Opinn þráður

Það er enn verið að ræða Everton-sigurinn í leikskýrslunni hér fyrir neðan, en hér er hægt að ræða allt annað sem menn langar til að ræða.

37 Comments

  1. Það vantar einhvers konar reglu sem gerir það mögulegt að knattspyrnuleikur endi í ósigri fyrir bæði lið. Hún myndi gera þennan Tottenham – Arsenal leik öllu skemmtilegri á að horfa.

  2. Maður getur ekki hætt að pirra sig á þessum stanslausu landsleikjahléum sem eru alltaf í byrjun móts, þetta er óþolandi. En sem betur fer kemur síðan löng pása frá landsleikjum eftir þetta. Flott að fara með 0-2 sigur á Everton á bakinu inní landsleikhjahlé.
     
    En annars langaði mig bara til að lýsa yfir ánægju minni með Lucas. Hann stimplaði sig rækilega inn sem einn mikilvægasti leikmaður liðsins í fyrra og það besta er að hann virðist vera fylgja því eftir. Mjög öflugur varnarlega, vinnur boltann á mikilvægum stöðum, er sífellt að brjóta niður sóknir hjá andstæðingnum og svo skilar hann yfirleitt boltanum vel frá sér. Gaman að sjá þessar framfarir hjá honum og hann er orðinn key player hjá okkur í dag.
     
    Vonandi kveikir þetta mark hjá Carroll um helgina síðan aðeins í honum. Hann var á hælunum allann leikinn, en hann skoraði mikvægt mark við verðum að hrósa honum fyrir það. Ég er ennþá efins með hann, við skulum bara vona að hann fái smá sjálfstraust við þetta mark og fari að sýna sitt rétta andlit því það er hellingur í hann spunnið. Hann sýndi mér það alveg með Newcastle að hann er ekkert bara góður í loftinu, hann kann alveg að spila fótbolta, það virðist bara vera ganga eitthvað erfiðlega fyrir sig hjá honum þessa stundina. Hann er bara 22 ára og ég er viss um að hann eigi eftir að reynast okkur vel í framtíðinni, ég hef trú á því.

  3. Spurs líklegastir til að hreppa 4. sætið. Spiluðu frábærlega í dag og eru búnir með erfitt prógram. Samt sem áður í góðri stöðu. Sé Arsenal ekki berjast um þetta sæti.

  4. Spurs er með mun sterkara lið en í fyrra eftir að hafa bætt við sig Scott Parker, Friedel og Adebayor… Það verður hörkubarátta um CL-sætin.

  5. Að mínu mati voru Tottenham ekki góðir í dag en það er annað að horfa á þá en undanfarin ár þar sem þeir hafa sterkan 16 manna hóp sem fleytir þeim langt. Það er akkúrat það sem King Kenny (KK) hefur verið að einbeita sér að síðan hann tók við. Í dag tel ég okkar 16 manna hóp eigi síðri en Spurs topp 16. Spurs vann þennan leik í dag vegna gjafmildar Arsenal sem annars áttu stig skilið í dag.
    Hvað Andy Carroll varðar að þá er ég sammála Hafþóri Aron að hann spilaði ekki góðan leik í gær, þótt hann hafi unnið vel fyrir liðið en það er að stóru leyti vegna hvernig vængspilið hjá liðinu æxlaðist í leiknum. Alan Shearer (AS) tók út leikinn á Match of the Day (MOTD) á BBC í gær og gerði það nokkuð skynsamlega, enda gamall striker og Newcastle maður. Mér fannst frekar fáránlegt í leiknum hvernig aukaspyrnur og upphlaup upp kantana urðu aldrei að fyrirgjöf eða stungusendingu á Carroll/Suarez til að vinna úr og það var akkúrat það sem AS minntist á í þættinum. King Kenny verður að impra á þessu á næstu æfingum því við erum með ferlega skæð vopn í formi Suarez/Bellamy þegar stungu sendingar koma inn fyrir vörnina og svo Carroll þegar um háar fyrirgjafir er að ræða. Við erum ekki að tala um “Kick & Run” boltann fræga heldur að spila upp á styrkleika einstaklinga liðsins sem andstæðingar okkar gera reglulega. 

  6. Sammála ræðumanni hér fyrir ofan. Það fer örlítið í taugarnar á mér þegar menn eru að tala niður til carrolls.
    hann skoraði grimmt fyrir Newcastle af því að hann fékk þjónustu. hann er ekki að fá þjónustu hjá liverpool.
    þegar hann fær loksins fyrirgjöf þá undantekningarlaust nær hann skalla. skil ekki afhverju það er ekki dælt meira inn á hann. setja suarez út á kantinn hægra meiginn og gerrard svo inn ´´i holuna og vera með nett frí role á þeim og svo downing hinu meginn. dæla þessum tuðrum fyrir markið.

