Það er smá skrýtið að skrifa skýrslu eftir að Manchester City, ríkasta lið heims og það lið sem hefur byrjað best allra liða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, mætir á Anfield og nær bara jafntefli – og vera samt alveg brjálaður yfir úrslitunum.
Fyrir leik var mínútu þögn til heiðurs Gary Speed, sem framdi sjálfsmorð í morgun og Luca Jones, son Brad Jones, sem dó úr hvítblæði fyrr í vikunni. Dalglish stillti liðinu svona upp:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Kuyt – Henderson – Lucas – Adam – Downing
Suarez
Á bekknum: Doni, Kelly, Carragher, Coates, Spearing, Maxi, Carroll.
Fyrsti hálfleikurinn var jafn – að mínu mati voru Liverpool örlítið betri en City, en munurinn var ekki mikill og liðin sköpuðu sér ekki merkileg færi.
Mörkin tvö komu á 70 sekúndna tímabili. Fyrst skoraði City klaufalegt mark. Þeir fengu hornspyrnu, sem að Silva tók á nærstöng – þar duttu Kuyt og að mig minnir Downing um hvorn annan og Kompany kom þá og honum tókst að senda boltanum með öxlinni í fjærhornið.
Okkar menn komust strax inní leikinn aftur þegar að Charlie Adam skaut af löngu færi í Everton-manninn Lescott, sem breytti stefnu á boltanum þannig að hann endaði í markinu hjá City. Tvö klaufaleg mörk og í annað skipti á vetrinum sem Adam hefur skapað sjálfsmörk hjá varnamönnum anstæðinganna. Vel gert hjá honum.
Eftir þetta var Liverpool betra liðið það sem eftir lifði hálfleiks. Stuttu eftir markið gat Adam skorað mark númer tvö þegar að Kuyt gaf góða sendingu á hann, en Hart náði að verja með stórutá. Stuttu eftir það átti Glen Johnson svo frábært skot með vinstri, sem fór rétt framhjá.
City menn sköpuðu ekki merkileg færi og mesta hættan var þegar að Enrique gaf boltann á Aguero, en Reina reddaði vel langt fyrir utan teig.
Staðan 1-1 í hálfleik.
Ég var skít hræddur í hálfleik um að það myndi koma slæmur kafli í seinni hálfleik, en hann kom aldrei því Liverpool var MIKLU betra liðið í seinni hálfleik og hefði auðveldlega geta unnið þennan leik 3 eða 4-1.
Ég nenni ekki að þylja upp alla rununa af færum sem við fengum. Carroll (sem kom inná fyrir Kuyt) var ótrúlega óheppinn að skora ekki, það sama á við um Downing og Kuyt og eflaust einhverja fleiri. Liverpool var einfaldlega miklu, miklu betra liðið í seinni hálfleik.
En þessi leikur átti það sameiginlegt við leiki þar sem lélegri lið deildarinnar hafa mætt og náð að halda jöfnu á Anfield að bestu maður andstæðinganna var markvörðurinn. Joe Hart varði trekk í trekk á hreint ótrúlegan hátt frá leikmönnum Liverpool. Ég man eftir einhverjum 4-5 dauðafærum þar sem ég var öruggur um að Liverpool væru að skora, en Hart náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja.
City menn sköpuðu lítið sem ekkert og Silva sást varla í leiknum (þökk sé ákveðnum brasilíumanni). Balotelli kom inná og fékk rautt spjald fyrir tvö gul spjöld á sirka 5 mínútum, sem er afrek hjá honum. En það að vera einum fleiri breytti litlu fyrir þennan leik því Liverpool var miklu betra lið á móti 11 og héldu áfram að vera það á móti 10.
Maður leiksins: Allt Liverpool liðið lék vel í dag. Við yfirspiluðum Manchester City og hefðum átt að vinna þennan leik. City liðið sem hafði tapað tveimur stigum í allan vetur og hafði skorað 2 eða fleiri mörk í einhverjum 10 leikjum í röð átti fá færi í leiknum og það getur enginn haldið því fram að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þessum leik.
Reina og vörnin voru verulega góð. Þessi 5 manna lína, sem hefur spilað undanfarna leiki er einfaldlega ein sú besta í deildinni. Fyrir framan hana á fimm manna miðju voru allir að spila fínan bolta og þá sérstaklega Lucas og Adam. Frammi var Suarez ógnandi, en hann fékk enn einu sinni enga vernd frá dómara leiksins, sem lét varnarmenn City komast upp með ótrúleag mörg brot á Suarez.
Það er þó ekki nokkur einasti vafi á því að Lucas Leiva var maður leiksins. Hann var einfaldlega stórkostlegur. Hann vann fáránlega marga skallabolta (spil City var oftast að dæla háum bolta fram, sem að Lucas hirti) og svo vann hann gríðarlega margar tæklingar og átti oftar en ekki hættulegar sendingar, sem að störtuðu sóknum okkar manna. Þvílíkur leikmaður.
Við töluðum um það fyrir Chelsea leikinn að þetta væri gríðarlega stórt próf fyrir þetta Liverpool lið þessi hrina leikja á móti Chelsea og City. Niðurstaðan er 4 stig, sem ég hefði klárlega tekið fyrir. Ef einhver hefði boðið mér 1-1 jafntefli fyrir leik þá hefði ég líka tekið því. En við áttum að vinna í dag – við vorum miklu sterkara liðið og það er gríðarlega jákvætt.
