Hverjum eigum við að kenna um næsta tap?

Fyrir einhverjum dögum horfði á merkilega heimildamynd, Catching Hell, um atburði, sem gerðust í Chicago fyrir nokkrum árum. Chicago Cubs hafnaboltaliðið er mitt uppáhaldslið í hafnabolta eftir að ég bjó í borginni þegar ég var í háskóla. Þetta lið er hins vegar hálf vonlaust. Þeir hafa ekki unnið titil síðan í byrjun síðustu aldar. Liðið er kallað “Lovable loosers” og völlurinn er kallaður “The friendly confines”. Semsagt, þegar lið fara til Chicago að keppa við Cubs, þá er það ekki beint erfitt verkefni.

Þetta var nokkuð öðruvísi þegar ég bjó í borginni og árið eftir að ég flutti heim til Íslands var liðið orðið mjög gott. Fyrir liðið spilaði ein stærsta stjarnan í boltanum, Sammy Sosa og liðið var einnig með frábæra kastara – þar á meðal Mark Prior, sem margir töldu að gæti orðið einn af bestu kösturum allra tíma.

Liðið komst í fyrsta skipti í langan tíma í úrslit National League deildarinnar og mætti þar Florida Marlins. Chicago Cubs voru 3-2 yfir í lekjum talið og átti síðustu 2 leikina á heimavelli. Í sjötta leiknum voru Cubs 3-0 yfir og Mark Prior að kasta. Allt leit stórkostlega út. Cubs aðdáendur eru samt að eðlisfari svartsýnir á að liðið geti unnið titilinn og við minnsta tilefni byrja menn að efast um sjálfa sig.

Í seinni hluta sjöundu lotu (af 9) þá sló Luis Castillo leikmaður Florida bolta, sem var á leiðinni útaf vellinum (foul ball). Reglurnar eru þannig að ef að varnarmaður (í þessu tilfelli Moises Alou leikmaður Cubs) grípur bolta, sem er á leiðinni útaf vellinum, þá er sóknarmaðurinn úr leik. Hins vegar þá fara svona boltar oftast uppí stúku þar sem að einhver aðdáandi getur gripið hann (ég hef afrekað það að grípa slíkan bolta á Cubs leik). Ef slíkt gerist þá heldur leikurinn bara áfram og sóknarmaðurinn heldur áfram að slá. En þessi bolti lenti akkúrat þar sem að stúkan byrjar og á meðan að Alou telur sig mögulega geta gripið boltann þá reynir hópur aðdáenda, sem sér ekki Alou, líka að grípa boltann í von um að eignast boltann að leik loknum. Það tekst ekki betur en að einn aðdáandinn nær ekki að grípa boltann, heldur snertir hann bara nægilega vel til þess að trufla Alou það mikið að hann grípur ekki boltann. Boltinn er dæmdur villubolti og Castillo fær að halda áfram að slá.

Þetta var ekkert svo mikið mál – Prior var enn að kasta og Cubs voru áfram 3-0 yfir og stutt eftir af leiknum. En Alou tryllist og bendir á áhorfandann með ásakandi augum. Stemningin á vellinum breytist og allt í einu fara Cubs aðdáendur að efast um liðið sitt.

Leikurinn heldur áfram og stuttu seinna gerir Prior slæm mistök þegar hann kastar bolta í jörðina, sem veldur því að Marlins leikmaður kemst á þriðju höfn. Castillo kemst á höfn með “walk”. Næsti leikmaður Marlins slær lausan bolta á Alex Gonzales, sem er besti varnarmaður Cubs. Alex Gonzales missir hins vegar boltann og missir af tækifæri til að ná tveimur leikmönnum Marlins úr leik og klára þannig lotuna. Tveir bestu leikmenn Cubs hafa þarna gert mistök. Leikmenn sem höfðu verið óaðfinnanlegir hingað til. Cubs aðdáendur byrja að panica og smám saman finna leikmenn fyrir stressinu og Cubs liðið hrynur. Florida skora 8 stig í þessari lotu og leikurinn er búinn. Staðan í viðureigninni er 3-3, en síðasti leikurinn er samt í Chicago.

Í stað þess að horfa á þá staðreynd að liðið sem heild klikkaði og að tveir bestu leikmennirnir gerðu hræðileg mistök þá finna aðdáendur Cubs hins vegar sökudólg. Steve Bartman, aðdáandinn sem reyndi að grípa boltann (eitthvað sem að ALLIR hefðu reynt að gera í hans stöðu). Hann er ástæða þess að Cubs töpuðu. Allir verða trylltir, Bartman eru sendar hótanir og fjölmiðlar sitja um húsið hans. Allt í einu var tapið ekki klúðru bestu manna Cubs að kenna, heldur greyið aðdáendanum. Líf hans hefur aldrei verið eins þótt að hann hafi hingað til neitað að tjá sig við fjölmiðla.

Cubs og Marlins mættust í sjöunda leiknum í Chicago og þar tapaði Cubs viðureigninni og síðan þá hefur Cubs ekki komist aftur í úrslit.

Cubs klúðra málunum enn einu sinni og í stað þess að horfa á heildarmyndina þá velja aðdáendur liðsins að einblína bara á einn sökudólg – einn af þeim – Steve Bartman.

* * *

Hvað hefur þetta með okkur að gera?

Jú, það sem mér finnst allra leiðinlegast við Liverpool stuðningsmenn á þessari síðu er þessi árátta að finna alltaf einhvern einn sökudólg eftir hvern leik. Það eru aldrei bestu leikmenn liðsins, aldrei óheppni eða slíkt sem við er að sakast, heldur skal alltaf fundinn til einn leikmaður sem kenna má öllu um.

Ágætt dæmi eru ummæli við skýrsluna í gær. Liverpool léku miklu betur og hefðu með smá heppni getað unnið 4-0 eða 5-0. Boltinn fór þrisvar sinnum í stöng Norwich manna. Munurinn á því að skjóta boltanum í stöng eða í stöng-og-inn er hverfandi og snýst að mörgu leyti um heppni. Leikmaður sem skýtur þrisvar sinnum í stöng í sama leiknum er ekki lélegur, heldur fyrst og fremst óheppinn því ef boltinn hefði farið einum sentimetra lengra í aðra áttina þá væri hann að fagna marki.

Í gær klúðraði okkar besti leikmaður ótal færum. Hann skaut 11 sinnum á markið – enginn leikmaður hefur átt fleiri skot í ensku deildinni í vetur. Með smá heppni eða smá betri einbeitingu hefði hann geta skorað 3 mörk. En Suarez hefur ekki verið nógu einbeittur eða nógu heppinn fyrir framan markið. Hann hefði auðveldlega geta verið kominn með 10 mörk í deildinni í vetur, en hann hefur bara skorað tvö mörk.

En í stað þess að svekkja sig á þessu lánleysi Suarez þá koma menn hérna inn og pirra sig á sömu leikmönnum og sömu hlutum og alltaf. Einhver húðskammar Jordan Henderson fyrir leikinn. Henderson, sem fékk 20 mínútur til að sanna sig og hafði átt frábæra innkomu gegn Man United. Aðrir kenna skiptingum Dalglish um þetta. Segja að hann sé ómögulegur með skiptingar þrátt fyrir að skiptingar hafi skilað okkur allavegana tveimur sigrum (Arsenal og Everton). Menn skilja ekki að Carroll hafi ekki komið fyrr inná. Eflaust sömu aðdáendur sem voru að pirra sig fyrir nokkrum vikum á því að sami Carroll hafi yfir höfuð verið inná.

Enn aðrir kenna Dirk Kuyt um þessa frammistöðu og segjast ekki skilja af hverju hann sé yfir höfuð hjá Liverpool (!) – hafandi greinilega gleymt öllum ómetanlegu mörkum Kuyt og framlagi hans. Lucas var ekki inná, en hefði hann verið hefðu eflaust einhverjir kennt honum um þetta tap líka (og sumir ná meira að segja að koma því á framfæri hvað þeim finnist Lucas ömurlegur þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað). Og einhverjir vilja selja Reina og helst fá De Gea (!) í staðinn vegna þess að Reina hefur ekki varið víti fyrir Liverpool í nokkur ár.