  7. Ég verð að koma inn á einn hlut varðandi stuðningsmenn hér á landi.  Var staddur, eins og svo oft áður, í Hvíta húsinu á Selfossi í gær að horfa á leikinn.  Ég tók eftir því að þegar Carroll skoraði voru einhverjir sem ekki fögnuðu eða varla brostu yfir því að staðan væri orðin 1-0 gegn erkifjendunum á Woodison.  Ég þekki þarna nokkra og menn voru spurðir af hverju þeir væru lítið að fagna og svöruðu því til að þetta væri bara ekki sannfærandi spilamennska hjá liðinu og eitthvað meira til neikvætt.
     
    Ég spyr á móti, við hverju búast menn eiginlega og hvað vilja þeir meira en 2-0 sigur á Everton en þar höfum við ekki unnið síðan árið 2009 ?  Vissulega fagna menn misjafnlega en þegar við komumst yfir á 71. mínútu gegn Everton á útivelli þá fagna ég sjálfur gríðarlega.  Svo eftir leik voru nokkrir þarna sem virtust bara ekki vera ánægðir með sigurinn, ég sagði við einn þarna að það skipti engu helv**** máli hvernig spilamennskan væri gegn Everton, það eina sem skipti máli væri sigur og þrjú stig í leik sem alltaf er jafn og hörkuspennandi.
     
    Ekki misskilja mig, ég lít ekki á mig sem einhvern ofurstuðningsmann eða yfir aðra stuðningsmenn hafinn, en menn verða að horfa raunsætt á málið og horfa á t.d. úrslit síðasta tímabils en þar töpuðum við 2-0 á þessum sama velli og til að nudda salti í sárin sagði þáverandi stjóri (nefni hann ekki á nafn til að styggja ekki Babú) að þetta hefði verið besta frammistaða liðsins á tímabilinu til þessa ! 
     
    Ég segi því við alla stuðningsmenn, við eigum að fagna mörkum með því að hrópa og klappa, þó svo að við séum á Íslandi.  Til hvers erum við að horfa á leiki ef við getum ekki verið glaðir þegar liðið skorar eða vinnur erkifjendurna ?

  8. Haha Grétar þetta er gott dæmi og maður verður að setja spurningamerki við hvað þarf til að menn fái almennilega ánægju út úr því að vinna leiki. 

    Sjálfur var ég hreint ekki hrifinn af okkar mönnum og tók gott “rant” um Carroll á meðan leik stóð (sérstaklega fyrri hálfleik): 

    BabuEMK
    Carroll virðist spila allsstaðar nema frammi! Kemur allt of lítið út úr honum og þessu bansetta 4-4-2 kerfi

    Tony Barrett” by BabuEMK
    Carroll’s just been out-muscled by Leon Osman. Sums up the way he’s started the game.

    BabuEMK
    Hvern sem er inná fyrir Carroll úff

    BabuEMK
    Jæja núna hef ég drullað passlega mikið yfir Carroll til að hann fari að skora! Virkaði alltaf með Riise.

    BabuEMK
    Gerrard og Bellamy koma báðir inná fyrir Carroll, hann var það slappur í dag.

    Svo þegar hann auðvitað skoraði: 

    BabuEMK
    HAHAHAHAHAHAHA #Riise

    …og líklega fagnaði ég ennþá meira þar sem þetta var Carroll sem skoraði.

    Annars tel ég líklegt að þú hafir verið að tala við Arsenal menn á Hvíta Húsinu og því eðlilegt viðbrögð 🙂  

  9. Varðandi Tottenham þá eru þeir óneitanlega líklegir kandidatar í 4 sætið, eeeen, ég held að Liverpool eigi eftir að uppskera vel fyrir þá staðreynd að vera ekki að spila í Evrópuleikjum í vetur, og eins að það eigi eftir að taka sinn toll fyrir Tottenham.
     
    Þess vegna er ég sannfærður um að við verðum á topp fjórum þegar blásið verður til sumarleyfis í Maí : )

  10. Ég held að Redknapp eigi eftir að gera eins og í síðasta evrópuleik… stilla upp hálfgerðu varaliði… Þannig á það líklega eftir að vera þar til þeir komast í 8 eða 16 liða úrslit og þeir sjá raunhæfan möguleika á að fara alla leið í úrslitaleik.

