Tottenham á morgun!

Annað kvöld spila okkar menn leik sem er að mínu mati einn mikilvægasti leikuri tímabilsins. Um er að ræða heimaleik gegn sjóðheitu liði Tottenham Hotspur í Úrvalsdeildinni. Þessi leikur hefur svona mikið vægi, að mínu mati, vegna þess að á meðan okkar menn hafa gert frábæra hluti í bikarkeppnum og leikið mjög vel á útivelli í deildinni hefur heimavöllurinn verið erfiður og liðið gert allt, allt, allt of mörg jafntefli á Anfield til að geta keppt um Meistaradeildarsæti.

Það verður að breytast, liðið verður að byrja að sigra leiki á heimavelli ef það á að eiga einhvern séns á 4. sætinu og eftir að liðið hefur greinilega fengið vítamínsprautu í kjölfar bikarvelgengninnar gegn Manchester-liðunum fyrir rúmri viku er að mínu mati nokkuð ljóst að ef liðið hristir ekki af sér slenið á heimavelli í þessum leik á morgun verður það of seint að ætla að gera það mikið síðar.

Með öðrum orðum, leikurinn á morgun er must win-leikur.

Mótherjarnir eru samt alls ekki af þeim gæðaflokki að við getum búist við auðveldum sigri fyrir fram, síður en svo. Auk þess að vera sjóðheitt lið í vetur og að spila miklu betur en jafnvel bjartsýnustu Spursarar þorðu að vona hefur liðið undir stjórn Harry Redknapp haft eitthvert ógnartak á Liverpool í deildinni. Á síðustu leiktíð töpuðust báðir leikirnir gegn Spurs, þar á meðal leikur á Anfield í maí þar sem Liverpool hafði möguleika á að stela Evrópudeildarsæti af Spurs með því einu að halda jafntefli. Í haust spiluðu liðin svo á White Hart Lane og sá leikur fór ekki vel, okkar menn máttu þola þar 4-0 tap sem er stærsta tap leiktíðarinnar.

Það verður eitthvað að breytast á morgun. Tottenham-menn eru víst með nokkra tæpa leikmenn fyrir þennan leik – Adebayor, Walker, Van der Vaart, Lennon og Defoe eru allir spurningarmerki, en ég geri ráð fyrir að megnið af þeim jafni sig og verði með og að við sjáum nokkurn veginn sama lið og hefur spilað svo vel fyrir þá í vetur:

Friedel

Walker – Kaboul – King – Assou-Ekotto

Lennon – Modric – Parker – Bale
Van der Vaart
Adebayor

Feykisterkt lið og þetta verður gífurlega erfiður leikur, það er ljóst.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Luis nokkur Suarez snýr til baka í liðið eftir níu leikja fjarveru. Við söknuðum hans gífurlega framan af leikbanninu en í síðustu 3-4 leikjum hefur eitthvað breyst og skyndilega eru menn byrjaðir að skora nóg af mörkum án hans. Steven Gerrard verður einnig með eftir að hafa misst af gegn Wolves í síðustu viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir fari báðir beint inn í byrjunarliðið, þrátt fyrir stórsigur gegn Wolves og þá staðreynd að öll framlínan skoraði í þeim leik.

Ég spái því að Dirk Kuyt og Charlie Adam víki fyrir Suarez og Gerrard og að þetta verði byrjunarliðið á morgun:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Spearing – Gerrard

Suarez – Carroll – Bellamy

Skiptið Spearing út fyrir Lucas og þá er þetta sterkasta byrjunarlið sem við gætum mögulega stillt upp. Með menn eins og Downing, Kuyt, Maxi, Adam, Shelvey, Kelly og Carra á bekknum er þetta bara feykisterkt lið og lið sem á alveg að geta staðist Tottenham snúning, sérstaklega á Anfield.

En það er eitt að segja það og annað að gera það. Á morgun hreinlega verður liðið að skila þremur stigum í hús. Enn ein vonbrigðin á heimavelli væru rándýr, móralskt séð, eftir sjálfstraustið sem bikarsigrarnir gáfu liðinu.

