Mánudagur. Máááááánudagur. Bleh. Tíminn líður eins og dropar, dropar, dropar sem falla. Falla niður úr leku lofti og ofan í pott. Pott á gólfinu. Gólfinu í húsinu. Dimma húsinu. Dimmmma. Mááááááánudagur.
Tíminn líður aldrei jafn hægt og á fyrsta degi landsleikjahlés. Svo „skemmtilega“ vill einmitt til að í dag er mánudagur, og nú er landsleikjahlé. Nánar tiltekið, þriðja landsleikjahléð á fyrstu tveimur mánuðum þessa unga tímabils, og það næstsíðasta áður en yfir lýkur á árinu 2011.
Þetta er náttúrulega ekki hægt. Hvað eru knattspyrnuyfirvöld að hugsa með að hafa þetta fyrirkomulag? Er þörf knattspyrnusambanda heimsins fyrir að þéna pening á að hóra landsliðin sín út í æfingaleiki hér og þar ofar öllu öðru hjá FIFA? Mér dettur ekkert annað í hug. Þetta hjálpar félagsliðunum ekki neitt – þau fá leikmenn sína í nokkra leiki og missa þá svo strax aftur í landsleikjahlé. Fá suma þeirra til baka meidda, alla þreytta og minni tíma til undirbúnings fyrir næsta leik. Og svo framvegis, og svo framvegis. Og svo endalaust framvegis.
Þetta hjálpar landsliðunum ekki neitt heldur. Landsliðsþjálfari velur í hóp, fær tæpa viku og í mesta lagi einn æfingaleik, svo 1-2 leiki sem skipta öllu máli um það hvort þjóðin kemst á næsta stórmót, og svo missir hann leikmennina aftur í tæpan mánuð. Þarf svo að byrja upp á nýtt næst.
Hver græðir þá eiginlega á þessu, ef ekki knattspyrnan? Félagsliðin líða fyrir, landsliðin líða fyrir, leikmennirnir eru þreyttir á endalausum ferðalögum og uppróti, þjálfararnir kvarta. Er þetta bara peningaákvörðun?
Skoðið þetta. Þetta eru fyrstu 15 vikur tímabilsins, séðar frá sjónarhorni enskra liða í Úrvalsdeildinni:
Liðin ná mest 6-7 leikjum á milli landsleikjahléa, þau sem eru í Evrópukeppni. Önnur lið ná svona 4-5 leikjum og svo stoppar allt. Í heildina eru félagsliðin stopp vegna landsleikja í tæplega 7 vikur af fyrstu 15 á tímabilinu. FIFA treður inn vináttulandsleikjum fyrir fyrstu umferð í flestum deildum Evrópu í upphafi ágúst, og svo þremur öðrum tveggja vikna hléum sem duga varla til að koma landsliðunum í gott rennsli áður en leikmenn snúa aftur til félagasliða. Þjálfarar bæði landsliða og félagsliða kvarta yfir því að fá ekki nægan tíma áður en þeir missa leikmennina aftur yfir til hvor annarra.
Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að breyta þessu? Taka frekar fjórar vikur í nóvember, fjórar vikur í febrúar og fjórar vikur í lok maí/byrjun júní? Þá fengju félagsliðin ótruflað tímabil sem væri öllum til bóta, landsliðsþjálfararnir fengju lengri tíma og fleiri leiki hverju sinni með leikmönnunum og allir yrðu ánægðir.
Af hverju er þetta svona flókið? Það græðir nákvæmlega enginn á núverandi fyrirkomulagi, hvorki landsliðin né félagsliðin. Og síst af öllu við aðdáendurnir sem þurfum nú að bíða í tvær vikur, í þriðja sinn af fjórum á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins, af því að Brasilía á æfingaleik í London og England þarf að spila við San Marínó eða eitthvað álíka tilgangslaust. Ekki horfir maður á íslenska landsliðið í núverandi ástandi, maður bara bíður og bíður. Og bíður. Horfir á dropana detta ofan í pottinn þar til hann fyllist.
Og þá loksins hefst deildarkeppnin aftur. En bara í nokkrar vikur. FIFA fær nefnilega alltaf það sem FIFA vill.
4 vikur án Liverpool væri löööng bið.
EN þó mætti láta reyna á þessa hugmynd þína.
Taka frí í Janúar eins og Þjóðverjinn, vellirnir fá hvíld og landsliðin heilann mánuð í Quatar saman.
Sendirðu FIFA þennan pistil ?!?