  11. Góðar fréttir fyrir Liverpool, Gerrard var ekki valinn í hópinn hjá Capello og fær hann því tíma til þess að koma sér í form á Anfield.

  12. #2 Ekki svo gott…þurfum að þola eitt i viðbót helgina 11-12 nóv þegar playoff-in fyrir EM 2012 fara fram. Meiri vitleysan.

  13. Það fer virkilega í taugarnar á mér að vera að borga fyrir stöð2sport2 a.k.a. enska boltann, helling á mánuði og svo sýna þeir ekki leikina í gær út af íslenska boltanum (en sýna samt íslenska boltann í læstri dagskrá á stöð 2 sport) og svo kemur landsleikjahlé, sem þýðir engir leikir í ensku deildinni, en þeir sýna svo landsleikina í læstri dagskrá á stöð 2 sport. Maður myndi halda að þeir gerðu einhverjar málamiðlanir t.d. að lækka verðið eða sýna stöð2sport í opinni þegar þetta kemur upp. Ég hata þetta svo mikið, en af því að ég elska að vakna þunnur um helgar, leggjast upp í sófa og horfa á fótbolta allan daginn og enda það svo á messunni (sem er uppáhalds þátturinn minn í heiminum, sérstaklega vikurnar sem Liverpool gengur vel) þá læt ég mig hafa það. En djöfull hata ég þetta kompaní.

  14. Nr. 15 Villi 

    Ég held að það sé nú alveg örugglega ekki 365 sem setur þessar reglur um að ekki megi sýna erlendan fótbolta á meðan íslenska deildin er spiluð á laugardögum. Þeir eru líklega manna mest á móti þessari reglu gæti ég trúað enda þeirra hagur að fá að sýna enska boltann. 

    Annars hefur þessi regla verið í mörg ár (líka þegar Skjár Einn var með boltann) ef ég man rétt og að fara láta þetta fara svona í taugarnar á sér núna hljómar svolítið eins og að vera hissa á fyrstu snjókomu ársins…í október.  

  15. Við verðum að fá topp miðvörð í staðinn fyrir Carra, einhvern sem að bindur vörnina saman.

  16. Nei Babú ég var ekki að tala við Arsenal menn á Hvíta, þetta voru hreinir og klárir púllarar sem stökk varla bros á vör þegar Carroll skoraði og þegar leik var lokið.  Ég skil bara ekki hvað menn eru að horfa á leiki þegar þeir geta ekki einu sinni haft gaman af því þegar við sigrum strákana í Efratúni.

  17. Ég tek undir með þeim sem að segja að við verðum að vera raunsæir og styðja vel við bakið á liðinu. 
    Við verðum að muna að munurinn á okkur og MU,MC og Chelski eru peningar. Þeir hafa úr margfalt meiru að moða.

    Dalglish er búinn að búa til nýtt lið sem tekur tíma að ná saman.
    Það verður gríðarleg barátta um 4. sætið og bikarana sem í boði eru.

    Það er ekkert að því að vinna með smá heppni. MU gerir það nær því í hverri viku 🙂

    Mín tilfinning er að Dalglish ætli að byggja liðið einungis upp á mönnum sem að hungrar til að spila með Liverpool. Það er góð strategía.

    YNWA

  18. @Babu. Úr því að þú ætlar að fara í samlíkingar, þá er þetta eins og að verða pirraður á fyrstu snjókomu ársins… í október. Treystu mér, ég verð líka pirraður þá.

