlega farin að vorkenna honum frekar mikið og vona að einhver kaupi hann. Hann ætti að vera falur fyrir sanngjarnt verð og ég trúi því varla að hann hafi mikin áhuga á að vera lengur hjá cirty.
@11 … hvaða stöðu hefur Raul Meireles spilað lengst af á sínum knattspyrnuferli og hvaða stöðu spilar hann yfirleitt með portúgalska landsliðinu ? 🙂
Miðað við það sem ég hef séð þá væri Adam Johnson frábær viðbót við hópinn. Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til Sturridge til að dæma um getu hans. En það er ljóst að ef Goggi fer til Bolton þá kemur striker inn í staðinn. Varðandi Meireles þá vil ég ekki missa hann en auðvitað treysti ég King Kenny og co alveg fyrir þessu.
Jæja þá er Joe Cole á leiðinni til Lille á eins árs láni! (Útum allt á Twitter) Frábærar fréttir.
En surprise dagsins er Heargreaves til City, ´held að það hafi enginn séð það gerast 🙂
Joe Cole á leið til Lille að láni í eitt ár, sagði Twitter mér…
Joe Cole að feta í fótspor Glenn Hoddle og Chris Waddle??? Ekkert sérlega algengt að sjá Tjalla sparka í tuðru í Froskalandi.
http://www.kopsource.com/lille-set-to-take-joe-cole-to-ligue-1/
Eða er refurinn Commolli að nota tengslanetið til að sparka í rassinn á Arry & Warnock? Líklegra, en sjáum hvað setur.
Ég vil nú mynna á með þessa varnartengiliðs stöðu … að gamla dýrið Stephen Gerrard sannaði sig nú fyrst í þessari stöðu áður en hann fékk að fikra sig framar á völlinn. ég efast um að hann sé búnað gleima hvernig á að tækla mann og annann ef svo ber undir..
Ngog, Cole og vonandi Poulsen að fara áður en morgundeginum lýkur. Coates kemur inn. Hef trú á því að við munum sjá ein “óvænt” kaup í viðbót og vona það. Bind vonir mínar við það að þau kaup verði Adam Johnson og Dirk Kuyt verði 3 striker, enda hefur hann og Suarez alltaf náð vel saman frammi.
Mummi Gerrard er orðinn svo brothættur, óska þess að hann þurfi aldrei að spila þarna 🙂
Af Twitter, mjög áreiðanlegum heimildum samt: Bolton hafa samið um 4m punda kaupverð á Ngog, Blackburn líka að bjóða í hann. Umbi Poulsen er í Köben að semja við FC Kaupmannahöfn um frjálsa sölu þangað. Joe Cole er á leið til Lille til að semja um eins árs lán þangað, vill spila með þeim í CL.
Ngog.
Poulsen.
Cole.
Ef þetta gerist allt verðum við að hrósa Comolli & co. fyrir lygilega frábæran leikmannaglugga. Að ná að losna við öll Hodgson/Purslow-floppin og alla lélegu leikmennina eftir Rafa í sama leikmannaglugganum? Að hreinsa 100% út? Vá.
Konchesky, Kyrgiakos, Aquilani, Pacheco, El Zhar, Ayala, Jovanovic, Insúa, Mavinga, Ince, Poulsen, Cole, Ngog. Farnir. Í einum glugga. Vá. 🙂
News just in: #LFC have agreed to let Joe Cole join Lille as part of Hazard to #LFC What a signing!
Trúi þessu varla .. en yrði samt sáttur.
Ef þetta gengur allt upp er í raun bara Brad Jones og Phillip Degen eftir… Væri svo frábært að fá hægri kantmann og framherja uppá breiddina og jafnvel miðvörð, svo er alltaf möguleiki á að kaupa Gary Cahill í janúar ef hann fer ekki núna, þá á hann bara hálft ár eftir af samninginum og fæst vonandi fyrir lítið.
Þessi gluggi má fara að lokast fyrir mér. Skólinn nýbyrjaður og ég sit á lesstofu að skoða slúður í staðin fyrir að stúdera stjórnsýslurétt …. vona samt að það komi ein surprise kaup í dag eða á morgun.
Þá eigum við sem betur fer Degen eftir, vonandi tekur engin hann frá okkur !!
En vel gert hjá Comolli þó svo að við séum að losa okkur við þessa menn á láni og sumir gefnir.
Degen var sagður á leið til QPR einhversstaðar.
Hazard kemur ekki, held að það sé nú alveg ljóst, því miður…
QPR voru að fá Luke Young í hægri bakvörðinn og Armand Traore í vinstri bakvörðinn þannig að Degen fer nú trúlega ekki þangað.
Ég bind vonir við að fá fáum inn einhver hrikalega óvænt kaup á sóknarmanni fyrir morgundaginn.
