Chelsea á morgun

Það er heldur betur stutt milli stríða þessa dagana hjá liðinu okkar, eftir skelfilega langt landsleikjahlé, þá tók við sigur á Chelsea og svo hörkuslagur við Man.City í gær. Á morgun mæta svo okkar menn aftur á Brúnna og etja þar kappi við Villa Bóasar og hans menn. Það er nú reyndar bara sér kapítuli að liðið sé skyldað til að leika annan stóran leik tveim sólarhringum eftir að leiknum gegn City lauk. Svo hefur þetta brandarasamband (FA) verið að gagnrýna stóru liðin fyrir að vera að lítillækka þessa Carling Cup keppni með því að senda ekki sín sterkustu lið til leiks. Hvaða djók er þetta eiginlega? Ég reikna fastlega með því að King Kenny noti hópinn sinn á morgun, en sendi samt sterkt lið út á völlinn.

Bara til að hafa það á hreinu, þá vil ég vinna þessa fjandans keppni. Þetta er ekki stærsti bikarinn sem er í boði (í rauninni sá minnsti) en þetta er engu að síður bikar og ég væri bara alveg til í að sjá okkar menn fara að spila á nýja Wembley. Ég er viss um að eitt stykki bikar gæti gert undraverða hluti fyrir King Kenny og strákana hans. Ég er reyndar nokkuð viss um að Villi hugsi hlutina á sama veg og sé ólmur í að landa fyrstu dollunni í starfi. Ég reikna því alls ekki með einhverjum varaliðum á morgun, þetta verður meira svona að squad players fái sénsinn sinn. Kenny hlýtur bara að gefa mönnum eins og Suárez kærkomna hvíld á tréverkinu og viðhaldi ferskleika. Andy Carroll mun fá sinn séns og nú er það hans að nýta tækifærið, varla er hann sáttur við að verma bekkinn leik eftir leik.

En ég verð líka að segja alveg eins og er að það er magnaður fjandi hvað við náum að dragast alltaf á útivelli. Sá þá tölfræði um daginn að í síðustu 13 útsláttarleikjum í bikarkeppnum, þá höfum við 10 sinnum dregist á útivelli. Úfff, en þetta herðir okkur bara. Stamford Bridge hefur nú í gegnum tíðina ekki verið okkar uppáhalds, við áttum varla leik á þessum velli þar sem við sáum til sólar. En önnur tölfræði sem er skemmtileg, og hún er sú að King Kenny hefur aldri lútið í lægra haldi gegn þeim, mikið svakalega agalega væri bara gamana að halda þeirri hefð áfram. Hann allavega hefur ekkert verið að breyta út frá henni eftir að hann kom aftur. Tvær heimsóknir þangað og tveir sigrar. Leikmannaglugginn er ekki opinn, það er væntanlega eina skýringin á því að Chelsea hafa ekki keypt Maxi og Glen Johnson, þeir virðast allavega vera duglegir að fækka markaskorurunum okkar undanfarið.

En hópurinn okkar er sterkur, í rauninni sterkari en oftast áður. Við eigum bara hörkugóða kalla til að koma inn í flestar stöður í liðinu. Þó svo að ég haldi ekki að King Kenny geri 12 breytingar, þá gæti hann það engu að síður og verið bara með drullu gott lið.

Doni

Kelly – Carragher – Coates – Wilson

Spearing – Aurelio
Maxi – Gerrard – Bellamy
Carroll

En það verður enginn Gerrard á morgun og ég efast um að Kenny geri svona mikið af breytingum. Það er hrikalega erfitt að segja til um þetta, en ég er handviss um að Carra komi inn í liðið, eins finnst mér afar líklegt að Glen Johnson fái smá hvíld enda nýkominn úr meiðslum. Enrique spilar alltaf og sömu sögu má segja bæði um Lucas og Adam. Aurelio er heill og reikna ég því með að við skiptum út báðum bakvörðunum, og allavega öðrum miðverðinum. Eina spurningin í mínum huga er sú hvort að Coates fái sénsinn við hlið Carra, eða hvort Skrtel verður áfram í hjarta varnarinnar. Mér finnst reyndar þeir Agger og Skrtel hafa verið frábærir undanfarið. Andy Carroll verður frammi, það er pottþétt, ég held líka að Maxi komi inn í liðið og Spearing kemur inn á miðjuna. Það er bara spurning hvort það verði Lucas eða Adam sem fái hvíld, og miðað við fyrri reynslu, þá held ég að Lucas fái ekki frí frekar en fyrri daginn. Lucas Leiva er bara orðinn svo fáránlega góður leikmaður að það er bara grín. OK, það eru stór orð, en ég set þau bara hérna samt. Þeir sem ennþá halda því fram Lucas sé ekki frábær leikmaður, þeir hafa bara ekki hundsvit á knattspyrnu, og HANA NÚ.

