Jólin verða bara ekki ánægjuleg út frá sjónarhóli Liverpool F.C. það er orðið ljóst. Síðasti leikur fyrir jól endar með enn einu helv###s jafnteflinu enn gegn liði sem við eigum alltaf að vinna og tvö töpuð stig í vaskinn. Ofan á það er búið að dæma okkar besta mann í 8 leikja bann eftir áramót og útlitið því bara alls ekki gott.
En Kenny stillti liðinu svona upp gegn Wigan í dag:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Maxi – Henderson – Adam – Downing
Kuyt – Suarez
Bekkur: Doni, Carroll, Coates, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy
Fyrri hálfleikur skiptist nokkuð jafnt milli liða, okkar menn byrjuðu leikinn mikið betur og stuðningsmenn Liverpool sungu Suarez lagið í tíu mínútur straight á meðan stuðningsmaður (eintala) Wigan púaði á allar hans snertingar. Wigan menn fengu varla að vera með meðan okkar menn spiluðu boltanum milli sín án þess þó að ná að brjóta sér almennilega leið að marki heimamanna. Nokkur hálffæri á báða bóga litu dagsins ljós þar til á 24.mínútu að Liverpool menn hófu stórsókn að marki Wigan. Kuyt fékk gott færi eftir sendingu frá Downing en skot hans var slappt og Al Habsi ekki í vandræðum með það. Strax í kjölfarið átti Agger hörkuskot rétt framhjá og fljótlega í kjölfarið á því komst Glen Johnson einn í gegn en lét Al Habsi verja frá sér. Enn á ný var færanýting okkar mann ekki að gera sig og eftir þetta virtist krafturinn og trúin svolítið yfirgefa okkar menn og heimamenn gengu aðeins á lagið.
Victor Moses átti allt of góðan sprett upp mest allann völlinn á 35.mínútu sem endaði með skoti beint á Reina sem sló boltann frá marki. Heimamenn héldu áfram að pressa eftir þetta og náðu ítrekað að koma miðjumönnum okkar í vandræði á lokamínútum fyrri hálfleiks og varnarmenn okkar áttu nokkrar bjarganir á síðustu stundu sem tóku full mikið á taugarnar. Staðan sanngjarnt jöfn í hálfleik.
Seinni hálfleikur var síðan bara hreint ekki góður og okkar mönnum gekk ákaflega illa að finna taktinn og miðjan í dag var bara alls ekki góð svo vægt sé til orða tekið. Þá er ég auðvitað að taka kantmennina með í reikninginn þó reyndar sé erfitt að dæma þeirra leik þar sem þeir sáust ekki á löngum köflum.
Vendipunturinn í leiknum var þó líklega á 50.mínútu þegar Luis Suarez tók flotta bakfallsspyrnu sem Caldwell fyrirliði Wigan varði glæsilega. Dómari leiksins bara gat ekki annað en dæmt víti og Charlie Adam tók það að sér að verða fjórði leikmaður Liverpool til að klúðra víti á þessu tímabili Lélegt skot hjá Adam og mikið áhyggjuefni hversu fljótt spyrnuhæfileikar hans úr föstum leikatriðum hafa gufað upp, pressan virðist vera aðeins að fara í Adam hvað það varnar. Annars hreint út sagt ótrúlegt hvað það er ofboðslega mikið andskoti erfitt fyrir þetta lið að skora mörk, hreint og beint ótrúlegt enda var þetta okkar fimmta spyrna í vetur og bara ein hefur farið inn! Þetta ofan á allar heimsklassa markvörslurnar og auðvitað stangarskotin sem eru orðin 17 eða 18 og það er eins og ég segi ekki einu sinni komin jól ennþá.
Seinni hálfleikur var annars frekar leiðinilegur og leikar enduðu 0-0 og frammistaða okkar manna mikil vonbrigði. Við höfum ekki unnið Wigan að ég held síðan 2007 sem er hroðalegt og áttum ekkert frekar skilið að vinna þá í dag. Reyndar var Liverpool liðið sem var að reyna að vinna leikinn í lokin en heimamenn fögnuðu stiginu vel.
Miðjan hjá okkur var alltaf að fara verða áhyggjuefni eftir að Lucas meiddist og þetta var gott dæmi um leik sem við horfum til tapaðra stiga vegna fjarveru lykilmanna eins og Lucas og Gerrard á sama tíma. Dalglish reyndi að lífga upp á leikinn í seinni hálfleik með því að setja Shelvey og Bellamy inná fyrir Maxi og Kuyt sem báðir voru arfaslakir í dag en þessi skipting skilaði litlu sem engu. Andy Carroll fékk síðan bara 5 mínútur til að hafa áhrif á leikinn og staða hans fer að verða stórt spuringamerki með hverjum leiknum sem hann spilar ekki og er ekki einu sinni annar kostur af bekknum þegar liðið þarf að skora. Höfum ekki efni á því núna að hafa svona mann sem skilar engu í stigasöfnun og sá þarf heldur betur að stíga upp þegar Suarez fer í bann, þá er ég að tala um að hann þarf að stíga upp Neil Armstrong style.
Maður leiksins: Ég treysti Kóngnum alveg fullkomlega fyrir því að taka ákvarðanirnar og stjórna Liverpool hann hefur verið frábær í aðdraganda þessa leiks í þessu Suarez máli. Ég er samt á því að þegar það eru fimm mínútur eftir og þig vantar mark þá tekur þú flest alla aðra útaf en Suarez. Ég set hann sem mann leiksins, þessi leikur snerist um hann að miklu leyti, hann var sí ógnandi og “nældi” í vítið en fékk afar litla hjálp frá félögum sínum í dag. Enginn leikmanna Liverpool var samt eitthvað afgerandi í dag og svei mér ef Reina væri ekki mitt næsta val.
Mikið rosalega eru svona leikir þreytandi.
Fokk hvað þetta var lélegt.
ENN ein vonbrygðin og held að það blasi vö öllum að við erum ekki á leiðinni í meistaradeildina.
Það þarf klárlega að kaupa einhvern sem getur skorað mörk
ynwa
°Fínasti leikur en mikið rosalega eru þessir menn ömurlegir fyrir framan markið.
júnætið menn sigla svo 0-5 útisigri á Fulham. Það þarf að kaupa góðann slúttara strax þann 1 jan það er nokkuð ljóst.
stundum þá HATA ég að elska þetta félag !!!
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG HÖRMUNG
Alveg rólegur
Þetta tap skrifast algjörlega á Dalglish. 0-0 og setja Shelvey brauðfótinn inná, Carroll á 87.mín, það þýðir ekki og láta menn eins og Maxi og Kuyt sem EKKERT gátu spila þetta lengi. Agalegt og allir sem spiluðu ættu að skammast sín fyrir þessa ömurlegu frammistöðu.
