Reuters hafa það eftir pólskri fréttastofu að Jerzy Dudek sé líklega á leiðinni [frá Liverpool](http://today.reuters.co.uk/news/newsarticle.aspx?type=worldFootballNews&storyid=URI:urn:newsml:reuters.com:20051130:MTFH38630_2005-11-30_12-41-30_L30256650:1).
Samkvæmt blaðinu á Rafa að hafa sagt Dudek að hann vildi hafa hann áfram hjá liðinu, en að hann kæmist ekki í liðið nema að Pepe myndi byrja að spila illa eða þá að hann meiddist. Dudek fannst það víst ekki spennandi tilboð.
Dudek er undir þrýstingi í pólska landsliðinu, þar sem að varmarkvörðurinn, sem leikur fyrir Celtic hefur leikið vel og margir telja hann vera sterkari en Dudek. Varðandi fundinn með Benitez, þá á Dudek víst að hafa sagt eftirfarandi:
>”I told him that solution does not interest me. I don’t want to be counting on an injury to a colleague and that he places me in a tough situation.
>”I played most of Poland’s matches in qualifying for the World Cup but if I don’t play for my club I could wind up not going to the finals. For me this would be a disaster.”
Ég hef sagt það áður og endurtek það hér að ég tel það vera öllum aðilum fyrir bestu ef að Dudek fer. Reina hefur gert lítið til að fá mig til að breyta þeirri skoðun.
Sko, ég er viss um að Dudek fer til Benfica + peningur og við fáum Simao…. virðist borðleggjandi enda vill Koeman fá hann til sín 🙂 Líst bara vel á það, treysti Carson 100% til að vera varamarkmaður og held að það sé best að leyfa Dudek að fara þar sem hann vill það…..