Aston Villa 0 Liverpool 2

Okkar menn unnu frekar þægilegan útisigur á Aston Villa, 0-2, í dag á Villa Park í Birmingham og lyftu sér þar með upp að hlið Arsenal í 5.-6. sæti Úrvalsdeildarinnar, allavega þar til Arsenal leika við Manchester City síðar í dag.

Kenny Dalglish kom nokkuð á óvart og setti Jonjo Shelvey í byrjunarliðið í dag:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Adam – Shelvey

Downing – Suarez – Bellamy

Bekkur: Doni, Coates, Carragher (inn f. Shelvey), Kelly, Maxi, Kuyt (inn f. Bellamy), Carroll (inn f. Suarez).

Okkar menn gerðu snemma út um leikinn. Fyrsta markið kom strax á 11. mínútu þegar Stewart Downing tók hornspyrnu frá hægri. Boltinn flaug inná markteigshornið þar sem Shelvey flikkaði honum áfram með hælnum inná markteiginn, þar flikkaði Luis Suarez honum aftur áfram með hælnum að marki en Brad Guzan í marki Villa varði. Boltinn barst þó strax á Craig Bellamy sem sett’ann í tómt markið og staðan orðin 0-1 fyrir Liverpool.

Seinna markið kom svo fimm mínútum síðar. Þá tók meistari Bellamy hornspyrnu frá vinstri og inn á markteigshornið vinstra megin þar sem Martin Skrtel reis hæst allra og skallaði boltann efst í markhornið fjær. Óverjandi fyrir Guzan og glæsilegt mark, og ótrúlegt en satt þá var Liverpool búið að skora úr tveimur hornspyrnum í dag!

Það sem eftir lifði hálfleiks einkenndist af miðjumoði. Villa-menn reyndu ákaft að ná upp sóknarþunga og minnka muninn en náðu einna helst nokkrum ágætis skotum utan teigs, án þess þó að valda Pepe Reina miklum vandræðum. Besta færið fékk Emile Heskey um miðjan hálfleikinn þegar hann fékk skallafæri á markteignum, óvaldaður, en af því að þetta er Emile Heskey var skallinn laflaus í fangið á Reina.

Staðan 0-2 í hálfleik. Okkar menn komu svo grimmir til leiks í upphafi seinni hálfleiks, Dalglish hafði greinilega brýnt fyrir þeim að sókn væri besta vörnin. Ég var ánægður með byrjun seinni hálfleiksins og þeir hefðu átt að innsigla leikinn enn frekar á fyrri hluta seinni hálfleiksins. Suarez var í tvígang sorglega nálægt því að skora þegar hann lék á menn innan vítateigs Villa en í fyrra skiptið skaut hann í neðanverða slána, niður á marklínuna og út og í það síðara vippaði hann yfir Guzan í markinu en boltinn fór í innanverða stöngina, dansaði fyrir framan marklínuna og út. Ótrúleg óheppni hjá Suarez og okkar menn hertu enn frekar forskot sitt á toppi Tréverksdeildarinnar í ár.

Shelvey var líka í tvígang nálægt því að bæta við marki með góðum skotum og svo skaut Charlie Adam í varnarmann og hárfínt framhjá úr dauðafæri. Hinum megin var lítið að gerast í sókn Villa og þegar fór að draga aðeins af sóknarmönnum okkar gerði Dalglish hið skynsamlega og skipti þremur fremstu – Suarez, Shelvey og loks Bellamy – út fyrir Carroll, Carragher og Kuyt. Þetta þétti miðjusvæðið hjá okkur og Carragher fyllti upp í Lucas-skarðið fyrir framan vörnina og okkar menn lönduðu þessu bara nokkuð þægilega á endanum.

MAÐUR LEIKSINS: Liðið lék vel í dag. Vörnin og Reina héldu hreinu í 5. leiknum af síðustu 8 í deildinni (eða síðan Agger og Skrtel urðu miðvarðaparið) og kantmenn okkar voru sprækir. Á miðjunni fannst mér Adam og Henderson ekkert sérstakir en þeir voru vinnusamir og skiluðu sínu. Shelvey og Glen Johnson voru sennilega sprækastir í sókn okkar manna auk Downing sem átti góðan leik á kantinum gegn sínu gamla liði. Suarez var enn og aftur iðinn og góður frammi og hreint með ólíkindum að hann skyldi ekki skora í dag.

