Eftir leik kvöldsins munum við henda inn Kop-gjöri í fyrramálið og síðan styttist í podcast.
Er þetta því ekki upplagður dagur fyrir opinn þráð?
Heitast hjá okkar mönnum er að nú er beðið frétta af meiðslum fyrirliðans, kjaftasaga fór á twitter í gær með að hann yrði frá í 2 mánuði, en kóngurinn talaði um “smávægileg meiðsli” i kringum WBA leikinn.
Annars virðist nú helgin hafa leitt í ljós að Vilas-Boas karlinn sé núna í verkefni sem er ærið stórt fyrir hann, blöðin slá upp að allt hafi orðið vitlaust á æfingasvæði Chelsea á sunnudag og það er auðvitað klárt að tvö töp fyrir Lundúnaliðum í röð hjálpar ekki stjórnanda Chelsea-sirkussins.
En, hér er opinn þráður. Endilega nýtið ykkur.
Hlakka til næsta pobcast, alltaf gaman að hlusta á ykkur velta boltanum fyrir ykkur.
En að öðru sem er jafn skemmtilegt….
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Erum við búnir að vinna réttu menninna í þetta verkefni? Þeir voru reglulega flottir í þessum leik og tölfræðin sem Maggi bendir á hérna í athugasemd við leikskýrsluna þá var þetta klárlega að virka.
Ég segi að þetta séu fjórmenningarnir sem maður vill sjá út tímabilið því þeir voru mjög sannfærandi í seinasta leik!
YNWA – King Kenny we trust!
Þetta er vörnin sem ég vil sjá spila í hverjum leik en við skulum átta okkur á því að til þess að það geti gerst þarf hið ómögulega að gerast. Það er að Agger kallinn og líka Johnson haldist heilir og það er eitthvað sem við höfum ekki verið áskrifendur að. En annars er það hrikalega súrt ef Gerrard er frá lengi en vonum það besta.
Sammála fyrri ummælendum að vörnin í fyrradag var hreint út sagt frábær. Ég væri svo til í að fá Coates hægt og rólega með Agger inn í hjarta varnarinnar. Þrátt fyrir að Skrtel stóð sig mjög vel á Laugardaginn er ég alls ekki aðdáandi númer eitt. Finnst oft gefa of mikið af föstum leikatriðum og oft á tíðum mjög klaufalegur.
Hinsvegar þá vil að Liverpool monitori mjög stöðu Adam Johnson ef fréttaflutningur Guardian reynist réttur. Ég gæti alveg trúað að hann vildi komast frá City til að fá að spila reglulega. Held að hann væri frábær kostur fyrir liðið. Að hafa Downing og Adam Johnson á sitthvorum köntunum væri draumur í dós.
Annars ánægður með helgina. Liðið lítur betur út með hverjum leiknum. Núna þarf Tottenham bara að fara misstíga sig. Við verðum að ná þessu 4. sæti!
#3
“Að hafa Downing og Adam Johnson á sitthvorum köntunum væri draumur í dós. ”
Já eða fá AJ inn til þess að hvíla Downing á bekknum. Downing átti t.d. í síðasta leik ekki eina sendingu sem Carroll gat gert eitthvað úr. Svona í ljósi þess að maður bjóst við að Carroll fengi úr meiru að moða með tilkomu Downing þá er hann að valda miklum vonbrigðum. Enskur kantmaður á besta aldri, sem maður bjóst við að myndi fljótt fitta inn í þetta 442 kerfi.
Jú og áður en já-hersveitin kemur og sakar mig um að afskrifa leikmanninn, þá er ég ekki að því. Hann byrjaði þokkalega en hefur dalað hægt og rólega. Hins vegar geri ég þá kröfur að svona stór kaup fari að láta til sín taka. Þó hann sé í nýju liði er hann að spila sína stöðu í deild sem hann þekkir út og inn og getur bara ekki skýlt sér bak við það að þurfa lengri tíma til aðlögunar.
Þrátt fyrir að við elskum allir Carragher að þá finnst mér að hans bestu ár séu að baki og finnst mér að þessi varnarlína sem #1 nefnir eigi að vera sú varnarlína sem við eigum að nota.
