Marseille hafa áhuga á að fá Djibril Cisse til liðsins. [Gott hjá þeim](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=327204&CPID=24&title=Marseille+hold+out+Cisse+hope&lid=2&channel=Football_Home&f=rss). Ég efast samt stórlega um að hann sé til sölu í janúar. Það myndi aðeins gerast að því gefnu að Rafa væri með einhvern virkilega sterkan framherja í pokahorninu. En það er ekki að fara að gerast.
næsta frétt!
Rafa segir að Dudek [sé ánægður hjá Liverpool](http://www.lfconline.com/news/loadnews.asp?cid=TMNW&id=252600) og sé ekki á leið frá liðinu. Þessi yfirlýsing kemur dálítið á óvart, sérstaklega þegar þessi umboðsmannabjáni hans Dudeks er búinn að vera að væla stanslaust undanfarnar vikur.
Þessi frétt um Marseille og Cissé er svo fáránleg að það hálfa væri nóg. Þeir vilja fá hann en átta sig á því að til að eiga séns í hann þarf hann að hætta að skora fyrir Liverpool og missa sæti sitt í liðinu!
Þannig að þeir eru beisiklí með krosslagðar tær og fingur, vonandi að Cissé spili ömurlega fram að áramótum, svo að þeir geti fengið hann!
Þetta er svo bjánalegt að það er ótrúlegt. Hver í fjandanum lætur hafa svona hluti eftir sér … hvers konar vitleysingur er þessi Pape Diouf eiginlega?!?