Er ekki kominn tími á að skoða aðeins hvað er að gerast í Draumaliðsleiknum okkar góða, komið langt síðan síðast og það er ekki vegna slælegs árangurs undirritaðs, heldur er töluvert búið að vera í gangi á ýmsum sviðum.
En rennum okkur í leikinn og byrjum á topp fimm í heildarstöðunni:
1.sæti: Liverpool Gunnar Björnsson 1266 stig
2.sæti: Ingi United Ingi Þór Hallgrímsson 1251 stig
3.sæti: Team Totti Stefán Guðberg Sigurjónsson 1250 stig
4.sæti: Fimleikafelagid Sigurður Björgvinsson 1245 stig
5.sæti: FC Allra Gísli Aðalsteinsson 1242 stig
Held svei mér þá að hér séu ansi mörg ný nöfn í toppslag. Er allavega handviss um það að efsta liðið er ekki vant að vera á toppnum, kannski líkt og “orginalinn”. Það gladdi mitt hjarta mjög mikið að geta skrifað stöðutöflu með Liverpool í efsta sæti – takk fyrir það Gunnar Björnsson!
Það er svo með miklum semingi að ég skelli hér inn stöðu pennanna á kop.is, af augljósum ástæðum!
1.sæti: Kristján Atli FC 1132 stig
2.sæti: Babu 1055 stig
3.sæti: Södermalm United (EÖE) 1046 stig
4.sæti: Pass&Move (SSteinn) 1036 stig
5.sæti: Sandur_FC (Magg) 1012 stig
Næst kíkjum við á þá leikmenn í raunveruheiminum sem best standa sig.
Annars er þráðurinn opinn, það er lítið nýtt í slúðrinu, enn verið að tala um Jelavic sem Kristján benti okkur á síðasta laugardag, en annars er lítið bitastætt í leikmannaslúðri hingað til.
Reyndar er á sumum síðum talað um að skoðað verði í dag hvort Lescott og/eða Balotelli muni lenda í vanda vegna atvika í leik helgarinnar og þá líka hvenær þeir yrðu dæmdir í bann.
Víst það er opinn þráður langar mig að biðja ykkur um að laga eitt. Það að maður þarf alltaf að fara í ‘edit post’ um leið og maður er búinn að pósta honum hingað, til þess að setja bil og raða upp póstum upp á nýtt svo hægt sé að lesa hann :)Ætla að hafa póstinn eins og hann kemur þegar maður ýtir á ‘Post Comment’. Hann var semsagt settur upp þannig að hægt var að lesa hann.
Ef þú ætlar að laga póstinn hjá þér þá máttu endilega breyta hjá þér byrjuninni í eitthvað svona.
Fyrst að það er opinn þráður. 🙂
Ekkert að þakka!
Haha nei Ásgrímur ég sagðist Ekki ætla að breyta póstinum svo að þeir gætu séð hvernig þetta er 😉
En biðst samt afsökunar á þessu, á greinilega að vera ‘Fyrst’ ekki ‘Víst’ 🙂
Mér er spurn. Erum við að gera góð kaup með því að fá þennan Texeira (afsakið stafsetningu ef hún er röng) til klúbbsins? Mér sýnist á öllu að það sé bara verið að ganga frá þessum kaupum á næstunni.
Hér er smá samanburður á milli þessa tímabils og síðasta tímabils. Í 22 leikjum við sömu lið og búið er að spila við núna (liðum sem féllu skipt út fyrir lið sem komu upp) náðist í 36 stig. Liðið er með 35 stig núna !Félagið er semsagt stigi á eftir síðasta tímabili, suma af þessum leikjum stjórnaði Hodgson og í sumum þeirra var Dalglish tekinn við.Miðað við þá fjárfestingu sem búið er að setja í liðið þá finnst mér þetta ekki ásættanlegt. Það er klárt mál að heimavöllurinn er að setja stórt strik í þennan samanburð enda er hann búinn að vera ömurlegur fyrir okkur á þessu tímabili en maður hefði haldið að Dalglish myndi nú amk ná að bæta liðið frá því í fyrra.Ekki túlka þetta sem svo að ég vilji Dalglish burt, auðvitað tekur tíma að spila þessa nýju menn saman, Gerrard hefur lítið verið með það sem af er, Lucas í meiðslum núna o.fl. Það er klárlega mun skemmtilegra að fylgjast með Liverpool á þessu tímabili en í fyrra en því miður hefu frábær spilamennska oft á tíðum ekki skilað stigum í hús. Treysti Dalglish til að laga það !
