Upphitun: Oldham á föstudaginn

Framundan er þriðja umferð í bikarkeppninni og að þessu sinni fáum við lið sem helst hefur unnið sér það til frægðar í seinni tíð að vera meðal stofnenda ensku úrvalsdeildarinnar. Ekki hjálpaði það þeim mikið því liðið er núna í þriðju efstu deild á Englandi með fjörgamlan heimavöll.

Oldham liðið þarf ekki að ferðast langt er þeir halda á Anfield því borgin er staðsett um 11 km frá miðborg Manchester. Af þeim sökum er eðlilega ákaflega fátt merkilegt við þessa gömlu iðnaðarborg sem átti sitt blómaskeið í byrjun síðustu aldrar er starfsemi í textíl og bómullarverksmiðjum borgarinnar var í blóma. Þeim lokaði jafnt og þétt og íbúafjöldinn fór frá því að vera um 150.þúsund um aldarmótin 1900 í rúmlega 100.þúsund í dag.

Íbúar Oldham eru taldir vera ákaflega mikið “working class” hvernig svo sem þetta breska flokkunarkerfi virkar. En merkingin er sú að þarna er ekki mikið um ríkt fólk eða mörg hálaunastörf. Talið er að 1/4 hluti íbúa sé af erlendum uppruna og þá aðalega frá löndum í S-Asíu (Pakistan, Bangladesh). Þessu hafa fylgt vandræði tengt kynþáttafordómum sem náðu hámarki fyrir rúmum áratug er það brutust út miklar óeirðir í Oldham sem breiddust út til fleiri borga á N-Englandi.

Íbúar Oldham eru þó engir bjánar enda kusu þeir árið 1900 mann að nafni Winston Churchill á þing í fyrsta skpti eftir keppnis kosningabaráttu sem m.a. skartaði þessari auglýsingu

Að þetta sé eitt af því sem maður kemur inná í örstuttri yfirferð á sögu Oldham segir líklega meira en margt um Oldham.  Churchill var samt flottur.

Hip og kúl arkitektúr eða kennileiti sem hægt er að vera stoltur af hefur aldrei verið meðal áhyggjuefna íbúa Oldham og virkar borgin alveg merkilega ómerkileg fyrir vikið. Iðnbyltingin, blómaskeið þessa svæðis breytti engu þarna og er heimavöllur félagsins, Boundary Park, líklega besta dæmið hvað þetta varðar enda einn elsti og versti heimavöllur í deildarkeppninni á Englandi.

Félagið varð til er Pine Villa FC sem stofnað var 1895 sameinaðist nágrönnum sínum í Oldham County FC sem leggja átti niður árið 1899. Liðin sameinuðust, nafninu var breytt í Oldham Athletic og liðin spiluðu leiki sína á heimavelli síðarnefnda liðsins, Boundary Park þar sem liðið er ennþá í dag.

Besti árangur í sögu félagsins var annað sæti í efstu deild árið 1915 en félagið hefur flakkað milli deilda í gegnum tíðina. Árið 1982 tók Joe Royle við liðinu sem varð þekkt á þeim tíma fyrir að spila á gervigrasi. Royle gerði mjög vel hjá Oldham, hann kom þeim upp í fyrstu deild 1987 og í úrslit deildarbikarsins árið 1990. Árið eftir fór liðið upp í efstu deild í fyrsta skipti í 68 ár og var þar í þrjú tímabil. Á þessum tíma komst liðið tvisvar í undanúrslit en datt út í bæði skiptin eftir endurtekin leik gegn Man Utd. Árið 1994 voru þeir aðeins mínútu frá því að sigra en United jafnaði og rústaði seinni leiknum.

Joe Royle og félagar fagna því árið 1993 að hafa bjargað sér eftirminnilega frá falli.

Liðið féll árið 1994 og Joe Royle sem þjónað hafði liðinu vel í 12 ár var refsað illa fyrir þetta. Hann var látinn taka við Everton. Oldham var þrjú ár í næstefstu deild en féll þá aftur og hefur ekki komist ofar en þriðju efstu deild síðan þá, skipt ítrekað um þjálfara og verið í töluverðum fjárhagsvandræðum.

