Fyrir rúmri viku, eftir Wolves-sigurinn, skrifaði ég færslu þar sem ég fjallaði um framför liðsins frá því í fyrra, séu tekin til úrslit úr sömu viðureignum í fyrra og liðið lék í fyrstu sex umferðunum nú í haust. Síðan þá hefur liðið einnig unnið útileik gegn Everton, sem tapaðist í fyrra, og því aukið framfarirnar enn frekar.
Í morgun rakst ég svo á þetta: Newcastle-aðdáendasíðan 5 Added Minutes bloggar um sama hlutinn og setur upp töflu sem sýnir að Newcastle er það lið sem hefur bætt sig mest frá því í fyrra, eftir leiki síðustu helgar. Liverpool er í öðru sæti:
Allavega, ég hef svo sem ekki mikið meira um þetta að segja. Þetta styrkir í raun bara það ég benti á í pistlinum í síðustu viku: Liverpool er að bæta sig mikið á milli ára, og þetta er bara byrjunin.
Þetta er opinn þráður, ræðið það sem ykkur sýnist, en mér fannst tilvalið að benda á þetta.
Við skiptum við Arsenal 🙂
Líka áhugavert að sjá hversu jákvæð áhrif Roy Hodgson er að hafa hjá West Brom. Enda með 35 ára reynslu. 🙂
Það er jákvætt og gaman að vera Liverpool stuðningsmaður í dag, bjart framundan og eintóm gleði og hamingja, allt neikvætt raus og tuð á ekki að sjást á þessari síðu þessa dagana.
Ég myndi nú bíða með að tjá mig um áhrif Roy á WBA. Eftir hann tók við WBA á síðasta tímabili færðust þeir úr fallsæti upp í það ellefta minnir mig. Nú fengu þeir Man Utd, Chelsea og Stoke í fyrstu leikjunum og fyrir utan tapið gegn Swansea má segja að hinir leikirnir hafi farið eftir bókinni.
Einnig skal hafa í huga að amk 17 stjórar í deildinni hafa úr sterkari mannskap að moða en Roy.
Hafa menn fengið sendinguna sína frá Liverpool klúbbnum á Íslandi eða er ekki búið að senda hana út?
Roy er náttúrulega stórkostlegur stjóri. Það er engin tilviljun að LFC réð hann á sínum tíma.
Djók
Hann er samt búinn að vera góður með FFC og WBA og örugglega einhver önnur. En hann var hörmung hjá LFC.
var að velta fyrir mér hvort menn geti aðeins hjálpað mér hér inná? er að gera verkefni um liverpool í ensku403 og mér vantar heimildir fyrir soldið sem ég veit, og helst á ensku, og það er hvar ég get fundið hvar “nýju” mennirnir eru búin að spila mörg prósent eða marga leiki 😀 vona að þið skiljið mig og vona svo innilega að þið getið hjálpað mér 🙂
Það væri gaman að fá útskýringu á hvernig þetta er reiknað út.
Áfram Liverpool
Ingimar, ég kíki vanalega fyrst á http://www.lfchistory.net þegar mig vantar upplýsingar um eitthvað varðandi sögu liðsins.
ok
Búinn að ná því áður en þið farið að skamma mig.
Áfram Liverpool
Skamm Sverrir !
Myndi það ekki henta betur Liverpool að spila 4-3-3 ?
1.lið
Suarez – Andy – Kuyt
Adam – Gerrard – Lucas
Enrique Skrtel Carragher Johnson
Reina
2.lið
Downing – Bellamy – Henderson
Aurelio – Spearing – Maxi
Robinson – Agger – Coates – Kelly
Doni
13: Þeir spiluðu það gegn Arsenal: http://www.zonalmarking.net/2011/08/20/arsenal-0-2-liverpool-frimpong-red-card-and-liverpool-substitutions-change-the-game/
Helginn:
Ég verð því miður segja að nei. Ég held að 4-3-3 væri ekki sniðugt. Miðað við hvernig seinustu leikir hafa spilast þá hefur miðjan verið okkar veikasti hlekkur. Ég hreinlega trúi varla að ég sé að skrifa þetta því í sumar þá áttu við sæg af miðjumönnum! Og það allar gerðir! Vorum með varnarsinnaða, vorum með leikmenn sem gátu dreift spilinu vel sem og við vorum með leikmenn sem gátu átt lykilsendingar og skapað þannig færi. Í dag er maður svo að skrifa að miðjan sé okkar veikasti hlekkur!
Þeir hjá Anfield Wrap töluðum um þetta sérstaklega í seinasta pdocasti hvernig Wolves hefðu átt miðjuna í seinni hálfleik og hvernig Charlie Adam gjörsamlega týndist. Maður eins og O’hara var að valda Adam vandræðum og það á ekki að geta gerst! Ég verð einnig að taka undir með þeim að Charlie Adam virðist ekki vera í formi fyrir heilan leik. Fyrir mér er það áhyggjuefni.
