Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.
Hér er þáttur númer sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.
Í þessum þætti ræddum við tvennt: Everton-sigurinn og allt sem snýr að Man Utd. Ath.: Við sögðum skoðanir okkar á erkifjendunum umbúðalaust og ég mæli með að auðmóðgaðir United-aðdáendur sleppi því bara að hlusta á þennan þátt. 🙂
Djö hlakka ég til að skella þessu podcasti inn á ipodinn og hlusta í vinnuni á morgun!
Þið eruð miklir snillingar, herrar mínir! 🙂
JÁ !!!! ÉG ELSKA PODCASTIÐ !!!
Þakka ykkur drengir, virkilega gaman að þessu og veit ég fátt betra en að sofna útfrá þessu spjalli ykkar. (vel meint)
Annars langar mig líka að benda þeim fáu sem ekki vita af þessari síðu á nýjasta podcast TAW þar sem Rafa sjálfur poppar inn og spjallar við drengina ; ) Fagmaður !
http://www.theanfieldwrap.com/2011/10/the-anfield-wrap-the-episode-ten/
Ekkert verið að spara hatrið á Scum í þessum þætti. Leist bara mjög vel á lýsingar ykkar á þessum andskotans hrokafullu vanvitum eins og ég kýs að kalla þá.
Sigrum þennan leik 3-1 með mörkum frá Suarez og Carroll. Hlunkurinn nær að pota einu inn í lok leiks hjá hinu liðinu.
glæsilegt, hlakka til að hlusta. Hvet einnig aðra podcast þyrsta Liverpool menn til þess að hlusta á podcastið sem 3# SB bendir á, gaman að hlusta á Rafa í þættinum.
Er alveg sammála þér Einar Örn með Owen, var líka minn uppáhalds leikmaður, skil ekki hvað hann er að pæla að nenna eyða síðustu árunum í þetta metnaðarleysi.
Draumaliðið mitt fyrir helgina, geri ráð f. að Johnson verði ekki tilbúin og Kelly er spurningamerki.
Reina
Aurelio – Carra – Skrtl – Enrique
Lucas – Adam
Kuyt – Gerrard – Suarez
Carroll
Bekkur: Doni, Downing, Coates, Bellamy, Henderson, Flanagan.
Þurfum að fá rantið hans Kristjáns á YouTube! … alltof got
birkir.is; ætlaru virkilega að setja Aurelio í stöðu sem hann hefur aldrei spilað í ? það eina myndi lata þetta lið falla einsog spilaborg á móti utd
#9 Biggie
Endilega komdu með þína lausn víst að Birkir er svona vitlaus… :/
Að mínu viti er ekki skynsamlegt að hafa Carragger eða Skrtel í bakverði gegn Young og Nani. Efast um að menn sem vanir eru vinstri bakverði séu þrælfatlaðir hægra megin á vellinum. Ég verð svo ein taugahrúga ef Flanno verður inná…
Annars vona ég innilega að Johnson fái sér lýsi, þurrki tárin og reimi á sig skóna svo við þurfum ekki að velta þessu fyrir okkur.
Mér lýst vel á byrjunarliðið hans Birkis, gætum samt líka farið í 4-4-2 með Kuyt á toppi með Suarez. Hendo og Bellamy á köntunum, Gerrard og Lucas á miðjunni. Enda öllum ljóst að minn maður, Sir Kuyt ætlar sér að bæta fyrir fyrstu klúðruðu vítaspyrnuna á sínum Liverpool ferli, heitur með mark í landsleikjahléinu og setur fyrstu fernu Liverpool manns gegn United. Vidic fær rautt (Staðfest!)
Annars held ég að þessi leikur fari 3-2, Young og Rooney á meðan Suarez, Kuyt og Gerrard setja einn nagla hver í kross þessa skítaliðs.
Aðeins varðandi podcastið, sem þessi þráður snýst nú um… Þá er alltaf spenningur í mér fyrir United leikjunum en ekkert nema kvíði og pirringur yfir Everton leikjum. Geta þeir ekki bara fallið svo við þurfum ekki að hugsa um þá lengur.
Mikið er gaman að hlusta á ykkur 🙂 Aðalega Steina að drulla yfir þessi lið (gaman af rispunni sem Kristján tók líka!!) LIKE A BOSS!!
En með liðið okkar um helgina…Johnson er að fara byrja þennan leik!! (PLZ!!) fyrst að Kelly er meiddur. En líkurnar á því að Gerrard sé að fara að byrja þennan leik eru litlar, held samt að hann komi inná fljótlega í leiknum, þ.e í seinni hálfleik!
Reina
Johnson – Carra – Skrtel – Enrique
Kuyt – Lucas – Adam – Downing
Suarez
Carroll
Bekkur – Doni, Coates, Flanno, Henderson, Maxi, Gerrard, Bellamy.
Ég tel að þetta lið sé það sterkt að við eigum að taka þetta scum lið 3-1 með mörkum frá Suarez, Adam og Kuyt eða bara Kuyt 😉
KOMA SVO!!!