Ætli liðið gæti ekki litið einhvern veginn svona út á morgun:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Aurelio

Lucas – Spearing
Maxi – Henderson – Bellamy
Carroll

Bekkurinn: Doni, Skrtel, Johnson, Adam, Downing, Kuyt og Suárez

Auðvitað er fáránlega erfitt að ráða í uppstillinguna þegar einungis 2 sólarhringar eru á milli leikjanna. Maður veit til dæmis ekkert um það hvernig líkamlegt ástand manna er, og mun það algjörlega skera úr um það hverjir spila þennan leik. Það er þétt prógramm í desember mánuði, heilar 6 umferðir í deildinni, og Dalglish vill eflaust alls ekki fara að missa menn í meiðsli út af álagi og leyfir því mönnum frekar að jafna sig alveg. Fyrir leikinn í gær voru bara þeir Gerrard og Robinson sem voru á meiðslalistanum, en hversu mikið hnjask gerði vart við sig í gær, er ómögulegt að segja til um.

Chelsea fá heilan dag meira í frí heldur en okkar menn, og þessi heili dagur er massífur, það getur munað gríðarlega miklu um hann þegar kemur að því að safna orku og viðhalda ferskleika. Ég er því skíthræddur um að þetta eigi allt eftir að spila sína rullu í þessu og við erum því miður að fara að horfa upp á tap annað kvöld. Það verður bara of erfitt að þurfa að breyta liðinu svona mikið, þrátt fyrir að styrkleikinn á því sé ágætur. Chelsea koma til með að stilla upp nánast sínu sterkasta liði og það gerir gæfumuninn. Við höldum jöfnu út venjulegan leiktíma, en töpum síðan í framlengingu. 2-1, Carroll með mark okkar manna. Mikið agalega vona ég samt að ég hafi rangt fyrir mér og að við eflum enn nú meira áhyggjur Villa.

72 Comments

  1. Mikið óskaplega er ég sammála þér um Lucas Leiva! Þessi drengur er sá besti í deildinni í sinni stöðu, þó svo að scum haldi því fram að það sé Fletcher….GLÆDAN!

    En þessi leikur verður agalegur fyrir okkar menn. Ég held að þreytan muni hafa mikil áhrif í þessum leik og þar með mun KK neyðast til þess að breyta tiltölulega mikið.

    Ég spái liðinu svona:

    Reina
    Kelly – Carra  – Skrtel – Enrque
    Spearing – Lucas
    Maxi  –   Henderson – Bellamy
    Carroll
    Bekkur – Doni, Coates, Aurelio, Adam, Eccelstone, Downing, Suarez. 

    Já, ég ætla að vera hafa Eccelstone þarna þó svo að bókað mál er að Kuyt verði þarna. Væri alveg til í að sjá einhverja unga í þessum leik þar sem að menn eru þreyttir.

    Ég segi, fyrst að við erum þreyttir, að við verðum ennþá þreyttari eftir 120 mínútna leik sem verður 1-1 eftir venjulegan leiktíma og endar með vítaspyrnukeppni þar sem Bellamy tryggir okkur áfram.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  2. Afhverju var svona erfitt að hafa þennan leik á miðvikudegi? Er Chelsea að fara að spila á föstudaginn? Skil þetta ekki. FA að gengisfella þessa keppnir með eigin heimsku og úrræðaleysi.

    Spái Chelsea 2-0 sigri og ætla að slumpa að Doni fái að vera á milli stanganna.

    Okkar menn koma annars kolgeggjaðir til leiks í hina bikarkeppnina.  

  3. Ég held að Chelsea hvíli lykilmenn í þessum leik og Torres fái að byrja.
    Það þýðir auðvitað að Chelsea mun ekki skora í leiknum og við vinnum þægilegan 0-2 sigur með mörkum frá Maxi og Carroll.

