Cisse hundöskufúll

Jæja, einsog við vissum þá tjáir Cisse sig frekar um ástandið sitt hjá Liverpool á blaðamannfundi hjá franska landsliðinu. Vegna meiðsla Trezeguet og Henry verður Cisse framherji númer 1 hjá franska landsliðinu, þótt hann hafi lítið sem ekkert spilað með Liverpool.

Cisse [segir fullt](http://today.reuters.co.uk/news/newsarticle.aspx?type=sportsNews&storyid=2005-10-06T115618Z_01_MOL639185_RTRUKOC_0_UK-SOCCER-WORLD-CISSE.xml), m.a.:

>”If my situation remains the same by December I’ll make my move and I’ll go.”

>”Being on the bench annoys me. I know it’s selfish but I have to think about my own career. There’s a World Cup coming up and I want to be part of it.”

>”When I’m lucky enough to start a match, they slot me on the right wing which is not my position on the field.”

>”For the rest of the time I’m only a replacement. If nothing changes before December I’ll have to take the decision to leave.”

og einnig:

>”**I would understand the coach’s choices if we were league leaders on a string of victories**. But it’s far from being like this.”

Nákvæmlega!!!!

>”To prove myself I need more time on the pitch. Against Chelsea we were down 4-1 when I came on. What could I do? Scoring a goal wouldn’t have changed the outcome of the game,”

og hann segist vilja fara til Marseille:

>”I’m not ruling out going to Spain but Marseille remains my first choice.”

Þetta verður ekki mikið skýrara.

Það er eins gott að Rafael Benitez viti hvað hann sé að gera í þessum málum. Hann bara hlýtur að vita eitthvað, sem við vitum ekki. Þetta er annars gjörsamlega óskiljanlegt.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju okkar hættulegasti maður er á bekknum á meðan að við spilum með einn framherja, sem hefur ekki skorað eitt einasta mark í vetur. Crouch hefur sannað sig sem ágætan knattspyrnumann, en það er hreint út sagt sorglegt að Djibril Cisse fái ekki sama tækifæri.

30 Comments

  1. Hann verður bara að sætta sig við að lífið er ekki alltaf dans á rósum og kyngja því. Hann verður bara að standa sig betur til þess að komast í liðið.

  2. Mér finnst Rafa vera of upptekinn við að vera með hausinn upp í rassinum á sér þessa dagana. Hann klúðrar gjörsamlega lokadögum sumarsins á leikmannamarkaðninum í að láta Michael Owen spila upp í okkur vitleysuna. Það endaði með því að Cissé fékk að vita að hann er ekki vænlegur upp á framtíðina hjá LFC að mati Rafa því hann var settur nánast á sölulistann. Í framhaldinu missum við af kaupum í tvær lykilstöður í lðinu sem síðan í framhaldinu kemur í ljós í spilamennsku liðsins sem af er tímabilsins. Og núna er Cissé RÉTTILEGA orðinn sár og svekktur yfir meðferðinni þar sem 80% líkur væri á því að hann mundi ganga í hvaða byrjunarlið í þessu jarðríki en af einhverri ástæðu kemst hann ekki í liðið út af Peter “framtíð enska boltans” Crouch! Og núna síðast lætur Rafa heyra í sér varðandi Joaquin að hann vilji hann ekki sem er í raun akkúrat maðurinn í stöðuna á hægri kantinn en við höfum greinilega ekki efni á honum……………. 🙁

  3. Úff… Hann verður nú að passa sig að segja ekki of mikið. Það er alveg ljóst að ef hann verður seldur er eins gott að Rafa töfri fram einhvern ægilegan nagla.

    Vonum að hann fái sénsinn, en vitað mál er að Rafa kann ekki við það að láta stilla sér upp við vegg. Er samt sannfærður um að ef hann fær séns í nokkra leiki og fær sjálfstraustið aftur er maðurinn algert dínamít.