* * *

Fyrir mér er ástandið nokkuð skýrt hjá Liverpool. Einsog einhver benti á þá höfum við ekki fengið eitt stig í vetur, sem við höfum ekki átt skilið. Ekki eitt einasta stig. Við höfum hins vegar misst af 9 stigum, sem við áttum klárlega skilið að fá (Stoke, Sunderland, MU og Norwich). Hverju svo sem það var um að kenna. Óheppni, einbeitingarleysi eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt að það er ekki hægt að setja það á að þessi og hinn leikmaðurinn sé ómögulegur. Liverpool hefur spilað á tíðum frábærlega í öllum leikjum vetrarins fyrir utan Tottenham leikinn. Með smá heppni værum við að berjast um efsta sætið, en við höfum hins verið alveg lausir við heppni í vetur.

Ef að liðið heldur áfram að spila jafn vel og hingað til þá munum við verða í toppbaráttunni í vetur. Suarez getur ekki skotið 11 sinnum á markið í mörgum leikjum án þess að skora og Reina getur ekki fengið áfram á sig mörk úr öðru hvoru skoti, sem kemur á hann. Á síðustu tveimur tímabilum vorum við að spila illa, en fengum oft óverðskulduð stig. Á endanum þá hætta slík lið að vera heppin og byrja að tapa stigum. Núna höfum við verið að spila frábærlega, en klúðrað stigunum. Það sama gildir hér – lið sem spilar svona vel mun á endanum byrja að hala inn sigrunum.

Hættum þessum leiðinlega sið að finna eftir slæm úrslit einhverja sökudólga. Jafnvel þótt að Henderson eða Lucas eða Kuyt fari í taugarnar á þér persónulega, þá get ég nánast lofað þér að okkur hinum finnst fátt leiðinlegra en að fá að lesa þig skamma þá eftir hvern einasta leik fyrir sömu hlutina, hvort sem þeir eru sekir um þá eða ekki.

74 Comments

  1. Alveg hjartanlega sammála. Ef eitt stangarskot hefði farið inn þá væru allir að dásama sóknarboltann sem nú er verið að spila.

  2. Þetta er það greindarlegasta sem ég hef lesið inni
    á þessum.

  3. Flott grein hjá þér. Það sem hefur samt alltaf fylgt íþróttum eru hetjur og skúrkar. Ef sigur vinst þá er maður ánægður en oftast þakkar maður það einhverjum meira en öðrum og þegar leikur tapast(eða jafntefli) og maður telur að sitt lið hefði átt að vinna þá eru allt reynt að finna skúrk sem klúðraði leiknum. Fótbolta er nefnilega íþrótt þar sem stór andartök ráða oftast úrslitum leikja og er útkoman úr þeim það sem skiptir máli þegar lið nær sér í stig.
    Þetta gerðist en eina ferðina í gær. Liverpool að spila nokkur vel fá fullt af færum en endar aðeins með 1 stig(saga sem hefur verið sögð marg oft undanfarinn ár). Þetta er að sjálfsögðu pirrandi og það sem fótbolti er tilfiningaríþrótt þá oftast hjálpar það að láta gremjuna bittna á ákveðnum aðila(því að þú villt ekki hata liðið þitt, það er svo frábært) en þú gerir þetta bara í smá tíma á meðan gremjan fer yfir.

    Í gær áttum við að ná í 3 stig við fengum færi en mér fannst Suarez góður í þessum leik, aðrir leikmenn svo voru slakir voru Jose, Downing og Kuyt en þeir náðu sér ekki á strik en það sem klúðraði leiknum í gær var úthlaupið hjá Reina og valdi ég hann skúrk dagsins í gær(í c.a 15 mín). Svo heldur lífið einfaldlega áfram og maður verður spenntur fyrir næsta leik.
    Íþróttir eru nefnilega fullar af skúrkum og hetjum og það er það sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega.
    Dudek 2005, Rush 86 og 89, Daglish 86, Keegan 77, Gerrard 2006, Owen 2001.  Þetta eru hetjur á stórum augnablikum.
    David James 1996, Arshavin 2008 eða 9, Thomas  89, Cantona 96, Sounes 91-93.  Þetta eru skúrkar á ákveðnu tímabili sem höfðu slæm áhrif á liðið.(bara til þess að nefna nokkra, flestir með söguna á hreinu ná að tengja ártalið við nafnið). 

    s.s auðvita er þetta ekki sangjart að segja að þessi eða hinn klúðra leikjum því að leikur er 90 mín og allt getur gerst en það er samt sem áður stór augnablik í hverjum leik sem geta ráðið úrslitum og á þessum augnablikur verður leikmaður HETJA eða SKÚRKUR (allavega tímabundið) Þeir sem verða oft Hetjur enda á því að verða LEGENDS þeir sem verða oft Skúrkar  ja…..  þeir endast ekki lengi hjá Liverpool.

  4. Skemmtilegur pistill, og orð í tíma töluð. Nú þarf maður að finna þessa Cubs mynd, mjög áhugaverð!

  5. Flottur pistill, og lítið annað hægt að segja en Amen á eftir efninu hvað hann varðar.

    Samt sem áður, þá er alveg eðlilegt að menn séu pirraðir eftir leik eins og í gær. Og bara eftir alla leiki þar sem hlutirnir bara detta alls ekki með liðinu. Allir verða pirraðir á slíku, hingað koma menn til að fá sína útrás.

    Sjálfur hefði ég alveg getað komið hingað í gær og bölvað hverjum einum og einasta leikmanni Liverpool í sand og ösku. En ég er mjög meðvitaður um það að ég kommenta hér yfirleitt bara þegar “illa” gengur, og ég nenni eiginlega ekki að vera þekktur sem bölsýnismaðurinn Hómer. Kannski er ég það samt, en kannski ekki. Kannski hefur maður bara meira að segja þegar hægt er að benda á eitthvað sem fer úrskeiðis.

    Ég kommentaði ekkert hér í gær, en mér leið frekar skringilega eftir leikinn. Ég var hundfúll með mína menn og óð á súðum við mína félaga (sem bæ ðe vei eru ekki Liverpool-menn!). En svo horfði ég á Barcelona spila sinn versta leik á tímabilinu, gerðu aðeins markalaust jafntefli á heimavelli. Og þá var þetta eiginlega bara allt í lagi. Ef besta lið í heimi getur verið 110% með boltann á heimavelli, átt skrilljón skot að marki andstæðinganna og besti leikmaður í heimi klikkar á vítaspyrnu á 94. mínútu OG verið einum, jafnvel tveimur, mönnum fleiri á tímabili – þá er jafntefli gegn Norwich ekki neinn heimsendir.

    Eitt sem ég hef þó töluverðar áhyggjur af hjá Liverpool – Í gegnum árin hefur það verið þekkt staðreynd, svona eins og lögmál náttúrunar, að Liverpool spilar alltaf betur gegn stóru liðunum en minni liðunum. Þið fóruð vel yfir það í upphitunarþræðinum hvernig Liverpool gekk á móti nýliðum síðustu leiktíðar, og ég velti því oft fyrir mér hvað er eiginlega í gangi með það. Af hverju getur Liverpool ekki mótiverað sig gegn minni liðunum eins og gegn þeim stóru?

    Það gildir einu hvort þjálfarinn okkar heitir Houllier, Benítez eða Daglish. Jafnvel Evans má telja með í þessari upptalningu. Alltaf skal Liverpool vera við sama heygarðshornið, og ekki klára þá leiki sem þeir eiga að klára. Nú gæti einhver komið og sagt að það á enginn leikur að vera “gefins”. Það er rétt upp að ákveðnu  marki, en Liverpool átti bara að klára Norwich í gær. Þetta er ekkert flókið. Horfið aftur á leikinn. Liverpool átti hann með húð og hári. Framlínan hjá Liverpool kostar eflaust meira en allur Norwich klúbburinn.

    En svo koma ein mistök, kannski tvenn. Þeir skora. Liverpool veður í færum. Er fyrirmunað að skora annað mark.

    Það skiptir litlu þó við séum með besta framherja í heimi (hvers nafn verður ekki nefnt á nafn framar af mér, en við seldum hann á 50 milljónir punda), efnilegasta (og einn dýrasta) framherja ensku deildarinnar, eða töframanninn frá Úrúgvæ. Að skora? Neibb. Ekki í dag. Og ekki á morgun. Ekkert frekar en í gær.