@ Kristján Atli
Commolli playing a blinder this summer! Þvílík frammistaða í leikmannamarkaðnum ef fer sem horfir. Lille-dæmið staðfest á BBC:
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/14719179.stm
Það væri of lygilegt ef að Hazard væri tengdur þessum díl. Hið rosalegasta af öllu rosalegu! Gaman að ylja sér við tilhugsunina um þennan orðróm á meðan hann endist og horfa á nokkur þúvörp af Aldingarðinum:
http://www.youtube.com/watch?v=ZjPudVLhWeM
vs. LFC
http://www.youtube.com/watch?v=NoS33S9krt4
Ef við förum að selja Meireles, þá erum við að veikja hjá okkur hópinn. Hann er leikmaður í 16 manna hóp, og sýndi það bara í leiknum á móti ARS hvað hann getur. ALLS EKKI að selja hann.
Miðað við gluggann hingað til þá vita þeir Kenny og Comolli alveg hvað þeir eru að gera, ef þeir vilja losa um Meireiles og Ngog fyrir lok gluggans þá er það vegna þess að það er gott fyrir liðið. Þeir eru með þetta.
Ritskoðað (kop.is)
Hazard yrði klassa viðbót. Ef það gengi ekki þá er spurning um Ibrahim Afellay, sá drengur var ekki einu sinni í hóp í fyrsta leik Barca í gær í La Liga.
En rétt, frábær vinna hjá Comolli og co í þessum glugga.
Er einhver fótur fyrir þessari Hazard umræðu eða er þetta bara uppgert slúður vegna þess að Liverpool er í samræðum við Lille útaf Cole?
Einhverjir ITK kallar sem hafa nefnt þetta með Hazard?
Mertesacker á leið til Arsenal. Vonandi þýðir það að þeir missa áhugann á Cahill og við eigum enn séns á að fá hann, kannski í janúar á afslætti eða ókeypis næsta sumar.
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/14717213.stm
Vonandi er eitthvað til í þessu:
Speculation:
Skysports.com understands ambitious Ligue 1 new boys Evian are lining up a move for Liverpool’s out-of-favour midfielder Christian Poulsen.
Skybet refusing to give odds on Neymar to Liverpool when I omitted to phone them earlier. No smoke without fire/a smoke machine.
@Andrew_Heaton Sources in Brazil: #lfc on the verge of signing Brazilian striker Neymar from #santos for a fee in the region of €40,000,000
Spurning hvort planið hjá Liverpool sé að landa einu risastóru signing fyrir lok gluggans?
Mansi !
Þetta eru ummæli síðan fyrri hluta árs 2010 þegar hann var nýkominn til City og sló í gegn með landsliðinu í sínu fyrstu leikjum og enska pressan var að tala hann upp eins og þeir gera venjulega þegar einhver nýjir leikmenn koma fram.
Síðan Mancini sagði þetta þá bætti Johnson sig hjá City og er talinn af Mancini einn af sínum lykilmönnum og hefur hann sagt að hann sé ekki til sölu
http://www.visir.is/mancini–adam-johnson-er-ekki-til-solu/article/2011110839989
Adam Johnson sjálfur hefur komið fram og lýst yfir því að hann vilji vera áfram
http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/939802/adam-johnson-happy-to-stay-with-manchester-city?cc=5739
og hvað er ekki að vilja , stórkostlegir leikmenn, blússandi sóknar bolti þetta tímabil og meistaradeildinn.
Hann fær fullt af leikjum og hefur tekið þátt í 2 af 3 leikjum City í vetur þannig að það kæmi mér verulega á óvart ef það væri minnsti möguleiki á því að Johnson færi til Liverpool.
#43
Held að við séum ekkert að fara að krækja okkur í Cahill þar sem við vorum að kaupa Sebastian Coates 🙂
Eru komment eins og #40 frá Hödda B bara alveg í lagi?
Annars er þetta Neymar slúður náttúrlega gjörsamlega fáránlegt. Ég held að fyrir lok gluggans þá fari Ngog, Cole og Poulsen og við kaupum ungan striker í staðinn fyrir Ngog og Coates klárar sín mál.
Grétar, Neymar=ungur striker. En annars held ég að það séu litlar líkur á að hann komi, bara verið að búa til smokescreen fyrir önnur kaup
@#40. Enda segir Liverpool Echo að þeir hafni þeim tilboðum sem þeir hafa fengið
( http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/rumour-raul-swop-is-rejected ).
En ef svo skyldi fara að KD og DC samþykki tilboð sem þá innihéldi framherja + peninga, þá skil ég það alveg, spurningin er bara hvar breiddin er nauðsynlegust. Að því gefnu að Meireles og Ngog fari þá er þetta svona:
Framherjar = Suarez, Carroll, Kuyt. 3 menn til að leysa 1-2 stöður.
Miðjumenn = Gerrard, Adam, Lucas, Spearing, Shelvey, Henderson og jafnvel Coady í hallæri. 6-7 leikmenn til að leysa 3 stöður.
Elías, það er rétt Neymar er ungur striker, en hvað kemur það málinu við. Það að ég telji að við kaupum ungan striker og það að Neymar sé ungur striker þýðir ekki að ég ætti að telja að við séum að fara að kaupa Neymar.
