Hér er þáttur númer ellefu af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn og Maggi.
Í þessum þætti ræddum við meðal annars tapið gegn Fulham og dómgæsluna í þeim leik, sigrana gegn QPR og Aston Villa, litum yfir árið 2011 og skoðuðum jólaleikina fram undan.
Snilld. Hlakka til að hlusta
kominn tími til 🙂 vel gert.
Takk fyrir mig strákar, gaman að þessu að venju hjá ykkur. Þið mættuð nú samt rífast aðeins meira, vera doldið ósammála og spice-a þetta aðeins upp. Það kom þarna aðeins þar sem þið voruð ósammála með einhvern framherja sem möguleg tilvonandi kaup og það var stuð 🙂
Ekkert handrit til af því Íslogi, er ekki það að við erum ansi sammála bara ágætt merki um það að klúbburinn og aðdáendur eru smám saman að koma saman aftur. Held að það sé bara málið, ansi fá pirringsbitbein þessa dagana, það bara sést á ummælakerfi síðunnar og samræðunum almennt.
Við erum alls ekki alltaf sammála, en í dag vorum við það. Þá bara gleðjumst við yfir því, þar til næsta bitbein birtist…
Maggi.. Eden Hazard er að fara til Real Madrid, gleyma draumnum strax 🙂
Þið ángríns björguðuð kvöldinu mínu !
Ekki í fyrsta sinn sem þeir gera það…
Mér fannst nú nóg röflið í byrjun um dómarana og Suarez málið, leiðinleg mál samt en nauðsynlegt að tala um þau.
Núna eru menn samt að tala um að Eggert Gunnþór sé að koma til okkar í Janúar, hvað finnst ykkur um það?
Hver er að tala um það ?
Ertu að grínast? Twitter logar!
enginn marktækur miðill sem er með þetta
nei takk, enga íslendinga í klúbbinn takk fyrir. Við bara producum ekki leikmenn í topp klúbba nema einn á 30 ára fresti eða svo.
Hjörvar Hafliða talaði meira að segja um þetta í sunnudagsmessunni…
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118999 ég sagði ykkur það!
Frábært lookið á síðunni núna, algjör snilld að geta svarað hverjum fyrir sig.
Spurning þó hvort að það mætti vera default lokað, þannig að maður þyrfti að smella til að sjá “undirspjall” ?
En aftur, snilldarsíða og þið eruð algjörar hetjur að halda þessu úti fyrir okkur hin
Ég veit ekki hvort það sé hægt.
Mikið er ég sammála ykkur um Agger, en svona ástarræða um hann býður bara uppá að hann meiðist 😛
Ónei! Ég hugsaði ekki út í það. Ef han meiðist á morgun tökum við Steini fulla ábyrgð á því. Hefðum átt að þegja. 🙂
Hæ,
ég skil ekki hvernig þið fáið út að þetta hafi átt að vera víti þarna á móti Fulham þegar Senderos braut á Adam. Er búinn að marghorfa á þetta og brotið hefst greinilega fyrir utan og samkvæmt reglunum er það staðsetningin sem skiptir máli. Hinsvegar má íhuga tvennt.
1. Af hverju leyfði dómarinn ekki leiknum að halda áfram, hann flautar vel áður en Bellamy skýtur.
2. Af hverju er þetta ekki rautt spjald ?
Annars var dómarinn mjög slakur í þessum leik, en ég get bara ekki skrifað undir víti í þessu tiltekna dæmi.
– Jón
Held að þú ættir að skoða reglurnar aðeins betur Jón Litli, það skiptir ekki máli þótt brot byrji á miðlínu, ef það heldur áfram alla leið inn í teig þá er það víti. Það sem máli skiptir í reglunum er það hvenær brotið endar, ekki hvenær það byrjar.
En rautt spjald var þetta líka.
Sæll,
“Law 5 – The Referee
– Power and duties
…
* allows play to continue when the team against which an offence has been committed will benefit from such an advantage and penalises the original offence if the anticipated advantage does not ensue at that time
…
”
Þarna kemur greinilega fram að “…penalises the original offence…”
Geturðu bent mér á eitthvað annað ?
– Jón
Þetta dæmi sem þú kemur með úr reglunum er hagnaðarreglan, þ.e. dómarinn leyfir leik að halda áfram eftir brot en ef þeir fá ekki hagnað út úr því að halda áfram þá er dæmt á brotið. Hitt er allt annað, þ.e. þá erum við að tala um sama brotið, þetta er alveg klárt og ég skal leita það uppi fyrir þig ef ég hef tíma í dag.
Fyrst velti ég þessu upp á sínum tíma þegar Igor nokkur Biscan var rekinn útaf í Evrópuleik og víti dæmt, var þá afar ósáttur við dóminn því peysutog hans byrjaði langt fyrir utan teig en hélt áfram inn í teiginn, víti og rautt. Engin efaðist um brotið, en vítið þótti manni hart. Gylfi Orrason sat þá með mér að horfa á leikinn og sagði þetta algjörlega klárt, dæma skal þar sem brotið endar.
Náði aðeins að kíkja á þetta, þú getur skoðað t.d. skoðað þetta hérna: http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/knattspyrnulogin/2011-Tulkun-laganna-og-leidbeiningar-2011-12.pdf
Þetta er túlkun knattspyrnulaganna fyrir tímabilið 2011-2012, þar kemur fram í 12. grein: “Ef varnarmaður byrjar að halda mótherja utan vítateigs, en heldur því áfram eftir að leikurinn hefur borist inn í teig, skal dómarinn dæma vítaspyrnu”.
