Man City 0 – Liverpool 1

Svo komum við aftur á Etihad, gaman verður að sjá hverning kóngurinn og þjálfarateymið bregðast við því.

Svona endaði ég leikskýrslu frá Etihad stadium núna fyrir nokkrum dögum, eftir 0-3 tap fyrir fjármálajöfrunum í City. Það var svo í kvöld sem við fengum svarið við þessari spurningu og það svar var gleðilegt. MJÖG

Kóngurinn kom allavega mér á óvart með uppstillingunni:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Downing – Gerrard – Spearing – Henderson – Bellamy

Carroll

Á bekknum: Doni, Enrique, Coates, Kuyt, Carragher, Shelvey, Adam.

Johnson í vinstri bak og í raun vorum við kannski að spila 4-4-1-1 með Gerrard og Spearing aftan við Henderson.

Byrjun okkar manna var svakaleg svo ekki verði meira sagt. Á fyrstu 11 mínútunum varði Joe Hart hrikalega vel frá Carroll, Gerrard og Downing og sýndi mér enn það sem hefur leitt til þess að mér finnst hann besti markmaður deildarinnar núna í vetur. En það hlaut bara eitthvað að láta undan og á 13.mínútu kom eina mark leiksins.

Uppúr horni fintaði Agger sig framhjá varnarmanni og var að verða kominn í skotstöðu þegar Stefan nokkur Savic kom og straujaði Danann niður, klárt víti. Fínt hjá Savic sem við reyndum að kaupa í sumar!

Fyrir nokkrum vikum hefði maður bara lokað augunum þegar við fáum víti, en það var allan daginn ljóst að Captain Fantastic var með allt á hreinu. Tók boltann – horfði beint í augun á Hart og klíndi boltanum óverjandi í markhornið niðri hægra megin við keeperinn. Einhvern tíma heyrði ég að það væri öruggasti staðurinn að skjóta í. Kemur út frá þeirri lógík að fæstir markmenn eru örvfættir og því verra að spyrna sér upp af vinstri fæti. Nóg um þá “useless” vitneskju, 0-1 og auðvitað var það Steven Gerrard sen leiddi sitt lið.

Næstu 30 mínúturnar stjórnuðum við þessum leik, án þess þó að skapa okkur mikið. Bellamy, Downing, Henderson og Carroll gríðarlega duglegir í pressunni og flestar sóknartilraunir City enduðu í löngum bolta sem við átum, eða fóru útaf. Reyndar urðum við að breyta uppstillingu um miðjan hálfleikinn þegar Spearing fór útaf og Adam kom í hans stað. Balotelli fór sömu leið fyrir City, augljóslega ekki tilbúinn í leikinn, einfaldlega enn meiddur.

City átti sitt fyrsta skot á 43.mínútu en Reina varði það vel og staðan sú sama í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn hófst með mikilli pressu City og eftir 15 mínútur ákváð þjálfarateymið að draga úr sóknarvinnu liðsins og skipti um leikmann og taktík. Downing fór út fyrir Enrique og þegar allar skipanir voru ljósar leit liðið svona út:

Reina

Johnson – Kelly – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Adam – Bellamy

Carroll

Einfaldar skipanir, níu menn fyrir aftan boltann þegar við verjumst, senda langan bolta á Carroll til að halda eða flikka áfram. Leyfa City að vera með boltann. Þetta kerfi virkaði fínt lengstum en þegar um kortér var eftir fannst mér heimamenn vera orðnir líklegri, fóru mikið á Enrique sem átti í erfiðleikum þar sem Bellamy var orðinn þreyttur og Spánverjinn lenti því oft einn gegn tveimur. “Step in Carra lad” var skipunin, Bellamy út. Fyrst stilltum við þessu upp sem hreinum skiptum en í lokin var Carra kominn framan við hafsentana og Henderson, Gerrard og Adam sáu um að loka á kantana.

Skemmst frá því að segja skapaði City aldrei hættu þrátt fyrir pressu sína, ekki síst þar sem við átum alla skallabolta í teignum og það var í rauninni bara einu sinni sem Reina þurfti að hafa fyrir því að halda hreinu. 0-1 sigur og allt í einu hefði maður bara viljað að viðureignin kláraðist í kvöld.

Þessi leikur var eins og svart og hvítt miðað við síðast. Mitt mat er það að það hafi ráðist fyrst og fremst út af því að okkar plan gekk upp. Í stað þess að sitja til baka eins og í deildarleiknum, byrjuðum við á hápressu sem skilaði marki. Svoleiðis kláruðum við fyrri hálfleikinn, sem var algerlega frábær. Horfði á leikinn hjá BBC og í hálfleik töluðu Shearer, Hansen og Dixon allir um frábært leikskipulag okkar manna.

Mér finnst svo vendipunkturinn á að við klárum verkefnið svo glæsilega vera viðbrögð okkar manna á bekknum þegar City fór að koma með yfirtölu fram á við. Ég hrökk alveg við fyrstu mínúturnar þegar verið var að stilla upp fimm manna vörninni, en eftir smástund þegar menn komu sér í fókus vorum við bara með leikinn. Svo þegar hættan kom frá hægri væng City var ekkert beðið og bara brugðist við. Eftir þetta kvöld er ég handviss. Mourinho átti ekki mestan þáttinn í ógnarlegum varnarleik Chelsea, heldur Steve nokkur Clarke.

Fyrir gamlan markmann var stórkostlegt að sjá agann, yfirvegunina og skipulagið í varnarleiknum sem skilaði sér í vonleysi heimamanna, langskotum og almennum pirringi. Liðið okkar sýndi það í kvöld að það er til í að berjast fyrir úrslitum og það að hafa unnið á Etihad er enn einn gríðarlegi áfanginn fyrir okkar hóp í uppbyggingu sjálfstrausts og sigurvilja.