Liverpool hefur spilað oft og mörgum sinnum við Oldham í gegnum tíðina en aldrei síðan janúar 1994 er liðin mættust í deildinni á Boundary Park þar sem okkar menn unnu örugglega 0-3. Liverpool vann fyrri leikinn þetta tímabil einnig en árið áður vann Oldham leik liðanna á heimavelli 3-2 sem væri mun merkilegra ef ekki væri fyrir að Greame Souness var að stýra Liverpool þá.

Af síðustu 48 viðureignum þessara liða hefur Liverpool unnið 30 sinnum, Oldham 12 leiki og 6 sinnum hafa leikar endað með jafntefli.

Þegar maður skoðar hópinn hjá Oldham eru ekki margir leikmenn sem maður kannast við og enginn þeirra er sérstaklega frægur. Paul Dickov er spilandi þjálfari og það var fínn úrvalsdeildarleikmaður á sínum tíma, Shefki Kuqi er 35 ára gamall framherji hjá þeim sem hefur komið með þremur mismundani úrvalsdeildar liðum á Anfield án þess að skora eða sigra leik. Þeir hafa Dean Bouzanis markmann sem var einu sinni á mála hjá Liverpool og Paul Gerrard annan markmann sem var eitt sinn mála hjá Everton í sínum röðum og Andreas Mancini er í láni frá Man City (sonur Roberto). Aðra hef ég ekki heyrt um af þessum leikmönnum sem eru á mála hjá þeim og þessir þrír síðastnefndu byrja líklega ekki leikinn.

Stemmingin fyrir leiknum er hinsvegar gríðarleg í Oldham og þetta er stærsti viðburður liðsins í mörg ár. Gestirnir fá 6000 sæti á Anfield og hafa selt alla sína miða sem er gott m.v. að heimavöllur þeirra tekur bara 10.þús manns. En það voru komnar raðir fyrir utan miðasölu félagsins 5 tímum áður en byrjað var að selja miða á leikinn og þeir óskuðu eftir fleiri miðum.

Heimasíða Oldham hefur verið með niðurtalningu fyrir stóra leikinn undanfarna daga og tekið viðtal við leikmenn félagsins sem sumir eru harðir stuðningsmenn Liverpool.

Ástralinn James Wesolowski fór úr axlarlið 26.des og var miður sín yfir því að missa líklega af leiknum gegn liðinu sem hann hefur alltaf haldið með en er núna vongóður að ná leiknum. Sjá viðtal við hann hér.

Annar harður stuðningsmaður Liverpool í liði Oldham Zander Diamond sér þennan leik sem “once in a lifetime” dæmi en síðast þegar hann mætti á Anfield var það eins og bara ég og þú, sem ferðamaður í skoðunarferð um völlinn. Hér má sjá skemmtilegt viðtal við hann.

23 ára fyrirliði Oldham Dean Furman er eins og félagar sínir spenntur fyrir leiknum og segir sína menn hafa engu að tapa og vill helst fá að mæta sterku Liverpool liði með Steven Gerrard og co. inná.

Gaman að sjá stemminguna hjá Oldham og þeir koma til með að gefa allt sitt í leikinn. Til að komast í þennan leik lögðu þeir Southend og þurftu tvo leiki til. Þeir vissu það fyrir seinni leikinn að Liverpool á Anfield biði í næstu umferð og voru nokkuð stressaðir fyrir vikið. Eini heimamaðurinn í liði Oldham Chris Taylor, sem hefur verið á mála hjá Oldham frá því hann var barn, skoraði sigurmarkið. Síðan Oldham lagði Southend hafa þeir spilað fjóra leiki í jólatörninni, unnið einn, tapað einum og gert tvö jafntefli.


Þá að okkar mönnum sem ég held að taki þessa keppni gríðarlega alvarlega í ár og svei mér ef þetta er ekki frábært tækifæri fyrir nokkra leikmenn liðsins til að öðlast smá sjálfstraust. ……(já eða glata því endanlega).

Eitthvað þarf að nota hópinn í þessum leik, það er spilað mjög þétt þessa dagana og liðið virkaði þreytt gegn City og við höfum ekki verið að rótera leikmönnum neitt svakalega. Gerrard þarf að komast í leikæfingu og ætti að spila í þessum leik og líklega bara byrja leikinn og spila 50-60 mínútur. Jamie Carragher kemur líklega í vörnina og ég yrði ekki mjög hissa ef við fengjum að sjá Kelly og Coates líka. Bæði þurfa þessir menn að fá spilatíma og er vel treystandi í leik sem þessum og eins þarf að hvíla vörnina okkar fyrir leiki í deildinni (og deildarbikar).