    Ég segi stundum, þegar pirringurinn er algjörlega farinn frá mér, að við þurfum að bíða mjög lengi eftir því að Liverpool verði aftur meistari. Og ég er alveg á þeirri skoðun. Ég sé allt það góða við Liverpool í dag, en þetta vandamál – að klára ekki litlu liðin – er, að mér virðist, búið að festa sig vel í sessi í þankagangi Liverpool Football Club. Og á meðan svo er, þá held ég að það séu afar litlar líkur á því að Liverpool eigi eftir að gera alvöru atlögu að titlinum á næsta tímabili (eða þarnæsta, eða þarþarnæsta …).

    Já, og leikurinn í gær sýndi mér einfaldlega hversu mikilvægur Lucas er fyrir liðið. Ég hef bara tvö orð fyrir ykkur sem ekki nennið að sjá það – Dieter Hamann. Lucas er að mínu mati hinn brasilíski Hamann, og ekkert sem þið segið fær mig af þeirri skoðun 🙂

    Homer 

  6. Lið vinna sem lið og tapa sem lið, það kallast hópíþrótt. skiptir engu hvort einhver hafi átt slappan dag, eða annar frábæran. það er kanski ein undantekning á þessu og það er Ronaldo

  7. þetta er flott grein hjá þer eins og oft áður, en ég skil menn vel þetta er svo djöfull pirrandi en Norwich eru í pl þannig að eitthvað geta þeir(allavega markmaðurinn).

  8. Fínasta grein og akkúrat eins og Homer segir þá er fátt að segja annað en Amen. Finnst persónulega komment Homers vera heilbrigð nálgun á fústrasjón eftir svona leiki en mikið er ég sammála því að eftir svona “tap” leiki (þar sem við áttum að vinna) þá er hundleiðinlegt að ætla sér að lesa komment hér á þessum annars ágæta vef og góðu kommentin hverfa því oft.

    Sennilega er nokkuð í land hjá okkar félagi en hvernig sem það nú er þá er það eina sem maður getur gert er að sína þolinmæði og stuðning.

     

  9. Flottur pistill.
    Eitt vil ég samt benda á, og það er að laaaangflest komment eru skrifuð strax eða fljótlega eftir leik. Og eftir leik sem fór ekki nógu vel er auðvitað alveg klárt mál hvernig umræðan verður, pirringur útí eitt.
     
    Og til að leggja mitt að mörkum í að fá ígrundaðri umræðu, heiti ég því hér með að bíða með að kommenta á leikskýrslu þangað til a.m.k. 5 klt eru liðnir frá leikslokum 🙂
     

  10. Er aðeins hálfnaður að lesa en ég varð að hætta að og segja.
     
    TAKK FYRIR
     
    Fótbolti er liðsíþrótt.

  11. Ég biðst auðmjúklega afsökunar á að hafa skrifað Dieter Hamann. Hann heitir að sjálfsögðu Dietmar Hamann. Ó hvað ég myndi gefa fyrir möguleikann á að breyta svörum hér 🙂

    Homer 

  12. Gaman að lesa commentið frá Sigueina ég fatta þó ekki allveg hvaða atvik hann hefur í huga þegar hann talar um Skúrka á ákveðnum augnablikum

  13. Ég missti af leiknum í gær en fylgdist með honum á twitter fyrst og fremst. Af þeirri lesningu situr það eftir að við áttum að vinna þennan leik. Við yfirspilum andstæðinga okkar á löngum köflum. Þá velti ég því fyrir mér hverju skal kenna um þannig tap? Er hægt að hengja það á einn mann? Eða er Liverpool alltaf svona óheppið? Krónískir underachievers.
    Meira að segja við þessa færslu kemur kommentið Suarez var góður, allir hinir lélegir. Er það?
    Það tekur tíma að skapa sigurhefð. Hún er horfin úr þssu félagi, löngu gleymd. En meðan liðið spilar vel þá munu sigrarnir koma. Svo fjölgar þeim og að lokum lærir liðið að vera sigurvegari aftur. Við erum enn á fínum kúrs í átt að 4. Sætinu. Það er markmið vetrarins.

  14. Frábær pistill, var hættur að lesa commentin akkurat út af thessu.

    Hef alltaf haldið thví fram að thað að vera liverpool stuðningsmaður væri eitthvað að vera stoltur af, en byrjaði að efast í byrjun thessa tímabils.

    Við erum með frábært lið, erum að spila frábærlega, verum stoltir af liðinu okkar!

    Ekki misskylja mig samt, ég hálf flippaði eftir thetta jafntefli í gær. Var ákveðinn í að vera bara heima thetta laugardagskv?ld, en eftir thetta ótrúlega pirrandi jafntefli gat ég ekki annas en að fara út með vinunum til að drekka thennan pirring í burtu :-).

    YNWA.

  15. þetta comment hjá mér fór greinilega fyrir brjóstið á ykkur kop mönnum og hitti of mikið í mark..

  16. Hjartanlega sammála þessum pistli. Ég var gjörsamlega að tapa mér úr pirringi í gær yfir þessum leik, en þegar allt kemur til alls þá er varla hægt að kenna neinu öðru um en óheppni. Við erum einfaldlega að tala um 1-2 cm til eða frá og þá hefði eitthvað af þessum stangarskotum farið inn og líklega flestir hérna verið mjög sáttir.

    Svo horfði ég á hitt liðið mitt í gærkvöldi (Barcelona) lenda í nákvæmlega sömu vandamálum. Óðu í færum en þeirra besti maður fann bara ekki netið. Lét auk þess verja frá sér víti. Markmaður andstæðinganna maður leiksins eins og hjá okkur í gær.

    Kl c.a 22 í gær hugsaði ég svo með mér að þetta væri bara “one of those days”.

  17. Nei, hoddij þitt komment var leiðinlegt og fullkomlega ótengt efni pistilsins. Þess vegna var það fjarlægt. Ef þú getur ekki rætt efni pistilsins, þá verðurðu bara að fara e-ð annað.

  18. Besti pistill frá þér EÖE síðan “þú” settir inn lofræðuna um Hodgson í sumar 🙂 

    Nr.18 hoddij
    Uppfært (Sjá EÖE að ofan)

  19. Menn voru bara pirraðir eftir leikinn í gær! þetta er ekki neinum einum að kenna! En það er rosalega svekkjandi að sjá liðið sitt vera búið að tapa svona mikið af stigum þegar það er virkilega bara búið að tapa einum leik! á móti Tottenham! Við vorum miklu betri á móti Sunderland, Stoke, United og Norwich. Leikir sem við áttum að fá 12 stig úr og skora allavega 3 í þeim öllum en ekki 3 jafnetfli og eitt tap! Þetta er rosalega svekkjandi, miklu meira svekkjandi að tapa þessum stigum heldur en tapið á móti tottenham þar sem við áttum ekkert skilið úr þeim leik! Þetta er 9 töpuð stig!

    Núna er United að tapa á móti City, Ef liðið hefði nýtt færin sín í síðustu tvemur leikjum þá værum við jafnir United á stigum en ekki 6 stigum á eftir þeim sem er ROSALEGA PIRRANDI !!!!!

    FOKK hlutirnir verða að fara detta með okkur ! eigum að vera með allavega 7-9 stigum meira! 

  20. klapp, klapp, klapp* Góður pistill, mjög skemmtilegur og á hálf óskiljanlegan hátt mjög mikil þörf á einum svona. Ég náði að horfa á um það bil sextíu mínútur af leiknum í gær, var að vonum mjög pirraður að Liverpool hefði ekki skorað fleiri mörk og varð enn pirraðri þegar ég frétti að leikurinn endaði 1-1. Það sem fór samt mest í taugarnar á mér í gær var þegar ég renndi yfir ummælin eftir að leiknum lauk. Ég átti ekki til aukatekið orð!

    Ég sagði það fyrir leik að mér þætti 9 stig úr næstu þremur leikjum vera algjör skylda. Sem það auðvitað á að vera ef Liverpool ætlar að ná góðri fótfestu ofar á töflunni. Annað mun koma á daginn og núna getum við endað í mesta lagi með sjö stig í hús eftir þesssa leiki. Það er alls ekki eins gott og það gæti verið en alls ekki eins slæmt heldur.