  4. Finnst seinna liðið sem stillt var upp mjög líklegt. Einnig kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá varaliðs menn á bekknum. Wilson, Ecclestone, Sterling og fleiri gætu verið þarna tilbúnir að fá kallið. Ég verð að segja að ég er mjög forvitinn að sjá hvernig liðið mun spila. Þarna eru fullt af leikmönnum sem virkilega þurfa að sanna sig. Carroll, Spearing, Kelly, Wilson, Coates og fleira vilja væntanlega láta ljós sitt skína í von um byrjunarliðs sæti. 

    Ég held jafn framt að Chelsea muni ekki stilla upp sínu sterkasta liði. Torres fær pottþétt að spila þennan leik og allir þeir sem vermað hafa bekkinn hjá þeim. Gæti trúað að Anelka og Torres væru fremstir. Aðrir leikmenn sem við gætum séð væru Boswinga, Alex og Kalou. Þetta verður allavega alvöru leikur en ég held því miður eftir mjög erfiða leiki á síðastliðnum vikum munum við falla úr keppni.

    Ég vona samt að leikmenn Liverpool afsanni kenningu mína og komist í undan úrslit, sigri Chelsea í annað skiptið á unnan við hálfum mánuði á brúnni og sigri Chelsea á brúnni í þriðja skiptið í röð! Það væri magnað! 

  5. Er algerlega sammála þessum pistli hans Steina, ekki 97% heldur bara 100%.
     
    Sérstaklega kaflanum um Lucas.  Er stoltur af því að hafa varið þennan strák allt frá upphafi.  Í þessum leikmanni hefur að mínu mati alltaf mátt sjá leikmann sem leggur sig 1000% fram fyrir félagið, gríðarlega agaður og tilbúinn að leggja allt í vinnuna sína.
    Fyrst í stað var hann klaufskur í leikbrotum og við vitum öll að ef að liðið okkar hefði átt meiri pening og verið betur statt hefði hann ekki fengið eins margar mínútur og hann fékk.  Neikvæðnibylgjan sem á honum dundi alla tíð, sérstaklega þegar vælukjóinn Masch komst upp með miklu fleiri mistök og pirrandi hegðun, hefði brotið langflesta karaktera, en ekki Lucas.
    Hugsa til þess með hryllingi að Woy samþykkti tilboð í þennan strák frá Stoke City til að fá fjármagn til að kaupa Carlton Cole!!!
    Í vetur er það svo orðið öllum ljóst sem vilja horfa á fótbolta með opinn augun að við erum með í okkar röðum leikmann sem á alla burði í að verða besti varnarmiðjumaður í heimi og á besta aldri.  Er algerlega sannfærður um það að hans nafn er alltaf á leikmannalistanum þegar það er möguleiki.  Algerlega ómissandi leikmaður og löngu orðið tímabært að láta það heyrast hversu frábæran leikmann við eigum í honum.  Síðustu tvær vikur hefur þessi strákur pakkað saman ansi öflugum miðjumönnum varnarlega, mönnum sem hafa oft fengið betri umfjöllun en hann!
    Vonandi verður hans “ris” líka til þess að fólk geymir aðeins í bankanum yfirlýsingar um unga menn sem eru í okkar röðum þessa dagana.
     
    En annars, það átti að vera Kop-gjör í þessari viku og því verður frestað fram í hana eitthvað, en það kemur þrátt fyrir allt!

  6. Ég er algjörlega sammála með hann Lucas. Mér finnst hann orðinn betri leikmaður en Masherano var nokkurn tíman hjá okkur. 
    Annars hef ég litla sem enga tilfinningu fyrir því hvernig Kenny stillir upp á morgun, en þetta verður án efa hörkuleikur. Ég ætla að spá okkur 2-1 sigri eftir framlengdan leik.
     

  7. Þessi samantekt af leik Lucas gegn Man. City sýnir svart á hvítu hans framlag í leiknum. Ekki nóg með að hann sinni varnarhlutverkinu frábærlega, þá er hans framlag til sóknarleiksins orðið mun meira en það var, og er það líklega til komið útaf meira sjálfstrausti. Sendingarnar hans upp völlinn á móti Man. City voru margar hverjar frábærar, og þetta ætti að þagga niður í öllum þeim sem segja að Lucas geti bara gefið þriggja metra sendingar eða spilað boltanum tilbaka.

