Liðið sem við þekkjum sneri aftur í dag og náði í þau úrslit sem þurfti gegn Manchester City í hörku leik sem var allt of spennandi. Þetta þýðir að Liverpool er aftur á leiðinni á Wemley og það í fyrsta skipti á þessari öld.
Dalglish hafði ekki úr neinum djúpum miðjumanni að velja fyrir þennan leik, Lucas og Spearing eru meiddir og valdi því að fara inn í þennan leik með þrjá á miðjunni og tókst það vel.
Byrjunarliðið var svona:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Kuyt – Henderson – Adam – Downing
Gerrard
Bellamy
Bekkur Doni, Kelly, Carroll, Maxi, Coates, Carragher, Shelvey.
Leikurinn var spilaður á nokkuð rólegu tempói í fyrri háfleik þar sem City var meira með boltann en Liverpool var liðið sem sótti mun meira og skapaði hættulegu færin. Fyrsta færið kom á 4.mínútu þegar Jose Enrique fékk boltann óvænt í dauðafæri og átti ágætt utanfótarskot sem $%##%$% Joe Hart varði, óþolandi markmaður með öllu og sá lang besti í Englandi á þessu tímabili.
Lið Man City inniheldur tvo af mínum uppáhalds leikmönnum í enska boltanum, Balotelli og Stefan Svavic, sá síðarnefndi var með í dag og einfaldaði það töluvert allann sóknarleik okkar manna án þess þó að við næðum að nýta það nægjanlega vel. Reyndar var Charlie Adam ljónheppinn á 18.mínútu að fá ekki dæmt á sig víti eftir að hann sparkaði Dzeko niður inni í teig en við sluppum með skrekkinn þar.
Á 31.mínútu skoruðu þó gestirnir og til að sýna hversu gegn gangi leiksins það mark var þá var það Nigel De Jong sem skoraði með mjög flottu skoti fyrir utan teig upp í markhornið, óverjandi fyrir Reina. Bölvaður grís reyndar hjá De Jong sem rann í skotinu sem sveif engu að síður svona glæsilega í markið.
Steven Gerrard var alltaf að fara vinna þennan leik og hann jafnaði metin af öryggi eftir vítaspyrnu sem dæmd var er Richards varði boltann með hendi innan teigs. Agger átti þrumuskot sem fór í Richards og þaðan í höndina á honum. Fyrir mér var þetta víti enda fór hann eins og markmaður í tæklinguna.
Staðan 1-1 í hálfleik og því verr og miður fór Savic útaf fyrir Aguero. Savic valdi kannski að fara til City í fyrrasumar en hann stóð sig engu að síður vel fyrir Liverpool í dag og hefði átt að fá meiri tíma í sóknarleiknum hjá okkur.
Seinni hálfleikur byrjaði vel og Liverpool var mun líklegri til að skora fyrstu 20.mínúturnar. Þá fór liðið aðeins að bakka og að manni fannst gefa eftir í pressunni og nánast um leið settu City menn annað mark. Kolorov braust upp kantinn og sendi þaðan fyrir mark Liverpool þar sem Agger steingleymdi sér í dekkningunni og Edin Dzeko gat ekki annað en potað boltanum í autt markið. 1-2 og útlitið ekki gott og danski miðvörðurinn brjálaður út í sjálfan sig.
Aftur svöruðu okkar menn frábærlega og rúmum fimm mínútum eftir mark City var Bellamy búinn að jafna með mjög góðu marki. Kuyt sem var mjög góður í dag fann Bellamy í teignum, þar sendi hann á Johnson og fékk boltann aftur áður en hann setti hann í netið framhjá Joe Hart. Persónulega var ég farinn að halda að Liverpool gæti ekki skorað fram hjá Hart úr „open play“ og datt með þvílíkum glæsibrag í stólum er ég reyndi að fagna markinu.
Staðan því 2-2 og 3-2 samanlagt og þannig náðu okkar menn að halda henni allt til loka og bóka ferð á Wembley þar sem við mætum Cardiff! Óneitanlega spurning um að færa þann leik bara aftur til Cardiff reyndar upp á ferðalög og svona, en pant ekki segja Steven Gerrard frá þessari hugmynd. Hann hefur aldrei spilað með Liverpool á Wembley (svo ég muni) og það er kominn tími til.
Aron Einar leikmaður Cardiff sagði á Twitter í gær að City væri óska mótherji í úrslitum og ég skil hann vel. Blessunarlega gekk það ekki eftir.
Flottur leikur hjá okkar mönnum og algjörlega frábær ef við miðum við síðustu leiki. Reyndar óþolandi að fá á sig 2 mörk eftir tvö skot á markið en liðið hafði karakter í það í dag að koma tvisvar til baka og það gegn moldríku Man City sem hefur verið í banastuði, það sýnir að það er ennþá karakter í þessu liði.