  4. Cisse er hættulega hreinskilinn, hann hefur auðvitað sínar ástæður og kemur með athyglisverða línu : ?I would understand the coach?s choices if we were league leaders on a string of victories. But it?s far from being like this.”

    En er hann að fara réttu leiðina? Hefur það reynst mönnum vel í gegnum tíðina að kvarta og kveina í fjölmiðlum? Nei, þetta er ein öruggasta leiðinn til að vera endanlega útilokaður af þjálfara liðsins. Auk þess gerir hann lítið úr liðsfélögum sínum og þjálfurum með því að tala um að liðið sé langt frá því að vera í toppsætinu.

    Sama hversu óhress þú ert, þú lætur ekki allt flakka fyrir framan fullt herbergi af fréttamönnum. Svona yfirlýsingar geta haft áhrif á liðið, á neikvæðan máta.

    Cisse hefði átt að fara á fund Benitez og fá hlutina á hreint, fá útskýringar á því hvað veldur bekkjarsetunni og vinna síðan í því að bæta sig í þeim þáttum sem Benitez telur að vanti upp á hjá honum. Því augljóslega er eitthvað við spilamennsku Cisse sem veldur því að Benitez hefur ekki meiri trú á honum.

    Fyrir mitt leiti fær Cisse mínus í kladdann fyrir svona framkomu. Svona yfirlýsingargleði gerir engum gott hvorki honum né liðinu.

    Krizzi

  5. Cisse er bara að segja hluti sem eru augljósir… hins vegar tel ég nú heillavænlegra að ræða svona hluti “face to face” við þjálfarann en að fara með þetta í fjölmiðla.

    Vonandi að Benitez getið tekið smá gagnrýni án þess að vera sorrý, svekktur og sár!

  6. Ég hef áhyggjur af þessu, mér finnst hann ætti að harka af sér og þegja. Er þetta ekki sami maðurinn og fékk sér Liverpool tattú og var íklæddur rauðu í brúðkaupinu sínu? Hvað eru búnir margir leikir og hann byrjaður að kvarta? Ég held mikið upp á hann en þetta líst mér ekki á!

  7. Rugl. Ég skil ekki hvað maðurinn er að fara. Þegar þú ert í liði eins og Liverpool sem er Evrópumeistari og ætlar sér að ná toppnum á Englandi þá einfaldlega situr þú á bekknum ef svo ber undir. Svo er bara að bíta í skjaldarrendurnar og reyna að komast í liðið.

    Ég vil svo benda á að Cisse er 3. eða 4. maður inn í Franska landsliðið. Eins og ég hef oft sagt þá er 3. eða 4. besti einfaldlega ekki nógu gott fyrir Liverpool – ef við ætllum okkur að vera nr. 1.

    Svo vil ég líka benda á að það að vera varamaður í Franska landsliðinu er ekkert sérstakt. Við Púllararnir höfum brent okkur á því áður.

    Svo vil ég líka benda á að þó við séum ekki að vinna leiki í augnablikinu þá eru vissulega batamerki á liðinu frá því í fyrra. Það eitt nægir mér í bili. Betra en í fyrra og undanfarin ár. Ef við ætlum að búa til gott lið verður að hafa eitt plan, nánast alltaf saman mannskap og allir verða að stefna að sama markmiði.

    Sorrý Cisse, að mínu mati hefur þú ekki áunnið þér rétt til að verða fastur byrjunarliðsmaður. Hvorki með frammistöðunni nú í vetur eða þá í fyrra. (Bæði fyrir og eftir meiðsli.)

    Láttu frekar verkin tala sínu máli inn á vellinum.

  8. Cisse hefur ekki fengið mörg tækifærin. Hefur fengið minna en Morientes (og sá hefur aldeilis raðað inn mörkum fyrir Liverpool……! og sá fær meira að segja að spila í sinni náttúrulegri stöðu).