Ef ég gæti valið þjálfaraliðið mann leiksins gerði ég það, og í öðru sæti liðsheildina sem var frábær. Allir 14 leikmennirnir sem þarna komu við sögu fylgdu plani og lögðu sig 100% í leikinn. En það er í mínum huga bara einn sem hægt væri að pikka út. Steven Gerrard hélt áfram að minna okkur á hversu mikið við höfum saknað hans í vetur. Það var ekkert hik í vítinu, hann sást oft vera að garga menn til og frá, leiðtogi þessa liðs og sá sem horft er til. Var orðinn ÖRÞREYTTUR í lokin en skilaði sínum mönnum í höfn.

He’s big and he’s f***ing hard – Steve Gerrard

Þessi viðureign er alls ekki búinn, við eigum seinni leikinn eftir á Anfield og það er í SVAKALEGRI viku þar sem við spilum við Tottenham helgina á undan(rugl á mér) United helgina á eftir, feita konan er alls ekki farin að syngja.

En við skulum pæla í því síðar og gleðjast yfir FRÁBÆRUM úrslitum, sem ég satt að segja þorði alls ekki að reikna með!

98 Comments

  1. Ótrúlega gaman að sjá Gerrard koma svona sterkann inn aftur, með hann innanborðs hefðum við örugglega nælt okkur í 3 stig í öllum þessum jafnteflisleikjum í sumar.
    En að mínu mati var Glen Johnson algerlega frábær í dag – maður leiksins – ekki orð um það meir.

  2. Solid….Steven Gerrard lyftir liðinu á annað plan…

    …klóna hann eða láta beckham kenna honum stellinguna sem býr til stráka… 

  3. Bara æðislegt !! Fínasta frammistaða.  Verðskuldaður sigur á útlendingahersveitinni.  Nú hlýtur mancini litli að þurfa að kaupa eins og fimm nýja leikmenn.

    YNWA

  4. Ætla ekki að vera dónalegur en, held að ég hafi fengið kvart úr fullnægingu þegar ljóst var að Liverpool hafi unnið þetta “rosalega” Man City lið.  Einn sem er að fara í sturtu.

  5. Heimurinn er einfaldlega betri þegar Captain Fantastic er að spila!
    Frábær sigur, meira svona!

  6. Gaman líka að sjá loksins virkilega góða dómgæslu.  Lee Mason fær stóran plús í kladdan fyrir þennan leik.

    En Johnson og Gerrard menn leiksins hjá Liverpool. 

  7. Flottur sigur!!
    Skil vel KK að bakka duglega í restina en okkur vantar ferskari fætur sem geta sprengt þetta upp. Carroll er því miður að minna mig mikið á Heskey.
    En mikið rosalega var þetta góður sigur og það sannaðist i kvöld svo ekki verður um villst að manchester íbúar eru hræðilegir stuðningsmenn, okkar stuðningsmenn áttu stúkuna allan tímann. 

    Gaman að vera poolari í kvöld og vonandi heldur góða gengið áfram að batna.

     

  8. Gotta love Stevie G!! Frábær sigur á sjittí. Johnson þó heppinn í lokinn að enda ekki með tveggja fóta sólatæklingu í löppum á Lescot.

  9. Flottur baráttu sigur, glæsilegt. Ef þetta var rautt á Kompany um daginn, átti Glen Johnson ekki að fá rautt þarna í lokin? Ég sé ekki alveg muninn á þessum tæklingum. Væri gaman ef það væri meira samræmi í þessari dómgæslu. Menn geta alla vegana ekki kvartað yfir dómgæslunni í þessum leik.

  10. Fyrst Kompany fékk rautt, átti Johnson að fá rautt í kvöld.  En við kvörtum ekkert yfir því að það sé ekki samræmi á milli dómara 🙂

  11. Er þetta ekki fyrsti leikur City á leiktíðinni þar sem þeir skora ekki mark?

  12. Carroll að minna á Heskey as in að hann er einn í 50 metra radíus uppa topp með 4 hafsenta með sér í liði?

  13. Gerrard og Henderson hlupu lungun úr sér og stóðu sig frábærlega. Johnson var eins og gaur nýsloppinn úr jailinu. Eftir frábæran fyrri hálfleik með flotta stöðu á útivelli þá stóð liðið sig heilt yfir frábærlega í seinni hálfleik. Aldrei hætta.
    Nú er bara að klára þetta á Anfield.

    Sáuð þið hlaupin hjá Gerrard og vinnsluna mar. Kaptain fantastic!
    YNWA 

  14. Ég sé einn mikinn mun á þessum tveggja fóta tæklingum. Johnson var allan tímann á leið framhjá manninum, til hliðar við hann. Þ.e. hann fór í boltann, aðeins utan í manninn en svo framhjá honum. Í rauða spjaldstilfellinu þá fer maðurinn í tveggja fóta tæklingu beint á manninn með boltann á milli  þeirra og þegar hann er búinn að renna í gegnum boltann þá hlýtur hann að lenda í manninum, nema sá stökkvi frá. Nákvæmlega eins og þegar Spearing gerði þetta.

    Ég er enginn sérfræðingur en þetta lítur svona út fyrir mér. 

  15. Þetta er fyrsti leikurinn á leiktíðinni þar sem að City skorar ekki á heimavelli. (Sunderland átti heimaleikinn á móti City).

    Fínt að vinna city í fyrri leiknum. Leikurinn á Anfield gæti orðið erfiður.

    kv. ÞHG 

  16. City tapaði heima á móti United fyrir nokkrum dögum…

    Strákar ekki klikka á svona hlutum, ég vil helst ekki þurfa að skrifa svona setningar. 

  17. Þetta var svona líka helvíti hressandi!

    Liðið var frábært fyrstu 20-25 mínúturnar en eftir að Spearing meiddist týndum við áttum á miðjunni og þeir tóku smám saman yfir. Hvort sem það er Spearing eða e-r annar, þá sást í kvöld hvað það er mikilvægt að hafa góðan varnartengilið gegn sterkum liðum. Þess vegna kom Carra inn og bjargaði okkur undir lokin í kvöld, því þeir voru að vaða upp galopna miðju. Frábær taktísk skipting þar hjá Dalglish.