Núna þurfa okkar menn að klára dæmið á móti Chelsea í deildarbikarnum og svo vil ég sjá fullt hús stiga í desember. Baráttan um 2-4 sæti er galopin og ég held að ekkert lið fyrir utan City sé öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.
Joe Hart maður leiksins heilt yfir. Lucas Leiva bestur hjá okkur.
ANDSKOTINN að hafa ekki klárað þetta!
Maður leiksins: Joe Hart
Frábær leikur hjá okkar mönnum. En 4. sætið er að verða fjarlægur draumur.
Ég er mjög sáttur við spilamennsku liðsins í dag, þótt ég hefði klárlega viljað sjá okkur klára þetta. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en eftir hlé tóku okkar menn smám saman öll völd og hefðu átt að vinna þetta. Joe Hart besti maður þeirra, bjargaði stiginu, en Lucas Leiva var yfirburðamaður á vellinum.
Fokk it. Jafntefli heima gegn Manchester-liðunum er ekkert skelfilegt en hin þrjú jafnteflin heima valda því að maður er óþarflega pirraður yfir jafntefli í dag. Nú ríður á að taka sigurhrinu í desember enda ekki „stórlið“ aftur á dagskrá fyrr en við heimsækjum City í janúar.
Sex deildarleikir í desember – sex sigurleikir. Það á að vera stefnan.
Við áttu þetta ekki skilið
Djöfull er ég stoltur af okkar mönnum !!! Við vorum betri aðilinn heilt yfir !!Lucas hreint frábær !!
Án þess að leggjast í djúpt þunglyndi eða ætla að rakka niður liðið fyrir að ná aðeins jafntefli gegn City, þá er færanýting liðsins grátleg.
Ef að menn myndu fara að nota vanda sig pínulítið meira, þá værum við svona 10 stigum ofar í deildinni.
Það er tölfræðilega óeðlilegt að markmenn andstæðinganna séu alltaf maður leiksins gegn okkur.
lofar góðu fyrir framhaldið að hafa látið besta lið deildarinnar fara af anfield með eitt stig og það erum við sem erum fúlir með stigið, ekki þeir.
einmitt krulli. við náðum stigi vs city. Þannig við getum léttilega gert okkur vonir um annað sæti
Enn eitt jafnteflið á heimavelli.
Vonbrigði. Mikil vonbrigði.
Joe Hart maður leiksins.
Vörnin flott en þó tæp á köflum.
Við eigum séns á 3.-4. sætinu ef við gerum skynsamleg kaup í janúar og náum í mann með alvöru markanef.
Joe Hart… var frábær go bjargaði því að City fékk eitthvað út úr þessum leik…. en smat nokkuð sangjörn úrslit… Lucas er yfirburða maður í þessu liði hjá okkur…. og Kuyt má fara í janúar… hann er ekki nógu góður til að vera í þessu liði…. og okkur vantar alvöru striker í januar… Sárt að fá ekki 3 stig úr þessum leik…
Ótrúlegt að klára ekki þennan leik.
Frábær leikur hjá okkar mönnum, förum stoltir frá þessu. Frábær taktík frá upphafi og bara Joe Hart sem kom í veg fyrir þrjú stig.
Næsti heimaleikur verður sigur, ég ætla sjálfur að sjá til þess að garga menn í gír gegn QPR í desember. Well done lads!!!
Sælir félagar
Frábær leikur og enn einu sinni á markmaður andstæðinganna leik ævi sinnar. Ekki hægt annað en vera sáttur við leik okkar manna. Hefði þó viljað 3 stig sem hefði verið sanngjarnt. En fótboltinn spyr ekki um sanngirni. Því fór sem fór.
Það er nú þannig.
YNWA
enn eina ferðina eru markmenn að spila besta leik lífs síns á anfield…. er þetta eitthvað í drykkjarvatninu í away búningsklefanum??
Frábær leikur hjá okkur en miðað við hvernig síðari hálfleikur spilaðist er ég hálf grátandi yfir því að vinna ekki leik sem ég hefði verið sáttur með jafntefli áður en hann hófst.
Enrique…… hvaðan kemur þessi maður?? Einhver rosalegustu hlaup sem sést hafa og jújú hann gerði mistök í fyrri hálfleik með sendingu tilbaka en BESTI markmaður í heimi bjargaði okkur þar eins og þegar hann lokaði á silva og með að vera rosalegur sem sweeper.
Joe hart getur bara ekki fengið titilinn maður leiksins fyrir eina sjónvarpsvörslu og svo þessa draumavörslu í endann….. Lucas eða Enrique eiga miklu frekar þennan titil skilið fyrir að vera rosalegir overall!!
Niðurstaðan er samt MIKLU BETRI en tvö töpuð stig…..*insert angry face*
Ég er kominn með man crush á Lucas. Þvílíkur leikmaður! Framtíðar fyrirliði liðsins ef hann heldur svona áfram.
Lucas Leiva maður leiksins, ekki spurning !!!! gjörsamlega frábær í dag
Frábær fótbolti og liðið lítur alltaf betur og betur út,það er vonandi að desember verði mánuðurinn og við förum að fikrast ofar í töfluni. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!
Frábær leikur hjá okkar mönnum. Enn einu sinni er markmaður andstæðinganna í banastuði á Anfield og verður örugglega í liði vikunnar (ekki í fyrsta skipti).
Það var sárt að leggja ekki þetta peningalið, við áttum tækifærin til þess. Heimavöllurinn virðist ekki vera eins sterkur eins og hann var á árum áður. En spilamennska okkar manna var stórkostleg.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja þá er leiðin að titlinum fundin.