    Menn hafa verið að fussa og sveia yfir hinu og þessu. Þessi er ekki nógu góður, þessi er glataður, Dalglish kann ekki að skipta og það sem mér fannst alveg hreint magnað að sjá hvað var í umræðunni eftir leikinn í gær, 4-4-2 er dautt. Nú spyr ég kannski eins og fífl, en er það virkilega dautt?

    Núverandi Englandsmeistarar spila þetta kerfi í flest öllum leikjum sínum og ekki kvarta þeir. En ég ætla ekki lengra í þá umræðu. Liverpool hefur mjög mikið verið að spila þetta kerfi undir stjórn Kenny Dalglish, sumir eru vanir áherslunum sem fylgja kerfinu en aðrir kannski ekki, það er ekkert óeðlilegt við það og tekur væntanlega smá tíma að ná takti í því. Á síðustu leiktíð spilaði Liverpool mikið 4-4-2 og menn voru ekki að kvarta enda liðið að raða inn mörkum og stigum. Á þessari leiktíð er liðið í smá “basli” og þetta leikkerfi er glatað. Leikkerfi sem hefur skapað liðinu einna flestu færin í ensku Úrvalsdeildinni, ef það væri ekki alltaf “einn af þessum dögum” þá og einhverjir af þessum boltum dyttu í markið þá myndi þessi skeifa á okkur breytast í bros.

    Frammistöður liðsins það sem af er leiktíðar valda mér ekki áhyggjum, alveg langt því frá. Liverpool er satt að segja að spila yfirhöfuð mjög skemmtilega og árangursríkan fótbolta. Það sem veldur mér áhyggjum er að vel flestir leikmenn liðsins hafi ákveðið að fá sér nýja takkaskó og skipt út skotskónum. Þessir boltar fara að detta inn, það bara getur ekki annað verið og það er í sjálfu sér það eina sem okkur vantar í liðið núna.

    Það er október. Liverpool er með 15 stig í 5.sætinu eins og staðan er í dag og við skulum nú ekki tapa okkur í svartsýninni, það er enn heill vetur framundan í boltanum og baráttan um eitt af fjórum efstu sætunum er enn í augsýn og mjög raunhæfur áfangastaður. Á síðustu leiktíð var Liverpool með 6 stig í 19.sæti og undir lok tímabilsins vorum við ekki langt frá Meistaradeildarsæti, svo ef það var hægt þá ætti staðan í dag ekki að vera svo glötuð, er það nokkuð?

  21. *klapp, klapp, klapp* Góður pistill, mjög skemmtilegur og á hálf óskiljanlegan hátt mjög mikil þörf á einum svona. Ég náði að horfa á um það bil sextíu mínútur af leiknum í gær, var að vonum mjög pirraður að Liverpool hefði ekki skorað fleiri mörk og varð enn pirraðri þegar ég frétti að leikurinn endaði 1-1. Það sem fór samt mest í taugarnar á mér í gær var þegar ég renndi yfir ummælin eftir að leiknum lauk. Ég átti ekki til aukatekið orð!
    Ég sagði það fyrir leik að mér þætti 9 stig úr næstu þremur leikjum vera algjör skylda. Sem það auðvitað á að vera ef Liverpool ætlar að ná góðri fótfestu ofar á töflunni. Annað mun koma á daginn og núna getum við endað í mesta lagi með sjö stig í hús eftir þesssa leiki. Það er alls ekki eins gott og það gæti verið en alls ekki eins slæmt heldur.
    Menn hafa verið að fussa og sveia yfir hinu og þessu. Þessi er ekki nógu góður, þessi er glataður, Dalglish kann ekki að skipta og það sem mér fannst alveg hreint magnað að sjá hvað var í umræðunni eftir leikinn í gær, 4-4-2 er dautt. Nú spyr ég kannski eins og fífl, en er það virkilega dautt?
    Núverandi Englandsmeistarar spila þetta kerfi í flest öllum leikjum sínum og ekki kvarta þeir. En ég ætla ekki lengra í þá umræðu. Liverpool hefur mjög mikið verið að spila þetta kerfi undir stjórn Kenny Dalglish, sumir eru vanir áherslunum sem fylgja kerfinu en aðrir kannski ekki, það er ekkert óeðlilegt við það og tekur væntanlega smá tíma að ná takti í því. Á síðustu leiktíð spilaði Liverpool mikið 4-4-2 og menn voru ekki að kvarta enda liðið að raða inn mörkum og stigum. Á þessari leiktíð er liðið í smá “basli” og þetta leikkerfi er glatað. Leikkerfi sem hefur skapað liðinu einna flestu færin í ensku Úrvalsdeildinni, ef það væri ekki alltaf “einn af þessum dögum” þá og einhverjir af þessum boltum dyttu í markið þá myndi þessi skeifa á okkur breytast í bros.
    Frammistöður liðsins það sem af er leiktíðar valda mér ekki áhyggjum, alveg langt því frá. Liverpool er satt að segja að spila yfirhöfuð mjög skemmtilega og árangursríkan fótbolta. Það sem veldur mér áhyggjum er að vel flestir leikmenn liðsins hafi ákveðið að fá sér nýja takkaskó og skipt út skotskónum. Þessir boltar fara að detta inn, það bara getur ekki annað verið og það er í sjálfu sér það eina sem okkur vantar í liðið núna.
    Það er október. Liverpool er með 15 stig í 5.sætinu eins og staðan er í dag og við skulum nú ekki tapa okkur í svartsýninni, það er enn heill vetur framundan í boltanum og baráttan um eitt af fjórum efstu sætunum er enn í augsýn og mjög raunhæfur áfangastaður. Á síðustu leiktíð var Liverpool með 6 stig í 19.sæti og undir lok tímabilsins vorum við ekki langt frá Meistaradeildarsæti, svo ef það var hægt þá ætti staðan í dag ekki að vera svo glötuð, er það nokkuð? 
    *Afsakið tvípóst, kommentið mitt kom í einhverju asnalegu formi. Endilega stjórnendur ef þið getið þá bara vinsamlegast eyða kommentinu mínu hér að ofan 🙂

  22. Algjör snilldarpistill hr. ritstjóri.
     
    Er alveg handviss um að okkur langaði öllum að gera svona pistil en þú lést heldur betur verða af því og á snilldarhátt.  Það er ekki neitt til ömurlegra en að rugla saman liðsíþrótt og einstaklingum.
    Alvöru lið vinna saman og tapa saman, léleg lið vinna saman en tapa sundruð.  Í gær fannst mér enginn okkar bera af og í raun enginn lélegri en annar, við áttum góða kafla sem lið og slæma kafla sem lið.  Suarez var algerlega besta dæmið, sýndi snilldartakta en klúðraði mestu.
     
    Það sem mér finnst ánægjulegt er að sjá að stjórinn og liðið virðist algerlega halda þessu í heiðri og mikið væri nú gott ef að við aðdáendurnir tækjum þá til fyrirmyndar!

  23. Flottur pistill og á held ég mjög mikið við.  Liverpool hefur verið afskaplega óheppið með að klára ekki leiki sem við höfum algjörlega stjórnað og líklega er þetta eitthvað tengt sjálfstrausti liðsins.  Það vonandi eykst með þessari spilamennsku og þá fer liðið að skapa sína heppni og klárar leikina almennilega.

  24. Já margt getur gerst í boltanum, hefðum átt að vinna mu og svo leikinn í gær. mu rústaði Arsenal fyrir stuttu síðan og voru nú rétt í þessu að lenda í rústi sjálfir, segi og stend við það að LIVERPOOL á ekki eftir að lenda í svonalöguðu.

  25. Hjartanlega sammála öllu sem þú segir Einar en stundum fær maður smá útrás með því að drulla yfir ákveðna aðila (hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki). Betra að skrifa vanhugsað komment og fá smá útrás úr því heldur en að láta það kannski bitna á fjölskyldunni. Ég til dæmis hef ekki verið svona pirraður yfir leik síðan KKD kom til liðsins.