@ Hreiðar (#43)
Já, ég veit og mér líst fantavel á þau kaup. En græðgin í mér vill skipta út Skrtel fyrir Cahill þannig að við höfum tvo góða boltaspilandi miðverði (ásamt Agger). Cahill á hálfvirði eða jafnvel ókeypis væri díll sem varla er hægt að hafna 🙂
Ágætis spjall hjá þeim í Sunday Supplement (aldrei þessu vant). Þessi Duncan White hjá Telegraph talar oft af yfirvegun og viti um málefni LFC. Allir viðurkenna það sem augljóst er: Liverpool er á leið í rétta átt.
http://bcove.me/c9msbz35
Neymar núna?? Nei maðr’ hættu nú alveg. Þessi hringekja snýst of hratt….
Djöfull er ég spenntur fyrir þessum síðustu tveim dögum gluggans. Það bara hlýtur að vera að KD & DC sjái sig knúna til þess að kaupa framherja eða vængmann í stað Kuyt þá. En ég hugsa að við fáum ekki að vita neitt þar til eitthvað verður staðfest í þeim efnum sbr. Coates 🙂
Verðum gaman að sjá hvernig þetta endar. KOMA SVO DALGLISH!
það er farið að verða mjög erfit að komast inn á http://fotbolti.net/ held að síðann liggi niðri… og ef svo þá gerir hún það sennielga þangað til gluganum lokar…
svo halda áfram að koma með slúður hérna inn….
þið standið ykkur vel strákar og stelpur
Arnar vildi slúður:
Breaking News – Neymar is currently undergoing a medical if he completes he will be earning a rumored 175k a week. – Sky Sports News
Sebastian Coates kominn í liverpool yfirlýsing frá offical eftir nokkrar mín.
Á víst skoskan pabba og rann í gegn
ég held ef goggo fer þá er dalglish með örugglega 1 – 2 örugg backuppplan og ef þaðer neft Neymar til sögnar þá held ég að það sé rett vegna þess að goggi er að fara. sjáum aðeins lokin á glugganum í janúar þegar enginn visssi neitt um carroll og svo bara BÚMMM! hann kominn til okkar. ég hef það bara svo mikkið á tilfinninguni að hann komi.
#55 fær gott á þetta fra mer
Það fer allavegana í ljósum logum um Twitter að Liverpool hafi boðið 35-40 mill punda í Neymar.
Held að ég kaupi það ekki. En það er gaman af þessu.
Coates kaupin eru btw. staðfest. Hann er orðinn Liverpool leikmaður!
Það hefur ekki verið staðfest neitt með Coates er það? (ef svo væri ég til í link)
Ég veit að hann kom í heimsókn með fylgdarliði og var á leiknum um daginn.
Er ekki samt vesen með atvinnuleyfið útaf fáum landsleikjum, gætum við misst af honum þar til í janúar sökum þess?
Djöfull er ég annars ánægður með það að hversu brilliant KK og DC eru búnir að vera í þessum glugga, hef bara ekki séð eins mikla fagmennsku í einum glugga hjá nokkru öðru félagi.
Y.N.W.A
Ertu með link Hreiðar?
RT“@neilashton_:
Sebastian Coates sails through work permit, now officially a Liverpool player. Uruguayan defender has Scottish father.”
Verður kynntur seinna í dag. Official.
Tveir skemmtilegir dagar í vændum. Hef fulla trú á því að við fáum alla vega eitt stórt nafn áður en glugginn lokar á morgun en annars treysti ég Kenny og Comolli aljgörlega í þessu. Ef þeir segja að við þurfum ekki meira, þá þurfum við ekki meira…
Neymar neitar Chelsea, afhverju ætti hann að segja já við Liverpool ef við erum ekki einusinni í meistaradeildinni?
Draumurinn væri að fá Hazard og jafnvel bara sturridge, erum við þá ekki nokkuð settir í þessum glugga af því gefnu að við losum okkur við þessa sem eru orðaðir í burtu ..
Tómas Örn:
Kenny og Comolli kunna að sannfæra menn..
Hver segir nei við Liverpool ^^
Owen Hargreaves’ move to #mcfc (Man City) breaks down amid injury scare. Apparently, he fell out of the transfer window
Af twitter:
Anybody else find it ironic that Wenger has identified the answer to his inexperienced youth problems as Chu-Young?
Þessir klukkutímar sem eftir eru af glugganum verða mjög strembnir. Man vel hversu mikið ég hlakkaði til þegar hann opnaði, ég hinsvegar hlakka gríðarlega til að honum fari að ljúka.
LFC received 12m cash bid from Spurs for Meireles – rejected. #jogonHarry
þetta er alveg rosalegur tími, það er tvöfallt álag á hjartapumpuni núna. Síðustu klukkutímarnir af opnunartíma leikmannagluggans og svo sit ég og bíð eftir hringingu hvort ég hafi fengið vinnu eða ekki.
