Liverpool vann góðan sigur á Anderlecht í Belgíu í kvöld, 0-1 með marki frá Djibril Cisse. Þetta þýðir að við erum með 7 stig eftir þrjá leiki, höfum unnið báða leikina okkar á útivelli og ef að Liverpool og Chelsea vinna sína næstu leiki (Chelsea gegn Betis á útivelli og Liverpool gegn Anderlecht á Anfield), þá gætum við verið búnir að tryggja okkur farseðil í 16 liða úrslitin strax í byrjun nóvember. Fyrir mig, þá var þetta fyrsti leikurinn, sem ég hef séð í Meistaradeildinni í vetur.
En allavegana, þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Liverpool liðið var frábært í fyrri hálfleiknum og yfirspilaði Anderlecht algjörlega, en í seinni hálfleiknum þá datt þetta niður og Anderlecht hefði þess vegna getað náð jafntefli.
En að lokum var sigurinn nokkuð sanngjarn.
Ég er hálfpartinn farinn að vorkenna Kristjáni þegar hann reynir að spá fyrir um uppstillinguna, því að Rafa kemur nánast alltaf á óvart. Allavvegana, Rafa stillti þessu upp svona í byrjun:
Josemi – Carragher – Hyypiä – Traore
Sissoko – Alonso – Hamann – Riise
Garcia
Cissé
Semsagt, Sissoko var á hægri kantinum og Garcia var í holunni fyrir aftan Cisse.
Ensku sjónvarspmennirnir voru sannfærðir um að þetta yrði varnarsinnað Liverpool, en annað kom á daginn því Liverpool yfirspiluðu Anderlecht algerlega í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað skorað 3 mörk. Riise var m.a.s. nálægt því að skora með *hægri*.
En eina mark leiksins kom eftir hornspyrnu frá Didi Hamann. Hamann gaf háan bolta fyrir og þar var [Kofi Annan](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/11/09.45.46/) mættur á fullkomnum stað og **DÚNDRAÐI** boltanum í markið. Og þá meina ég *dúndraði*! Boltinn var eiginlega beint á markmanninn, en hann hafði ekki tíma til að rétta upp hendurnar. Bresku sjónvarpsmennirnir mældu boltann á **100 kílómetra hraða**. Frábært mark.
Cisse hélt svo áfram að pína vörn Anderlecht og Riise var ógnandi upp kantinn. Cisse, Luis Garcia (dauðafæri) og Riise hefðu allir getað skorað.
En þetta var semsagt 1-0 í hálfleik. Leikurinn breyttist síðan mjög mikið í seinni hálfleiknum og Anderlecht pressaði miklu meira. Flestar sóknir þeirra komu upp hægri kantinn, þar sem Djimi Traore var í sannkölluðu jólaskapi og hleypti mönnum framhjá sér einsog hann fengi bónus fyrir hverja Anderlecht fyrirgjöf. Án efa hans slappasti leikur í langan tíma. Í raun voru báðir Malí mennirnir slappir, en Sissoko var þó ekki að spila í sinni stöðu og því er hann afsakaður.
En semsagt, Anderlecht sóttu talsvert og hefðu átt að fá vítaspyrnu, þegar að Jamie Carragher handlék boltann augljóslega í vítateignum, en við vorum heppnir og sluppum fyrir horn. Auk þess var Reina öruggur í markinu og varði nokkrum sinnum mjög vel.
Þegar að líða tók á leikinn kom svo Harry Kewell inná fyrir Cisse, Zenden fyrir Sissoko og svo að lokum Warnock fyrir Riise. Það var ánægjulegt að sjá Kewell og Liverpool hefði alveg getað potað inn einu marki í lokin, en Sissoko, Garcia og Kewell fengu allir ágæt færi.
En semsagt, þetta hafðist og það er allt sem skiptir máli. Þetta var þó alltof tæpt, því Liverpool hefði auðveldlega getað klárað þetta 4-0. Við bara nýtum ekki færin. Chelsea átti í kvöld 7 skot á markið og skoruðu 4 mörk. Við áttum 6 skot á markið og skoruðum 1.
**Maður leiksins**: Ég var ósammála Kristjáni á laugardaginn varðandi mann leiksins, því ég hefði valið þann mann, sem ég ætla að velja núna: **Xabi Alonso**. Hann byrjaði tímabilið rólega, en mér finnst hann hafa verið frábær í síðustu tveimur leikjum.
Reina spilaði líka vel og mér fannst Riise frískur á kantinum. En Alonso er einfaldlega allt í öllu. 90% af sendingum fara í gegnum hann, hann vinnur varnarvinnuna *gríðarlega* vel og hann var okkar besti maður í þessum leik, sem og á laugardaginn.
Svo fær Cisse auðvitað sinn plús fyrir að skora enn einu sinni.