  26. Við erum Liverpool Við þurfum ekki að örvænta þrátt fyrir jafnteli. 

     

  27. Strákar, við spiluðum vel í ca 60mín, þá skoraði Norwich og voru í raun óheppnir að komast ekki í 1-2 stuttu síðar.  Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það að menn séu pirraðir á ráðleysinu sem ríkti eftir að þeir jöfnuðu og hefur ríkt í mörgum leikjum liðsins undanfarið. Það vantar svo mikil gæði í þetta lið að það er ekki fyndið. Var enginn að verða geðveikur á örvæntingafullum háum boltum fram í gær sem Suarez átti að gera kraftaverk með? Það vantar fleirri match winnera eins og Suarez og Gerrard í liðið. Downing er fínn backup en annars eru kanntarnir okkar grín. Ég nefndi Dirk Kuyt en hann kom mér ekkert á óvart í gær, spilaði nákvæmlega eins og maður á von á hjá honum. Hann er ágætur baráttunagli(þó mun meira gert úr þessu þætti hans en efni eru til) en í svona leikjum er hann algjörlega vitavonlaus…eins og kom á daginn.

    Okkar helsti galli er að það vantar meiri gæði og það vantar einhverja hugarfarsbreytingu. Menn detta í eitthvað panic um leið og upp kemur spenna í leikjum. Um leið og þeir eru undir pressu brotna þeir um leið. Þetta er eitthvað sem Kenny þarf að laga, og er ég viss um að það er verið að vinna í því.

    Að lokum vil ég benda mönnum á King Kenny er ekki yfir gagnrýni hafinn. Ég held að flestir séu ángæðir með hann en að sama skapi er eðlilegt að menn bendi á hluti sem hann er að gera vitlaust af þeirra mati.

    Og Einar. Þessi Curbs(eða hvað þetta lið heitir nú) saga er ágæt og allt það, en afskaplega er ég áhugalaus um hana….eigum við ekki bara að halda þessu um Liverpool? 

  28. Þetta var nú fyrst og fremst óheppni að við skyldum ekki vinna þennan leik.

  29. Sælir herrarmenn.

    Algerlega frábær pistill.
    Kop.is er fyrir mína parta yfirburða síða þegar kemur að því að ræða um LFC, enginn spurning um það.
    Ég var vanur að tjá mikið hér í ummælakerfinu. En það verður bara að segja það, að umræðunar eru að verða pínu þreyttar/þreytandi.sérstaklega sífellt tuð um einstaka leikmenn. Það er svosem ekkert óeðlilegt að menn séu fúlir og pirraðir eftir einstaka leiki (t.d. leikinn í gær). En það er bara hægt að drepa dauða hunda einu sinni.
    Kop.is er fyrir löngu orðinn ómissandi partur af deginum mínum, og ég óttast það hvað menn geta haldið svona síðu lengi úti ef umræðunar fara ekki á aðeins hærra plan.
    Mín uppástunga er sú: að umræðukerfið verði lagt niður í þessari mynd, en í staðinn geti menn sent sínar pælingar til síðuhaldara og þeir svo ákveði hvort ummæli fari í ummælakerfið. Ég held að þetta kalli ekkert endilega á aukna vinnu, (mér sýnist að síðuhaldarar lesi hvort eð er öll ummæli).

    Kærar kveðjur til ykkar frá höfuðstað norðurlands. Kop.is er frábær síða.

  30. Held ég hafi gert það snjallasta sem ég hef gert allt þetta tímabil núna eftir leikinn.

    Ég ákvað að prófa fantasy deildina þetta árið og tók eftir leiðinlegum breytingum hjá mér þegar ég var að horfa á leiki. Venjulega þá hrópaði ég og öskraði af gleði alltaf þegar Liverpool skoraði og var rosalega sáttur þegar einhver sem ég taldi vera að keppa við okkur um toppsæti tapaði eða gekk illa.

    Síðan ég byrjaði í fantasy hefur þetta breyst, sama hversu vel okkur gengur þá verð ég ekki jafn glaður og ég var nema að Liverpool mennirnir sem ég er með í liðinu mínu séu að skila fullt af stigum. Einnig þá var ég farinn að vonast til þess að sumir leikmenn hjá okkar samkeppnisliðum standi sig vel og fagna ef þeir skora því þá þýddi það stig fyrir mig í fantasy!

    Ég hef áttað mig á hversu mikið rugl þetta er og hef því selt alla Liverpool mennina og losað mig við fólk úr Tottenham, Chelsea og Manchester City (fékk mér aldrei Man Utd. menn í mitt lið!).

    Mig hlakkar til að sjá hvort að viðhorfið verði ekki betra næstu helgi og ég hreinlega nenni ekki að setja komment um Norwich leikinn því allt sem mig langar til að segja hefur verið sagt og fullt af fleiri hlutum sem ég er alls ekki sammála líka. 

  31. Frábært innlegg og vonandi halda aðdáendur aðeins í sér fýlunni, draga djúpt inn andann eða telja upp  10 eða einhvern annan andskota en að vaða upp á dekk strax eftir slæman dag til að láta græna ræpuna vaða á leikmenn, framkvæmdastjóran og starf þeirra.

    Engu er líkara en að sumir ritníðingarnir hreinlega njóti þess að draga nöfn leikmanna okkar í svaðið. Þetta er eitthvað fokkings óðeðli. Hverjum myndi detta í hug að koma svona fram við vini sína sinn nema einhverjir með þroskastig kálhöfuðs?

    LFC er að spila á köflum frábærlega undir stjórn Dalglish. Dettur einhverjum í hug að bera saman liðið núna við þá hryggðarmynd sem við horfðum á fyrir sléttu ári síðan? Af hverju hefir sörinn með rauða nefið, sem var góðu heilli tekinn í boruna 1-6 í dag, steppað upp sálfræðihernaðinn gegn LFC s.s. með því að nota Suarez til að setja þrýsing á dómara og æsa upp áhorfendur? Í fyrra var Ferguson mest í að lofa snilli Hodgson við stjórnvölinn.

    LFC er komið til baka og með vinnu og aftur vinnu mun liðið komast á þann stall sem það á skilið. Tími kraftaverkanna leið undir lok fyrir meira en 2000 árum og þeir sem telja KD breyti víni í vatn ættu frekar að halda með Gunnari í Krossinum en LFC.

    Kom on! Þessi fáránlega neikvæðni í garð eigin félags er hrein niðurstarfsemi og á ekkert skilið við faglega gagnrýni. Skora á púlara að njóta þeirrar sígandi lukku sem við erum að uppskera frekar en að skemmta andstæðingum okkar eins og alltof margir detta í.

  32. Fékk eina hugmynd. Þegar niður þumlarinir voru þá kunnu sumir ekki að nota þá og ágæt komment, sem bara sumum líkaði ekki, urðu falin……æ þið þekkið þetta.

    Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að loka á ummæli en að stjórnendur setji inn pósta sem við höfum sent þeim. Efa að þeir nenni því hvort eð er en hér er mín hugmynd: Að stjórnendur og pennar geti þumlað niður komment en almennir notendur ekki.

    Sama hvaða system verður þá verða alltaf einhverjir fúlir á móti svo að það er ekkert sem vinnur allt en mögulega með þessu þá geta stjórnendur og pennar “alið” upp umræðurnar hér. Svo auðvitað henda þeir því út sem við á en ég mæli með því við stjórnendur að þeir striki ummælin út en eyði ekki póstunum því einhverjir verða alltaf snöggir til svara og vitna í t.d. ummæli # 444 sem síðan er hent, annað ummæli fær viðkomandi númer og allt riðlast vegna þess…..samt ekki sama riðlunin og City sýndi áðan.

  33. Jaáá þið hljótið nú að fara að fá Nóbels verðlaunin fyrir þessa síðu og ykkar pistla. Algjörlega frábær pistill og ég er sammála hverju orði!

  34. Gunnar #29: Þetta með að Kuyt virki ekki í leikjum gegn slökum liðum er bara steypa sem menn keppast um að éta upp eftir hvorum öðrum. Hann lagði upp tvö af þremur mörkum liðsins gegn Bolton ( http://www.youtube.com/watch?v=rauB1XN_paI ) og á síðasta tímabili skoraði hann (og átti amk. tvær stoðsendingar) á móti Birmingham, Fulham og Newcastle í stórsigrum undir Dalglish. Þá var hann maður leiksins í heimaleik gegn Stoke og bjó til bæði mörkin í útisigri gegn Sunderland.

    Þið sem haldið þessu (og álíka vitlausum hlutum) fram: eruði ekki örugglega að horfa á alla Liverpool leiki?

