Ný færsla

Nenn’ekki lengur þessari Suárez færslu, mitt mat? Dalglish er sannfærður um sakleysi hans, sama gildir um mig, end of story. Trúi honum c.a. skrilljón sinnum meira en hræsnaranum Fergie eða gjaldmiðlinum sem er ekki svo traustur.

Ætli það verði ekki eitthvað örlítið komið inn á þetta samt á morgun (laugardag) í þætti þeirra Fótbolti.net manna á milli 12 og 14 á X-inu. Þeir sem hafa ekki fengið nóg af minni ylhýru rödd í podcastinu, geta einmitt stillt á þessa stöð á morgun þegar fyrsta eintak af Enska Hringborðinu verður settur í loftið. Kannski erum við að sjá nýtt Leiðarljós (bara í útvarpi) sem mun halda áfram næstu 25 árin, eða kannski verður þetta bara áfram sama prumpið þegar Poolarinn drullar yfir Mancarann. Eitt er þó víst, menn verða seint sammála um hlutina þegar fulltrúar þessara tveggja liða koma saman og ræða um boltann, enda bara á það ekki að vera svo. Ef hægt er að tala um svart og hvítt og ekkert þar á milli, þá er það akkúrat Liverpool vs. ManYoo. Annað er táknmynd alls hins góða í veröldinni, hitt er með sjálfan djöfulinn í merkinu sínu, further explanation needed? Hélt ekki.

Allavega, Suárez umræðan komin enn neðar, það var aðal málið, fótboltinn byrjar aftur um helgina…Bring it ON.

14 Comments

  1. Jæja gott að einhver stjórnandi á þessari síðu sé ekki með United-skoðun á þessu Suarez máli (smá djók en samt smá ekki, allavega ekki illa meint en samt pínu)..
     
     

  2. snild að fá þetta neðar á síðuna… allveg kominn með upp í kok af þessari umræðu ! er ekki kominn tími á upphitun bara ???
     

  3. “Annað er táknmynd alls hins góða í veröldinni”
    Hvað haldiði að Liverpool sé Unicef eða eitthvað álíka….díses 

  4. Held að Stefán sé mjög bitur! Heheh

    Er ekki málið að skella inn upphitun bara 😉 (veit að hún kemur seinna í dag).

    Ég ætla samt að spá komandi leik 0-2 fyrir okkar mönnum þar sem Suarez og Downing skora 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  5. Orð að sönnu. Verð að lýsa yfir ákaflegri gleði minni hvað okkar ástkæra og undursamlega liði er að takast að pirra kallinn í smábænum við hliðina á Liverpool og væta hann um augu og buxur. Gæti ekki verið meira sammála þessum pósti frá SStein. Haleluja barasta og eat this þið þarna sem eruð í fýlu út í okkur 😉

  6. Heiðar Helguson er heitasti strikerinn í deildinni. Þvílíkur leikmaður

  7. Hvað þarf maður að bíða lengi eftir að komast í upphitun frá ykkur drengir. Ég get ekki byrjað undirbúninginn minn fyrir leikinn nema að fá upphitun frá bestu síðu í heimi.

  8. Er buinn ad fara inna thessa sidu 6-7 sinnum i dag og bid spenntur eftir upphitunni

  9. Um hvað er þetta Suarez mál sem er við að tala um ??
    leikur á morgun stelpur, caroll með 3 í 0-4 sigri…. ekki spurning

Manchester City tilkynnir mesta tap sögunnar

Chelsea á Brúnni – nóvember 2011