Í gærkvöld var dregið í riðlana fyrir Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Póllandi og Úkraínu í júní 2012. Riðlarnir eru sem hér segir:
A-riðill: Pólland, Grikkland, Rússland, Tékkland.
B-riðill: Holland, Danmörk, Portúgal, Þýskaland.
C-riðill: Spánn, Ítalía, Króatía, Írland.
D-riðill: Úkraína, Svíþjóð, Frakkland, England.
Greyið Danir.
Þá vil ég einnig benda áhugasömum á að hlusta á Hringborðsumræður útvarpsþáttarins Fótbolta.net á X-inu 97.7 í hádeginu. Þar verð ég, Kristján Atli, gestur ásamt Aston Villa-aðdáanda. Vonandi segi ég eitthvað af viti.
Greyið Portúgal, segi ég… keppa í tveimur riðlum (B og C) 😉
hehe já greyið Portúgal. Held að maður eigi aldrei að afskrifa Dani, það bjóst t.d eingin við neinu frá þeim 1992. Ég er pottþéttur á að Danir eigi eftir að komast uppúr þessum riðli (enda með Paulsen á miðjunni).
KAR. Hvenær ca. ertu í þættinum?
Djöfullsins sultu riðill sem A riðill er, ömurlegt að þetta dragist svona. En ég spái því að Írar og Spánnverjar fari uppúr C-riðli og England og Frakkland fara örugglega uppúr D-riðli
Úrslitaleikurinn verður sjálfsagt á milli Portúgal og Portúgal 🙂
Hehe já shit. Ég er búinn að laga þeta, þetta átti að sjálfsögðu að vera Írland í riðli C. Hefði annars verið óþarflega stíft leikjaprógramm hjá Portúgölum þennan mánuðinn. 🙂
Páló, mér skilst að Hringborðið fari í loftið um kl. 12:45.
B riðillinn er SVAKALEGUR en samt nokkrir rosaleikir í hinum riðlunum.
Spánn vs Ítalía og Frakkland vs England sem dæmi.
A riðillinn virkar óáhugaverðastur en Rússland vs Tékkland gæti samt orðið góður.
http://www.footballstreaming.info/streams/todays-links/
Þetta er langbesta stream dæmi sem ég hef fundið. Núna er t.d verið að sýna liv youth academy á móti stoke. svo allir stóru leikirnir í geggjuðum gæðum. stream frá sky HD.
go nuts
ég er hérna að horva á newcastle, chelsea leikin… og ég vill bara segja að Lampard er bara gjörsamlega búin, hann er búin að vera hræðilegur
Fyrir þá sem misstu af mér í Hringborðsumræðum dagsins á útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu þá er hægt að hlusta á umræðurnar hér:
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118251
Heiðar Helgu að halda uppteknum hætti, búinn að “setjann” á móti Voy og hans mönnum í wba 🙂 Áfram Heiðar, setja nokkur kvikindi í viðbót 😉
Það kæmi mér bara ekkert á óvart ef Tottenham myndu taka annað sætið í vor. Þeir eru í þvílíku formi. Ætli við endum að keppa við Chelsea og Arseanl um 4 sætið. Annars er maður heldur ekkert búinn að sjá ManU vera öruggla þarna í topp tvö þrjú.
Svo er þetta reyndar fljótt að breytast með smá meiðslum en það er vissulega að koma nokkur mynd af stöðunni í deildinni.
Get alveg lofað því að Tottenham eigi eftir að droppa niður eftir áramót.
Af hverju ættu spursarar að droppa ?
Þeir eru með rosalegt lið og það er talað um að þeir ætli að reyna að fá Drogba í janúar.
Eg spái þeim 2 sæti í vor því miður.
Hvað er langt í Gerrard?
Afsakið offtopic. En eru menn að finna stream á landsleikinn hjá stelpunum í handbolta? Væri fínt að hafa hann á kantinum. Stelpur í stuttum buxum og þröngum bol með Íslenska fánann á brjóstinu er ekkert slæmt að horfa á.
#15 um 1700 km í beinni loft línu samkvæmt mínum útreikningum.
Anelka komin á sölulista, væri hann ekki alveg tilvalinn fyrir Liverpool í jan??
Væri alveg til í Anelka, classa spilari.
Nú er alger nauðsyn að vinna þennan leik á morgun, öll liðin í kringum okkur voru að salta sína leiki.
20# leikurinn er á mánudagskvöld
sorry smá “smá off topic” en er einhver það kunnugur Tromso (noregi) til að geta bent mér á hvar maður getur séð leikinn á mánudaginn, best ef það væri einhver flottur sport pub.
#22 Getur kíkt á þessa síðu: http://liverpool.no/zonepg.aspx?zone=79&MenuNode=633895546024677497
Listi yfir staði í Noregi sem sýna Liverpool leiki
Óþolandi þetta Manure lið. Enn einn 1-0 sigurinn. Að mínu áliti töpuðu Newcastle ósanngjarnt, en það er ekkert sanngjarnt í fótbolta, svo mikið er víst. David Luiz átti að fá beint rautt á 4.min. Svo fékk Cahill beint rautt á móti Spurs þegar gult spjald hefði verið réttast. En held að það spjald hafi ekki ráðið úrslitum í þeim leik. Tottenham líta svakalega vel út. Mér finnst þeir vera með næst besta byrjunarliðið, á eftir City auðvitað. Walker,King, Kaboul, Ekotto, Lennon, Parker, Modric, Bale, Vaart og Adebayor, uss uss uss.
takk karl skoða þetta.
Spurning um að fá Seydou Keita í janúar?
#26
hann er pottþétt á radarnum hjá KD en þetta er ekki FM.. Hann er búinn að spila 11 leiki á tímabilinu og þá er Barca ekki að losa sig við hann í janúar
#24
gjörsamlega óþolandi. þeir eru búnir að skora 1 mark í síðustu 7 leikjum í deild og það hefur skilað þeim 14 stigum. þar af 13 stigum í síðustu 5 leikjum.
Já, algjört möst að vinna leikinn annað kvöld!
Einhver sem veit eitthvað varðandi endurkomu Gerrard´s?
Er Gerrard ekki bara buinn? Þetta er farið að minna mig á Nevill hjá United, alltaf talað um einhverjar tvær vikur og blablabla, í raun var þetta bara búið spil hjá honum.
@30
Þetta er það sama og ég óttast. Að ferill Gerrard sé búinn.
Talað um að menn séu ánægðir með batann en samt kemur ekkert fram hvenær hann kemur til baka.
Nákvæmlega ! Kæmi mér ekkert á óvart að nárinn væri enn að angra hann og þá er ferillinn einfaldlega búinn hjá kappanum. Þetta er í það minnsta mjög svo einkennilegt mál allt saman og ótrúlega litlar upplýsingar frá klúbbnum.
30 – Gerrard minnir ekki á neitt sem tengist neville-ættinni
Var neville ekki meidd í móðurlífinu?
Skal alveg viðurkenna það að tilhugsunin um Anelka til Liverpool kitlar mann þótt gaurinn yrði kannski ekki beint Liverpool buying!