Þetta hefur verið í gangi á hverju ári í ég veit ekki hvað langan tíma. Þetta mun áfram vera svona og mun ekki breytast næstum því strax. Það efa ég allavega.
Held að svarið muni að lokum felast í því að búin verði til forkeppni minni landsliðanna sem mun svo þýða að spilað verði í 6 – 7 riðlum með 5 liðum í hverjum vegna þátttöku í aðalkeppnum. Á meðan verið er að spila 10 – 12 landsleiki í forkeppnum verður erfitt að koma því fyrir á annan hátt. Það eru æfingaleikjahléin sem eru bullið eitt og það væri kannski í lagi að finna dagsetningu á svoleiðis hléi.
En ég er rólegri yfir þessu hléi en mörgum öðrum, þar kemur tvennt til:
a) Þarna er verið að keppa í alvöru keppnum
b) Mótherjar okkar eftir hléið eru í sömu málum og við, munu vera að fá lungann úr hópnum sínum til baka á miðvikudegi og suma úr löngum ferðalögum.
Svo mér finnst þetta hlé skárra en mörg önnur, en er auðvitað sammála því að þeim þarf að fækka. Ég held þó að sú leið muni geta orðið til þess að Ísland muni hugsanlega fá sjaldnar að sjá alvöru lið spila fótbolta og það er auðvitað spurning hvort það er okkar vilji?
Þetta kemur United samt vel í þetta skiptið, þar sem hugsanlega Vidic, Jones og Cleverley verða allir komnir til baka í leikinn á móti Liverpool. Og veitir ekki af þar sem mínir menn hafa ekki riðið feitum hesti frá Anfield síðustu 3 tímabil.
Afhverju þurfa landsliðin æfingaleiki á miðju tímabili?
Svipað og að Liverpool tæki æfingaleik við Orlando Pirates eða eitthvað í október.
Er ekki bara hægt að spila þetta allt á sumrin?
<cite>Held að svarið muni að lokum felast í því að búin verði til forkeppni minni landsliðanna sem mun svo þýða að spilað verði í 6 – 7 riðlum með 5 liðum í hverjum vegna þátttöku í aðalkeppnum. Á meðan verið er að spila 10 – 12 landsleiki í forkeppnum verður erfitt að koma því fyrir á annan hátt. Það eru æfingaleikjahléin sem eru bullið eitt og það væri kannski í lagi að finna dagsetningu á svoleiðis hléi.<cite>
Sæll Maggi.
Gæturðu útskýrt þess hugmynd þína aðeins nánar? Ertu að meina að “stóru” landsliðin fari sjálfkrafa í úrslitakeppnina og síðan myndu “minni” liðin spila um nokkur laus sæti í henni? Og ef það er hugmyndin hver eru þá stóru liðin? Myndi England flokkast sem stórlið og Grikkland sem minna lið jafnvel þó að Grikkir hafi unnið jafn marga stóra tiltla og England og hafi komist á jafn mörg stórmót á síðustu átta árunum (3 af $)?
Með fyrirfram þökk
Kjartan Atli Óskarsson
Þessir vináttulandsleikir eru náttúrulega langmesta bullið. Það á að henda þeim öllum út úr dagatalinu, nema þá ef vera skyldi 2-3 leikir sem væru liður í undirbúningi liða fyrir stórkeppni HM eða EM. Og þá væru þeir leikir partur af pre-season liðanna og spilaðir dagana fyrir mót. Æfingaleiki á að taka á æfingum, þeim á ekki að sjónvarpa!
Hvað varðar hefðbundna keppnisleiki landsliða í undankeppnum þá mætti þétta það prógram með því að fækka landsleikjahléum en lengja þau jafnframt. Það mætti hugsa sér slíkt 15-20 daga frí í nóvember og svo aftur í mars/apríl. Í þessum hléum væri líka hægt að keyra upp meiri spennu varðandi landsleikina og mikilvægi þeirra. Á þessum tíma ætti að vera hægt að spila 3-4 leiki.
Með þessu fyrirkomulagi fengjum við óslitið tímabil leikja með félagsliðum allan ágúst, sept og október. Mikið væri það nú skemmtilegt!
Og nota bene, ekkert elítufyrirkomulag fyrir hin svokölluðu stórþjóðir. Þær eiga að spila alla þá leiki sem San Marínó og Ísland þurfa að gera til að komast á stórmótin. Annað er mismunun sem við höfum litla þörf fyrir.
Skil ekki þetta væl í mönnum. það verða aldrei spilaðir fleiri en 38 leikir yfir tímabilið hvort sem er þannig að það skiptir þá engu máli hvenær þeir eru spilaðir.
