Ég ligg veikur heima og er að spá í að reyna að hafa live blogg frá leiknum í stað þess að skrifa leikskýrslu.
Fyrir leik: Ooooog Suarez og Evra geta ekki tekið í hendurnar á hvor öðrum án vandræða. Þá eru breskir fjölmiðlar komnir með fyrirsagnir fyrir næstu daga. Oh great. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Grunar um að þetta verði endursýnt sirka 2.000 sinnum. Phil Dowd er dómari.
Liverpool stillir svona upp:
Johnson – Skrtel – Agger – Jose Enrique
Kuyt – Henderson – Spearing – Gerrard – Downing
Suarez
Bekkur: Doni, Carragher, Bellamy, Carroll, Adam, Shelvey, Kelly.
Byrjað: Liverpool byrjar.
00.30: Rio Ferdinand liggur eftir að Suarez ýtir honum snyrtilega á Evra.
2.30: Rio stendur upp. Glen Johnson á laust skot á de Gea.
3.30: Evra fær boltann og það er púað hressilega á hann. Valencia á svo hættulega sendingu, en Reina nær boltanum.
5.08: Valencia kemst framhjá Enrique og upp að endamörkum en Enrique brýtur á honum rétt áður en hann kemst inní teig. Aukaspyrna Man U.
6.03: Giggs gefur hættulegan bolta inná teig, sem Johnson hreinsar í horn. Ekkert kemur útúr því. United stuðningsmenn með Evra grímur einsog Liverpool stuðningsmenn voru með Suarez grímur í síðasta leik. Suarez er að spila einn frammi fyrir Liverpool með Kuyt á kantinum.
9.20: Suarez á frábæra sendingu á Johnson, sem kemst inná teig og skýtur rétt framhjá De Gea.
10: 10 mínútur búnar og Suarez ekki kominn með rautt.
12.20 Evanst sparkar næstum því í andlitið á Suarez. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi United. Eunrique tekur og ekkert kemur úr henni.
15.40: Man í sókn. Giggs á sendingu fyrir, en Skrtel hreinsar.
18: Úff, besta færi leiksins. Rafael og Valencia vinna vel saman á kantinum og sóknin endar með góðu skoti frá Rafael, sem Reina ver vel. Svo brýtur Rafael á Suarez, en ekkert dæmt.
22.15: Lítið að gerast. Staðan 0-0.
25.29: Miðjubarátta, sem endar á því að Rafael fer að gráta og það er dæmt slöpp aukasyrna á brot á Giggs.
26.37: Sókn Man U endar með skoti frá Rooney, sem var aldrei að fara inn.
30: Hálftími búinn. Lítið að gerast. Man U meira með boltann.
30.22: Og þá kom besta færið. Góð sending fyrir á Scholes, sem var einn á móti Reina, en Reina varði skallann. Ekkert kemur úr horninu.
31.48: Aftur hættulegt færi frá Man U, sem endar með að Fresh Prince skýtur á Reina. Tveim mínútum síðar á Evra skalla yfir.
35.00: Man U klárlega búið að ná yfirhöndinni í þessum leik eftir að Liverpool hafði byrjað betur. Liverpool sækir eingöngu upp hægri kantinn.
39.21: Suarez og Kuyt komast næstum því í hættulegt færi, en Ferdinand verst vel.
40.20: Gerrard á skot, sem fer af varnarmann í horn. Koma svo De Gea! Ekkert kemur útúr þessu. Rafael hefur auga með Suarez, ekki Evra. Og annað horn, sem Skrtel skýtur í Ferdinand en af óskiljanlegum ástæðum er ekki dæmt horn.
43.40: Downing fær gult þegar hann brýtur á Rafael, sem hefur verið góður fyrir Man U. Aukaspyrna hjá Man U.
45.05: Ferdinand brýtur á Suarez, sem er kominn einn inn fyrir eftir að hann hafði hoppað yfir tæklingu hjá Evra. Ekkert dæmt!
46.00: Man U menn hópast utanum dómarann, en það er auðvitað í lagi. Suarez sparkar boltanum útaf. Roney vill fá rautt spjald og 8 leikja bann á Suarez.
Hálfleikur: Man U klárlega betra liðið eftir betri byrjun hjá Liverpool. Suarez tók ekki í höndina á Evra og Ferdinand tók ekki í höndina á Suarez. Geeeeisp.
Úúúú, á ég að horfa á þrjá Svíja ræða um handshake-gate í korter eða 3 breta? Nei, ég skipti yfir á skíðagöngu.