Downing. Sjitt maður.
Erum bara ekki í meistaradeildar-klassa og eigum ekkert heima þar. Erum að missa liðin fyrir ofan okkur lengra frá okkur. Við erum ekkert að bæta okkur milli leikja, sömu vandræðin í gangi frá upphafi móts. PLEASE ekki nefna óheppni á nafn hérna,, þetta tengist ekki óheppni, þetta tengist getu og engu öðru.
Mikið rosalega sakna Steven Gerrard…
Er einhver með tölfræðina á vítunum?
Einhvern vegin held ég að þetta sé 5 klúðrið af seinustu 7?
Úff hvað þetta er pirrandi það er bara fáránlegt að menn geti ekki skorað í þessu liði. Eru ekki æfingar fyrir framan mark hjá Liverpool eru menn bara í reitarbolta allan daginn??????????? Miðað við færanýtinguna í vetur þá er ég farinn að halda að það séu ekki mörk á Melwood. Og enn og aftur er markvörður andstæðingana maður leiksins það er náttúrlega ekki í lagi og ég held að það sé aðalega af því að leikmenn eru að skjóta beint á þessa markmenn þannig að þeir eru komnir í stuð eftir 20 min. er ógeðslega pirraður en fanst samt liðið ekki vera að spila illa fyrir utan þegar boltinn kom inn í teig Wigan.
Ég ætla setja FALLEINKUNN á kónginn fyrir þessa skítasamsetningu á liðinu!!!
Vörnin hélt en var hrikaleg, hef aldrei séð aðra eins stórskotahríð fyrir utan vera hleypt á markið.
HÆGASTA miðja sem ég hef séð, eins og stemningin er hjá mér núna ætla ég að segja að fremstu 6 voru eins helv aumingjar……
Þú stillir ekki fram kuyt, adam, maxi og henderson á miðju nema gegn pöbbaliði sem hleypur EKKERT. Þvílíkt andleysi og lélegheit og það kom ekki kraftur inn í liðið fyrr en carroll kom inn á helvítis 87 mínútu………… DRULLASTU TIL AÐ SKIPTA LEIKMÖNNUM FYRR Í LEIKJUM ÞEGAR VIÐ ERUM HUNDLÉLEGIR.
Lélegustu menn vallarins voru án vafa KK og svo auðvitað besti skotmaður deildarinnar fyrir að klúðra 5 vítinu okkar í röð eða hvað það er.
Gott stig í hús
Fáum okkur eitt stk sóknarmann í janúar ! ! ! Sóknarnýting ekki góð. Vill fá AGGER til að taka vítin 😉
Markvörður andstæðingana átti ekki stórleik – ekki það kjaftæði einu sinni enn – þú þart ekki að vera hetja til þess að verja skot sem koma beint í fangið á þér.
Þetta var bara endurtekið efni; arfaslök færanýting, þ.m.t. skelfilega léleg vítaspyrna hjá Adam og seinar og gagnlitlar skiptingar hjá Kónginum.
Virkilega slakt að klára ekki Wigan og mér sýnist það orðið deginum ljósara að það vantar eitthvað nýtt og ferskt í liðið okkar.
Það vantar drápseðli og sigurvilja!
Síðan hvenær var downing, adam, henderson, bellamy og svona mæti lengi telja eitthvað annað en góðir miðlungsmenn í ensku úrvalsdeildinni ? Þessir menn að mínu viti hafa bara ekkert að gera í meistaradeild evrópu. Gæðin í liðinu endurspegla stöðu þess í deildinni.
Við þurfum betri leikmenn ef við ætlum að keppa við þá bestu.
Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu. Lélegt að nýta ekki færin og hvað þá vítaspyrnur. Hvað eru þeir búnir að klúðra mörgum vítaspyrnum í vetur?
Annars er grein á the kop um Fernandi Torres og ein setning þar stakk í augun: ‘My form has not been good but I am world and European champion and I deserve more respect,’ he said.
Frekar mikill hroki í þessum orðum hjá honum. Eins og hann eigi að spila bara af því að hann er heims og evrópumeistari frekar en aðrir sem eru að spila betur…
plís hættið þið hér með að verja stewart downing, menn þurfa að vera heilaskaddaðir til að sjá ekki hversu ofmetinn þessi maður er …
algjörlega sammála, sama má segja um Adam sem átti varla heppnaða sendingu í leiknum, ömurlegt víti, lélegar aukaspyrnur og hornspyrnur
Sælir félagr
Mér er alveg sama um öll leiðindamál í kringum liðið, meiðsli, leikbönn og allt hvað er. Þessi frammistaða er algjörlega og fullkomlega óásættanleg. Liðið sem við töpuðum fyrir, Fulham, tapaði fyrir alvöruliði 0 – 5.
Það er helvíti hart að þurfa horfa upp á svona frammistöðu af sínu liði meðan ógeðin í Scum dæla inn mörkum og stigum og eru að leika við lið sem við ráðum ekki við. Þetta er óþolandi og fyrir þessu er bara ein ástæða. Leikmenn okkar eru ekki nógu góðir. Einfalt og klárt. Andsk… bara.
Það er nú þannig.
Vikan búin að vera erfið. 1 stig í hús í kartöflugarði. Flott.
YNWA
svona nú, muna að anda inn….anda út. ekki skrifa eitthvað bull núna. Við fengum bara nákvæmlega það sem við áttum skilið út úr þessum leik, því er nú andskotans miður. Við erum búnir að misnota 4 af 5 vítum….og það hafa verið 4 mismunandi menn sem hafa misnotað þau. Þannig að það er ekki við neinn einn að sakast, þetta fór bara svona og hana nú. Arsenal rétt náði inn sigurmarki í lokinn….og það var Benni vinur okkar sem setti það. Einn af þessum match winners sem okkur vantar nú doldið af. Ég verð að segja það að ég er nú aðeins að missa trúna á Downing kallinum…hann er bara ekki nægilega hraður. Er rosalega hrifinn af Enrique þó, hann einn af fáum sem sjaldan svíkur mann.
Okkur sárvantar Gerrard í svona leiki…!!!!!!!!!!!!
Sú var tíðin þegar við fengum víti þá þýddi það nánast undantekninarlaust mark!
Mjög dapurt!! Við getum ekki skora mörk, það er vandmálið!
Þetta Wigan lið er ekkert falllið, nýbúnir að gera jafntefli við chelskí. Annars finnst mér óþolandi að lesa aaaaaltaf ragnarökin herna eftir hvert einasta jafnteflið.