Geðheilsan er eins og stálfjöður, spennt til hins ýtrasta!
Sælir félagar, ég vil deila með ykkur einni síðu http://www.skysports.com/football/transfer_centre
Hér kemur slóð Sky sports, þar sem þeir merkja við bæði staðfest kaup/sölur og orðróma sem eru í gangi. Gaman fyrir svona Liverpool fíkil einsog mig að fylgjast með þessu á hverri mínútu….. en þetta er samt ekkert rosalega heilbrigt ef út í það er farið 🙂
Það væri svo líka gaman að fá fleiri “orðróma-síður” sem er gaman að skoða
YNWA
Ég er allveg ótrúlega rólegur yfir þessu öllu. Félagið er í svo góðum höndum að það geta bara gerst góðir hlutir.
Mæli með þessu:
http://www.newsnow.co.uk/h/Sport/Football/Premier+League/Liverpool/All+Sources
Það er nú rétt meira en sólarhringur eftir af glugganum og slúðrið greinilega tekið háflug.
Spurning hvort sé hollara að fylgjast bara með heimasíðunni síðustu tímana, eða twitter og þessa linka hér að ofan froðufellandi.
Vonumst amk eftir einum sóknarþekjandi í viðbót. Þó ma´r sé nú alveg sáttur við sumarið
koma svo, hendið inn einhverju eðal slúðri !
Það er eitt við þetta Neymar slúður sem fær mig virkilega til þess að efast um það,
það er talað um að hann fái 175k á viku. . . var það ekki akkúrat ástæða þess að Aguero var aldrei
inni í myndini?
Ef við signum einn mann á svona launum þá verðum við að hækka laun allra annara lykilmanna í liðinu 😛
Gott dæmi um klassíska dómínó-díla sem gerast síðustu daga gluggans (ef allt fer í gegn eins og það liggur fyrir). Um leið og einn díll fer í gegn þá fara 2-3 aðrir í gang líka.
Stoke <= Palacios <= Spurs <= Parker <= West Ham <= Diop
Sama mun örugglega gerast með LFC. Um leið og Ngog fer þá kemur stræker inn og sama með Cole og/eða Meireles. Svo getur það haft í för með sér eftirskjálfta hjá minni klúbbum. Keðjuverkun í gangverkinu!
Þægilegt að fylgjast með þessu vitandi að Commolli er ekkert desperat í díl og að þeim Kenny sé 100% treystandi fyrir þessu.
Israeli website ONE say Benayoun is set to join Tottenham and he will fly to London tonight. Link: http://on-msn.com/nCuE6W [@omm118] thank god
#78 er hann ekki í London?
Haha skarplega athugað #79. Er bara að copya slúður tengt Liverpool frá twitter.
Það var einn góður félagi minn að hvísla því að mér að það hafi sést stór brúnn timburkassi á höfninni í Liverpool merktur stimplum frá Brasilíu. Menn gátu litið inní kassann í gegnum svokölluð öndunargöt og í fyrstu héldu þeir að þetta væri e-h páfugl frá Brazil.. en gæti þetta verið Neymar sjálfur?
KK gerir hlutina í hljóði.. gott dæmið með Carroll, hann kom á einni nóttu og enginn vissi neitt!
En ég hugsa að Neymar sögusagnir séu jafn trúverðugar og sagan mín hér að ofan 😉
YNWA
@78 & 79 … hann er í Ísrael að preppa fyrir landsleik gegn Grikklandi á föstudag.
Preppa? Nei hættu nú alveg, eigum við ekki bara að nota okkar fallega mál í stað þess að nota svona útgáfur af enskunni?
RT @stephen1martin: #lfc put loan deal in for Zarate but it’s been rejected. Only going to happen if there’s a buy clause added in.
Besta sem ég hef séð á Twitter í dag: “Tomorrow marks the 1 year anniversary of when @RyanBabel flew on a helicopter”
Skysports segja Spurs vera í viðræðum vil Bolton um Cahill
http://www.skysports.com/story/0,,11672_7139075,00.html
“I want to welcome Coates, partner in the uruguayan team, friend and great player who just signed for Liverpool!”
Þetta segir Suarez sjálfur á Twitter
Menn voru að ræða um hópinn hjá okkur fyrr í sumar og að við þyrftum að losna við ákveðna menn til þess að vera ekki með of stóran hóp.
Núna eftir frábara vinnu Comolli er þetta hópurinn, ef ég gef mér það að Cole, Poulsen, Degen og N’Gog fari eins og allt bendir til.
1. Jones
2. Johnson
3. Enrique
4. Meireles
5. Agger
6. Aurelio
7. Suarez
8. Gerrard
9. Carroll
26. Adam
11. Maxi
14. Henderson
18. Kuyt
19. Downing
20. Spearing
21. Lucas
22. D Wilson
23. Carragher
49. Robinson
25. Reina
32. Doni
33. Shelvey
34. Kelly
37. Skrtel
38. Flanagan
Þetta er 25 manna hópur en það þarf ekki að skrá stráka eins og
38. Flanagan
49. Robinson
33. Shelvey
22. D Wilson
Þannig að það verða ekki nema 21 skráðir í hópinn hjá okkur.
