Luton í bikarnum

Það er búið að draga í FA bikarnum og við munum mæta [Luton í janúar](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150746051204-1512.htm). Luton er í 5. sæti í Championship deildinni.

Hægt er að sjá hvernig drátturinn fór [hér](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/fa_cup/4496614.stm)

5 Comments

  1. Hah! Við förum létt með ykkur.

    Howard setur a.m.k. eitt mark og Feeney annað…

    Verst að Kenilworth Road tekur ekki nema rétt rúmlega 10 þúsund manns, þið fáið varla nema 1.500 miða.

  2. Þar sem við töpuðum fyrir Crystal Palace í deildarbikarnum ætla ég ekki að vera með neinar stórar yfirlýsingar. 🙂

    En allavegana, Stefán, hefurðu séð Luton spila eitthvað í vetur? Komu þeir ekki bara uppí næst efstu deild í fyrra? Eru þeir með lið í að vera í toppbaráttunni í Championship, eða er þetta bara heppni? Það væri gaman að heyra aðeins viðhorf Luton aðdáenda.

  3. Þá stórt er spurt…

    Ég hef náð að sjá nokkra Luton-leiki í vetur og fylgst með svipmyndum eftir öðrum leiðum.

    Á grundvelli þess sem búið er af mótinu held ég að staða okkar við toppinn sé verðskulduð. Hins vegar er hópurinn mjög lítill og því hætt við að seinni hluti tímabilsins reynist mönnum erfiður, einkum ef meiðsli koma til. Leikurinn gegn Liverpool verður t.d. sá fimmti á þrettán dögum. Það er gríðarlega mikið fyrir lið sem örsmáan hóp.

    Luton hefur engar stjörnur. Allir leikmennirnir eru keyptir fyrir lítið fé frá neðrideildarliðum eða fengnir ókeypis. Þetta eru hins vegar grjótharðir naglar og baráttuandinn mikill. Við skorum talsvert úr föstum leikatriðum og verjum sömuleiðis vel í þeim hinumegin á vellinum. Þrátt fyrir þennan líkamlega styrk geta margir leikmanna spilað knettinum vel. Yfirburðasigurinn í C-deildinni í fyrra, þar sem við hlutum 98 stig segir sína sögu um það.

    Heilinn á bak við Luton-liðið og ástæðan fyrir því að við erum ekki bara miðlungsklúbbur í C-deild núna er Mike Newell, gamli Blackburn- og Everton-leikmaðurinn.

    Newell er alinn upp hjá Liverpool og ástríðufullur Liverpool-aðdáandi. Stóri draumur hans í lífinu er að taka við taumunum á Anfield einn góðan veðurdag. Hver veit hvað gerist þegar við verðið endanlega búnir að gefast upp á meginlandsbúum.

    Helsta fyrirmynd Newells í þjálfun er Bob gamli Paisley, en þeir voru miklir vinir og Newell var í hópi líkmanna í útför gamla mannsins.

    – Fjárhirðir Luton á sér eflaust þann draum að leiknum ljúki með jafntefli og við fáum annan leik á Anfield með tilheyrandi gróða.

    Er Sýn ekki með FA-bikarinn?

  4. Takk fyrir þetta, Stefán!

    Ég heyrði líka eitthvað viðtal við Ívar Ingimarss, þar sem hann sagði einmitt að Luton væru að keyra á mjög sterkum 11 leikmönnum, en svo vantaði gjörsamlega breidd í liðið.

    Sýn sýna FA bikarinn og þeir eru vanir að sýna alla Liverpool leikina.

    Athyglisvert að heyra þetta með Newell.

  5. Verður gaman að kljást við Luton. Fyrsta sem kemur alltaf upp í huga mér þegar ég heyri nafnið Luton er gervigras. Þoldi ekki í denn þegar við spiluðum þar á plastinu 🙂

Liverpool 3 – Wigan 0

Eruði ekki að grínast í mér?