Maður leiksins: Það koma nokkrir til greina í dag. Martin Skrtel er að spila mjög vel allajafna á þessu tímabili og var mjög öflugur í dag. Gerrard fékk tvo með sér á miðjuna og þannig virkar hann best og Liverpool vann miðjubaráttuna í dag. Dirk Kuyt var að spila sinn besta leik í vetur og líktist sjálfum sér í dag. En minn maður leiksins er alltaf Craig Bellamy sem fékk standandi lófaklapp frá öllum viðstöddum er hann yfirgaf völlinn í dag. Hann hefur hraðann sem við verðum að fá meira af í okkar lið, hann var stöðugt ógnandi gestunum og það var hann sem kom okkur á endanum á Wembley.
Deildarbikarinn er ekki stærsti bikarinn í boltanum, en einhversstaðar verðum við að byrja og hefðir þú boðið mér þetta, bara einhvertíma á síðasta tímabili hefði ég tekið því.
Næst er það FA Cup og hitt (litla) liðið frá Manchester borg, bring it on.
Wembley er tilbúinn og hlakkar til að fá Liverpool
JÁÁÁÁÁ!
Þetta er svo mikilvægt. 16 ár síðan liðið spilaði síðast á Wembley (ótrúleg staðreynd), 5 ár síðan liðið spilaði síðast úrslitaleik í einhverri keppni og 6 ár síðan liðið vann síðast titil.
Þetta er ekki endirinn á einni bikarkeppni heldur BYRJUNIN Á BJARTRI FRAMTÍÐ. Þetta lið getur bætt sig verulega en hingað erum við komnir og því skal bara fagnað í kvöld!
Wembley, here we come!
Alveg búinn að gleyma hvað þetta lið heitir sem við vorum að spila á móti 🙂
Magnaður leikur og sem betur fer mikil breyting á hugarfari frá síðasta leik. Bellamy er bara drulluflottur gaur og maður leiksins ef það má taka einn út.
Nú er bara að slá út hitt Man liðið um helgina.
Rock on!
Jæja, núna koma allir gullfiskarnir sem vildu Kenny burt og flesta leikmenn selda í síðustu viku hingað inn og hrósa liðinu og segja það besta lið í heimi. Adam verður ekki lengur versti leikmaður á Englandi, Downing er alltí einu góður og Henderson mesta efni í heimi.
En flottur leikur
Smá mynd fyrir gullfiskana
http://27.media.tumblr.com/tumblr_lu7jiodbms1qd0p90o1_500.jpg
Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum að slá út Englandsmeistaraefnin í City!Úrslitaleikur á Wembley staðreynd, í dag er ástæða til að gleðjast, og gleðjast svo aukalega yfir því að Bellamy er leikmaður Liverpool : )
Rosalegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bellamy góður Svo vinnum við man u á laugardaginnTöpum svo fyrir einhverju rusl liði eftir það. Þannig er það nu bara.
Allar neglur búnar. Frábær tilfinning ! ! Nú er bara Skál fyrir wembley ! !
Flottur leikur, Man City eru einfaldlega skíthræddir við okkur. Sást vel í viðtölum fyrir leikinn. Einfaldlega afburða vinnsla í liðinu í kvöld og Bellamy alveg frábær.
Menn sjá kannski núna að Dalglish getur skilað titlum og stýrt liðinu rétt í erfiðum toppleikjum. Leikmenn hætta vonandi við að fara í önnur lið þegar þeir kynnast hversu yndislega gaman er að vinna titla fyrir Liverpool. Bara möst að vera ekki með neitt helvítis vanmat á Wembley og klára dæmið.
Ekkert nema jákvætt, góð frammistaða og frábær úrslit! Áfram Liverpool.
Snilllllld!þökk sé guði fyrir Bellamy! Nú er bara að koma dollunni í hús, það hefur margfeldisáhrif að VINNA bikar og mun smita út frá sér innan liðsins :)Til hamingju allir nær og fjær!
Èg vona ad allir 140 sem tjàdu eftir bolton tapid commenti líka nùna. Fràbær leikur hjà fràbæru lidi
SNILLINGAR… Frábært sigur og nú er bara að klára dæmið á Wembley 🙂 p.s. takk fyrir Bellamy 😉
Ég giska að það komi allavegana eitt comment frá stuðningsmönnum united ” Já en þið vinnið aldrei litlu liðin.. er Cardiff ekki eitt af þeim?”Þá segjum við.. “Nei þú lítur vitlaust á þetta.. Við vinnum alltaf litlu liðin en töpum stundum á móti þeim sem telja sig minni..” :)Flott hjá KK að koma okkur á Wembley, nú er bara að klára dæmið og skila dollu í hilluna á Anfield!! YNWA
Góður leikur og Glæsileg úrslit en guð min góður hvað Adam er samt alls ekki að gera gott mót.