Er hópurinn orðinn of lítill eða eru menn sáttir með þennan mannskap ?
Ég gleymdi reyndar að telja Coates hérna upp.
p.s ég vona að þessi póstur fari ekki í klessu vegna copy/paste
rorysmith_tel Rory Smith
Another marvellous Uruguayan, @gonzaloronchi1, says Coates is having his picture taken with an #LFC shirt right now (well, 21 mins ago).
Þetta er frá því fyrir 1-2 tímum. Allt í góðum gír með að landa þessum efnilega risa. Rakst líka á þetta:
i read one comment about coates saying that he is a uruguayan with scottish ancestry, making him half aggressive and half aggressive.
Aldrei hægt að hafa of marga Skota í liðinu!
Fokk! Carroll og Coates inní teig í föstum leikatriðum = deadly!
http://www.thisisanfield.com/2011/08/coates-completes-liverpool-move/ (staðfest)
Til hamingju með þetta Liverpool menn.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-agree-poulsen-transfer
@ Ásmundur (#92)
Takk fyrir þessar gleðifréttir! Hvernig segir maður jabbadabbadú á dönsku? Ég mun fylgja minni hefð að skála fyrir brottfluttum Púlurum í drykk þess lands þannig að Gammel Dansk er á dagskrá í kvöld.
En Commolli er snillingur! Held að ég setji hans nafn aftan á næstu treyju sem ég fæ mér 🙂
Hér eru tvær sérlega góðar greinar um Coates sem er formlega kominn í fatahengið á Anfield
http://www.bbc.co.uk/blogs/timvickery/2011/08/premier_league_will_test_talen.html
http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/football-spy/Liverpool-transfer-Sebastian-Coates-What-can-Reds-fans-expect-from-the-Uruguayan-defender-article792838.html
Vá hvað þetta er að detta í einhvern mesta drauma “transfer window”… ever!
Eigum við að ræða pappakassana sem Comolli hefur losað okkur við ?
Paul Konchesky
Milan Jovanovic
Thomas Ince
Daniel Ayala
Nabil El Zhar
Sotirios Kyrgiakos
Emiliano Insúa
Poulsen
Þarna eru 6 leikmenn sem voru á háum launum að gera nákvæmlega það sama og Torres hjá Chelsea, ekki neitt.
Ef einhver efaðist um Damien Comolli þá getur sá hinn sami étið hatt sinn!
Den danske pölse er væk 😀
Ég á eftir að sakna pulsunar!
Hvað með framherja, engar fréttir af þeim viðskiptum?
Flott niðurstaða í þessum glugga jafnvel þó ekkert meira bætist við. En förum varlega í að kalla Ayala pappakassa, hann er mikið efni en það á eftir að koma í ljós hvort hann nái að taka skrefið yfir í að verða góður – og þá jafnvel virkilega góður. Gætum átt eftir að sakna hans (en fór hann ekki örugglega bara á láni?)
Edin Hazard verður orðinn leikmaður Liverpool fyrir miðnætti á morgun.
Þið lásuð það fyrst hér!
Cole farinn, en hver annar en scum utd blaðamaður gæti orðað það svona :
http://www.visir.is/joe-cole-spilar-i-meistaradeildinni-i-vetur—lanadur-til-lille/article/2011110839911
Poulsen treyjan mín orðin antík……
#102 hann heldur með liverpool
Spurning hvort menn muni brenna Poulsen treyjurnar sínar og tala um hann sem svikara!
First Poulsen er farinn hver verður arftaki hans í liðinu?
Búið að staðfesta Coates:
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/coates-joins-liverpool
105# á einhver Poulsen treyju?
andsk. sá ekki nr. 103 🙁
Hmm, Poulsen á leið til liðs sem heitir Evian. Verður hann vatnsberi þar líka?
Eins og eflaust margir aðrir Liverpool aðdáendur kíki ég við og við inn á þessa síðu hér þegar líða fer að lokun félagaskiptagluggans http://www.liverpool-rumours.co.uk/. Flestir sem þarna tjá sig eru reyndar án nokkurrar innistæðu (samt gaman að lesa þetta við og við), en nokkrir virðast hins vegar vita sínu viti. Sá sem mestrar virðingar nýtur (svo mikillar að hann er kominn með sinn eigin ‘undirþráð’ á síðunni) kallar sig Macca og miðað við hversu oft hann hefur reynst sannspár síðastliðin misseri og komið fyrstur með fréttirnar er eiginlega útilokað annað en að hann sé mjög vel tengdur inn í innsta hring á Anfield. Hann póstaði einmitt í kvöld og varaði okkur við að bíða með öndina í hálsinum eftir stórum fréttum á morgun. Fyrir utan Coates sé hugsanlega von á Bellamy eða Yossi sem ‘part-exchange’ fyrir Meireles (og hann útilokar alls ekki að það verði raunin ef Chelsea hækkar tilboðið í kvöld eða á morgun), en þar fyrir utan muni menn láta gott heita í bili og endurmeta svo stöðuna í janúar. Fróðlegt að sjá hvort Macca reynist sannspár enn og aftur!