  35. Eftir mikla svartsýni í gær og volæði þá virkuðu úrslitin í dag á mig eins og vítamínsprauta í rassinn og núna er allt eins og blómstrið eina
     

  36. Verð að bæta við hrósi á Óla #23, gagnrýnin á 4-4-2 er mjög óréttmæt. Liðið hefur spilað þetta kerfi meira og minna síðan að Dalglish tók við með mjög góðum árangri. Útfærslan var reyndar aðeins önnur á síðustu leiktíð, enda liðið þá án vængmanna, en uppstillingin var sú sama. Manu er reyndar ekki eina toppliðið sem spilar þetta kerfi því City, Tottenham og Newcastle gera það líka og þau eru öll fyrir ofan Liverpool í deildinni. Suárez virkar klárlega betur með öðrum framherja og því má búast við þessu kerfi áfram.

    Svo er pistillinn auðvitað algjörlega frábær, með þeim betri sem ég hef lesið á þessari síðu.  

  37. Ef það væri engin að gagnrýna leikmenn á þessari síðu þá væri þessi síða ekki til. Menn koma hingað inn til að skiptast á skoðunum um leikmenn og liðið. Það er voðaleg einföldun að segja alltaf að liðið sé svo óheppið. Venjulega væri sóknarmaður sem á 11 skot og tekst ekki að skora talin eiga lélegan leik en ekki óheppinn. 

  38. Það er mikið til í þessu en menn hefðu kannski átt að hafa þessi heilræði Einars í baksýnisspeglum fyrir ári síðan…

  39. Spurning um að heilsa upp á bræðurnar ef og hefði. Ef við hefðum verið heppnir í gær og eitthvað af þessum þrjúhundruð færum hefðu dottið inn þá værum við þremur punktum á eftir utd og tveimur á eftir chelsea. En ekki skrýtið að ef og hefði eru bestu leikmenn í heimi, tapa aldrei leik og fá aldrei á sig mark… Þrátt fyrir þessi ömurlegu úrslit í gær þá held ég að við náum auðveldlega meistaradeildarsæti, en þetta City lið er magnað og vinnur deildina nokkuð auðveldlega. Mikið svakalega var gaman að sjá aulana á Old Trafford kjöldregna af hinum ljósbláu. Hef reyndar aldrei skilið hvað þetta United lið er hæpað upp, meina Johnny Evans, Smalling, Fletcher, hvaða gaurar eru þetta eiginlega??

  40. Menn meiga ekki taka sig svo hátiðlega að það þurfi að ritskoða allt hérna.
    Ef einn heldur því fram að 11 skot á markið sé nóg til að segja að leikmaður sé drasl þá kemur næsti maður og segir að hann hafi skapað sér þetta oft sjálfur og ef annar maður hefði verið þarna þá væru þetta kannski 2 skot.
    Ekkert óeðlilegt að menn missa sig yfir Kuyt, fyrsta snertingin er oft hörmuleg og margir sem þola ekki slíkt. Svo er hægt að minna á hvað hann hefur gert. En skiptir það máli? Er ekki það sem þú gerir í dag sem skiptir máli.

    Svona gengur þetta, þó svo að allir vilji 3 stig og haldi mér sama liðinu þá hafa þeir mismunandi skoðanir. Það er ekkert óeðlilegt að 1 eða fleiri leikmenn eigi lélegan leik. En eins og hefur komið fram er það kannski ekkert sem skiptir öllu í úrslit leikja. Stundum virðist bara heppni, trú eða hvað það má kalla það komi og fari til liða. Fljótlega eftir að Kenny tók við liðinu á síðasta tímabili datt allt hjá okkur.

    Höldum áfram að hafa skoðanir þó svo að sumum finnist þær ekki gáfulegar. Persónulega finnst mér Carra besti leikmaður LFC frá upphafi og kannski í heimi, og hef ég fylgst með lengi 🙂 

  41. Varðandi úrslitin í leik gærdagsins þá legg ég til að við skellum skuldinni á dómaran… Hann átti ALLTAF að dæma brot á Adam við miðlínu sem er upphafið á sókn Norwich sem endar með marki.

    FKN DÓMARAHELVÍTI! 😀 

  42. Maður sem kostar yfir 20 mill punda á að nýta allavega eitt færi af ellefu.

  43. Frábær pistill Einar Örn.

    Ósammála með heppnina reyndar. Ein spurning í sambandi við hana: Ef það er óheppni að skjóta í stöngina og út, er það þá heppni að skora stöngin-inn?

  44. En svo má ekki gleyma markmanni Norwich sem varði oft á tíðum frábærlega. Aðra vikuna í röð er markmaður andtæðinga Liverpool í liði vikunnar á Englandi.

  45. Ég óttaðist þetta. Eftir að við fengum þessa bandarísku Boston Sox eigendur að hér kæmu einstaka sinnum pistlar sem gerðu yfirborðskenndan samanburð á milli fótbolta og hafnabolta. Hafnabolti er heimskulegasta íþrótt í heimi. Plís ei meir, Einar. Ei meir.

    Ég t.d. gerði ekki athugasemd við Henderson, Lucas Leiva eða aðra usual suspects í gær. Þvert á móti vildi ég að Henderson hefði spilað frá byrjun á miðjunni þar sem hann er bestur að mínu mati. Gerrard fyrir aftan Suarez

    Veikleiki Liverpool í dag eru ekki einstaka leikmenn heldur er vörnin fyrir utan Enrique bara í rugli og liðið ekki að hugsa og spila eins og sigurvegarar. Alvöru topplið og alvöru prímusmótor á miðjunni hefði brjálast við að fá svona skúnkalegt jöfnunarmark á sig og sett allt liðið á fullt. Það gerðist ekki heldur var beðið þangað til á 85.mín með að pressa og reynt að stela þessu í lokin. Gegn Norwich. Á heimavelli.
    Ég hef haldið því fram áður hér að Gerrard og Carragher séu frábærir leikmenn en alls ekki nógu góðir leiðtogar og var skammaður mikið fyrir. Liverpool verður aldrei meistari fyrr en þessir aftursætisbílstjórar verða settir í skottið. Skiptir engu hversu góða leikmenn við kaupum, á meðan þeir 2 eru smákóngar í búningaklefanum og á æfingasvæðinu þá náum við aldrei alla leið. Þeir eru báðir derby/stórleikjamenn sem bæta skort á tækni og fágun með endalausri baráttu. Eru ekki nógu consistent til að spila alltaf jafnvel gegn litlum liðum eins og gegn stórliðum. Þeir eru upptjúnað hjarta núverandi Liverpool hóps og ná ekki að róa leik liðsins nógu vel til að geta stjórnað leikjum. Erum alltaf stressaðir í skotgröfum í stað þess að njóta þess að vera stærra liðið og kremja þau litlu eins og pöddur. Þetta hefur áhrif á allt liðið, óöruggir varnarmenn gera asnaleg mistök uppúr engu og sóknarmenn stressast upp þegar þeir nálgast markið.   Andlegt vandamál sem hefur hangið lengi yfir klúbbnum og þarf að útrýma.

    Það er líka alveg rétt að skamma Kenny Dalglish fyrir undarlegar skiptingar, uppstillingar o.fl. Er hann enn up to date með hvað virkar í nútímafótbolta? Það eru greinilega mistök að hafa látið Meireles fara strax. Einnig er alveg sér rannsóknarefni afhverju Bellamy og Maxi Rodriguez hafa nánast ekkert fengið að spila. Það er bara augljóst að Bellamy er í mjög góðu formi og hann nær svakalega vel saman við Suarez, hví fá þeir ekki meiri tíma saman? Það hvernig Dalglish er búinn að rústa Suarez/Meireles/Maxi/Kuyt sóknarkvartettnum sem var fullkomlega í sync-i og gersamlega óstöðvandi í fyrra minnir ótrúlega mikið á þegar Greame Souness seldi Peter Beardsley og gerði allt alltof miklar breytingar þegar hann tók við Liverpool á sínum tíma. Báðir reyna að koma “The Liverpool Way” oní unga óreynda menn á alltof miklum hraða.

    Ég hef fulla trú á eigendunum og held að Dalglish sé enn með þetta. Glasið er hálffullt. Liverpool er í myljandi upprisu og rétti breski andinn kominn aftur í kringum klúbbinn. En okkur sárvantar alvöru leikstjórnanda og leiðtoga á miðjuna og alvöru alhliða miðvörð sem getur stjórnað vörninni.
     