Reporter: “What did you think of the penalty decision?” Dalglish: “What do you mean?” Reporter: “The handball” Dalglish: “Exactly”
“If Man City have got any other players like Craig Bellamy they don’t want, I hope they’ve got my number.” – Kenny Dalglish
JESÚS, HVAR ER RAFA? Henderson verstu kauptímabilsins, DOWNING? ADAM? HVAÐ ER AÐ ÞESSU LIÐI? KD BURT!!_WEMBLEY_
Enn eitt jafnteflið á heimavelli…
🙂
Flott jafntefli og frábær barátta hjá okkar mönnum, gerir tapið gegn Bolton ennþá grátlegra svo ekki sé nú minnst á öll jafnteflin á Anfield í vetur.Núna er bara að krossa fingur að liðið fari að sýna sama hjarta í þeim leikjum sem eftir eru á þessari leiktíð, en ekki bara gegn stóru liðunum því ef við gerum það ekki þá erum við áfram í sömu skítamálum og við vorum fyrir þennan leik !
Sælir félagar
Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy Bellamy. Þarf nokkuð að segja meira?
Það er nú þannig
YNWA
Vá ég var svooo glaður! Bellamy var svo frááábær!! Sáuð þið drenginn með sprettina sína útum allann völl og það framm á síðustu sek, Vörn>Sókn aftur Vörn.. Svakalegur!
Áttum leikinn gjörsamlega og rétt úrslit hefði verið 3-0.
En gaman af spennuni, allavega því við komumst á..wait for it… WEMBLEY!!!!!!
Glæsilegt alveg hreint, segi það sama og Kristján í fyrsta comentinu, þetta er svo mikilvægt, þetta er upphaf af framtíðinni!
Vona bara að við spilum eins á móti Cardiff, en ekki eins og oft áður á móti minni liðunum, trúi ekki öðru þegar það er bikar(framtíð) í húfi.
WEMBLEY BABY!! YNWA! IN KING KENNY WE TRUST!!!
Ps. Ætla ekki einu sinni að biðjast afsökunar á öllum þessum upphrópunar merkjum! Enda er ég öskrandi þegar ég skrifa þetta…
Djöfull fæ ég ræpu á að hlusta á grenjandi Ítala, Mancini var náttúrulega að grenja yfir vítinu eftir leik. Ok ok, maður hefur svosem séð augljósari víti, reglurnar eru skýrar ef að höndin er ÚT frá líkamanum og breytir stefnu boltans þá á að dæma víti. Auðvitað fer boltinn fyrst í fæturna en það er ekki nóg að mínu mati.
Svo vælir hann yfir því að þeir hefðu átt að fá víti í fyrri hálfleik, sko ég er einn af þeim sem segir að við vorum heppnir að fá ekki á okkur víti þar, en svo er ég búinn að sjá þetta aftur og aftur, Dzeko er við hliðina á Adam og teygir bífuna fram fyrir Adam. Auðvitað er ég með Liverpoolgleraugun á mér en mér finnst þetta eftir á að líta vera kanski ekki þetta pjúravíti eins og Mancini vill vera af láta. Af hverju getur hann ekki bara sagt til hamingju, þið áttuð þetta skilið eins og Joe Hart sagði svo rétt á eftir. Mancini er fífl!Til hamingju strákar og stelpur YNWA
Allir lögðust á eitt og úrslitin eftir því. Gott jafntefli á heimavelli þar sem eins og vanalega markmaðurinn Joe Hart næst besti maðurinn á vellinum á eftir Bellamy. Mikill munur á mótiveringu og menn greinilega klárir í þetta. Góð framför frá síðasta leik klárlega. Og já Wembley at last.
Guð minn góður hvað Stevan Savic er ótraustur varnarmaður……og djöfullsins LEGEND er Bellamy!
Frammistaða Bellamy í kvöld er með þeim betri sem ég hef séð á Anfield lengi. Ástríða, barátta, hraði og kraftur. STÓRT HJARTA:…….djöfull langar mig á Wembley.
Savic er fæddur 1991, allt í lagi að hafa það í huga.
Annars frábærir leikir við City og frábært að Daglish sé á leið á Wembley
Ég er enn að bíða eftir fyrsta United manninum sem kemur hérna vælandi inn yfir því hvað þetta er léleg og lítil keppni osfv…. vilja ekki öll lið vinna alla leiki? Og komast í úrslitaleiki og vinna titla? Fu*k off!Frábær úrslit og lyftir brúninni á okkur stuðningsmönnum!
Sáttur með KD fyrir að hafa hraunað yfir liðið fyrir endalausa meðalmennsku, bar greinilega árangur í kvöld og vonandi er þetta það sem koma skal en ekki einhverjar eilífar afsakanir fyrir slakan árangur.
Við erum að fara á WEMBLEY!
Ölvaður af gleði, brosi hringinn í kringum kollinn.
Bara eitt sem rennur í gegnum hugann.
WE ARE BACK AT OUR SECOND HOME!