Auðvitað er hundfúlt að ná ekki að sigra þetta lið en björtu hliðarnar eru margar og mun fleiri en þær dökku. Við eigum fullan sens a 4.sætinu, eigum sens á deildarbikarnum og FA bikarnum. Vonandi bætist CL við næsta ár!
Auðvitað vantar okkur að klara færin mun betur en við erum með bestu vörnina og besta markmann deildarinnar. Hef fulla trú á Kónginum okkar og þvi starfi sem hann er að gera.
Hrein og tær hörmung voru þokkalegir í fyrri hálfleik en seinni shitmaður okei þeir hafa verið að klúðra færum og spila vel en tapa stigum, en i dag í seinni hálfleik þá sá maður enganveginn hvort liðið er í botnbaráttu og hvort telur sig topplið.
Það þyrfti einhver að senda King Kenny línu og benda honum á að æfa aðeins vítaspyrnur.
Ekkert jákvætt hægt að taka úr þessum leik.
Eini maðurinn sem virtist ekki hafa fengið minnismiða fyrir leik um að spila upp á jafntefli var Enrique. Væri hægt að skrifa ritgerð af mistökum og röngum ákvörðunum fyrir hvern og einn af restinni.
Liðið saknaði klárlega Lucas sem hefði slátrað mörgum sóknum Wigan. Þeir fengu að vaða allt of mikið upp völlinn. Kuyt var engan vegin að gera sig í þessum leik frekar en fyrr daginn í vetur. Skiptingarnar komu seint og ég velti fyrir mér af hverju verið er að skipta Carroll inn á fyrir Suarez þegar svona lítið er eftir af leiknum. En Liverpool geta bara sjálfum sér kennt. Fengu afbragðs færi til að klára þennan leik. En að sama skapi voru Wigan ansi skeinuhættir fram á við í sínum skyndisóknum.
En þetta er enginn heimsendir.
Föst leikatriði og hornspyrnur arfalélegar. Hvað er að Adam?
Adam/Henderson combóið er því miður ekki nógu sterkt þarna inná miðri miðjunni. Þá meina ég líkamlega, varnarlega og sóknarlega. En og aftur sést vel hvað meiðsli Lucas er mikil blóðtaka. Hann var límið þarna á milli varnar og sóknar og gerði það að verkum að við vorum að vinna bolta á stórhættulegum stöðum. Adam þarf eitt stykki Lucas á bak við sig, annars er hann týndur í sínum leik. Max og Kuyt virkuðum svo soldið over the hill í þessum leik. Jæja, tveir heimaleikir á móti Blackburn og Newcastle og það eru bókuð 6 stig.
Eftir svona framstöðu ertu mjög bjartsýnn að sjá 6 stig útúr 2 næstu leikjum
Já, ekki spurning. Þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Blackburn getur ekkert, voru að tapa á móti Bolton í þessari umferð á heimavelli. Vona bara að það verði ekki búið að reka Kean fyrir leikinn. Svo virðist Newcastle vera í frjálsu falli, þannig þetta ættu að örugg 6 stig á heimavelli. Kannski verður Newcastle leikurinn leikurinn sem kveikir endanlega í Carrol, þú veist sýna gamla klúbbnum að hann geti eitthvað.
Þessi leikur var nú ein hörmungin eftir fyrstu 30 mínúturnar þar sem maður hélt að Liverpool ætlaði að hirða 3 stig léttilega úr þessum leik. Svo fór heldur betur að halla undan fæti hjá okkar mönnum og flest allir leikmenn liðsins fyrir utan Agger, Skrtle, Enrique og Reina voru virkilega virkilega slakir. Þar fannst mér Charlie Adam í sérflokki. Maðurinn á að heita “playmaker” á miðjunni en sendingarnar hans og aukaspyrnur voru bara drullulélegar (afsakið orðbragðið). Hann svo gjörsamlega kórónaði arfaslakan leik sinn með því að taka virkilega slaka spyrnu. Ég meina markmaðurin er búinn að sýna hvert hann ætlar að skutla sér áður en Adam kemur að boltanum. Þetta er bara klassískt dæmi um að setja hausinn niður og negla eitthvert.
Maxi og Downing byrjuðu vel. Miðjan var hæg, hriplek og ótrúlega slök. Gegn betra liðið hefðum við tapað þessum leik og það verðskuldað.
Ef þú nýtir ekki færin þín þá geturðu ekki ætlast til þess að vinna leiki. Glen Johnson ef þú ert að lesa þetta þá í guðanna bænum reyndu að nýta næsta færi betur heldur en að skjóta beint á markmanninn.
Þetta tap skrifast á kónginn og engan annan. Vorum að sækja á 3 mönnum í lok leiksins. Skelfileg frammistaða og ljóst að það þarf ad versla í janúar ef meistaradeildin á að vera raunhæf.
Sælir félagar
Okkar menn spiluðu flestir nokkuð vel að mínu mati. Vörnin og Reyna sterk, eins og alltaf. Bakverðirnir að sækja vel upp. Miðjan fannst mér þétt, Henderson skilaði sínu vel en Adam var slakur fram á við. Gallarnir í liðinu liggja fram á við, eins og allir vita. Kantarnir voru slappir. Maxi og Downing voru ekki góðir og þar gæti hundurinn legið grafinn. Þetta gerði það að verkum að Suarez fékk ekkert úr að moða og ekki hjálpaði til að hafa klaufabárðinn hann Kuyt við hliðina. Hefði viljað hafa Carrol við hliðina á honum gegn tuddunum í Wigan. Enda spilaði hann mjög vel þegar hann kom inná, þessar 10 mínútur sem hann fékk.
Skiptingarnar virkuðu ekki, þó ég hafi verið 100% sammála þeim þegar þær voru gerðar. Bellamy komst aldrei í takt við leikinn og Shelvey náði engu að breyta, virkaði bara nýr Kuyt. En ég ber samt miklar vonir við þennan strák.
Finnst þessi leikur að mestu skrifast á sóknarmennina í liðinu okkar, Maxi, Downing, Kuyt og Suarez, þó sá síðastnefndi hafi reynt mest. Þegar allir okkar sóknarmenn eru svona slakir þá skorum við ekki. Get ekki sett þetta á kónginn og er ósammála þeim sem segja að markmaðurinn hafi verið eitthvað frábær. Við bara skutum ekki nógu vel og vítið hjá Adam var ekki gott.
Við töku bara Blackburn og Newcastle og ekkert múður.
Einn lélegasti leikur okkar manna á þessu tímabili.. Alveg hrææðilegt!
Gátu ekki haldið boltanum, gátu ekki spilað boltanum og hvað þá sýnt smá hreyfingu til að hægt væri að gefa á menn.
Reina – 7 Enda eini sem gat gert eitthvað af viti.
