Newcastle á morgun

Nú verð ég að viðurkenna það að leikurinn gegn Blackburn er einn af þeim örfáu leikjum með Liverpool sem ég hef misst af í fjölda ára. Miðað við það sem maður sá í Messunni og svo eftir upplýsingum frá félögunum, þá var þetta same s**t different day, sem sagt fáránlega slök færanýting og markvörður andstæðinganna með leik lífs síns. Svei mér þá, ég hugsa að Egill Helgason myndi eiga stórleik í marki með öldungaliði KR ef þeir myndu heimsækja Anfield. En hvað um það, enn og aftur þarf maður bara að rífa sig upp og horfa fram á veginn og vonast til þess að hlutirnir fari nú loksins að smella saman.

Lið Newcastle byrjaði þessa leiktíð alveg hrikalega vel, sér í lagi miðað við mannskap. Þeir misstu marga af sínum bestu mönnum frá síðasta tímabili, og voru þeir þá einungis miðlungslið sem kallaði það gott að vera vel lausir við fallið. Svo allt í einu eftir eitt stykki sumarfrí voru þeir búnir að villast í topp 4 í deildinni, eitthvað sem afar fáir reiknuðu með og væntanlega ekki einu sinni þeir sjálfir. Það vissu þó allir að þetta væri nú ekki komið til að vera og raunin hefur verið sú að þeir hafa verið að síga hægt og rólega niður töfluna. Ég reikna með því að þeir verði komnir á “réttar” slóðir um miðjan febrúar mánuð.

Það sem fleytti þeim langt í upphafi var agaður og góður varnarleikur, með öflugan markvörð þar fyrir aftan. Um leið og þeir fóru að leka mörkum, þá var þetta erfiðara. En þeir hafa þó verið að setj’ann talsvert undanfarið, eða nei, Demba Ba hefur verið að setja hann undanfarið. Þeir töpuðu ekki leik í fyrstu 11 leikjunum, unnu 7 og gerðu 4 jafntefli. Eftir það hafa þeir spilað 7 leiki, tapað 4 og unnið aðeins einn. Það var einmitt í síðustu umferð gegn vonlausu Bolton liði. Newcastle eru svo sem með ágætis leikmenn inn á milli, en breiddin hjá þeim er lítil sem engin og varla hægt að tala um að maður komi í manns stað ef einhver meiðist eða lendir í banni. Þeir hafa skorað 24 mörk í deildinni, þar af er Demba Ba með 14 kvikindi. Það er því nokkuð ljóst hvern þarf að stoppa á morgun.

En að okkar mönnum, því sem skiptir öllu máli. Hver býður sig fram í að láta Tim Krul líta extra vel út? Ja ekki verður það Luis Suárez í þetta skiptið, þar sem hann er í banni sökum krampa í fingri. Væntanlega verður hart barist um þetta og í rauninni ómögulegt að spá fyrir um þetta. Ég veit ekki til þess að það séu nein meiðsli í herbúðum okkar manna fyrir utan Lucas, en reyndar afar líklegt að Aurelio sé eitthvað meiddur, en ekki að það skipti höfuð máli á meðan Enrique er heill heilsu. Meira að segja þá er Jay Spearing klár í slaginn eftir sitt leikbann, en spilandi á heimavelli gegn Newcastle, þá ættum við að vera að horfa meira fram á við heldur en hitt.

Það er einhvern veginn fast í manni í gegnum tíðina að heimaleikur gegn Newcastle þýði 3 örugg stig. En þessir leikir eru ekkert öðruvísi en aðrir að því leiti að ef menn nýta ekki færin sín, þá vinna menn bara akkúrat enga leiki. Þetta er orðin ferlega þreytt tugga en engu að síður þá er þetta blákaldur veruleiki. Menn geta endalaust þráttað um heppni og ekki heppni og hvað þetta nú allt heitir, stigin fást ekki nema með því að skora fleiri mörk heldur en andstæðingurinn (í rétt net þ.e.a.s.) og nú þurfa menn að fara að drattast til að gera það. Þetta verður hreinlega ekki afsakað lengur, komið bara helv… tuðrunni í netið og svo ræðum við annað seinna. Kapíssshhh.