Kaupa 10 markmenn frá andstæðingunum og skella þeim í byrjunarliðið á Anfield. Klárt fullt hús stiga á heimavelli og svo er bara að halda uppteknum hætti á útivöllum og stigametið í EPL er slegið !!!
Fínn leikur hjá okkur í dag en tvö atriði sem að þarf að laga fyrir næsta leik, úrslita sendingar og staðsetningar inní teig.
Alltof oft voru þær sendingar sem að eiga að heita úrslita sendingar lélegar hjá okkur í dag og hefðum við getað skapað þó nokkuð meiri ógn ef að menn hefðu vandað sig örítið betur og jafnvel ekki verið að reyna Krísuvíkur leiðina svona oft heldur að gera hlutina bara einfalda.
Staðsetningar inní teignum voru heldur ekki alltaf of góðar og menn oft á tíðum að hugsa það sama, spurning hvort að það þurfi ekki að fara yfir það á æfingasvæðinu hvaða hlaupaleiðir menn eru að fara.
Downing verður að fara að hugsa meira um að hitta markið en að setja sem mestan kraft í skotið.
Enn og aftur sést það að við þurfum einhvern alvöru poachara. Einhvern sem kemur tuðrunni oftast í netið. Flottur leikur hjá okkar mönnum og sárt að við fengum ekki 3 stig.
ég er svo mikið að verða brjálaður á downing… maðurinn á ekki að byrja inná þegar carroll er ekki í byrjunarliðinu… maxi átti að vera í liðinu fyrir downing því maxi hefði actually klárað eitthvað af þessum færum sem downing negldi yfir eða framhjá úr
Þessi leikur var svaaaakalegur! Og mjög steiktur á köflum…
Fyrir leik hefði ég verið sáttur með jafntefli, en vá ég er nú bara sár núna. Áttum svo mikið skilið öll 3 stigin, eins og þú segir þá hefði þetta alveg getað verið 3-1 fyrir okkur.
Maður/menn leiksins: Mjög erfitt að velja mann leiksins, enda liðið að spila frábærlega. Var einmitt mest sáttur með hvað við vorum oft rólegir á boltanum og reyndum nánast alltaf að spila honum í lappir. Vörnin og Lucas voru náttúrlega frábær! Átu gjörsamlega allar þessar milljónir city manna, þeir áttu bara ekki roð í þá! En það er ekki hægt annað en að segja að Lucas Leiva sé maður leiksins, þvílíkar framfarir hjá drengnum!
Halda þessu áfram og við erum á góðri leið.
YNWA
Lucas Leiva er besti leikmaðurinn í herbúðum Liverpool. Ekki í fyrsta skiptið sem hann á stórleik gegn stóru liðunum.
Spiluðum þennan leik frábærlega og enn og aftur var það óheppni sem kostaði okkur stigin.
Verðum núna að koma okkur á gott skrið í desember og styrkja stöðu okkar í baráttunni um 4. sætið.
YNWA!!!
Ágætt stig þó við áttum klárlega meira skilið. MJÖG sammála með Lucas sem mann leiksins.
Ég verð þó að viðurkenna eitt og vona að það verði ekki allt vitlaust; það að Suarez fái ekki neitt hjá dómurunum er honum sjálfum að kenna! Ég vildi óska að þessi umræða um hann og dýfingarnar væru þvæla en eins og ég sé þetta er það ekki svo. Þegar hann til dæmis hendir sér niður og kallar á aukaspyrnu þegar hann sjálfur setur takkana í Kompany finnst mér bara alls ekki kúl og mér finnst að svoleiðis spilamennska ætti ekki að vera liðin í Liverpool!
Plíís Suarez hristu þetta orðspor af þér með að spila “fair” og skora mörk leiðinni! (les hann ekki örugglega kop.is?)
YNWA!
Mjög flottur leikur hjá okkar mönnum og svekkjandi að taka ekki öll 3 stigin, súrealíst að sjá hversu Man City leikmennirnir fögnuðu við lokaflautið.
Bestu færi City komu við glatað spil milli varnar og Pepe Reina, skrítið að horfa uppá þetta og heppnir að fá ekki á okkur mark/mörg í svona kæruleysi.
Lucas maður leiksins.
Nú er bara að byggja ofaná flotta spilamennsku í undanförnum leikjum og raða inn stigum fram að áramótum.
það nefnir engin dómarann….. fannst hann fínn var ekki að dæma á dömutæklingar lét leikinn flæða… Lucas Leva topp leikur hjá honum…………
Ósammála því að allt Liverpool liðið hafi spilað vel í dag. Henderson og Downing áttu ekki góðan dag.
Henderson er bara einu, ef ekki tveimur, númerum of lítill fyrir Liverpool og þann gæðaflokk sem við viljum að okkar leikmenn eru í. Downing hélt áfram sínu striki eins og allt þetta tímabil, átti nokkra spretti inn á milli en heilt yfir afar miðlungsleikmaður.
Aðrir voru góðir. Lucas, eins og ég sagði á meðan leiknum stóð, er hinn brasilíski Hamann. Toppleikmaður í alla staði.
En að máli málanna – Carroll. Er það bara ég eða finnst öðrum að dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool eigi að vera það góður að hann sé fyrsti maður á blað í hverjum leik?