Johnson – 3 Alveg svaakalega þungur og hægur til baka þegar hann missti boltann.
Skrtel – 5 Fékk litla vern frá miðjunni.
Agger – 5 Svo sem sama og hinn miðvörðurinn.
Enrique – 4 Slakasti leikur hans sem LFC leikmaður, en samt ekki nálagt því eins slakur og aðrir leikmenn.
Kuyt – 2 Skelfilegur, gat ekki haldið bolta og hvað þá gefið boltann. Aldrei séð hann berjast eins lítið.
Downing – 4 Sást lítið, sérstaklega í seinni hálfleik.
Henderson – 5 Hann reyndi þó að berjast inn á milli.
Adam – 2 Hræðilegur, alltaf að missa boltann, engin barátta, klúðrar víti og virkar þungur.
Maxi – 3 Tók ekki eftir því að hann var inn á vellinum.
Suarez – 6 Fékk úr litlu að moða, en eina sem skapaðist var honum að þakka og sótti vítið.
= Þarf að fara að slá þá með blautri tusku í andlitið, þetta á ekki að líðast í Liverpool treyju!
Enrique – 4 ?
Hvernig í ósköpunum færðu það út? Maðurinn barðist eins og ljón allan leikinn, hef ekkert út á hann að setja
Enrique var trekk í trekk að reyna allt of mikið – sem endaði oftast með því að hann klúðraði boltanum.
Nei Einar nú ertu að grínast. Ernique var maður leiksins, enginn vafi. Fékk t.d. yfirburðarkosningu á lfc.tv.
Hann “klappaði” boltanum stundum of mikið, eins og oft áður en hann reyndi að hjálpa sókninni þegar hann gat og það skildi eftir holu fyrir aftan hann og það var enginn Lucas til að redda því. Mér persónulega fannst Enrique fínn miðað við leikinn
Hann fær prik fyrir baráttu, en eins og margir aðrir í liðinu þá lét hann oft taka af sér boltann. Og með einkunina 5 ertu nú nánast orðinn maður leiks Liverpool, það sýnir hversu lélegir við vorum í dag..
Mínir punktar í leiknum:
Við héldum hreinu (Sem er gott)
Við fengum færi, þrátt fyrir að ná ekki að klára þau þá fjandinn hafið það fengum við færi
Mér fannst æðislegt fyrir leik að sjá liðsheildina
Menn virkuðu eitthvað stressaðir á boltanum, svona loka boltar voru ekki að finna réttu mennina
Skyndisóknir voru rosalega hægar og menn ekki að sýna sig nóg.
Við eigum að sleppa að biðja um víti þessa leiktíð, veit ekki hvað við eigum að biðja um í staðinn en vítinn eru ekki að virka, of auðvelt held ég.
Allavega þrátt fyrir að vera hrikalega pirraður þá er þetta enginn heimsendir, ég held að 2012 verði ár Liverpool og það byrjar með látum að við vinnum City í Carling!
Þetta var hrikalegt og ekkert meira um það að segja.
Mér finnst samt fyndið að sömu mennirnir hérna á kop.is hrauna yfir Carroll, vilja hann svo inná í næsta leik. Eins með miðjuna, eins með Bellamy, eins með Shelvey, Maxi og Suarez. Maxi var bestur og menn að kvarta yfir að hann væri ekki í liðinu og fær svo hraunið núna, Shelvey var frábært í síðasta leik en er núna sagður brauðfótur sem eigi ekki heima í liðinu,
Menn muna ekki sekúndu aftur í tímann. Eftir Chelsea – City – Chelsea þá var þetta besta liðið, átti jafnvel séns í titilinn en svo eru menn farnir að spá því að liðið nái ekkert í evrópusæti eftir 2 lélega leiki. Merkilegt hvað menn geta breytt skoðunum sínum á einstaka leikmönnum og liðinu dag frá degi.
Edit: Þetta var hræðilegur leikur, en það má samt taka eitt í reikninginn að mínu mati. Þessi leikvangur er notaður í rugby, þetta er kartöflugarður og mikið rok. Vegna aðstæðna þá má ætla að það verði erfiðara að spila einhvern Barca-bolta.
Þurfum annan striker fram með suarez og þurfum líka annan kantara svo einhver skili nú þessum bolta almennilega inn í teiginn svo mættu mennirnir á miðjuni að fara að negla oftar á markið gerist alltof sjaldan eða bara alls ekki neitt
Rosalega er KD vitlaus, kann ekki að stilla upp liði, ömurlegir leikmenn bla, bla, bla…….ekki vildi ég deila jólunum með sumum af ykkur. Meiri dj…… vælukjóarnir. Marg ágætt í þessum leik annað ekki en staðreyndin er nú samt sú að það er verið að byggja upp lið og það gerist bara ekki á nokkrum vikum.Og hvað ef…..dómarinn hefði tekið hart á brotum….þá hefðu Wigan menn fengið mörg spjöld strax í upphafi leiks og þurft að róa sig aðeins niður. Hvað ef……við hefðum skorað úr vítinu. En það er bara ekkert hvað ef, þá hefði og svo framvegis. Ég er stoltur af því að Liverpool er liði mitt og ég þoli mótlæti,enda búin að styðja liðið í nokkra áratugi. Og merkilegt nokk ég treysti KD og hans fólki til að koma liðinu aftur á þann stall sem það á skilið að vera á. YNWA
Held að við þurfum að endurskoða þessa kaupstefnu hjá okkur. Núna er hálft tímabilið búið og hvernig er þetta lið að mótast? Hvaða sóknarstefnu höfum við? þetta er stundum höfuðlaus her sem veit ekkert hvað hann á að gera. hættulegasta færið sem við sköpuðum okkur kom frá Glen nokkur johnson. Annarrs var þetta andleysi út í gegn. Adams reyndi ekki mikið að bæta fyrir að hafa klúðrað vítinnu. Downing er greinilega með sama syndrome og Carrol ræður ekkert við þetta álag að hafa verið svona dýr. Kóngurinn þarf greinilega að kíkja á þessa gláku sem hann er með. Ekkert að frétta eftir 55 mins EKKI neitt hann heldur tryggð við þessa leikmenn allveg fram á 75 mins og þá hleypir hann ferskum mönnum sem gera ekki neitt.
Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta Enn ég er farin að sakna Rafa Benitez og hvernig liðið spilaði undir hans stjórn. þar var alla vega lið sem vissi hvernig átti að sækja og jafnvel pota fleiru enn einu marki í leik.
Wigan?… í alvöru?