Loksins
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/coates-joins-liverpool
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=113912
“Þar sem liverpool tekur æfingarleik á föstudaginn”
Bíddu er ég að missa af einhverju? hvaða æfingarleik?
#112 Sé ekki betur að þeir séu að þýða fréttina á official síðunni vitlaust. Það er æfingaleikur hjá Uruguya á föstudaginn en ekki Liverpool.
Spennandi morgundagur, Coates inn og Poulsen út í dag, mögulega Cole og N´Gog út á morgun. Væri fínt að fá eins og einn flottan á borð við Hazard eða Neymar…not very likely though.
vitiði hvernig nafnið hans er borið fram? Er það kó-a-tes eða hvað?
…. einhver?
Velkominn Sebastian Coates. Áhugavert viðtal við Commolli:
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/he-s-the-complete-package
Myself and my scouting staff have been tracking him for over two years now, since the Copa America U20 tournament in Venezuela.
Gott til þess að vita að LFC sé að njóta vinnu Commolli & co frá því áður en við réðum hann til okkar. Alltaf að græða! Einnig frábært að heyra að Suarez hafi gert gæfumuninn í því að við höfum landað þessum heimsklassa talent. Þvílík lukka að við höfum hitt á þessa tvo landa á hálfu ári. Talandi um réttan mann á réttum stað.
Held að við fáum aðeins Sebastian Coates inn. Erum búnir að losna við J. Cole í bili og Poulsen er farinn alveg (guð sé lof, vel gert Comolli & KD. LFC er ekki góðgerðafélag)
En ef að N´gog fer þá er KD pottþétt með einhvað tilbúið og nokkuð örrugt í erminni.
Væri ekki magnað að fá einhvern eins og Diego Millito eða Raul eithvað legend( er bara láta mig dreyma,menn sem klára færin sín og halda bolta mjög vel). En það yrði sterkt einnig að fá mann eins og sturrige. Megum ekki gleyma því að flugdrekinn okkar getur vel spilað frammi.
Verð mjög vonsvikinn ef Meireles yrði seldur, en ef að verðmiði sem ekki er hægt að neita kæmi…..so be it.
#19 hefur ekki alltaf úthald í að klára leiki? Var fyrir ekki svo löngu að horfa á viðtal við fitness þjálfara hjá LFC Darren Burges http://sportsillustrated.cnn.com/video/soccer/2011/07/26/072611.darren_burgess_liverpool_fc.SportsIllustrated/
sagði að Kuyt og Meireles væru með bestu og mestu hlaupagetuna. (semsagt þindarlausir) ef Meireles er þreyttur þá er það út af því að hann er búinn að hlaupa MJÖG MIKIÐ. Trúi þvi ekki KD sé búinn að gleyma síðasta tímabili hjá Meireles frábær leikmaður, sást svo greinilega á móti Ars.
Linur í tæklingar? : Þú sérð ekki menn eins og Xavi, nasri, iniesta, svona léttleikandi spilara vera henda sér í tæklingar ( ég er ekki að segja að Meireles sé sami leikmaður og þeir) er bara segja að hann er engin tæklari, fyrst og fremst play & move leikmaður sem vill dreifa boltanum og hlaupa í eyður. Ég vill ALLS EKKI missa hann
YNWA
Gleyma þeir ekki Maxi í þessari upptalningu?
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kop-10-south-americans?
Co-at-es
Drengurinn er næst hæsti Liverpool maður sögunnar og er fæddur sama dag og Sami Hypia. I’m lovin it.
it’s closer to ‘CWA-tes’ than ‘Coats’.
http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/948471/sam-kelly:-coates-faction-guaranteed-for-liverpool?cc=5739
#118
Argentína er í Afríku ekki Suður-Ameríku
Jú Bjarni Már Svavarsson ég var einmitt að pæla í því hvað það væri ömurlegt að telja upp menn sem eru hættir hjá klúbbnum en gleyma að nefna spilandi leikmann.
#122
Hvenær breyttist það?
#122
Ragnar skoðaðu landakort áður en þú kemur með svona ummæli
Heyrðu já, var búinn að gleyma því… þeir fluttu víst Argentínu stuttu eftir Copa America
@ Ragnar 122.
Flettu nú betur upp í landafræðibókunum þínum : )
En líklega varstu að grínast………vona það
#122
síðan hvenær færðu þeir Argentínu til Afríku úr suður Ameríku???
#122
Síðan hvenær var Argentína í Afríku?