Charlie Adam, Stewart Downing, Dirk Kuyt og Andy Carroll ættu við eðlilegar aðstæður líklega að hvíla í svona leik en þeim veitir held ég öllum ekkert af spilatímanum og ég held þeir byrji þennan leik allir af þeim sökum.

Mjög erfitt að spá fyrir um byrjunarliðið en ég hef það svona:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Enrique

Maxi – Adam – Spearing – Downing

Carroll – Kuyt

Þetta gæti hæglega allt verið vitlaust hjá mér 🙂 Reina gæti t.d. alveg fengið einn leik í hvíld, Aurelio gæti komið inn ef hann er á lífi ennþá eða þá Robinson. Bellamy gæti byrjað en ég vona ekki þar sem við þurfum að nota hann í deildarleikjunum.

Spá: Ég hef trú á að við klárum þetta nokkuð þægilega 3-0 eftir erfiða byrjun. Gerrard með tvö mörk og Downing eitt…(já ég sagði í alvörunni Downing).


Þessi þráður er EINGÖNGU um leikinn gegn Oldham, ekki um síðasta leik, slúður og ALLS EKKI Suarez málið, það eru aðrir þræðir í gangi fyrir það.

Babu

66 Comments

  1. Ætla rétt að vona að Liverpool drullist til að rústa þessum leik, er samt ekki viss um það.

    Ætla samt að giska á að þetta verði öruggur sigur. 

  2. Flott upphitun en það má kannski bæta við hana að Akureyringurinn knái Þorvaldur Örlygsson lék með Oldham á árunum 1995-1999.

    Skylda að koma Íslendingum að þegar það er hægt. 

  3. Ég vona að Jonjo Shelvey fái tækifæri í þessum leik. Hann hefur sýnt undanfarið að hann er rísandi knattspyrnumaður og að mínu mati miklu betri en dvergurinn með stuttu hendurnar!! Annars væri gaman að sjá Sterling og fleiri unga leikmenn sem hafa slegið í gegn í varaliðinu. Samt má ekki storka örlögunum. Við vitum hvað gerðist fyrra. En ég spái 4-0 sigri og að Carroll setji þrennu og Downing eitt. (kemur inn á og skorar síðasta markið) Ég er ekki á lyfjum!!! 🙂

  4. Spái liðinu annars svona:

    Doni
    Kelly Carra Coates Aurelio
    Maxi Shelvey Spearing Downing
    Carroll Kuyt.

    Finnst að við ættum að hvíla alveg Enrique, Gerrard, Skrtel og Agger í þessum leik. Hinar byssurnar mega vera á bekknum.  

  5. Inná með sígraða og sprettharða ungviðið. Væri nú bara gaman að sjá Dalglish t.d. gefa Raheem Sterling séns á vinstri kantinum í þessum leik. Gæti kannski kennt Downing að taka menn á.

    Vil fara sjá þennan unga dreng skora alvöru mörk frekar en að standa í kynbótum á enska kvenstofninum alla daga.

  6. Ég hélt að það væri búið að leggja af refsingar eins og Joy Royle fékk, hefur þetta ekkert með mannréttindadómstólinn að gera? Það hefði verið betra fyrir hann ef honum hefði verið lógað. 

  7. Það er erfitt að reyna að spá fyrir byrjunarliði í svona leik þar sem að margir leikmenn virðast þurfa að fá hvíld á meðan aðrir virkilega þurfa þennan leik til þess að koma hausnum á sér í lag.

    En ég held að þessir menn ættu allavega að koma til greina.

    Doni ætti að fá þennan leik.

    Kelly í bakvörðinn þar sem að Johnson þarf hvíld og Kelly er einfaldlega það góður að hann verður að fá leiki til þess að staðna ekki.

    Carra og Coates munu klárlega byrja þennan leik þar sem að Agger og Skrtel hafa staðið vaktina vel í deildinni á meðan þessir hafa setið sem fastast á bekknum.

    Ég væri svo til í að sjá Aurelio eða Robinson koma í vinstri bakvörðinn en ef þeir eru meiddir þá mætti setja Flanagan vinstra meginn enda er ekki hægt að láta Enrique spila alla deildarleiki og bikarleiki.

    Maxi ætti svo að fá vinstri kantinn enda ekki margir sem koma til greina þar.