Vonandi verður varnarlínunni ekkert breytt, enda hefur hún staðið sig með prýði. Kannski verður settur maður á Adam í föstum leikatriðum í næsta leik, hver veit, en allavega þá vil ég engu breyta þar. Ég er einnig á því að King Kenny muni fara sér hægt í að henda Stevie inn, þannig að hann verður aftur á bekknum. Ég ætla að spá því að þeir Henderson, Adam, Bellamy, Maxi og Downing muni taka miðjustöðurnar og Carroll verði þar fyrir framan. Andy, smá skilaboð til þín. Ég hef ennþá fulla trú á þér, þú hefur fengið smá rullu í aukahlutverki í talsverðan tíma, á morgun munt þú fá tækifæri á að túlka aðalhlutverkið og þetta er general prufa. Nú þarft þú að sýna hvað í þér býr og slátra þessum gömlu félögum þínum. Þú kannt alveg að mjaðma þá út, hefur marg oft gert það á æfingum, líttu á allar þínar æfingar hjá Newcastle sem undirbúning undir leikinn á morgun. Mörk takk fyrir, fer nú ekki fram á mikið.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Downing – Henderson – Adam – Maxi

Carroll – Bellamy

Reikna með mikilli róteringu hjá þeim Bellamy, Maxi og Downing, allir framliggjandi miðjumenn og enginn þeirra í eiginlegu framherjahlutverki. Bellers mun væntanlega draga sig talsvert út á kant og Maxi inn á miðju. Lykillinn að sigri á morgun er að skora snemma og létta þar með pressunni. Gerist það þá get ég alveg séð fyrir mér að nokkur mörk okkar manna líti dagsins ljós. Ég er bjartur að vanda og ætla að tippa á að þetta verði skemmtilegur leikur eins og svo oft áður á milli þessara liða. Við eigum eftir að negla þremur mörkum inn hjá Krul, og þeir svara bara einu sinni. Eigum við ekki að segja að Obertan skori fyrir þá, en þeir Carroll, Adam og Bellamy skori fyrir okkur.

Gaman að því að leikurinn skuli vera á föstudagskvöldi, held að við séum með alveg frábært record á þeim kvöldum, allavega eftir morgundaginn. GAME ON.

57 Comments

  1. Finnast leiðinlegt að segja það en við erum bara slakara liðið á Suarez.. spái.. 1-1 ):

  2. Barcelona mundi tapa nokkuð örugglega á Anfield, en Hamar frá Hveragerði mundi líklegast taka amk stig með sér heim.

    Þetta verður semsagt tæpt. 0-0 eða 1-0. (Bellamy með assist).

  3. Nú loksins gætu mörkin farið að koma, Súri ekki með og þar með er ekki öruggt fyrir andstæðingin hvert boltinn fer, það virðist bara alltaf vera spliað upp á Súra þratt fyrir að hann sé ekki að gera neitt annað en að skora sjálfur, leitar lítið til hvort aðrir séu í berta færi. Spái 3-1.
     
     

  4. Held að þetta gæti alveg verið leikurinn þar sem verða skoruð mörk því ég hef fulla trú á því að við munum ekki sakna Suarez því þetta er svipuð staða og kom upp fyrir nokkrum árum þegar að Gerrard var með þá þurfti alltaf allt að fara í gegnum Gerrard og ef lið stoppaði Gerrard þá gat Liverpool ekki skorað svo þegar Gerrard meiddist þá einfaldlega fóru aðrir leikmenn að stíga upp og hef ég fulla trú á því að það gerist á morgun leikurinn fer 3-0 rock solid og ekkert kjaftæði.

  5. Liverpool leikmenn komast í næstum útrunnar lýsisbirgðir Viktors Pálmasonar, og stíflan brestur.  4-1 fyrir LIVERPOOL,  Carrol með tvö, Bellamy og Gerrard með sitt markiið hvor. 

     YNWA  

  6. Sælir félagar
     
    Mér er alveg sama hverjir verða með og ekki með.  Þennan leik á og verður að vinna.  Leikmenn verða einfaldlega að stíga upp og klára þennan leik.  Það er ekkert annað í boði.  Að vinna með einu marki eða fimm skiptir ekki máli.  Vinningur er það eina sem er ásættanlegt.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  7. Spá markaleik, 2-2- jafntefli lyktar líklega. Ætla að giska að Carroll og Bellamy setji hann á meðan Demba Ba setur tvö. 

  8. Hvernig væri ef hér eftir myndi enginn koma með tölu? Enginn segir hversu mörg mörk verða skoruð og hverjir skora.. T.d. Carroll setur eitt = ok hvað segir þér það að drengurinn muni setja eitt nema VONIN ÞÍN um að hann fari loksins að skora mark. (því miður eru meiri líkur á því að hann skori ekki en að hann muni skora…)

    Við vitum vel að Liverpool er á heimavelli, höfum ekki tapað þar í deildinni í ár og þá sættum við okkur ekki við tap.
    Jafnteflin hafa verið mörg og Newcastle hefur spilað vel á þessu tímabili, eru 1stigi frá okkur og eru með mann innan sinna raða sem heitir Demba BA, hann kom frítt til Newcastle svo ég best veit og er búinn að skora 14 mörk í deildinni í vetur og er á leiðinni í langt landsleikjaprógram eftir þennan leik, líklega mjöög hungraður að kveðja í bili með mörkum.