Það örlar á smá pirringi hjá mér í garð Carroll, einfaldlega vegna þess að ég hef/hafði miklar væntingar til hans. En það er bara ekkert að falla fyrir greyið kallinn, og ég nenni ekki að horfa upp á enn einn framherjan sem skýtur bara púðurskotum. Við megum ekkert við því.
Og hvað segir það um sóknartilburði Liverpool þegar markmaður andstæðinganna er trekk í trekk að spila sinn besta leik á ferlinum gegn okkur? Alltaf. Það skiptir bara ekki máli hvort við erum að mæta tilvonandi Englandsmeisturum eða algjörir nýliðar í deildinni. Djöfull hata ég það.
Homer
Frábær leikur og sammála með Lucas, algjört monster á miðjunni. Nú hef ég ekki náð að sjá alla leikina í vetur, en er það ekki rétt skilið hjá mér að Skrtel er mun stöðugri þennan veturinn en oft áður? Hann var stundum ansi mistækur í fyrra og fyrir það. Ætli það sé ekki óhætt að þakka Dalglish og Clarke fyrir þá framför?
Lucas Leiva er núorðið ávallt frábær í svona tight miðjukraðaks leikjum en einhverra hluta vegna skortir okkur alltaf extra punch frá miðjunni og einbeitingu frammávið til að vinna þessa ótal heimaleiki.
Þessi óþolandi endalausu jafntefli heima í leikjum sem við eigum að vinna eru farin að minna mig of mikið á ameríska frasann “loosers whine about not making their chances while the winners go home and fuck the prom queen.”
Þetta er að mjakast í rétta átt en það að vantar hroka og drápsvilja í leik Liverpool. Verðum aldrei nálægt því að verða meistarar án þessa. Þurfum að kaupa fleiri hrokafulla leikmenn með sigurhefð á bakvið sig. Ég vil sjá Liverpool kaupa sóknarþenkjandi leikmenn sem hafa unnið undir stjórn José Mourinho eða með Real Madrid/Barcelona.
Klárlega erfiðasti leikur City í ár ásamt QPR leiknum enda um áþekk lið að ræða þar á ferð. Stemmningslið sem fara all in í svona leiki og erfitt er að eiga við.
Lucas alveg frábær í dag, frábær!! Einnig fannst mér Enrique eiga mjög góðan leik eins og bara flestir Liverpool menn. Hefði ekkert verið á móti því að sjá Maxi koma inná fyrir Downing
Ekki nóg með að Lucas sé að spila frábærlega þá er hann bara geðveikuur karakter innan vallar sem utan. Hann vinnur sína vinnu og kvartar aldrei.
Frábær spilamennska og fráleitt að 4. sætið sé fjarlægur draumur. Hef ekki verið eins bjartsýnn á meistaradeildarsæti eins og eftir þennan leik.
Við vorum betri ef eitthvað var og hefðum alveg getað tekið 3 stig frekar en mc en þetta er alveg að smella saman hjá THE K KING.
Liverpool 1-1 Fokking Joe Hart
?61 – Lucas Leiva has made as many tackles as Kompany, Barry and Yaya Toure together.
Sáttur við okkar menn í dag. Joe Hart bjargaði þeim. Er ekki sammála að Henderson og Downing hafi verið slæmir í dag. Henderson vantar bara meiri sjálfstraust til að gera hlutina. Stóð sig vel á miðjunni. Downing klaufi að hitta ekki markið í færunum. Við vorum að spila við besta liðið í PL og vorum betri. Þetta verður svakaleg barátta um 3 og 4 sætið.
Fárbær leikur og fínasta skemmtun en er drullufúll yfir að ná ekki að klára þetta. Það sást nú ekki svo vel í þessum leik af hverju city er búið að vera með þessa yfirburði. Taktíkin var hárrétt, loka á miðjuspilið og stungurnar á Silva og þá er nú ekki mikið eftir af spilinu hjá City. Lucas var frábær, fékk reyndar mikla aðstoð frá hinum miðjumönnunum og held að það sé nú reyndar lykilinn að þessum árangri hjá honum. Hann spilar betur með fleiri á miðjunni, sérstaklega Kuyt. Ekki alveg sammála með að Downing hafi verið lélegur, vinnan hjá honum fer reyndar oftast fram hjá okkur sem erum að horfa á þetta í sjónvarpinu. Hann er að gefa Enrique mikið pláss og tíma á kantinum, ótrúlega lúnkinn við að elta þessa löngu bolta upp að hornfána og kemur boltanum nánast alltaf í leik aftur. Þetta er ekki að gerast á hægri kantinum. Kuty er ekki nógu sprettharður og það er of langt fyrir Johnson að hlaupa þetta.
Flottur leikur, en eins og svo oft áður er það slæm færanýting sem verður okkur að falli. Með aðeins meiri heppni, og eða betri leikmönnum, værum við í öðru sæti deildarinnar held ég.
Lucas var algjörlega frábær, og þeir sem sáu Rafa Benítez stilla upp leikkerfum í 1-4-3-3 sjá núna af hverju. Reina var magnaður, var bara sweeper. Vörnin var annars flott, Skrtel góður og Enrique frábær.
Lucas var svo klárlega maður leiksins hjá okkur.
Það er morgunljóst að það þarf að kaupa betri menn í liðið samt sem áður. Henderson er ekki að finna sig nógu vel, þrátt fyrir að vera ekki beint lélegur í dag. En þegar hann hitti ekki boltann og sendi hann framhjá, og í uppbótartíma þegar þrír leikmenn hlupu á bakvið varnarmann sem var að fara í hann en Henderson sendi boltann inn í miðjan teig þar sem ENGINN okkar manna var, dæsir maður aðeins.