YNWA – King Kenny we trust!
Þessi þáttur toppar alla hina!!! Þvílíku kommentin sem flugu…
Það er greinilegt að spennan fyrir laugardeginum er farin að magnast upp. Það fengu það allir óþvegið sem áttu það skilið og Kristján toppaði það með magnaðri einræðu.
Well done lads!
Hahaha ánægður með commentið um Manjúmenn og ég bara mun aldrei skilja hvernig það er hægt að halda með þessu liði og jafnvel elska það.. sparkandi karatesparki í stuðnigsmann palace” cantona á sínum tíma, svo eru þeir haldandi framhjá kellingunum sínum, jafnvel ríðandi mágkonum sínum, sleppandi lyfjaprófum og [ritskoðað – reynum að bauna á United-menn án þess að ganga of langt -KAR] þegar hann biður um það..
Cantona, G Neville , Roy Keane, Nani, Ronaldo , Rooney, þarf að segja eitthvað meira, þetta er [ritskoðað -KAR] og ekkert annað!
En ég er ekki sammála ykkur með Carroll , mér finnst hann vera búinn að vera slakur og það þarf ekkert að hafa hann inná bara til þess að halda boltanum , góður senter á að geta það, Bellamy er td mjög góður í því að halda boltanum þó að hann sé lítill.. Það var reyndar einhver ykkar sem sagði að Vermalen hafi rústað honum og það er bara alveg rétt.. Mér finnst persónulega varnarmenn ekkert eiga í of miklum vandræðum með hann, hann er mjög þungur á sér og virðist ekki vera í alveg topp standi en vonandi á kallinn eftir að hressast…
Það eru forréttindi að eiga ykkur að, þið munuð aldrei ganga einir.
Held að Aurelio myndi plumma sig vel í hægri bakvarðarstöðunni… Maðurinn er nýorðinn 32 ára, þokkalega reynslumikill og með snilldar-lappir…
Það sá ekki mikið á Johnson þegar hann spilaði í vinstri bakverði á síðasta tímabili… og kantmennirnir okkar hoppa flestir bæði í hægri og vinstri-kant… Aurelio hefur líka nokkuð oft spilað sem vinstri kantmaður og held að hann hafi alveg leikskilninginn til að spila hægra megin á vellinum.
Þú setur ekki einfættan leftara í hægra bakvarðarstöðu, það virkar bara ekki þannig því miður.
Takk fyrir. Gaman að hlusta á ykkur!
Legendary hraun yfir Scum United…
Góður þáttur hjá ykkur. Innblásinn af þættinum ykkar skrifaði ég stöðu á facebook til þess að kynda upp fyrir þessi man utd grey sem eru á vinalistanum mínum. Læt það flakka hér:
Afhverju eru Manchester United stuðningsmenn svona miklir fábjánar?
Afhverju syngja þeir níðsöngva um Liverpool í Manchesterborg þegar Man.Utd er kannski að spila við Bolton?
Eina skipti sem Man.Utd monta sig á Facebook þá er það í sambandi við Liverpool. Þeir hlakka sig yfir óförum Liverpool og pósta og commenta meira um Liverpool heldur en sitt eigið lið! Man.Utd aðdáendur ná bara ekki Liverpool úr nösunum á sér!
AFHVERJU?
Kannski er það út því að Liverpool hafa miklu stærra hjarta og þeir vita það! Liverpool aðdáendur hafa miklu meiri kúltur,
miklu meiri stemmningu, miklu meiri samkennd! Og þrátt fyrir fleiri deildartitla Man.Utd er Liverpool bara ennþá sigursælla lið á heimsvísu!
ÁFRAM LIVERPOOL
YOU’LL NEVER WALK ALONE!
Sem United manni að þá fannst mér þetta virkilega skemmtilegt podcast hjá ykkur og ég get ekki ímyndað mér að nokkur United maður verði móðgaður. Það er líka gaman að því að lýsing ykkar á minnimáttarkennd United stuðningsmanna gagnvart Liverpool er nákvæmlega eins og ég myndi lýsa minnimáttarkennd ykkar gagnvart okkur United mönnum.
Ég er annars nokkuð sammála því að það er margir skíthælar í United en málið er að þeir eru svo sannarlega líka í ykkar liði. Alltof mikið af þessum leikmönnum í dag eru lélegar fyrirmyndir, bæði United menn og Liverpool menn. Að halda því fram að United menn séu verri en leikmenn í öðrum liðum þegar kemur að slæmri hegðun utan vallar er einfaldlega ekki rétt.
Varðandi níðsöngva um Hillsborough að þá er það auðvitað hrikalega ósmekklegt en svona eru einfaldlega stuðningsmenn liða í Englandi, þ.e. ósmekklegir.
Fyrir mér er þetta án nokkurs vafa stærsti leikurinn í deildinni og maður er alltaf frekar stressaður fyrir þessa leiki. Liverpool verður alltaf rivals nr. 1 hjá mér.