Svo ég útskýri þetta “stóruliða” – fyrirkomulag þá er þetta eitthvað sem hefur verið rætt innan UEFA.
Það er nákvæmlega þannig að ákveðinn fjöldi “stórlið”, segjum t.d. 20 slík komist beint í “efri deild” forkeppni fyrir stórmót. Önnur landslið færu í forkeppni, þar sem t.d. 15 lið kæmust áfram. Svo yrði skipt upp í 7 riðla með 5 liðum. Þar yrði bara að leika 8 leiki sem myndi verða minna álag en þeir 12 sem mörg lönd leika núna.
Ég er alls ekki glaður með þá útfærslu því að sjálfsögðu yrðum við oft að lenda í því að horfa á slíkar keppnir úr fjarlægð og ég sakna þess mikið að fá ekki að sjá heimsklassa fótboltamenn eins oft og við gerðum áður en Evrópukeppnunum var breytt. Sá Barcelona tvisvar, Juventus, Feyenoord og Stuttgart á Íslandi með stuttu millibili, þvílík skemmtun.
Þetta hefur dottið upp í umræðuna og þó sérstaklega áður en Platini tók við. Hans viðleitni hefur verið að draga úr ægivaldi stórþjóðanna, eins og sjá mátti í breytingum á CL reglunum nýlega. Hins vegar hef ég áhyggjur af því að þetta verði í framtíðinni….
tvö 4 vikna hlé er of mikið! finnst þetta skárra. Svo gæti vel verið að þessi landleikjahlé fari ekki svona mikið í taugarnar á öðrum þjóðum. Gæti t.d. trúað að mörgum Englendingum finnst skemmtilegt að sjá landsliðið sitt spila t.d. þegar þeir mæta skotum eða eins og síðast Wales. Þeir eru svo stoltir og finnst gaman “þegar” vel gengur og eru alltaf að fara að vera heimsmeistarar í næsta móti. Við hötum þetta meira hér því stemmingin fyrir okkar landsliði er ömurleg því liðið er ömurlegt á heimsmælikvarða!
11: Er mjög sammála þessu. Hef einmitt sjálfur verið í svipuðum pælingum. Það hefur vissulega sína galla að spila ekki eins oft við stór lið, en þá gætum við samt á móti gert raunhæfar væntingar til landsliðsins. Ég held líka að það sé auðveldara fyrir lönd að byggja upp almennileg lið ef þeir þurfa ekki stanslaust að breyta um kerfi til að geta spilað við hundrað sinnum sterkari andstæðinga. Það væri líka svo geðveikt ef við kæmumst síðan í seinni undankeppnina, og þá myndu menn fá miklu meiri áhuga á þessu liði. Ég held því að þetta sé best fyrir alla.
Þessi landsleikjahlé eru FOKKING ÓÞOLANDI, maður er eins og fífl þessar helgar sem er engin bolti, maður jafnvel tékkar á sjonvarpinu nokkrum sinnum yfir laugardaginn og sunnudaginn og athugar hvort þessi hörmung hafi ekki bara verið draumur en kemst alltaf að sama ógéðis svarinu, ohh það er landsleikjahlé, ÓÞOLANDI….
Sælir drengir
Vona svo sannarlega að smáþjóðirnar fái áfram að mæta stórþjóðunum. Mér finnst það alls ekki til of mikils ætlast að stórþjóðirnar mæti smáþjóðunum sem myndu annars aldrei fá að sjá bestu knattspyrnumenn heims spila. Gleymi því aldrei þegar maður var gutti og sá stórþjóðirnar lenda í vandræðum á Laugardalsvellinum, dreymir enn um að hægt sé að endurvekja þá tíma.
Knattspyrnan snýst um fleiri lönd en England, Spán, Frakkland og Ítalíu og vona ég svo sannarlega að Uefa átti sig á þessu.
Ef landsleikjahléunum væri breytt í 4 viknatímabil þá yrðu það alveg skelfilega langar 4 vikur, spáið í það þið bölvið einnar helgar fríi núna. Um að gera að nota þessar landsleikjahelgar í klára Smáralindar- og Ikeaferðinar með fjölskyldunni 🙂
Kv. Óskar Þór
Hætta með landsliðin og taka 4 falda umferð í ensku deildinni frekar, 76 leiki í deild TAKK FYRIR á 9 mánuðum, það eru rumir 8 leikir á mánuði sem eru þá 2 í viku, það væri alvöru prógramm.