  8. Chelsea fá heilan dag meira í frí heldur en okkar menn, og þessi heili dagur er massífur, það getur munað gríðarlega miklu um hann þegar kemur að því að safna orku og viðhalda ferskleika

    Ekki gleyma því samt að Chelsea er að spila 4 leiki í röð núna með 2 daga í hvíld á milli leikja (Liverpool, Bayer Leverkusen, Wolves, Liverpool) og það hlýtur að hafa meira að segja heldur en að fá einn aukadag í hvíld, sérstaklega með það að leiðarljósi að þeir hafa varla æft mikið á fimmtudeginum út af ferðalaginu heim frá Þýskalandi. Svo stíft prógramm að þeir ná varla að æfa á milli leikja. Eftir Liverpool leikinn þá er einnig gríðarlega mikilvægur leikur hjá þeim. Newcastle á útivelli, sem hafa einungis tapað gegn Man City á Etihad (og eru búnir að mæta Man Utd, Arsenal og Tottenham).

    Chelsea getur samt teflt fram öflugu deildarbikarliði með ferska leikmenn miðað við hvernig þeir spiluðu um helgina. Alex, Bosingwa, Malouda, Kalou, Anelka, Torres, Lukaku, Meireles, Romeu. Held að þessi upptalning sé stór hluti af byrjunarliðinu á morgun. 

    Ég geri ráð fyrir því að það verði svipað lið og mætti Stoke í deildarbikarnum á morgun, nema að Bellamy komin inn fyrir Suarez (bæði af því Bellamy er vel hvíldur, og einnig af því Suarez þarf að gera dauðaleit að markaskónum sínum).

  9. Gunnar, er ekki útséð með að Bellamy verði með á morgun vegna fráfalls Speed?

  10. Liverpool var að spila leik sem var búinn kl 18 í gær. þeir eru svo að fara að spila leik kl 20 á morgun, hvaða helv djók er þetta ? .. Það eru fífl sem stjórna þessu

  11. Veit einhver hvar ég get horft á liverpool leikinn í kvöld ? í tölvunni meina ég, ég er ekki með liverpool tv..
    þeir virðast ekki vera á síðunum sem ég er með….

  12. Maggi (#6) segir:

    Hugsa til þess með hryllingi að Woy samþykkti tilboð í þennan strák frá Stoke City til að fá fjármagn til að kaupa Carlton Cole!!!

    Ég ældi smávegis. Var búinn að gleyma þessu. Takk, Maggi.

  13. Það eru sögusagnir um að bæði Bellamy og Gerrard hafi ferðast til London með liðinu.
    Er Gerrard ekki ennþá meiddur ?

  14. Úr því að við erum að tala um Lucas, þá er hann ástæðan fyrir því að tveir af bestu skapandi miðjumönnum deildarinnar hafa ekki getað skít í tveimur síðustu leikjum. Sýnið mér annan miðjumann sem hefur pakkað saman Juan Mata og David Silva jafnsvakalega og Lucas hefur gert. Hvorugur sást í Liverpool leikjunum. 

  15. Fyrst Lucas er í umræðunni hérna þá verð ég að koma aðeins inn á það hve “neikvæða” umfjöllun hann er alltaf að fá í spjallþáttum og eiginlega bara í allri umræðu um fótbolta (nema þá kannski frá LFC stuðningsmönnum). Ég var ekki langt frá því að kýla í sjónvarpið mitt þegar upphitunin fyrir Liverpool – City var og þeir félagar, Gaupi og Hjörvar voru að rýna í nokkra leikmenn í liðunum og Lucas fékk umsögnina: “Lucas hefur farið mikið vaxandi” og svo ekkert meira. Ég tók þetta virkilega mikið inn á mig, það er vissulega rétt það sem þeir sögðu að honum fari vaxandi og er það aðeins jákvætt en af hverju virðist það ómögulegt fyrir sparkfræðinga hér heima og út í heimi að gefa þessum strák það credit sem hann á skilið.

    Ég veit ekki hvort ég sé með einhver rosalega þykk Liverpool-gleraugu á mér en ég get ekki fundið marga varnartengiliði í boltanum í dag sem eru betri en hann. Hann vinnur mikla og vanþakkláta skítavinnu en mikið vona ég að menn geti loks hætt að tala um þessar bætingar sem hann hefur átt og viðurkennt hann sem klassa leikmann – hann á það svo vel skilið.

  16. Sammála með Lucas, hann er svo góður og ég elska hann svo mikið. Þessvegna vil ég ekki að hann spili á morgun, höfum ekki efni á að missa hann í meðisli.

