Chelsea á morgun (aftur) …


[andvarp] … þarf ég nokkuð að skrifa upphitun fyrir þennan leik? Var leikurinn sl. miðvikudag í Meistaradeildinni, 0-0 jafnteflið, ekki bara nokkurn veginn eins góð upphitun fyrir Chelsea-leik og hægt er að hugsa sér? Hef ég ekki skrifað nóg um Chelsea nú þegar???

Ég einfaldlega nenni ekki að endurtaka það sem ég hef sagt milljón sinnum áður, þannig að hér kemur styttri útgáfan: Chelsea eru Englandsmeistarar, við erum Evrópumeistarar. Þeir hafa unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa, við höfum unnið einn og gert fjögur jafntefli. Chelsea eru sterkari en við í deildinni hingað til, og líka á síðasta tímabili, og því hljóta þeir að teljast líklegri á morgun. Við verðum að vinna, allt annað þýðir að það verður nánast ómögulegt að ætla að ná Chelsea í vetur. Þú gefur liði eins og Chelsea einfaldlega ekki einhver 10 stig í forgjöf og ætlast svo til að vinna titilinn.

Með öðrum orðum, þá verður þessi leikur á morgun algjör möst-sigur fyrir okkar menn. Ég trúi ekki öðru en að okkar menn mæti brjálaðir til leiks á morgun, knúnir áfram af því óréttlæti sem dómarinn sýndi okkur á miðvikudag, af rugl-ummælum José Mourinho undanfarna daga og af neyðinni … við bara verðum að vinna! Chelsea-menn verða hins vegar örugglega grimmir líka, sérstaklega þar sem það hefur verið fjallað mikið um að þeir séu í raun ekkert sérstakt lið eftir að við yfirspiluðum þá á miðvikudag, og ég efast að Mourinho vilji láta tala þannig um liðið sitt tvo leiki í röð.

Með öðrum orðum: á miðvikudaginn var hitað upp – á morgun verður stríð!!!

MÍN SPÁ: 2-0 fyrir Liverpool og Jamie Carragher skorar eitt. Ég er algjörlega handviss um að þessi spá mín reynist rétt, enda dreymdi mig þessi úrslit í nótt. 🙂

COME ON YOU REDS!!! ÁFRAM LIVERPOOL!!! Það bara hlýtur að vera komið að því að þetta Chel$ki-lið tapi leik í deildinni!!!

7 Comments

  1. Þetta verður 1-0 sigur. Við skorum snemma í leiknum og það gerir Gerrard.

    Chelsea sækir og sækir í þeim síðari en Reina, Hyypia og Carra standa þetta allt af sér!

    þetta er klárlega fjögurra carlsbergs leikur 🙂

  2. 3-0. Hamann gerir öll. Kewell kemur óvænt inn á og leggur upp 2. Dreymdi þetta í nótt. 🙂

    Annars er nú ekki öll nótt úti þó við vinnum ekki leikinn. Rafa er á réttri leið með liðið. Sígandi lukka er best og við fáum tvo leðursófa í janúar.

    Ég skora svo á hinn finnska Geira að dvelja á pöbbnum í nótt fram að leik. Finn á mér að það er lukka. 😉

    Góðar stundir.

  3. Já Hössi gott ef ég tek ekki bara þessari áskorun, þar sem maður er nú orðinn frekar heimakær hér á bæ.

    Ég hreinlega trúi ekki öðru en að LIVERPOOL vinni þennan leik á morgun. Rafa er á svo hrikalega réttri leið með liðið. Held að allir heilvita menn geti verið sammála um það.

    Sissoko kemur sterkur inn og Lampart fer vælandi heim. Alonso tekur Essien aftur í kennslustund og Gerrard setur tvö fyrir hlé. Crouch setur svo eitt í lokin með hjólhest!!!!

    Ef ég þekki Hössa rétt þá er hann að nota samskonar draumastaut í görn og Eggert Þorleifsson gerði í Nýju lífi.
    Vonum bara að þetta virki betur hjá Hössa en hjá Eggerti og að draummörkum eigi eftir að rigna inn í mark c$$$$$$$ manna…….

    Kveðja úr draumlandinu
    Geiri

  4. Það er ótrúlegt hvað menn halda að þessir leikir verði magnaðir á milli Liverpool og Chelsea. Auðvitað er maður að vonast eftir stórsigri Liverpool en við verðum bara að sætta okkur við það hvernig fótbolta þessi lið eru að spila: leiðinlegan fótbolta fyrir augað. Í allra mesta lagi vinnur annað liðið með einu marki eða dautt jafntefli, oftar en ekki 0-0 dautt, og lítil sem engin færi. Varnarboltinn er númer 1, 2 og 3 hjá báðum liðum! Það liggur við að það eina sem getur gert þessa leiki áhugaverða er grófleiki leiksins eða baráttan.

    Vissulega mín skoðun, en takk fyrir mig og áfram Liverpool !

  5. Jæja hvenær kemur byrjunarliðið, er að pissa í mig hérna… :blush:

  6. Þetta verður fyrsti Liverpool leikurinn, sem ég sé í HEILAN MÁNUÐ, næ að sjá hann á pöbb hérna í Washington DC. Ég hreinlega krefst þess að fá sigur eftir þetta fótboltaleysi. 🙂

    Hef trú á okkar mönnum, enda er ég ávallt bjartsýnn.

Næsta stjarna Liverpool?

Byrjunarliðið komið, Riise inni!