Seinn byrjaður: Man U fá horn og skora **mark. Fokking Rooney. 1-0. Agger skallar áfram á Rooney, sem er 30cm frá marki og skorar.
48.04: Liverpool í sókn. Downing rangstæður. Downing er ekki búinn að eiga góðan leik. Vægast sagt.
49.11: Mark 2-0 United. Spearing missir boltann til Valencia, sem gefur á Rooney, sem að skorar. Afleitt.
53.00: Unite bakka eftir markið, sem kemur kannski ekki á óvart. Carroll og Bellamy byrjaðir að hita upp. Carrick brýtur á Suarez – aukaspyrna. Ekkert kemur úr henni.
58.46: Man U næstum því búnir að skora þriðja markið, sem Rooney brennir af.
62.00: Ekkert að gerast hjá Liverpool. Jú, Downing fær horn. Carroll og Bellamy koma inn fyrir Spearing og Downing. Eða djók, þetta var ekki horn. Ég verð að játa að ég er ekki bjartsýnasti maður í heimi þegar að Liverpool þarf að skora tvö mörk til að fá eitthvað útúr leik.
64.14: Man U líklegri til að bæta við þriðja markinu en Liverpool að minnka muninn.
69.00: Sorrí, ég sofnaði.
72.15: Úff. Liverpool er meira með boltann, en það kemur ekkert úr spilinu. Þetta er slappt.
74.26: Adam inn fyrir Kuyt.
79.30: Carrick fær gult fyrir brot á Suarez.
79.59: MARK!!! Suarez, hver annar. Eftir aukaspyrnuna, sem hann vann fær hann sendingu inná teiginn, boltinn hrekkur af Ferdinand og Suarez setur hann í markið. Það er von!!!
81.02: Du-du-dudurruru Luis Suarez!
82.25: Suarez skýtur í Carroll og í markspyrnu.
86.00: Man U heldur boltanum ágætlega og lítið að gerast hjá Liverpool. KOMA SVO!
89.35: Miðjumoð. 3 mínútum bætt við. Aukaspyrna Liverpool. Craig Bellamy tekur. Johnson á gott skot, sem De Gea ver vel. Horn. Stoppar á fyrsta varnarmanni.
91.40: Ooooooooooooooooh, Luis Suarez brennir af í dauðafæri. En ok, hann er dæmdur rangstæður. Þetta er sennilega búið.
92.23: Sjitt hvað ég þoli ekki Wayne Rooney.
94.00: Leikurinn búinn. United vinnur 2-1. Evra fagnar fyrir framan Suarez. Virkilega fokking classy. Suarez lætur ekki æsa sig. Evra er fáviti, sem kemur svo sem ekki á óvart. Að þessi maður skuli vera fyrirliði Man U segir meira um þetta lið en margt annað.
Leikur búinn: Svekkjandi að tapa þessu, en Man U var klárlega betra liðið í leiknum, þannig að við getum lítið kvartað. Tímabil klúðrast ekki með töpum á Old Trafford, heldur á töpuðum stigum gegn minni liðunum.
13 leikir eftir og við höfum núna farið á alla erfiðustu útivellina: Old Trafford, Etihad, Emirates, Icelandair, Stamford Bridge og Goodison ef menn vilja telja hann með.
Þetta mót er ekki enn búið. En ég myndi ekki veðja stórum upphæðum á Liverpool í Meistaradeildinni á næsta tímabili, ekki nema að þeir byrji að skora að einhverju ráði. En við höfum núna spilað við Man U þrisvar á þessu tímabili. Við vorum betri í fyrstu tveim og lélegri í dag. Niðurstaðan er eitt jafntefli, einn sigur og eitt tap. Við eigum eftir að spila við Arsenal og Chelsea á Anfield.
Luis Suarez lét aldrei mótlætið fara í skapið á sér í dag. En menn eiga eflaust að tala um handshake-gate þangað til að ég æli. Ég er löngu hættur að rífast um þetta mál, enda álíkla líklegt að sannfæra Man U menn um sakleysi Suarez og að sannfæra sköpunarsinna um þróunarkenninguna. Ég vil frekar eyða tíma mínum í eitthvað gagnlegra.