Downing og Kuyt þurfa að spila aðeins betur. Downing var með gott hlutfall heppnaðra sendinga skilst mér, en eins og svo oft áður, þá er það bara ekki nóg.
Og eitt enn. Suarez. Hann gerir sér enga greiða með því að væla yfir hverju einasta broti. Hann verður að læra að hætta þessu, þetta vinnur gegn honum. Hann var örugglega pirraður á því hversu oft hann var tekinn niður, en í að minnsta kosti þrígang var hann brjálaður yfir að fá ekki neitt þegar hann átti nákvæmlega ekkert skilið.
Þetta vinnur ekki með honum í þeim sem kalla hann leikara, því þetta er ekkert nema leikaraskapur. Því miður.
En, hann átti líka að fá aukaspyrnur á stundum, en ekki alltaf. Þetta er ekki auðvelt fyrir hann, en hann þarf bara að suck it up og halda áfram.
Hann sýndi líka í dag að hann getur staðið af sér þegar hann er aðþrengdur, en mér var nóg boðið til dæmis þegar hann hljóp á Lescott og heimtaði aukaspyrnu.
Afsakið þráðránið en hversu mikið friðhelgi hefur þessi maður?? http://www.whoateallthepies.tv/man_utd/99319/should-wayne-rooney-escape-unpunished-for-kicking-lump-out-of-fabricio-coloccini.html Ekki gult, ekki rautt!! og engin umfjöllun, hvorki hér heima né úti í Bretlandi. Ef þetta hefði verið Suarez hefði hann fengið beint rautt og allir helstu fjölmiðlar hér heima og úti búnir að taka hann af lífi.
Loksins er farið að meta Lucas að verðleikum. Hann var frábær í dag. Annar leikmaður sem að fær ekki það lof sem hann á skilið er Henderson. Þessi kornungi leikmaður er að spila mjög vel.
Reina er að sýna að hann er ekki bara besti markvörður deildarinnar heldur er hann einnig með betri varnarmönnum.
Agger og Skrtel eru mjög góðir saman. Það var aðdáunarvert hvernig að þeir héldu frábærum senterum MC niðri.
Veiki hlekkurinn er Downing. Góðu fréttirnar eru þær að hann spilar vel með enska landsliðinu. Vonandi fáum við að sjá sömu takta frá honum í Liverpool treyjunni.
Þetta er allt á réttri leið. 🙂
Eitthvað segir mér að Henderson og Carroll eigi eftir að verða bestu menn liðsins eftir 1-2ár #Lucas og Kuyt.
Án þess að vera búinn að lesa öll kommentin hér þá var það Kuyt og Johnson sem féllu saman í teignum í fyrsta markinu, var reyndar brot hjá Kuyt á Johnson 🙂
Mjög sanngjörn úrslit þó svo að Liverpool hafi átt fleiri færi. Þið euð bara ekki með nógu góða markaskorara enda skorið þið afskaplega fá mörk. Verðið að kaupa alvöru framherja í janúar ef þið viljið eiga raunhæfan sjéns á að enda í 1. til 4.sæti. Suarez er ekki að nýta sín færi vel, fékk reyndar fá í dag og kuyt er hörmulegur inní teig andstæðinganna. Það vantar töluverð gæði í liðið til þess að klára leiki sem þið eruð mun meira með boltann.
Fyrsta hálftímann var Man City betra liðið, hélt boltanum vel innan liðsins og Poolarar hræddir að manni fannst. 1-1 í hálfleik sanngjarnt en í seinni hálfleik spiluðu margir leikmenn Liverpool vel en ekki nógu margir til að við vinnum eða skorum meira en 1 mark í leik á Anfield. Downing Henderson og Kuyt voru ekki nógu beittir fram á við í leiknum og liðið þarf að sækja á fleiri mönnum til þess að skora mörk. Eitt gott dæmi var þegar Henderson sendi bolta inn á vítateig eftir að við urðum manni fleiri en þar var ENGINN Liverpool maður en 6 City leikmenn. 4-5-1 kerfið hefur aldrei skilað mörgum mörkum og er ekki að gera það hjá Liverpool en liðið fær þó færri mörk á sig. Liðin sem við keppum við um 4. sætið eru öll að skora MIKLU fleiri mörk og þetta verður Liverpool að bæta ef þeir ætlar sér að vera með í baráttunni um 4. sætið. Lucas Leiva var algerlega frábær í seinni hálfleiknum, Enrique á sína ótrúlegu spretti en mætti búa meira til úr þeim og Daniel Agger var sterkur sem og Pepe í markinu. Maður vill fara að sjá Liverpool stilla upp tveimur frammi því Kuyt breytist alltaf í miðjumann og kerfið því í raun 4-5-1.
Maður eygir góðan desembermánuð í deildinni því desember hefur verið hörmung undanfarin ár minnir mig og ég vona að Liverpool ÞORI að sækja sigrana með sóknarleik.
Það er ekkert sem maður getur sagt hér sem þið hinir hafið ekki sagt. Enn eitt jafnteflið á Anfield og í seinni hálfleik var dýrasta lið sögunnar yfirspilað af okkar mönnum – það var æðislegt að upplifa það. Joe Hart er því miður minn maður leiksins fyrir þessar ótrúlegu markvörslur, en ég var hrifinn af Adam í dag – ferlega mikil barátta!