  46. Hjalti Björn #36

    Þá spilaði Kuyt líka uppá topp….nú er Dalglish að spila honum úti hægra megin, stóóór munur þar.

    Mín skoðun er sú að Kuyt á að keppa við Andy Carroll um stöðu í liðinu. Hann á ekki að spila neinstaðar á vellinum nema uppá topp….og aldrei einn þar. 

  47. Ég lít nú bara þannig á dæmið.  Við erum allavega að spila glimrandi skemmtilegan bolta, og skapa okkur fullt af færum.  Það er annað en hægt var að segja fyrir ári síðan.  

    YNWA  

  48. Mér finnst bara mjög viðeigandi að tvö af bestu knattspyrnuliðum samtímans skyldu klúðra sínum leikjum sama daginn.

  49. Góður pistill.

    Ég er orðinn svo leiður á þessum sandkassaleik á þessari síðu að hún var á tímabili dottinn útúr nethringnum hjá mér. Leiðindakomment og þras nánast í hverjum pistli á milli stjórnenda og þeirra sem eiga þau komment sem hent er út. Auk þess sem nokkrir pistlar hafa hreinlega fjallað um þetta þras.
    Þetta er eini þannig pistillinn sem ég hef nennt að lesa, enda laus við allt skítkast og hroka.

    Ég get ímyndað mér að svona hafi mórallinn verið orðinn innanbúðar hjá Liverpool undir restina hjá Rafa og einnig alveg þar til Kenny tók við þrátt fyrir að nýjir eigendur hafi verið komnir inn mun fyrr.
    Sem betur fer smitar þrasið hérna ekki út fyrir landsteinana enda Haukur Ingi löngu hættur í Liverpool;)

    Þessi síða er yfirleitt alveg til fyrirmyndar og ómissandi þáttur fyrir íslenska Liverpool stuðningsmenn til að gleðjast, svekkjast og þrasa yfir liðinu (það má stundum þrasa).

    Ég legg til að þeir sem kommenti hérna verði að vera skráðir undir nafni, E-maili og með mynd.
    Það er staðreynd að menn eru alltaf harðari á bakvið lyklaborðið þegar þeir heita, Hilli, Moli, Hamann eða e-ð álíka. Auðvitað verða þá hugsanlega færri komment við hvern pistil en kannski þeim mun innihaldsríkari og umræðan á hærra plani.

    ….annars held ég að þetta sé allt Babu að kenna, það heitir enginn Babu 😉

    YNWA

  50. Sir Alex’s wife wakes him in bed saying “wake up dear it’s 7 …Alex Ferguson says “what? They’ve scored one more”

  51. ég endaði með að horfa á klukkutíma langann þátt á youtube um steve bartman. mæli með því 

  52. Fólkið sem er alltaf í því að gagnrýna leikmenn minnir mig á fítusinn í football manager eftir leiki þegar liðið spilaði illa, “some of the fans would have liked to see Spearing on the pitch instead of underperforming gerrard” maður hlustar ekkert á þá heldur 😛

  53. Vissi ekki hvað ég átti að halda þegar ég var að lesa um hafnabolta:D

    En annars mjög flott og nauðsynleg grein hjá þér… alltof mikið af leiðindarcommentum hérna… þó ég hafi eflaust skrifað eitthvað af þeim:D 

  54. Góður pistill þar til ég kom að eftirfarandi hluta: 

    Fyrir mér er ástandið nokkuð skýrt hjá Liverpool. Einsog einhver benti á þá höfum við ekki fengið eitt stig í vetur, sem við höfum ekki átt skilið. Ekki eitt einasta stig. Við höfum hins vegar misst af 9 stigum, sem við áttum klárlega skilið að fá (Stoke, Sunderland, MU og Norwich). 

    Ég er svo innilega ósammála þessu. Svona virkar ekki fótbolti. Svona virka ekki íþróttir. Stig sem tapast eru horfin og koma aldrei aftur. Höfum við misst af 9 stigum sem ´við áttum skilið´? Með sama áframhaldi verða þau 36 stigin sem var stolið af okkur. Það er nákvæmlega þar sem skilur á milli hafranna og sauðanna. Það er bara vandamál Liverpool að sigra leiki. Engin óheppni. Bara vandamál sem þarf að laga. 

  55. Ég ákvað að hvorki skrifa neitt né lesa eftir leikinn. Manni leið einsog við höfðum tapað leiknum. Fyrst og fremst vorum við ekki að nýta færin, þess vegna töpuðum við 2 dýrmætum stigum. Enn í dag skil ég ekki innáskiptingarnar enn ég er ekki heldur KD. Ég hef samt áhyggjur af þessu því ef við skoðum síðustu 6 leiki þá erum við búnir að fá 8 stig, Arsenal 12 og Tottenham 16! Vonandi náum við fluginu sem fyrst því við höfum ekki efni á því að halda áfram með sama hætti í bráttunni við Arsenal og Tottenham um 4 sætið.

  56. Það vantar að einhver detti í gírinn fyrir framan markið og fari að skora. Ég hefði jafnvel viljað sjá Maxi inná hann getur sett hann það vitum við allir. En ég verð að koma inn á það að við höfum aðeins haldið hreinu í tvem leikjum og báðir komu þeir á útivelli! Verðum að fara gera Anfield að meiri gryfju, varnalega og skora fleiri mörk, jújú við unnum Bolton auðveldlega en það eru allir að gera. Finnst leiðinlegt að segja það augljósa en er ekki kominn tími að dreifa aðeins mínútum hans Carra, hann er legend og við elskum hann, en hann er orðin ansi hægur og á í erfiðleikum finnst manni.? Á ekki að gefa unga Coates sjéns eða þegar Agger snýr  aftur setjan á bekkin í einn leik? eða fer Skertl á bekkinn? en þetta er bara pæling ég er ekkert að hrauna yfir Carra, Menn eru oft að tala um að hann stjórni vörninni, en það er bara ekki að virka, við fáum allataf mörk á okkur, og menn eru oft að stinga hann af eða vinna hann í skallaeinvígum (Holt á laug)….en hvað finnst mönnum?

  57. Menn virðast of fljótir að gleyma því hversu ótrúlega vel liðið var að spila undir lok síðustu leiktíðar. Töp fyrir litlum liðum voru hreinlega hætt að vera vandamál, eins og ég benti á í kommenti 36. Menn leita því langt yfir skammt til að finna ástæður fyrir núverandi niðursveiflu. Það þarf að horfa til breytinga sem hafa orðið á liðinu síðan þá.

    Fyrir mér er dæmið einfalt: Vörnin naut einfaldlega mun meiri stuðnings varnarlega í fyrra en hún gerir núna. Maxi, Meireles og Spearing var skipt út fyrir Downing, Adam og Henderson/Bellamy og þeir eru einfaldlega slakari varnarlega (þó að þeir séu betri á öðrum sviðum). Á þetta sérstaklega við vængmennina (Liverpool átti 3 af 5 varnarlega bestu vængmönnum síðustu leiktíðar: http://tinyurl.com/6be49ap ). Það sést einmitt á því hversu mörg markanna á þessari leiktíð hafa komið eftir vængspil (Sunderland, Wolves, Bolton og Norwich skoruðu öll eftir lélegar staðsetningar vængmanna). Þetta eru ódýr mörk sem liðið fékk einfaldlega ekki á sig í fyrra og er aðal ástæðan fyrir slæmu gengi. Ef vð hefðum haldið hreinu gegn Sunderland og Norwich (sem dæmi) værum við í einu stigi frá Manu. Það þýðir ekkert að kenna Reina eða Carragher um, þeir eru ekkert að spila verr en á síðustu leiktíð, þeir fá bara minni hjálp.

     

  58. Flott grein. Verð samt að segja að það yrði örugglega hundleiðinlegt að lesa kommentin á þessari síðu ef allir væru alltaf jákvæðir. Kommon. Hérna eru menn komnir til að viðra skoðanir sínar á því sem menn telja að betur megi fara, og þá er gagnrýni óhjákvæmileg. Mér finnst menn stundum of snöggir hérna að saka menn um svartsýnisraus og neikvæðni, þegar leikmenn eða starfslið eru taldir hafa átt dapran dag í boltanum. Fjandinn hafi það, við eigum að vera kröfuhörð … þetta er LIVERPOOL!