En ég vona að Suarez geti núna lagt þetta mál til hliðar. Hann er búinn að fara á Old Trafford og þetta verður bara betra eftir þetta. Það er vonandi að við fáum hann inn sterkan í síðustu 13 leikina í deildinni og í bikarkeppnunum, sem að Man U er einmitt dottið algjörlega útúr.
suarez heldur aftur af ser, hann er ekki nærri jafn grimmur i pressunni og venjulega
F*** hvad shrek er leidinlegur leikmadur!!
menn leiksins hingad til: scholes og welbeck
lelegastur: downing
bestir hja okkur: gerrard og midvardaparid
Leiðinlegt að segja það en þetta eru tómar sultur sem eru þarna inná hjá Liverpool…Vonandi að þeir taki sig á í seinni hálfleik.
Hvernig í andskotans helvíti gat Ferdinand ekki fengið andskotans rautt spjald??????
studullinn a ad suarez fai rautt i seinnu: 1,25
Mér fannst bara ekkert að þessi hjá Ferdinand
http://fc03.deviantart.net/fs71/i/2012/042/6/f/tabloid_journalism_by_kitster29-d4pc70e.jpg
…þetta var alltaf rautt spjald, þó svo hann taki boltann “líka” þá brýtur hann á manni sem er kominn einn í gegn. Hann þurfti að fara í gegnum Suarez til að ná í boltann. Andskotans rugl!!! Suarez skiljanlega pirraður yfir þessu. Inná með Bellamy í hálfleik og vinnum þetta skítalið í seinni hálfleik.
Hreint rautt en ekki a old toilet.
Suarez is irate. He skips past Evra and looks
to be through on goal. Ferdinand challenges from behind and Suarez
thinks it is a foul. In theory, if it was a foul, it should be a red
card as Ferdinand would have been the last man. But replays show
Ferdinand clearly got the ball. Suarez’s rage is misplaced.Þetta er tekið af sky btw
scum eru ekki svipur hjá sjón þegar Webb er hvíldur…
Ætla að leyfa mér að vera ósammála með að það hefði átt að dæma á þetta “brot” hjá Ferndinand, hefi Suarez staðið þetta af sér værum við óverðskuldað yfir í hálfleik.Vandræðaleg spilamennska hjá okkar mönnum eftir því sem leið á hálfleikinn, menn virðast ekki hafa hugmynd um hvað skal gera við boltann og endar með lélegum sendingum, eða gefa til baka á Reina sem dúndrar fram oftast á leikmann Utd.Verðum að gera betur ef ekki á illa að fara.
Ferdinand tók boltann og ýtti honum á enn betri stað fyrir Suarez, svo heldur hann áfram og tekur Suarez niður aftan frá – sem hefði annars verið 1 gegn markmanni – ég veit ekki með hvort þessi snerting á bolta sé nóg til að mega taka manninn niður, það er í besta falli á gráu svæði
Er að hlusta á bresku lýsinguna. Helvítis bull að Nevell og Fletcher séu í settinu á móti Redknapp. Ömurlegt að hlusta á þetta
Var að lesa að það hefðu orðið stympingar milli einhverja leikmanna í hálfleik og lögreglan kölluð til. Hvað er eiginlega í gangi þarna úti?
Þetta er ekki flókið, stórkostleg varnarvinna hjá Glen Johnson!
Jæja, hvað er hægt að segja?Spearing kostar okkur líka mark!Er hausinn ekki skrúfaður á hjá okkar mönnum?Stefnir í massífa niðurlægingu
Game over
Downing er Lélegasti fótboltamaður sem england hefur alið af sér STAÐFEST!!!
Þá er þetta búið
Guð minn almáttugur hvað þetta var slakt hjá Spearing, Man Utd þurfa ekki svona gjöf. Heilt yfir er þetta bara alls ekki nógu gott hjá okkar mönnum, flestir að spila undir getu og sérstaklega Downing og Henderson, þeir eru bara ekki með. Nú þurfa menn að vakna og byrja þennan leik, svo væri ekki verra að sjá Bellamy og Carroll koma inn sem fyrst.
er Dalglish þroskaheftur eða er þetta Spearing Downing dæmi hjá honum einhver brandari !! ?
Smá jákvæðni takk. Óþarfi að segja Game Over með 30 min á töflunni… annað eins hefur nú gerst
nei spearing og downing útaf! KEMUR Á ÓVART
Spearing og Downing útaf, Bellamy og Carroll inná. Loksins!
Vodalega eru menn jakvædir, greinilega ekki Kop-blod i mannskapnum!
Það var mikið að þessi punglausi stjóri okkar drullast til að gera breytingar og hætta með þetta 10-1 kerfi sitt
Finnst nú óþarfi að menn séu eitthvað að skíta yfir Spearing. Hann hefur verið mjög góður þegar honum er spilað að undanskildum þessum einu mistökum. Höfum oft séð til dæmis Gerrard taka glórulausari sendingar en þetta.
