Suarez byrjar á bekknum í kvöld og Jose Enrique er ekki með vegna meiðsla:
Liðið er svona:
Kelly – Skrtel – Agger – Johnson
Spearing – Adam
Kuyt – Gerrard – Bellamy
Carroll
Bekkur: Doni, Suarez, Henderson, Coates, Downing, Carragher, Aurelio.
Persónulega hélt ég að við værum búin að sjá nógu margar mínútur af Liverpool án Suarez en við eigum hann a.m.k. inni. Mjög vont að missa Enrique út fyrir þennan leik en vonandi að Kelly og Johnson leysi bakvarðastöðurnar.
Ég verð líklega farinn að öskra inná með Suarez eftir svona 2 mínútur og líklega á það sama við um Einar Örn og SStein sem eru mættir á Anfield í kvöld, bölvaðir.
ég er ekki frá því að maður sé orðinn svolítið stressaður fyrir þessum leik.En annars er ég virkilega spenntur fyrir því að fara að sjá sjöuna inná :o)
Verður leikurinn alveg örugglega spilaður? Maður var að lesa orðróma um þykka þoku sem gæti orðið til þess að leiknum yrði frestað.
ef planid gengur upp hjá kenny, tha fer leikurinn 0-0 frábær urslit af mati “kóngsins”
Hann verður spilaður, það er staðfest.
Ég get alveg skilið þessa ákvörðun að hafa Suarez á bekknum. Hann er ekki búinn að spila í mánuð og síðan hefur Carroll að vera spila betur með hverjum leik. Örugglega fínt fyrir sjálfstraustið hans að fá að halda áfram í byrjunarliðinu þó Suarez sé kominn aftur.
Versta finnst mér samt að menn eiga pottþétt eftir að kalla heftir haus Kenny ef illa fer í kvöld.
Er ekki hægt að sía algjöra vitleysu (sbr innleg no 3) frá á þessari annars góðu síðu?
Ok – Suarez greinilega bara þarf að vinna sig inn í liðið. Svosem ekkert sjálfgefið að droppa Bellamy, Kuyt, Gerrard eða Carroll eftir síðustu leiki, munum að það er enginn leikmaður stærri en liðið!
Bring it…
hvernig er tottenham liðið?? Lennon, vaart og adebayor eru þeir með??
Það gengur greinilega eitthvað hægt að fá byrjunarlið Tottenham í þessum leik. Ætli Harry Redknapp sé ekki búinn að senda bréfdúfuna frá London? Þvílíkur tæknikall sem hann er 🙂
Það skyldi þó aldrei vera að ég SÉ Dalglish eftir allt saman?
Tottenham – Friedel; Assou-Ekotto, Dawson, King, Walker; Bale, Parker, Livermore, Modric, Kranjcar; Adebayor.
við vinnum 4-1 gerrard carroll suarez adam og bale bekkurinn er mjög sterkur.
5-1, carrol(3) spearing (2); bale
Úff, þetta gæti orðið erfitt….gátu ekki bara Modric, Bale og Adebayor fengið flensuna sem herjar á mína fjölskyldu akkúrat núna?
Henderson á bekknum, hvenær kom það síðast fyrir???
Ég er skíthræddur við þessa uppstillingu, sérstaklega Adam og Spearing
Inná með SUAREZ.
Veit einhver hvað er að KK? Hann leit út fyrir að vera svolítið sár, og margir að klappa honum á herðarnar. Einhver með svar?
Púra fokking víti!
Er þetta Torres inná???
Mér líst annars bara vel á þá…kraftur og áræðni.
DJÖFULLI ER ÞESSI HÁPRESSA FLOTT
Og Johnson er alveg að standa sig varnarlega
er einhver með stream ?
http://www.footballstreaming.info/streams/todays-links/
Úff…. sá þennan inni hjá dvergnum.