Varðandi samanburð við síðasta ár, ber fyrst að líta á það að liðið hefur oftast (undantekn. Tottenham, Man. City og Bolton) stjórnað leikjum, skapað sér því sem nær alltaf fullt af færum en ekki nýtt þau. Ég líki því ekki saman við hvernig þetta var í fyrra.Síðan misstum við Lucas Leiva í meiðsli sem hafa haft mjög slæmar afleiðingar fyrir liðið í ofanálag við að missa Suarez í bann. Endurkoma Gerrard eftir rúmlega eins árs fjarveru vegna meiðsla ( að frátöldum leikjum á stöku stað), hefur ekki dugað til að bæta fjarveru hinna tveggja.Þegar markaskorunin lagast, hvort sem það er við endurkomu Suarez, með því að Carroll, Kuyt eða hvað þeir heita allir hrökkvi í gang, eða kaupa á nýrri/nýjum markaskorurum, þá mun þetta lagast. Ég hef fulla trú á að við náum að lyfta okkur, því þrátt fyrir að hafa ekki náð að sigra litlu liðin, eða klára leiki sem við vorum mun betri aðilinn í, þá erum við ennþá ekki það langt frá 4. sætinu að það sé rétt að afskrifa það, svo lengi sem mörkin fari að detta inn.Það eiga án efa eftir að gerast einhver skemmtileg tíðindi næstu 8 daga sem lyfta okkur og liðinu upp.WALK ON!
Ég held að þessi Jelavic sé ekki skref í rétta átt. Gott og vel han hefur skorað að ég held 46 mörk í 64 leikjum, en ég get ekki séð að það sé stórt afrek þegar að þú spilar fyrir annan af stóru klúbbunum í Skotlandi. Áður en að hann kom þangað var hann búinn að skora 36 mörk í 128 leikjum í Króatísku, Austurrísku og Belgísku deildunum. Ég myndi segja að þetta sé bara annað Milan Jovanovic mál í uppsiglingu. Það að QPR og West Ham séu að sækjast eftir honum finnst mér segja meira en mörg orð og ætlast ég til að við séum að berjast við aðeins stærri lið um þá menn sem að við þurfum.
Sælir félagarÉg vil taka undir með Ólapriki sem skrifar fyrsta póst hér. Þessi annmarki verldur mér pirringi og svo virðist vera um fleiri. Endilega lagið þetta svo kommentin komi ekki í einni svkalegri belju sem enginn nennir að lesa. Ég set skil á þetta með tvöföldu línubili og sjáið hvernig þetta litur út. Ha?Það er nú þannig.YNWA
Ef að lið af þeirri stærðargráðu og Liverpool ætlar sér einhverja hluti þá er ekki nóg að eiga Suarez (8 leikja bann) og Carrol til þess að sjá um að skora mörkin.
Vi’ð þurfum að fá inn annan sóknarmann (gömul tugga) sem setur meiri pressu á hina leikmennina, Kuyt er ekki að gera það fyrir okkur lengur.
Svo er eitt sem ég bara skil ekki, af hverju geta ekki þjálfarar Liverpool keypt kantmenn til liðsins ?
Houllier, Benitez, Hodgson og svo Kenny hafa ekki verið að versla þessa menn fyrir utan kannski Kewell, Riera og Downing. Það eiga flest liðin í Ensku deildinni betri kantmenn en við höfum átt.