    Sjáum hvað Cisse getur í landsleiknum á móti Sviss (en þeir standa eins að vígi og Frakkland og gerðu reyndar jafntefli við þá í fyrri leiknum í Frakklandi) og svo skulum við gagnrýna leik hans eftir að maðurinn nær að spila heilan leik í sinni stöðu.

  9. Ég er sammála mörgum að þetta séu verulega asnaleg ummæli hjá Cisse. Hann ætti frekar að banka hjá honum þrátt fyrir að hann sé ekki “þannig típa” einsog hann segir.

    En Hössi, hann er jú maður númer 3, en þeir tveir á undan honum eru Henry og Trezeguet, sem ég myndi telja meðal 10 bestu framherja í heimi.

  10. Þetta er það versta sem menn gera í stöðunni og skilar mönnum aldrei nokkrum sköpuðum hlut. Nema ef vera skyldi að verða seldur. Ég held að Cissé sé einfaldlega búinn að fá nóg og sé viljandi að “kjafta sig” burt frá Liverpool.

  11. Úff! Ég segi bara úff, því við (alla vega ég og nokkrir aðrir hér) gagnrýndum Baros fyrir að gera það nákvæmlega sama. Þetta er stór mínus í kladdann að koma með svona rosalega beinar athugasemdir gagnvart þjálfara opinberlega – ÞÓ SVO að þær séu hárréttar!!

    Og Eiki Fr: Það var ekki Michael Owen sem spilaði upp í vitleysuna, það voru Rafa og stjórnin. Ekki kenna Owen þarna um. Hátt verð (sem kannski síðar meir á sísoninu – takið eftir kommentum Ian Rush – reynist þess virði fyrir NU) er væntanlega Real Madrid “mest að þakka”.

    Og ég get ekki ímyndað mér það að Liverpool hafi ekki efni á Joaquin. Hann er ekki sá eini, var ekki Simao maðurinn? Eða er ég að rugla? Liverpool á slatta af peningum og stór mistök voru gerð í sumar að geta ekki eytt aðeins meira í leikmenn. Bæði Simao og Joaquin eru ónýtir okkur í CL …

    Tek heilshugar undir því sem Krizzi minnist á.

    Ég hef trú á betri deildarárangri í ár, en staðan í dag er svartari en maður hefði viljað. Er þá ekki bara svarið: eina leiðin er upp á við??? 🙂

  12. Einar – rétt að þeir eru meðal 10 bestu sóknarmanna í heimi. Engu að síður þá þarf það ekki að þýða að Cisse sé á topp 20. Getumunur milli einstakra manna er oft svo mikill.

    Svo eru hinir búnir að sanna sig á hæsta leveli. Cisse á það eftir.

    Ég vona svo innilega að svo verði.

  13. Hössi, ekki er Peter Chruch númer 1 í enska landsliðinu hann er inni útaf banni hjá Roony, og að mínu mati eru frakkar betri en Enskir, og einsog Einar sagði eru Henry og Trezeguet meðal bestu framherja í heimi. Cissé á að fá fleiri sénsa í liðinu, ekki henda honum út án þess að hann fái neinn séns í okkar góða liði.

  14. Ég er ánægður með þessi comment hjá Cisse, það er ekki spurning að hann er einn fremsti sóknarmaður í enska boltanum og á svo sannarlega skilið að vera í byrjunarliðinu hjá Liverpool. Ég segi bara fyrir mig að þegar ég sé þessa uppstillingu hjá Benites með hann Crouch einn frammi þá býst maður ekki við sigri né skemmtilegum sóknarleik hjá Liverpool.