En allavegana, fínn útisigur og við getum verið sáttir. Ef við förum bara að nýta færin einsog menn, þá hlýtur þetta að fara að koma. Ég held að við tökum Fulham í kennslustund á laugardaginn.
Hvaða lyf er Riise að taka, hann tók skot með HÆGRI, HÆGRI, en hann var svaðalega óheppinn að skora ekki þarna. Sissoko átti einnig að skora.
En mér fannst ekki sérlega gaman að horfa á þennan leik, ég veit bara ekki hvað er að það er eins og það vanti einhvern næsta í þetta Liverpool lið.
En það verður fróðlegt að sjá byrjunarliðið hjá Rafa á laugardaginn hann hlýtur að halda Cisse inná í því.
Er Cisse bara 24 ára????
Jammm, Cisse er 24.
Og ef að Riise hefði skorað með hægri hefði það án efa verið óvæntasti viðburður ársins.
Það er kominn tími til að Riise fari að nota báða fæturnar sem hann hefur…… :biggrin:
Maður með slíka ruddalega hæfileika lítur út fyrir að vera þroskaheftur þegar kemur að því að taka skot með hægri….. :blush:
Frábært að sjá að við getum enn unnið á útivelli !
Jæja, kominn heim af Airwaves.
Horfði á leikinn á Players, meðal annars með Einari og bróður mínum, og ég tek nokkurn veginn undir allt sem Einar segir í þessari skýrslu. Við hefðum getað verið 3-0 yfir í fyrri hálfleik, en við hefðum líka getað tapað þeim seinni 3-0, þannig að þótt við hefðum verið betri á heildina litið og skapað áfram góð færi í seinni hálfleik – og sigurinn því verið sanngjarn – þá verðum við að teljast eilítið heppnir að hafa sloppið með þrjú stigin þarna.
Sammála því að Alonso átti stórleik í kvöld, var algjörlega frábær og nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleik. Það fór allt í gegnum hann, vonandi heldur hann uppteknum hætti!
Þá langar mig að minnast á Christian Wilhelmsson, sænska hægri kantmanninn hjá Anderlecht. Ég hreifst fyrst af honum á EM í fyrra og fannst hann stórgóður gegn Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir ári, sem og gegn Englendingum í æfingaleik í vor. Í kvöld var hann gjörsamlega langbesti leikmaður Anderlecht, síógnandi á kantinum og fór illa með Djimi Traoré hvað eftir annað, nokkuð sem stærri og frægari nöfn en hann hafa ekki getað hingað til.
Allavega, Wilhelmsson er 25 ára og að mínu mati maður sem við mættum alveg skoða. Ég væri til í að sjá hann hjá Liverpool, hvað svo sem Sabrosa/Gonzalez/Joaquín líður. Hann væri eflaust ódýr kostur (5m punda í mesta lagi) og hefur að mínu mati bara allt sem okkur vantar. Ég meina, við spiluðum með Sissoko á hægri kantinum í kvöld. Við ÖRVÆNTUM hérna … okkur vantar hægri vængmann og það helst í gær!
Annars jákvætt að landa þremur stigum og einnig gott að sjá Harry Kewell (loksins) aftur með okkur. Hann meiddist ekki, virkaði frískur (miðað við langa fjarveru) og var búinn að safna hári, þannig að það er vonandi að hann komi sterkur inn á næstunni. Hann gæti leyst hægri vængstöðuna fyrir okkur næstu 2-3 mánuðina, fram að janúar.
p.s.
Einar, eins og ég sagði á laugardaginn þá fannst mér Alonso og Sissoko spila best gegn Blackburn, en ég gaf Cissé heiðurinn vegna marksins, fannst hann bara svara gagnrýnendum sínum frábærlega í þeim leik – og í raun gerði hann það í kvöld líka. Menn tala um að hann geti ekki verið eini framherjinn okkar af því að hann sé ekki nógu sterkur líkamlega, en í kvöld lét hann finna fyrir sér og var meira að segja að leggja upp fyrir García og Riise með skallasendingum eftir langa bolta fram, a la Crouch … þá fékk hann nokkur góð færi til að bæta við öðru marki en tókst það ekki.
Ég sé lítið annað í stöðunni en að hann byrji inná aftur gegn Fulham. Hlakka til að sjá þann leik … þetta er allt að smella saman, mér finnst bara ákveðinn bragur á liðinu. Eins og þú segir Einar, ef við förum að nýta færin og leysa hægri vængstöðuna þá fer þetta tímabil á flug, ég er viss um það. 🙂
Það verður skálað hraustlega á mínu heimili þegar Rafa selur Riise. Ótrúlegt að stjórn Liverpool hafi samþykkt kaup á kappanum á sínum tíma miðað við reynsluna af löndum hans:
B.T. Kvarme, Stig Inge Bjørnebye, Øyvind Leonhardsen og Vegard Heggem!!!