    Shelvey er svo væntanlega við hliðina á honum enda væri það tilgangslaust að hafa kallað hann til baka ef hann fær ekki svona leiki, og spurning hvort að Adam sé hreinlega ekki í hættu á að missa sæti sitt ef hann fer ekki að drullast til þess að gera eitthvað á vellinum.

    Henderson fær svo væntanlega frí og þá er spurning hvort að Spearing fái ekki annan leik enda var hann þokkalegur í seinasta leik.

    Hægra megin hlýtur svo Downing að vera þó svo að undir venjulegum kringumstæðum væri freistandi að setja inn ungan leikmann en Downing verður einfaldlega að spila í gang og þá ætti svona leikur að geta kickstartað honum.

    Frammi ættu svo Carrol og Kuyt að vera enda báðir að eiga við sama vandamál og Downing og verða að fá smá aðstoð varðandi hausinn sem virðist ekki hafa mikið sjálfstraust.

    Eigum við ekki að setja að þetta verði nokkuð þægilegt og við setjum svona 4 mörk.

  8. Nr. 9 Ice þessi þráður er um Olham leikinn.
    Nr.4 Fói
    Ég held að ungu pjakkarnir fái ekki byrjunarliðssæti í þessum leik (Sterling og þeir) en ég bara hreinlega steingleymdi Shelvey. Hann verður pottþétt með í þessum leik, hvort sem það verður sem byrjunarliðsmaður eða varamaður.

  9. Babu, bara smá húmor, gerist ekki aftur..

    Innskot Babu – Ekkert að þessu bara rangur þráður, sjá lokaorðin í upphitun.

  10. Flott upphitun! 🙂
    En hvernig er það veit einhver hvar er hægt að horfa á þennan leik sé hann ekki auglýstan á Stöð 2 Sport.
    Er það bara netið þá? 

  11. Skemmtileg upphitun og mjög svo fræðandi!

    Eina sem ég vona er að Bellamy fái hvíld allann leikinn, og kannski einhverjir í vörninni. Langar líka að einhverjir af þessum ungu og efnilegu fái sénsinn, en samt þannig að við vinnum öruglega. Með þá reyndari og unga inn á milli.

    En hvernig er það, hvernig er hægt að sjá leikinn? Sá nefnilega inn á Official síðunni að leikurinn verður ekki í TV. Er þá ekki heldur hægt að horfa á hann á netinu eða?

  12. Skemmtilegur lestur, Babu. Af einhverjum ástæðum fór Joy Division að hljóma í hausnum á mér þegar ég las þetta (þótt þeir hafi verið frá Salford). Oldham virkar, í þinni lýsingu, eins og stærri útgáfa af Vogum á Vatnsleysuströnd. Í roki og rigningu.
     
    Ég vona annars eins og margir að Dalglish gefi einhverjum af ungu gaurunum möguleika, a.m.k. bekkjarsetu og einhverjar mínútur. Í Anfield Wrap voru þeir auðvitað að hampa heimamanninum Adam Morgan og rökin voru ágæt. Liverpool vantar markaskorara, af hverju ekki að setja hann á bekkinn í leik gegn liði sem er á pappírnum miklu lélegra en Liverpool og láta hann fá nokkrar mínútur. Það að hann sé fæddur og uppalinn í Liverpool skemmir ekki fyrir heldur.

  13. Nú opnast allar flóðgáttir í einum leik, hann fer 5-0 og ég sé einhvern í liðinu skora þrennu. Ég ætla að skjóta á Bellamy.

  14. Þitt setup er örugglega rétt, en það væri alveg semi gaman að sjá þetta hérna setup einu sinni
    Reina
    Kelly – Carra – Coates – Enrique
    Maxi – Gerrard –  Spearing – Adam – Downing
                    Carroll 

     Spái síðan 1-0 eða 2-0, Ef gerrard fær sinn tíma þá skorar Carroll bæði

  15. Doni
    Kelly – Carra – Coates – Flanagan
    Spearing
    Henderson-Shelvey-Maxi
    Carroll – Eccleston
    Bekkur: Reina, Enrique, Agger, Gerrard, Sterling, Coady

    Þið sáuð þetta hér first.
     