Hins vegar blæðir grimmt úr augunum mínum þegar ég horfi á Downing og Kuyt reyna að spila fótbolta. Að þessir menn hafi byrjað leikinn er algjör brandari.
Þetta er hins vegar ekki búið enn og ég hef ekki gefið upp vonina enn. Allavega ekki á meðan Evans og Rio eru í miðverðinum hjá utd.
Jæja, thá hefur Downing vonandi spilad sinn sídasta leik fyrir Liverpool. Thad væri thad besta sem gæti komid út úr thessum leik.
Af hverju eru okkar menn ekki að skjóta á markið?Sjá þeir ekki að De Gea stendur milli stanganna?Ef við hittum á ramman sæmilegu skoti er 50% líkur á að hann endi í netinu.
Þessi göngugrindarbolti er ekki að virka hvar er hungrið ?
Þeir virka hræddir! allt of hægt spil vantar allan kraft.
Þetta verður bara ekki vandræðalegra. Er að spá í hvað menn séu eiginlega að gera á æfingasvæðinu alla daga. Erum ekki einu sinni líklegir til að skapa okkur færi.
Suarez! <3
ok 2-1 eigum það varla skilið.
Game on
Það er ekkert hægt að segja. Og ekki hægt að pikka neinn leikmann út. Hver einasti leikmaður Liverpool er búinn að vera andlaus. Þeir reyna ekki einu sinni að pressa ManU.Þrátt fyrir þetta grísamark sem datt inn.
Ef skilaboðin frá Dalglish voru að standa með boltann þangað til færi gæfist til að senda þá er þetta alveg að virka!
afhverju svona ofboðslega MARGAR misheppnaðar sendingar og ekki bara í þessum leik líka á móti spurs á mánud.
Ótrúlegt að við höfum náð 2-1 tapi
Bæ CL
Þa sem mér fannst augljóst í þessum leik var að Gerrard er meiddur og hefur ekkert að gera í svona leik. Hann vann ekki bolta, hljóp aldrei af stað þegar við unnum boltann og var staður og bara frekar andlaus. Reyndar var liðið bara lélegt í allan dag og greinilegt að menn hafa ekki haft trú á þessu verkefni. Okkur vantar klárlega einhverja leikmenn í sumar en vona að menn klári nú tímabilið með sæmd.
Held að Kristján Atli hafi haft rétt fyrir sér. Hefði verið betra að byrja með Suarez á bekknum.
Það verður að segjast eins og er að okkar menn mættu aldrei fyllilega til leiks í dag.
Meira að segja fyrirliðinn okkar sem hefur oftast verið útum allt og barist eins og ljón virtist algerlega áhugalaus og kraftlaus.
Sendingar klikkuðu útí eitt og varnarvinnan ekki góð.
Maður vonaði að markið hjá Suarez kveikti þann neista sem þyrfti til að ná stigi, en það hafðist því miður ekki.
Of lítið of seint.
Verðskuldaður sigur vonda liðsins í dag, því miður.
Setti smá penning á lengjunni á man u myndi vinna.Þannig að ég ekkert svo svaklega svektur með þetta tap.Eg geri það alltaf þegar liverpool spilar við Man U og hefði stundum tapað. En vann nuna.
Vidbjodur ad sja evruna fagna svona. tvilikur skitakarakter. einn mesti vidbjodur sem eg man eftir ad hafa litid augum a. Allavega, leikurinn i heild hja Liverpool ekki nægilega godur til ad sigra thetta blessada manjur lid. Vona innilega ad sjitty taki titilinn, tad verdur bara ad gerast!
Sælir félagar
Frammistaða okkar ömurleg, karakterinn enginn, og baráttuþrekið lítið enda brotnaði liðið við annað mark andstæðinganna. Það er ekkert hægt að taka með sér úr þessum leik nema skömmina. Að liðið Nenni ekki að tala um einstaka leikmenn en það eru ansi margir farþegar í þessu liði sem gamalmennin í liði andstæðinganna leika sér að. Niðurstaðan er ÖMURLEGT og staða liðsins í samræmi við það.
