Emile Heskey segir í viðtali við The Independent í dag að Houllier hafi verið orðinn hugmyndalaus og staður undir það síðasta hjá Liverpool. Þegar Heskey fór til Birmingham fyrir viku sagði hann einnig að hann hlakkaði til að fá að spila hjá liði sem leyfði honum að spila sína sterkustu stöðu.
Ókei Heskey – viltu fara í skotgrafirnar? Endilega.
1: Enginn – og þá meina ég enginn framherji Liverpool FC undanfarna áratugi hefur notið jafn mikillar þolinmæði á sínum tíma hjá félaginu! Það að Heskey skuli segjast vilja vera í liði sem leyfir honum að spila sína sterkustu stöðu er fáránlegt … er hann að gefa það í skyn að Houllier hafi ekki sýnt honum alla þá þolinmæði sem hann gat í því skyni að leyfa honum að finna sig sem framherji? Eða heldur hann kannski að hans besta staða sé í bakverði? Var það loforð Steve Bruce, stjóra Birmingham, að leyfa honum að spila bakvörð? Þetta eru hreinlega fáránleg rök…
2: Ummælin í The Independent eru hreinlega fáránleg og sýna mikla vanvirðingu við manninn sem keypti Heskey á metfé til liðsins sem hann studdi sem strákur, sýndi honum milljón sinnum meiri virðingu en allir aðrir þjálfarar hefðu gert og kom á allan hátt vel fram við hann. Í ljósi brottreksturs Houlliers í gær tel ég ljóst að hann var ekki á bak við söluna á Heskey heldur stjórnin, þannig að ég sé ekki af hverju Heskey ætti að geta verið bitur út í Frakkann. Og að segja þetta er bara vanvirðing.
Í ljósi þessara tveggja ummæla held ég að mér sé óhætt að segja að ég er alveg rosalega feginn að Emile Heskey er farinn frá Liverpool. Houllier varði hann með kjafti og klóm, sagði að hann þyrfti bara knús og smá stuðning þrátt fyrir tveggja ára markaþurrð. Og svona endurgeldur hann greiðann?!?!? Greinilega ekki eins góður drengur og Houllier vildi meina … þá vill ég frekar fá Djibril Cissé, takk fyrir!
Já, það er nokkuð ljóst að ef það er einhver maður, sem hefur ekki efni á að gagnrýna Houllier, þá er það Heskey. Ef Heskey getur kvartað, hvað hlýtur þá að vera að gerjast í hausnum á Milan Baros?!
Heskey þarf einhvern brjálæðing til að láta tuska sig til. Án gríns, þá held ég að Heskey myndi til dæmis blómstra hjá ManU undir stjórn geðsjúklingsins þar. 🙂
Heskey hefur sinn rétt á að gagnrýna Houllier eins og allir aðrir. Hann segir Húlla hafa verið góðan stjóra en hafi orðið hugmyndasnauður í endann. Þetta eru sömu skoðanir og við höfum þannig hvaða máli skiptir þótt Heskey sé að segja þetta eða einhver annar?
Jú, Heskey hefur vissulega rétt á að gagnrýna Houllier, en það er samt ekki sanngjarnt. Já, Heskey er að benda á hluti sem við erum allir sammála um.
Eeeeeeen, Houllier hefur aldrei sagt neitt slæmt um Heskey. Hversu oft heldurðu að Houllier hljóti að hafa þurft að stoppa sig frá því að segja Heskey hversu hræðilega ómögulegur framherji hann var í 90% leikjanna.
Þetta var bara ósmekklegt hjá Heskey. Hann hafði fullan rétt á að gagnrýna, en hann hefði verið maður meiri ef hann hefði slepp því. Houllier á betra skilið frá Heskey.