Gerrard [segir að liðinu fari fram](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=330384&CPID=8&clid=&lid=2&title=Gerrard:+We+are+improving) og sé að verða betra og betra. Vörnin sé öflug og með nokkrum gæðakaupum í janúar þá sé að myndast öflugt lið. Ennfremur hrósar hann Alonso:
“It’s nice to have him back, he’s one of the best passers of the ball I’ve ever played with,”
“You know if you make the runs he’s going to get you the ball, every time he gets the ball I make a run, he doesn’t find me all the time but 90 percent of the balls he plays get there.”
Ég er hjartanlega sammála fyrirliðanum. Undanfarið spilar liðið solid bolta með öflugri vörn og nægilega góðri nýtingu til að vinna leikina. Það er langt síðan ég hef verið svona rólegur fyrir útileik líkt og í gærkvöldi.
Sumir voru undrandi yfir því að Cisse var ekki í leikmannahópnum gegn Sunderland í gærkvöldi og telja þá að sjálfsögðu að Rafa og hann séu óvinir. Rafa segir við þessu m.a.:
>”Why was he not playing? Because (Peter) Crouch and (Fernando) Morientes were playing. “
Ég vil nú síður vera að gera lítið úr þessu blessaða liverpool liði, en vil þó benda á að liðin sem þeir hafa keppt við undanfarnar vikur er beinlínis ekki að fara að blanda sér í toppbaráttuna. Eitt lið af fjórum í efri hluta deildarinnar, Man City, og án þess að hafa séð leikinn þá skildist mér af leikskýrslu á þessari síðu að liverpool liðið hafi alls ekki verið það sannfærandi, sbr:
Aston Villa eru svo í 15.sæti, Portsmouth í 18.sæti og Sunderland í 20.sæti. Það verður samt ekki tekið af þeim að 1-2 af þessum leikjum hefðu eflaust endað með jafntefli í fyrra, þannig að einhverjar framfarir hafa orðið á liðinu.
Það er bara að sjá hvort þeir nái þessu 100% recordi í febrúar og/eða marsmánuði þegar þeir mæta Chelsea, Wigan, Arsenal og Man City aftur, ásamt einhverju liði í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar 🙂
Liverpool er búið að mæta Chelsea, Tottenham, Manchester United og Middlesboro. Eina “stóra” liðið, sem Liverpool hefur ekki spilað gegn er Arsenal.
Liðið er í fjórða sæti eftir þetta.
Ef það er ekki styrkleikamerki að vinna leiki þegar liðið spilar illa, þá eru þau ekki til.
Sverrir fylgdistu ekkert með Liverpool á síðasta tímarbili ?? við vorum ekki beinlínis að rústa þessum útivöllum á móti liðum í neðrihluta deildarinnar. Þetta sýnir aðeins eitt, við erum komnir með stöðugleika og erum að spila BETUR en í fyrra.
Ansi á hann erfitt þessi Sverrir. Er ekki hægt að láta hann hafa eitthvað svo honum líði betur. En hann hefur það til síns máls að þetta eru svokölluð “minni lið” flest sem við höfum verið að vinna undanfarið nema MC. En allir ættu að sjá að framfarir eru greinilegar frá í fyrra og menn verða að þola það hvar í liði sem menn standa :tongue:
það þarf ekki snilling til að sjá að Liverpool liðinu hefur farið mikið fram, reyndar er sunderland lélegasta lið sem ég hef séð lengi, en Man city hefur staðið sig vel, sérstaklega á heimavelli, en þeir litu út eins og firmalið á móti liverpool og af hverju ætli það sé? Varnarlega er Liverpool liðið að spila frábærlega, þvinga andstæðingana einfaldlega til að senda slakar sendigar með frábærri liðsvinnu. Engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framhaldið. Varðandi Cisse þá er ég mjög ósáttur við hans “attitude” í leiknum gegn M.city og mjög sáttur að hann skildi vera skilinn eftir heima, það er bara einn sem ræður, það er Rafa!
Sammála, Hraundal.
Mér fannst reyndar Portsmouth talsvert slappara en Sunderland. Samt þurfti Peter Chech að eiga stórleik til þess að Chelsea hefðu þá 2-0.
Sammála Hraundalnum í einu og öllu. Við Sverri vil ég segja, án þess að vera með einhver leiðindi, að miðað við samsvarandi leiki í fyrra, erum við að bæta okkur um 12 stig og við erum bara búnir að spila 13 leiki!
T.d. töpuðum við í fyrra fyrir City úti, en sigrum þá í ár; 3 stig. Náum bara stigi gegn Pompey heima í fyrra, vinnum þá í ár; 2ja stiga bæting þar. Osfrv.