Það er nú þannig
Þetta er til skammar hjá Evra
Einmitt sem ég sagði í öðrum þræði í gær, vera raunsær og taka því sem kemur 🙂 leitt að tapa fyrir einu ógeðslegasta liði í deildinni (mitt privat álit) en svona er þetta bara þegar menn spila með hangandi haus :/….. YNWA
Takk fyrir þetta live blog. Ég gat ekki horft á leikinn í sjónvarpi í dag og “streamin” sem ég reyndi að horfa á voru ekki alltaf að standa sig, og þá var gott að hafa amk þetta – soccernet.com
Ég varð ekki pirraður þegar dómarinn flautaði en ég trylltist þegar ég sá E**a fagna og ögra Suarez. Ég er ennþá með æluna í hálsinum eftir þennan viðbjóð.
Er það ekki alltaf að verða augljósara að 8leikja bannið var kolkolrangt?
Þó að þið haldið með Liverpool og Luis Suarez sé leikmaður Liverpool gerir það hann ekki saklausan af því sem hann gerði. Og ekki segja mér að Gerrard hefði ekki fagnað ef þið hefðuð unnið.
Það verður að segjast eins og er að sóknarleikurinn er vandræðalega hægur hjá þessu liði. Held að Stewart Downing geti farið að stimpla sig út af Anfield, hefur engu skilað í allan vetur fyrir þetta lið. Maður sem á að vera á hátindi ferilsins. Dirk Kuyt á það til að skora mikilvæg mörk en er greinilega á niðurleið á sínum ferli. Jay Spearing er einfaldlega ekki í Liverpool klassa, svo einfalt er það.Sanngjarnt tap, það er á hreinu og fátt við því að segja miðað við spilamennskuna. Dökki gjaldmiðillinn sýndi svo enn og aftur sitt innræti með því að fagna beint framan við nefið á Suarez. Svo tala scum menn um Suarez sem svindlara. Þvílíkur brandari.
Hversu súrt er það að vera í sjöunda sæti og gefa utd stig sem lyfti þeim upp í toppsætið. Hversu súrt er það að geta ekki unnið lið með tvo miðjumenn sem eru að ná fertugsaldri!
evra hagar sér svolítið eins og hálfviti þarna í lokin með einhvern “dans” þarna í kringum Suarez en það er alltílagi það verður bara röflað yfir að Suarez hafi ekki tekið í höndina á honum (mér finnst bara alltílagi) og sparkað boltanum uppí stúku í hálfleik.
Einngi stórefast ég um að Ferguson verði spurður hvort það hafi verið viðeigandi af stuðningsmönnum scums að púa á Suarez.
að öðruleiti er ég ekkert rosalega svekktur yfir leiknum en við getum kisst bless þessa veiku von um meistaradeild á næstu leiktíð.
YNWA
En við áttum svo sem ekkert skilið út úr þessum leik. En ég á bara ekki til aukatekið orð um þessa skítamanneskju sem þið-vitið-hver er.
Oj.
Ok, ég er búinn að henda inn síðustu breytingunum í þetta live blogg, sem er núna orðið leikskýrsla.
Vona að einhverjir hafi haft not eða ánægju af þessu.
Þeir púuðu ekki á Suarez, eins og KD sagði eftir bikarleikinn þá var þetta bara friendly banter
Hvað heldur Evra að hann sé. Einhver guð eða ?!
?”After today’s game, Patrice Evra claimed he scored 10 goals. After reviewing video, the FA could not find evidence of a single goal. They still decided to give him one, as he appeared to be a credible witness”.
Fjandinn.
Næsti leikur takk.
Ég verð að játa það að mér leið kjánalega að horfa upp á þessi fagnaðarlæti Evra í lokin. Sömuleiðis fannst mér vandræðalegt af Suarez að taka bara ekki í höndina á manninum fyrir leik. Heilt yfir er þetta mál orðið neyðarlegt fyrir bæði knattspyrnufélögin og ég ætla að vona að menn geti jarðað þetta núna.
Algjør vidbjodur hja evra og svekjandi tap!
Maður skilur alveg að Suarez sé ennþá reiður eftir meðferðina sem hann fékk hjá FA og hvernig það dró taum Evra. En hann hefði samt átt að taka í hönd Evra, maður hefur sjálfur þurft að taka í hendina á fólki sem manni er illa við.En fagnaðarlæti Evra í lokin voru skammarleg ögrun.
Alveg magnað hvað þetta var slappur leikur. Eini maðurinn sem getur borið höfuðið hátt fyrir að hafa verið bæði eini maðurinn sem gerði eitthvað gagn og reyndi virkilega á sig var Charlie Adam. Suarez fær þó tvo þumla upp frá mér fyrir að hafa sleppt því að taka í höndina á smákrakkanum Evra.
