Ok, semsagt Gerrard er meiddur og verður frá næstu 2-3 vikur. Það er nú hefðbundið að Gerrard sé frá í nokkrar vikur á tímabili, þannig að það er eitthvað sem við höfum þurft að sætta okkur við og lifa með.
En einsog áður, þá gefur fjarvera Gerrard okkur ávallt ákveðin tækifæri. Það kemur auðvitað *enginn* í staðinn fyrir besta miðjumann í heimi, en þetta gæti þó boðið uppá athyglisverða möguleika.
Til dæmis varðandi leikinn á laugardaginn. Ef að Gerrard er meiddur, þá erum við ekki með neinn sókndjarfann miðjumann, þannig að ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Rafa spili 4-4-2, eða þá í versta falli að hann hafi Luis Garcia sem næst fremsta mann.
Ég held að uppstilling með Sissoko, Alonso og Hamann á miðjunni yrði alltof varnarsinnuð, þar sem að enginn þessara leikmanna er þekktur fyrir mikla sóknartilburði. Á móti liði einsog Blackburn á heimavelli hljótum við því að blása til sóknar.
Þannig að ég ætla að spá því að Rafa stilli upp með Zenden, Sissoko, Alonso og Garcia á miðjunni og Crouch og Cisse frammi. 4-4-2 og hann gefi Cisse tækifæri til að standa við stóru orðin. Það verður allavegana spennandi að sjá.
Svona á persónulegum nótum, þá verður leikurinn á laugardaginn minn fyrsti leikur á Anfield. Ég og tveir félagar úr vinnunni ætlum að fara, þar sem við getum sameinað vinnuferð og þennan fótboltaleik. Ég hef bara farið á einn Liverpool leik, sem var háður í Istanbúl og því hef ég ágætis reynslu af því að sjá Liverpool í eigin persónu.
Ég krefst allavegana sigurs. Ef við vinnum ekki Blackburn á laugardaginn, þá fyrst fara viðvörunarbjöllur að hringja af alvöru. Núna er tækifærið að sýna að þetta lið snúist ekki um Gerrard og að við getum spilað alvöru sóknarbolta. Vonandi að Rafa gefi Crouch og Cisse smá tækifæri saman, ég er sannfærður að það gæti gefist vel.
Sammála þér einar! Við hljótum að spila 4-4-2.
Njóttu Anfield og megi þú verða sama lukkudýr og í Istanbul.
Tek undir með Einari, þetta bíður upp á nýja möguleika. Auk þess getur LFC vel spjarað sig án þess að hafa Gerrard í liðinu.
Við hljótum að fara í 4-4-2 með Sissoko sem aðalmann á miðjunni. Það sáu líka allir í landsleiknum að Crouch nýtist liðinu mun betur með fljótann mann með sér sókninni. Með Crouch og Cisse í sókninni á heimavelli yrðum við miklu hættulegri fram á við og mörkin yrðu kannski fleiri en eitt? hver veit.
Krizzi
Rafa bara hlýtur að hafa séð hvað Crouch var öflugur fyrir Owen á laugardag, hann mataði hann á mörgum boltum í þeim leik, og var duglegur að leggja upp fyrir aðra og koma sér í færi líka. Það er nákvæmlega engin ástæða, í fjarveru Gerrard, til að vera áfram í 4-5-1.
Bjartsýnn fyrir laugardag, sérstaklega þar sem lukkudýrið okkar verður á staðnum! 😉
Sjáumst á laugardaginn 🙂 YNWA
Menn í smá ofmati eða?
Þið eruð að tala um 2-3 vikur en þetta segir Stevie G http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=29251
Til í slaginn gegn Fulham :biggrin:
Sjáumst á The Park fyrir leik á laugardag!
Show us Cissé!
sjáumst á Anfield… eins gott að Liverpool vinnur :biggrin2: YWNA