Er bætingin 12 stig, Guðni? Ég hef nefnilega ekki nennt að taka þetta saman. Er einhver með þetta sundurliðað? 🙂
Sundurliðun:
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=81017.0
🙂
Samanburðurinn milli ára er svona (í þeirri söð sem leikirnir hafa verið, skor LFC alltaf á undan óháð því hvort liðanna er a heimvelli):
Lið(h/ú) nú í fyrra munur alls
M?boro(ú) 0-0 0-2 +1 +1
Sunderl(h) 1-0 — 0 +1
T?ham(ú) 0-0 1-1 0 +1
ManU(h) 0-0 0-1 +1 +2
Birming(ú) 2-2 0-2 +1 +3
Chelsea(h) 1-4 0-1 0 +3
Bl?burn(h) 1-0 0-0 +2 +5
Fulham(ú) 0-2 4-2 -3 +2
WestH(h) 2-0 — 0 +2
AVilla(ú) 2-0 1-1 +2 +4
Portsm(h) 3-0 1-1 +2 +6
ManC(ú) 1-0 0-1 +3 +9
Sunderl(ú) 2-0 — 0 +9
Menn geta svo fengið aðeins aðra niðurstöðu með því að reikna inn í þetta úrslitin gegn liðunum sem féllu í fyrra og bera þau saman við úrslitin gegn liðunum sem komu upp í úrvalsdeildina. Ég sleppi þeim samanburði hér. Mér finnst reyndar áhugaverðast að Fulham er eina liðið þar sem við höfum náð verri árangri en á síðasta tímabili. Annars er árangurinn annað hvort jafn góður eða betri en í fyrra. Reyndar er rétt að hafa í huga að gengið í deildinni í fyrra var hrikalegt og samsvarandi árangur nú væri óásættanlegur.
Að hafa bætt sig um 9 stig (jafnvel enn meira ef úrslitin gegn falliðum síðasta árs eru tekin með) á fyrsta þriðjungi mótsins er óneitanlega góður árangur. Með sama framhaldi endum við með hátt í 30 stigum meira í ár en í fyrra. Það væri ótrúleg framför milli ára.
Ég sagði aldrei að þetta væru ekki framfarir, því eins og kom fram í fyrri athugasemd minni, þá hefðu liverpool líklegast gert jafntefli í 1-2 af þessum leikjum í fyrra.
Og já, hvað stóru liðin varðar, þá hefur ekki einn sigur unnist gegn þeim liðum, báðir leikirnir við bestu liðin á heimavelli (0-0 jafntefli og eftirminnilegt 1-4 tap), og jafntefli á útivelli við Middlesbrough og Tottenham.
Síðan verð ég núna að benda á, að þótt þeir séu skítlélegir þessa dagana, þá telst Newcastle sem einn af stóru klúbbunum (þeir hafa jú Michael Owen og Alan Shearer :smile:).
Ég get vel viðurkennt að liverpool liðið er betra í ár en í fyrra, því að jú Josemi er ekki að spila, þeir skiptu út Biscan fyrir Sissoko, og Reina fyrir Dudek.
En ef þeir fá 9+ stig út úr leikjunum á milli 28.des-22.jan þá erum við að tala um alvöru framfarir. En þá keppa þeir við Everton úti (Goodison Park eru nú aldrei gefin 3 stig, plús það að Everton eiga ekki að vera svona neðarlega), West Brom heima (3 stig þar), Bolton úti, Tottenham heima og Man Utd úti.
Ef út í það er farið, þá virðast fyrstu þrír mánuðirnir á næsta ári ætla að verða nokkuð strembnir hjá Liverpool. Man Utd og Chelsea á útivelli, Arsenal tvisvar, Newcastle úti, Wigan úti, Tottenham heima, Man City heima, Charlton heima. Enginn af þessum leikjum er örugg 3 stig.
Annars vil ég að auki benda á það að mér finnst liverpool liðið alltaf vera allt öðruvísi þegar það spilar í meistaradeildinni heldur en þegar þeir spila í deildinni. Virðist eins og þetta séu tvö gjörólík lið þótt þau innihaldi sömu leikmennina. Menn geta reynt að halda því fram að þetta sé út af því að það henti þeim betur að spila evrópubolta, en ef menn taka svo báða Chelsea leikina, þá fór evrópuleikurinn 0-0, en deildarleikurinn 1-4, svo að maður veit ekki… kannski eru þeir bara alltaf í svo góðu formi í um miðja viku eða eitthvað, maður veit ekki 🙂
En já… aldrei að vita nema að liverpool verði bara taplausir það sem eftir lifir tímabils… hver veit? 🙂
Við eigum nú ekki að vera henda skít í Sverri þótt hann bendi réttilega á að prógrammið undanfarið hafi verið í léttari kantinum. Ég er sammála honum í því að það sé of snemmt ennþá að hafa of stór orð um framfarirnar (sem vissulega eru greinanlegar). Í fyrra voru margir lykilmenn meiddir og það finnst mér skekkja samanburðinn. En við stefnum í rétta átt og erum mjög solid í vörninni (á meðan Skaðsemi spilar ekki) og með þétta miðju. Hins vegar eru sóknarmennirnir okkar algjör brandari sem stendur.
Við eigum ekkert að þurfa að rýna í tölur til að sjá þær framfarir sem á liðinu hafa orðið. Allt liðið er mikið betra en undanfarin ár, það sjá það allir sem eitthvað vita um knattspyrnu.
Það sem skiptir máli í þessu öllu er að liðið er á siglingu, er ekki að fá á sig mörk og er að skora. Ef þetta heldur áfram svona þá endum við í topp 2. Það er bætingin sem mér þætti best að sjá og svo væri hægt að nota dagana fram að HM til að rýna í allar þær tölur sem að leiknum snúa. Best væri ef hægt væri að rýma í bikaratölur og sjá viðbót þar!
Áfram Liverpool
Geiri