Jewell á leiðinni með sitt lið

Það er svo sem ýmislegt að frétta í dag, og þá eru Wigan-menn duglegir að koma sér í fréttir. Til dæims, þá er Paul Jewell hundfúll út í áhangendur Wigan, sem hafa gerst svo dónalegir að *gagnrýna* leikmenn Wigan-liðsins, sem hefur núna tapað tveimur deildarleikjum í röð:

>”I keep forgetting we are Wigan and we should be top of the league week in and week out,” said Jewell. “But I know some of the supporters are getting a bit anxious because we’ve lost to Arsenal and Tottenham. We’ve slipped to fifth in the league, so we are really panicking.”

Það er ekki hægt að vera ósammála honum. Við erum að tala um nýliða, lið sem var í þriðju deildinni fyrir fjórum árum, og þeir eru í fimmta sætinu, byrjuðu nóvember í öðru sætinu og eru nú þegar nánast öruggir með sæti sitt í deildinni, og í baráttu um Evrópusæti.

Hvernig er hægt að kvarta yfir því? Í fyrra var þetta hálfgerður míní-brandari í Championship-deildinni, en Wigan unnu þá deild nokkuð auðveldlega þrátt fyrir að spila jafnan heimaleiki sína fyrir hálftómu húsi. Wigan-völlurinn er fullur í nær hverri viku, en það er fyrir rúgbý-liðið sem er eitt það besta í Englandi. Knattspyrnuliðið hefur hins vegar ekki unnið sér neitt til frægðar, ekki fyrr en þeir komust upp í Úrvalsdeildina í vor og byrjuðu svo með látum nú í haust.

Og enn, þrátt fyrir frábært gengi, virðast áhangendur liðsins ákveðnir í að sýna hversu slappir þeir eru:

>”Let’s have it right. We’ve lost two games, the first against Arsenal who we pushed all the way in front of 25,000.

>Then we play Tottenham and we lose 2,500 off the gate. How’s that? How does that work?”

Heimaleikur gegn Tottenham Hotspur er greinilega ekki nógu spennandi fyrir “aðdáendur” Wigan, sem eru greinilega vanir einhverju betra í gömlu þriðju deildinni …

Annars, fyrir þá sem ekki vita, þá er Jewell Liverpool-maður í húð og hár, þannig að það verður örugglega sérstök lífsreynsla fyrir hann að leiða lið sitt út á Anfield-völlinn á morgun.

Já, og einn leikmaður Wigan mun aldrei fyrirgefa Rafa syndir sínar. Ég fíla Henchoz og er honum þakklátur, hann og Sami voru frábærir saman í nokkur ár hjá okkur, en Rafa gerði rétt í að láta hann fara. Hann var orðinn of gamall, og Carra var einfaldlega búinn að hirða af honum stöðuna. Henchoz kom alltaf fram af mikilli prúðmennsku þegar hann lék fyrir Liverpool, en virðist ekki geta þagað um það hversu stór og vondur kall Rafa sé eftir að hann fór frá klúbbnum í janúar.

Vonandi verður samt tekið vel á móti honum á Anfield á laugardag. Hann á ekkert minna skilið: frábært fagn og mikið klapp frá The Kop … og svo tvær eða þrjár straujanir frá Carra. Þið vitið að það mun gerast … 😉

4 Comments

  1. Henchoz var ágætur svosem en hann var klaufskur og seinn. Það má ekki gleyma því, og sérstaklega ekki hann, að þegar hann og Hyypia fengu á sig sem fæst mörk þá var Húlli að spila ansi varnarsinnaðan bolta. Varnarmenn Liverpool nutu góðs af því að nánast allt liðið var að vinna varnarvinnu. Þess vegna tel ég að Henchoz hafi komið vel út. En rétt er það, hann stóð sig ekkert illa en tími hans var einfaldlega kominn eins og þú segir.

  2. Henchoz stóð sig virkilega vel þessi ár sem GH stjórnaði liðinu. En Carra er klárlega betri leikmaður og frammistaða hans á síðustu leiktíð gerðu mikið meira en einungis að réttlæta veru hans í liðinu.

    En ég hugsa stundum til þess að gott væri að hafa Henchoz þegar á þarf að halda, því ekki erum við svo ríkir af frambærilegum miðvörðum.

  3. og svo tvær eða þrjár straujanir frá Carra. Þið vitið að það mun gerast ?

    Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að ég hef sjaldan séð einn hafsent tækla annan í leik, eða hvað þá mætast yfir höfuð, ef frá eru taldar hornspyrnur. Þess vegna myndi ég halda að það væri ólíklegt að Carra muni strauja Henchoz 🙂

Framfarir – klárlega!

Wigan í hádeginu á morgun!