Maður leiksins í dag var hins vegar klárlega Craig Bellamy. Þvílíkt sem hann ætlar að reynast frábær fengur fyrir okkur – eins og Dalglish hefur sagt áður er Bellamy að eldast og með það mikla meiðslasögu að það er ekki hægt að ætla honum að spila hvern einasta leik fyrir okkur, en hann spilar nær undantekningarlaust vel þegar hann fær kallið og í dag kláraði hann leikinn með því að skora fyrra markið og leggja upp það síðara.

Næsti leikur er gegn Wigan á útivelli næstkomandi miðvikudag og vonandi heldur sigurhrinan bara áfram þá.

60 Comments

  1. Góður útisigur og mikilvæg 3 stig í höfn í leik þar sem sigurinn hefði getað verið mikið stærri (eins og svo oft áður).

    Þurftum einhvernveginn aldrei að setja í þriðja gír, en mér fannst liðið þó hætta að ógna marki Villa aðeins of snemma.

    Annars ekki yfir neinu að kvarta, bara gaman.

  2. Sælir f´relagar
     
    Góður og öruggur sigur og hefði ekki verið óeðlilegt að vinna þennan leik 4 til 5 núll.  Þetta Villa lið er afar slakt og því væri frágangssök að skila ekki sigri. Flestir að spila vel og því ekki neitt nema gleði eftir þennan leik.
     
    það er nú þannig
     
    YNWA

  3. Góður útisigur, aldrei í hættu, örugglega einhverjir eftir að koma og nöldra hvað við hættum í rauninni snemma í leiknum, en hugsa að það hafi bara verið skynsamlegt því það er gríðarlegt prógramm framundan og gott að hafa ferskar fætur til taks í þá baráttu 🙂 Bellamy maður leiksins og Suarez óheppin að setja hann ekki tvisvar! 🙂

  4. Flottur leikur, hefðu mátt skora meira en þeir gerðu nóg. Ef að Arsenal tapar núna með meira en einu förum við uppfyrir þá og City upp fyrir Scum. 

  5. Ég held að það sé í lagi að gefa Downing það hrós sem hann á skilið. Nóg er nú búið að drulla yfir hann í commentum á þessari síðu.
    Fyrir mér var Downing hreint frábær í þessum leik sóknarlega og ekki síður varnarlega þar sem hann var oft að vinna boltann á hættulegum svæðum auk þess að vinna vel með Glen. Það má búast við mun færri commentum heldur en myndi vera ef leikurinn hefði tapast svo endilega notum tækifærið og hrósum fyrir það sem vel er gert.

    • Mikið er ég sammála þessu kommenti. Hefði Suarez t.d. tekist að setja boltann stöngina inn eftir fáránlega flotta sendingu frá Downing þá væri þetta 100% eins og við viljum hana það. En þetta marktækifæri í dag var bara enn eitt dæmið um hvernig okkur hefur tekist til með rammann.

  6. Getur einhver sagt mér hvers vegna er ekki dæmd vítaspyrna og jafnvel rautt spjald þegar Bellamy fylgdi eftir stangarskotinu hans Suarez? Bellamy einfaldlega á undan varnarmanni Villa í boltann og þrumar honum (reyndar yfir), en sekúndubroti seinna þá kemur Villa maðurinn og straujar Bellamy á marklínunni.

    Annars bara mjög sáttur með liðið í dag.
     

  7. Virkilega flottur sigur. Persónulega fannst mér þetta einn besti leikur Liverpool á leiktíðinni heilt yfir. Villa skapaði sér varla færi frekar í þær rúmu 90 mín sem leikurinn stóð yfir. Liverpool liðið mætti tilbúið til leiks og skapaði sér gott forskot snemma í leiknum, sem er gríðarlega mikilvægt á móti stemmningsliði eins og Villa. Þriðja markið hefði endanlega gert útum leikinn en það kom ekki þrátt fyrir ótal færi. Maður er farin að halda að leikmenn Liverpool hafi mölvað heila speglaverksmiðju fyrir þessa leiktíð. Með ólíkindum hvað liðið getur verið óheppið (og klaufar í bland) upp við mark andstæðingana. 0-5 hefðu ekki verið óeðlileg úrslit miðað við gang mála.
     