Mín spá 1-2 fyrir United, Young og Nani verða þeir sem skila okkur sigri. Nani skuldar ykkur nú einn á’ann eftir síðasta leik þessara liða 🙂
Takk fyrir skemmtilega síðu. Algjör synd að við United stuðningsmenn getum ekki drullast til að koma upp alvöru United bloggsíðu.
Maður tekur næstum því ofanaf fyrir mönnum eins og Hirti hér að ofan en bara næstum því 😉
En ég er sammála honum að það eru Svartir sauðir í öllum klúbbum en samt sem áður getur maður ekki annað en verið örlítið pirraður yfir því að t.d á Facebook þá fagna scum menn sigri, allt í fínu, en þeir fagna líka tapi eða hrakföllum Liverpool….frekar aumkunarvert finnst mér. Ég þekki ekki til Púllara sem gerir það…sem segir sína sögu, er það ekki?? Kannski er ég bara í svona þröngum hóp á facebook en þetta er umtalað á Górillunni t.d.
En hvað um það…gaman að lesa pósta frá svona stuðningsmönnum 😉
YNWA – King Kenny we trust!
Hjörtur er spot on. Það eru mjög svartir sauðir sem fylgjast með öllum liðum á Englandi. Sumir syngja um Hillsborough, aðrir Munchen og enn aðrir kalla Wenger barnaníðing. Barnalegt að halda að Liverpool hafi ekki slíka stuðningsmenn.
Að leiknum, þá hefur Liverpool spilað frábæran bolta gegn UTD, frá því Benitez tók við. Náð að pressa miðjuna og oft komið Scholes og Carrick í vandræði. Í þessum leikjum hafa Mascherano og Lucas jafnan verið MVP. United spilar samt ólíkan bolta með Anderson og Cleverley á miðjunni og svo Rooney sem tengiliður. Verður skrautlegt að sjá hvernig bakvörðum Lpool tekst með Young / Nani.
Ég vona að Carrol byrji,hann á sjaldnast góða leiki gegn góðum varnarmönnum. Vona síður að Bellamy spili, það er vanmetinn leikmaður.
fínt hjá Hirti enn kom on 1-2 ég læt þennan náunga ganga í Liverpool treygju alla næstu viku
Stórfínt podcast að vanda hjá teyminu. Þó að tilefnið vegna þess að styttra sé á milli podcastanna séu stórleikirnir tveir að þá legg ég til að þið hafið ekki lengra en 2 vikur á milli þátta. Því að yfir heilan mánuð hleðst ansi mikið upp af efni til að fjalla um, sérstaklega þegar landsleikjahléum fækkar. Minna skemmtilegt ef verið er að taka fyrir atvik sem gerðust fyrir 4-5 leikjum síðan og eiginlega fallin í gleymslu.
Skondið að Babú tali um “fögnuðinn” á Selfossi því að ég slysaðist einmitt til að vera í því bæjarfélagi að horfa á leikinn sökum barnaafmælis sama dag. Sem aðkomumaður á Hvíta húsinu fannst mér hálfgerð jarðarfarastemmning þarna en sjálfur stökk ég hæð mína í fullum herklæðum þegar Carroll skoraði. En það voru grunsamlega margir Everton-menn þarna í bleikum skyrtum sem virðist vera orðinn þeirra aðallitur í tilefni af varatreyjunni. Ég var í það minnsta himinlifandi yfir úrslitunum og botna ekki alveg í sumum sem skammast yfir þeim. Kunna ekki gott að meta.
Tek undir með Kristjáni Atla í sínu “Rafa-Rant”. Fact: Mancester United er skítaklúbbur hehehe Góður! En þó að ræðan hafi verið tilfinningaþrungin þá er alveg punktur í þessu. Sir Alex hefur aldrei verið sérlega virðingarverður, hvorki í sigri eða tapi. Hans hegðun í gegnum tíðina hefur heldur betur dugað til sigurs en hún er engu að síður afar sorgleg. Talandi um karakter um leikmanna ManYoo þá hefur mér lengi þótt það einn aðalþátturinn í uppskrift Sir Alex að fá “villidýr” í liðið sem hann svo ætlar sér að temja eða hemja. Cantona, Keane, Rooney & co. Má kalla þessa gaura karaktera en líka klikkhausa. Geta spilað frábærlega en geta líka alltaf sprungið við minnsta tilefni. Ekkert sérlega virðingarverðir frekar en stjórinn þeirra. Mæl þú manna heilastur um þetta Kristján.
Frábært podcast hjá ykkur piltar! Ég er held ég bara sammála nær öllu ef ekki öllu varðandi Andy C. Ég sá hann fyrst spila með Newcastle í fyrra og hugsaði, hvers vegna erum við ekki með svona gaur hjá okkur? Hann á töluvert inni en ég er samt þvílíkt spenntur fyrir honum og ég hef á tilfinningunni að hann eigi eftir að blómstra eftir pínu brösótta byrjun. Reyndar hefur hann ekki staðið sig illa, maður bara veit að hann getur meira. En…ánægjulegt að Peter Beardsley sé mættur aftur á síðuna!