Liðið fyrir leik kvöldsins er komið og það kemur ekki á óvart. Dalglish notar hópinn, hvílir lykilmenn en stillir samt upp sterku liði:
Reina
Kelly – Carragher – Coates – Enrique
Henderson – Lucas – Spearing
Bellamy – Carroll – Maxi
Bekkur: Doni, Skrtel, Flanagan, Adam, Downing, Kuyt, Suarez.
Lið Chelsea er sem hér segir:
Turnbull
Bosingwa – Alex – Luiz – Bertrand
Lampard – Romeu – McEachran
Lukaku – Torres – Malouda
Bekkur: Hilario, Ferreira, Ivanovic, Ramires, Juan Mata, Anelka, Kalou.
Báðir stjórar nota hópinn í byrjunarliðið en þetta eru samt tvö mjög sterk lið. Okkar lið er sterkara á pappír en þeirra, samt, ef eitthvað er. Líst vel á þetta.
Koma svo!
við tökum þetta 0-3 ! KOMA SVO!!! Bellamy með þrennu fyrir Gary Speed.
‘a hvaða erlendu sjónvarpsstöðvum sér maður leikinn í kvöld
Áður en þið byrjið að fylla þráðinn af þessum spurningum, setjið þá eitthvað af þessu í bookmarks.
http://p2pstreams.eu/
http://www.footballalive.com/
http://forum.wiziwig.eu/threads/60534-Wednesday-s-Football-Links
http://www.sportlemon.tv/c-1.html
http://www.livefootballol.com/
http://www.real-tv-sport.com/channel-2.php
http://livesoccerfree.blogspot.com/
http://www.freefootball.org/
http://www.firstrowsports.tv/
Sælir félagar, ekki lumar einhver hérna á link á leikinn sem ég get horft á á mac?
Væri geggjað ef einhver væri með svona link forrit eins og sopcast fyrir mac 🙂
Annars lýst mér vel á liðið, gaman að sjá coates, kelly og maxi í liðinu.
Hef fulla trú á að við getum tekið þetta 3-1 (Maxi, Carroll, Hendo – Lampard) KOMA SVO RAUÐIR YNWA!
http://lfclivewire.blogspot.com/
Finnst ykkur þetta lið vera sterkara en Chelsea liðið?
Satli: kannski er hægt að troða linux útgáfu sopcast yfir á mac. Það sakar ekki að reyna (ef þú þráir það nógu heitt).
Djöfull vona ég að við förum alla leið í þessum bikar.
Ég er ánægður með hvað það er hægt að rótera liðinu mikið frá síðasta leik án þess að missa gæði á móti. Á sama tíma í fyrra hefðu Jovanovic, Konchesky, Poulsen, Kyrgiakos og N’Gog hugsanlega allir komist í liðið í sambærilegum leik
Ég finn það einhvern vegin á mér að júdas á eftir að skora í þessum leik, en vona svo sannarlega EKKI 🙂 Eða þá bara að við skorum bara fleiri mörk en þeir 🙂
Alveg vonlaust víti…
Hvernig datt mönnum í hug að láta Carroll taka þetta víti…
afhverju var Carroll að taka víti í stað Bellamy eða MAxi ?
Carrol er ekki vítaskytta…
Af hverju í fjandanum er Carrol að taka víti ?
eru menn ekki að FOKKING grínast með vítianýtinguna 25% inn
Vafasamt að láta Carroll taka þetta víti með sjálfstraustið í molum.
Fékk strax á tilfinninguna að við myndum ekki skora úr vítinu þegar ég sá að Carroll átti að taka spyrnuna…
Af hverju í ósköpunum lét hann Bellamy ekki taka þetta?
Drottinn minn dýri, það virðist ekki vera hægt að gefa þessum lúða mark. Ég er alveg að missa þolinmæðina!!
Mig langar að grenja yfir vítanýtninni í ár!
Þetta er orðin meiriháttar mental block að troða tuðrunni í netið.
Slappiði af, Carrol átti þetta víti. Það hafa fleiri brennt af víti en hann. Hann á eftir að setjann á eftir, vitiði til 🙂
Ég heyri bara nom nom nom á vellinum, Lucas er gjörsamlega að borða Torres! 😀
Verður þetta enn einn “Liverpool betra liðið en…”?
Lucas er orðinn svo mikið skrímsli! 🙂
Lucasinn er þvílíkur yfirburðarmaður á vellinum!!
