Jæja, það er orðið opinbert. Liverpool FC eru búnir að selja Emile Heskey til Birmingham. Og þótt fyrr hefði verið. Steve Bruce, stjóri Birmingham, er ánægður með kaupin og Heskey sjálfur er líka ánægður með skiptin – virtist meir’að segja vera hálf-feginn að vera laus undan stressinu sem fylgir því að spila fyrir frægasta klúbb enskrar knattspyrnusögu.
Farið hefur fé betra. Já, ég segi það og skrifa. Í allan morgun, síðan salan var fyrst staðfest, hef ég verið á báðum áttum varðandi þessa sölu – ég var feginn að losna loks við óstöðugasta og óáreiðanlegasta leikmann Liverpool en um leið var ég sorgmæddur yfir því að það skyldi ekki hafa náð að rætast úr þessum dreng sem lofaði svo sannarlega góðu – en nú eftir hádegið er ég orðinn alveg sáttur. Ég held að þessi sala þjóni bestu hagsmunum allra aðila: Birmingham fá þarna enskan landsliðsframherja á góðu verði, Heskey sjálfur mun örugglega njóta þess að vera aðalmaðurinn í minna liði … frekar en sá sem öll spjót standa á hjá stórklúbbi. Og hvað Liverpool FC varðar? Af hverju er ég svona sáttur við að missa Heskey fyrir hönd minna manna?
Af því að ég kíkti á þessa vefsíðu í hádeginu. Ég er ennþá að bíða algjörlega með að tjá mig um þetta “litla” mál … þori ekki að tala upphátt um það fyrr en það er gengið í gegn (sem ætti að verða eftir næstu helgi, þá lýkur frönsku deildarkeppninni) en trúið mér – um leið og það er búið að staðfesta opinberlega það sem allir vita og hafa vitað leeeeengi þá mun ég sko eipa yfir því á þessari síðu. You’ve been warned.
Þannig að bless Heskey – takk fyrir árin og mörkin (sérstaklega sigurmarkið á móti Roma fyrir framan The Kop ’02 í Meistaradeildinni, ógleymanlegt! – en nú tekur betra við fyrir Liverpool. Ég vitna nú bara í Guy Roux, þjálfara Auxerre: “Cissé will cause carnal damage in the English Premiership League”.
Beware: Insanely Brilliant Footballer Coming This Way…