MÍN SPÁ: Ég er skíthræddur við þennan leik. Ég hef trú á mínu liði og mér sýnist þeir vera komnir í annan gír eftir bikarvikuna miklu, sem er jákvætt, en það er bara eitthvað við þetta Tottenham-lið. Það er alltaf einhver Modric, Bassong, Assou-Ekotto, einhver svona týpa sem poppar upp með eitthvað ruglmark sem kemur okkur í opna skjöldu og breytir leiknum þeim í hag. Í haust var það Modric með besta mark ferils síns, í fyrravor skoraði Van der Vaart fáránlegt mark á Anfield með viðstöðulausu skoti utan teigs, árið þar áður var það Bassong sem jarðaði okkur á White Hart Lane og árið þar áður skoraði Assou-Ekotto örugglega eina mark ferilsins á móti okkur.

Þeir finna bara alltaf leið til að jarða okkur. Sum lið eru bara óhappa og Tottenham er alveg klárlega vitlausabeinið okkar þessi árin.

Ég ætla samt að vera bjartsýnn. Á Anfield ríkir sjálfstraust og leikgleði eftir síðustu tvær vikur og ekki skemmir fyrir að þetta er kvöldleikur (meiri stemning á vellinum) og að Suarez snýr aftur, væntanlega dýrvitlaus eftir að hafa þurft að bíða þolinmóður síðasta mánuðinn. Svo hlýtur þessi meistaraheppni þeirra gegn okkar mönnum einhvern tímann að stoppa!

Ég spái því að við vinnum þennan leik 3-0 og Suarez skorar fleiri en eitt mark. Og hana nú!

61 Comments

  1. Nákvæmnlega. Maður gleymir seint markinu hjá Erik Edman hérna um árið sem kom uppúr engu.En ég hef trú á því að við tökum þennan leik. Væri sáttur með 4 stig úr næstu tveimur leikjum.

  2. Ömurleg tölfræðileg staðreynd.Tottenham hefur náð í 20 stig á útivelli á tímabilinu en Liverpool þrátt fyrir að vera taplausir heima eingöngu 19 stig á Anfield.Jafntefli er dýrt sport á heimavelli, verðum að vinna þennan leik og nálgast 4 sætið.

  3. Þetta er ekkert einn mikilvægasti leikur tímabilsins, heldur sá mikilvægasti. Næsti leikur er alltaf mikilvægasti leikur tímabilsins. Og alltaf er næsti leikur must-win.Leikurinn gegn Tottenham er engin undantekning. Eftir niðurlæginguna á White Hart Lane í haust þá er hér kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta það sem gerðist þar.Og eins og KAR segir, þá hefur Liverpool úr öllum sínum bestu leikmönnum að velja, ef frá er talinn Lucas. Og fjandinn hafi það, ef Liverpool tapar stigi gegn Tottenham, þá ætla ég bara að taka það sem skýrt merki um það að leikmenn liðsins eru ekki nægilega góðir til þess að vera hjá félaginu!Suarez er kominn aftur. Verður sennilega graðari en nokkru sinni fyrr, ég hef áður spáð því að hann muni sýna nýjar og miklu betri hliðar á sér út tímabilið. Hann var frábær fyrir bannið, en núna verður hann bara á allt öðru leveli. Hættan er þó sú, að hinir leikmenn liðsins haldi áfram því sem tímabilið hefur lengst af einkennst af – að láta Suarez bara fá boltann og hætta sjálfir. Vonandi gerist það ekki á morgun.Carroll og Kuyt í framlínuna fyrir mig á morgun, Suarez með þeim. Gerrard á miðjuna ásamt Henderson og Spearing/Adam. Get ekki gert upp á milli þeirra, báðir með sína kosti og báðir með sína afar stóru galla. Að öðru leyti þá er ég bjartsýnn. Spái einnig 3-0 þar sem Suarez setur tvö og leggur upp þriðja markið fyrir Henderson.Homer

  4. Verð að vera sammála, ég er skít hræddur við þennan leik. Óttast hann meira heldur en að spila á móti manchester united eða mancity á þeirra heimavelli.En vonandi að okkar menn haldi áfram góðri frammistöðu og taki öll 3 stigin, við eigum það alveg skilið..