    YNWA 

  59. Algjörlega frábær pistill!  5 stjörnur af 5 mögulegum… // Takk KOP.is pennar 🙂
    Hef ekkert meira að segja nema að þessi leikur var algjör óheppni frá A-Ö… en ég hef trú að þessi óheppni jafnist út og við verðum sterkari fyrir vikið…
     
    YNWA!
     
     

  60. Tímabær pistill. Menn eiga að temja sér það að vera ekki að skrifa athugasemdir eða pistla í stundarbrjálaði og/eða bræði.

  61. Þvílíkur pistill. Ef íslensk blogg fengju Óskarsverðlaun, þá væri þessi pistill ofarlega á blaði. 

  62. Pólitískur rétttrúnaður fer rosalega mikið í taugarnar á mér – ekki síst í íþróttum. Ef menn þola ekki að sumir Púllarar hafi sjálfstæðar skoðanir og leyfi sér að gagnrýna þá sem þeir vilja gagnrýna (t.d. einhvern einn leikmann eða stjórann eftir jafntefli á heimavelli gegn Norwich) af hverju er þá verið að halda úti opnu skoðana-bloggi yfirleitt? Verið þá frekar heiðarlegir, þið sem stjórnið þessu bloggi hérna og bannið neikvæðar athugasemdir eða stofnið sérstakt blogg fyrir gagnrýnislausa og ávallt jákvæða Púllara (og þá fremur tilfinningasnauða í leiðinni).

    Mér persónulega finnst Liverpool á réttri leið. Við ættum að vera með 6-7 stigum meira en við höfum sem skrifast að miklu leyti á óheppni og við erum með gimstein sem heitir Suarez. Liverpool er samt búið að eyða mörgum milljónum punda í leikmenn og það er ekkert eðlilegra en að gera kröfur og því leyfilegt að vera pirraður Liverpool aðdáandi – sérstaklega þegar verið er að gefa “litlu” liðunum stig á heimavelli.  

  63. Mikið er ég ánægður með lið mitt Liverpool fc, við erum að sýna frábæran og skemmtilegan fótbolta og fyrir utan smá óheppni værum við í efstu sætum deildarinnar. Breytingin á spili liðsins er slík að ekki er hægt annað en brosa. Það er ljóst að við erum úti í miðri á en forustuhesturinn þekkir þetta vað og kemur okkur heilum á áfangastað þó hann velji lengri leiðina. Við sem heima sitjum þurfum bara að gefa þeim tíma til að skila sér í hús. YNWA

  64. Fínn pistill fyrir utan það sem snérist um Hafnarbolta sem er nú bara með leiðinlegri íþróttum sem fyrir finnast. Ég gafst líka næstum því upp á að lesa pistilinn fyrr en ég sá hvenær umræðan um fótbolta byrjaði.
    Ég var einn af þeim sem ákvað bara að kíkja ekki á komment eftir laugardagsleikinn enda er umræðan eftir leik oft svo fáránleg að maður verður bara ennþá pirraðari. Ég skil til dæmis ekki þegar menn eru drullandi yfir allt og alla eftir sigurleiki eins og hefur svo oft gerst hérna. Þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig þetta hefur verið eftir leikinn á laugardaginn.
    Auðvitað eiga menn að gagnrýna það sem er gagnrýnisvert en það að drulla yfir leikmenn eins og sumir gera hérna á ekkert skilt við gagnrýni. Leikmenn eins og Kuyt, Lucas og nú síðast Henderson (ofl reynadar) hafa verið úthúðaðir bæði hér og á öðrum Liverpool spjall síðum og það jafnvel þó Liverpool hafi verið að vinna góðan sigur. Það hefði líka verið áhugavert ef einhver annar leikmaður en Suarez hefði klúðrað öllum þessum færum sem hann fékk í þessum leik.
    Það er spurning hvort það sé bara ekki merki um hversu góðir leikmenn eins Lucas og Kuyt eru að þegar þeir eiga slæma leiki þá gengur Liverpool ekki vel  !!! Nei bara svona pæling.
    Gagnrýni á að vera uppbyggilega en ekki eitthvað skítkast menn hljóta að geta séð munin á þessu tvennu.

  65. @65  meðalmennsku hugsunarháttur aðdáanda Liverpool er eina sem stjórnendur þessarar síðu vilja sjá, og líða ekkert annað 

  66. Nr. 65 Muggi

    Það er alls ekki rétt að hér sé ekki leyft að gagnrýna leikmenn, stjórann eða annað. Það er aðeins verið að reyna hafa þetta á hærra plani og skapa betra andrúmsloft og skemmtilegri umræðu heldur en á meðal spjallborði.  Reglur síðunnar eru afar einfaldar og ef þú ert á því að þetta sé pólitískur réttrúnaður þá er þér fullkomlega frjálst að hætta að lesa síðuna. 

    Verið þá frekar heiðarlegir, þið sem stjórnið þessu bloggi hérna og bannið neikvæðar athugasemdir eða stofnið sérstakt blogg fyrir gagnrýnislausa og ávallt jákvæða Púllara (og þá fremur tilfinningasnauða í leiðinni).

    Það er einmitt verið að fjarlægja/banna vissa tegund af neikvæðum ummælum. Langoftast er það þó eitthvað illa framsett, ekki í takti við umræðuna eða sett hingað inn með þeim einum tilgangi að vera með leiðindi (troll). Að kalla alla þá sem skrifa hér á síðuna og í ummælum gagnrýnilausa og tilfinningasnauða já-menn er ekkert nema kjaftæði enda væri þessi síða ekki til ef sú væri raunin.

  67. Sá þetta ekki fyrr en eftir að ég póstaði en Nr. 67 Auðunn G orðaði þetta betur en ég.

    Nr. 68 hoddij
    Svona fyrst þú ert svona harðari en við og þolir stjórnendur og stefnu síðunnar svona illa, hvað ertu þá að gera hingað inn?

  68. Bíddö, Reina fokkaði upp með heimskulegu úthlaupi. Af hverju er rangt að benda á það?

    Innskot: Það er í sjálfu sér mikið í lagi en lestu þetta og þá sérstaklega lið 8 til að átta þig betur á hvað er “rangt” við einungis þessa fullyrðingu.

  69. Það er alls ekkert óeðlilegt að menn svekki sig á því að hafa gert jafntefli við Norwich á heimavelli.  Ég var sjálfur fáránlega pirraður og passaði mig einmitt á því að fara ekki inná þessa síðu og skrifa eitthvað í reiði og pústa þannig.
    Þetta er bara akkilesarhæll Liverpool síðustu árin.  Stórliðin eru ekki vandamál fyrir okkur heldur “smærri” liðin er þau sem eru að valda okkur vandræðum.  Ég hef sjaldan áhyggjur af Liverpool þegar þeir eru að spila á móti Man Utd, Arsenal, Chelsea eða þeim liðum því ég einhvern veginn veit að menn gefa sig 110 % í þá leiki.  Auðvitað tapast einhverjir en ég veit bara að mínu liði gengur vel á móti liðum í topp 4-5
    Við þurfum samt að átta okkur á því að við vinnum ekki alla leiki, liðið er í mótun og líklegast verða margir leikmenn sem eru hjá okkur núna ekki langlífir hjá félaginu því þannig gengur boltinn fyrir sig.
    Fyrir mitt leyti var ég að verða brjálaður á t.d. Downing í leiknum og vonandi mun sá ágæti maður fara að detta í gang því að annars dettur hann bara aftar í goggunarröðina og annar betri klárari settur inn í staðinn.
    Höldum í trúnna.

  70. Stutt og hnitmiðað komment, þó það sé ekki nema “Reina átti fáránlegt úthlaup, og á að mínu mati stærstan þátt í marki Norwich”, getur vel verið betra en einhver langloka, þar sem annar aðili segir nákvæmlega það sama í miklu fleiri orðum.

    Auðvitað er það pirrandi þegar menn hafa engan rökstuðning á bak við það sem þeir segja, en ég skil ekki alveg viðkvæmnina í sumum hérna. 

Liverpool 1 – Norwich 1

Peningarnir tala…