Liverpool mark liggur í loftinu…
Inná með Suarez útaf með Kuyt
Sammála með Kuyt eigi að fara út, láta bellamy og suarez flakka á milli kanta, kuyt hefur verið hægur og með slakar sendingar þótt hann hafi verið vel staðsettur nokkrum sinnum.
kuyt er búinn að standa sig mjög vel í kvöld.Maður hefur ekki séð hann bale í leiknum.Býst við að suarez komi inn fyrir bellamy ……
Suarez fékk 3 aukaleiki í bann fyrir að kalla köttinn pussy
Hvort eru menn að púa eða gera apahljóð þegar Bale fær boltann?
Menn eru ekki mættir til leiks í seinni hálfleik, hvað er Kenny eiginlega að spá Suares inn núna fyrir Kuyt ,
http://twitter.com/catanfield
Kelly góður… óþarfi hjá Sky Sport að minna á að Liverpool vann titilinn síðast árið sem Kelly fæddist.
sjá Suarez hann er tvær sekúndur að setja mark sitt á leikinn
Endalaust af misheppnuðu sendingum og þá sérstaklega það sem myndi kallast lokasending… Klárið þetta dregnz!
Suarez ekki lengi að fá spjald – óréttlátt að mínu mati. Með augun á boltanum allan tímann.
ERUÐI AÐ GRÍNAST
Spearing með alltof mikið af lélegu sendingum.
enn eitt 0-0 jafnteflið
Við erum miklu betri – nú er bara að klára þetta…
ömurleg frammistaða……………………….ofmetið lið og lélegt ekkert hægt að segja annað þar sem þetta lið getur ekki klárað færinn sín. WTF
við eigum ekki skilið að ná hærra á töflunni miðað við frammistöðuna.
…sjöunda jafnteflið…
Endalaust pirraður á þessu hugmyndaleysi á síðasta fjórðungi vallarins!
Súrt jafntefli.
Áttunda jafnteflið…Hugmyndalausir og þetta er göngubolti eins og menn yfir fimmtugt spila…Erum lélegri en í fyrra… frábær árangur..
sama gamla tuggan, við getum ekki sent fyrir markið og við munum ekki ná fjórða sætinu aldrei aldrei ef það lagast ekki.
Ekkert að því að gera jafntefli við Tottenham á heimavelli.
Jafnvel þótt að Tottenham hafi verið án Lennon, Kaboul, Defoe og Van Der Vaart og auðvitað án stjórans.
Sé ekkert að því að sættast á markalaust jafntefli.
Hefðum vel getað tapað en Reina gerði vel þegar Bale slapp einn í gegn.
Það gerist voða sjaldan að liðið vinni sína leiki þegar united tapar stigum í sömu umferð.
Það vantar gjörsamlega allt creativity í þetta lið! og Carroll ? ég vill nánast ekki að leikmenn sendi á hann boltann, hann sendir hann alltaf lengst til baka aftur um leið.
Skrtel, Agger og Johnson menn leiksins. Carrol var líka fínn en hefði getað gert betur í eina færinu sínu. Ekkert að því að gera jafntefli við Tottenham því þessir leikir eru stál í stál. Það eru jafnteflin við minni liðin sem svíða. Parker og Walker allan tímann menn leiksins hjá Tottenham.
Enn ein vonbrigðin….EKKERT að gerast frammi..Hefur ekkert með heppni að gera…Þetta getur bara sagt okkur eitt..Taktíkin er ekki að virka…..Dalglish verður að fara viðurkenna þetta….Liðið er nákvæmlega þar sem það á vera í deildinni…Og verður þar ef ekki verður breytt um áherslur….
Sælir félagar,Þetta var steindautt.YNWA
Skil ekki alveg þessi hörðu viðbrögð hjá mönnum hérna. Við vorum betri allan leikinn gegn gríðarlega sterku liði Tottenham en vörn þeirra stóð sig bara frábærlega og náði að halda þetta út. Scott Parker á líka mikið hrós fyrir enda stoppaði hann nánast allt sem kom til hans, minnti mig á Lucas á tímabili. Það er samt óþolandi hvað þetta lið getur ekki sent almennilega fyrir. Eina skiptið sem góð sending kom fyrir lenti Andy Carroll í dauðafæri.
Hvað var Suarez að spá þegar hann fékk spjaldið. Lítur ekki vel út
Frábær varnarleikur, steingeldar sendingar í sóknarleiknum.