    Það er tönnslast stanslaust á því að þetta City-lið hafi verið án Touré-bræðra, Silva og Kompany en við unnum þennan leik án Suarez (leikbann), Lucas (meiðsli), Downing, Carroll, Bellamy og Adam (allir drulluslappir í kvöld). Vörnin var hins vegar frábær, Gerrard er bara Gerrard og maður leiksins var klárlega Pepe Reina. Við þurftum á honum að halda í kvöld og hann skilaði sínu með glans.

    Seinni leikurinn á Anfield verður ruddalega spennandi. Ég er bjartsýnni núna en ég var fyrr í dag. 🙂

  18. Muna ekki allir eftir 0-1 og 4-0 sigrunum á Real Madrid í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar 2009?

    Eigum við ekki að segja að þetta fari alveg eins og þá og við slátrum shitty 4-0 á Anfield. 

  19. Það er magnað að ná að halda hreinu gegn City á útivelli með engan varnarsinnaðan miðjumann.  

    Ég var stressaður um að þetta myndi koma í bakið á okkur að hafa 4 miðverði inná í seinni hálfleiknum og við værum að bakka of mikið, en City mönn sköpuðu aldrei nein sérstök færi.

    Gott veganesti fyrir leikinn á Anfield, sem verður rosalegur. 

  20. bara 1-0?… ég er rosa sáttur.. ENN! að við tókum þetta bara 1-0, þíðir að mancini og co. eiga eftir að koma aftur á fleygi ferð. og ég vill ekki fá niðurlægingu á anfield…enn ég er bjartsýnn.. tökum heimaleikin 3-0!KOMA SVO! 

  21. er það bara ég sem sá skrtel? skrtel var magnaður! maður leiksins ásamt gerrard.

  22. Munurinn á spilamennsku varnarmanna og sóknarmanna í þessu liði er lygilegur, það verður að segjast. En öftustu fimm plús Gerrard komu okkur áfram í dag og settu þar með upp helvíti spennandi heimaleik. 

  23. City fans complaining about Glen.You have spent the last 4 days tellin the refs whats red and not.Just be glad the refs have been listening.

     

  24. King Kenny í viðtali eftir leikinn spyrillinn sagði að mancini hefði verið óánægður með tæklingu Glen Johnson King Kenny svarar Já mancini var óánægður með margt í kvöld:)snilld

  25. Frábær leikur !! Eini munurinn á tæklingu Johnson og Kompany er að þetta ver rautt á johnson sem fer fast/hratt í tæklinguna með báðar lappir á undan ser! hættuleg tækling! En aldrei rautt á Kompany sem valla tæklaði settist eiginlega bara á rassin og fór með lappirnar í sundur og fyrir boltan hefði aldrei getað slasað neinn! En þetta féll með Liverpool og því kvarta ég ekki !! smá pirrandi reyndar að þetta hafi fallið með scum á sunnudagin 🙂

    Og djöfull var þetta Houlier-legt í kvöld !! sá gamli á eftir að fara í mál við LFC, er með einkarétt á þessari taktík !

    snilld get ekki beðið eftir seinni leiknum!

  26. Verd ad vidurkenna favisku mina en mer fannst Carrol bara vera finn i tessum leik. Tad er ekki audvelt ad vera einn frammi gegn nanast 4 varnarmonnum og hlaupa kantanna a milli i sifellu og vera samt alltaf i boltanum, eda vera ad reyna vid hann. 
    Fra minu sjonarhorni ta vorum vid rosa flottir fyrstu 20-25 min en eftir tad ta var vornin og Pepe ad bjarga malunum, auk tess sem Carroll gaf teim tima til ad anda med mikilli barattu frammi.

    En vardandi adam, ta finnst mer sem brotthvarf Lucas se ad bitna rosalega a honum. Hann er ekki typan i ad brjota nidur leik motherjanna og virkar ekki nema med godan skjold fyrir aftan sig.

  27. Skýrslan komin.

    Viðurkenni það að núna þegar ég les kommentin skil ég ekki pirring yfir því að einhver hafi ekki spilað vel.  Þetta var baráttusigur þar sem ALLIR lögðu sitt.  Þegar ég var að spila vann ég nokkra svona útileiki, einmitt 0-1, með ótrúlegri grimmd og vinnslu.

    Sá eiginleiki vinnur nú yfirleitt fleiri titla en flott spilamennska (vissulega Barca undantekning) og leikskipulagið okkar var klárt.  Fyrstu 15 mínúturnar keyrðu okkar sóknarmenn yfir Cityliðið og hápressan var frábær.  City átti fyrsta skot á mark á 44.mínútu og það var vegna hápressunnar að mínu mati (reyndar Hansen, Shearer og Dixon líka).

    Svo þegar slaknaði á þeirri pressu þá var komið að varnarlínunni og varnartaktíkinni að halda, sem hún og gerði.  Sá sem reiknaði með því að við værum að fara að sjá glansleik með taktíkina 5-4-1 var að gera sér óraunhæfar væntingar.  Auðvitað var Carroll að fara að sýna lítið sóknarlega en þvílík grimmd að nenna að elta löngu boltana fram í uppbótartíma og drífa sig svo aftur til að skalla boltana frá í set-piece atriðunum.

    Samkvæmt tölfræðinni varði Reina 3 skot og Joe Hart 8 skot.  Það segir nú margt um öryggi í varnarleik heils liðs.  Í kvöld þurftum við að sýna varnarleik sem við virkilega gerðum.  Gott að heyra að einhver minntist á 0-1 sigurinn á Real Madrid.

    Því í kvöld hefði Rafa Benitez brosað marga hringi yfir frammistöðu sinna manna.

    Eins og hefur verið í gangi í rútunni á stuttri leið í vestur…

  28. Held að seinni leikurinn sé miðvikudaginn 25 janúar og við keppum við UTD.  í bikarnum laugardaginn 28. janúar !

    Svo kemur leikurinn við Spurs á mánudeginum 6. feb. og útileikurinn við UTD. á laugardeginum 11. feb.

    Þannig að leikirnir við spurs og utd. og þessi leikur koma ekki allir í sömu vikunni !

    En þetta var frábær sigur ! og mér fannst Glen bestur !