  19. Mikið sem ég er glaður að sjá athugasemdirnar þínar Grétar!
     
    Kóngurinn auðvitað svarar þessu langbest þegar enn ein spurningin um “samvinnu Suarez og Carroll” kom til hans í kjölfar leiksins á laugardag, þegar hann sagðist ekki skilja “what’s the fuss about”.  Andy Carroll skoraði mikilvægasta mark vetrarins hingað til og í huga mínum var þetta mark eitt og sér minnst 5 milljón punda virði.
    Það að hafa ekki unnið Everton í fyrra burðaðist á sálinni á mér og hvernig hann steig inní varnarmanninn til að stíga svo til baka og vinna sér svæði var sentersvinna eins og hún gerist best og síðan setti hann boltann þétt í netið.  Braut ísinn og í kjölfarið unnum við feykilegan leik rétt fyrir landsleikjahléið.
    Miðað við allt sem maður les um þennan strák er hann einn þeirra sem helst leggur sig fram frá sumri, var mættur með þeim fyrstu og er stanslaust að vinna í sér.  Dalglish hrósar honum alltaf þegar hann getur, í gær bakkaði Suarez hann upp og síðan um kvöldið var það Shearer.
    Samt heyrði ég í dag enn aðdáendur LFC tala um að við “hefðum átt að kaupa Aguero” og að hann hafi verið “lélegasti maðurinn á vellinum í gær”.  Ég bara skil ekki hvernig í ósköpunum okkur dettur þetta í hug og fagna því af heilum hug að vera með mann sem gegnur uppréttur í stjórastólnum og heldur ótrauður áfram.  Þeir vita auðvitað að pressan á Carroll er töluverð og þegar þeir gerðu Bellamy og Gerrard klára héldu allir að Carroll væri að koma útaf.  Sennilega bölvuðu einhverjir að hann væri áfram inná.  En KD sýndi að hann var ákveðinn í að halda sér á strikinu og mikið var nú gott að það var réttlætt.  Svo fremi sem að landsleikirnir fara ekki illa með hann sjáum við Suarez, Carroll og Gerrard saman gegn djöflunum.  Hlakka mikið til.
     
    Svo er það hin umræðan sem ég skil ekki alveg, það er sú um leikkerfið.  Ansi margir virtust ansi fúlir með það að við spiluðum 4-4-2.  Eru enn fúlir í dag því það kerfi “henti þessum hóp svo miklu betur”.  Önnur umræða sem ég skil ekki eftir sigur á erfiðum útivelli.  Dalglish er búinn að setja upp tveggja sentera kerfi í ansi mörgum leikjum frá því hann kom og mér sýnist hann ætla að halda tryggð við það, þó vissulega verði gaman að sjá hvernig Gerrard fittar inn.
    En að við séum að tala um að annað leikkerfi eftir sigurleik er að mínu mati óskiljanleg umræða.  Vissulega er leikkerfi eitt af því sem skiptir máli í fótbolta en þó held ég að meira máli skipti að menn viti hvar þeir ætla að sækja og/eða verjast.  Það er yfirleitt lykillinn að því hvort leikir vinnast eða tapast og nú höfum við unnið tvo í röð með leikkerfinu 4-4-2 og Suarez / Carroll combó frammi.  Það sýnist mér bara virka fínt í augnablikinu…
     
    En svo ætla ég ekki að pirra mig á því að fólk gleðjist ekki og ég legg til að þú verðir með mér í því liði Grétar – það er svo miklu skemmtilegra þegar glasið er hálffullt en þegar það er hálftómt.  Og þegar Carroll skorar næst þá vonandi fagna fleiri!!!

  20. Bíddu bíddu… hélt að öll helst lið í Evrópu spiluðu bara sambabolta frá morgni til kvölds!!!!
    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=115585
     
    Held að við ættum aðeins að hætta að hugsa um það hvernig við vinnum leikina og vera glaðir með öll þau stig sem koma í hús. Veit nú ekki hvað manutd. hefur oft skorað í blá lokin í leik sem þeir gátu ekki neitt. 
     
    Ég tek 3 stig hvenær sem er.

  21. Það fer ekki á milli mála að Carroll geti spilað mikið mun betur en hann gerði á laugardaginn. Ég vil þó láta í ljós ánægju mína með það hve mun betur þeir Carroll og Suarez eru farnir að spila saman þarna í fremstu víglínu. Það er enn langt í land að við fáum að sjá einhverja “gullaldarblöndu” þarna en það eru klárlega jákvæð merki þess að þeir séu að ná betur saman.

    Þegar maður horfir til síðustu tveggja leikja, Everton og Wolves. Ok, ekki kannski bestu lið í heimi og alls ekki bestu frammistöður sem Liverpool á eftir að sýna á leiktíðinni en í þessum tveimur leikjum þá finnst mér þeim félögum takast betur að finna, skapa pláss og færi fyrir hvorn annan. Ég gæti vel trúað því að það tengist á einhvern hátt þeirri staðreynd að Suarez er að leggja hart að sér við að ná enskunni og kæmi mér alls ekki á óvart ef tungumálaörðugleikar á milli Suarez og Carroll gæti hafa verið veggur sem þurfti að rífa niður til að geta haldið leiðinni áfram.