YNWA.
Adam Johnson er mjög spennandi kostur á kantinn og það væri frábært að fá hann. Er samt nokkuð viss um að verðmiðinn sem City setji á hann verði skrifaður með gaffli í ljósi þess að hann er enskur.
Eftir að hafa horft á EM U-21 í sumar varð ég mjög spenntur fyrir Xherdan Shaqiri… er hann ekki hægri kantur / AMC ? Hrikalega öflugur og sterkur leikmaður með óhugnanlegan hraða og tækni. Hann fengist á helmingi lægri upphæð en Johnson (kalt mat).
Annars er ég sammála ykkur með varnarlínuna. Mjög öflug eins og hún var uppsett í síðasta leik og mér finnst að Carragher ætti í alvörunni að fá að sitja á bekknum þegar hann kemur til baka, þ.e. að koma ekki beint inn í liðið þó svo hann sé heill.
Allt slúður um kaup á fleiri varnarmönnum er bara bull (eins og er)… af hverju að fá fleiri slíka þegar við höfum Carragher, Skrtel, Agger, Coates, Kelly og Wilson , tvo frábæra bakverði auk mjög góðra/efnilegra back-ups fyrir þá? Bara pæling 😉
með fullri virðingu fyrir Johnson – Skrtel – Agger – Enrique þá er það ekki mælikvarði á getu varnar að halda hreinu á móti Woy og félögum í WBA. common
Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af Downing. Er alveg sammála að það hefur hægt og rólega dregið af honum en ég held að hann þurfi eitt til tvö mörk til að koma sér aftur í gang. Það ætti að duga til þess að gefa honum meira sjálfstraust en hefur verið ótrúlega óheppinn fyrir framan markið. Bara í fljótu bragði man ég eftir þremur stangar- og sláarskotum sem hann hefur átt.
Eftir leiki helgarinnar er sýnist mér stefna í að það verða tvö lið sem keppa um titilinn og fjögur lið munu berjast um 3. og 4. sætið. Tottenham er komið á skrið ásamt Arsenal. Það er alveg klárt ef að markmið vetrarins eiga nást þá mega lið ekki mikið við því að tapa stigum gegn liðum í neðri hlutanum. Þau stig gætu reynst dýrkeypt þegar uppi staðið.
Gaman að sjá leikmenn WBA væla yfir vítinu sem þeir fengu á sig. Reyndar ómerkilegt af Paul Scharner að ásaka Suarez um dýfu, þar sem það var klárlega brotið á honum. Það hefði alltaf verið dæmt á þetta úti á velli og því á að dæma líka á svona brot inní teig. Hann minnist ekki einu orði á hitt vítið sem Liverpool átti að fá þegar boltinn small í höndina á varnarmanni WBA. Held að Scharner hefði gott af því að fá smá lexíu eins og Feguson veitti honum um árið. http://www.youtube.com/watch?v=wIB7dCl51Z8
Nú er bara að bíða eftir fréttum af meiðslum Gerrard. Búinn að lesa að hann verði frá í einn mánuð á einum stað og alveg uppí það að hann muni ekkert spila meira á þessu ári. Treysti ekki neinu fyrr en ég sé yfirlýsingu á Official síðunni.
Varðandi þessa ágætu varnarlínu, þá er bara ekki séns í helvíti að Johnson og enn síður Agger verði heilir nema að hluta til á heilli leiktíð, því miður.
Annars las ég á Liverpool F.C. leikmannaslúður á Facebook í gær að Comolli hafi verið á leik Toulouse vs Rennes í gær.
Vangaveltur um að hann sé að skoða Yann M’vila eða Moussa Sissoko.
Svo er þetta ekkert að lúkka vel:
http://twitpic.com/78gat5#.Tq3MXXp4DQI.twitter
Það er ágætt að henda þessu inn á opna þráðinn. Fyrir mánuði skrifaði ég um framför liðsins í upphafi tímabilsins í ár. Þá tók ég saman fyrstu 6 leikina í deildinni og bar þá saman við sömu leiki í fyrra og sá að liðið hirti 5 af 18 stigum í fyrra en 10 af 18 í ár úr þessum sex leikjum.