    þessvegna væri ég til í að sjá liðið svona
    Reina/Doni
    Kelly Carra Coates Aurelio
    Spearing Henderson
    Kuyt Bellamy Maxi
    Carrol

    Held það sé solid 😀

  17. Hef sagt lengi og segi það enn… ég dýrka þessar “standandi tæklingar” hjá Lucas. Hann er ekki að eyða tíma í að liggja á rassgatinu út um allan völl í tæklingum. Hann hleypur menn bara uppi og stígur fyrir boltann. Í einstaka tilfellum fyrir manninn en maður fyrirgefur einstaka aukaspyrnu á hættulegum stað þegar menn eru farnir að spila eins og herforingjar heilu leikina trekk og í trekk.

    Ég væri til í að sjá margan bekkjarsetumanninn í liðinu á morgun en ég trúi ekki að Kenny hendi inn glænýrri vörn. Að mínu mati væri það svolítið risky en ef það verður þannig þá bendir það til þess að hann hafi fullkomna trú á þeim sem koma inn. Hann vill jú vinna bikara, sama hversu litlir þeir eru! Hlakka mikið til að sjá þennan leik!

  18. LucasLeiva87 Lucas Leiva
    At the hotel in London… Keep doing the recovery to be 100% tomorrow as we don’t have to much time
    h_bellamy1 Hayley Bellamy
    Craig will be joining rest of team for tomorrow’s game!! 🙂

    Þeir 2 verða þá örugglega með sem er hið besta mál 🙂

  19. Lucas að pósta þessu á twitter “At the hotel in London… Keep doing the recovery to be 100% tomorrow as we don’t have to much time.”
    Vona að hann verði ekki 100% og fái hvíld.

  20. Adam nýbúinn að twitta líka að hann sé að detta inn í London og ljóst að Bellamy er kominn á hótelið til leikmanna Liverpool sem voru komnir óvenju snemma inn á hótel og munu taka endurheimtaræfingu í fyrramálið.
     
    Ljóst að það hefur engin alvöru æfing verið milli leikja, fyrst við City og nú við Chelsea.  Fáránlegt í alla staði!!!
     

  21. Hvað haldiði að sé svona ógeðslega erfitt við að spila 2 fótboltaleiki á tvemur dögum. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta sem eru í fríi úr meistaradeildinni. Það er bara ekkert álag á þeim þó það komi einu sinni leikur á tveggja daga fresti. 

    Það er líka kannski ekki skrítið að það hefur verið talað illa um Lucas í gegnum árin af fjölmiðlum þar sem allir Liverpool stuðningsmenn rökkuðu hann niður leik eftir leik eins og eithverjir fávitar hérna bara fyrir ári síðan. Hvernig á pressan að fjalla um leikmenn sem stuðningsmenn hata? Alveg fáránlegt, nú er það sama að gerast um alla sem spila ekki toppleik og skora í hverjum leik. 

  22. Þessi drengur er sá besti í deildinni í sinni stöðu, þó svo að scum haldi því fram að það sé Fletcher”

    Þekkir þú í alvöru talað stuðningsmenn Man U, sem halda því fram að besti varnarsinnaði miðjumaðurinn í deildinni sé Darren Fletcher? 

  23. ég spái að liðið verði svona

                                                Reina

                           kely     carra          coates       aurelio

                                 henderson  lucas     bellamy

                                             kuyt
     
                                                        carroll

     

  24. #29 Tómas Örn

    Viltu byrja með 10 inná því Torres er talinn líklegur til að byrja ? 

  25. Ég átti nú við Martin Kelly.. Býst við að hann sé eftir í Liverpoolborg ef hann er að chilla með NE

  26. Er ég einn um að finnast leikurinn á morgun töluvert mikilvægari en t.d. leikurinn í gær? Þetta er meik or breik, ef við töpum föllum við úr keppni sem menn hafa sýnt áhuga á að vinna. Vonandi fáum við að sjá sem allra sterkasta liðið, þetta er jú útileikur gegn Chelsea.

  27. Er ég einn um að finnast leikurinn á morgun töluvert mikilvægari en t.d. leikurinn í gær? 

    Fyrir mér er nú alltaf deildarleikurinn mikið mikilvægari og hvert sæti í deildinni líklega verðmætara en sigur í deildarbikar. Væri voða gaman að vinna þá á morgun en ég yrði svekktur út kvöldið ef við vinnum ekki og líklega búinn að gleyma þessari keppni daginn eftir.  