Það er einnig talað um þetta á spjallborðinu á LFC.tv:
A worrying statistic, Liverpool and Wolves basically shared the possession. In fact ESPN gives Wolves 52% – Liverpool 48%.
Liverpool made 425 passes of which 297 were successful.
Wolves made 450 passes of which 335 were successful.
Ég var að vonast til að 4-4-2 leikkerfið sem KKG vill spila mundi virka eins vel og hann vonaðist eftir en það verður að segjast eins og er að á meðan miðjan er ekki að ráða við lið eins og Wolves þá verðum við aðeins að endurskoða málið. Maður hlakkar þó til að sjá hvort Gerrard geti ekki lagað þetta örlítið en samt sem áður þá vill maður helst að liðið eigi að geta átt miðjuna í lang flestum leikjum!
Enganveginn hægt að reikna þetta út. Þó svo að við séum vissulega búnir að bæta okkur töluvert.
Við erum að mæta þessum liðum á misjöfnum tímapunkti, undir mismunandi aðstæðum og jafnvel allt öðru liði.
Lið Stoke er t.d. ekki nákvæmnlega sama Stoke lið og það var í fyrra… rétt einsog okkar lið svo dæmi sé tekið.
Þess vegna er ég á móti svona útreikningi. En þó verður að viðurkennast að þetta tímabil byrjar mun mun betur en tímabilið í fyrra.
Tímabilið byrjar vel finnst mér en svona gagnanotkun er óttalegt húmbúkk í mínum augum.
Þessa dagana er ég að fá smá áhyggjur af Tottenham. Ef úrslit þeirra eru skoðuð hafa þeir unnið alla sína leiki nema fyrstu tvo á móti Manchester-liðunum. Þeir ætla allavega ekki að leggjast niður og láta ganga yfir sig.
Hins vegar vonandi að þessi niðursveifla Arsenal haldi áfram sem lengst. Þeir munu taka góðan sprett í vetur en vonandi að það verði þá orðið of seint fyrir þá.
Sammála nr 17. Hef mestar áhyggjur af Spurs í vetur.
Eru með frábært lið og eru sterkari en við á pappírunum.
Búnir með erfitt prógram , lið einsog Man U , City , Arsenal og okkur. En samt sem áður í mjög góðri stöðu.
Sé fram á hörkubaráttu um þetta 4. sæti sem er margra milljóna punda virði.
Var að rýna vandlega í stöðuna í deildinni í kjölfarið á þessari Spurs umræðu og hún er um margt ansi áhugaverð. Mér sýnist eins og allt að 10 lið geti nartað hvert í annað. Utan þessara efstu má telja Aston Villa, Stoke og Arsenal sem verðuga keppinauta sem erfitt er að sigra á þeirra heimavelli. Ég nefni Arsenal því þeir eiga eftir að ná sér betur á strik og verða erfiðir á seinni hluta tímabilsins.
Varðandi það að Manchester liðin séu í hálfgerðum sérflokki, þá er ekkert víst að það haldi endalaust áfram. Þau munu, eins og Liverpool, Tottenham og Chelsea vinna flesta heimaleiki sína og því mun lokastaðan í deildinni ráðast að verulegu leyti af frammistöðu á útivelli.
Manchester United eru búnir að spila við WBA, Stoke og Bolton á útivelli og eiga pottþétt eftir að tapa stigum þar. Þeir hafa reyndar spilað við Chelsea, Arsenal og Tottenham á heimavelli en þegar líða tekur á tímabilið og þegar þeir mæta þessum öllum í janúar á útivelli þá er viðbúið að stigin fari að tínast af þeim.
Manchester City eru búnir að spila úti við Tottenham en utan þess frekar veika andstæðinga eins og Blackburn, Fulham og Bolton. Töpuðu auðvitað stigum á erfiðasta útivellinum af þessum þremur, gegn Fulham. Þeir eiga mjög erfitt prógramm frá lokum nóvember til byrjunar janúar, leikir sem rammast inn af leikjum gegn okkar mönnum. Á milli þeirra tveggja eru t.d. útileikir gegn Chelsea og West Brom og heimaleikir gegn Arsenal og Newcastle. Tapast fullt af stigum þar.
Þess vegna held ég að líkt og í fyrra, þegar Chelsea fór í gegnum sína erfiðleika, þá eiga bæði Manchesterliðin eftir að ganga í gegnum sitt. Fyrir utan það að Manchester City spilar alltaf útileiki á eftir leikjum í meistaradeildinni (Manchester United fær alltaf heimaleiki).
