Carragher raunhæfur… eins og ávallt og fleira.

Carragher [segir að það sé óraunhæft að liðið stefni á að vinna titilinn í ár](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=306770&lid=2&cpid=8&title=Carra+rules+out+title+shot&channel=football_home), raunhæft sé að stefna á topp þrjú. Carra er raunhæfur og tel ég að flestir séu þessu sammála þ.e. að við verðum nær toppbaráttunni en í fyrra (ekki -30 stig á eftir toppliðinu) og náum að minnka þennan mun um í það minnsta helming.

Alonso [segir að framherjarnir í Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149943050912-0853.htm) séu með þeim bestu í enska boltanum. Ég er sammála því að nöfnin Morientes og Cisse eru öflug og eru þeir leikmenn sem eiga að geta verið með 20+ mörk á tímabili. Pongolle er með eflilegri framherjum í Evrópu og Crouch er stór… ég vona að hann komi mér á óvart í vetur.

3 Comments

  1. Já, ef útivöllurinn fer að skila sér betur, og menn haldast heilir, þá hlýtur að vera að við endum í topp 3, en titill í ár, væri mjög öflugt en raunhæft, varla.
    En eitt er víst, árangur Everton í fyrra, það mun ekki endurtaka sig :biggrin: :laugh: :confused: :tongue:

  2. Miðað við hvað Arsenal eru í vondum málum nú þegar, og við eigum séns á að hoppa framúr Man U um næstu helgi – með leiki til góða – þá tek ég fyllilega undir þessi orð Carra. Chelsea stinga kannski af og vinna titilinn örugglega í ár, lítur allavega út fyrir það eins og er, en ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að við berjumst við United og Arsenal um sætin þar fyrir neðan.

Sunnudagur, á milli tveggja deilda

Mikill áhuga á Liverpool á Spáni.