  29. Ekki er hægt að gera upp á milli leikmanna þetta var algjörlega sigur liðsins út í eitt. Hvílík barátta frá fremsta manni alveg aftur á Reina í markinu.

  30. Við unnum verðskuldað í kvöld. Stórkostlegur fyrri hálfleikur og sá seinni,  ég man ekki eftir öðrum eins varnarmúr síðan að Sovétríkin voru að spila heimsmeistara handbolta in the eighties. Kóngurinn er á alveg ótrúlega réttri leið, þið sem hafið verið að efast um hann á þessum vettvangi, fariði bara að halda QPR eða þvíumlíku!

  31. Flottur sigur, Martin Kelly og Adam slakir samt sem áður. Charlie Adam er bara með þeim slakari, jesús hvað hann á að fá endalaust af sénsum.

  32. Virkilega vel gert hjá öllum í okkar liði í kvöld, utan vallar sem innan.
    Jesús minn hvað maður hefur saknað Captain Fantastic!

  33. það eina sem mér fannst slæmt við þennan leik var að ég sá hann ekki 🙁

    en þar sem þetta verður jákvæður janúar þá spái ég því að LIVERPOOL vinnur alla leikina sem eftir eru í janúar. 

  34. @maggi
    Virkilega god skyrsla og tek heilshugar undir med ter i einu og ollu… Ad undanskildu vali a manni leiksins. Var rosalegur fyrstu 40 min en eftir tad ta leid hann haegt og rolega ut eins stundarglas.

    Annad sem eg er ekki sammala er i kommenti tinu #36 ad grimmd og vinnsla vinni fleiri titla. Svo vid litum okkur naest (island) ta hefur tad ekki gerst i araradir, erlendis held eg ad tad se bara mouribho sem hefur unnid titla tannig. Ferguson hefur ju unnid marga titala an mikilla tiltrifa  en tengi frekar vid obilandi tru og sigurhefd. Bourissa dortmund i tyska boltanum i fyrra var mjog soknarthnkjandi, Arsenal a sinum gullaldararum voru rosalega vel spilandi og lika skipulagdirog meira segja voru Leeds og Blackburn tekktari fyrir sinn soknarleik heldur en varnarleik tegar tau unnu sina titla i ensku urvalsdeildinni.

    Hins vegar get eg tekid undir tad ad ef thjalfari med dapurt lid aetti frekar ad tileinka ser grimmd og mikla vinnslu ef tad aetlar ad halda ser i deildinni.

    Ad lokum getur einhver sagt mer hvernig eg fae islenska stafi a F*****g Ipad! 

    P.s. virkilega angdur med lidid i dag og vid megum alveg sleppa tvi ad kvarta yfir einhverjum sem ekki gekk 100% upp 

  35. Ég veit það ekki mér fannst allavega þessi tækling hjá kompany ekki verðskulda rautt.  
    Mancini er að verða Ragnar Reykás og vælu drottning Enska boltans.   Sbr. þetta  það þegar hann veifaði “spjaldi” og vældi um rautt á liverpool mann um daginn  og kvartaði svo þegar Rooney gerði það sama í næsta leik.  Nú er það þessar tæklingar.   
    “Don’t get me started” um vælið í honum um að  hann þurfi að kaupa fleiri leikmenn og að það hafi vantað leikmenn í þennan leik og það allt.   jedúdda mía  þetta er hópur aldarinnar sem hann er með þarna hættu að væla og  “man the fuck up”.

  36. Frábær sigur.  Og mikilvægt að vinna City á þeirra velli.  Það gefur liðinu púst.

    Ætla samt ekki að taka undir umræðuna um að okkur vanti suarez og Lucas og svo framveigis.  Öll lið lenda í því að missa menn í meiðsli og bönn og það er fyrst þá sem þau sýna það hvort þau sé4u lið sem eru byggð í kringum einn mann eða ekki.  

    Við erum ekki byggðir í kringum Suarez.  Og það er gott að vita það, fari svo að hann fari í sumar. 

  37. nr. 41
    þetta var nú líka sagt í 2 ár um lucas leiva!!
    er ekki bara málið að treysta köllunum í brúnni fyrir essu

  38. Held að menn vanmeti svolítið mikilvægi Carrol í föstum leikatriðum, þá sérstaklega varnarlega hann er ótrúlega naskur á að koma hausnum í blöðruna og ef hann nær því þá fer boltinn líka vel út fyrir teiginn.

    Myndi svo sem ekkert kvarta þó við fengjum tvo leikmenn í glugganum, varnarsinnaðan miðjum. og striker. (væri til í að eiga einn striker sem er verulega fljótur.)  En ef ekki þá það, held við getum alveg klárað seasonið með sæmd.

     

  39. Frábær úrslit! Hefði viljað sjá Carroll setjann þarna í upphafi, hefði örugglega gert mikið fyrir strákinn að ná marki í þessum leik líka.

    Annars hvað varðar Johnson tæklinguna þá kvóta ég nú bara sjálfan mig af facebooksíðu fbolta.net:

    ” Finnst þetta ekki vera rautt (sama hvað þessi úrelta reglubók segir), hann ógnar manninum sjálfum ósköp lítið, fannst brotið hans Kompany ekki vera rautt heldur og það fannst mér líka töluvert verra þar sem hann stefndi beint í átt að manninum. Þó ég játi alveg að hafa setið á þeirri skoðun fram að þessu 😉
    Annars skil ég vel það að menn finnist þetta skítt og tek ég þá undir orð Dalglish fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að það eru ekki bara dómaramistökin sem fara í taugarnar á mönnum, heldur líka ósamræmi í túlkun á reglunum og ákvarðanatöku.”

    Trúi ekki öðru en að við séum á leiðinni á Wembley, enda taplausir á Anfield enn sem komið er (7,9,13) 😛
    YNWA 

  40. Held að Houllier hafi tekið við í hálfleik! Ultra mega vörn og þetta var á tímabili orðið svo vandræðalega lélegt hjá City að Kelly reyndi að taka þátt í spilinu hjá þeim og kom með bestu sendingu leiksins á Aguero. 

    Flottur sigur, frábær úrslit og leiðinleg spilamennska.  