Þetta er það sem skilur liðið frá því að vera í alvarlegri toppbaráttu: við nýtum færin illa og þrátt fyrir að markmenn gesta eigi stjörnuleiki stundum hjá okkur … þá eigum við að nýta svona. City var yfirspilað algjörlega!
Sammála Hjalta Þór hér að ofan með að Suarez verður að hætta að væla yfir öllu, en auðvitað átti hann að fá nokkrar aukaspyrnur í leiknum sem ekki voru dæmdar. Og þrátt fyrir að Reina hafi verið flottur í markinu, þá þannig séð reyndi ekkert ofboðslega á hann í markinu fyrir utan þessar fjórar ferðir sem hann fór út úr teignum.
Munu flóðgáttir opnast þegar sigurleikur loksins kemur á Anfield? Eða verður þetta ströggl fram eftir tímabilinu? Það styttist í sigurleikinn, en auðvitað grátlegt að sjá öll þessi jafntefli.
Fyrirfram hefði maður verið sáttur held ég með jafntefli á móti svona liði (og by the way, mér finnst City spilað ferlega skemmtilegan bolta stundum!), en eftir leikinn þá er ég svekktur.
Áfram Lucas, Adam og allir Púllarar auðvitað. Áfram Liverpool!
Micah Richards
Wow…. Never easy at liverpool! They pushed us to the limit but we held out! Great result in the end! Ctid
Ég er svo gífurlega stoltur af þessu liði eftir leik dagsins. Önnur eins barátta hefur ekki sést á Anfield í langan tíma! Liverpool hjartað skein úr mörgum leikmönnum og mátti sjá að það voru allir mættir til að leggja sig 110% fram!
Ég er sammála þeim sem segja að Lucas sé maður leiksins! Ég nefndi það í þræðinum á undan að Lucas myndi taka Silva úr umferð og það gerði hann svo sannarlega! Þessi galdramaður sem býr í David Silva varð eftir í Manchester borg og það er aðeins ein ástæða fyrir því, Lucas nokkur Leiva sá til þess!
Ég verð einnig að setja spurningarmerki á þá sem eru hér að skammast í Downing, Henderson og Carroll! Var fólk ekki að horfa á sama leik og ég? Downing var sí vinnandi allann leikinn og gafst hreinlega aldrei upp! Hann átti svona 3-4 virkilega góðar sendingar sem hefðu getað endað sem mark með smá heppni! Hann átti öflug skot sem reyndu á Hart.
Henderson var allt í öllu hinumeginn! Hann skilaði boltanum nær alltaf til samherja! Hann vann alltaf strax til baka og skilaði varnarvinnunni mjög vel. Hann átti nokkra mjög góða spretti!
Carroll kemur inn þegar lítið er eftir og ekki tók langan tíma að fyrir hann að vera kominn í boltan og byrjaður að berjast á fullu! Eina leiðinlega við það að Carroll kemur inn er að Liverpool virðist oft breyta um leikstíl og við hættum að spila og förum að senda boltann of mikið fyrir í tíma og ótíma. En það er ekki Carroll að kenna.
Ég skil hreinlega ekki hvernig hægt er að benda einhverjum fingrum eftir þennan leik! Hvað vill fólk meira en 110% baráttu allann leikinn þar sem allir vinna fyrir liðsheildina!
Einnig vil ég segja við þá sem eru farnir að tala um að leikmenn eins og Henderson eða Carroll eigi ekki heima í Liverpool. Hefðum við hlustað á efasemdir ykkar allra sem töluðu ALVEG eins um Lucas Leiva, þá hefðu hæfileikar þessa drengs verið í öðru liði í dag! Hættum að skjótta menn trekk í trekk niður og stöndum frekar við bakið á okkur leikmönnum!
Frábær frammistaði! Leiðinlegt að þetta féll ekki með okkur! Er stoltur Liverpool maður í dag!
YNWA
Lukkudísirnar klárlega með City í dag, þeir hafa örugglega keypt rándýrar lukkudísir til að hafa með í dag:(
Ég verð að segja að heilt yfir á þessu tímabili þá hefur Liverpool spilað vel. Fyrir utan Tottenham leikinn þar sem við áttum slæman dag þá hefur Liverpool verið betra liðið í öllum leikjunum á tímabilinu, og í sumum tilfellum algjörlega yfirspilað andstæðingana og skapað helling af færum. Vörnin lítur rosalega vel út og er ein sú besta í deildinni. Reina er að mínu mati besti markmaður í heimi og stígur aldrei feilspor. Enrique hefur verið frábær og Martin Skrtel hefur vaxið gríðarlega undir stjórn Kenny. Johnson og Agger eru svo að spila á sinni eðlilegu getu, s.s. mjög vel. Fyrir framan þá er Lucas Leiva, sem er að verða einn besti holding miðjumaður deildarinnar, og þó víðar væri leitað. Ótrúlegt að maður sé að segja þetta miðað við hvað mér fannst um hann fyrir nokkrum árum. Við hlið Lucas er svo Charlie Adam, sem eru ein albestu kaup sem Liverpool hafa gert í langan tíma að mínu mati. 6.5 milljónir punda fyrir þennan mann er bara grín. Hann hefur staðið sig mjög vel það sem af er og mér finnst hann vaxa með hverjum leiknum.