BRING ON WEMBLEY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er forréttindi að halda með Liverpool. Ótrúlegt hvað eitt lið frá bítlaborginni Liverpool hefur oft fengið mínar tilfingar til að fara afstað. Sorg og reiði í öskrandi hamingju á einni viku. Svona er þetta búið að vera hjá mér í 31 ár, frá því að hann faðir minn fór í skleysi sínu að versla leikfimis föt á drengin sinn sem var að hefja skólagöngu sína í 1 bekk. Ég get ekki hætt og vill ekki hætta. Ég elska þessar tilfinningar sem þetta lið hefur veitt mér um árin. Það er eitt sem hefur aldrei klikkað. Eftir sorgina og reiðina kemur ALLTAF spenna, gleði og hamingja eins og í kvöld. Til hamingju Liverpool menn og konur. Munið það að halda með Liverpool er forrettindi og maður á aldrei að skammast sín fyrir þennan frábæra klubb.
WHUHUHUHUHUHU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Glæsilegt en þessi sigur breytir ekki skoðun mini á því að við þurfum að versla!
Stórglæsilegur leikur og menn verða ekki mikið flottari en Bellamy, hann er eins og tvítugur graður fótboltamaður sem þráir að sanna sig en ekki 32 ára gamall maður með tjónaða leggi. Hann er alvörumaður með Liverpoolhjartað á réttum stað!
Ætti ekki að vera erfitt fyrir Dalglish að mótivera menn sína fyrir næstu leiki, hann segir einfaldlega “Gerið bara eins og Bellamy” 🙂
En að að öðru verður hægt að nálgast miða á úrslitaleikinn einhversstaðar hér á Íslandi? Eða verður farinn einhver hópferð?
Gæti ekki átt betri afmælisdag 🙂
Owen var að tjá sig;
“These Barca v Madrid games are poetry in motion. Great TV.”
Var ekki einu sinni að horfa.
Það besta við þetta er að Bellamy, ‘City reject’ið’, skuli hafa klárað leikinn En ég held við getum allir verið sammála um að City voru ‘móralskir sigurvegarar’ :p
mér fannst Bellamy ekki geta neitt í þessum leik, en hann skoraði mikilvægt mark og hann fær ”+” fyrir það. Downing hinsvegar fannst mér standa sig með príði og sýndi hvað hann getur og ég myndi velja hann sem mann leiksins.
@#3 Eg get alveg tekid undir med ther med gullfiska en Adam var helviti taepur i kvold. Taeklingin a Dzeko var a mjog grau svaedi
Eins og ég sagði áður, rautt fer Bellamy vel!
SSteinn ef þú lest þetta, þá skora ég á þig að reyna fá það í gegn að Liverpool klúbburinn á Íslandi fari ferð á Wembley! Það er möst að fara!
Og þið hinir sem lesið þetta ýtið nú á þumalinn upp svo að þetta verði gult og hann sjái þetta alveg 100%!
Stórkostlegt… Bellamy er maðurinn….Auglýsi eftir vitleysingunum sem vildu reka Kenny eftir Bolton leikinn 🙂
Mér fannst allt liðið mjög gott í dag, enginn “outstanding” og enginn lélegur. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Eins og liðið var að spila fyrr í vetur. Ég hef óbilandi trú á Henderson, sá á eftir að verða mikill leikmaður fyrir okkar lið. Adam var fínn í þessum leik með flottar sendingar. Kuyt að spila sinn besta leik á tímabilinu og líklega í sinni réttu stöðu, þ.e. á hægri kanti. Næsta leik, takk.
Northampton Town
Congratulations to Liverpool on reaching the Carling Cup final. They managed to avoid the big guns in the draw this season!!!
Fagmennska hjá þeim á Twitter 🙂
At the end of a storm……
Strákar, við þurfum að vera þolinmóðir. Það tekur tíma að snúa hlutunum við. Ég er sannfærður um að KD muni gera Liverpool keppnishæft á næsta tímabili. Þetta tímabil fer í að byggja upp lið, bæta það, safna sjálfstrausti og gera liðið undirbúið í næstu orrustu. Í dag var stigið eitt stórt skref í átt að þessu markmiði.
Til hamingju með sigurinn
Downing þurfti þetta spark í rassinn sem hann fékk frá KK í síðustu viku. Það var sérstaklega eitt atvik sem mér fannst endurspegla það; hann missti boltann frá sér, hugsaði málið í eitt sekúndubrot, vann boltann aftur af miklu harðfylgi, setti hausinn niður og brunaði upp kantinn… Adam fannst mér líka svara gagnrýni KK vel og kannski, kannski, eiga hann og Gerrard eftir að ná betur saman.
Bellamy, maður á ekki orð yfir hann, hann hljóp úr sér lungun í þessum leik. En ég er líka sammála mönnum sem segja að það sé ákaflega mikilvægt að versla í þessum glugga, þótt ekki væri nema einn sóknarmann. Það styttist vissulega í Suarez og maður getur vart beðið eftir að sjá hann, Gerrard og Bellamy saman. Og það er annað; ef úrslitaleikurinn vinnst þá er sæti í Evrópudeildinni væntanlega í höfn. Sem er gott….