    Liverpool hefur gengið ílla að skora og því miður verð ég að segja að mér finnst aðeins einn líklegur til þess að skora á morgun og það er Maxi..
    Liverpool spilar á morgun með ENGANN alvöru klárara(finisher) svo við verðum að treysta á Carroll og miðjumennina okkar!

    Ég heimta sigur! Allt fyrir utan sigur gerir mig ekkert nema fúlann og svekktann.
    Engar tölur, engin gisk.. BARA HEIMTA F***ing SIGUR!!!

    P.S. þetta er Fríking 😉
     

  9. Bara sigur fyrir mig nóg eitt helv… mark, vinn með eintómum man utd mönnum og kominn með uppí kok af röflinu í þeim.

  10. Svolítið fyndið að lesa kommentin hérna, það spá flestir að mörkin koma þegar okkar langbesti framherji og markaskorari er í leikbanni

  11. Ég vona bara okkar allra vegna að Carrol skori að minnsta kosti 2 á morgun og að Downing verði með stoðsendingu á að minnsta kosti öðru þeirra.
     
    Mér finnst við eiga skilið að fá 3 stig á næstsíðasta degi ársins 2011 svo við förum brosandi inn í nýtt ár

  12. Ég er í góðu skapi, meiraðsegja það góðu að ég setti Carroll sem captain hjá mér í fantasy og skipti Adam út fyrir Maxi…. nú heimta ég að faxi fari að setja eins og 1-5 mörk á morgun og sýni efasemdarmönnum að hann sé ekki útbrunnin fyllibytta eins og flestir stuðningsmenn allra liða nema örfárra Liverpool stuðningsmanna og flestir blaðamenn í englandi halda fram.

    Held að þetta verði bara auðveldur leikur EF við náum að stoppa Ba og munum eftir því að miða aðeins betur í þessum skrilljón færum sem við fáum.

    Ætla spá þessum leik 4-2 þar sem einhver lítill skorar eins og 2 mörk….. litlu framherjarnir hafa ALLTAF gert það gott á móti newcastle….. þá er bara spurning hver er lítill í liðinu okkar og getur sett hann?????   Jæja ég ætla segja að Spearing komi inn og setji 2 með SKALLA yfir Coloccinni!!!

    Munið þetta þegar leikurinn fer fram annað kvöld! 

  13. Þetta er klárt jafntefli. 0-0 eða hugsanlega 1-1. Til vara spái ég 0-1.

  14. Við töpum illa, 1-4 eða 0-3, en næsta ár verður alger fkn snilld.

  15. 2-0 og Carrol með bæði – þannig kom það út í FIFA núna rétt áðan og ég held mig bara við það. 🙂

  16. Vonast bara eftir 3 stigum, en öruggur sigur er alltaf velkominn… annars hef ég skringilega tilfinningu gagnvart Hendó, held hann geri eitthvað brjálað á morgun. Hvort það verður gott eða slæmt, ætla ég ekki að tjá mig um.

  17. Styrmir #19

    Spilaði gegn Newcastle í fifa áðan og vann 3-0.
    Carragher, Agger og Lucas Leiva skoruðu….
    Býst ekki að við að sjá það á morgun 🙂 haha !

  18. Eg spa þessu aðeins öðruvisi en þið hinir. Carroll verður nefninleg settur í bann af þeim sökum að vera eins og langatöng í laginu.  Síðan verður Anfield lokað fyrir að minna a lögun eista. Johnson verður að sjálfsögðu settur i bann því hann heitir Johnson og allir vita hvað það er í sumum tilfelum.
    Leikurinn fer fram á The Park og við vinnum með 31 marki gegn engu þar sem Reina skorar öll.

  19. Ég ætla að gerast djarfur og segja að allt sem er óvenjulegt verði að veruleika.
    S.s. Við fáum á okkur 2 mörk í sama leiknum ooog við setjum 3 mörk!
    Til að toppa óvenjuleikann, þá skorar Carroll 2 mörk og svo setur Downing 1 í til efni dagsins. 

    Kominn tími til að enda þetta skrítna ár með stæl og gefa okkur hörkuleik með mörkum, samt þannig að við vinnum..