  16. fínt væri ef Suarez tæki út leikbann með varaliðinu líka… þeir spila einhverja 4 leiki á meðan.. það væri töff…

  17. Moses, Honda og Collocini orðaðir við okkur

    Hef séð nokkra leiki með Wigan að undanförnu og mér finnst Moses virkilega flottur leikmaður og er nokkuð spenntur fyrir honum.  Veit ekki með Collocini hann er 29 ára gamall og finnst hann persónulega ekki vera betri en það sem að fyrir er.  Varðandi Honda þá sá maður hann á HM og hann brilleraði en meira veit ég ekki um hann yrði samt klárlega góður kostur varðandi markaðsetningu í Asíu og ættum við að geta selt talsvert að varningi út á hann

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/01/05/liverpool-fc-rumour-mill-victor-moses-contract-snag-psg-enter-honda-chase-coloccini-attracts-lfc-attention-100252-30066153/

  18. Veit einhver hvort að leikurinn er ekki sýndur einhversstaðar í imbanum?

  19. Menn eru ekki að ná því að þessi þráður eigi bara að vera um leikinn,

    en ég sé coates, carrager, fabio, shelvey, maxi, downing, gerrard og kannski kelly

     

  20. Ég vil sjá Shelvey og Coates spila. Annars er mér nokkuð sama um byrjunarliðið, en ég hef trú á því að Kenny stilli upp sterku liði.

    Ég vona innilega að þetta verði öruggur sigur, þó að það sé augljóst að hann verður ekki gefins. Ætla að spá 2-0, Adam og Shelvey með mörkin. 

  21. Vona að Shelvey byrji þennan leik, leiðinlegt að vera að rífa hann frá Blackpool þar sem hann var að standa sig frábærlega og fékk nóg að spila til að láta hann húka á bekknum aftar í goggunarröðinni en menn eins og Charlie Adam, Jordan Henderson og Jay Spearing sem eru á engan hátt búnir að eigna sér byrjunarliðssæti í liðinu.
     
    Downing fær einn séns í viðbot frá mér og það verður í þessum leik.
    Ef það kemur ekki stoðsending eða mark frá honum á móti Oldham þá má hann alveg fá að minnsta kosti 5 leikja frí frá byrjunarliðinu. Get ekki lagt það lengur á konuna og nágrannana að öskra svona mikið á sjónvarpið mitt!

  22. Ég veit að ég er full bjartsýnn en ég hef trú á Liverpool liðinu þessa stundina og það opnast markagáttir og við tökum þá í kennslustund og rótbustum þeim 9-0 😀

    YNWA 

  23. Á ekki við um leikinn á morgun en:
    @MirrorAnderson: An Anfield source says Darren Bent’s move to Liverpool is done.

    Hef ekki mikla trú á þessu en væri þokkalega til í þetta, vona bara að við borgum ekki of mikið fyrir hann ef við kaupum hann! 

  24. Eg myndi gefa annan handlegginn fyrir Keisuke Honda, þvílíkur leikmaður og væri flottur sem okkar fulltrúi frá Asíu

  25. Ef einhver veit um einhverja sjónvarpssöð sem mun sýna leikinn þá má hinn sami endilega smella inn upplýsingum um það. 

    kv. ÞHG 

  26. Takk fyrir upphitunina Babu 🙂

    Er ekki að skilja þetta tal um Spearing vs. Jonjo.
    Mér finns Jonjo vera mjög efnilegur og mjög spenntur fyrir honum, en maður ber hann ekki saman við Spearing. Þetta eru ólíkir leikmenn annar er varnarsinnaður og hinn sókarsinnaður. Ef Spearing er inná þá tekur hann stöðu varnarsinnaðar miðumanns en við setjum ekki jonjo í þá stöðu er það !!! og þá er spurningin sú …
    viljum við hafa Adam eða Jonjo, eða kuyt út og jonjo í holuna. Mér finnst seinni kosturinn spennandi 🙂

  27. Getur einhver staðfest það að þessi leikur verði hvergi sýndur. Ég á erfitt með að trúa því að engin hafi viljar græða á þessum leik
     

  28. Af hverju er þessi leikur ekki sýndur á Stöð2sport eins og aðrir bikarleikir? Það er ekki eins og það séu einhverjir aðrir leikir í gangi á sama tíma.

  29. Enn einu sinni fáum við staðfestingu á hversu ótrúlegir stuðningsmenn þessa besta félags í heimi eru.
    Það er uppselt á leikinn í kvöld.  Bikarleikur gegn neðrideildarliði á föstudagskvöld, ég bara fullyrði að það er ekki líklegt að mörg önnur stórlið hefðu náð þessu.
    Algerlega langbestu stuðningsmenn heims!!!