ég held að 4-5-1 hafi skilað þessu ! Kuyt spilaði loksins vel! Downing skárri og miðjan aldrei eins sterk!! vona að Dalglish hvíli 442 út þetta season
Alveg frábært að sjá hversu margir hér inni eyða allri sinni orku í að rembast við að skjóta á okkur sem höfum verið gagnrýnir á spilamennsku liðsins í vetur og höfum vogað okkur að gagnrýna Kenny. KEEP UP THE GOOD WORK.Það hefur ekki verið vandamál fyrir Kenny að mótivera leikmennina þegar að við erum nokkurskonar UNDERDOGS og það breyttist ekkert í þessum leik , frábær barátta og maður hafði það á tilfinningunni allan tíman að þetta yrði okkar kvöld. Það breytir því hinsvegar ekki að við höfum ekki verið að standa okkur gegn minni liðum og ef það breytist ekki þá erum við ekki í góðum málum. Liðið þarf að fara að sýna mun meiri stöðugleika, það er ekki nóg í mínum bókum að leggja sig bara fram gegn liðum sem í þykja betri en við. Þangað til það lagast þá hljótum við efasemdarmennirnir mega viðra áhyggjur okkar hér inni því eitt er víst að af nægu er að taka .
Já flott að ná þessu en ands#$ans jojo lið er Liverpool búið að vera í vetur, vona að menn fari að spila á fullum stirk framvegis og fara að nýta hornin, PLÍS.
Hlakkar til sjá Suarez, Gerrard og Bellamy á Wembly
Segi bara þetta um þennan sigur: http://www.youtube.com/watch?v=B2gqsMD9amU
Það sem ég var ánægðastur með var þessi háa pressa allt að 80 mínútu og það að ef einhver brunaði upp kantinn þá voru yfirleitt mætti 2,3 og jafnvel 4 inní teig til að taka við sendingum. Hornspyrnunýting okkar manna er reyndar eitthvað sem þarf að fara að skoða en heilt yfir mjög sáttur við spilamennskuna.Til hamingju púllarar
Sammála 44, það er bendir hreinlega allt til þess að það henti hópnum betur að spila með einn frammi og þrjá miðjumenn. Frábært að sjá loksins almennilegan one-touch fótbolta í seinna markinu, svona á að gera þetta.Frábær sigur. Get varla beðið eftir að sjá okkar menn á Wembley.
Vel gert Liverpool menn, ég er búinn að halda með ykkur í gegnum þessa rimmu við þetta ógeðslega olíupeningafmleiks lið. Ég vil miklu frekar sjá lið með alvöru sögu vinna, heldur en eitthvað nýríkt “kaupumallaleikmenninasvohinliðinfáiþáekkilið”. Þrátt fyrir að ég sé united maður hef ég tvisvar komið á Anfield, sá preseason Liverpool Inter milan, og svo Liverpool Chelsea (1-4 leikinn). Magnaður leikvangur, synd að þið séuð kannski að flytja. Ég sá ekki leikinn, hvaða sálfræðirugl var Hart að reyna á Gerrard? Til hamingju engu að síður Liverpool menn, þið megið vinna deildarbikarinn, en vonandi er það eini bikarsigur ykkar í viðbót á þessu ári 😉
Og allir syngja saman :)http://www.youtube.com/watch?v=C7001yDqWCc
Ég vil biðja fólk hér á kop.is vinsamlegast að hætta þessu endalausa knee-jerk reaction eftir hvern einasta leik. Mætti stundum halda að Caps Lock kommentaherinn væri nýsloppinn af hæli þegar hann sveiflast á milli þess að hljóma eins og íslenskur útrásarvíkingur á 15 daga kókaínfylleríi þegar við vinnum og sögupersónu í Englum Alheimsins þegar við töpum. Svona er ekki vaninn í áratugi að Liverpool aðdáendur hagi sér.
Þessi innbyrðis togstreita “Hvar eru þessir sem gagnrýndu Dalglish eftir Bolton tapið núna?” er líka orðin ansi þreytt. Við erum allir jafn miklir Liverpool aðdáendur hérna inni og elskum þetta fótboltafélag. Svona sjálfsupphafning á heima hjá liðsmönnum Vinstri Grænna en ekki hjá okkur sem höldum með liði sem er vant að vinna stóra titla og bikara. Hættið að rífast svona endalaust innbyrðis og rífa hvert annað niður. Stóri Dómur fellur í lok tímabilsins ekki núna.
Verið málefnaleg þegar þið gagnrýnið. Fótbolti sem íþrótt snýst mikið uppá jákvæðni, liðsheild, sjálfstraust. Sýnum liðsheild hérna á kop.is og förum að hugsa eins og sigurvegarar. Áfram Liverpool.
Ahhhhhh…
http://www.youtube.com/watch?v=D_eI7bV-x6E
þá er þetta næstu helgi.