Af hverju reynir Carroll ekki að ná skalla frekar en láta sig detta…
Henderson heppin að brotna ekki þarna… og svo spjaldar hann ekki mannin sem braut á Henderson heldur einhvern allt annan?
Og þetta var ekki rautt uuuhhh afhverju í andskotanum ekki hann reyndi að aðskilja öklan frá fætinum
1.Gaman að sjá Lucas spila af svona miklu sjálfstrausti, lætur vel finna fyrir sér
2. Verðum að fá betri fyrirgjafir
3. Bellamy á eftir að skora, hrikalega áræðinn í kvöld
4. Hef engar áhyggjur. Liverpool hefur ekki tapað síðan í september eða e-ð
Jæja ágætis 45 mín hjá Liverpool og við erum sterkari en spurning hvort að Suarez verði ekki að koma inná og keyra á þessa miðverði sem eru á gulum spjöldum.
En ég held að við klárum þetta á eftir.
..ensku þulirnir eru amk sammála um það að þetta hafi verið tvöföld mistök hjá Dowd .. Spjaldaði rangann mann og gaf gult í stað rauðs spjalds..
+ ég vona sannarlega að Bellamy skori svo hann fái tækifæri á að benda til himinns og tileinka Speed markið!..
Dowd að spjalda rangan mann, sem segir okkur að hann sá ekki brotið. Hefði líklegast gefið Lukaku rautt hefði hann séð þetta.
Fínn fyrri hálfleikur að mörgu leyti. Vörnin virkar traust og ágætt flæði fram á við.
Miðjan er svona “unspectacular” leikmenn sem eru fínir að láta boltann ganga á milli en við erum ekki að komast á bakvið vörnina, aðallega finnst mér það af því að Maxi og Bellamy leita svo mikið til baka en Kelly og Enrique eru ekki að þora að koma á ferðinni. Held að kannski getum við þarna séð að Downing skipti máli fyrir flæðið vinstra megin, vill sjá miklu meira til Maxi í seinni.
Vítið var náttúrulega ekki gott, vonandi fer nú Captain Fantastic bara að koma til baka og þá er vítanýtingamálið látið!
En maður minn hvað það er nú hressandi að við getum stillt upp almennilegu liði en samt hvílt 6-7 leikmenn, þvílíkur munur frá síðustu tímabilum…
nú nú…
Byrjadi Torres inná. Ég hélt ad honum hefdi verid skift inná ì kringum 40mìn
Allir að anda inn og anda út hvað varðar þetta víti. Minnum menn á að Suarez og Kuyt hafa einnig klúrað vítum í vetur. Leyfum Carroll að klúðra einu áður en við afhausum hann.
Ég vil hinsvegar sjá meira frá stóra kallinum! Eins og einhver nefndi þá á hann bara að standa í lappirnar og setja höfuðið í boltann! Það gerir meira heldur en að liggja í jörðinni.
Henderson er einnig heppinn að vera labbandi. Þetta var ljót tækling! Persónulega hefur mér fundist leikur Chelsea vera endurspegla þessi spjöld. Þeir eru seinir í allt og hreinlega ekki með á nótunum! Við verðum að nýta okkur það betur í seinni hálfleik og sækja að meira afli! Það þarf að koma meira frá hægri vængnum og svo vil ég sjá annað hvort Lucas eða Spearing koma hreinlega aðeins framar á völlinn!
Annars ágætis spilamennska. Lucas er eins og kongur í ríki sínu á miðjunni! Chelsea hreinlega sækir ekkert hægra megin útaf hræðslu við Enrique og Carra og Coates eiga mjög fínan leik saman í hjarta varnarinnar!
YNWA!
Ég hef ekki séð til Torres-ar, bara EKKI!
Kannski er hann bara að sýna hollustuna svona… 🙂
Fer til keppinautar fyrir met-upphæðar og getur svo ekki rassgat…er enn rauður undir bláa litnum.
Mér finnst við vera búnir að vera betri hingað til. Auðvitað eru þeir hættulegir en það eru engir menn þarna sem geta breytt leiknum…ekki á meðan Lucas étur þá alla 🙂
En mikið anskoti er Enrique góður í bakverðinum, þvílikur munur að vera með svona sterkan vinstri bakvörð loksins.
Og Lucas er svo að sýna að hann er einfaldlega kóngurinn á miðjunni.
Enrique er að verða eins og Messi, hann verður alltaf að taka einn mann á, áður en hann gefur ‘ann. Mikið svakalega er flæðið í liðinu orðið gott síðustu tvo leiki, þetta er allt að smella…
Útaf með Carroll, hann er bara alveg vonlaus… við þurfum Suarez inn.
utaf með tryggva við þurfum alvöru stuðningsmenn
Maxxxxiiiiii
maxi maxi maxi maxi maxi
Goal
MAXXXIIIII!!!!!!!!!!!!