  15. Sælir og takk fyrir frábæru síðu, Mér finnst að hann eigi bara að taka sig til að spila með 3-5-2 og hafa Cissé eða Crouch/Nando saman frami og spila með Sissoko og Alonso sem DMC og svo Garcia/Flo-Po Gerrard og Riise/ Kewell þegar hann er orðinn góður af meiðlsunum og Traore Carra og Hyypia í vörninn og svo þarf hann nauðsinlega að kaupa varnamann og klassa vængmann í janúar, En þetta með Cissé ég er alveg 100& sammmála því sem er sagt að hann sé okkar lang besti Sóknarmaður og mér finnst að hann eigi að vera númer Eitt á blað þegar Liðið er valið, því ég er nokkuð viss um það að þegar hann fær tæknifæri og þá meina ég nokkra leiki í röð ekki ein leik á kantinum og svo 15-20 min í leikjum þar á eftir heldur alvöru tækni og þá sem Striker þá fer hann að sýna afhverju hann fékk Bronsskóinn í Evrópu áður en hann kom til okkur og þá fer hann að sýna sitt rétt aldlit og ég er viss um að hann skorar 20 mörk ef ekki fleiri á þessu tímabili svo framlega sem hann fær að spila nóg og fær að byggja upp sjálfálitið aftur og traustið. Og um leið og það skeður þá fáum við sjá mörk í öllum regnbogas litum og þá getum við farið að taka Gleði okkar á ný og svo eitt af lokum mér finnst líka kannski kominn til að gefa Carson tækifæri í markinu og svo þegar Dudek er orðinn góður af meiðlsu leyfa honum að fá tækifæri líka því mér finnst Reina ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.

  16. Af hverju er það bara fyrirfram ákveðið að Djibril Cisse sé hættulegasti framherji Liverpool?

    Það getur jú vel verið að hann sé fáránlega góður, en ég hef nú ekki séð neina world-class takta hjá honum þegar hann spilar sem framherji. Hann virðist vera mjög góður í því að skjóta boltanum rétt framhjá markinu

    Hann hafði ekki skorað það mikið (3 mörk í 13 leikjum minnir mig) þegar hann fótbrotnaði, og síðan hann kom aftur hefur hann jú nýtt öll vítin sín, en svo hefur hann jú skorað eitt og eitt mark í undankeppni Champions League að ógleymdum þessum tveimur í Super Cup leiknum sem skiptir nánast engu máli.

    Ég er ekki að segja að maðurinn sé hræðilegur, en ég læt það vera að kalla hann hættulegasta sóknarmann liðsins. Svo virðist sem að hann fái að njóta þess að vera það bara út af því að hann var keyptur á £14m punda.

  17. Svo ég segi það líka, þá ætti Fernando Morientes að vera lang-lang-langbesti framherji Liverpool. Hann hefur hins vegar ekki sýnt mikla takta, nema kannski hjá læknaliðinu þar sem hann hefur verið meiddur svona 30% af þeim tíma sem hann hefur verið hjá Liverpool.

  18. Reka Rafa. ´Þvílík steik sem sá maður er. Peter Crouch!! Halló erum við ekkert að grínast!! Breytir engu þótt við unnum CL. Árangurinn í deildinn er orðinn pínlegur.

  19. Einhver talar um að Cisse sé ekki besti senter Liverpool. Kannski ekki. En hann hefur þó sýnt mun meira en Moro og Crouch. Hvað hefur Crouch gert til að verðskulda að vera tekinn framyfir Cisse? Ekki neitt. Cisse skoraði reyndar ekki nema 3 mörk í 12 leikjum í fyrra áður en hann meiddist, en það verður að taka það með í reikningin að hann var nýkominn til liðsins. Síðan meiðist hann mjög illa. Í meiðslunum sýndi hann gífurlegan karakter og kom mun fyrr til baka en búist var við. Átti nokkrar innkomur í lok tímabilsins sem lofuðu virkilega góðu. Breytti oft gangi leikja þegar hann kom inná. Meðan á þessu öllu saman stóð var hann algjörlega til fyrirmyndar. Síðan hefur hann ekki fengið sénsinn.

    Munurinn á Baros og Cisse er sá að Baros vældi og röflaði þrátt fyrir að fá að spila og ganga vel. Hver man ekki eftir ummælum hans um að hann vildi fara til Barcelona?