    Ég ætla að skjóta á þetta lið:
     
    http://this11.com/topics/add/abB4eQsalj  Eða alveg eins Nema Kuyt í stað Carroll..

    Held að þessi leikur fari svo 2-2.. Carroll og Gerrard með mörkin.

    Koma svo Rauðir! 3 stig!  YNWA!

    Ps. Nei hvur fjárinn, nú þarf að fara að laga þetta ‘edit’ dæmi.. manchester united kemur ekki lengur með litlu letri!

  5. 2-0 fyrir Liverpool

    Á svo ekkert að sekta united og chelsea fyrir að hópast að dómaranum?

  6. Reikna með 0-2 tapi. Í fistalagi hafa okkar menn ekki verið að vinna marka leiki á heima velli og í öðrulagi er þettta spurs og  Harry.  

  7. Chelsea að rúlla yfir djöflana á Brúnni sem er alltaf gaman að sjá… en óneitanlega fjarlægist 4. sætið ef þetta fer svona.

  8. Howard Webb með flestar stoðsendingar United manna í dag…

  9. Flott upphitun og lýst mjög vel á liðið sem Kristján Atli spáir. Samt er mjög erfitt að taka Adam úr liðinu sem virðist vera að komast aftur í gang eftir vafasama leiki undanfarið. Væri jafnvel til í að sjá hann í liðinu á kostnað Bellamy sem myndi síðan koma ferskur inn í seinni hálfleikinn og þjarma á þreyttum King.

    Kom mér samt skemmtilega á óvart að skoða bekkinn hjá Chelsea í kvöld, Romeu og Lukaku sterkustu mennirnir þar. Lýst mun betur á bekk Liverpool, mikil gæði tilbúin að koma inná sem er ánægjuleg tilbreyting frá undanförnum árum.

    En sama hver spilar á morgun verður þetta svakalegur leikur sem ég bíð eftir með þvílíkri eftirvæntingu! Þetta verður stál í stál sem endar með eins marks sigri öðru hvorum megin, vonandi réttum megin.

  10. Liverpool yfirleitt gengið hræðilega í mánudags kvöldleikjum og Tottenham með tak á okkur enda langt langtum hraðara lið þó við séum með mun betri vörn. 

    Tottenham fer svo að dala fljótlega í deildinni eins og þeir gera alltaf í feb-maí eftir góða byrjun.Spái 2-2 jafntefli. Við jöfnum leikinn á c.a. 87mín og eigum svo sénsa á að vinna í lokin.

  11. Hef áhyggjur afþví hvað Bale á eftir að gera við Johnson, en verður vonandi einn skemmtilegasti og jafnasti leikur vetrarins hjá okkar mönnum.

  12. Ef ég væri Dalglish þá myndi ég byrja með Suarez á bekknum. Bara til að koma með smá statement með það að liðið geti alveg spjarað sig án hans, jafnvel þó hann sé til reiðu.

    En svo á hinn bóginn þá er ég ekki Dalglish.

  13. Er algjörlega sammála því að þetta er leikurinn. Ef hann vinnst blandar LIverpool sér af alvöru í keppnina um fjórða sætið, í ljósi úrslita dagsins. Ef ekki, þá er ekki öll von úti en þá verður liðið enn og aftur að treysta á aðra en sjálfa sig. Með sigri fer liðið að anda óþægilega ofaní hálsmálið hjá Chelsea og auðvitað yrði draumurinn sá að skilja Torres (sjitt hvað hann er lélegur) eftir í Evrópudeildinni og fara sjálfir í CL að ári.