Ég er kominn með nóg af þessum vinnuhestum sem Liverpool virðist alltaf sækja í og núna er bara kominn tími á léttleikandi snögga og tekníska kantmenn með gríðarlegan hraða.
Ég biðst afsökunar á þessari belg og biðu hjá mér. En ég er sammála Viðari að mörgu leyti og samanburðurinn sem ég gerði sýnir auðvitað bara úrslitin og stigin svart á hvítu. En engu að síður þá eru það úrslit og stig sem skipta máli í boltanum, þó vissulega sé allt bjartara hjá félaginu núna en fyrir t.d. rúmu ári síðan.
Nr. 5
Hvar hefur þú séð þetta?
Hvaða rugl er eiginlega í gangi með þetta enter-dótarí? Alveg ferlegt.
Þetta er nú ekki alveg rétt með stöðuna í Fantasy… en skiptir ekki öllu 🙂
Furirgefiði fávisku mína en ég er nú tiltukega nýr á síðunni og langar að vita meira um þessa “fantasy” daild hjá ykkur ?Er hún stofnuð af kop.is ?eða er þetta e’h ensk deild eða þannig ?
Balotelli á leið í bann fyrir að dansa steppdans á höfðinu á Scott Parker. Fjórir leikir segja þeir, hann hefur séns til að áfrýja fram til kl. 18 á miðvikudag. Kjósa hann að gera það ekki verður hann í banni gegn okkar mönnum í bikarnum, annars verður dæmt í málinu síðar í vikunni. Fínt að vera laus við hann að vissu leyti, ef hann á slæman dag er reyndar fínt að hafa hann í hinu liðinu;-)
#5 Til að byrja með eykur Texeira í versta falli gæðin í varaliðinu sem hlýtur að vera bara vel viðunandi. Það er síðan ekki nokkur leið að sjá hvort þetta eru góð kaup til framtíðar á þessu stigi, hvort hann verði næsti Anthony Le Tallec eða Deco og tíminn verður bara að leiða það í ljós.
Þessi van Wolfswinkel er áhugaverður kostur og Milos Krasic er alltaf í umræðunni líka.
Jahérna, það segir kannski allt sem segja þarf um stöðu félagsins þegar helstu keppinautarnir á leikmannamarkaði eru lið á borð við West Ham.Svo er þetta athyglisvert komment hjá Kenny svona í ljósi óánægju manna með Downing:http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/01/21/stewart-downing-will-be-a-star-for-liverpool-fc-says-kenny-dalglish-100252-30167724/
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/01/23/liverpool-fc-deny-they-are-leading-nikica-jelavic-chase-100252-30178868/Ætla rétt að vona að Kenny og co reyni að fá betri menn. Ekki mjög heillandi að berjast við lið eins og Fulha, QPR og West Ham um leikmann
Hvað með Xherdan Shaqirihttp://www.liverpool-kop.com/2012/01/sign-him-liverpool-can-beat-gala-to.html
Held að það verði ekkert verslað að ráði í þessum glugga. Skilaði okkur nú ekkert svakalega miklu síðast. Væri samt til í Sow og Shaqiri. Betra að versla síðan eitthvað af viti eftir EM í sumar.
Einn mjög áreiðanlegur segir á Twitter að verið sé að semja við Texeira núna og að líklega fari einn ungur á láni til Groningen á móti, líklegast Eccleston.
Stephen Martin #LFC negotiating over David Texeria. Possibility of cash plus player or cash and our player on loan.
Margir að segja á twitter að samningsviðræður um David Texeira gangi vel, mögulegt kaupverð um 7m. Möguleiki á að við borgum með pening og leikmanni eða bara pening og lánum þeim leikmann.