Skelfilegt…….vægast sagt, fjórir menn standa yfirboltanum þegar aukaspyrna er tekin og 93 min á klukkini…….til hvers……við fáum aukaspyrnu á sóknarhelming sem við erum smá tíma að taka og spörkum upp í hornið á suarez….og þá er hann okkar fremsti maður….afhverju notuðu menn ekki tíman til að koma sér í sóknarstöðu……….Annað hvort er kenny daglish að láta þá gera einnhverja tómaþvælu inn á vellinum eða þeir ekki að hlusta á hann………..hvort sem er, er Kenny engan vegin maðurinn í þetta……..Suarez á að fara burt…..synd fyrir svona góðan leikmann að staðna í liverpool
Þú veist ekkert.
Djöfull eru margir hérna bilaðir í kollinum…….get ekki lesið þetta lengur.
Þetta var skelfilegur leikur.
Ég er nú ekki vanur að segja að allt sé ómögulegt beint eftir leiki – en voru menn ekkert að grínast með það hvað Kuyt og Downing voru slappir í þessum leik? Þetta eru menn sem voru oft á tíðum að brillera í fyrra og skoruðu yfir 10 mörk hver. Hvað er eiginlega að þeim í dag?
Annars horfði ég á Chelsea-Wigan um helgina og Chelsea leit alveg jafn illa út í þeim leik og okkar menn í dag, þannig að kannski gengur þessu Wigan liði ágætlega að mæta stærri liðum á heimavelli.
Djöfulsins hörmung var að fá þennan leik korteri fyrir jól – og ekki bætti þetta Benayoun mark fyrir Arsenal skapið.
Kuyt hefur verið að spila miklu minna á þessari leiktíð en áður. Það hefur líklega eitthver áhrif.
Liverpoolmenn þurfa að fara að æfa vítaspyrnu, 4 stk farin út í veður og vind á tímabilinu, nenni svo ekki að ræða þennann leik, fokking fokk.
Vá maður slakiði á, það er eins og við höfum tapað þessum leik 6-0!!
Fyrri hálfleikurinn var frábær, vandamálið er að klára þessi helvítis færi..
Seinni var ekki eins góður , menn þreyttir sennilega enda stutt síðan menn spiluðu síðasta leik, ég skil reyndar ekki þessar skiptingar, hefðum átt að skipta miklu fyrr í leiknum, Carroll fær td 6 min..
Þetta stig getur skipt sköpum þegar upp er staðið, ekki þessa helv neikvæðni alltaf!!
Það þarf mann í þetta lið sem getur klárað öll þessi færi en það er verið að skapa nóg og vörnin er frábær…
Ef að Adam hefði skorað úr vítinu og leikurinn hefði farið 0-1 þá væru allir syngjandi glaðir hérna!!
En Adam skoraði ekki og það er vandamálið.
Nokkur atriði í viðbót:
1. Enn ein andvökunóttin fram undan (þar sem maður vaknar upp með andfælum og öskrar WHYYY???).
2. Mikið hrikalega langar mig í bjór.
3. Hvar er Maggi?
4. Mér er svo kalt.
Konan svaf í sófanum hérna hjá mér svo ég var ekki með hljóðið á. Ég hélt nokkrum sinnum að búið væri að stöðva leikinn þegar svo var ekki. Er það ekki frekar slæmt?
Er Kenny rétti maðurinn í brúnna?? Hann fær nánast peninga eins og hann vill og kaupir bara tæplega miðlungsmenn. Sóknarleikur liðisins er SKELFILEGUR og 20 mörk skoruð í 17 leikjum-Guð minn almáttugur. Held að hann verði að fara að hætta að monta sig á fæst mörk fenginn á sig ruglinu. Það er ekki erfitt að halda markinu hreinu ef þú sækir bara á 3-4 mönnum. Liðið átti á köflum fyrirgjafir þar sem hámark tveir menn voru í teignum gegn svona 7. Átakanlegt og neðan við virðingu stuðningsmanna liðsins svona spilamennska.
við skulum nú ekki alveg missa okkur þó liðið hafi skitið uppá bak í dag í fyrra var liðið að ströggla við að vera í topp tólf núna erum við í topp sex þannig að öll kaup KING KENNY hafa ekki alveg skitið uppá bak, en með þennan mannskap er raunhæft 4 til 6 sæti komust við í meistaradeildina er auðveldara að fá enn betri leikmenn.
Annað við höfum verið án Gerrard meira eða minna allt þetta tímabil fyrir utan kannski leiksins í kvöld hefur liðið plummað sig ágætlega án hans þannig þetta er ekki allt svart
Menn tala um að kaupa í jan. kaupin hjá KD hafa ekki beint verið að gera sig, frekar að gera í buxunar
Æ komm on.
Það vantar samt svo ógeðslega lítið uppá! LFC eru ALLTAF með meira possession, nánast í sókn allann tímann, eru að halda hreinu trekk í trekk. Það vantar ekki nema 1-2 virkilega góða leikmenn og þá smellur þetta. Já eða þá að okkar góðu leikmenn fái smá sjálfstraust og byrji að spila almennilega. Ég hef bullandi trú á þessu!
Sælir
Eftir leik sem þennann þá þarf maður aðeins að róa sig áður en maður skrifar hérna inn. Var brjálaður strax eftir leik og flestir leikmenn liðsins ömurlegir. En svo er nú ekki þó leikurinn hafi verið slakur að sumu leyti. Liðið skapaði sér þó nógu mörg færi til að klára leikinn en nýtti þau ekki í dag frekar en fyrri daginn og þar liggur hundurinn grafinn. Að öðru leyti er liðið yfirleitt að spila mjög vel þó svo að miðjan hafi verið tæp varnarlega í dag. En maður getur heldur ekki ætlast til að liðið spili fullkominn leik í hvert skipti.
Að mínu mati þarf að kaupa alvöru striker til að styrkja liðið fram á við ásamt því að fá inn hægri kantmann. Þá þarf greinilega að fá inn akkeri á miðjunni. Á móti má losa um leikmann eins og Spearing og Maxi.
En eftir sem áður þá er liðið í mikilli framför frá liðnu ári og bara tímaspursmál hvenær hlutirnir fari að falla með okkar mönnum. Áfram Liverpool.
Það var einhver 2010 bragur á liðinu í þessum leik. Þetta er ósköp pirrandi en við getum betur. Þýðir ekkert nema þolinmæði.
YNWA!
Eg er ekki alveg viss hvað er í gangi með þetta Liverpool lið en fjöldi stangar- og sláarskota á tímabilinu ásamt 4 arfaslökum vítum gefur í skyn að það er eitthvað athugavert við sjálfstraustið frekar en hæfnina. Liðið er með flotta spilara innanborðs sem eru greinilega að spila undir getu. Ofan á þetta bætist að leikmenn virðast ekki hafa hreðjar í að taka á mönnum, sækja og berjast fyrir hverjum bolta.