  14. Líst vel á liðið fyrir utan það að ég held að Kelly ætti að byrja á morgun.Spearing verður að standa sig og anda ofan í hálsmálið á Modric,hann má ekki fá neitt pláss.tökum þetta 2-1Suarez með “late winner”:)  Y.N.W.A

  15. Kristjá Atli þetta byrjunarliðið sem þú setur upp er mér að skapi,þetta er okkar sterkasta lið fyrir minn smekk,á morgum er ekki gott að hafa hæga menn eins og Kuyt , Adam og maxi,,eins er Adam ekki nógu góður fyrir lið sem spilar eins og Tottenham þar sem miðju menn okkar þurfa að vera VEL á tánnum bæði varnar og sóknarlega.Áfram Liverpool.

  16. ég er bara skít hræddur við bale og modric…. mér er skítsama um hina gaurana… við verðum að taka þennan leik… ég segi 2-1, Carroll með bæði… í fyyrsta markinu kemur suarez og sólar alla vörnina úr skónum, skítur í stöngina… svo kemur carroll með frítt mark… í næsta markinu tekur gerrard flott horn, beint á skallan hans carrolls 2-0… en so minkar bale munin með marki aldarinar…ég held að hann stillir liðinu upp svona:http://this11.com/topics/add/abB4ionacOKOMA SVOO!!!

  17. Ef Kenny D stillir liðinu svona upp, þá hef ég ekki
    áhyggjur og er mjög bjartsýnn, 3-1

  18. hvað er langt síðan LIVERPOOL vann síðast mánudagsleik?er drulluhræddur við þennan leik og held að við náum ekki meira en 1 stigi útúr honum.

    farið nú að laga þetta edit dæmi.

  19. Eina sem ég óska eftir að sjá á morgun er hugrekki í uppstillingu hjá Kenny og að Liverpool pressi, sæki og gefi sig alla í verkefnið. Tottenham er með firnasterkt lið og sigur væri frábær fyrir okkar menn og spennan um 4.sætið yrði gífurleg. Ég ætla að vera bjartsýnn og segi að lukkudísirnar verði með okkur og sigur vinnst 4-1, Suarez 2, Carrol 1 og Gerrard víti mörkin en Adebayor fyrir Spurs í frábærum fótboltaleik.

  20. Suarez mætir allavega með ferska fætur inná völlinn eftir kærkomna hvíld, spilaði alla leiki í haust og fékk ekkert sumarfrí, fannst vera farið að draga af honum, ekki bara rasista málið sem dró af honum. Verðum að taka þetta á morgun.

  21. Mánudagsleikur og Tottenham. Mínus + mínus=plús. LFC vinnur því þetta.

  22. Ætla að koma með fáránlega spá byggða upp á leik sem ég átti við Spurs í PES 2012.  Liverpool 4 Tottenham 0……Suarez 2, Carroll 1 og Henderson 1 :)Bring it on!!!

  23. Lið sem Liverpool hefur átt í erfiðleikum með síðastliðin ár á mánudagskvöldi. Handritið boðar satt að segja ekkert rosalega gott og satt að segja er ég aldrei þessu vant með mjög óþægilega tilfinningu fyrir þessum leik.

    Ég tel að Liverpool sé allan daginn að fara að spila með þétta miðju, þrír miðjumenn (Spearing, Gerrard, Henderson/Adam). Hvernig restin verður er svo stór spurning. Það gæti komið aftur svona 3 hafsenta dæmi eitthvað en það gæti líka komið eins konar 4-3-3/4-4-2 útfærsla á þessu en það er bókað mál að Liverpool mun reyna að spila þetta þétt og gefa leikmönnum eins og Bale, Modric og van der Vaart eins lítinn tíma á boltanum og möguleiki er á.

    Hlakka mikið til þessa leiks en er satt að segja mjög hræddur við þessa viðureign. Ég kæfi samt niður ónotatilfinningar og bjartsýnilega segi ég að þetta endi 2-1 fyrir Liverpool!