CAPSLOCK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! YNWA
Mér finnst allt í lagi að pæla í liðinu eftir hvern leik og segja ef leikmenn eru ekki að standa sig eins og gegn Bolton sem er einn versti leikurinn undir stjórn KD. Hann hraunaði yfir liðið eftir þann leik og ég held að við meigum alveg gera það sama en vera samt ekki dónó eða þannig. En eins og ég sagði í fyrra commenti þá hefur Liv, verið eins og jójó í vetur og það pirrar mig og marga aðra að spila flott á móti stórum liðum og vera oft betri en svo jafntefli eða tap á móti þessum svokölluðu litlu liðum. No 54, hvað er að því að vera svekktur og taka suma leikmen í gegn útaf lélegum leik og sumir ekki náð sér á strik í vetur og eins þegar að Liv, tapar, þegar að leikurinn á að vera unninn og það oft á heimavelli. Vonandi hefur ræða KD komið mönnum í skilning um að það þarf að vinna fyrir kaupinu sínu
Liverpool Never Walk Alone
Ndskotinn, enn eitt fokkings jafnteflið á Anfield, greit……
Hvernig næ ég mér í miða á þennan leik??
Ég sé ekki ástæðu til að menn stökkvi uppí rjáfur þótt við náum jafntefli á Anfield það vantar stöðuleika í þetta lið,meðan svo er ekki þá gagnríni ég þá miskunarlaust kk er enginn guð í mínum augum þó hann hafi verið góður í old deis.
Ennþá jafn glaður daginn eftir, bíð hryllilega spenntur eftir laugardeginum og nú er að sjá hvernig mun líta út með flug til London síðustu helgi í febrúar, á enn eftir Wembley-upplifun, hét því forðum að það yrði ekki fyrr en heimaliðið spilaði þar næst og þetta er fyrsta tækifærið.Ég elska þessa drengi sem spiluðu í gær. Alla.
Það var ómennskt að sjá Joe Hart í gær, sem gamall markmaður og markmannsþjálfari fullyrði ég að það er ómennskt að ná tveimur slíkum frammistöðum á Anfield í röð. Markvarslan hans frá Skrtel er á við allt það besta sem ég hef séð og hann leysti mörg “óeðlileg” verkefni frábærlega. Skotið frá Adam frá endalínunni, skotið frá Kuyt sem skoppaði upp af jörðinni og síðan þegar hann tók “handboltakrossinn” og varði frá Downng. Otrúleg frammistaða í alla staði, þennan leik áttum við að vinna með tveimur.
En það sýnir að mínu mati magnaðan karakter okkar drengja að lenda tvisvar undir í leik sem þeir stjórnuðu að öllu leyti en halda áfram. Þar sá ég “winners” um allan völl í stað “workers” sem við sáum gegn Bolton. Það þarf ekki að fjölyrða um Bellamy sem er stórkostlegt eintak karlmanns, hvað þá leikmanns. Ástarsamband mitt við Rafa Benitez beið hnekki þegar sá var látinn fara á sínum tíma og ég brosi hringinn alltaf þegar hann er á ferðinni. Sérstaklega var gaman að sjá að þeir leikmenn sem hann spilaði með hjá City fóru allir til hans eftir leik sýndist mér, hafa pottþétt sagt “you deserve this”! Það að hann fái svo að spila við Cardiff hlýtur bara að mótivera hann enn meir.En í gær voru allir að leggja sig 1000% í verkefnið og völlurinn auðvitað með.
Dirk Kuyt er orðinn vinur minn aftur, þáttur hans í jöfnunarmarkinu var gríðarlegur og vinnslan svakaleg. Miðjan tikkaði fínt, það var stórkostlegt að sjá Captain Fantastic taka að sér varnartengiliðsstöðuna í síðari hálfleik (þó hann hefði getað gert betur gegn Kolarov) og stýra þessu í höfn – þetta er dásamlegur drengur og þvílíkt sem það munar okkur að hann er kominn til baka.Downing, Henderson og Adam sýndu í gær á sér þá hlið að geta lagt töluvert fram í alvöru leikjum og það gladdi mig mikið. Mjög mikið. Enrique átti erfitt en kom vel upp á milli og fyrir alla þessa fjóra var leikur gærdagsins ný reynsla sem þeir munu nú byggja á.
Að sjá gleðina í andlitum leikmanna, kónginn hálfhrærðan og Anfield skoppandi af gleði sendi gæshárahúð um mig allan og sannaði það enn einn ganginn fyrir mér að það að vinna titil mun alltaf skipta meira máli í hjörtum fólks en fjórða sæti. Vissulega gefur hitt þér peninga í vasann og öryggiskennd en það að sjá eigendurna klappandi með sprengglöðum vellinum í gær dró þessa mynd allavega upp í mínum huga.Síðast þegar við fórum til Wembley var ENGINN leikmannanna með og það skrifa allir leikmenn um það að þrátt fyrir að Cardiff hafi verið frábær stemming sé það ekki hálfkvisti þess að spila á Wembley.
Það að Suarez, Gerrard, Bellamy, Reina og allir hinir nái nú þessum áfanga mun bara auka greddu þeirra til þess að ná árangri.