    Cisse hefur fullan rétt á því að tjá sig opinberlega. Ef maður les ummæli hans sér maður að óánægja hans er allt annars eðlis en leikmanna eins og Baros, Gerrard og Owen sem eru allir drifnir áfram af eiginhagsmunum.

  20. Kiddi:

    >Hvað hefur Crouch gert til að verðskulda að vera tekinn framyfir Cisse? Ekki neitt

    ..

    >Cisse skoraði reyndar ekki nema 3 mörk í 12 leikjum í fyrra áður en hann meiddist, en það verður að taka það með í reikningin að hann var nýkominn til liðsins

    Er ekki dálítill tvískinnungur í þessu hjá þér, Kiddi? Í einu orðinu segirðu að Crouch eigi ekki að vera tekinn framfyrir Cisse, en svo afsakaðirðu frammistöðu Cisse af því að hann var nýkominn til liðsins. Af hverju fær Crouch ekki sömu meðferð? Hann er jú nýkominn til liðsins.

    Einnig:

    >Ef maður les ummæli hans sér maður að óánægja hans er allt annars eðlis en leikmanna eins og Baros, Gerrard og Owen sem eru allir drifnir áfram af eiginhagsmunum.

    Fyrirgefðu, en hvaða hagsmunum eru þessi ummæli byggð á? Cisse er ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig í þessu dæmi. Ef hann hugsaði fyrst og fremst um liðið þá færi hann beint til Rafa og segði: “Hey, ég get bætt þetta lið ef þú gefur mér tækifæri” í stað þess að væla í franska blaðamenn.

    Og Lárus: Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið brandari:

    >Breytir engu þótt við unnum CL. Árangurinn í deildinn er orðinn pínlegur.

    Og enn og aftur: Peter Crouch er ekki vandamálið, hann er búinn að leika virkilega vel. Vandamálið er að Crouch er EINN!!! Það er fáránlegt að menn séu að láta þennan pirring varðandi Cisse bitna á Peter Crouch. Hann hefur ekkert gert rangt.

    ..

    >og svo þegar Dudek er orðinn góður af meiðlsu leyfa honum að fá tækifæri líka því mér finnst Reina ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.

    Eru menn með alzheimer?

    Dudek er búin að vera ein taugahrúga síðustu ár. Reina hefur fengið á sig eitt mark, sem að sumir telja að hafi verið honum að kenna og þá er hann “ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.”. Þetta finnst mér ótrúlegt.

    Hvernig geta menn hugsað sér að fá Dudek aftur? Gleymið framlengingunni og vítaspyrnukeppninni í Istanbúl. Það þarf ekki að spóla lengur aftur en í sjálfan leikinn til að sjá af hverju Dudek er ekki treystandi. Hann er orðinn 33 ára og hans tími hjá Liverpool er liðinn. Reina og Carson eru framtíðin.

  21. Svo ég svari þér Einar þá var ég ekki að dæma Crouch. Hann er að mörgu leyti fínn fóboltamaður og á að sjálfsögðu að fá sinn séns. En ég spyr samt sem áður hvað hefur hann verðskuldað til að vera tekinn framyfir Cisse? Af hverju á Crouch frekar að fá sénsinn?

    Varðandi samanburð minn á Cisse og hinum leikmönnunum þremur þá hefur Cisse sýnt mun meiri þolinmæði og ást á klúbbnum en hinir. Owen fór við fyrsta tækifæri eftir að hafa dregið Parry og félaga á asnaeyrunum. Gerrard ætlaði að fara, og ætlaði að fara aftur. Baros vildi fara til Barcelona(endaði hjá AV haha). Enginn þessara leikmanna var útilokaður frá liðinu á sama hátt og Cisse. Ef Cisse fengi sömu meðferð og Owen fékk og Gerrard hefur fengið er ég alveg viss um að það myndi ekki hvarfla að honum að fara.