@15 – Birkir Örn
Þeir hjá Anfield Wrap töluðum um þetta sérstaklega í seinasta pdocasti hvernig Wolves hefðu átt miðjuna í seinni hálfleik og hvernig Charlie Adam gjörsamlega týndist. Maður eins og O’hara var að valda Adam vandræðum og það á ekki að geta gerst!
Segir það ekki bara meira en mörg orð um Adam, þegar Wolves getur spilað hann út úr leiknum? Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem hann nær að týnast í leikjum Liverpool, þannig ég myndi frekar horfa á leikmanninn sjálfan frekar en leikkerfið sjálft í því sambandi.
Annars er ég ekki hrifinn af 4-4-2 leikkerfinu, og tel það einfaldlega ekki henta í nútímabolta. Ég man ekki í fljótu bragði eftir mörgum toppliðum sem eru að notast við slíkt kerfi, það er kannski helst Manchester United sem rembist við það þegar allir eru heilir hjá þeim, en þeir eru líka með leikmenn í slíkt kerfi.
Ég hef talað fyrir því, bæði hér og annarsstaðar, að fá aftur 4-2-3-1 leikkerfið sem Rafa kom með. Nema núna loksins ættum við að vera með leikmenn sem smellpassa í það leikkerfi og þurfum ekki að spila mönnum út úr stöðu til þess að geta látið það passa. Með okkar sterkasta lið held ég að það passi betur en 4-4-2.
Carroll á toppnum, Downing – Suarez – Kuyt þar fyrir aftan, og Lucas og Gerrard á miðjunni. Þarna erum við með hreinræktaðan og stórann kraftframherja til að berja á vörninni, flotta kantmenn til að dæla boltum inn á hann, töframann í frjálsu hlutverki í holunni, og Gerrard sem einhvers konar box-to-box leikstjórnanda.
Þarna væri líka búið að þétta miðjuna enn frekar, en það er rétt sem þú segir að miðjan er mikið áhyggjuefni þessa dagana. Downing og Henderson hafa ekki komist nægilega vel inn í leik Liverpool, Adam jójó-ar á milli þess að vera góður og týnast, á meðan Lucas stendur alltaf fyrir sínu. Svo má líka ekki gleyma því að sumt hefur ekkert breyst í leikstíl Liverpool þrátt fyrir komu nýrra leikmanna – við erum ennþá að horfa upp á miðverði okkar (já, ég er að tala um Skrtel og Carragher) sem vilja bara spila leið númer eitt – bomba boltanum yfir miðjuna og á framherjann, láta hann sjá um þetta. Það er gríðarlega þreytandi á að horfa, og erfitt fyrir aðra leikmenn að komast inn í leikinn þegar þeir þurfa alltaf að díla við slíkt.
Homer
Ég gef voða lítið fyrir svona tölfræði. Það er hægt að snúa henni og túlka á svo marga vegu. Það eina sem skiptir máli er í hvaða sæti Liverpool Footbal Club verður í maí. Þá er hægt að meta árangur og sjá hvar við stöndum. Allt neðar en 6. sæti er áfall og vonbrigði miðað við breytingar sem hafa orðnar á klúbbnum!
5 sæti er ok árangur en samt hálf vonbrigði. 4-2 sætið þá er kúbburinn klárlega á leið í rétta átt og framtíðin björt. 1 sæti. Þá hneigjum við okkur fyrir kónginum og finnumst áfengisdauðir út í skurði, raddlausir með Liverpool tattú á brjóstkassanum!
TALKSPORT þáttur Andy Grey og Richard Keys
Jamie nokkur Carragher er gestur og á ansi skemmtilegt spjall við þá kumpána!
Skylduáheyrn fyrir alla sanna Liverpool aðdáendur
góða skemmtun
kveðja
Sigurjón
Það er gaman að þessari tölfræði en það er bara eitt sem skiptir máli og það er staðan í deildinni. Við Liverpool aðdáendur erum að verða meistarar í því að finna út einhverja tölfræði sem sýnir að Liverpool séu bestir.
Unnum flesta leiki eftir ármót.
Áttum flest skot á markið.
Værum efstir ef það væri bara spilað síðast korterið
Og svo mætti lengi telja. En það er bara staðan í deildinni sem skiptir máli. Við viljum vera í 4. sæti eða ofar það er markmiðið og enn sem komið er þá erum við ekkert langt frá því.
Ég reyndar skil ekki alveg þessa neikvæðni í mörgum Liverpool mönnum það mætti halda að við værum búnir að vinna deildina undanfarin 10 ár eða eitthvað álíka. Ef við erum ekki að vinna 5-0 þá er liðið bara lélegt og leikmenn geta ekki neitt. Eru menn ekki að átta sig á því að við erum að byrja upp á nýtt enn eina ferðina og því þarf að gefa bæði leikmönnum og þjálfara tíma það er eðlilegt að liðið tapi stigum og jafnvel leikjum líka.