  41. Þessi tækling hjá Johnson var svo fallega tímasett að það hefði ekki verið hægt að gera betur. MAggi hefði aldrei dæmt á þetta í 3ju deildinni hérna heima. Eru menn virkilega að tala um að þetta ætti að vera rautt???? Hann kom með lappirnar NIÐRI við jörðu og tók boltann, þetta var kennt í knattspyrnuskóla KSÍ myndbandinu hérna um áratuginn….

  42. Seinni leikurinn verdur ekki i vikunni milli tottenham og united heldur bolton og united(fa cup) 
    Sem verdur btw i 10daga törn sem vid eigum 4 leiki!!
     21.01 Bolton uti
     25.01 Man City seinni leikur
     28.01 Man Utd FA cup
     31.01 Wolves uti 
    Sidan verdur thad
     06.02 Tottenham heima(suarez return)
     11.02 Man Utd uti 

    Þannig það er hellingur framundan og litil hvild milli leikja!!
     

  43. Finnst allveg ógeðslegt að horfa á svona spilamennsku, en eins og Gerrard sagði eftir leikinn, stundum verður maður bara að spila ljótt. Annars er þetta rautt á Johnson, svo flóknara er það ekki… Og ekkert kjaftæði að hann náði boltanum eða hann fór aldrei nálægt manninum eða einhvað þannig rugl. Það er í reglunum, og það skrifað feitu letri, að tæklingar sem þessar eigi að refsa með rauðu spjaldi fyrir að einfaldlega reyna. Sama hvort hann nái boltanum, manninum eða hvorugu þess vegna, og ég er ekki að tala um bara tveggja fóta… Johnson hjólaði af fullri ferðð og stökk vel áfram með baða fætur af jörðinni og sólana á undan sér, þetta er ekki afsakanlegt. Hefði hann hitt Lescott þá er ekkert víst að hann stæði einu sinni almennilega í lappirnar aftur. Allveg ótrúlegt að City hafi ekki hvartað meira. Annars má benda á nokkur myndbönd til að bera saman við.

    http://www.youtube.com/watch?v=HBuHchF9Irc – Tveggja fóta, sólar á undan.
    http://www.youtube.com/watch?v=ZkBfsNlBEaY – Joey Barton vs. Xabi Alonso.
    http://www.youtube.com/watch?v=FENX63-zIY0 – Tveggja fóta.
    http://www.youtube.com/watch?v=-4n3Nutns0I – Michael Brown, þarf ekki að segja meira.
    http://www.youtube.com/watch?v=yt9qQlyvL9w – Flamini reynir að brjóta löppina á Corluka.
    http://www.youtube.com/watch?v=tcmy5XpciwQ – Messi strjaujaður af eitt stykki Denilson.

  44. Compression í janúar. Menn mega ekki gleyma því að Stoke er næst. Við þurfum verulega compact run núna. Sækjum þrjú stig í deildinni, klárum Carling Cup, skiljum scums eftir í reyk og aftur deildin, deildin deildin.
    Hver leikur verður háspenna. Skyldu menn draga upp veskið? Djö eru dagarnir spennandi. Think year back 😉

  45. Þetta var frábær sigur í kvöld og í sjálfu sér var maður bara stressaður í föstum leikatriðum, sem by the way Shitty fengu nóg af. Charlie Adam verður að hætta að brjóta á hættulegum stöðum. Það er ekki búið að setja tappa í gatið við nærstöng í hornum, núna náði Richards góðum skalla en Reina var vel staðsettur. 

    Eins og við var að búast þá héldum við þessu eina marki ansi vel. Maður er ekkert að heimta meira og það er alveg augljóst hvernig þessir leikir spilast. Ná marki snemma og pakka niður. City gerði það í síðasta leik, leyfðu okkur að halda boltanum og refsuðu svo grimmilega, eitthvað sem okkar menn verða að fara að tileinka sér meira. Fyrri parturinn í leiknum var ljómandi góður og bæði sókn og vörn að fúnkera vel. 

    Ég (taktík-gíkið) verð þó að kommenta á taktíkfærsluna hjá Magga. Mér fannst Johnson vera kominn í miðja vörnina þegar Enrique kom inn, á milli Skrtel og Agger – jafnvel sem þriðji haffsent eða djúpur miðjumaður. Búðinni var svo endanlega lokað þegar Carra kom inn á. Ég held að þá hafi leikskipulagið verið orðið einhvern veginn svona:

    Reina
    Kelly – Skrtel – Johnson – Agger – Enrique
    Henderson – Gerrard-Carra-Adam (allir mjög djúpir)

    Carroll 

    Þetta virkaði til sigurs í kvöld og nú er maður farinn að eygja úrslitaleik á Wembley eftir alltof langa bið. Mér er skítsama þótt þetta sé minnsti bikarinn, þetta lið verður að fá blóðbragð á tennur og tungu og það fæst fyrst og fremst með því að vinna titla, sama hvaða nafni þeir nefnast. Fyrir framan 90000 manns á Wembley gefur mönnum frábært búst. Frábær dagskrá framundan fyrir okkur í janúar, bring on Stoke.

  46. Þetta var nú meira eins og að komast inn í sendingu hjá Glen Johnson. Lescott rétt nær að teygja á sér löppina og pota með tánni í afturenda Johnson (spjald á slíkt?) þar sem Johnson er löngu búinn að þjóta framhjá honum.
     