Nú er liðið búið að spila 10 leiki og ég tók saman næsta hluta tölfræðinnar. Ég taldi Norwich-leikinn ekki með þar sem þeir eru nýliðar (gætum borið þá saman við West Ham (sigur), Blackpool (tap) eða Birmingham (sigur) í fyrra en mér fannst það ekki áreiðanlegt að velja úr þar).
Allavega, eftir sex leiki var liðið búið að bæta sig úr 5 stigum í 10 af 18 mögulegum. Nú er liðið búið að ná sér í 17 stig af 27 mögulegum eftir 9 leiki (Norwich-leikurinn undanskilinn) en í sömu leikjum í fyrra náði liðið sér í 8 stig. Það er rúmlega helmingsbæting á milli tímabila.
Fannst ágætt að benda á þetta. Við fylgjumst með þessari framför í vetur því það er jú af henni sem nýr stjóri er dæmdur – hvernig hann bætir liðið frá gengi þess sem var rekinn. Dalglish á að bæta liðið frá því í fyrra og virðist vera að gera það og gott betur það sem af er. Vonum að sú þróun haldi áfram.
Smá innlegg í Downing umræðuna, fengið af láni af Guardian:
Plenty of criticism has been heaped on the Liverpool manager, Kenny Dalglish, for spending £35m on Andy Carroll and in many respects that criticism has been justified. But it seems Dalglish has got off scot-free for what may be his worst purchase of the summer, Stewart Downing. Whereas Carroll, at 22, has enough time to develop into the player his transfer fee expects him to be, Downing, at 27, does not. Traditional wisdom states that the former Aston Villa and Middlesbrough winger should be coming into the prime of his career but he has been desperately below par since joining the Merseyside club. While his passing is, for the most part, accurate too much of it is in areas that do not hurt the opposition.
And even when he does get into good positions, he wastes his crosses. The match against West Bromwich Albion on Saturday was the perfect example of this. He had a 72% pass completion rate but the vast majority of his passes and crosses near the penalty box failed to find a Liverpool player or trouble the West Bromwich defence. He has also failed to assist or score a single goal for Liverpool in the league this season. For a winger, and one that cost £20m and is a regular start for Dalglish’s side, these are damning statistics. Liverpool may have spent big on Carroll but Downing, in the long run, may end up costing them more.
Kristján Atli… voru Newcastle, West Brom og Blackpool ekki nýliðar í fyrra (Birmingham, Blackpool og West Ham féllu)? Ef það er rétt hjá mér er þá ekki réttast að miða Norwich við West Brom þar sem bæði liðin urðu í 2. sæti Championship árið áður? Held að hinn mæti maður Paul Tomkins noti þá aðferð yfirleitt í sínum samanburði.
Kristján Atli, mig minnir að Tomkins noti eftirfarandi aðferð við að para saman fallsæti og nýliða þegar hann gerir samanburð á gengi milli ára: 18. sætið (Birmingham) árið áður við 1. sætið í championship (QPR), 19. sæti (Blackpool) við 2. sætið í Championship (Norwich) og 20. sæti (West Ham) við liðið sem komst upp í gegnum Playoffs (Swansea)
Hef áhyggjur af Downing, af því hann hefur einmitt sýnt svo rosalega lítið. Ekki jafn miklar áhyggjur af Carroll af því hann er að skila ýmsu sem hann á að skila þó svo að mörkin hafi aðeins látið á sér standa.
Downing á að gera betur, hann hefur átt stangarskot og svona, en við teljum bara mörk og stoðsendingar, ekki eitthvað næstum því þetta og hitt, eins og Paul Tomkins gerir svo oft.
Tomkins var að verja Carroll um daginn á Twitter og sagði “Carroll did the right thing, just the keeper in the way” eða eitthvað svona. Carroll fékk dauðafæri og Tomkins sagði hann hafa valið réttann kostinn þegar hann var að skjóta. WHAT??? Ég svaraði honum reyndar og benti á að “the right thing” er að skora! Hvernig sem þú gerir það og hvenær skiptir ekki öllu, bara að þú skorir.