    Muniði eftir því þegar Cisse gat valið úr liðum og Liverpool var verr sett en það er í dag. Alltaf var hann harðákveðinn. Ég ætla til Liverpool! Jafnvel þegar Houllier hætti og menn efuðust um framtíð hans hjá liðinu, neieni ég ætla til Liverpool! Það þarf enginn að efast um ást þessa manns á klúbbnum. Haldiði t.d. að Steven Gerrard myndi láta bjóða sér það að vera haldið á bekknum jafn lengi og Cisse?

  22. Jæja. Maður sleppir netinu í tvo daga (vegna bilana & veikinda) og allt verður vitlaust. 😉 Hvað er að gerast eiginlega … ?

    Annars tek ég undir með þér Einar í því að mér finnst óþolandi að Cissé skuli viðra þetta svona opinberlega. Mér fannst það óþolandi þegar Baros gerði þetta í vor, og mér finnst það líka núna. Rafa hlustar ekkert á væl í blöðunum og því hugsa ég að það eina sem Cissé hafi áorkað með þessu sé að gera sölu í janúar ennþá líklegri en áður. Flott hjá honum, vonandi eiga Marseille nógan pening …

    Lesendur þessarar síðu vita það að ég er mjög hrifinn af Cissé sem leikmanni. Var lengi spenntur að fá hann til liðsins og allt það. En nú sýnist mér allt benda til þess að hann fari frá liðinu og það sem fyrst, því miður. Rafa hefur einfaldlega meiri trú á þeim Crouch og Morientes. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvernig Rafa stillir upp í næsta leik, nú þegar Nando er orðinn heill. Setur hann þá báða í liðið, eða heldur hann áfram með einn frammi?

  23. Tek það fram að mér finnst Cisse vera frábær leikmaður. En ég vil benda Kidda á að Owen dró engan á asnaeyrunum. Og hvaða sérstöku meðferð fékk Owen hjá félaginu eftir að hann ákvað að fara eða vildi koma til baka? – Enga!! Owen sýndi hollustu meðan hann var hjá félaginu og augljóslega vildi koma til baka. Ég skil vel að sumir knattspyrnumenn vilji reyna fyrir sér erlendis, en hann vildi koma til baka.

    Sjálfur var ég pirraður á Gerrard í gegnum þessa hætta-ekkihætta-jójó-ákvörðun hans, en hann skrifaði undir og er fyrirliði liðsins.

    Cisse meiddist hræðilega og hefur fengið jú að byrja í einhverjum leikjum en þetta kerfi sem Rafa er að nota núna virðist alls ekki vera að henta honum. En hvaða lið var það sem stóð með Cisse og hlúði vel að honum í gegnum þennan erfiða meiðslakafla?? Það var Liverpool. Þannig að þó svo að ég sé sammála því sem Cisse segir, þá finnst mér vettvangurinn fáránlegur!! Þetta er erindi við Rafa og utan allra fjölmiðla!

    Og ekki einu sinni reyna að bera saman Cisse og Gerrard hvað varðar veru þeirra á bekk eða mikilvægi fyrir liðið. Þetta eru svo gjörsamlega ólíkar stöður! Ég held (þori að veðja upp á það) að flestir hérna á blogginu taki undir það að þeir vildu frekar hafa Gerrard í liðinu heldur en Cisse.

    Ég vil hafa báða, en ég vil líka sjá betri árangur. Ég trúi ekki að leiðin að honum sé að útvarpa óánægju í gegnum fjölmiðla.

  24. JayMatteo (ummæli 13) – að mínu mati hefur hvorki Cisse né Crouch gert nokkuð til að ávinna sér byrjunarliðssæti hjá Liverpool. Eins og þú kemur inn á eru báðir nr. 3 eða 4 hjá sínum landsliðum.

    Á meðan svo er eiga báðir. Ekki bara Cisse að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Það gera menn bara á æfingum og innan vallar.