  24. Ég spái því að Kuyt komi inn í stað Bellamy sem hefur spilað mikið undanfarið. Vonandi heldur hann þriggja manna miðjunni frá því í síðasta leik og að Suárez komi þá inn í vinstra megin í þriggja manna framlínu. Hann hefur spilað þar fyrir landsliðið og er fullfær um það á meðan hann fær að vera framarlega. Ég er samt skíthræddur um að við fáum að sjá eitthvað ömurlegt 442 dæmi með Suárez fremstan, kerfi sem hefur enganvegin virkað eftir að Lucas meiddist. 

  25. Ég  held að við séum aldrei að fara að spila með þriggja manna miðju í þessum leik, enda tel ég að það sé skothelt sjálfsmorð !! Við höfum ekkert við svona sterka sóknarlínu að gera ef við töpum þessum leik á miðjunni.
      Mætti ég þá hreinlega frekar biðja um fimm manna miðju, þó ég telji best að hafa fjögurra manna miðju í þessum leik.
     
    Insjallah… Carl Berg

  26. Hversu oft er fólk búið að segja hér að einhver leikur sé mikilvægasti leikur tímabilsins? Ég man eftir leikjum fyrir jól þar sem menn voru að segja að ef ekki fengjust 3 stig þá væri tímabilið búið og enginn séns og blabla. Enska deildin er maraþonhlaup, ekki spretthlaup.

  27. Ekki hef ég nú neitt sérstaka tilfinningu fyrir þessum leik.Eins og staðan er hjá okkur í dag skortir okkur eimmitt það sem Tottenham keyrir á leik eftir leik. HRAÐA.Skulum vona að þeir verði allir halltir fyrir kvöldið….

  28. Flott upphitun kristján. Hef  skrítna tilfinningu fyrir þessum leik. Spurs eru á fanta flugi vona samt að þetta detti okkar megin í kvöld. En að öðru, djöfull væri ég til í að sjá tölfræði á því hvað Howard Webb dómari hefur oft dæm afsakið gefið scums víti þau skipti sem hann dæmir leiki þar sem þeir spila heima eða að heiman. Ég meina þetta er ekki fyndið ég er ekki búinn að gleyma vítinu sem hann gaf scums í fyrra þegar þeir slógu okkur út úr bikarnum. Sjá svo þetta djók í gær á brúnni. Alveg týpískt fyrir scums að fá svona hjálp. Vona að við sjáum ekkert þessu líkt í kvöld.
    YNWA!
     

  29. Góðu fréttirnar eru þær að Howard Webb dæmir ekki á laugardaginn þannig að Liverpool tekur stig þá.

  30. Sammála því að þarna fara bestu 11 mögulegu nöfnin eins og mál standa núna, en hvort kallinn stilli svona upp veit ég ekki.

    Held að þetta leikkerfi sé líka flott að stærstum hluta og Suarez hefur oft leyst þetta hlutverk með Úrúguay en munurinn er sá að þegar því er stillt upp með LFC er krafist miklu meiri varnarskyldu á vinstri vængnum heldur en gert er hjá landsliðinu, því þar eru bakverðirnir “hnýttir niður” – nokkuð sem við höfum ekki séð svo glatt. En gaman væri að sjá karlinn reyna það, hápressa og nýta veikleika Spurs sem er klárlega varnarleikurinn.

    Svo er ég viss um að við sjáum Johnson eiga góðan leik. Hann var hvíldur gegn Úlfunum sem var mjög mikilvægt og kemur sprækferskur inn í þetta, fær góð ráð frá Comolli og pakkar honum saman!

    Mánudagsgrýlan kvödd í kútinn, 2-1 sigur og Suarez setur sigurmarkið!

  31. Og by the way, hvar er fréttaflutningur blaðanna af framkomu “plastaðdáendanna” á Brúnni í gær gagnvart Ferdinand?  Hélt ekki…..

  32. hvernig höguðu plastaðdáendurnir sér, fræddu mig þar sem ég sá ekki leikinn.