Liverpool er í 5 sæti eins og er 6 stigum á eftir toppliðunum og tveimur stigum frá 4. sætinu og það er eru bara búnir 7 leikir. Er ekki lámark að gleðjast alla vega þegar við vinnum Everton á útivelli 2-0 ef ekki þá hvenær ætti maður þá að vera glaður.
Flott fyrirliðaefni sem grefur undan núverandi fyriliða og það í fjölmiðlum.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=115685
Og hann heldur áfram hérna
Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, viðurkennir að hann getur ekki útilokað það að yfirgefa Arsenal einn daginn. Sérstaklega ef lið eins og Barcelona vill fá hann
Já endilega að gera svona snilling að fyrirliða Arsenal.
Sælir drengir.
Ég ásamt kunningjum mínum erum á Facebokk með lokaðan hóp þar sem við rífumst, “rökræðum”, spjöllum um fótbolta. Sumir eru ógeðis Man U menn (fínir strákar samt), Arsenal drengir leynast þarna ásamt nokkrum gáfuðum fallegum og umfram allt eðal Liverpool mönnum.
Eftir leik helgarinnar var mikið talað um rauða spjaldið…..MJÖG MIKIÐ.
Þar sagði ég að þetta hefði verið harkalegur dómur, en talaði einnig um það hvernig mögulega dómarinn hafi metið þetta og þar með réttlætt rautt, ásamt því að við sjáum reglulega svona dóma (takkarnir á undan). Og að Everton menn sluppu á öðrum stöðum vel frá spjöldum þó að þetta hafi verið hart.
Svo fékk ég þessi skemmtilegu skilaboð áðan
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150401201444664.411826.762969663&l=2d16ea162f&type=1
Helvítis Arsenal vallarstarfsmaðurinn beitir brögðum og blekkingum:)
Ég velti því stundum fyrir mér hvort að pennar hér inni ausi neikvæðu gutli yfir leikmenn sem þeim finnst ekki hafa staðið sig vegna þess að þeir voru með þá í “Fantasy” liði sínu og þeir voru að tapa á því? Allavega finnst mér gagnrýnin oft vera stórfurðuleg. Til dæmis, Charlie Adam. Það vita allir hvað sá leikmaður stendur fyrir. Í hverju hann er góður og hvar veikleikar hans liggja. Þetta veit King Kenny líka, en hann hefur væntanlega keypt hann til að nýta styrkleika hans. Auðvitað var mótið bara að fara af stað og Adam er ekki kominn 100% í gírinn, í nýju liðið sem er verið að slípa saman.
Það að ákveða strax að hann sé ekki nógu góður er óskynsamlegt. Eins og hefur verið bent á hér margsinnis áður var hann t.d. í liði ársins síðasta tímabil, valið af leikmönnum sjálfum! Það skiptir ekki máli hvort hann var í Blackpool, það er mikill heiður að komast í slíkt úrvalslið og í það veljast eingöngu leikmenn sem hafa skarað framúr. Þannig leikmönnum á Liverpool auðvitað að sækjast eftir. Ég er sannfærður um að Charlie Adam á eftir að verða fantagóður, en þrátt fyrir að hafa ekki ennþá “sprungið út” er hann búinn að gerta margt mjög vel. Charlie Adam og liðið í heild er á réttri leið og það fær svo sannarlega Liverpool hjartað til að slá hraðar…í gleðitakti 🙂
Það er NÁKVÆMLEGA ENGINN að halda því fram að þetta geri Liverpool besta í deildinni, því síður betri en Manchester liðin núna eða neitt í þá áttina. Þetta einfaldlega sýnir munin á sömu leikjum og við spiluðum í fyrra og hvort liðin eru að bæta sig í þessum leikjum eða ekki. Við erum að bæta okkur mikið rétt eins og Newcastle enda áttu bæði lið mikið inni frá þessum leikjum á síðasta ári til að bæta sig. Maður þarf ekkert að vera mjög klár heldur til að reikna út afhverju toppliðin í fyrra eru ekki að bæta sig eins mikið og það er ekkert verið að segja að við séum betri en þau með þessu.
Þetta ásamt t.d. því að við vorum eitt besta liðið eftir áramót í fyrra hljóta samt að teljast jákvæðar fréttir sem ætti að vera mjög mikið í lagi að skoða og benda á án þess að gert sé lítið úr því.
Auðvitað vita allir að það er bara staðan í deildinni í lok maí sem skiotir máli, en það er allt í lagi að sjá hvort við erum að bæta okkur milli ára. Persónulega pæli ég meira í ensku deildinni heldur en bara í lok maí.
