Hvað er raunhæft og hvað er óraunhæft? (uppfært)

carragher1.jpg
[Pistill frá Tomkins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149973050914-1136.htm) er kominn á netið og er hann að sjálfsögðu skyldulesning.
Núna ræðir Tomkins m.a. hvernig byrjunin á deildinni hefur verið, leikurinn gegn Betis og slaka byrjun Everton, helv….
Ég hef lesið/heyrt marga segja (og sagt það sjálfur) að það sé óraunhæft að vinna deildina í ár. Hins vegar getum við klárlega verið með í baráttunni lengur en í fyrra og helst til næsta vors. Ég tel líklegast að Chelsea vinni deildina, þeir virðast stöðugir og vinna leiki 1-0 sem þeir spila ósannfærandi í. Liðin sem verða að berjast við okkur um topp 4 eru Manchester United, Arsenal og líklega Tottenham. Arsenal virðist ekki vera búið að jafna sig á að hafa misst Viera sem og Henry [er frá](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=307468&lid=3&cpid=8&title=Henry+news+gets+worse&channel=premiership) næstu 6 vikurnar. Man Utd. hefur byrjað ágætlega og virðast nokkuð massívir. Tottenham er, fyrir mér, mjög spennandi lið með skemmtilega leikmenn og góðan þjálfara. Leikurinn um síðustu helgi var bráðskemmtilegur þrátt fyrir markaleysið og tel ég að Spurs hafi burði til að blanda sér fyrir alvöru í topp 4.

Hvað varðar botninn þá eru það tvö lið sem ég myndi ekki gráta yfir ef þau myndu falla (sem er kannski óskhyggja) Everton og Newcastle, en ætli Wigan, W.B.A., Sunderland og Portsmouth verði ekki að berjast á botninum.


Uppfært (aggi): Carragher [tjáir sig um möguleika okkar á titlinum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149977050914-1423.htm) og að rangt hafi verið haft eftir honum eftir leikinn gegn Tottenham. Carra var flottur í gær sem fyrirliði!

2 Comments

  1. Það er raunhæft að vinna deildina svo framarlega sem Liverpool getað stillt upp 11 sterkum leikmönnum + 4-5 góða varamenn í hverjum leik.

    Þetta snýst ekkert um verðmiða á leikmönnum eða skýrslu frá Toilett og Túss. Þetta snýst um að allir séu með kaldan haus og heitt hjarta!
    YNWA!!

Reina ánægður með Carra og Crouch hrósað.

United í vondum málum…