    Við eigum enn eftir að sjá meira frá Carroll og við eigum eftir að sjá meira frá Suarez en það sem skiptir hvað mestu máli er að við eigum enn eftir að sjá mikið meira frá Suarez OG Carroll. Ég slæ í sömu strengi og Alan Shearer gerði í MOTD og var bent á hér að ofan, við verðum að fara að sjá boltann koma oftar inn í boxið frá kantinum og aukaspyrnum. Við höfum hæð, styrk og góða skallamenn í liðinu og eigum auðvitað að láta reyna á það þegar við fáum tækifæri til.

    Ég sá skemmtilega tilvitnun í einhvern blaðamann Independent í kvöld sem súmmerar svolítið upp skemmtilegan hausverk sem Kenny Dalglish og teymi hans hefur þessa dagana þar sem flest allir leikmenn liðsins eru heilir eða að nálgast það (7-9-13!). Umræðan var Steven Gerrard og þetta sagði hann: “Like the grand piano in a one-bedroom flat: a fantastic asset, but where to put it?”

    Hver víkur fyrir Gerrard? Verður það Henderson, Adam, Carroll, Lucas eða einhver allt annar? Við fáum loksins að sjá styrkleika, breidd og valkosti í leikmannahópi Liverpool. Í síðasta leik gat KD skipt inn Henderson, Bellamy og Gerrard (með Agger og Johnson meidda) en samt með mjög sterkt lið og aðra góða leikmenn á bekknum.

    Mér líst bara vel á þetta allt saman, vonandi spila leikmenn LFC vel með sínum landsliðum (fyrst það þarf víst að spila þessa helv. leiki) og komi sterkir til baka, klárir í að sýna Man Utd hvar Davíð keypti ölið! 

  22. Hef bara eitt að seigja við menn sem eru að pirra sig yfir stöð2sport2. Fá sér gervihnattadisk !!

  23. Flott videó sem Guðni #28 vísar í. Þeim sem koma hér inn og drulla yfir Lucas fer fækkandi enda ættu menn að vera farnir að sjá og fatta vinnuna sem hann skilar liðinu.

    Þegar kemur svo að því hvar á að koma þessum fína píanói inn í liðið a.k.a. Gerrard þá er Lucas sísti kosturinn til að taka út og í raun ekki einu sinni kostur heilt yfir. Það er enginn sem leysir hlutverk Lucas af eins vel og hann gerir. Held frekar að með Gerrard þá eru mörg önnur combo sem má stilla upp allt eftir andstæðingi. Hvort sem hann verður framar á miðjunni, hægra megin eða í holu. Seint held ég að hann verði settur inn sem varnartengiliður. En mikið er nú gaman að hafa þetta vandamál til að leysa frekar en skort á mönnum í stöður.

  24. Helvítis hrunið hefur meiri áhrif á landann en ég hélt.  Margir sem líta varla glaðan dag hvað sem er í boði. Það er stóralvarlegt ef Liverpool manni stekkur varla bros þegar okkar menn komast yfir gegn Everton á útivelli.
     
    En svona er þetta, stundum er glasið hálftómt eða galtómt. Við hinir njótum hvers augnabliks sem ástæða er að gleðjast yfir hjá okkar mönnum og tökum klúðrum með stóískri.  Að vera púlari er bara alltof skemmtilegt til að geta verið leiðinlegt.

  25. Það eru auðvitað nokkrir möguleikar í stöðunni varðandi Stevie. Líklegast er að hann komi inn á miðjuna fyrir framan Lucas í staðinn fyrir Adam eða Henderson. Hann gæti líka spilað í holunni fyrir aftan striker eða þá úti á hægri kanti og hann getur spilað allar þessar stöður vel. Þetta er hið prýðilegasta lúxusvandamál.

  26. Kuyt, Suarez, Bellamy og Carroll … 4 framherjar inni á vellinum á sama tíma, ásamt Gerrard. #Sóknarbolti

  27. Æfingaleikur á þessum tíma gæti verið frábært tækifæri fyrir leikmenn eins og Maxi, Bellamy, Gerrard, Coates, Aurelio, Johnson og fleiri sem lítið hafa spilað undanfarið og gætu þurft á nokkrum spilamínútum að halda. Finnst þetta satt að segja nokkuð sniðugt þar sem ég hef litla trú á að stórstjörnurnar muni koma til með að spila mikið, ef eitthvað, í þessum leik.

  28. Samkvæmt fréttum er algerlega búið að blása af þann möguleika að Liverpool og Everton deila saman velli, sem er auðvitað frábærar fréttir.
     
    En þá væri gaman að fá einhverjar féttir um hvenær sé áætlað að byrja á viðbyggingu eða nýjum leikvangi.
     
    Veit það einhver?

Everton – Liverpool 0-2

Pása