Hvað þessa töflu varðar þá fagna ég þessu auðvitað mjög enda mikið betra að vera í stöðu Liverpool nú heldur en stöðu Liverpool frá því í fyrra…það lið heitir reyndar Arsenal í dag.
og að lokum
Já svo sannarlega, öll gagnrýni mín byggist á þessu. Suarez og Downing eru btw. ömurlegir.
Það er vissulega hægt að snúa tölfræði á haus – en það er alltaf gaman að rýna. Mér finnst allavega óumdeilanlega betri tímar núna en fyrir ári og hlakka í fyrsta skipti í langan tíma til næstu tímabila. Það má alveg gera mistök, jafnvel þó maður heiti King Kenny. Ég yrði tam. himinlifandi ef það myndi rætast úr 50-60% nýju mannanna, það geta einfaldlega ekki allir slegið í gegn.
Ein spurning þó. Ég bý í Þýskalandi og það er næstum því ómögulegt að sjá enskan bolta þar sem ég bý, en ég rak augun í fyrirbæri sem heitir LiveFootyOnline.com og mér sýnist fá ágætis umfjöllun. Þekkir þetta einhver? Er alveg til í að borga aur til að horfa, en það virðist lítið í boði, fyrir utan þetta.
Tja Adam er nú búinn að skila einna flestum stigum af núverandi leikmönnum Liverpool í fantasy, þannig ég efast um að menn séu ósáttir við hann þess vegna 🙂
Heyriði, smá þráðrán, þarsem ég er virkilega pirraður í augnablikinu. Þið kannist líkega við LiverpoolFC leikmannaslúður grúppuna á facebook. Ég var að gagnrýna einn stjórnandann þarna, og mér var hent út, ég blótaði honum ekki, né var dónalegur. Djöfull finnst mér þetta lélegt, ef þú sérð þetta, og kemur ekki einusinni fram undir öðru nafni en “Höddi”.
Ég væri til í að prófa liðið svona þegar allir eru heilir:
Carroll-Suarez
Downing-Gerrard-Lucas-Adam
Enrique-Agger-Coates-Johnson
Reina
Væri þetta ekki baneitrað?
Adam á hægri? Örvfættur og hægur?
Ef við myndum fá Adam Johnson frá City væri þetta baneitrað 🙂
Ég veit ekki hvað er með mig en ég hef bara ENGAR áhyggjur af spurs.
YNWA
Eru menn í alvörunni að tala um framfarir hjá ours beloving LFC síðan í fyrra ? ER ANNAÐ HÆGT ?
þá eru menn fljótir að gleyma
Það er klárt mál að liðið er miklu sterkara en í fyrra. Ég myndi segja að byrjunin á tímabilinu hafi verið góð. Erum í 5 sæti, 2 stigum frá CL sætinu þar sem við stefnum á að enda í vor, og höfum samt spilað erfiða útileiki gegn Arsenal, Stoke, Tottenham, og Everton. þetta lítur því vel út að mínu mati.
Nýju leikmennirnir hafa verið að aðlagast nokkuð vel finnst mér. Það er alveg ljóst að Charlie Adam hefur síaru veiku og sterku hliðar. Charlie Adam er ekki hraður og það er ekki mikil yfirferð á honum. Þetta var vitað þegar hann var keyptur, enda var honum aldrei ætlað að hlaupa eins og blettatígur útum allan völl tæklandi allt og alla. Hans sterku hliðar eru leikskilningur, sendingar og föst leikatriði. Adam hefur átt marga mjög góða kafla í þessum fyrstu leikjum tímabilsins, t.d. skorað 2 mörk og lagt upp 3, en hann hefur líka dottið niður. Það á nú líka við um flesta í liðinu. Mér líst mjög vel á Charlie Adam og ég held að hann eigi eftir að verða gríðalega mikilvægur þessu liði. Svipaða sögu má segja um Downing. Hann hefur verið upp og niður, en það vita allir að þetta er klassaleikmaður og hann á pottþétt eftir að reynast liðinu mikilvægur.
Jordan Henderson og Andy Carroll eru ungir, 21 og 22 ára. Þeir eiga eftir að vaxa, það er engin spurning, enda gríðarlega efnilegir. Ég var á Liverpool – Wolves um daginn og fylgdist töluvert mikið með Carroll, og ég verð að segja að mér fannst hann mjög góður í þeim leik, og var óheppinn að skora ekki. Ég er á því að þetta hafi verið frábær kaup hjá Liverpool og ég held að Carroll eigi eftir að raða inn mörkum í framtíðinni. Jordan Henderson hefur farið rólega af stað, en ég bjóst svosem ekki við neinni flugeldasýningu frá honum í byrjun. Í raun kemur það mér á óvart hversu mikið hann hefur spilað í upphafi tímabils. Hann 21 árs, kominn í eitt stærsta lið á Englandi og þarf tíma til að aðlagast, það er engin spurning. Minni menn á Lucas Leiva. Hann kom ungur til Liverpool og fór rólega af stað, en í dag er hann einfaldlega frábær. Ég hef fulla trú á því Henderson verði lykilmaður hjá Liverpool í framtíðinni.