  47. #44
    Settings- General – keyboard – international keyboards – add new keyboard – icelandic … Halda svo viðkoomandi takka inni til að fá ísl útg af honum ; )

    og.. … Ókeypis fróðleiksmoli um ipad og iphone, fyrir löng skrif: til að gera “undo” , áttu að hrista hann! … Ekkert grín, hrista hann þá kemur undo option upp á skjáinn ; )

  48. Glaður daginn eftir.
    Fyrir það fyrsta þá eru tveggja fóta tæklingar eitthvað sem stefnt er að útrýma í fótbolta og um leið og leikmaður kemur þannig inn í návígi þarf dómari að meta af hvaða krafti hann kemur inn í návígið og hvort að þær aðstæður skapa hættu.  Þetta mat þýddi á helginni að Kompany var rekinn útaf, en Johnson var ekki metinn hafa farið inn í návígið á þann hátt að það verðskuldaði aukaspyrnu einu sinni.
    Ég er ósammála mati beggja dómara, hefði viljað sjá gult spjald á bæði brotin, en svona brot verða alltaf mat dómaranna og þá megum við ekki gleyma því að það á að útrýma þessum “tveggja fóta tæklingum” – það hefur alltaf töluverð áhrif í mati dómara.
    En það er alveg marklaust að láta eins og þetta hafi verið einhver skandall, sem það var alls ekki og ekkert frekar en spjaldið á Kompany.
    Ég spáði City góðu gengi í vetur ÞRÁTT FYRIR Mancini en þessa dagana er ég ekki viss.  Síðustu 10 mínúturnar var enginn fókus hjá þessu millaliði og satt að segja fannst mér þeir ekki líklegir til að skora nema úr föstum leikatriðum.  Ég vona bara að hann haldi áfram að skemma einbeitingu síns leikmannahóps, það eykur líkurnar á okkar sigri í þessari viðureign.
    Ívar, ég er sammála því að Johnson var í miðri vörninni, en honum leið ekki vel og síðustu 20 mínúturnar var hann kominn í bakvörðinn og Kelly var þriðji hafsentinn.  Held það allavega.
    Svo má ekki misskilja það að ég telji lið ná árangri með því að spila bara svona fótbolta. En öll meistaralið þurfa að hafa það element að berjast í gegnum leiki og sigra. Það er algerlega hægt að benda á Unitedlið síðasta árs og einmitt Dortmund sem lið sem fóru í gegnum marga leiki án flugeldasýninga heldur “taktíkuðu” sig í gegnum 90 mínútur líkt og Dalglish, Clarke og Keen gerðu í gær.  Rafa Benitez hefur náð sínum árangri með slíkri taktík en hann átti erfitt með flugeldasýningaelementið (allavega með þann leikmannahóp sem hann fékk í hendur) og ef að við erum komin með þjálfaralið sem kann að berjast (eins og í gær) og kann að stjórna leik (eins og í 90% leikja vetrarins) eru ansi bjartir tímar handan við hornið.
    En ég ítreka gleði mína og að það sást í gær að liðið getur barist fyrir úrslitum á erfiðum útivelli, það skiptir máli.  Er sannfærður um að það var glaður leikmannahópur sem mætti í endurheimtaræfingu á Melwood í dag til að undirbúa sig fyrir hunderfitt test gegn Stoke um helgina!

  49. Frábær sigur sérstaklega þegar haft er í huga að við steinlágum á þessum sama velli fyrir stuttu síðna. Sýnir mikinn karakter að koma til baka og vinna. Glen Jöhnson maður leiksins, langbesti maður vallarins, sérstaklega eftir að Enrique kom inn á, átti tvær svakalegar tæklingar á mikilvægum augnablikum.
    Nú mega menn ekki klúðra þessu með því að gera í brók á laugardaginn gegn hinu léttleikandi og skemmtilega liðið Stoke City.

  50. Þessi leikur var alveg frábær að okkar hálfu! Þetta var ekki fallegasti bolti í heimi, allavega ekki í seinni hálfleik, en hann virkaði og skilaði sínu og það er það sem telur.
    Fannst við vinna algjöran taktískann sigur, og t.d. með skiptinguna á Enrique var fullkomin held ég bara. Þegar Nasri kom inn á þá var hann mikið að fara upp okkar vinstri kannt og pressaði duglega, en Kóngurinn sá við honum og sippaði Enrique á hann með Johnson, enda sást hann ekki eins mikið eftir það..

    Í fyrri hálfleik yfirspiluðum við besta lið Englands á þeirra velli og á þeirra vallarhelming. Kenny vissi alveg að þeir kæmu stjörnuvitlausir til seinni hálfleiks, rétt eins og á móti united fyrir nokkrum dögum, og þá kom að okkar mönnum að loka og læsa, og vá við gerðum það vel!

    En eins og þú segir þá er þetta alls ekki búið, en ef við komum til leiks með þessa baráttu í seinni leikinn á ANFIELD, þá getum við verið bjartsýnir. 

  51. Maggi, ef það er klárt að það eigi að útrýma tveggja fóta tæklingum í fótbolta, afhverju í fjandanum eru þær þá ekki bara bannaðar?  Stæði það svart á hvítu í knattspyrnulögunum að tveggja fóta tæklingar væru bannaðar, þá þyrftu menn ekkert að rífast um þetta.

    Á meðan lögin eru eins og þau eru, þá finnst mér hæpið að reka menn af velli fyrir tæklingar þar sem einungis boltinn er tekinn og andstæðingurinn ekki snertur, hvort sem það er Liverpool maður, City maður eða jafnvel United maður sem á í hlut (tja, reyndar alltaf rautt á þann síðastnefnda) 

  52. Sambandi við tæklinguna hjá Johnson..
    Þá var yfirdómari hjá KSÍ(Magnús?) að horfa á leikinn á sama stað og ég, hann sagði eftir að það var búið að sýna þetta nokkrum sinnum að þetta var ekki rautt spjald, vissulega hefði getað gefið gult, en ekki rautt.

  53. Það þarf ekkert að velta sér upp úr þessari tæklingu, dómarinn þarf að meta þetta á sekúndubroti og fær ekki allar þessar endursýningar, sem fá menn til að vega þetta og meta. Hann hefur metið þetta þannig að Johnson væri ekki nógu nálægt manninum til að gera þetta hættulegt honum eða að hann hefur ekki séð báða fæturna á lofti. Það þýðir ekkert að missa sig yfir þessu, meðan ekki er dæmt eftir sjónvarpsupptökum þá verða alltaf svona vafamál eftir nánast hvern einasta leik. Og það hefði svosem ekki skipt nokkru máli ef Johnson hefði verið rekinn útaf, örfáar mínútur eftir og City ekki að skapa sér jack. 