Okkur vantar meiri gæði fram á við til að skora fleiri mörk. Eins og ég hef bent á þá vorum við með jafn mikla yfirburði gegn Norwich og City var með gegn United. Þeir skoruðu sex, við eitt.
Það er svo að verða alveg ljóst að Gerrard er ekki nema 20 leikja-maður á tímabili lengur. Það er skelfilegt. Vona þó að svo verði ekki….
Á þessum mánudegi ber að fagna 2 útisigrum í röð – á völlum sem hafa reynst okkur erfiðir undanfarin ár. Horfum fram á veginn, framtíðin er björt 🙂 (allavega bjartari en hún hefur verið síðustu ár).
Þótt að Íslendingur misklíki Carroll er hann í góðum metum á meðal stuðningsmanna á Englandi. Hér er sungið um Carroll í hálfleik á móti West Brom.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=SZp1kzgf5xc
Ég skil ekki alveg þessa tilvitnun í Guardian og hverju hún bætir við í núverandi umræðu. Er verið að leggja til nýtt fórnarlamb til að fara punkast á? Eru með orðnir þreyttir á því að hamast í Lucas, Henderson, Carroll eða Skrtel og þurfa finna einhvern nýjan til þess að láta fara í taugarnar á svo að það sé hægt að finna sökudólg næsta þegar liðið tapar?
Ég kýs frekar að horfa jákvætt á hlutina. Þrátt fyrir að Downing hafi ekki skorað enn, þá hefur hann átt all nokkur sláar og stangaskot. Verið ógnandi á kantinum og ég er ekki nokkrum vafa að um leið og fyrsta markið kemur þá fer tölfræði hans að lagast. Annar jákvæður punktur og ekki má gleymast er að Downing hefur skilað góðu varnarhlutverki sem hefur gert það að verkum að andstæðingarnir hafa ekki verið að komast mikið upp hægra megin. Góður varnarleikur Downing hefur gert það að verkum að Erique hefur notið sín betur í sóknarleiknum.
Þriðji punkturinn sem ég sé í þessu er að um leið og sjálfstraustið fer að aukast mun liðið styrkjast enn frekar þannig að það er bara jákvætt til þess að hugsa að þarna er leikmaður sem á nokkuð inni.
Það að fara afhausa leikmann eftir 10 leiki hjá nýju liði er fásinna og þessi síðasta setning sem vísað er í “Liverpool may have spent big on Carroll but Downing, in the long run, may end up costing them more.” dæmir sig sjálf. Í einni og sömu setningunni er greinarhöfundur búinn að afskrifa Carroll og gefur í skyn að Downing muni ekki skila félaginu því sem vænst er til hans. Þessi setning væri hugsanlega marktæk og birtingahæf eftir 1 til 2 ár þegar leikmennirnir hafa verið hjá félaginu í lengri tíma og mikið breyttur hópur hefur slípast saman. Alls ekki eftir 10 leiki.
Ef eitthvað af þessum stangar eða sláarskotum hefði farið réttum megin við stöngina væri þetta ekki umræðuefni í dag. Þeir tilburðir sem ég hef séð til Downing í undanförnum leikjum finnst mér hafa gefið Liverpool liðinu nýja vídd og ég er klár að Downing mun hrökkva í gang fyrr en síðar. Held að sé rétt að bíða með að meta framlag hans og draga ályktanir þangað í lok leiktíðar.
PL er buin ad vera storkostleg skemmtun thad sem af er….Margir frabærir leikir og mørg bilud urslit…Eg man ekki eftir ødru eins……Thad verdur ørugglega erfitt ad stoppa Man City thetta arid….Margir frabærir leikmenn og hopurinn er satt best ad segja sa lang øflugasti i enska boltanum i dag…Their getu ørugglega att 2 lid i topp 6 barattunni…..Mer finnst liklegt ad United nai ødru sætinu en thad verdur svaka baratta milli Chelsea , Liverpool , Arsenal og Tottenham um hin tvo CL sætin………….Hvar spaid thid annars ykkar mønnum thetta arid ???