Restin af liðinu fær falleinkunn ásamt Dalglish fyrir glórulausa uppstillingu. Legg til að hann gefi leikmönnunum Prozac fyrir næsta leik, nema að hann leggji upp með að byrja leikinn með ellefu andlausa uppvakninga.
Ef Chelsea sigrar Everton þá er bilið orðið sjö stig í fjórða sætið. Það er sjö stigum of mikið fyrir minn smekk á þessum tímapunkti. Ef menn rífa sig ekki upp af rassgatinu og fara að spila eins og menn þá geta þeir farið að hringja í umboðsmennina sína til að finna fyrir þá nýtt lið. Þetta á líka við um Dalglish sem hefur aðeins verið með skituna undanfarið.
Vonandi var þetta síðasti leikur tímabilsins þar sem Liverpool mætir ekki til leiks og að menn fari að vinna fyrir laununum sínum. Ég er orðinn þreyttur á að horfa á þennan tilþrifalausa varnarbolta sí og æ og vil fá smá greddu og áhættu í sóknarleikinn.
Enn eitt atridid sem synir ad FA er shit. Their gefa Terry/Ferdinand leyfi fyrir ad takast ekki i hendur, afhverju matti Suarez/evra ekki thad? Liverpool spiladi illa i dag og fannst thetta frekar barnalegt hja evra ad fagna svona i endan. Ad thessi madur getur verid fyrirlidi er bara brandari. Samt elskadi thad thegar Suarez skoradi eitt.
Andri #54 greinir þetta rétt. Lítil hreyfing án bolta, slakar sendingar og hægur sóknarleikur okkar manna er munurinn á liðunum. Geta ekki spilað með einni snertingu á síðasta þriðjungi. Í byrjun var þetta ekki brot hjá Ferdinand, hann tekur boltann og það er skýr lagabókstafur. Evra er hins vegar garanteraður fáviti að koma með þessa ögrun eftir leik. Spearing réði ekki við verkefnið gegn svona liði, það er alltof auðvelt að komast framhjá honum og ég hefði viljað taka hann útaf fyrir Adam í hálfleik. Hann brýtur þó allavega á mótherjanum en leyfir honum ekki að labba framhjá sér. Hefði líka viljað taka Downing og Kuyt út í hálfleik og setja frekar Gerrard hægra megin. Það tókst engan veginn að herja á slaka Rafael eða Evans, sem eru stærstu veikleikar Scums.
Allt í lagi fyrrihálfleikur, skipulagið gekk upp og allt í góðu með það. Fáum tvö mörk á okkur á fyrstu mínútum seinnihálfleiks og eftir það varð róðurinn eðlilega þungur. Sé ekkert að uppstillingunni hjá KD, gat ekki sett út á hana fyrir leik og geri það þess vegna ekki eftir leik. Betra liðið vann í dag svo einfalt er það. Var alveg sáttur með að Suarez tæki ekki í höndina á Evra. Afhverju á maður að taka í höndina á þeim sem lígur upp á mann!! Í lokin hagaði Evra sér eins og kjáni og það verður gaman að sjá hvort dómarinn telji ástæðu til að taka það fram í skýrslu sinni. Horfum fram á veginn félagar YNWA
Mættum ekki tilbúnir í þennan leik, örugglega út af bullfarsanum sem hlýtur nú að vera að baki.
Dettur ekki í hug að verja það að Suarez tæki ekki í hendina á Evra, finnst ömurlegt að það þurfti að kalla lögreglu til í hálfleik allavega og síðan hasar eftir leik töluverður þar sem Evra varð kjáninn og sýndi bara það einfaldlega að þarna er á ferð eitt mesta “and-fótboltaefni” í sögunni og ekkert gleður mig meir en að United er dottið út úr öllum ensku bikarkeppnunum og það þarf ekki að velta þessu meira upp.
Dagurinn í dag verður undirlagður af fréttum um allt annað en fótboltann og því verður að fara að linna. Við erum ennþá með bakið upp við vegg en ég er ekki búinn að gefa neitt upp um 4.sætið.
En til þess þurfum við að spila betur en í dag, allt liðið.
MIKLU BETUR!
Mikið var nú gott að Evra hagaði sér svona í leikslok. Þá getum við hengt okkur á það og sleppt því að tala um handshake og hvernig liðið var yfirspilað.