    Þegar Cisse er búinn að sanna sig á hæsta leveli sem hann er ekki búinn að gera má hann rífa kjaft mín vegna. Þangað til hefur hann ekki efni á því.

    Ég vil svo bæta við að í Liverpool vantar mann sem bæði skorar mörk og getur unnið góða vinnu fyrir liðið úti á vellinum- haldið bolta o.sv.frv. Í dag held ég að Moro sé líklegastur að geta þetta.

  25. Tekk undir orð þín Hössi, ég hef mesta trú á Moro. Taki maður upp landsliðsmælistikuna, þá er hann langnæstur byrjunarstöðu í landsliði sínu, sem mér finnst persónulega vera skárra landslið en það franska og það enska í dag. Samkvæmt þeirri mælingu er Moro bestur þeirra 3ja.

  26. Það er ekkert smá sem einn maður getur valdið miklum usla á þessu spjalli. Greinilegt að Cisse er heitasta umræðuefni Liverpool þessa dagana.

    Rétt er það, að Cisse á ekki fara með þetta í fjölmiðla. Menn eiga bara að halda kjafti og leggja meira á sig.

    Ég er mikill aðdáandi þessa manns, verð alveg svartur af reiði þegar ég er að horfa á okkar menn og hann fær ekki að spila. Sóknarleikur okkar manna hefur verið algert grín það sem af er tímabili í deildinni, við sköpum okkur ekki einu sinni færi í sumum leikjum. Enginn ógnun. En þá kemur Cisse inn á og þá loks verður ógnun. Spurning hvort hann sé of mikil ógnun fyrir varnarsinnað kerfi Rafa, hehe.

    Ég held að við skulum strax hætta að kenna Crouch um hlutina. Hann gerir það sem hann á að gera. Hann er bara einn frammi og lítur því illa út. Cisse og hann er skapaðir til að spila saman.

    ATH!
    Eitt sem ég vill benda á er að Rafa veit alveg hvernig Cisse er. Munið þið ekki þegar Rafa sagðist vera sáttur við það að Cisse væri reiður!!! hann sagðist hreinlega vera ánægður með það. Cisse er nú líka þannig leikmaður að hann er alveg rosalega metnaðarfullur, en kannski ekki sá gáfaðasti.
    Ég er viss um að Rafa veit alveg hvernig Cisse líður og skilur hann. Hann hefði sennilega líka kosið að Cisse ræddi beint við hann en ekki pressuna. Samt viss um að þetta kemur Rafa ekki mikið á óvart. Svona er bara Cisse og Rafa veit alveg hvernig hann mun tækla þetta.

    Talandi um Baros, þá vældi hann allt síðasta sumar þrátt fyrir að flestir framherjar okkar væru meiddir og að hann spilaði nærri alla leiki. Samt vældi hann. Hefði Baros verið núna í LFC væri hann í verkfalli.

    Go Cisse

  27. Ég skil nú ekki hvaða mælikvarða menn eru að reyna að nota til að meta leikmenn og hvaða landslið er betra en hitt. Ég horfi bara á mörkin og eins og er er Cisse búinn að skora mest af framherjunum. Því finnst mér að hann ætti að fá meiri sénsa.

  28. Hvað eru menn að tala um hver sé næst byrjunarliðstöðu i sínu landsliði????????? Hverjum er ekki sama!!! Raul og Torres eru alltaf á undan Moro. Henry er alltaf fyrstur inn hjá Frökkum, svo kemur Trez og svo Cisse. Henry og Trez eru alveg á toppnum. Allir þekkja Henry og varla er til markheppnari maður en Trez. ég gæti tekið þennan sama pakka með Crouch en nenni því ekki. Hættum að tala um þetta strákar, þetta er enginn mælikvari á gæði.

Rafa hefur EKKI áhuga á Joaquin

Cisse aðeins minna fúll í dag