  54. Málið er auðvitað að tveggja fóta tækling, hrein á bolta sem skapar ekki hættu t.d. til að hreinsa bolta í innkast, hefur hingað til þótt flott vörn eins og Jón Frímann bendir á.  Er ekki viss um að sátt næðist um að banna hana algerlega.  Annars er Ívar Örn með þetta, þú tekur ákvörðunina á sekúndubroti og þarft að standa við hana.
    Það er töluvert öðruvísi en að horfa á þetta í sjónvarpi.  Þið megið trúa því…
     

  55. “Balotelli fór sömu leið fyrir City, augljóslega ekki tilbúinn í leikinn, einfaldlega enn meiddur.”
     Ég hélt að hann hefði verið tekinn útaf vegna þess að hann þjáist af ólæknandi heimsku!!! 
    Annars frábær sigur! 🙂 

  56. Ég get bara ekki verið alveg sammála mönnum hér um taktiskan sigur osfr

    Einhver minnist á hið “léttleikandi” Stoke lið sem við mætum næst. Þetta á eflaust að vera kaldhæðni en kannski ættum við að líta í eiginn barm. Menn tala um tækifæri, en kannski vorum við að glata frábæru tækifæri að komast á Wembley ?

    Við vorum góðir í fyrri hálfleik og mun sterkari en City. City saknar margra sterkra manna og áttu auk þess frekar lélegan dag. Hefði ekki verið ráð eftir góða byrjun að reyna að fylgja þessu eftir og hreinlega klára þetta einvígi ? Nei við ákváðum að halda fengnum hlut og pakka í vörn.  Við enduðum leikinn með sex af okkar sterkustu varnarmönnum inná vellinum ! Hvernig væri hljóðið hérna ef þeir hefðu skorað á okkur, segjum tvö mörk ?

    Þetta hefði verið frábær taktískur sigur ef þetta hefði verið einn leikur, og við komnir áfram. Þá hefði ég skilið þetta upp að vissu marki. En þetta er bara fyrri hálfleikur í leik þar sem við höfðum einstakt tækifæri að klára þetta einvígi við City og fara á Wembley, tækifæri sem við ákváðum að nýta okkur alls ekki !

  57. Frábær sigur. Sterk liðsheild og örugg og öguð stjórnun skópu þennan sigur. Kannski ekki alltaf skemmtilegasti boltinn en mér er sama svo lengi sem við vinnum. Finnst reyndar dálítið skrítið að eftir þennan leik snúist umræðan á þessari góðu síðu meira og minna um það hvort við hefðum átt að fá rautt spjald. Dómarinn gaf ekki rautt og þá er málið einfaldlega útrætt. Er ánægður með svör KD eftir leikinn og ánægður með SG ef hann lét Mancina heyra það eftir leikinn.

  58. Það er aldeilis að SB er hress.  Ert þú sá sami sem skrifaðir í miðjum leik í gær:

    Nei þetta er nú meira bullið. Það liggur við að maður voni bara að City skori, er karlinn farinn að kalka 

     Svo vinnum við leikinn og þú ert fúll yfir að við klárum ekki einvígið á útivelli.  Gegn besta liði deildarinnar.

  59. Allt annar bragur á liðinu með Gerrard innanborðs. Hann virðist smita leikgleði og sjálfstraust útfrá sér. Endurkoma hans kemur til með að hjálpa Henderson og Carrol mikið hef ég trú á. Liðið leit afskaplega vel út í gær og gaman að sjá liðið í fyrri hálfleik þar sem city menn þurftu að vera í eltingaleik allan hálfleikinn. Til hamingju allir púllarar YNWA:)

  60. Djöfull var gott að vakna í morgun eftir 0-1 sigur á Oil Ground, og í staðin fyrir að heyra fuglasöng, þá heyrir maður væl í litlum ítala. 

     
     PRICELESS ! ! !:-)

    YNWA   

  61. Nei þetta er nú meira bullið. Það liggur við að maður voni bara að City skori, er karlinn farinn að kalka 

    Jú það var einmitt ég sem skrifaði þetta Einar Örn og í fullu samræmi við hvað ég er að segja núna. Mér finnst að við höfum bakkað allt of mikið í seinni hálfleik í staðinn fyrir að nota tækifærið á móti vængbrotnu liði City og reyna að klára þetta einvígi.

    Hinsvegar er ég hress og gríðar sáttur við okkar menn. Finnst bara að við höfum hugsanlega misst af góðu tækifæri miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

  62. Því miður held ég að mjög erfitt vera að ná Hazard.  Hann er búinn að gefa það upp að hann sé bara tilbúinn að fara til liðs sem er reiðubúið að “borga honum í samræmi við getu” og hann ætlar sér að vera einn af launahæstu leikmönnum heims.  Nefndi 4 lið sem hann taldi geta það, Chelsea, Man. City, Inter og AC Mílan sem lið sem “greiddu lkeikmönnum í samræmi við getu”.

     

    Hann er klárlega hrikalega spennandi, en líkt og með Aguero þá getum við nú sennilega ekki keppt um launapakkann sem þarf fyrir svona bita.

    En auðvitað vonar maður!

  63. Var að pæla í einu…. við sem borguðum í klúbbinn vegna auðveldara aðgengi í miða,átti ekki að koma jólagjöf frá Klúbbnum þ.e Liverpoolklúbbnum á Íslandi?
     

  64. Fín taktísk greining á leiknum hérna. 
    http://backpagefootball.com/featured/tactics-manchester-city-0-1-liverpool/

    Glen Johnson var samkvæmt þessu við hlið Enrique í 5manna vörn en þegar við sóttum breyttist það í 4-4-2.
    Frábær sigur og enn sannast hvað við höfum saknað Steven Gerrard rosalega. Nú skilur maður líka kaupin á Henderson enn betur, hann og Gerrard voru algjörlega á sömu bylgjulengd í hápressunni í fyrri hálfleik. Þegar maður sér svo fyrir sér Suarez nærast á lausu boltunum af þeirri pressu og Lucas fyrir aftan sér maður hvernig Dalglish & Clarke ætluðu meira að spila í vetur, sérstaklega í stórleikjum.