Ég verð að vera sammála Halla í einu og öllu sem hann skrifar hér að ofan.
Adam = góð skot, flottar sendingar, les leikinn vel og baráttuhundur.
Lucas = Góðar tæklingar, stuttar sendingar, lætur sig hafa það!
Er þetta ekki miðjan sem maður vill hafa? Jú, það er hægt að réttlæta að Gerrard eigi að vera þarna en ekki Adam en ég myndi telja okkar sterkasta lið, í dag miðað við framistöðu leikmanna á þessu tímabili vera:
Reina
Kelly – Carra – Agger – Enrique
Kuyt – Adam – Lucas – Downing
Suarez – Carroll
Þetta lið hér fyrir ofan er mjög sterkt en ég persónulega held að með smá heppni þar sem allir eru heilir gæti liðið verið sterkara eins og þetta hér:
Reina
Kelly – Carra – Agger – Enrique
Gerrard – Adam – Lucas – Downing
Suarez – Bellamy
Ekki allir sáttir við að Bellamy sé þarna en við verðum að viðurkenna að hann hefur staðið sig allsvaðalega vel þegar að hann hefur spilað! Carroll á alveg eins rétt á að vera þarna en hann hefur ekki verið 100% (að manni finnst) seinustu leiki. Megið tauta um að Carroll eigi að vera þarna…en þetta er mit mat.
Mig hlakkar rosalega til að fá Gerrard 100% inn í alla leiki! Bara leiðtogi á að vera þarna inni!!!
YNWA – King Kenny we trust!
Ég held að lang stærsta breytingin á okkar liði í dag og undanfarin ár er breiddin. Þvílikur munur að geta verið með menn eins og Kuyt, Henderson, Bellamy, Kelly/johnson, Adam/Gerrard, Carroll osfr osfr á bekknum. ( fer eftir byrjunarliðinu) Þetta breytir bara ÖLLU.
Við munum spila svoldið svona að við höldum jöfnum leikjum í horfinu gegn minni liðinum og svo setjum við ferksa topp menn inná þegar 30 mín eru eftir. Þettaa bara breytir öllu og mun þýða það held ég að við munum vinna fleiri af þessum svokölluðu skyldusigrum sem við höfum verið að klúðra síðustu ár.
Stóru leikirnir eru svo bara eins og þeir eru. Við höfum verið nokkuð öflugir í þeim leikjum en það eru ekki endilega lykilleikir eins og sést hefur síðustu ár.
Bjart framundan, ekki nokkur spurning !
Ein spurning … Veit einhver af hverju við erum að spila æfingarleik við Rangers 18 okt .. aðeins þremur dögum eftir Man Utd leikinn og 4 dögum fyrir Norwich leikinn?
Nokkuð fyndið að sjá Jordan að skifa á twitter með Esjuna í baksýn.
http://www.liverpoolfc.tv/video/features/9873-jordan-answers-fan-tweets
Birkir nr.40:
Ég held að þetta hljóti að snúast að mestu leyti um að fá einhverja af þeim leikmönnum sem lítið hafa fengið að spila einhverjar mínútur til að komast í smá leikform og sýna sig. Á sama tíma eru Evrópukeppnirnar í gangi og því er þetta hálfpartinn eins og við séum að spila í slíkri.
Ég verð satt að segja nokkuð hissa ef að Suarez, Lucas, Carragher, Downing og jafnvel Carroll muni koma til með að spila þennan leik. Ég gæti vel trúað að þetta snúist um að koma mönnum eins og Bellamy, Coates, Agger, Johnson, Aurelio, Gerrard, Flanagan, Robinson og þeim sem hafa lítið komið við sögu eða eru að stíga upp úr meiðslum aftur í gang. Sé sú raunin þá sé ég alls ekkert að þessari óhefðbundnu ákvörðun að hafa æfingaleik þarna.
Við fengum svo marga svipaða í fyrra að við eigum alveg skilið að láta þennan flakka 🙂
Richard Branson was asked to be Arsenal’s new sponsor but he declined the offer. When asked why he said
“How could we possibly put Virgin on the shirts of a team that get fucked every week”
Ef e-ð er að marka þessa tölfræði frá thisisanfield.com þá er nú varla lítil yfirferð á Charlie Adam, væri gaman að fá meiri tölfræði um hann:
,,Lucas Leiva was the Liverpool player who covered the most distance (12,335m / 7.66miles) against Stoke City, closely followed by Charlie Adam (12,196m / 7.58miles) ”
heimild: http://www.thisisanfield.com/2011/09/stat-attack-spurs-v-liverpool/
Flott innlegg Hjálmar.