Strákar mínir, í sambandi við Downing, þá er alveg ástæða fyrir því að hann var að spila í öll þessi ár með Middlesbrough og Aston Villa.
Dúlli minn, heldurðu að enginn leikmaður samboðinn LFC hafi nokkurn tíma spilað með Middlesbrough eða Aston Villa? Erum við rosa glaðir að Ashley Young (sem spilaði meira að segja árum saman með Watford, eins og sá ömurlegi leikmaður John Barnes!!!) hafi farið til United? Ég er að spá í að gefa Downing aðeins lengri tíma en tvo mánuði áður en ég brjálast yfir því að hann sé á Anfield, jafnvel heilt tímabil ef ég verð virkilega kærulaus.
@ Maggi……
Getur thu sett inn linka a thessar Chelsea frettir…Alltaf gaman af sma hasar 🙂
Downing er flottur leikmadur og nogu godur fyrir øll lid i PL nema kannski Man City…..Og ad dæma hann eftir 10 leiki er bara bull……
19# Fáránlegt comment, Dwight Yorke var búinn að spila í tæpan áratug fyrir Aston Villa áður en hann var keyptur til Manchester United. Hver var ástæðan fyrir því ? Er það einhver stimpill á léleg kaup ef menn hafa verið lengi í liðum sem teljast ekki til hinna “stóru” ?
Hæ aftur.
Ég ætlaði mér ekki að afhausa Downing eða Carroll með því að setja inn bút úr grein af Guardian.
Sjálfur hef ég mikla trú á Downing og tek undir með þeim sem hafa bent á það að margir af helstu stjörnum deildarinnar hafa spilað árum saman með ,,minni liðum” áður en þeir slóu í gegn.
Persónulega hef ég trú á því að Downing eigi eftir að verða okkur mjög drjúgur og tíu leikir eru ekki neinn mælikvarði á hvað hann getur. En það er alveg rétt að liðið hefur átt í vandræðum með að klára sóknir. Við erum ekki beint að raða inn mörkunum en það eru svo sem ekki man.utd heldur. Enda hef ég ekki áhyggjur af því, mörkin munu koma, líka frá Downing og Carroll. Og um leið og Downing skorar sitt fyrsta og Carroll fer að skora reglulega, hljóðnar öll gagnrýni á þá. En það er auðvitað skiljanlegt að menn lyfti augnabrúnum yfir framistöðumanna sem kostuðu skrilhjónir ef þeir setja ekki mark sitt á liðið eftir nokkra leiki. Held að aðdáendur allra liða eigi sína Carroll og Downing.
Annars ætla ég að lýsa yfir ánægju minni með deildina í ár. Fyrir utan að það stefni í öruggann sigur hjá man.city, þá virðast engir leikir vera fyrirsjáanlegir. Lítil lið að vinna þau stóru. Arsenal sem menn voru búnir að afskrifa eftir 8-2 tapið gegn utd (og um leið búnir að krýna utd allskonar titlum) að hrökkva í gang. Tottenham virka mjög flottir, Newcastle verða að þvælast fyrir okkur þarna við topp 4 og Chelsea á leið inn í drama.
Þetta getur ekki orðið annað en frábær vetur!
Það væri gaman að sjá “markatölu” einhversstaðar þar sem væru skot á mark versus skot fengin á sig. Eða það sem betra væri, færi fengin vs. færi fengin á sig núna þegar fjórðungur er liðinn af mótinu. Ég er nokkuð viss um að okkar menn séu með næstbesta hlutfallið þar. Chelsea, Man Utd. og Arsenal hafa sýnt á sér fádæma veikleika meðan Tottenham og Newcastle virðast ætla að blanda sér í toppbaráttuna. Man Shitty líta vel út núna en þeir eiga erfitt prógramm framundan og svo kemur trefla- og vettlingavertíðin í desember – febrúar og þeir eiga svo sannarlega eftir að tapa stigum. Ef okkar menn halda dampi og missa Shitty ekki langt fram úr sér fram í desember verður allt hægt í þessari deild. Svo ríður á að bæta við hópinn í janúar. Ef ég réði þá myndi ég versla sitthvorn toppklassa kantmanninn.