    En nóg um það. Seinni leikurinn á Anfield verður áhugaverður. Ef Liverpool skorar fyrst verður þetta bara búið. Spái markalausum fyrri hálfleik og spennandi lokamínútum.

  65. Ef þú hefur borgað í Íslenska klúbbinn líka ásamt því að greiða í official klúbbinn að þá ættirðu að fá jólagjöf en ef þú hefur bara borgað í official klúbbinn að þá kemur hún ekki þar sem þetta eru tveir ólikir aðilar.

    Þannig mundi ég allavega skilja þetta.

    En annars frábært að Gerrard sé búin að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. 

  66. AEG og Maggi: Góð greining sem þú bendir á AEG, þarna kemur líka fram eins og Maggi bendir á að Johnson hafi farið í bakvörðinn og Kelly í haffsentinn. Þetta var á köflum soldið ruglingslegt, Johnson, Carra, Enrique og Kelly einhvern veginn út um allt á varnarsvæðinu og Carra kominn lengst upp á hægri kantinn þarna einu sinni.

  67. Bjössi 82: Ég komst samt að því um daginn að þetta Official Member card sem Liverpool klúbburinn á Íslandi seldi okkur gildir í raun ekki neitt úti í sambandi við miðana, nema að við fáum þá rafrænt og jú getum held ég fengið afgangsmiða sem fara í sölu mjög stutt í leik, semsagt “alvuru” Member Card’ið hefur forgang, en okkar kort bara ef við förum í gegnum Ísl. Liverpool klúbbinn.

    Komst að þessu þegar fjölskylda mín voru að reyna að kaupa miða á leik í gegnum miðasöluna úti og þá var okkur bara sagt að þessi kort þýða ekkert þegar maður ætlar að kaupa miða úti, sem maður hélt að maður væri að fjárfesta í þegar þessi kort voru keypt. Þannig að það þurfti að splæsa í þessi kort líka til að geta þetta…
     

  68. #80 eru menn í alvöru að láta sig dreyma ennþá um hazard .. kommon , vakna upp og hætta þessum óraunhæfu hugsunum 

  69. Í pistli nr. 80 hoddij er ég nákvæmlega að segja það sama og þú. 
     
    Þetta er óraunhæfur draumur, því miður…

  70. Getur einhver sagt mér hvað þeir eru að syngja þarna í innlegginu hans Babús? We are not racist we only hate blacks er það sem er verið að syngja og eru þetta Liverpool aðdáendur?

  71. Ég einfaldlega trúi ekki að þið sjáið ekki muninn á þessum 2 tæklingum (Kompany og Glen) eða allavega sumir. (sá amk 1 sem sagði að munurinn væri dómarar)

    Það er stóóór munir á því að koma á fullriferð, hoppa upp, báðar lappir og sólann á undann og vera HÁRSPREIDD frá því að mölbrjóta löpp leimanns og svo tæklingu Kompany sem er Ljósárum frá því að hitta nani, er við jörð, sitjandi eiginlega og kom einu sinni ekki á fullri ferð. jafnvel engri, liggur við að hann hafi farið úr rennibraut með báðar á undan….

    Tæklingin hjá Glen = Rautt spjall strax, STÓR hættuleg tækling sme er hárspreidd frá því að meiða leikmanninn alvarlega … 
    Kompany = Well ef þeir eru að reyna að taka á þessum tæklingum, rautt, fanst gult frekar viðeigandi miðað við kringumstæðurnar þó !    

  72. Flottur sigur hja okkar mönnum, mjög gama að horfa á Captin Fantastic spila og hvernig liðið er bara miklu betra þegar hann er inná vellinum það er greinilegt að flestir eða ekki allir í liðinu fara að spila á hærra leveli þegar hann er inná, fannst carroll mjög góður vann mjög vel allan leikinn hlaupandi fram og til baka alveg þanngað til að dómarinn flautaði til leiksloka, fannst downing lika mjög góður óheppinn að skora ekki örugglega eitt af fallegustu mörkum i þessari keppni i ár.
    Allir sem spiluðu þennan leik fá 10 í einkun hjá mér, því það er ekkert grín að vinna man shitty eins það hefur verið að spila þessa leiktíð og hvað þá á heimavelli.

     Til #93
    Tveggja fóta tækling er Rautt en mer finnst ekki rett hja þér Teddi að halda því fram að tækling hja Glen hafi verið hættulegri heldur en hja kompany því  ef nani hafði ekki hoppað væri hann örugglega í gifsi nuna, en dómari dæmdi Rautt á kompany en ekki á glen þá er málið dautt þýðir ekkert að vera að koma inná liverpool spjall og vera að væla afþví að Glen fékk ekki rautt!!

    YNWA! 

  73. er alveg sammála Tedda-chelsea #93 jonhson tæklingin hættuleg en ekki kompany! eins og ég kem inná í kommenti mínu #34

  74. Þið getið farið með þetta hár ykkar í heimsmetabókina ef þetta var einhver hársbreidd, Lescott var ekki nálægt boltanum né Johnson.

  75. Flottur sigur, taktíkin gekk vel upp og nú er bara að klára þetta á Anfield.

    Skil ekki hvað það er verið að kvarta mikið yfir því að Liverpoolmaðurinn Glen hafi ekki fengið rautt fyrir þessa tæklingu.  Man ekki eftir að það hafi spunnist svona mikil umræða þegar ekkert var dæmt á Newcastlemanninn Cabaye fyrir tæklingu á Spearing!
    http://www.youtube.com/watch?v=2Sfp3X_E2gY 
    Það verður því miður alltaf eitthvað misvægi í dómgæslunni, verum bara ánægðir þegar það kemur okkur vel.  

  76. Held að þú megir alveg vera með tveggja fóta tæklingu á boltann ef andstæðingurinn er kannski meter frá og mér sýndist hann vera allavegana það frá boltanum í tækl, hjá Jonson en fyrirtækið (kompany) var í manninum. Tökum svo þetta á morgun, JESSSSSSS.

Byrjunarliðið komið

Gerrard skrifar undir nýjan samning!