  28. Verða að blanda mér inn í þetta áhugaverð MK&NE mál. Mér finnst eins og eini sénsinn á að þeir tveir séu að horfa á þennan vafasama þátt saman sé sú ástæða að þeir séu saman á hótelherbergi.

  29. Ég set kröfu á að Andy Carroll byrji þennan leik á morgun !!  hefði viljað sjá hann spila meira gegn city 

      Smá útúrdúr…  Var ég einn um að taka eftir því hvað Hjörvar Hafliða var hellaður í byrjun útsendingarinnar á móti City ?   Djöfull fór það í taugarnar á mér hvað hann andaði hátt þegar hann var ekki að tala.

  30. Ég gat ekki séð að Hjörvar Hafliða hafi verið fullur í útsendingu og mér finnst óþarfi að vera með getgátur um það.

    En að öðru, hvað er að frétta af Fabio Aurelio vini mínum?  Hann hefur ekki spilað leik síðan hann spilaði æfingarleikinn gegn Valencia í byrjun ágúst.  Skv. Dalglish er hann ekki meiddur.  Ég sé hann aldrei á myndum af æfingum og man ekki eftir því að hafa séð hann á bekknum.  Hvað kom fyrir? 

  31. @35
    Hljóð er násast alltaf í tómu klúðri hjá Stöð2 Sport í þessum beinu útsendingum og jafnvel í upptökum líka.
    Ég t.d. brjálast í hvert einasta skipti sem ég horfi á þann annars frábæra þátt Sunnudagsmessuna, þarf að hækka í sjónvarpinu uppúr öllu valdi á meðan þeir eru að tala saman, en lækka svo um 50% þegar innklipp eru sýnd frá leikjunum svo ég tali nú ekki um auglýsingarnar.
    Algerlega óþolandi og lyktar af viðvaningshætti.
     
    En í þessu tilviki Hjörvars grunar mig að mic-urinn hafi verið illa staðsettur á honum og alltof hátt stilltur.
    Hjörvar er pro og mætir ekki “hellaður” í vinnuna.

  32. Myndin á leikjunum er líka fáránlega oft að klikka heyri ég hjá nokkrum.  Óskýr og höktir.

  33. Nú eiga united leik á morgun. Var algerlega ómögulegt að hafa alla leikina á morgun eða er sambandið bara að dansa í kringum fergie svo að hann verði ekki brjálaður. Þetta er furðuleg uppröðun.

  34. Já og við áttum leik á sunnudaginn, ekki laugardag eins og flest önnur liðin í deildinni, þar á meðal Chelsea. Þetta er auðvitað alveg fáránleg ákvörðun og ætti í raun bara að vera ólöglegt fyrirkomulag. 

    Rólegir í heppnina, fáum Chelsea á útivelli og eins dags hvíld !!!!  

  35. Það þýðir lítið að væla yfir þessu „hléi“ milli leikja. Við vitum að þetta er fáránlegt en það er þokkalegt leikjaprógram á Chelsea þessa dagana líka. Við verðum að hugsa þetta jákvætt, kannski er til nóg bensín í tanknum til að hirða erfiðan sigur í kvöld.

    Með liðið, þá er ég nokkuð sammála upphituninni. Það er búið að staðfesta að Bellamy verður með, Eccleston virðist vera í hótelherbergi með Kelly og eitthvað slúður hefur maður heyrt um að Stevie G hafi ferðast með liðinu suður.

    Ég ætla að skjóta á þetta lið:

    Reina

    Kelly – Carragher – Coates – Enrique

    Henderson – Lucas – Spearing – Maxi

    Kuyt – Carroll

    Bellamy gæti byrjað í stað Kuyt eða Henderson (Kuyt þá á kanti) en ég er ekki viss. Þetta lið myndi ég segja að ætti alveg að geta gert eitthvað á Brúnni, með Suarez, Downing, Bellamy og jafnvel Gerrard á bekknum til vara væri þetta alls ekki svo slæmt.

    Sjáum hvað setur. Ég hlakka bara til. Rökhugsunin segir manni að það eigi varla að vera hægt að vinna þrjá leiki á Brúnni á sama árinu, þannig að það hljóti að vera kominn tími á Chelsea-sigur, en það er allt hægt í þessu.