Spila bara i deildinni alltaf á Laugardögum og Sunnudögum semsagt 2 leikir á lið allar helgar og halda meistaradeildinni eins og hun er, annaðhvort það eða kannski að taka alltaf umferð á föstudagskvoldum og svo á sunnudögum og evrópukeppnin á þriðjudögum og miðvikudögum. FA bikarnum yrði svo troðið inní eins og það er í dag og deildarbikarinn lagður af, með þessu móti gætu lið sem færu alla leið i meistaradeild og FA cup líka náð einhverjum 95 leikjum yfir seasonið sem er svipað og í NBA…
Þetta er kannski smá djókur hjá mér en spáiði í því hvað það væri geðveikt ef maður fengi að horfa á Liverpool spila einhverja 3 leiki Live á viku og fengi td 4 leiki gegn Man Utd í deild, 4 gegn Everton, Arsenal, Chelsea og svo framvegis…. Manni mundi allavega ekki leiðast í skammdeginu með þetta prógramm í gangi hehehe…
Í guðanna bænum stelpur. Það eru 38 deildarleikir og það verður óbreytt. Í raun eru landsleikirnir bara aukafótbolti yfir veturinn. Er erfitt að skilja það? Eða viljið þið bara að það líði alltaf lengra á milli allra leikja?
Jæja, fyrst menn eru að tala um æfingaleiki hjá landsliðum, þá er réttast að benda á æfingaleik sem er á planinu hjá okkar ástkæra félagi Liverpool gegn Glasgow Rangers
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-to-face-rangers?
Hvernig lýst mönnum svo á þetta?
Er Dúlli í númer 17 ekki bara meðetta…? Landsleikir eru frekar leiðinlegir sérstaklega fyrir litlar þjóðir einsog Ísland en deildarleikjum fækkar ekki við þá. 38 leikir eftir sem áður.
fyrsta skrefið væri að útrýma vináttulandsleikjum yfir veturinn, spurning hvort með því væri hægt að fækka um eins og eitt landsleikjahlé… þá held ég að það sé skárra að hafa fleiri og styttri hlé heldur en færri og lengri, ég ætti allavega mjög erfitt með að halda út 2×4 vikur án Liverpool-leikja yfir vetrartímann… það yrði líka fróðlegt að sjá landsleiki á Íslandi í nóvember og febrúar 🙂
#17 “Í guðanna bænum stelpur. Það eru 38 deildarleikir og það verður óbreytt. Í raun eru landsleikirnir bara aukafótbolti yfir veturinn. Er erfitt að skilja það? Eða viljið þið bara að það líði alltaf lengra á milli allra leikja?”
Ég hef tvennt við þetta komment að athuga. Í fyrsta lagi er leiðinlegt þegar talað er um þá sem eru manni ósammála sem “stelpur” og “kellingar”, ekki síst út af því að það eru örugglega margar konur sem lesa þetta blogg og hafa örugglega jafn mikið eða meira vit á fótbolta og margir af þeim karlkyns. Kannski er ég íhaldssamur og viðkvæmur, en mér finnst þetta orðfæri ekki sæma okkar tímum – auk þess sem það hlýtur að vera pirrandi fyrir kvenlesendur þessarrar síðu.
Svo vil ég líka benda á það að þeim sem er illa við fjölda landsleikjahléa (s.s. Ssteinn, KAR, ég sjálfur og örugglega margir fleiri), eru einmitt að benda á að það væri sniðugt að það líði ekki alltaf lengra á milli leikja, heldur að safna landsleikjunum saman í eina eða tvær “sessjónir”.. þá myndi alltaf líða styttra milli deildarleikja, en einstaka sinnum mjög lengi, einmitt ekki “alltaf lengra”, eins og við erum að horfa uppá núna í september og október. Það er skárra að bíða einu sinni lengi og kúpla sig út úr ensku deildinni, frekar en að fá alltaf blóðbragðið og þurfa síðan alltaf að bíða 2 vikur, eins og manni hefur fundist síðustu ikur.
Það má finna ýmsar útgáfur af þessu og eins og karlmennið Dúlli bendir á þá fjölgar ekki deildarleikjunum með færri landsleikjahléum. En aðalmálið er að landsleikjahléin á haustin eru of mörg og taka allt tempó úr deildarkeppninni. Þess vegna á að henda út þessum fjandans vináttuleikjum og reyna að þétta deildarprógramið á haustin. Hvort að landsleikjahléin eiga að vera lengri og færra eða hvað má alveg ræða. Aðalmálið er að þegar landslið koma saman að það sé bara gert til að spila alvöru leiki!