Þetta er ekki flókið. Menn með mikið sjálfstraust sofa hjá mörgum konum. Menn (og konur) með mikið sjálfstraust standa sig vel í starfi. Lið með mikið sjálfstraust skorar mörk. Horfið bara á Manchester United í kvöld, 5-0 gegn Fulham á meðan að okkur tekst ekki að vinna Wigan (og klúðrum víti í þokkabót). Þetta er fáránlegt. Liverpool er betra en þetta, en á meðan að sjálfstraustið er niðrí kjallara fara önnur lið heim með Sofia Vergara á meðan að við erum fastir með Völu Grand.
Ég elska Kuyt, en ég er á því að hans tími hjá LFC sé búinn. Kenny gerði mistök í þessum leik. Hann hefði átt að byrja með Shelvey inná þar sem miðjan okkar var oftar en ekki á villigötum og gáfu pláss. Mér fannst Henderson samt fínn, fín varnarvinna og skilaði boltanum vel frá sér. Í næsta leik vill ég sjá Maxi fyrir Downing, Shelvey fyrir Kuyt. Það eru að koma jól og Downing hefur hvorki skorað né lagt upp mark. Ég vona að Kenny sparki vel í rassgatið á þeim.
Við erum bara lélegri en Tottenham, Arsenal og Chelsea.
Ég sá viðtalið við KD á LFCTV við Sky eftir leik. Hann var spurður út í vítanýtinguna og … ég hef aldrei séð kónginn koksa svona rosalega! kallinn bullaði bara tóma vitleysu, talaði um að liðiði væri að skapa færi en forðaðist að samþykkja að vítanýtingin væri vandamál þrátt fyrir hið augjósa. Kannski er hann bara snillingur, ég veit það ekki….
Gerrard, hjálp….!!!!
Það er deginum ljósara að það þarf að kaupa í menn í framlínuna. Sóknarmann og skapandi framliggjandi miðjumann ( af sama caliberi og Gerrard). Vængmennirnir okkar eru heldur ekki að skila neinu. Horfði á ManU leikinn og munurinn á þeirra vængmönnum og okkar er að þeirra menn skila oftast boltanum á samherja og það skilar sér í mörkum. Það er hins vegar tilviljunum háð hvar boltinn lendir þegar okkar menn eiga í hlut. Það vantar ekki viljann en það er bara ekki nóg.
Skil ekki hvað menn eru að agnúast út í vörnina. Langt síðan að hún hefur verið svona góð. Alla vega er ekki verið að skora mikið hjá okkur þessa dagana. Vandinn liggur fram á við.
Horfði á leikinn á Sky sports. Man of the match var markvörður Wigan samkvæmt þeim……
Ef Dirk Kuyt og Maxi verða ekki seldir fyrir betri leikmenn í janúar, þá er eitthvað að…
Þvílíkt og annað eins meðal lið
Hversu slakur er þessi Adam, hvað ætli hann tapi boltanum oft í leikjum? Og hversu ógnlítill er Downing? Hann gerir ekki neitt þarna inná… fær ekki einu sinni hálffæri heilu og hálfu leikina
Maxi búinn að skora hvað 3 mörk í 3-4 leikjum sem hann hefur byrjað?
Maxi lagdi upp glen johson faerid= besta faeri leiksins og chippadi inn fyrir tegar kuyt kludradi daudafaeri… Myndi segja ad hann hefdi gert naegjanlega mikid i tessum leik soknarlega til ad leggja allavega upp eitt stk mark
Reka Hodgson! Nei bíddu.. nei djók, þetta er ekki stjóranum að kenna, þrátt fyrir að hafa eytt hátt í 100 milljónum, leikmennirnir þurfa að bæta sig!
Skrifin hérna sem maður les, jésús kristur. Að það finnist svona liverpool aðdáendur. Það þýðir ekkert fyrir ykkur að koma hérna beint eftir leik og gjörsamlega hrauna yfir liðið, leikmennina, stjórann og uppstillinguna. Þessi skrif fá mann til að hætta að nenna að líta inn á þessa frábæru síðu.
Held að menn þurfi aðeins að róa sig hérna.
Í vetur höfum við átt að vinna alla leiki sem við höfum spilað utan einn, Tottenham. Spilað virkilega vel í þeim flest öllum og yfirburðir verið þvílíkir. Svoleiðis spilamennsku er ekki hægt að sýna stöðugt í heilt tímabil, það koma “down” leikir inn á milli. Í dag datt liðið niður á minna plan heldur en liðið hefur verið að spila á í vetur og útkoman var einn af slakari leikjum tímabilsins, líklega sá næst slakasti. Í dag er ekki hægt að kenna óheppni um, við vorum slakir, áttum varla meira skilið, en enn of aftur ef að annað hvort liðið átti skilið stigin þrjú þá voru það við.
Enþá höfum við bara spilað einn leik sem við áttum skilið að tapa. Slökum á, drögum djúpt inn andan, liðið er á réttri leið, KK og Clarke eru á réttri leið, við mætum grimmir í næsta leik höldum áfram góðri spilamennsku okkar og tökum 3 stig.
Sá ekki leikinn en af umræðunum hérna að dæma þá er eins og við höfum verið að tapa 4-0 á móti Wigan
Áður en menn missa sig yfir spilamennsku liðsins er ágætt að líta aðeins á staðreyndir. Liðið er að skapa sér helling af færum sem að hvert um sig gætu auðveldlega gert út um svona leiki. Þetta er vissulega langt frá því að vera “vintage” Liverpool lið en það þarf heldur ekki að vera það. Síðustu tveir leikir á undan voru alls ekkert frábærir en tvö eða þrjú mörk eftir hornspyrnur skiluðu sigri. Hell, Scum unnu deildina í fyrra þrátt fyrir að spila aðeins vel í örfáum leikjum.
Vandinn er bara að sá að menn eru ekki að klára færin sín. Bæði Johnson og Kuyt fengu topp færi í kvöld en skjóta beint í fangið á markmanninum og vítið hjá Adam var mjög fyrirsjáanlegt. 4 klúðruð víti af 5 í deild þar sem almenn vítanýting er um 80% segir sitt. Þetta er ástæðan fyrir öllum þessum stangarskotum, þetta er ástæðan fyrir því að markmenn andstæðinganna líta vel út og þetta er ástæðan fyrir því að liðið er ekki hærra í töflunni. Í rauninni er vandamálið ekki mikið stærra. Vissulega væri fínt að liðið færi að spila frábæran fótbolta eins og í byrjun árs og skora 3-5 mörk í hverjum leik en það er ekkert nauðsynlegt til að ná árangri. Ég vil amk. persónulega frekar sjá ljóta sigurleiki en jafntefli þar sem liðið spilar frábæran fótbolta.