Þetta er þó alltsaman til einskis ef menn gera ekki það sem fótbolti snýst um, AÐ SKORA MÖRK! Restin af liðinu, þeir sem spila framar á vellinum hreinlega verða að fara að gera miklu betur og það strax. Annars verðum við bara í miðjumoðinu. Það er grátlegt að hafa tapað 10 stigum í 7 heimaleikjum vegna þess að mönnum er fyrirmunað að koma boltanu í netið þrátt fyrir að fá um milljón tilraunir í hverjum leik. Luis Suarez er stórkostlegur leikmaður og ég myndi ekki vilja skipta honum út fyrir neinn annan, en hann má alveg endilega byrja nýta færin betur en hann hefur gert undanfarið. Okkar markahæsti leikmaður ásíðasta tímabili Dirk Kuyt þyrfti einnig að fara að rifja upp hvar hann geymir markaskóna.
Með hverjum leiknum sem líður þá fer ég að spá í það hvort Stewart Downing sé á leið í flokk leikmanna sem stóðu sig frábærlega með sínum liðum í PL en duttu í meðalmennskuna við það að klæða sig í rauðu treyjuna. Hér nægir að nefna Harry Kewell, Joe Cole og Robbie Keane. Það má þó segja Downing til varnar að hann hefur átt góða spretti inn á milli og ætti með réttu að vera kominn með eitthvað af stoðsendingum ef félagar hans inni í teig væru ekki við frostmark, en það er samt á hreinu að við verðum að fá miklu meira frá honum. Hann hefur verið um 40-50% af þeim leikmanni sem hann var hjá Aston Villa so far.
Andy Carroll er að glíma við sama vandmál og hinir sóknarmennirnir okkar, hann er ískaldur fyrir framan markið. Það er þó alveg ljóst að hann skorar ekki neitt þegar hann er á bekknum. Ég skil ekki þá hugmyndafræði að eyða 35 milljónum í punda í leikmann og geyma hann svo á bekknum leik eftir leik. Carroll hefur ekki byrjað feril sinn hjá Liverpool eins og menn höfðu vonað, en hann er þó búinn að skora 2 mörk í deildinni og svo hefur hann verið óheppinn í nokkur skipti og skotið í rammann. Mér finnst bara að þegar menn ákveða að eyða svona gríðarlegri upphæð í einn mann þá eigi að gefa honum næg tækifæri til að komast í gang. Mikið svakalega fer það í taugarnar á mér að sjá hann alltaf á bekknum. Það er ekki eins og félagar hans í sókninni séu að raða inn mörkunum.
Við erum samt á réttri leið og ég er ánægður með spilamennsku liðsins. Við spilum 6 leiki í desember og þeir eru: Fulham(Ú) QPR(H) Aston Villa(Ú) Wigan(Ú) Blackburn(H) Newcastle(H). Þetta eru allt leikir sem við eigum að vinna! Nú gerir maður þá kröfu að menn byrji að finna netmöskvana og tapi ekki neinum stigum gegn þessum liðum. Við ættum þá að vera í CL sæti þegar nýja árið gengur í garð.
Frábær frammistaða og við megum vera stoltir af baráttunni í okkar liði. Ef liðið spilar svona áfram með hjartanu þá hef ég engar áhyggjur af framhaldinu og ég er bjartsýnn á þetta blessaða fjórða sæti þótt vissulega eigum við Púllarar ekki að sætta okkur við það sem markmið svona til lengri tíma litið.
Sá því miður ekki allan leikinn en það sem ég sá var frábær barátta og sjittý voru klárlega undir í leiknum. Mikið vona ég innilega að við tökum skínandi rönn núna og náum að styrkja stöðuna fyrir nýja árið sem framundan er!
En fáránlega góð markvarsla (enn og aftur) hjá andstæðingum okkar náði að koma í veg fyrir 3 verðskulduð stig en enn og aftur, erum á réttri leið og bjartsýni ríkir hérna í rokinu í Norge!
YNWA!!
töpuðum allavegana ekki 6-1
Stats Lucas Leiva: Pass Accuracy: 92.2% Tackle Win: 100% (7/7) Ground Duel Won: 81% (13/16) Aerial Duels Won: 100% (4/4)
”The thing about Lucas Leiva is people don’t realise how good he is” – Rafa Benitez
Need I say more…Lucas klárlega maðurinn!
Lucas var frábær í dag eins og vanalega. Hann myndi labba inn í nánast hvaða lið sem er með svona spilamennsku og það verður að passa að hann sé með langan og góðan samning…helst til næstu 10 ára. Adam hefur verið mjög góður líka undanfarið og miðað við hve hraðinn á honum er lítill þá er hann að nýta hæfileika sína til fulls. Ég held einmitt að karakterinn í þessum tveimur leikmönnum sé gríðarlega mikilvægur fyrir þá uppbyggingu á liðinu sem hefur verið eftir að Dalglish kom til starfa. Rosaleg keppnisbarátta og vinnusemi drífur hina leikmennina áfram. Þetta eru algjörir naglar sem eru ekki með neitt kjaftæði.
Aðeins um Downing. Mér fannst þetta einn besti leikur hans hjá Liverpool, sérsteklega þegar líða tók á leikinn. Ég hef pirrað mig mikið á því hvað hann hefur verið ragur og jafnvel latur í sumum leikjum en núna var allt annað að sjá hann þó allt hafi ekki heppnast. Hann keyrði á milli varnarmanna, átti fyrirgjafir og skot sem hefðu hæglega getað skapað mark. Það sást á því að flestar sóknir Liverpool í dag voru byggðar upp í gegnum vinstri kantinn hjá Downing og Enrique. Svo áttu Kuyt og Henderson að koma inn á fjær í hjálpina. Vægi Downing á eftir að aukast hægt og bítandi næstu vikurnar í liðinu.