úbbs, fullt af comentum á meðan maður pikkar : )
122 “Argentína er í Afríku ekki Suður-Ameríku” Hahahaha dummy
Hérna vinur http://maps.google.is/maps?rlz=1C1CHKZ_enIS436IS436&q=map+of+south+america&um=1&ie=UTF-8&hq=&hnear=0x9409341c355d34b5:0x69d40ccfc9c6e32b,South+America&gl=is&ei=EWddTsbsKo-5hAeg__2GBA&sa=X&oi=geocode_result&ct=image&resnum=1&ved=0CBkQ8gEwAA
Mikið svakalega er Coates líkur Fernando Alonso (fyrir þá sem fylgjast með Formúlu 1).
Nema náttúrulega á hæðina.
Væri til í að sjá þá koma Coates fyrir í formúlu bíl 😉
er einhver með það alveg á hreinu hvernig nafnið hans Coates er borið fram? er það “kóts” ? “kvates”? eða bara eins og það er skrifað?
Gott tröll, – er gott tröll.
#131 poolari – Ertu þá að segja mér að Brazil – chile – bolovia og Argentina séu í Afríku ? það er ekki séns sko því það er suður Afríka sem er þarna og stendur suður Afrika á þessu blessaða korti og það stendur bara ekkert hjá Argentínu ( nú veit ég ekkert hvað ég er að segja ) en það er bara ekki sensinn að Argentina sé í Afríku
afhverju eru þeir þá ekki í afriku bikarnum en eru í copa America í staðin afhverju vegna þess að þeir eru frá ameriku .
argentína í afríku, er Ísland þá í asíu? 😀
kop.is …. þar sem menn deila um landafræði 🙂
Samkvæmt þessu er framburðurinn CWA-tes. Er hrikalega ánægður með þessi kaup. Grjótharður og andlega sterkur leikmaður hér á ferð og ætti að henta nánast fullkomlega í enska boltann. Höfum Carragher og Clarke til að skóla hann til og gera stabílan.
http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/948471/sam-kelly:-coates-faction-guaranteed-for-liverpool?cc=5739
@134 Það er borið fram Kwates
Heyrði í lýsingu á leik sem ég var að horfa á með honum áðan að Úrúgúæsku þulirnir sögðu alltaf “Kóates” en ekki “Kóts” eins og svo margir segja. Fínt að hafa það á hreinu 🙂
Vissi að ég hafði rétt fyrir mér !
Comolli um Coates “He also has this ability to play from the back, which is needed when you play for Liverpool Football Club.”
Hvað er Carragher þá að gera þarna ennþá 🙂 ?
Einhver staðar las ég að nafn Coates væri borið fram á eftirfarandi hátt.
Ko-wah-tes
Sounds about right…
jæja nog með þessar landafræði pælingum… og meira af slúðir
þegar janúarglugginn lokaði var ég svo heppinn að vera með skæða flensu svo ég lá uppí rúmi allan 31. janúar síðastliðinn með tölvuna á náttborðinu og ýtti á F5 til að refressa kop.is og nokkrar fleiri síður milli þess sem ég hljóp á dolluna.
það virðist því miður ekki ætla að endurtaka sig svo ég verð að mæta í vinnuna sem slítur svo mikið í sundur águgamálin mín
en þetta var besti veikindadagur sem ég hef upplifað á æfinni.
Liverpool F.C. Leikmannaslúður
Macca, talinn mjög áreiðanlegur aðili á RAWK segir að LFC hafi komist að samkomulagi um kaup á Mauro Zarate leikmanni Lazio á 10m punda.
136 Andri.
Veistu til hvers ” ” merki eru notuð? Sérðu ekki 122 fyrir fremst á færslunni? Ef þú ferð tilbaka þá sérðu komment frá Ragnari, færsla 122 sem ég var að hlæja af. En takk fyrir landafræðsluna. Guð minn góður
Þetta lýtur fáránlega vel út.
Vill alls ekki missa Meireles.
Vona að það komi samt eitthvað eitt surprise í viðbót, hægri vængur eða senter. Get alveg sætt mig við bara einhvern þokkalegan 3 senter, Bellamy hefði td verið fínn kostur, DRAUMURINN er að hið ótrúlega gerist og við fengjum Adam Johnson en hef ENGA trú á neinu slíku, City mundi frekar gefa hann til KA en borga honum samt 500 000 pund á viku út ævina heldur en að láta hann til okkar held ég.
Bestu fréttir gluggans eru samt klárlega þær að Poulsen er að fara, ég hef aldrei þolað neinn Liverpool mann jafn lítið og hann, Rosalega fór hann mikið í mínar fínustu taugar. Poulsen sorrý en þín verður ALLS ekki saknað.
Zarate kaupin yrðu gullfalleg, þar er á ferðinni maður í Suarez klassa, þvílíkt leikinn með boltann en gallinn er bara sá að honum er meinilla við að spila boltanum.
@ poolari (#117)
Takk fyrir málefnalegt svar.