Því legg ég til að menn slaki aðeins á í tali um að hinn og þessi sé búinn hjá liðinu og geti ekki neitt etc. og fókusi á aðal vandamálið: fokking færanýtingu. Einn og einn maður þarf reyndar að fara að hugsa sinn gang (Downing!) en ég held að það sé ekki nokkur liðsmaður sem ekki hefur fengið yfirhalninguna á þessari síðu og það er bara alls ekki sanngjarnt. Þeir eru alveg að skapa sér færi, bara ekki klára þau og það munar um það.
Eins og sumir hafa bent hérna á með spyrnur liðsins, föst leikatriði og svona. Allt það system finnst mér fáránlegt. Adam var besti spyrnumaður epl síðasta season í föstum leikatriðum. Hvað er að frétta? Með hornin, það eru 4-5 menn sem taka hornin í hverjum leik núorðið. Það er bara rugl. “Komdu, nú færð þú að prófa”. Það á að finna út hver er besti spyrnugaurinn og notast við hann, svo næstbæsta ef hinn er vantviðlátinn. 1-2 gæja sem sjá um þetta. Og illa nýttar aukaspyrnur sem eiga að hitta á einhvern inn í teig. Alveg sorglegt.
Hættulegar aukaspyrnur fyrir utan teig. Ok, Suarez átti loks eina hættulega en beint á Al Habsi, annars var boltinn á leiðinni í…wait for it…slána. Adam þarf að fá að taka eina hægrameginn. Menn þurfa að fara æfa aukaspyrnur betur.
Og vítin. Sjeeeettt maður! Þetta á ekki að vera hægt. 17 sláarskot og 1/5 nýting í vítum. Ok Kuyt klúðraði á móti Everton en var þar áður búinn að skora í 13-15 vítum í röð. Er Adam kominn fram fyrir hann í vítaröðinni? Ákveða menn þetta bara inná vellinum? Kuyt hefur alltaf verið mjög öruggur. Varði ekki Howard frá honum líka drullu vel? Allan daginn er Kuyt nr. 1 þangað til Gerrard er mættur.
Hef fundist föst leikatriði hjá liðinu vera svo léleg undanfarið að þetta þarf að skoða eitthvað. Að allar hliðar fastra leikatriða eru fuuuucked hjá liðinu getur ekki bara verið tilviljun.
Þess má geta að Scum áttu 18 skot í 0-5 sigri á Fulham í kvöld. Liverpool náði 20 í 0-1 tapinu gegn þeim um daginn.
Ég er búinn að sjá nóg til þess að sannfærast um það að þessi mannskapur er ekki að fara skila Liverpool í meistaradeild. Þessum peningum sem varið hefur verið í leikmenn hafa ekki skilað sér og í raun verið illa varið. Takk fyrir mig!
Kallarðu þetta stuðning? Liðið er tveimur stigum frá meistaradeildarsæti.
Oft á tíðum þegar ég les svona ummæli finnst mér vanta upp á þá hugsun að þegar þú keppir ekki í meistaradeild færðu ekki leikmenn í þitt lið sem eiga að vera að keppa í meistaradeild.
Kaup sumarsins einkenndust af leikmönnum sem eru og hafa ekki verið í meistaradeild en hafa hungrið til þess að ná því. Það verður bara að bíða og treysta þvía ð þeir séu fullfærir um þá baráttu. Þegar meistaradeildarsætið er tryggt má fyrst fara að slást um feitustu bitana á markaðnum.
Strákar og steplur, róa sig aðeins. Þetta kemur allt, við skulum bara átta okkur á því að í fyrra var Liverpool á leið í gjaldþrot, með ömurlegan stjóra og allt eftir því. Nú er liðið á uppleið, það þarf smá tíma til að loka svöðusárinu sem var eftir á klúbbnum eftir nauðgunina frá fyrri eigendum. Ég veit ekki með ykkur en mér líður helv vel með að hafa KK sem stjóra og ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að gera frábæra hluti fyrir okkur, ef einhver getur komið Liverpool FC á þann stall sem við vorum á þá er það hann.
Tökum bara næstu tvo heimaleiki, ég vill fá Carrol í byrjunarlið á móti newcastle 😉
YNWA
þetta var frábær framistaða…en vantaði að skora….
áttum leikinn fyrstu 30 mín
…..ég hefði látið 8 leikja bann manninn taka vítið
….fannst…áður en adams eins frábær og hann er vera voðalega stressaður áður en hann tók vítið…..
sást langar leiðir….
Maður er eilitið rólegri í dag og það er til lítils að sýta orðinn hlut. Lang í frá besta frammistaða Liverpool í vetur en alls ekki léleg þar sem liðið skapaði sér gnótt færa (t.d. miðað við í fyrra þegar liðið spilaði illa og skapaði sér engin færi). Það er út í hött að afskrifa fjórða sætið því mótið er ekki einu sinni hálfnað. En það er verk að vinna.
Held að við komum ekkert til með að sakna Suarez í þessum 8 leikjum. Við getum alveg náð 0-0 jafntefli án hans.
Messi er búinn að skora 29 mörk á þessu tímabili rúmlega helmingi meira en Liverpool hefur náð í deildinni, setja 100 milljónir punda í hann og reka restina af liðinu. #fantasyfootball
Ég nenni ekki að nöldra yfir leiknum, við sáum allir hvernig þetta spilaðist og þetta var ekki nógu gott.
Ég verð að viðurkenna að mér hefur þótt Adam verið að koma til, en af hverju er maðurinn látinn taka vítaspyrnuna. Kyut var aðal vítaskyttan okkar í fyrra og var mjög öruggur sem slík. Er ekki hægt að hafa það sem reglu að ef hann er inná þá tekur hann vítið?
kv. ÞHG
úff hvað við söknum Lucas
Úff hvað við söknum Gerrard
Úff hvað menn drulla yfir liðið sitt á þessari síðu!
Liverpool liðið er bara ekki betra en þetta í ár. Kenny er að byggja þetta lið upp og það er stórbæting á mörgu eins og flæði í spilinu en sumt á eftir að koma. Það er bara staðreynd að Liverpool er lélegra lið en Man.Utd og Man.City og aðeins lélegri en Chelsea, Spurs og Arsenal. Með smá heppni gætum við skotið okkur fyrir ofan þessi þrjú síðast nefndu en þessi heppni er ekki að sýna sig. Ég er sannfærður um að Kenny nær að byggja meira ofan á þetta lið og eigendurnir standa þétt við hann.