Henderson á eftir að vera stjarna í rauða búningnum. Hann kemur klárlega til með að taka við hlutverki Gerrards á næstu árum…bíðið bara.
Einu áhyggjur mínar hjá Liverpool er að Kuyt nái ekki að halda í við uppganginn hjá liðinu. Það er mjög erfitt að sjá hann halda sæti sínu í liðinu á hægri kantinum og ég held að sú staða sé veikasti hlekkur liðsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ég gagnrýni Kuyt en vonandi mun hann afsanna það á komandi mánuðum.
Annars er ég mjög sáttur við leikinn og þá sérstaklega við vörnina og LUCAS!!
Skemmtilegur leikur og sóknarbolti eins og hann gerist bestur og City heppið að sleppa með stigið heim. Liverpool er búið að sanna að það er jafngott ef ekki betra heldur en toppliðin eins og United, City, Chelsea og Arsenal (ásamt Tottenhan). Og EF Liverpool tekur 3 stig í framhaldinu á móti “lélegri” liðunum (alltaf heima og oft í útileikjum) er þetta ekki spurning um að liðið verður í meistaradeildinni að ári.
Um Lucas:
Midfield
Liverpool
He was good last week against Chelsea but he was even better this week against Manchester City. No longer the scapegoat for the Anfield boo boys, the Brazilian was at the heart of almost every Reds attack and was very unlucky not to get on the scoresheet.
Did you know? Won possession with all seven of his tackles against Manchester City and now has more tackles/successful tackles than any other Premier League player this season (68/52).
Héðan:
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/9649524.stm?
Frábær leikur. Hefði reyndar viljað sjá Carroll koma inn aðeins fyrr, hann kom á 83. og átti besta færi leiksins. Heilt yfir frábær frammistaða, liðið hefur núna verið taplaust í tvo mánuði.
Hvernig geta menn sett svona mikið útá Carroll þegar hann fær 10 – 15 mínútur í leik. Maður sér ekki sömu drulluna yfir Suarez þegar hann er ekki að setjann leik eftir leik og spilar samt 90 mínútur. Ég vil sjá liðið spila 4 – 2 – 3 – 1 með Carroll fremstan. Þó að hann sé ekki að skapa mikið fyrir hina þá fer gríðarleg vinna bara í að dekka hann, og þá gleymist Suarez og aðrir leikmenn í kjölfarið. Hef fylgst vel með honum í vetur, hann er góður í að draga að sér varnarmenn, sem eiga engann séns í hann í loftinu. Og þegar boltinn kemur á hann þá fellur hann oft fyrir Suarez, Kuyt og fleirri sem hafa ekki verið að skora. Get ekki talið hversu oft þeir eru að fá sénsa eftir að Carroll leggi hann út eða hann dettur út frá klafsi í kringum Carroll.
Ég vil sjá Suarez, Gerrard og Kuyt fyrir aftan hann að hirða þessa seinni bolta og fráköst, og svo eiga bakverðirnir að sjá um að dæla boltanum fyrir markið þegar það á við.
Og annað varðandi Carroll, ég vil sjá menn detta á fjær þegar Carroll er í teignum og boltinn fer yfir hann. Alltof oft sem hann nær ekki til boltans og enginn fyrir aftan að hirðann.
Annars flottur leikur og Lucas maður leiksins. Hann og Kuyt hafa þetta stórleikja syndrom.
Flottur leikur hjá okkar mönnum í dag og hreint með ólíkindum að klára ekki þennan leik og taka öll stigin. Þessi 5 jafntefli á Anfield eru farin að svíða helvíti mikið sérstaklega þar sem við erum eina liðið á vellinum í þessum leikjum en nýtum ekki færin….
En ég hef aðallega bara þetta að segja sko…..
Ef ég réði einhverju hjá Liverpool og td Real Madrid eða eitthvað annað lið mundi leggja fram 50 milljón punda tilboð næsta sumar í LUCAS segði ég STRAX NEI TAKK…. hánn er frábær í hverjum einasta leik og gerir varla mistök og svo er hann ekki frábær í stóru leikjunum hann GJÖRSAMLEGA tekur yfir þá leiki…. Algjörlega frábær, og svo er aldrei vesen á honum og ALDREI meiddur…. TOPP ATVINNUMAÐUR
Daniel Agger Stats:
81% Pass Accuracy
100% Tackles Won
100% Ground Duels Won
100% Aerial Duels Won
Markmenn liða sem mæta Liverpool þurfa að hætta að eiga leik lífs síns á móti okkur.
Þessi aðdáandi man city má eiga það að hann skoraði fleiri mörk en city í gær með þessari áletrun á city treyju 🙂
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150480039765498&set=a.10150089638390498.304151.38036595497&type=1&theater
annars frábær leikur hjá Lucas og Agger þeir voru klárlega bestu menn Liverpool í þessum leik.
Tveir menn úr leik helgarinnar í liði umferðarinnar:
Joe Hart og Lucas Leiva.
Hvað segir það okkur um leikinn? 🙂
Var eiginlega vel sáttur með jafntefli alveg þangað til ég las umfjöllun á þessari síðu.
Hérna er þetta svart á hvítu, ótrúleg framistaða alveg hreint,
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=3ZoHR-Y7Ffc