Þetta gæti verið góður díll fyrir þá sem eiga treyjur með ónefndu nafni aftaná því hann heitir fullu nafni César David Texeira Torres 😉
Sá þetta áðan á Facebook, kannski var einhver búinn að pósta þessu hér enn :Einhver var að tjá sig við Gary Neville á Twitter og sagði blákalt við hann “english woman are ugly, otherwise you and your brother would still be virgins” 🙂
nr 21, nei það er rétt. Síðasti gluggi skilaði okkur bara einhverjum gúbba frá Uruguay!
Ég hef nú bara aldrei heyrt um þennan Texeira.
Þar sem þetta er opinn þráður þá langar mig að leggja fyrir ykkur þessa spurningu:
Er einhvernstaðar hægt að fá Liverpool fatnað, eins og t.d. boli, peysur annarsstaðar en á rándýrum slám Jóa Útherja?
Strákurinn minn er alltaf að biðja um Liverpool peysu og hefur jafnvel gengið svo langt að fara í Liverpool nátttreyjunni í leikskólann (harður Poolari drengurinn)
Ég er ekki að tala um búninginn sem slíkan, heldur allan annan fatnað?
Hafliði. Ég átti leið um outlet markaðinn á korputorgi um daginn og þar er hægt að versla allann fjandann á börnin og fullorðna í þessum efnum….. allt frá treyjum niður í sokka.
Þetta eru náttúrulega “feik” vörur svo ekki halda að þú sjáir þetta hjálpa til við leikmannakaup en er fyrir vikið á mjög viðráðanlegum verðum.
Takk fyrir þetta Carlito. Fer í dag og ath með þetta : )
jæja.. er ekki leikur a morgun
Jú.
Ein smá pæling hérna megin….
Eftir að nýju-kanarnir tóku við af gömlu-könunum, var aðeins að spá í með leikmannakaup síðan þá.
Sko bra í sambandi við fjárhæðir og þannig, við erum búnir að selja leikmenn að mér skilst fyrir um 85 milljónir punda og kaupa leikmenn fyrir um 110 milljónir punda, ef mar lýtur á það þannig þá erum við bara búnir að eyða skitnum 25 milljónum punda í leikmenn í 3 gluggum( ef enginn verður keyptur núna )
Það er anskotinn ekki neitt.
Þetta eru ekkert heilagar tölur, heldur bra sem mar heyrir í fjölmiðlum, (TORRES 50, BABEL 8, MIRELES 12) OG ( CARROL 35, SUAREZ 26)
Áttu þetta ekki að vera moldríkir gaurar sem voru að taka við klúbbnum, hvernig væri nú að rífa upp veskið og kaupa eins og 2 til 3 menn AML-DM OG ST og hirða þetta blessaða 4 sæti
til hamingju með afmælið luis suarez
Nr.33
Finnst þér svona leiðinlegt að eyða litlu?
Þetta í sambandi við peningaeyðslu eigenda í leikmenn þá megum við ekki gleyma því að þeir borguðu upp flestar skuldir fyrri eigenda (að mig minnir) og það voru ekki svo litlir fjármunir (leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér)
Er einhver möguleiki á að einhver snillingurinn hérna inni væri til í að deila því með mér hvað er að gerast í leikmannakaupum í herbúðum Liverpool.Hvernig er staðan á Teixeira?Heyrði að Granero gæti komið að láni til okkar, vitið þið eitthvað um það?Kannski að einhver hér inni sé með netsíður hjá sér þar sem eitthvað er fjallað um leikmannakaupin okkar
Það er smá ruglingur í gangi með þessa leikmenn sem að Liverpool eru að elta. Sá sem er samlandi Suarez og Coates er 20 ára sóknarmaður sem heitir César David Texeira Torres og er að spila í Hollandi fyrir lið sem heitir Groningen.
Það er talað um að Liverpool séu að reyna að fá hann fyrir um 7 miljónir en eitthvað er verið að ræða um að hann gæti átt erfitt að fá atvinnuleyfi í Englandi.