YNWA
Þetta tap skrifast algjörlega suarez að mínu mati.Hann tók alla einbeitingu leikmanna og leikurinn snérist miklu meira um hann heldur en nokkurn tímann liverpool liðið. Hinsvegar erum við bara ekki með nægilega sterkt lið fyrir meistardeildina.
Þetta er ein sú minnst gáfulega athugasemd sem ég hef nokkurtíman séð !
Ég er eiginlega orðlaus.. hvernig er það Suarez að kenna að það hefur verið mikil umfjöllun um hann fyrir þennan leik ?, nokkuð viss um að þetta sé ekki sú athygli sem hann sækist eftir..
Hvaða bull ert þetta.
Síðan þarftu aðeins að spá í hvað þú ert að segja. Það er mikill munur á því að spila í Meistaradeildinni og að koma sér í hana, sem er núverandi markmið. Við erum með fínan mannskap í að ná 4. sætinu og ef það tekst þá verður hópurinn styrktur enn frekar til að takast á við þá áskorun.
Sammála. Þetta fíaskó í kringum Suarez hefur riðlað öllu, hvað var málið með þessa þessa boli í gær? Hvernig ætli Glen Johnson líði með að liði styðji við mann sem gerir lítið úr andstæðingi með kynþáttaníð. Þetta á allt eftir að springa í andlitið á King Kenny og okkur þegar FA birtir nánari niðurstöður sínar og bann Suarez verður lengt. Anfield verður ekki lengur kallað Anfield af andstæðingum heldur Klanfield.
http://www1.skysports.com/football/news/11669/7391485/Bernard-condemns-Suarez-stance
Það er heila málið, Liverpool F.C tekur alls ekki undir það að Suarez hafi verið með kynþáttaníð og miðar þar við þau gögn sem komið hafa fram í þessu máli. Johnson sem og aðrir ræður alveg hvort hann styðji Suarez eða ekki.
Sá ekki betur en Glen Johnson hafi sjálfur hitað upp í þessum bol og styðji liðsfélaga sinn fullkomnlega, af því að hann veit að hann er enginn rasisti.
Horfði á 40 mínútna syrpu af leiknum, sá hann ekki í beinni.
Viðurkenni bara það að ég held að ég láti umræðurnar hér eiga sig að mestu, því ég þurfti ekki að pirra mig á úrslitunum í beinni, var upptekinn við að keyra í hálku og lét það duga.
En það er alveg á hreinu að það sama henti okkur í gær og við höfum áður séð í vetur. Byrjum vel en skorum ekki þrátt fyrir fín færi. Sjálfstraustið í liðinu minnkar og það skilar sér svo í seinni hálfleik. Því miður held ég líka að fókusinn hafi orðið of mikill á mál málanna og jafn stórkostlegt og það er að leikmenn hafi sýnt Suarez stuðning sinn í verki þá er fínt að þessi fyrsti leikur eftir FA-farsann er búinn.
En að öðru leyti ætla ég bara að leyfa mér að segja það að þessi leikur í gær sannaði ekkert meira en leikurinn þar á undan gegn töluvert betra liði en Wigan. Við erum að díla við vanda í að slútta færum og erum óstöðugir í leik okkar ennþá. Það að bregðast við með að níða niður leikmenn, eða ganga svo langt að tala um að Dalglish kunni ekki að kaupa leikmenn og jafnvel ganga svo langt að bara láta hann fara núna og þess vegna ráða bara Rafa aftur finnst mér svo allt of langt gengið í ergelsinu að það hálfa væri mikill hellingur.
En það er bara mín skoðun, en augljóslega ekki allra. Ég breyti sennilega ekki þeirra skoðunum sem þær hafa og ætla bara að leyfa þeim að eiga þær. En ég er fullkomlega ósammála einhverri panikumræðu. Fullkomlega.
Ég gafst upp á að lesa þennan þráð eftir 20 ummæli legg til að menn lesi þennan pistil aftur frá honum Magga segir allt sem segja þarf eftir svona leik.
http://www.kop.is/2011/12/15/11.06.55/
Enrique eini leikmaður sem hefur verið almennilega stabíll í liðinu og fannst hann klárlega maður leiksins í þessum leik eini sem mér fannst virkilega langa í stigin 3 .. Vill sjá Glen johnson á kantinum í næsta leik því þessir menn sem voru keyptir til að filla þær stöður hjá okkur geta bara ekki rassgat í fótbolta.Svo má finna einhvern striker sem getur komið boltanum yfir línuna í janúar.
Er það eitthvað sjálgefið að liðið komist i meistaradeild þótt við höfum eitt 100 millum frá áramótum? Finnst greinilega að liðinu vanti leiðtoga inn á vellinum…Gerrard er sárt saknað. Enginn af leikmönnum sem byrjaði leikinn á móti Wigan er Sannur leiðtogi. Þetta er sorgleegt að horfa upp á miðað við fjölda færa sem við fáum í hverjum leik, það vantar bara herslumuninn! Kannsi eru gæðin bara ekki meiri að við erum ekki að klára þessi færi eins og Messi og Ronaldo eru að gera http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119035
Við erum að láta markverði líta allt of vel út!
Kannski tekur þetta bara þennan tíma að finna réttu blönduna af leikmönnum til að þetta smelli hjá okkur. Að auki má ekki gleyma að þessar 100 millur eru hlægilegar miðað við eyðsluna hjá flestum klúbbum fyrir ofan okkur. Eru menn kannski búnir að gleyma að það nokkuð langt síðan við unnum EPL!!! Óraunhæfar kröfur og óraunhæfa væntinar. Lets get real!
Hvaða kjaftæði er þetta að við höfum eytt 100 milljónum? Það er ekki eins og við höfum styrkt leikmannahópinn um 100 millur. Það er nú talsvert búið að selja upp í þessar 100 milljónir á móti. Torres einn halaði inn 50 milljónum fyrir utan svo aðra sem klúbburinn hefur selt…Var ekki verið að tala um að þetta væru 30-40 milljónir sem væri búið að fjárfesta í leikmönnum eftir að sölur hafa verið dregnar frá? Þannig að það er búið að styrkja leikmannahópinn sem því nemur..Þessi fjárfesting hefur svo skilað því að við erum nokkurn veginn á pari við Arsenal, Chelsea og Tottenham í dag. Mér finnst viðsnúningurinn á klúbbnum á jafn stuttum tíma alveg frábær
Auðvitað er hundfúlt að ná ekki að klára svona leiki en við erum samt sem áður í fullri baráttu um meistaradeildarsæti í dag og þvílík fásinna að ætla að afskrifa okkur þar. Það er í fínu lagi að vera hundfúll yfir jafnteflinu en að ætla að afskrifa KD og þann árangur sem hefur nú þegar náðst er hlægilegt. Þið sem eruð í þeim sporum ættið að skammast ykkar.