    Varnarleikur liðsins var frábær í þessum leik. Villa ógnaði marki Liverpool aldrei í leiknum og Reina hafði frekar náðugan dag. Ánægður með hvað Johnson er að bæta sig, greinilega að komast í sitt besta form. Adam og Henderson voru solid á miðjunni en Bellamy stóð klárlega uppúr í leiknum í dag. Hægri bakvörður Villa var í bullandi yfirvinnu við að eltast við hinn 32 ára Walesverja. Kæmi mér ekki á óvart ef að hann ætti eftir að spila stórt hlutverk á lokasprettinum í vor í baráttunni um 4. sætið.
     
    Næsti leikur er Wigan á útivelli. Þessi úrslit ættu að gefa liðinu boost í þann leik en jafnteflið sem Wigan náði í gær gegn Chelsea gæti hafað gefið liðinu eitthvað sjálfstraust ég er hins vegar ekki í vafa ef að spilamennska liðsins helst óbreytt í þann leik, þá fögnum við 3 stigum þann 21. des.
     

  8. Frábær úrslit, góður leikur. Nú er bara að vona að City taki öll stigin og komi okkur upp í fimmta og scummurunum niður um eitt. 0-0 í hálfleik þar, en City betri aðilinn

  9. During Last christmas we were struggling to get into the top 12. Now we are three points off from 3rd place.

     5 – Liverpool have now matched the total of Premier League away wins they achieved last season. Progress.

    Tvær staðreyndir FEITT like!!!

    • Satt 😛
      Vonandi að liðið haldi uppteknum hætti (fyrir utan kannski 08-09 tímabilið) og sæki í sig veðrið eftir áramót. 
      Vonandi að heimavallarárangurinn verði ekki síðri en á síðasta tímabili (12 sigrar úr 19 leikjum) á meðan það hafa einungis nást 3 sigrar úr 8 leikjum núna.
      Burtséð frá allri óheppni og góðri spilamennsku þá er þetta leiðinleg tölfræði. 

  10. Flot úrslit og mínir menn loks farnir að fíla hornin sem var ekki gert áður en nú fara mörkin að koma í ljós ó já. Æðislegt

  11. Hvernig er það, ef Arsenal verða með jafnmörg stig og markamunur verður sá sami, hvað ræður? það lið sem hefur skorað fleiri mörk?

    • Ég hefði haldið að það væri þá innbyrðisviðureignir en ég veit það ekki.

      • Jæja, það skiptir svo sem ekki öllu máli á þessu stigi málsins hvort við erum í fimmta eða sjötta, núna er þetta orðið spennandi… 🙂

  12. Allir leikmenn liðsins stóðu sig vel í dag. Virkilega ánægður með innkomu Jonjo Shelvey og Glen Johnson stóð sig stórvel í dag. Frábær sigur. Tvö stangar/sláar skot í dag, ekkert nýtt á ferðinni þar 🙂 Þessir boltar hjá Suarez hljóta að fara að detta inn. Ég fer alvarlega að íhuga að selja hann í Fantasy og sjá hvort vera hans í mínu liði sé eitthvað að hafa áhrif á þetta 🙂

  13. Hrikalega sem það er kominn flottur bragur á spilamennskuna hjá liðinu.  Þeir fá varla á sig færi og vaða í dauðafærum.
    Fólk sem talar um að okkur vanti sköpunarkraft eða flæði í sóknarleikinn finnst mér ekki hafa rétt fyrir sér.  Við erum bara að nýta færin illa.  Allir aðrir þættir leiksins eru virkilega flottir.
    Frábært að sjá Jonjo koma inn í þennan leik fullur sjálfstrausts og á blússandi siglingu, frábært að sjá Bellamy eiga svona hrikalega flottan leik og frábært að halda áfram að spila svona vel á útivöllum!