  33. Einkenni Tottenham eru hraði og sóknarleikur. Því efast ég um að hægir leikmenn byrji í kvöld, Kuyt, Adam, Kelly, Carroll, Maxi. Við verðum að vinna og ég hef trú á okkar mönnum.Spái þessu liði:Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique öftustu fimm.Downing,Gerrard-Spearing-Bellamy með Henderson örlítið fyrir framan, Henderson gæti gekið vænginn hægra, Downing vinstri og Bellamy fyrir aftan Suarez sem verður uppi á topp í 4-5-1 leikskipulagi.

  34. Maggi 39#Johnson var ekki hvíldur gegn úlfunum, spilaði hinsvegar ekki gegn manutd í FA Cup.

  35. er ég eini maðurinn sem vill sjá Kelly á móti Bale, miklu sterkari varnarlega en Johnson. gæti trúað að það væri leiðinn til að stoppa Bale. en sá sem verður í hægri bakverðinum í kvöld er rétti maðurinn í þetta því Kenny segir það.

  36. #41 Einsog goonarinn Piers Morgan orðaði það:”Outrageous that @rioferdy5 is being booed by Chelsea fans. Why? Because his brother may have been racially abused by Terry?”Ekki mjög classy hjá stuðningsmönnum Chelsea, en meh, þetta er Rio.

  37. Ég ætla allavega að vona að liðið verði líkara því sem Kristján setur upp en Sigmar nr. 22. Það lið myndi líklega tapa svona 7-0, með Gerrard einan á miðjunni. Anywho, þetta verður hörkuleikur í kvöld, vonandi náum við að vinna þetta. Lykillinn að mínu mati er að spila mistakalítið – eða mistakalaust í varnarleik og markvörslu, vinna miðjuna og nýta færin. Kannski uppskrift að sigri í öllum leikjum. Vonast eftir því að Carroll fái að byrja með Gerrard, Suarez og Bellamy fyrir aftan sig. Einn þeirra Adam, Henderson eða Spearing detta út. Ætli það sé ekki best að Adam detti út en geti komi inn ef syrtir í álinn seinni hluta leiksins. Reyndar gæti Kuyt spilað þennan leik, ekta leikur fyrir hann að brillera í.

  38. Draumar mínir segja mér að hundahvíslarinn Harry og hans ófríða föruneyti bíði afhroð á Anfield í kvöld, það renna öll vötn til Merseyside. Og það sem meira er þá mun Jay Spearing skora , hvort sem ykkur líkar betur eða verr.

  39. LFC Transfer Speculations Richard Buxton
    Big blow for #LFC with suggestions Jose Enrique will miss tonight due
    to hamstring injury. Forces unwanted defensive reshuffle for Dalglish.

    Fer þá Johnson ekki bara í vinstri og Kelly í hægri?

  40. Er mjög smeykur við þennan leik. Verð að spá 0-2 fyrir Totturunum.. því miður  🙁

  41. Hverjum er ekki skítasama þó það sé baulað á Rio Ferdinand i einhverjum skítaleik í London?   Tölum um Liverpool en ekki litla klúbba og litla menn!

  42. Menn að tala um að leiknum gæti orðið frestað vegna þoku. Hvað segja menn á Twitter?

  43. Staðfest að Harry Redknapp muni missa af leiknum vegna þess að flugi hans var aflýst. (þeas ef leikurinn fer fram)

  44. Dómarinn búinn að gefa grænt ljós og staðfesta að leikurinn er ON!

  45. Luis Suarez is on the bench for Liverpool tonight against Tottenham.While Jose Enrique is ruled out through at right back.Liverpool: Reina; Kelly, Skrtel, Agger, Johnson; Spearing, Adam, Gerrard; Kuyt, Bellamy, Carroll.

  46. Líst nokkuð vel á þetta en hefði auðvitað viljað hafa Suarez þarna inni.  Ég held að pælingin hjá Dalglish sé að Kuyt hjálpi hægri bakverði (væntanlega Kelly) að berjast við Bale….

  47. Hahahaha #51, mer synist a ollu ad thu sert sjalfur svolitill litill kall! Thetta er eiginlega bara snilldar comment hja ther hehe:)

Ýmislegt föstudags

Liðið gegn Spurs