Skil ekki þessa umræðu um litla yfirferð á Adam, miðjumaður í 442 leikkerfi mun alltaf kóvera mestu svæðin og í leiknum gegn Everton gerði Adam nákvæmlega það, var virkilega óheppinn að skora ekki og auka enn á fjölda marka sem að hann hefur komið að. Er enda alltaf í liði Dalglish og ég endurtek að gaman verður að sjá hvernig honum og Gerrard verður fittað saman.
En svo með leikkerfin, 4231 er í raun afsprengi af 442 þar sem í stað þess að senterar droppi niður til skiptis er annar bara festur sem djúpi senterinn og hinn uppi á topp. Í liði eins og okkar þar sem bakverðir þruma upp kantana þá er bara ekki munurinn annar. Miðjumennirnir hafa sama hlutverk, Lucas dýpri og Adam styður sóknina. Alveg eins og Masch og Alonso gerðu. Kantmennirnir fara upp og krossa, eða leysa inn og fá overlap frá bakvörðum. Hápressan sem við erum að spila varnarlega virkar nákvæmlega eins.
Svo þegar við erum að tala um 4231 versus 442 þá snýst þetta held ég bara um það hvort við eigum að festa annan senterinn í að linka við miðjuna eða fara hraðar upp völlinn. Þegar þú ert með týpur eins og Suarez og Carroll skil ég vel að þeim sé að mestu stillt upp í vítateig andstæðinganna og minna inni á miðju…
Munurinn á 442 og 4231 liggur vitanlega í því hvernig leikmaður spilar í holunni. Ef hann er miðjumaður sem að fer aftar á völlinn þegar liðið er án bolta (Gerrard) heitir það 4231. Ef hann er í grunninn framherji sem að tekur þátt í sóknaruppbyggingunni en heldur sig annars frekar ofarlega (Suárez) heitir það 442 (eða nánar tiltekið 4411).
Einu miðjumennirnir sem hafa spilað í holunni undir Dalglish eru Meireles og Aquilani (á undirbúningstímabilinu). Af einhverjum ástæðum hefur hann ekki spilað Gerrard þar og virðist frekar láta Suárez nýta það svæði. Það kerfi heitir hinsvegar ekki 4231 og fúnkerar töluvert öðruvísi en þegar Lucas, Gerrard og Meireles spiluðu saman á miðjunni í vor, sérstaklega án bolta.
Eina leiðin til þess að raunverulega skipta um leikkerfi væri að taka annan framherjann út og setja annan miðjumann inná, eins og gegn Arsenal. Mögulega kemur Gerrard inn í byrjunarliðið á Old Trafford.
Svekkjandi að missa af Alex Chamberlain. Frábær vængmaður þar á ferð og skrítið að við hefðum ekki keypt hann frekar en Jordan Henderson. Sem er miðjumaður og er spilað útúr stöðu.
Hvenær spiluðu þeir saman í vor?
48: Afsakið, ég átti við “vormisseri”, þ.e. eftir áramót. Þeir spiluðu t.d. saman gegn Chelsea. Spearing og Poulsen komu eitthvað við sögu líka í þessum leikjum en kerfið var hið sama: þrír miðjumenn og einn stræker.
off topic enn, fór einhvern herna á 21 landsliðsleikin ? dauðsé eftir því að hafa ekki farið að skoða J Henderson.
Carra að hætta eftir eitt til tvö ár.
ég vil sjá Lucas fara að skjóta meira á markið, í þeim leikjum þar sem hann er að fá nóg pláss þá færir hann sig oftar en ekki framar á völlinn. Þegar mótherjinn er búinn að pakka sér saman í vörninni umkringdir Liverpoolmönnum á allar hliðar sér maður oft Lucas fá boltann rétt fyrir utan vítaeigsbogann og fær oft nóg pláss (enga pressu frá varnarmanni) í frábærri skotstöðu. allt í lagi Lucas hefur ekki verið besti skotmaðurinn í liðinu en hann hefur heldur ekki verið að skjóta mikið að mínu mati er hann of oft í góðu skotfæri án þess að nýta tækifærið.