Varðandi Downing þá voru menn nú að mæra Comolli fyrir kaup hans, að hann væri með allt að 100% árangur hérna fyrr í haust, meðan Downing og hinir nýju voru að spila vel. Það er nokkurn veginn útilokað að öll kaup sumarsins gangi fullkomlega upp. Hvort sem það verður Downing, Henderson, Coates eða einhver annar, þá er pottþétt mál að einhver af kaupum sumarsins munu ekki ganga fullkomlega upp. Downing á eftir að ná sér aftur á strik. Hann hefur margsýnt það og sannað að hann er klassaleikmaður. Og líklega einn þeirra sem hefur skapað hluta af þeim aragrúa færa sem hafa farið forgörðum í haust.
Það er í sjálfu sér ekkert að því að gagnrýna Downing fyrir það sem hann hefur sýnt – eða öllu heldur, hefur ekki sýnt – og óþarfi að fara í einhverja mega-vörn út af því.
Ég skil alveg gagnrýnina á Downing, einfaldlega vegna þess að ég bjóst við miklu meira af honum. Hann og Young báru lið Aston Villa á herðum sér, og bæði hér og annarsstaðar vildu menn meina að Liverpool hefði nælt sér í betri leikmanninn af þeim tveimur. Hí á Manchester United fyrir að hafa borið skarðan hlut frá því borði!
Samt er það svo að Young hefur gert meira fyrir leiðinlega liðið heldur en Downing fyrir okkur. Eins og einhver benti á hér, þá hefur Downing ekki átt eina stoðsendingu né skorað eitt mark. Skv. Soccernet þá hefur hann átt 23 skot að marki og þar af hafa 5 hitt á rammann.
Þetta er ekkert til að hrópa húrra yfir, þessi tölfræði. Þannig skil ég vel þegar menn gagnrýna hann fyrir sínar frammistöður. Að sama skapi þá er ég ekkert að afskrifa hann, enda skil ég líka vel menn sem segja að það á ekki að dæma menn eftir 10 leiki. Málið er bara að við viljum fá meira frá honum, meiri ógnun. Öll heimsins tölfræði um skot í stangir eða heppnaðar sendingar eru í algjöru aukahlutverki, því við viljum sjá hann leggja upp mörk og skora eitt eða tvö líka. Og því fyrr því betra.
Eitt að lokum – mikið var ég glaður að sjá Carroll skora í síðasta leik. Hann átti unaðslega góðan dag og vonandi er þetta bara vísbending um það sem koma skal 🙂
Homer
Einn bjartsýnis status.
Svona aðeins að Chelsea, leist illa á dráttinn í bikarnum á móti þeim og það á útivelli, en einhvern veginn eftir tapið á móti Arsenal um helgina er ég bara nokkuð bjartsýnn. Sammála að mönnum hér á undan um að gefa Carragher smá frí þó að hann sé frábær. Finn það á mér að Liverpool sé komið á gott skrið og eigi bara eftir að klifra hægt og rólega upp töfluna. Góðir hlutir gerast hægt.
Góð grein um gleymda manninn í Liverpool: http://www.anfieldindex.com/3878/maxi-rodrguez-unluckiest-man-liverpool.html#tb
Djöfull er gaman að sjá innköstin og tíminn sem það tekur að taka þau
koma í bakið á Stókurunum núna.
N’Castle að vinna 0-2 og taka góðan tíma í innköstin sín.
Gaman að fylgjast með viðbrögðum leikmanna og aðdáenda Stóks.
Djöfull er Stoke lélegir. Sárgrætilegt að hafa tapað þremur stigum gegn þeim.
10 umferðir búnar og smá mynd að komast á þetta. Newcastle stútknikliðið og Arsenal komið til baka eftir erfiða byrjun.