Sælir,
og afsakið þetta “þráðrán” en ég fann þessa frétt um kapteininn okkar, http://www.givemefootball.com/premier-league/medical-team-saved-gerrards-career
þetta hefur farið alveg ótrúlega hljótt og ég verð að segja að mér finnst það alveg helv… flott. Einhvern veginn svona Liverpool way svo að maður sletti aðeins, engar upplýsingar fyrr en að eitthvað er að frétta og virkilega gott að vita að þarna virðast vera toppmenn í réttum stöðum sem að kunna sitt fag, eins og má segja um flestar ef ekki allar stöður hjá klúbbnum.
Eini Íslendingurinn sem ég vill í Liverpool er Gylfi þór!
Nei, takk …sæmilegur leikmaður (þó mér finnist sumir ofmeta hann töluvert) en þar fyrir utan skilst mér að hann sé united maður 😛
Myndi frekar vilja sjá Björn Bergmann heldur en hann, annars efast ég um að nokkur Íslendingur geti náð inn í byrjunarliðið hjá LFC á næstu árum, hann meðtalinn.
ef það er einhver strákar þá er engin spurning um að það er kolbeinn sigþórsson
Held að það sé ekki einn einasti íslenski leikmaður sem kemst nálægt því að vera á þeim standard að styrkja liðið okkar.
Kolbeinn Sigþórsson gæti verið orðinn nógu góður eftir 1-2 ár.
Í alvöru, maður sem kemst ekki ekki í byrjunarlið hjá stórliði Hoffenheim vikum og mánuðum saman, er hann allt í einu orðinn nógu góður fyrir Liverpool? Er það þá bara af því að hann er Íslendingur?
sammála þér steini, þessi íslendingadýrkun er fáránleg.. enginn nálægt þeim standard að geta komið inní aðalliðshópinn
Ekkert betra en ad kura yfir podcastinu .. Flottur thattur strakar, keep it up
Frábært nýja lookið, og nú er eg undanfarin 2 ár búinn að lesa held ég alla þræði og hlusta á öll podcöstin ykkar… Ekki endilega sammála öllu, en þó.
Væri frábært að fá nýtt podcast inn 15. jan, þegar glugginn er hálfnaður, kannski einhver kaup í höfn, kannski ekki, og svo rætt mögulega kandítáta, kannski a jonjo eftir að brillera, kannski ekki, suarez gæti verið að fara i langt bann, þá þurfum við striker… Og allt þetta rætt.
Og svo að sjálfsögðu þarf að loka þessum janúar glugga með einu podcasti 😉
Takk fyrir mig.
Teddi
Alveg morgunsporgunljóst að það er auðvitað hagnaðarreglan sem er lykilreglan í allri knattspyrnu en því miður er það nú þannig að oft horfa menn á einhverjar setningar í textum á öðrum tungumálum, en Steini fann flotta grein.
Tökum útópískt dæmi. Sóknarmaður er að fara framhjá varnarmanni 2 metrum utan teigs en varnarmaðurinn heldur fast í peysu sóknarmannsins. Sóknarmaðurinn vinnur sig inn í teiginn, varnarmaðurinn finnur að hann er að missa leikmanninn frá sér og rykkir honum niður með góðu átaki, 2 metra inni í teignum.
Á þá að færa brotið þar sem hann byrjaði að toga? Nei alls ekki, varnarlið á einfaldlega ALDREI að hagnast á broti og í þessu tilviki er það augljós hagnaður að byrja að brjóta á Adam á vítateigslínunni og fylgja því eftir inn í teiginn.
Þetta mál var allan daginn víti og ég hefði viljað fá rautt spjald þó ég viti að það séu ekki allir dómarar sammála mér í því að þarna hafi verið að ræna upplögðu marktækifæri.
Fer ekki ofan af því að dómgæslan í Englandi fylgir sér línu og þar eru margir dómarar sem beita sínum skilningi ofar þeim sem til er ætlast af UEFA og FIFA, og eins og við ræddum í þættinum virðist FA telja sig vera óháða vinnubrögðum annars staðar. Bæði varðandi dómarana og þessi bullvinnubrögð í kringum Suarez-málið.
Þetta kemur líka fram í reglunum sem FA eru með á sinni heimasíðu, sjá á blaðsíðu 114 í PDF skjalinu: http://ar.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame_2011_12e.pdf
Sama og íslenska útgáfan hér að ofan og þetta eru FA sjálfir sem eru með þetta í official reglum.
Góður þáttur hjá ykkur strákar eins og alltaf. Tvö atriði sem mig langar að minnast á. Þið voruð að tala um að Jonhson hefði verið góður í síðasta leik sem er alveg rétt. Ég hef verið að gagnrýna Johnson upp á síðkastið og ég stend við það að hann er góður sóknarlega en slakur varnarlega. Í leiknum á móti Villa var hann að fá slaka menn á móti sér en þegar hann lendir á móti mönnum eins og Mata og Silva eða einhverjum öðrum góðum knattspyrnumönnum er hann yfirleitt fíflaður upp úr skónum. En ok hann átti góðan leik síðast, vonandi heldur það áfram.
Nr 2 í sambandi við kaup í janúar þá er ég sammála ykkur að Liverpool ætlar ekki að ráðast í stór kaup á framherja því þeir vilja koma Carroll í gang. En væri ekki brilliant að fá þennan leikmann http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118967 Ungur og graður, kostar nánast ekki neitt og getur skorað mörk í allskonar regnboga litum. Minnir mig á Shearer og Fowler. Ef Carroll er ekki að gera sig þá getum við hent þessum gutta inn á 🙂
Menn eru að tala um kaup á framherja, en ég held bara að þetta sé einhverskonar City hugsunarháttur, að kaupa bara fleiri menn þegar illa gengur. Ég veit einn framherja sem ég vildi fá, og sá heitir Sturridge.