  14. Virkilega góður sigur hjá okkar mönnum. Bellamy er að reynast okkur feikilega vel. Það var snjall leikur að næla í hann. Gaman að sjá Downing í dag. Vonandi að hann sé hrokkinn í gang. Miðvarðaparið okkar lítur vel út. Virka mjög svo traustir. Nú er bara að dampi og klára Wigan. Allavega full ástæða til að opna eins og einn jólabjór í dag :).

    • Finnst að það ætti að nota Downing meira á hægri kanti með Johnson/Kelly aftan við hann

  15. Flottur sigur, aldrei í hættu.

    Var svaka ánægður með Shelvey í dag, greinilegt að Blackpool dvölin hefur gert honum gott.
    Þrátt fyrir aldurinn er hann orðinn alveg hörku leikmaður og getur bara batnað.

     City voru að klára Arse og þá er bara að vona að LFC klári næstu leiki af sama öryggi og Villa leikinn.

    • Fannst Liverpool betra liðið (sá bara seinni hálfleik).
      Allt liðið sá um að brjóta niður sóknir Villa unnu virkilega vel saman.  Þarna sá maður líka afhverju Carra er ekki mikið að spila núna.  Missti boltann 2svar klaufalega þann stutta tíma sem hann var inná.
      Áfram Liverpool !

  16. ég er mjög ánægður með Glen Johnson, djöfull var hann góður í dag

  17. Liverpool have now matched the total of Premier League away wins they achieved last season. Progress.

    • Var ekki búinn að taka eftir því að þessi staðreynd var komin inn #11
      Afsakið það. 

  18. Tottenham á að spila við Chelsea í næstu umferð og það er því allveg klárt mál að þeir minka niður bilið við annað þessara liða um 2-3 stig og verða þá komnir í allvöru baráttu um 4 sætið ef þeir vinna sinn leik gegn Wigan.

  19. Mjög gaman að fá tvö mörk strax í byrjun leiks og í raun klára einvígið.  Margir að spila rosalega vel og þar fannst mér Skrtle mjög öflugur.  Hann er búinn að vera svakalega góður í síðustu leikjum og fær kannski ekki það hrós sem hann á skilið.

    Suarez enn og aftur nálægt því að skora draumamark en því miður tókst það ekki í dag.  Mig langar samt að minnast á eitt.  Það eru of margir leikmenn komnir með Dirk Kuyt syndrome þar sem þeir missa boltann alltof langt frá sér.  Downing, Johnson og Henderson hefðu getað gert mikið mun betur í sínum skyndisóknum ef þeir væru ekki alltaf að missa boltann svona langt frá sér.
     
    Annars er ég fitlandi fínn eftir leikinn í dag

  20. Þetta var bara frábær leikur hjá okkar mönnum. Það er rétt sem kemur fram hérna víða að ofan, Aston Villa fékk ekki færi í leiknum og þótt Henderson og Adam hafi kannski ekki verið extravagant í sóknarleiknum þá voru þeir mjög þéttir, héldu miðjunni algjörlega í sínum hönum og Skrtel og Agger lentu aldrei í vandræðum einn á einn eða neitt slíkt. Adam er enn gjarn á að gefa aukaspyrnur á hættulegum stöðum og hann þarf að laga þann part. 

    Glen Johnson og Jose Enrique voru frábærir, alltaf mættir fram og það gefur möguleikann á að hafa kantmennina á “öfugum” kanti. Downing, Bellamy, Shelvey og Suarez gáfu síðan varnarmönnum Villa aldrei séns sem þýddi að þeir náðu sárasjaldan upp einhverju spili af viti. Pressuvörnin er orðin ansi góð, gott ef hún er ekki betri þegar það er miðjumaður fyrir aftan Suarez.  2-0 á útivelli sem reynist mörgum erfiður eru bara fínustu úrslit. Maður getur ekkert farið að heimta 5-0 þegar netmöskvarnir eru rétt að finnast hjá liðinu. Nú þurfum við 3 stig gegn Wigan og svo koma tveir heimaleikir – sem gætu reynst erfiðir…