  36. Ferguson væri búinn að gera allt vitlaust í fótboltaheiminum ef hans lið hefði þurft að spila 2 stóra leiki með 2 daga milli bili.
    Ég vona að við fáum að sjá Coates í liðinu, annars vill ég fá að sjá Carrol og Bellamy frammi. Ég spái þessum leik 1-1 eftir venjulegan leiktíma og við tökum svo vítakeppnina 🙂

  37. Voðalega vælir fólk undan leikjaprógrami.  Segja að Feguson stjórin þessu og annað slíkt.  Svona var bara dregið og það er dregið niður á dagsetninga, Liverpool var með sjónvarpsleik á Sunnudagskvöldi.  Liverpool á að hafa tvo sterka menn í hverja stöðu til að díla við svona lagað.  Svo eru þetta atvinnumenn og eiga ekki að væla undan leikjaprógrammi.  Liði er ekki í meistaradeild og það er ekkert álag á þessum mönnum.  Einn leikur yfirleitt í viku, þessi plebbar eru með 100 þús pund á viku þeir geta alveg einstaka sinnum spilað tvisvar í viku.

    Annars spái ég þessu 2-0 fyrir Liverpool Carroll með bæði. 

  38. Lykillinn að sigrinum síðast var hápressa og hraði. Þannig koma veikleikar Chelsea kerfisins best í ljós, þeir litu mun betur út þegar Liverpool lagðist aftur í seinni hálfleik. Það er töluvert erfiðara að viðhalda því kerfi með Coates og Carra í öftustu línu og Carroll frammi. En við skulumsjá hvað setur, ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.

  39. Ég held að Daglish geri einhverjar 5-6 breytingar á liðinu, held að hann geti varla breytt því mikið meira en það!

    held að það verði einhverneginn sona
    Reina
    Kelly
    Coates
    Carra
    Enrique
    Maxi
    Spearing
    Lucas
    Henderson
    Kuyt
    Carroll

  40. Held að lpool taki þetta nokkuð létt þrátt fyrir að vera með hálfgert “varalið” í kvöld, þetta fer svona 0-3 !

    En getur einhver hérna bent mér á stað/i á Selfossi þar sem ég get horft á leikinn í kvöld ? 

    YNWA 

  41. Ég sé að það eru margir að býsnast yfir því að dagsetningin sé þessi og er það eðlilega. 48 klukkutímar á milli leikja er náttúrulega aldrei nægjanlegur tími fyrir eðlilega endurheimtu hjá leikmönnum sem spilað hafa á fullu í 90 mínútur.

    #41 spyr: “Nú eiga united leik á morgun. Var algerlega ómögulegt að hafa alla leikina á morgun eða er sambandið bara að dansa í kringum fergie svo að hann verði ekki brjálaður. Þetta er furðuleg uppröðun.”

    Fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum frá UK öðrum en þeim sem snúast um fótbolta þá er ástæða fyrir því að leikirnir sem fara fram í London eru settir á kvöldið í kvöld en ekki á morgun. Hún er sú að á morgun er skipulagt allsherjarverkfall á meðal fólks í opinbera geiranum í London til þess að mótmæla harkalegum niðurskurði þar innan. Dagurinn 30. nóv hefur verið titlaður “A Day of Action” og er áætlað að milljónir muni þyrpast út á götur borgarinnar á morgun í mótmælaskyni. Af þeirri ástæðu er ekki talið ráðlegt að halda tvo fótboltaleiki í miðri London á sama tíma. 
    Ég tel þetta fullkomlega eðlilega ástæðu þó auðvitað sé þetta ömurlegt á allan hátt fyrir þessi 4 lið.

    Allar samsæriskenningar um meint völd Sir Alex eru því (miður) á sandi byggðar.

  42. Mancini hitti naglan á höfuðið þegar hann sagði að það væri engin furða að England næði engum árangri á stórmótum. Allir leikmenn enska landsliðsins væru búnir á því eftir mikið leikaálag þegar í keppnina kæmu!

  43. Lucas Leiva = Claude Makalele?

    Mér fannst Lucas vera spila eins og hann í leiknum á móti Chelsea. Hljóp út um allann völl og var alltaf í grillinu á andstæðingnum.

    Það er ekki leiðum að líkjast því Gerrard sagði að Makalele hefði verið einn sá erfiðasti sem hann hefur mætt á ferlinum.

  44. Sælir strákar !!… ég er á fullu í lærdómnum fyrir próf og hef engan tíma fyrir pöbbin !! en eins og þið vitið fórnar maður ekki LEIK fyrir mömmu sína !! hvað þá fyrir skólann !!! getur einhver bent mér á slóð til að horfa á leikinn ??? 