Miðað við þessa 10 fyrstu umferðir verða Manchester liðin að berjast um titilinn. Chelsa og Tottenham að berjast um3ja sætið. Við og Arsenal að berjast um 5. sætið.
Til að ná inn á topp 4 fjögur þurfum við að bæta okkur verulega. Ég er ekki að hrauna yfir liðið með þessu. En mér finnst Spurs mun sterkari en við í þessum fyrsta fjórðungi mótsins.
#31
Palli afhverju afskrifar þú Newcastle í baráttu um meistaradeildarsæti? Þeir eru eins og stendur í því 3. og munu eflaust styrkja sig í janúar. Þeir hljóta að eiga eitthvað eftir af peningunum sem þeir fengu fyrir Carroll og ættu að geta fengið til sín eins og einn eða tvo gæða leikmenn. Ég get alveg séð þá fyrir mér enda í sæti 4-6. Er Ba ekki kominn með tvær þrennur og einhver 7-8 mörk í deildinni? Eins og þetta er að spilast núna verða þetta mancherster liðin og Chelsea að kljást um þessi efstu 3 og svo við, Tottenham, Newcastle og Arsenal að berjast um 4 sætið.
Gæti alveg trúað því að það verða bara Machester-liðin sem koma sér þægilega fyrir í meistaradeildarsæti… Tottenham, Chelsea, Arsenal, Liverpool og þessvegna Newcastle gætu öll verið í sömu baráttu þar sem fá stig munar um 3. – 7. sætið.
Verður áhugavert að sjá hvað varið er í newcastle eftir leikina þeirra gegn city,united,liverpool,chelsea 😛
Newcastle eru hrikalega góðir, en þeir byrjuðu líka vel í fyrra og slöknuðu eftir því sem leið á (misstu auðvitað aðal markaskorarann sinn). Þeir eiga enn eftir að spila á útivelli gegn stóru liði svo við megum búast við því að þeir netti eitthvað neðar. Arsenal virðast vera að ná sér en Chelsea á erfitt með að aðlagast nýju leikkerfi og eru strax búnir að tapa slatta af stigum.
Varðandi okkar menn nægir að nefna að ef við hefðum nýtt tvö af þessum 100 færum gegn Norwich og Sunderland á Anfield værum við í fjórða sæti. Ég held að það sé því allt of snemmt að afskrifa neitt í þeim efnum.
Það er í amk ljóst að það er komin hrikaleg spenna í þessa deild!
Ég er ekki sammála því að united komi sér vel fyrir í meistaradeildarsæti ásamt City. De Gea skilst mér að sé búin að fá á sig flest skot af öllum markmönnum í deildinni og sigur þeirra í síðustu umferð ekki svo sannfærandi né spilamennska þeirra undanfarið. Gæti trúað því að þeir hiksti eitthvað á næstunni. Newcastle gæti farið að missa stig gegn stóru liðunum en raunverulega spútnik liðið í deildinni í ár verða Spurs. Kaupin í Parker og Adebayor styrktu liðið fáranlega og spilamennskan mjög sannfærandi eins og er. Set þá í annað sætið. Lfc hafa spilað mjög vel það sem af er og minna mann á demant sem er í stöðugri slípun. Eru að spila vel en margir framúrskarandi leikmenn eiga eftir að springa betur út og 3 sætið mjög raunhæft marmið. Chelskí menn taka 4 sætið og Gúnerar það fimmta. Man U rekur svo lestina í top 6.
#28
Miðað við statistics þegar Maxi er inná og hvernig hann spilaði seinni part síðasta season er ótrúlegt að maðurinn fái ekki að spila meira. Vona að hann fái nokkra leiki í röð núna á kostnað Downing. Sjá hvort við skorum ekki aðeins meira með Maxi inná.