En hinn er 18 ára miðjumaður sem Liverpool er talið vera að eltast við er að spila í Portugal fyrir Sporting og sá heitir João Carlos Teixeira og sagt er að liverpool séu að reyna að fá hann fyrir 850 þús pund.
Sem sagt við gætum fengið bæði Texeira og Teixeira, Ef það á ekki eftir að skapa rugling.
var að sjá þetta frá
LFC Transfer Speculations (getið addað á facebook)Jeremy LFCBREAKING: El País and Ovación are stating #LFC and Groningen are close to a £9million “resolution” for David Texeira.hvernig líst mönnum á þetta ?
Þar sem þetta er opinn þráður langaði mig að koma inn á allt annan hlut en það sem verið er að tala um hér að ofan. Hér hafa margir sagt að þeir vildu fá að sjá meira af ungu strákunum í aðalliðinu og þeir ættu að fá sénsinn og þess háttar.
Nú hef ég aðeins verið að horfa á LFCTV og séð nokkra leiki bæði með varaliðinu og eitthvað örlítið með U18 og ég verð bara að segja að ég langt frá því að vera eitthvað yfir mig hrifinn af því sem er í boði þar. Sterling er vissulega efnilegur en minnir mig eiginlega bara á SW Phillips en vonandi á hann eftir að verða góður. Síðan er einhver sláni þarna fram sem heitir Ngoo eða eitthvað álíka og hann er svona samblanda af Heseky og Crouch nema bara ekki jafn góður og þeir í fótbolta.
En nú eru sennilega menn hér sem hafa séð meira til þessara liða en ég og geta líklega sagt mér hvort það sé eitthvað að sækja úr þessum liðum. Núna er ég að fylgjast með Liverpool – Blackburn og staðan er 2-3 í hálfleik tvö marka Blackburn hafa komið eftir skelfileg varnarmistök. En endilega þeir sem eru mikið að fylgjast með þessu segið mér hvort það sé eitthvað af góðum leikmönnum þarna.
Eru menn með frómas í hausnum ?Nýjir eigendur fengu frábært þjálfarateymi, eru að byggja upp spennandi leikmannahóp, gerðu stærsta treyjusamning sem sést hefur á Bretlandseyjum, eru að fara að byggja nýjan völl, það er verið að eltast við spennandi leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér ekki útrunnar gamlar pylsur. Held að menn eigi að hætta þessari neikvæðni og leyfa tímabilinu að klárast, get ekki séð annað en að þessir menn standi við sínar áætlanir og loforð og það er bara frábært. Í seinasta janúarglugga fengum við einn mest spennandi leikmann Evrópu í Suarez og mér finnst liðið bara vera á uppleið.Núna eru menn brjálaðir afþví að við erum ekki í evrópusæti þegar að tímabilið er hálfnað, það er langt eftir og allt getur gerst þannig að ég ætla bara að vona það besta og hvetja mína menn þegar þeir slá City út annað kvöld.YNWA
Ég er alveg hjartanlega til í þennan Texeira hjá Groningen. Þurfum striker og hann fittar billið ágætlega, að því er manni skilst. 20 ára gamall og spólgraður.Alltaf gaman að sjá menn stinga upp á að kaupa AML, STC, WBL, DM(C), það sem gengur í Football/Championship Manager gengur ekkert alltaf upp í raunveruleikanum. Ef svo væri er ég hræddur um að To Madeira og Orru Freyr Hjaltalín væru ofurstjörnur.Varðandi nýju mennina þá sagði Kóngurinn mér að vera rólegur og gefa þeim tíma. Þegar Kóngurinn talar, þá hlýði ég.
Fá Ibrahim Afellay frá Barcelona, snilldar leikmaður sem fær nánast ekkert að spreyta sig hjá þeim. Þeir keyptu hann fyrir lítinn pening 3.mill.pund ef mig misminnir ekki og það væri örugglega hægt að fá hann á ekki svo mikið meira. Væri alveg frábær á hægri kant hjá okkur (getur reyndar leyst fleiri stöður frammi).