0-1
MEISTARI MAXXXXXI!!!!!!
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA. GAMAN! ! ! ! ! ! 0-2
Svona á Skalla Carroll 🙂 skemmtileg mark hjá Kelly
Gullstangirnar að bráðna……hahahhaha
Frábært hjá Kelly! Vá hvað sást í fagninu hvað drengurinn er með stórt Liverpool hjarta
glæsilegt hjá Bellamy og Kelly, frábært fyrir sjálfstraustið hjá Kelly 🙂
Snilld…. vandað ungi maður
BELLAMY með stoðsendingar í báðum mörkum LFC 🙂 SVONA á að minnast SPEED 🙂
Alltaf gaman að vinna Chelsea. Frábær leikur hjá okkar mönnum.
Þetta er varaliðið drengir.
Það minnist enginn á okkar besta mann í leiknum, Coates er búinn að vera ROSALEGUR
Lucas slasaður… meigum EKKI missa hann
Chelsea…. hvað er nú það? Eitthvað ofaná brauð eða?
OMG.. ekki segja mér að Lucas sé alvarlega meiddur..
PASSA að LUCAS meiðist ekki , plís 🙂
Coates er búinn að vera rosalegur, hlakka til að sjá þann gaur í deildinni.
Demm…þetta virðist alvarlegt!
Meigum ekki missa Lucas úr þessu liði…
Þetta virkaði nú ekki alvarlegt með Lucas, damn ef hann fer að meiðast illa.
LUCAS útaf á börum. 🙁
FOOOKKKK!! Lucas meiddur, ekki það sem við þurftum, gaurinn búinn að vera gersamlega að brillera, fullur af sjálfstrausti. Helv….
Krossband farið
Þvílíkur andskotans endar eru þessari Chelsea aðdáendur!! Maðurinn fer útaf á börum og hann er púaður útaf. Eðal andskotar!
Vonum ad thetta hafi bara verid hogg a hnéid og bolga.
úff svakaleg pressa á okkur eftir að Lucas fór útaf, enda átti hann miðjuna einn og skuldlaust.
Bellamy búin að vera frábær – leggur upp bæði mörkin
markalaust í leik Arsenal M.City og Cardiff að vinna Blackburn! 2-0 !
Núna fer það að koma í ljós meira en áður hversu frábær Lucas er orðinn hjá okkur. Pressan aukist mikið eftir að hann fór út af. Af hverju er ekki komið hvatningarlag um Lucas? Það kemur núna, sanniði til, þegar við förum að sakna hans og menn fara að átta sig á hversu illa hefur verið farið með hann lengi þrátt fyrir gríðarleg gæði sem komu smá saman betur í ljós, drengurinn heldur uppi varnarleiknum og drepur gjörsamlega hjartað (miðjuna) í mótspilurum.
Mér sýnist við vera að taka þetta bara 🙂
Coates er að stimpla sig inn hjá mér, en ykkur?
hahaha .. sjá svipinn á AVB þegar hann kemur í mynd 🙂
Þetta er komið !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Alveg hægt að venjast því að vinna alltaf á OIL Bridge :-))))
Gat ekki séð að Coates stigi feilspor allan leikinn, vörninn í heild var góð, Enrique flottur, Bellamy var maður leiksins að mörgu leyti fyrir okkur. Chelsea með sína 100 milljón punda sóknarlínu voru alveg bitlausir. En mest af öllu vona ég að Lucas sé heill.
Annars ef að ykkur langar að hlægja smá að þeim bláklæddu,
http://spjall.chelsea.is/viewtopic.php?f=4&t=2354 .
M.city að vinna Gunnerana svo því miður
Plís, hundsiði Stefán.
að leiknum. Allir voru góðir. En hvernig menn nenna að hamast á Andy Carroll í 0-2 útisigri á Chelsea er alveg beyond me.
#76 þegar menn ætla að vera með skítkasst er lágmark að fara rétt með staðreyndir.
Það vill svo til að ég var staddur leik Liverpool og Man-Utd þegar Alan Smith meiddist og það var alls ekki sungið þegar þetta gerðist. Í fyrstu voru menn með glósur á hann en þegar það var ljóst að hann var alvarlega meiddur að þá þagnaði allt. Það var meira að segja klappað fyrir honum þegar hann var borinn útaf.