A Wembley final, ætla njóta þess í botn næsta mánuðinn að hlakka til!
Mikil gleði og frábært að komast á Wembley. Ég var einmitt á Wembley fyrir 3 árum síðan og sá þá undanúrslitaleikinn í FA cup á milli Cardiff og Barnsley það skemmtileg upplifin og ég get ekki ímyndað mér að vera þarna á úrslitaleik með Liverpool. Ég verð að segja að ég er hættur að lesa comment hérna eftir tap leiki enda verð ég ennþá reiðari og pirraðir þegar maður les comment þar sem menn eru að biðja um að Daglish sé rekinn eða eitthvað álíka.
Mér fannst einn galli á leiknum í gær og það var að við náðum ekki að vinna heldur gerðum enn eitt jafnteflið á heimavelli í leik þar sem við áttum að skora í það minnsta 4 mörk. City fékk eitt færi í leiknum ef ég man rétt og þeir skorðu tvö mörk. Liverpool fékk held ég 5-6 dauðafæri og skoruðu 2 mörk þarna liggur vandamál Liverpool og það er vonandi að Daglish nái að laga þetta næstu mánuðina og á næstu leiktíð. Einhver snillingurinn hérna sagði að Bellamy hafi ekki verið neitt sérstakur í þessum leik fyrir utan markið. Ég verð að spyrja þann aðila hvort hann hafi verið að horfa á þennan leik!!!!!!!!!!. Bellamy var eins og óður maður útum allan völl og pressaði varnarmenn City endalaust enda var einn varnarmaðurinn tekinn útaf í hálfleik því hann var orðinn svo stressaður að ég held að hann hafi verið fleir sendingar á leikmenn Liverpool heldur en samherja sína. Eins og einhver sagði hérna þá var Bellamy eins og 20 ára leikmaður sem var að fá sinn fyrsta séns. Kuyt var líka svakalega öflugur í leiknum og Gerrard átti góðan leik. Mér fannst líka Henderson vera mjög góður í leiknum var duglegur að pressa og átti margar góðar sendingar í sókninni. Hef mikkla trú á að þarna sé framtíðarleikmaður okkar.
Adam fannst mér ekki vera neitt sérlega góður og þá aðalega varnarlega þar sem hann var að missa boltan á hættulegum stöðum og var stundum með lélaga varnarvinnu og ákvarðanatakan oft á tíðum ekki sú besta. Downing var ágætur og vörnin var fín fyrir utan í marki 2 hjá City. Johnson var flottur náði oft að vinna vel með Kuyt og Bellamy. Ég held síðan að Reina hafi ekki þurft að fara í sturtu eftir þennan leik því hann þurfti varla verja og átti lítinn séns í þessum mörkum. En mikið verður gaman að sjá Liverpool loksins á Wembley.
Til hamingju með það Liverpool menn.
Frábær leikur hjá okkar mönnum. Áttum þennann leik þrátt fyrir að City skoraði eitthvað “freak” mark sem gerist einu sinni á leiktíð. Frábær barátta allann tímann og æðislegt að komast með þennann hóp á Wembley.Ég er líka eins og Auðunn segir, hættur að koma hingað inn eftir tapleiki. Ég veit ekki úr hvaða fylgsnum menn skríða útúr eftir tapleki en rólegir í neikvæðnina alltaf hreint. Við erum búnir að standa okkar ágætlega í vetur og þrátt fyrir allt aðeins 5 stigum á eftir takmarki okkar fyirr veturinn.
Smá off topic. Joey Barton er að verða minn maður. Lætur FA heyra það og er flottastur á twitter.Afhjúpar þetta stalíníska FA samband sem er út takti við raunveruleikann eins og aðrir einræðisherrar. Eftir leikinn í gær er mín ósk að hægt verði að kippa inn tveimur leikmönnum í glugganum sem geta hlaupið jafn hratt og Bellamy og lengi. Skokkið á Andy kallinum er alveg skelfilegt. Adam tekur svo margar rangar ákvarðanir varnarlega að það er bara hættulegt. Á meðan við eigum ekki varnartengilið mun Adam vera í vandræðum. Topp varnartengilið á diskinn minn, tveir fljótir, ósigrandi út tímabilið. Wembley verður hátíðardagur, hlakka til fullnægingar á laugardaginn.YNWA
Ég held að við ættum að spila þetta gamla góða Benitez leikkerfi sem oftast. Þrír á miðjunni og vængmenn hátt uppi á vellinum með einn frammi. Þetta nær því besta fram úr Gerrard, Henderson og Kuyt.
Auk þess virðist tempóið hækka all svakalega við það að Carroll settist á bekkinn. Drauma fremstu 6 hjá mér það sem eftir lifir tímabils eru því: Adam/Spearing/Nýr Djúpur, Henderson, Gerrard, Bellamy, Kuyt, Suarez. Downing getur svo leyst Bellamy af þegar álagið er of mikið á karlinn.