🙂
Það verður skálað hraustlega á mínu heimili þegar Liverpool spilar ensku deildina eins og þeir gera það í meistaradeildinni. Jú jú, ég skal vera “Fúll á móti” en ég vil fara að sjá deildina tekna með sömu alvöru og meistaradeildin er. Þetta pirrar mig meir og meir að sjá liðið blómstra svona þar. Spila 4-4-2 í deild og 4-5-1 í evrópu er málið. Rafa, notaðu svo helvítis Cissé í framlínunni!
Það verður skálað hraustlega á mínu heimili þegar Liverpool taka uppá því að spila skemmtilegan fótbolta!
Ég er ótrúlega sammála Kristjáni Atla í einu og öllu hér. Christian Wilhelmsson er mjög góður leikmaður og hef ég alltaf haft gaman af þeim manni síðan ég fór að fylgjast með honum. Hann virðist líka hafa gott keppnisskap.
Enn “Baros” Til hvers á fara að selja Riise spyr ég? Var hann ekki einn besti maður fyrri hálfleiks? Hefði svo sannarlega getað skorað og gert mitt stress-level betra.
Kaupa áður enn við sekjum!!!
sekjum = seljum!!!
Ég er sammála Friðgeiri þarna með eitt, kaupa *áður* en við seljum! Gott dæmi er t.d. Antonio Nunez. Hann var seldur því það *átti* að fara að koma inn nýr hægri kantur. Hann væri líklega fyrsti maðurinn í liðið í dag þar sem enginn hægri kantur var keyptur eftir að hann(eini hægri kanturinn okkar) var seldur! Blessuð sé minning hans. Ég vildi alltaf leyfa honum að fá að sanna sig. Ég er ekki sáttur með það mál. En ég er sáttur með leikinn í kvöld, hefði reyndar viljað fleiri mörk! 😉
Hann Christian Wilhelmsson er ávallt kallaður Chippen. Hann spilaði með Stabæk hérna áður með Marel & Tryggva og lagði upp ófá mörkin fyrir þá félaga. Mjög skemmtilegur spilara með mikinn hraða og ágætis tækni. Gæti vel verið ein potential lausn á hægri kantinn.
Sigur er sigur, fyrri hálfleikurinn góður en gamla sagan með steindautt lið (liggur við) í seinni hálfleik. Þegar Liverpool fer að spila tvo hálfleiki af sama krafti, þá mun ekkert lið (ekkert!!) geta stöðvað þá.
Ef mörkin fara að koma í deildinni og sigrarnir stöðugri, þá sé ég fram á glæsilegan tíma framundan. Cisse á hikstalaust að vera fastamaður í liðinu og mér finnst sigur+fjarvera Gerrards vera jákvætt merki
Bring on, Fulham!
Frábært að ná sigri á útivelli þar sem önnur úrslit voru okkur hagstæð í gærkveldi. Ég er sammála Einari með Alonso, hann var mjög traustur í þessum leik.
Annar leikmaður á líka hrós skilið, það er hann Josemi. Jose átti hörkuleik, stoppaði fullt af sóknum og gaf ekki tommu eftir. Sennilega einn besti leikur kappans í heilt ár. Varð bara að koma inn á þetta þar sem greyið er gagnrýndur fyrir hvern einasta leik sem hann spilar (þar er ég enginn undantekning).
Wilhelmsson væri fínn upp á að auka breiddina á hægri kantinum. En fyrir mitt leiti verðum við að kaupa leikmann í meiri klassa ef við ætlum okkur að komast á toppinn.
Krizzi
Það er alltaf svo ljúft þegar Liverpool vinnur. Nú eru sigrarnir orðnir tveír í röð, man einhver hvenar Liverpool vann síðast 3 leiki í röð? (alvöru leiki)
Sammála Krizza með að Wilhelmsson sé ekki nógu mikill klassa leikmaður.
Alonso klárlega maður leiksins. Hann gjörsamlega átti miðjuna í þessum leik. Það fóru nánast allar sóknir okkar manna í gegnum hann og síðan varðist hann líka frábærlega.
Reina verður lika að fá hrós fyrir þennan leik. Hann er frábær! Graður í teignum, snöggur að koma boltanum í leik, vel staðsettur og ákveðinni. Við eigum loksins orðið frábærann markvörð!
Cisse inni á móti Fulham og hann setur þrennu!!!
Geiri
Hvernig líst mönnum að fara að fá Speedy :biggrin: :rolleyes:
http://www.liverpool.is/?cat=1&view=newsone&nid=7507
Alger snilld! Þetta er orðið staðfest núna, frábærar fréttir.