Gerrard á bekkinn (skv. pressunni í London)

Jaaá, hver sagði að enska pressan hefði eitthvað gáfulegt að segja?

Guardian: Gerrard ætti að vera á bekknum á HM næsta sumar.
BBC: Eriksson í klípu, verður að fórna Gerrard fyrir úlfana.

Sagan er beisiklí þessi: Ledley King, sem er miðvörður hjá Tottenham, var víst svo góður gegn Póllandi á miðvikudaginn að enskir blaðamenn sjá engan annan kost í stöðunni en þann að King sé svarið við öllum þeirra vanda. Með hann fyrir aftan sig getur Frank Lampard farið fram að vild og verið stórhættulegur, en með Gerrard við hliðina á sér er Lampard óöruggur og ekki viss um hlutverk sitt, og Gerrard ekki heldur.

Ég skal viðurkenna það að Lampard/Gerrard samstarfið hefur ekki alltaf virkað sem skyldi fyrir enska landsliðið, en að gefa það í skyn að miðvörðurinn Ledley King eigi að byrja inná fyrir Steven Gerrard á HM, byggt á einum góðum leik King gegn liði sem lá í vörn allan tímann á Old Trafford, er bara rugl og vitleysa.

Rugl … og … vitleysa!

Hvað er að fólki? Hafa þessir “blaðamenn” séð Stevie spila knattspyrnu? Hann spilaði varnarsinnaða hlutverkið, fyrir aftan Lampard, á laugardaginn og var út um allt á vellinum. Bæði í vörn og frammi. Og Lampard var þeirra hættulegasti miðjumaður í þeim leik, gegn Austurríki.

Fyrir mér er þetta mál skýrt. Á miðvikudaginn var miðja Englendinga skipuð af þeim Joe Cole, Frank Lampard, Ledley King og Shaun Wright-Phillips. Fjórir leikmenn sem eru uppaldir í Lundúnum og leika í dag fyrir lið frá höfuðborginni (Wright-Phillips er líka uppalinn í Lundúnum, þótt hann hafi leikið frá unglingsárum fyrir Man City).

David Beckham og Steven Gerrard … eru frá Norður-Englandi.

Breska pressan, fyrir utan staðarblöðin, er staðsett í Lundúnum. Enda segir það sig sjálft að einu mennirnir sem halda því fram að Ledley King sé betri miðjumaður en Steven Gerrard, eru menn sem hafa einhverjar aðrar ástæður en knattspyrnulegar, til að vilja sjá Stevie setjast á bekkinn.

Ég elska landsleikjahlé. Hef ég sagt það áður? Í síðasta hléi meiddist Morientes og hefur ekki leikið síðan, í þetta sinn snýr Stevie aftur meiddur og, að því er virðist, með sæti sitt í landsliðinu í hættu … og Peter Crouch var svo eyðilagður eftir að vera púaður niður á Old Toilet á miðvikudag að hann vildi ekki veita nein viðtöl eftir leikinn.

Býst ekki við að Crouchie spili með mikið sjálfstraust á laugardag, og ef hann leikur illa þá vitið þið að það hefur mikið gengið á hjá honum þessa vikuna. Ekki gætuð þið sinnt ykkar störfum vel á meðan 65,000 manns eru að púa ykkur niður…

Mæli einnig með góðri grein Paul Tomkins um landsliðin: Liverpool hampered.

7 Comments

  1. Þetta er næstum jafn vitlaust og það sem ég heyrði hlustendur vera að heimta í Mín skoðun á XFM – að Eiður Smári ætti ekki að vera í íslenska landsliðinu því það gengi betur án hans! :tongue:

  2. Þessi kenning um London og N-England er því miður með þeim fáránlegri sem ég hef heyrt í langan tíma! 😯

    Ég spyr líka, var ekki verið á baula á Sven-Göran fyrir að skipta SWR útaf?

  3. Enn og einu sinni sannar enska pressan það hversu rugluð hún er. Gerrard á bekkinn fyrir King sem spilar einn leik gegn pólverjum? Þvíkikt bull hef ég nú ekki lesið lengi.

    Maður er hreinlega ekki upplagður í að lesa svona rugl svona snemma morguns.

  4. Þetta er það mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt (Heimild: Mikki Refur í Dýrin í Hálsaskógi).

  5. Er það bara ekki fínt fyrir okkur ef að þeir spila lítið á HM næsta sumar, það hefur sýnt sig að ef að menn spila mikið yfir sumarið að þá eru þeir lengi í gang haustið eftir.

    Og hver hlustar svo á það sem þessir sneplar hafa að segja, hefur einhver ykkar tekið mark á því nýlega sem komið hefur í DV og Hér & Nú, systur blöðum þeirra hér á landi :laugh:

  6. Breska pressan, fyrir utan staðarblöðin, er staðsett í Lundúnum

    Þetta er nú óttaleg paranoia. Ég las nú einhvers staðar í síðustu viku að góð lausn á vandamálum enska landsliðsins væri að láta Gerrard spila djúpan á miðju eins og hann gerði síðasta tímabil Houlliers, sem er óneitanlega hans (persónulega, ekki liðsins) besta tímabil.

    Hafa þessir ?blaðamenn? séð Stevie spila knattspyrnu?

    Ég geri jafnframt ráð fyrir því að þessir blaðamenn viti miklu meira um stöðu mála en við. Þótt maður horfi á Liverpool leiki, og lesi ensku blöðin á netinu, þá má ekki gleyma því að þetta er þeirra föðurland, en ekki eitthvað draumalið í fantasy league. Þessir blaðamenn úti vissu örugglega að Steven Gerrard myndi vera mjög góður áður en að við Íslendingar (og þið Liverpool menn) höfðu nokkurn tímann heyrt á hann minnst.

Getur Calliste eitthvað?

Allir tjá sig um Crouch og meira til…