  30. Er spenntur fyrir þessum leik en viðurkenni að sjaldan er maður eins smeykur við vond úrslit eins og á móti neðrideildarliðum. Sagan segir okkur ýmislegt í þá veruna.

    Er innilega að vona að menn haldi áfram þessari fínu spilamennsku sem liðið hefur verið að sýna og að mörkin komi á færibandi.

    Það er gríðarlega mikilvægt að ná góðum árangri í bikarkeppnunum, fjárhagslega sem og móralslega!

    3-0 með mörkum frá Gerrard og tvö frá Carrol.

    YNWA! 

  31. Á síðunni sem að ég nota  kemur eftirfarandi fram: “Supersport3 (South Africa) confirms they got the rights for this game. So there’s a chance on a stream, and that also might mean other channels will also show this now!”

    Það er því bara að bíða og sjá hvort að það verði ekki hægt að finna einhvern link á þetta þegar að nær dregur. Þá sá ég það í gær að það var einn búinn að tilkynna stream á þessum leik, en það eru farið út af síðunni – hvað sem það nú þýðir.

       

  32. Vil fá jafntefli og klára þetta í seinni leiknum, þá fáum við Suarez fyrr í deildarleikina. Gæti þá jafnvel spilað gegn Wolves 31. jan ef ég er að telja þetta rétt 🙂

  33. Á sænsku Liverpool síðunni kemur fram að það sé einfaldlega ekkert sjónvarpsfyrirtæki sem er með lýsendur á leiknum.  Bara Liverpool FC er með crew þarna.  Þannig að leikurinn er hvergi sýndur og þeir telja líka mjög ólíklegt að það séu einhver stream á leikinn.

    Sjá hérna

  34. Flottur kóngurinn á LFC TV rétt áðan;

    var spurður um leikinn í kvöld og hvort einhver meiðsli væru.  Hugsaði sig vel um, setti upp sinn svip og sagði svo nei, “even Fabio is fit”. 

    Já það telst til frétta þegar Hr. Aurelio er heill og getur spilað :).   

  35. Er ekki einhver sem veit allt um þessi stream mál, hvernig er best að bera sig að í þessu til að ná sem bestum gæðum ?

    Hvað er t.d. þetta sopcast ?  Er betra að download því ?, næst meira af stream þannig ? 

    Ef einhver þekkir þetta vel, væri ég alveg til í að heyra það sem þið mælið með ?  

  36. #NR49 er með þetta þrátt fyrir agalegt notendanafn:)
    Ná sér í sopcast(frítt) og finna leikina á wiziwig.tv
    Fann meira að segja flest alla leikina á EM u-21 í sumar á þessari síðu.
    Þurfum að rústa þessum leik og ná í smá sjálfstraust leiðinni!
    Yrði mjöög sáttur með topp 4 og annaðhvot þessa eða CarlingCup-dolluna í lok tímabils.

  37. Trúi því ekki að það verði hvergi hægt að sjá þennan leik. Var hægt að sjá alla preseason leikina í sumar á sopcast. En reyndar er stundum enginn að lýsa, en maður sér þó leikinn.

  38. Leikurinn verður sýndur á Stöð2 sport í kvöld skv Bylgjunni.  365 fá stóran plús í kladdan fyrir að redda þessu.

  39. Er eithver leikmaður sem kemur pottþétt?
     Eða svona mjög miklar likur 😀

  40. og hvað er bloodzeeds ? er þetta bara slóð sem maður opnar eða þarf að downloada einhverju til að horfa ?

  41. Bloodzeed er einhver gaur sem er að streama á netið og hægt að tengjast honum í gegnum síðuna wiziwig. Dúndur virkar með sopCast. En hann tekur bara einn leik í einu, þá yfir leitt með stórliðum eins og Uniiiiited.
    Bíddu. Hvað er ég að gera hér?

  42. mér er svosem sama hverjir spila þennan leik, ég vil bara að liðið drullist til að fara skora meira því við vitum allir að sjálfstraustið kemur með mörkunum!

    Draumur væri samt að Sterling fengi nú einhverjar mínútur svo hann geti nú farið að koma herra Downing út úr liðinu! 

Opinn þráður – slúður

Leikurinn í beinni