Lélegur dagur hjá okkar mönnum í dag, því miður, svona er víst boltinn 🙁 Grannar okkar í Everton gera okkar greiða og vinna Chelsea. Liðið í fantaforminu, Sunderland, vinnur Arsenal og Tottenham vinnur Newcastle. Staðan því óbreytt í baráttunni um 4. sætið, vonum að þetta gangi eftir. Ég hef a.m.k. enn fulla trú á 4. sætinu þar sem liðin í kringum okkur er ekkert sannfærandi.
Enn og aftur gerist það eins og hefur gerst í flestum leikjum að sendingar eru alls ekki góðar og Gerrard var ekki að spila sinn besta leik og maður er farinn að halda að menn séu að hagræða leikjum eins og er verið að gera sumstaðar en allsekki góð spilamenska hjá LFC. Vona að ekki sé verið að gera eitthvað rugl með úrslit á englandi.
Flottur sigur minna manna og ánægður með að United (aðallega Evra) lét Suarez ekki draga sig niður á sama plan og hann með því að taka ekki í höndina á Evra og dúndra boltanum upp í stúku löngu eftir að búið var að flauta til hálfleiks!
Vissulega hefði Evra sleppa þessum gífurlegu fagnaðarlátum en honum hefur líklegast fundist og það réttilega að það góða hafi loksins sigrað! Lái honum hver sem vill og svona getur einfaldlega skeð í hita leiksins.
Annars takk fyrir ágætan leik, fyrri hálfleikur var nokkurnveginn í járnum en eftir tvö góð mörk í upphafi seinni hálfleiks þá sá maður eitthvað sem ekki hefur sést frá United í töluvert langann tíma, þeir spiluðu eins og sá sem hefur valdið.
Þetta er vandamál Liverpool geta ekkert á móti litlu liðunum
Hvað með að hætta þessu endalausa væli yfir hvernig Evra lét í lokin. Suarez nánast bað hann um að sníta sigrinum framan í sig með þessum barnaskap áður en leikurinn hófst.
Þú ert ranglega dæmdur fyrir glæp, sem klínt var á þig. Þú situr inni og afplánar dóminn. Þegar þú sleppur út og hittir gæjann sem klíndi glæpnum á þig, þá er nú ekki mikið mál að taka í spaðann á honum og láta sem ekkert sé. Búið mál, búinn að afplána dóminn, allir félagar, eða hvað?! Ég skil Suarez að mörgu leyti. Fergusson getur leikið sig stóran núna, ef málin væru á hinn veginn þá veit ég að annað hljóð væri í Hr. Rauðnef.
Úff, hvað skal segja.Ekki jókst álitið á Evra, en mér finnst hegðunin hans Suarez fjandi þreytt líka.Downing enn í sama baslinu. En Henderson, það er ekki síst hann sem heldur áfram að reyna á taugar mínar. Vissulega hefur hann burði til að verða frábær leikmaður, en andskotinn, mér finnst menn furðulega iðnir við að hæla honum fyrir að vera duglegur að hlaupa og góður í að koma boltanum frá sér, þá helst aftur á bak. Hann er allt of passívur og skelfilega lítið sem kemur frá honum. Ein góð sending í öðrum hverjum leik er ekki nóg. Mér fannst Spearing skárri í dag.Adam og Gerrard saman í næsta leik með Spearing, sem hefur jú reyndar átt betri daga en í dag.
Auðvitað var þetta óþarfi hjá Evra, en breytir ekki því að Suarez hefði átt að sýna fagmennsku og taka í höndina á Evra. Þá hefði þetta mál verið klárað, öllum til góðs. Ef hann vildi ekki taka í höndina á honum, þá hefði hann bara átt að byrja á bekknum, spurning hvort hann hafi farið á bakvið KD sem sagði að það hefði verið rætt um þetta, og hann myndi taka í höndina á Evra.
Joi #76, nei ég sagði það ekki. Sagði að honum hafi líklegast fundist það, það er ekki mitt að dæma.
Annars sammála #78, Suarez bauð upp á þetta kannski. Ég er nokkuð viss um að Suarez hefði froðufellt af gleði fyrir framan allt og alla ef Liverpool hefði unnið og hann kannski með mark, en það eru auðvitað bara getgátur:)
En eins og ég segi, Evra hefði alveg getað látið þetta vera en honum til varnar þá var hann einfaldlega að fagna með stuðningsmönnunum sínum sem vissulega hafa stutt hann svo vel í gegnum þetta.