    YNWA 

  20. Thar sem Andy Caroll er ad fara ad mæta sinum gømlu feløgum a morgun :

    Harry Redknapp and Kenny Dalglish were having a friendly chat after a match. Harry turns to Kenny and says, “What a buy that Gareth Bale turned out to be! Cheap, fast, creative and scores goals for fun. I call him the wonder boy” Kenny turns back and says, ” Oh, I have a wonder boy of my own. Andy Carroll” Harry, in shock, replies, ” Really? Whys that??” Kenny, “Every time I put him on the park, I Wonder why we bought him!”

  21. smá off topic!!
    var að horfa á mynd með brad pitt( sem konan valdi) sem heitir moneyball…. þrusu mynd sem er upphafið á stefnu FSG… og hvernig stefnan var fyrst notuð… fínasta afþreying.. mæli hiklaust með henni… meira að segja atrðið í myndinni sem sýna hversu metnaðarfullir eigendur boston red sox voru og eru á þessum tíma

  22. #28 bíddu Pétur? Hver setur 2 á morgun? Torres, sem við kaupum aftur í jan? Skorar Carrol 2 fótbrotinn?? Það er engin hjálp í þessu?  What is this, i dont even?

  23. Einar ég held að leikurinn sé líka sýndur í Golfskálanum á Akureyri.

  24. Auðvitað vonar maður að við fáum 3 stig úr þessum leik, en ég er bara ekkert of bjartsýnn á það.
    Newcastle hafa að vísu dalað eftir frábæra byrjun á tímabilinu, en það væri bara eftir öllu að þeir verði brjálaðir í þessum leik.

    Ég hef lengi haft þá kenningu að leikmenn sem eru að spila gegn sínu gamla félagi eigi oftar en ekki dapran leik, en þar sem Carroll hefur ekki beint verið í topp formi væri svo sem alveg eftir því að hann detti í gírinn núna, vonum það allavega.

    Þetta lið sem stillt er upp í upphituninni er sókndjarft með sterkustu vörn deildarinnar á bak við sig svo að ef menn nú drullast til að skora þó ekki væri nema eins og eitt mark, getur þetta farið vel : )

    Vonum það besta. 

  25. Komentin hér að ofan eru djók ansi mörg. En ég held að leikurinn spilist öðruvísi en hefur verið, vegna þess að Suarez er ekki með. Ansi oft er gefinn bolti á Suarez (leikmenn þurfa að laga það, það eru fleiri á vellinum) sem er aðþrengdur af 2-3 mönnum og ekkert verður úr því, nema stundum sem hann leikur á þá en lítið gerist oft og tíðum. En nú verður spilamenskan öðruvísi og allir jafnir og kannski fara mörkinn að koma á færiböndum en ekki setja traust sitt á 1 mann, semsagt 1 fyrir alla allir fyrir 1. KOMA SVO LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL.

  26. Við tökum þetta 11-0 á morgun , Carroll með 6 , Carra með 2 , Reina skorar beint úr útsparki og einnig úr útkasti . Dalglish rekur svo endahnútinn á þetta og skiptir sjálfum sér inn á og setur hann beint í sammarann. Ein svarti bletturinn á leik Liverpool verður Glen Johnson.  Steve Clarke verður rekinn út af fyrir að tækla Alan Pardew en þeir sættast síðan eftir leik og skála í Newcastle Brown Ale…. og verður það ást á pöbbnum…..
    … Á nýju ári breyta FSG um nafn og kalla sig MSG enda þekktara út um allan heim og auðveldara að markaðsetja það. Nýjir búningar verða frá Reuch og Arion Blanki verður helsti styrktaraðilinn. Kop.is kaupir nafnið á Anfield sem verður endurskýrður Kop.is stadium ( kopdottæesssteidíum )….. Við rúúúúúústum deildinni og meistaradeildinni en við munum komast þangað inn með því að vinna veðmál gegn Wenger sem leiðir til þess að Arsenal verður að gefa eftir sæti sitt til okkar…. Þetta endar svo allt í tómu rugli í partýi aldarinnar þar sem Bítlarnir með Jim Morrison og Elvis sem leynigesti trylla líðinn….

    Takk fyrir gamla árið og gleðilegt nýtt ár… 

    Áfram Liverpool        

    You’ll never walk alone  

  27. En hvað með Stevie G ?  Er hann ekki að fara að byrja þennan leik ? 
     
    Ef Gerrard spilar með, þá vinnum við þetta, annars ætla ég að spá jafntefli og jú, Krul með stórleik.