  45. #53 þetta og síðan var málið líka það að sky vildi ekki gefa eftir með liverpool- shittí leikinn, þeas þeir kröfðust þess að fá að hafa hann sem super sunday leik. síðan vildi aðilinn sem á réttinn á league cup ekki  láta manc og liverpool spila á sama tíma , þessar tvær ástæður eru fyrir því að velferð leikmanna er ekki höfð nr 1 . 

  46. Lucas er farinn að minna á takta makalele en rólegur á =merkinu. Eins og að segja að lebron = jordan. Samt bara sturlun hvað hann var öflugia gegn shittí;/

  47. Þetta verður rosa leikur, get ekki hætt að spá í það hvað það væri gaman ef okkar menn myndu vinna þriðja leikinn á sama helv árinu á Stamford Bridge…

    Ég spái liðinu svona…

    Reina

    Kelly

    Carragher

    Coates

    Enrique

    Maxi

    Lucas

    Spearing

    Bellamy

    Carroll

    Suarez…

    Sé bara ekki möguleikann á því að Suarez verði hvíldur, hann er nú alltaf brjálaður þegar hann er tekinn útaf á 91 mínútu og ég held hann sé búin að segja við Dalglish að hann sé hjá Liverpool til að spila fótbolta og byrja hvern einasta leik en ekki til að missa einhverjar mínútur og hirða laun fyrir það að horfa á. Það er hrein unun að sjá drenginn oft þegar hann er alveg búin á því eftir 60-70 mínútur eins og á Stamford Bridge 20 nóvember en ná samt alltaf að kreista út nokkra dropa í viðbót eins og hann gerði seint í leiknum þegar hann  vann hornspyrnu með því að keyra sig á einhverjum auka bensíndropum og pressa á 2 varnarmenn Chelsea og svo það besta brjálast þegar honum er skipt útaf þegar 91 mín er liðinn eða eitthvað, hann hatar að spila ekki hverja einustu mínútu annað en flestir aðrir knattspyrnumennn sem er skítsama bara ef þeir fá launaumslagið troðið af seðlum í hverri viku….

    Annars ætla ég að spá 1-1 og við vinnnum í vítakeppni … Carroll skorar mark okkar manna í leiknum….                              

  48. Sammála með Suarez, hann vill örugglega spila.  Það var eftir því tekið að hann mætti og horfði á varaliðið um daginn þegar það rúllaði yfir Sunderland.  Hann lifir fyrir fótbolta og núna fyrir Liverpool.

    En það væri samt sniðugt að prófa að æsa hann aðeins upp og láta hann byrja á bekknum, henda honum svo inn síðasta hálftímann.  Verst að Kenny er korter í þrjú gæi og hreyfir ekki bekkinn fyrr en eftir 75. mín.

      

  49. Reina, Kelly, Coates, Carra, Enrique, Henderson, Spearing, Lucas, Maxi, Bellamy and Andy Caroll

    staðfest lið 

  50. Sælir drengir –
    Ég missi af leiknum í kvöld, vitiði um einhvern stað þar sem maður gæti mögulega horft á leikinn seinna í kvöld, án þess að þurfa að tengja gamla góða videotækið?? 
    Best væri að sleppa við 01:15 endursýningu stöðvar 2 🙂

  51. Spot on (fyrir utan Aurelio)! Þú ert með þetta Steini…..hvern þekkir hann sem ég þekki ekki 🙂

  52. Sælir félagar, ekki lumar einhver hérna á link á leikinn sem ég get horft á á mac?

    Væri geggjað ef einhver væri með svona link forrit eins og sopcast fyrir mac 🙂 

  53. Þetta var svipað lið og flestir tippuðu á.  Það eru 7 nýjir útileikmenn í liðinu frá City leiknum og er þetta samt sterkt lið. Verður fróðlegt að fylgjast með Carroll, Coates og sjá í hverning gír Bellamy er í.

  54. Hérna er svo staðfest lið chelsea.
     
    Turnbull, Bosingwa, Alex, D Luiz, Bertrand; McEachran, Romeu, Lampard (c); Lukaku, Torres, Malouda. –
     
    subs: Hilario, Ferreira, Ivanovic, Ramires, Kalou, Mata, Anelka.
     
    Við eigum nú að geta sigrað þetta lið.

Liverpool 1 – Man City 1

Liðið gegn Chelsea komið