Ég sá leikinn hjá Newcastle og Tottenham um daginn og Newcastle komu tvisvar til baka og jöfnuðu þann leik og til síst þá hjengu Tottenham á nöglonum á jafteflinu í fáránlega vel spiluðum leik hjá Newcastle. Þessi tvö lið eru að spila vel núna og Newcastle verða sennilega í toppslagnum fram í januar þegar þeir fara að selja sína bestu menn og allt verður vitlaust á þeim bæ eins og vanalega í transferglugganum. Chelsea og U.T.D eru að mínu mati ofmetnustu liðin í deildinni og varnarleikurinn hjá Terry á móti Arsenal var svo hrikalegur að Carrahger lítur núna mikið betur út og er síst verri og alls ekki seinni en hann. Það góða við Liverpool er svo að það virðast allir sérfræðingar vera sammála um það að þeir eiga bara eftir að verða betri og því til alls líklegir. En spennandi verður þetta og mér finnst líka of snemmt að segja að Man City séu búnir að vinna deildina,þeir eiga eftir að mæta okkar mönnum tvisvar og geta alveg tapað þeim báðum.
http://www.visir.is/pato-til-solu—milan-gaeti-keypt-eriksen-fra-ajax/article/2011111039816
Taka ein stór kaup í Janúar?
Var að horfa á stoke- Newcastle djöfull var gaman að heyra þegar stoke aðdáundunir púuðu á simpson þegar hann var að þurrka af boltanum
það eiga öll lið eftir að slaka á á einhverjum tímapunkti.Það sem er að gerast hjá Chelsea er stöðug taugaveiklun hjá þeim þjálfara sem hefur látið plata sig í þetta djobb.Eigandi chelsea virðist ekki gefa mönnum nokkurn vinnufrið.Sem er bara fínt.Newcastle á klárlega eftir að taka dífu niður,ég spái svona sex tapleikjum í röð þegar af því kemur.tottenham líta allt of vel út og ég er farinn að vona að van der vaart og modric fari báðir í janúar en það er sennilega ekki að fara gerast.Alla vega þá er leiðin fyrir LIVERPOOL bara upp.Ætla að spá okkur þriðja sætinu.
Ég las í viðtali við Dalglish að hann hafi valið að kaupa Downing frekar en Mata, þeir hafi báðir staðið til boða og Mata vildi koma. Eins og tímabilið hefur byrjað þá hefði ég frekar viljað hafa Mata í Liverpool frekar en Downing. Þannig að mér finnst Dalglish hafa gert mikil mistök þarna. En ég vona að Downing taki sig á og sýni af hverju hann var valinn fram yfir Mata.
Veit ekki af hvaða miðli þetta viðtal er sem þú víar í Freyr23, en ef þetta er rétt þá er ég sammála þér með að Dalglish hafi gert mistök.
Hef samt trú á að Downing eigi eftir að plumma sig.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=116846
Væri gaman ef hann myndi fara úr United til City erkifjendnana og síðan til Liverpool til að toppa þetta!
Vil ekki sjá þetta hyski í okkar herbúðum, svíkur félögin sín án þess að hika við það og bara vandræði sem fylgja honum.. hann er bara ekki skilið að vera svona hæfileikaríkur
Jæjja Gerrard ekki með í næsta leik né til taks í landsleikjahléinu..
Ég held að þetta sé allt planað og hann er í alvuru ekkert meiddur. King Kenny vissi bara að England myndi láta hann spila fyrir sig í þessu landsleikja hléi og Kenny vill auðvitað ekki láta hann spila þar svona fljótt eftir þessi löngu meiðsli.
Kóngurinn kann þetta 😉
Hafliði, last þetta á teamtalk.com í sumar. Finn ekki fréttina af því að þetta er svo gamalt.
Sá þetta á facebook.
http://thekop.liverpoolfc.tv/_Luis-Suarez-Victim-of-Smear/blog/5412899/173471.html?as=173471
Góð grein um það hvernig andstæðingar Liverpool gera það sem þeir geta utanvallar til að klekkja á Suarez, væntanlega af því þeir ráða ekkert við hann innan vallar.
Jeff Winter segir að Suarez hafi ekki “hent sér niður”, þetta hafi verið klárt víti!
http://sportingpreview.com/columns2012/11120709.php
Það kemur að þessu hjá öllum, nema kannski Carra ?
http://mbl.is/sport/enski/2011/11/01/ferdinand_ekki_lengur_fyrsti_kostur/