Af þeim 41 leik sem Meireles hefur byrjað fyrir LFC þá hefur honum verið skipt útaf í 20 þeirra. Sem sagt, klárar bara annan hvern leik. Nú gætu þær skiptingar verið af fleiri ástæðum en úthaldi (taktískt, meiðsli o.fl.) en mér hefur oft þótt Meireles fjara út um miðjan seinni hálfleik. Mitt mat á því en ef Burgess segir að hann sé þindarlaus þá ætla ég ekki að deila við dómarann um það.
http://www.lfchistory.net/Players/Player/Profile/1225
Linur í tæklingum er huglægara mat, en ekki nefna léttleikandi Xavi, Nasri & Iniesta (og svo segja að hann sé ekki eins og þeir í þokkabót) því að þeir eru bæði mun sérhæfðari sóknarmiðjumenn og svo er þörfin á tæklingum öllu minni hjá Barcelona þegar liðið er oft um eða yfir 70% með boltann. Meireles er alhliða miðjumaður sem er fær um að leysa margar stöður, framarlega og aftar, enda tel ég það sem eina af ástæðunum fyrir því að halda honum.
En varðandi tæklingarnar þá hefur mörgum púlurum þótt Meireles stundum veigra sér fyrir að fara í fastar tæklingar en öðrum gæti þótt það klókt og sýna aga. Nú eru engar tölur til um tæklingum sleppt en tölfræðin frá síðasta tímabili sýnir að Meireles fór í helmingi færri tæklingar en t.d. Lucas (vissulega varnarsinnaðri) og hlutfallslega færri en Aquilani (minni spilatími) en vann samt hærri prósentu af þeim. Ágæt grein um þetta hér:
http://oneupfront.wordpress.com/2011/06/28/aquilani-v-meireles-tackling-stats/
En þetta var eingöngu upptalning á pros & cons fyrir sölunni en ekki gagnrýni á Meireles enda finnst mér hann fínn leikmaður. Mér fannst hann hinsvegar ekki eiga frábært heilt tímabil síðast heldur frekar fínt tímabil með frábærum kafla. Ég er vel til í að halda honum eins og ég tek fram nema að liðið sé styrkt með því að fylla vel í eyðuna til bæði nútíðar og framtíðar (ef um efnilegan leikmann er að ræða). Svo virðist hann líka vilja fá umbun í formi launahækkunar en Commolli og FSG virðast ekki vilja veita það, sérstaklega í ljósi aldurs og lengdar núverandi samnings.
Og ef Kenny & Commolli ákveða að selja hann þá græt ég það ekki enda hafa þeir heildarhagsmuni klúbbsins í huga og ég treysti þeim fullkomlega til þess verks. Ég vona bara að þeir lumi á einhverju skemmtilegu í pokahorninu ef þeir taka þá ákvörðun að selja. Sturridge plús hraður og skemmtilega sókndjarfur holubúi / vængmaður í skiptum fyrir Meireles dugar mér, sérstaklega ef bókhaldið batnar enn meir fyrir vikið.
jæja, nenni ekki að vaka yfir þessu lengur…Ég treysti King Kenny og Mr. Commolli hvort sem er fullkomlega fyrir þessu
Zarate er “ögn” meira spennandi en Bellamy. Best að horfa á þúvarpið og láta sig dreyma 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=gVBtzAstmmI
Coates is currently the only player in the current Uruguay squad who’s never lost a game whilst playing for the national team.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/our-new-boy-in-10-facts-1
Gott að það séu komnir fleiri í spilaklúbbinn hjá Lucas og félögum. Mér líst vel á þessi kaup!
Var að tala við Úrúgvæskan kunningja…. honum finnst skemmtilegt að fylgjast með að menn eru að ræða framburð á nafni blessaðs Coates.
Málið er að hann sf skoskum ættum, og þaðan kemur nafnið. Framburðurinn er því klassískt “breskur” Coates.
@MirrorAnderson (David Anderson, The Daily Mirror)
Possibly two in coming at Liverpool. Supposed to be having medicals.
Think one might be a young French striker.
Nokkrir að segja þetta í dag á Twitter, og einnig nokkrir á því að Zarate kaupin séu að ganga í gegn. Spennandi
Og nú bendir allt á að N’gog sé farinn til Bolton
Sælir félagar.
Ég sé það nú ekki ennþá staðfest hjá klúbbnum að Poulsen væri alveg farinn. Það hlýtur að koma seinna í dag. Ég keypti mér Poulsen treyju í fyrra haust og ætla að eiga hana um ókomna framtíð. Hún hefur sögu á bak við nafnið , svo ég varð eiginlega að kaupa hana.
En mér sýnist málin vera farin að verða flókin á Anfield, því ég hef aldrei átt eins erfitt með þennan mannskap sem komin er núna, að stilla upp byrjunarliði. Kenny hlýtur að fagna því bráðum ef menn fara að meiðast svo hann fái séns að prófa aðra menn í byrjunarliðinu.
Þetta verður góður vetur.
YNWA