Menn eins og Kuyt virðast bara njóta sín með topp menn í kringum sig. Lítur illa út með Carroll en líður greinilega betur með fljótum vel spilandi mönnum.
Maggi #63, þú talar um að athuga með flug, þannig ég geri ráð fyrir að þú sért að spá í að fara á Wembley, veistu hvernig er best að snúa sér að því að fá miða á svona leik? Er það í gegnum liverpoolfc.tv eða eitthvað annað?
rakst á þessa miðasíðu … sel það ekki dýrara en ég stal því
http://www.livefootballtickets.com/carling-cup-final-2012-cardiff-city-v-liverpool-tickets/london-10738.html
Er ekki Suarez búinn með 8 leiki er barasta búinn að tína tölunni. 🙂
Sambandi við miða á leikinn þá sendi ég Vita ferðum e-mail í gærkvöldi, og þeir sögðu að þeir væru ekki með skipulagðaferð.
En þeir geta reddað miða ef maður vill, miðinn sjálfur er á 75þús. kr. og þau sögðu að það væri ekkert laust í flug til London um þetta leiti og að maður þyrfti þá líklega að fara til manchester með flugi og fara þaðan til London.
#70 Minnir að hann eigi 2 leiki eftir. Verður í banni þegar LFC tekur á móti Man Utd. 28.jan og Wolves 31.jan.
Kemur svo væntanlega sterkur inn á móti Tottenham
06.feb. KV JMB
OK var að vonast eftir að þetta væri komið en takk fyrir þetta Jón Marinó Birgisson.
Jááááááááá geðveikur leikur við spilum á Wembley.ótrúleg við erum ekki búinn að spila á honum í mörg ár jeeeeeeeeeeeeeeee rústum cardiff 5-0
Jááááááááá geðveikur leikur við spilum á Wembley.ótrúleg við erum ekki búinn að spila á honum í mörg ár jeeeeeeeeeeeeeeee rústum cardiff 5-0
Óli prik. Það er nóg laust í flug þarna út á þessum tíma. Kostar í kringum 50 þúsund með Express. Eitthvað meira með Icelandair. Það væri ekkert leiðinlegt að skella sér ef maður fær miða. Ég efast annars um að maður þurfi að borga 75 þúsund krónur. Þeir sem hafa keypt miða á Anfield á þessu ári ættu að eiga möguleika á því, þó það verði erfitt. Annars á ég miða á Liverpool Everton og býð spenntur eftir því að vita hvenær hann verður settur á. Ekki verra ef það verður ekki of langt frá úrslitaleiknum svo megi samnýta ferðina.
Hvað er þetta Liverpool kaupa kaupa kaupa!
Sælir drengir, er ekki kominn tími á podcast?
Momentið þegar Bellamy tapaði boltanum í einvígi við De Jong og tók hann svo hálstaki í augnabliks geðsýki en ákvað svo bara að knúsa hann er skemmtilegast atvik sem ég hef séð í fótboltaleik í áraraðir.Bellamy = Pure joy!
Í kvöld. Fylgstu með síðunni. 🙂
Flottur leikur, Bellamy hættir ekki að minna á sig!
Að hugsa sér ef það kæmi nú einn hraður center nú í lok janúar, þá værum við sko að tala um hraða framlínu
Bellamy – “Unnamed” – Downing
Væri gaman, hvað þá ef Downing næði loksins að brjóta sér leið úr meðalmennskunni – sem ég er í engum vafa um að hann á eftir að gera.
M. Sow væri drauma kaup að mínu mati, þó það sé að verða ólíklegra með hverjum deginum, gæti orðið okkar Demba Ba og ekki veitir af miðað við markaþurrðina!
Annars vill ég frekar sjá þá spara peninginn fram á sumar heldur en að punga út ofurfjárhæðum í menn sem eru ekki í toppformi og með sjálfstraustið í skýjunum.
(Já, jafnvel þó það kosti okkur meistaradeildarsæti – Því það að stunda “risky” leikmannakaup gæti ekki bara kostað okkur evrópusæti heldur líka sett strik í reikningin varðandi frekari leikmanna kaup í sumar)
Vona svo að menn láti sjá sig á Górillunni og út um allan bæ á laugardaginn og við hristum aðeins til í þessum Scumz, þó það sé ekki nema bara í stúkunni/á pöbbunum! YNWA
Frábær sigur (jafntefli), og eins og Kristján Atli segir, vonandi byrjunin á frábærum tímum hjá okkur stuðningsmönnum. Varðandi miða á völlinn þá voru ódýrustu miðarnir í gær á 213 pund, ca. 40.000 frá síðunni sem er bent á hér að ofan. Hefur eflaust hækkað síðan. Sá flugfar með IcelandExpress á 54.000 og Icelandair á rúm 60.000.Það væri auðvitað geðveikt að fara á þetta, mann hefur dreymt í tuttugu ár að fara á úrslitaleik með Liverpool á Wembley…