Því alltaf þegar Lucas skýtur, þá fer boltinn lengst uppí stúku, held hann viti vel af því og er ekkert að reyna að skjóta 🙂
Lucas getur vel skotið… hef tekið eftir því að í síðustu leikjum þegar hann hefur skotið á markið að hann er hættur að setja upp Trollfeisið eftirá og skotin orðin hættulegri 🙂
Hann má endilega skjóta… finnst hann allaveganna skárri en Spearing í því 😛
Veit einhver hvar hægt er að nálgast alla söngva Liverpool, takk…
Ég missti af tveimur síðustu leikjum Liverpool og tók mér því góða kvöldstund í gær og horfði á þá báða ásamt fundunum með Kenny fyrir leikina og þ.h. Er sem sagt með áskrift að LFCTV og get því séð alla leikina í mislöngum útgáfum. Hef alltaf horft á þetta bara í tölvu en henti þessu upp á flatskjáinn í gær og VÁ…. Sjónvarpið var alveg að vinna sína vinnu, þ.e. við að rendera og fylla upp í eins og alvöru sjónvarp á að gera…nánast eins og að horfa í HD, og ég var þarna kominn inn á völlinn með Gerrard og félögum. En hvað um það.
Að leikjunum. Ég sá sem sagt hvorugan leikinn beint en fylgdist með stöðunni úr símanum mínum af þessari síðu og fékk þá tilfinningu að liðið hefði ekki verið að spila vel en marið sigur nánast ósanngjarnt. Mig langaði því til að henda hér inn minni upplifun af því að horfa á þessa leiki og nota bene, vita þegar úrslitin og því nokkuð rólegri en ella.
Lucas = Steig varla feilspor í þessum leikjum, gríðarlega mikilvægur vörninni í að brjóta niður sóknir áður en þær ná lengra. Reyndar fannst mér hann stundum nánast spila í vörninni og er það nokkuð áhyggjuefni þar sem það þíðir að menn eru ekki að treysta núverandi mannskap alveg fyrir hlutunum. Hann var allavega að standa sig rosalega vel og oftast í bara pjúra varnarhlutverki inni í miðri vörninni.
Adam = Hér virðist vera á ferðinni mjög umdeildur leikmaður. Sem ég ekki alveg skil því ég er mjög hrifinn af honum og finnst ég skilja alveg hvernig hann hugsar. Hann er jú stundum klaufi í brotum en það sem mér finnst lýsa honum best er að hann hefur áræðni, þor og dug til að stíga upp og reyna eitthvað sem hinir eru ekki að gera. Það tekst alls ekki alltaf en þegar það tekst þá er hann hetjan, annars skúrkur. En hann þorir og gerir og virðist vera mikil leiðtogatýpa. það sá maður strax í viðtölum þar sem hann soldið tók orðið og svo hvernig hann hagar sér inni á vellinum. Held að hann eigi eftir að vinna okkur öll á sitt band þegar liðið er búið að læra að spila saman.
Henderson = Hann er alls ekki búinn að vera svona svakalega lélegur eins og menn fullyrða hér. Soldið mistækur stundum en….hey hann er ungur og spilar samt stundum alveg frábærlega. Í raun kom mér á óvart hversu góður hann í raun var miðað við niðurrifið sem ég las um hann á meðan á leikjunum stóð. Ég hef trú á honum, held að hann komi til með að sanna það, þó svo að hann springi ekki út að fullu þetta tímabilið þá nokkuð örugglega þau næstu.
Gerrard = Vá….ó guð fyrirgefðu mér að hafa efast um að þessi drengur ætti afturkvæmt í liðið. Þegar hann tók sín hlaup með boltann og t.d. stuttu eftir að hann kom inn á gegn Wolves og endaði með skoti sem fór aðeins yfir þá fór um mig sæluhrollur. Þegar þessi maður verður kominn í gang aftur þá verður það þvílík vítamínsprauta fyrir liðið að allt í einu er ég orðinn sæmilega bjartsýnn á það fjórða, þrátt fyrir Tottenham grýluna. Þeir hafa engan Gerrard og þegar Steve G. er í stuði þá mega menn fara að passa sig. Þvílíkur klassi sem hann kemur með í leikinn og ég er viss um að hinir fara að spila betur þegar fyrirliðinn er kominn í sitt besta form
Suarez = Hef engu við að bæta hér um hann, enda erum við allir sammála um hann. Frábær í alla staði og hefur eitthvað alveg nýtt við sinn leik sem ég hef ekki séð áður, nema kannski hjá Messi eða einhverjum slíkum. Hvernig hann getur breytt um stefnu eins og þyngdaraflið eigi bara ekki við hann er mér algjör ráðgáta.
Aðrir leikmenn voru svo bara eins og við mátti búast, sumir góðir, aðrir verri en allir leikmenn Liverpool og eiga því stuðning minn vísan þar til þeir ljúka sínum ferli hjá Liverpool og víkja fyrir vonandi betri mönnnum. Held að Comolli sé að scout-a einhverja fyrir janúar gluggan sem verða keyptir inn snögglega ef það fjórða virðist vera að renna okkur úr greipum með núverandi mannskap og því verður þetta mjög spennandi vetur framundan.
Rock on
Islogi