  21. ´FRÁBÆR leikur og ekkert nema tóm hamingja í boði fyrir okkur, og var að velta fyrir mér jonjo i leiknum, hann er fanta góður, og þar af leiðandi fór ég aðeins að hugsa um miðjuna hjá okkur, þar sem Gerrad er mikið frá og að verða búin að ég held, við erum með, Jonjo 19 ára, Henderson 21 árs. áður en hann kom til okkar var hann búin að spila 79 leiki í úrvalsdeildinni 21 árs í dag, og lykilmanninn Lucas 24 ára þetta er framtíð og ekkert annað. og geta spilað nú þegar í byrjunarliði og verið fanta góðir eins og í dag þvílik gleði. Kenny og co eru bunir að gera svo magnaða hluti á svo stuttum tíma , að það bara nær engri átt , þetta lið á eftir að vera svona gott í mööörg ár og gera ekkert nema bæta hópinn, og þeir ungu sem eru verða enn betri ekkert nema sól og sumar framundan næstu árin. áfram liverpool, væri ánægjulegt að fá svo kannski özil í januarglugganum 🙂

  22. Don´t get your hopes up! Aston Villa voru skelfilegir, allir andlausir fyrir utan einn leikmann sem ógnaði nokkrum sinnum. Mér finnst vera ákveðið mynstur, við vinnum tvo eða þrjá leiki í röð og væntingarnar fljúga upp, svo er eins og liðið haldi ekki dampi og hafi ekki úthaldið sem þarf. Vonandi er það að breytast, en ég ætla vera raunsær, Aston Villa gátu ekki neitt og þar af leiðandi virkaði okkar lið ótrúlega vel.

    • En hefurðu ekkert tekið það inní myndina að kannski voru þeir að spila svona hrikalega því þeir voru að spila á móti svo svakalegu góðu liði hmm ?

  23.  Clean sheet og þrjú stig, þarf eitthvað meira?  Ég er allavega sáttur!

  24. Endurkoma Shelvey er mikill fengur fyrir liðið. Fyrir utan að virðast vera kominn með góða fóboltahæfileika gefur hann, sem sóknarmiðjumaður, möguleika á að spila 4-2-3-1 eins og í þessum leik. Eftir að Meireles fór höfum við ekki haft almennilega tengingu milli varnar og sóknar eða sérstaka sköpun úr svæðinu fyrir aftan framherjana. Vonandi mun Shelvey halda áfram spila vel fyrir liðið. Hann gæti reynst mikilvægur partur af miðjunni, sérstaklega þar sem Lucas er úti.

  25. Jonjo Shelvey er storkostlegt efni…..Hvad ætli Man City muni borga fyrir hann ??

  26. Virkilega gaman að sjá liðið spila. Shelvey er að verða virkilega góður, spurning hvort það væri best fyrir hans framfarir að vera lánaður aftur til Blackpool í janúar ef við fáum annan miðjumann þá? Annars fannst mér liðið í heild spila vel, mér fannst mjög gaman að fylgjast með Henderson á miðjunni sem er greinilega með mikinn fótboltaheila… vann gríðargóða vinnu þar með Adam. Svo er aldrei leiðinlegt að sjá Bellamy spila og í lokin tók Liverpool hjartað smá kipp þegar Carra kom inná, þó hann hafi svo sem ekki verið að breyta neinu stórkostlegu í leiknum þá var gaman að sjá hann koma inn!

  27. Góður leikur og öruggur sigur. Ótrúlegt að hafa skorað bæði mörkin úr hornum! Ekki beint það sem maður er vanur að sjá hjá okkar mönnum. Fengum við ekki um 15-20 hornspyrnur á móti QPR? En það var ekki yfir neinu að kvarta og allir áttu góðan leik. Bellamy er er náttúrulega snillingur og klárlega maður leiksins. Nú er bara að halda áfram á þessari braut.

    En með þessi stangar og sláarskot, ég er eiginlega búinn með öll lýsingarorð varðandi þetta ævintýralega dæmi. Næsta mál er einfaldlega að hringja á töfralækni eða særingamann, því það er greinilega eitthvað yfirnáttúrulegt hér á ferð.