  28. Ég er gríðarlega spenntur fyrir leiknum. Leikmenn Liverpool hafa verið duglegir við að skora þrennur á móti Newcastle í gegnum tíðina og það gerist í kvöld!

    Leikmenn koma dýrvitlausir til leiks og ég ætla að skóta á að Bellamy skori þrennu, eitt úr víti og annað úr auka…

    Þetta verður rúúúúúst….það verður allt vitlaust á Anfield í kvöld!!!

  29. Stiflan brestur ekki i thessum leik. Thad mun ekki gerast fyrr en vid kaupum nyjan framherja. Thetta fer 1-2 fyrir Newcastle. Maxi skorar fyrir Liverpool og Carrol skytur i stong ur daudafaeri

  30. Einar Örn, Sportvitinn er nýji heimavöllurinn okkar fyrir norðan. Dúndur góður staður, staðsettur neðst á Strandgötunni (niðri við Eimskip)

  31. Spái 2-0 í skemmtilegum og opnum leik,hef trú á að tími Carrol sé að koma ,kannski í kvöld?

  32. Flott upphitun og það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að vera bjartsýnn.

    Þetta verður fjandi erfiður leikur og við lokum honum ekki fyrr en á síðustu 20 mínútunum og þá er bara einn sem kemur til greina sem ísbrjóturinn. Steven Gerrard kemur okkur yfir og svo spái ég að Carroll setji eitt, bara svona útaf því að allir aðrir eru að spá því.

  33. Gottik er alveg með þetta.  Grét af hlátri en maður þurfti þess nauðsynlega eftir að hafa varla getað hugsað um fótbolta undanfarna daga vegna vonbrigða.
    Við vinnum í kvöld – ekki spurning. 

    Tökum síðan næsta ár með stæl 😉

    Áfram Liverpool !!!

  34. Krul er í byrjunarliðinu hjá mér í fantasy. Allar tölfræðilega líkur benda á að hann er að fara eiga stórleik!

  35. Adam á ekki að byrja, maðurinn er bara ekki nægilega góður imo. Búinn að vera glataður í seinustu tveimur leikjum.. hann er of seinn og eina sem hann hefur eru fínar sendingar og set pieces(sem hann er búinn að gera ekki jack með).

    Inn með fyrirliðann og vinnum þetta helvíti. 

  36. Væri til í að sjá Gerrard og Adam saman á miðjunni, hægri og vinstri fótur sem geta klárað leiki..

    Áfram Liverpool 

  37. Mín spá er að Liverpool tapi 0-2. Liðið er bara ekki betra en þetta eins og staðan er í dag.

  38. Ég er að horfa á bikarúrslitaleikinn frá 1974 á lfc TV, Liverpool-Newcastle, þar sem Liverpool vann 3-0. Það er ekki annað en hægt að fyllast nostalgíu (þrátt fyrir að ég hafi reyndar ekki verið fæddur 🙂 ). Menn með óaðfinnanlegt hár, mottur, búningarnir eins og besti tískufatnaður og menn að setja hann, oftar en tvisvar í leik.
    Eitt sem vekur líka athygli mína er hvað “You’ll never walk alone” er sungið fallega, ekki of hratt eins og hættir til núna, og stuðningsmennirnir saman eins og vel æfður kór, ekki fölsk nóta.
    En núna er tíminn, og núna skulum við taka þennan leik í bakaríið og skála fyrir sigrinum í öllu öðru en Newcastle Brown ale.

  39. slúðrið úti er að Andy Carroll byrji ekki í kvöld .. kaupi það reyndar ekki nema hann sé meiddur 

  40. Grein um Hodgson þar sem hann er að hrósa sjálfum sér fyrir bold decision að hafa farið beint í framkvæmdarstólinn eftir að hafa verið rekinn frá Liverpool.

    “That bold decision paid off and I’ve enjoyed it and the team has had success.”
    svo kemur gullsetningin: 
    Hodgson has a record of 12 wins, 11 losses and nine defeats as Albion boss, and he is overjoyed at that. 

    Hver er munurinn á defeat og loss?     

  41. Maxi fyrsti maður á blað !

    Maxi Rodriguez has scored 11 goals in his last 12 starts in all competitions for Liverpool and nine in his last nine Premier League matches.

  42. Staðfest lið í kvöld : Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Adam, Henderson, Spearing, Downing, Carroll, Bellamy

  43. Skil ekki af hverju Maxi byrjar ekki. En neita að trúa öðru en menn mæti dýrvitlausir í leikinn og ljúki árinu með sæmd. 2-0, Carroll og Bellamy klára þetta. YNWA

Breytingar á ummælum

Byrjunarliðið komið