    • Er Skrtel hinn nýi Hyypia?  Maður spyr sig.  Orðinn verulega solid í vörninni (a.m.k þegar hann er með Agger) og svo farinn að skora bara nokkuð reglulega með toppstykkinu.

      • Vonum það, alltaf pláss fyrir nýjan Hyypia.
        Svo sakna ég þess að alltaf þegar Liverpool fékk horn þá var alltaf ein camera sett á Hyypia þegar hann var að koma sér fyrir í teig andstæðinganna “Hyypia cam”
         
        Skrtel cam hljóma ekki illa : )

  28. Liðið er klárlega á réttri leið.  Ég meina hvenær sáum við síðast skorað eftiir hornspyrnu og hvað þá tvær. Liðið er að spila góðan fótbolta, fá á sig lítið af mörkum og skapa helling af færum.  Ekki hægt að biðja um mikið meira, nema kannski að nýta fleiri af þessum færum 😉

  29. Afhverju létum við Bellamy fara á sínum tíma? Bara skil það ekki. Góður hraður leikmaður sem spilar með hjartanu!
     
    Eg er ánægður með Shelvey og vona að hann haldi sæti sínu á miðjunni þegar Spearing kemur úr banni. Enn er ansi hræddur um að Kenny velji Spearing fram yfir Shelvey þótt að Shelvey sé 2 sinnum betri að mínu mati!

  30. Afhverju létum við Bellamy fara á sínum tíma? Bara skil það ekki. Góður hraður leikmaður sem spilar með hjartanu!

    Ef ég man rétt þá var það til að fjármagna kaupin á Fernando Torres…hann var líka alveg fínn.

    Annars mjög góð þrjú stig þó frammistaðan hafi ekki verið svo ýkja frábrugðin örðum leikjum í vetur. Núna náðum við bara að pota inn tveimur mörkum en héldum áfram að eiga góð færi og skutum í slá og stöng að vanda.

  31. Hrikalega mikilvæg 3 stig og maður getur ekki annað en verið sáttur með þær framfarir sem hafa orðið á liðinu síðan Daglish tók við með Clarke sér við hlið. Liðið er ótrúlega þétt varnarlega án þess að það komi niður á gæðum sóknarleiksins, þó að mörkin mættu vera fleiri. En liverpool á tæplega eitt stangarskot á hvert mark sem það skorar þannig að maður getur ekki annað en verið bjartsýnn á að mörkunum fjölgi.

    Munurinn á leikgleði leikmanna er ótrúlegur samanborið við sama tíma í fyrra eða fyrir tveimur árum og maður er farinn að bíða eftir hverjum leik með eftirvæntingu. Þetta er ekki síst Daglish að þakka. Líka skemmtilegra að sjá myndir af æfingum núna þegar menn eru brosandi með fótbolta á tánum heldur en þegar þeir voru að velta sér um á pilates boltum á æfingum fyrir ári síðan.

    Verð líka að koma því á framfæri að mér þykir Henderson hafa vaxið gífurlega í seinustu leikjum, og finnst hann og adam hafa tæklað miðjuna vel í fjarveru lucasar þó að það eigi eftir að reyna meira á þá þegar liverpool mætir stóru liðunum.

  32. Ég geri ráð fyrir að leikmenn spili næstu umferð í enska boltanum með sorgarborða vegna fráfalls Kim Jong il, maður sem fer 18 holu golfvöll á 34 höggum ætti það fyllilega skilið.

  33. Það væri hrikalega ljúft ef menn færu að misnota þessi stangarskot sín.  Þá værum við í góðum málum!

  34. gott að við grísuðumst til að skora úr hornspynum, annars hefði þetta bara verið 0-0 eins og vanalega og stangarskot og allur pakkinn…… en jú við nýttum hornspyrnurnar loksins núna.
     

    • Leikurinn hefði spilast öðruvísi ef ekki hefði verið skoruð þessi mörk, snemma leiks, er það ekki?

      • jú ætli það ekki og endað með miklum pirringi og stressi um miðjan seinni hálfleikinn eftir að eiga 20 hálffæri og 2-3 stangarskot eins og vanalega.
         

Byrjunarliðið gegn Villa komið

Kop.is Podcast #11