Annars er þetta mál búið fyrir mér, Suarez var réttilega dæmdur og menn þar á bæ hefðu einfaldlega átt að taka miklu betur á málunum og það strax frá byrjun…punktur hérna
Það er deginum ljósara eftir þennan leik hver er sekur í þessu Suarez vs Evra máli. Evra vill greinilega fyrirgefa honum þennan óleik sem hann hefur gert Suarez, þ.e. 8 leikja bannið og mannorðsmissinn. Suarez er að sjálfsögðu ekki tilbúinn að fyrirgefa honum þetta. Held að allir heilvita menn hafi gert það sama og okkar maður og neitað að taka í höndina á Evrunni.Þetta kristallaðist svo í fagnaðarlátunum hjá honum eftir leik, þar sem hann var að reyna að æsa Suarez upp.
Ég verð að segja það að það er ekki alslæmt að tapa fyrir toppliði á þeirra velli og LFC ætti að gera það sama á sýnum heimavelli, semsagt að vinna.
Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar menn viðurkenna að
manuliðið sitt er ekkert sérstakt lið.Liverpool hefur alltof oft verið að tapað fyrir minni liðum, það gerðist í dag, við Liverpool menn vorum slakir í dag, ekki það að manu hafi verð góðir, NEI alls ekki.manu Hjálmar segir:Annars takk fyrir ágætan leik, fyrri hálfleikur var nokkurnveginn í járnum en eftir tvö góð mörk í upphafi seinni hálfleiks þá sá maður eitthvað sem ekki hefur sést frá United í töluvert langann tíma.Nákvæmlega#83
Já ok. Það að Suarez neitaði að taka í höndina á Evrunni sannar semsagt að hann er saklaus. Hegðun Suarez í síðasta leik skiptir ekki máli, né þessi algjörlega óþarfa uppákoma í lok fyrri hálfleiks. Hann hefur nú ansi svarta sakaskrá og er líklegur til alls. Buinn að fá nóg af þessu rugli. Liverpool hefur ekki staðið í svona rugli fram til þessa. Minnir að þegar Cantona kom til baka úr banni, hafi hann ekki fengið gult spjald þá leiktíðina. Ekki að það sé sambærilegt, en samt.YNWA
Sir Alex on Suarez : “He’s a disgrace to Liverpool football club. He shouldn’t be allowed to play for them again with their history” Ég held að þið illa gefnu (sumir) poolarar ættuð að taka mark á orðum kallsins. Það er eitt að styðja sitt lið og sína menn en allt annað að verja þennan fáráðling og vælukjóa sem Suarez er. Hann er ykkur til skammar.Að þið getið ekki sýnt Sir Alex þá virðingu sem allir atvinnumenn í heiminum gera fyrir einstakan árangur hans segir meira um ykkur en hann. Því meira sem þið vælið og úthúðið andstæðingum ykkar því minni “virðingu” er hægt að bera fyrir ykkur sem stuðningsmönnum. Liðið ykkar sýndi í dag að það er rétt rúmlega miðlungslið sem hefur engan stöðuleika. Þangað til hann næst þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að vinna ensku deildina. Flestir af ykkur hafið ekki einu sinni upplifað það að sjá liðið ykkar vinna þann stóra því Liverpool hefur aldrei unnið Premier League.
Sælir félagar
Hvað er þessi Hjálmar að væla á þessarri síðu. Getur hann ekki bara þeyst sína pýju yfir félaga sína á Gamla klósettinu á þeirra síðu. Ömurlegt þega þessir scummarar eru að koma hér inn öllum til leiðinda.
Hitt er annað að liðið okkar var ömurlegt í dag. Mér finnst merkilegt að KK skuli ekki geta motiverað menn fyrir svona leik. Scum var betra á öllum sviðum fótboltans í dag og var þó ekki að spila vel. Gerrard, Johnson, Kuyt, Henderson, Downing voru allir mjög slakir hver sem ástæðan var fyrir því.
Sóknartilburðir liðsins voru andlausir og hægir og liðið bætti engu við eftir markið þó þá hafi verið möguleiki að bjarga stiginu. Menn héldu bara áfram sama andlausa staglinu og göngugrindarboltanum. Amma kattarins míns sem dó fjörgömul var sprækari í andarslitrunum en liðið í dag. Það er einfaldlega ekki boðlegt að liðið bjóði stuðningmönnum sínum uppá svona trakteringar. Og auðvitað á að skerða laun manna fyrir svona frammistöðu þar sem morgunljóst er að menn eru ekki að vinna vinnuna sína.
Það er nú þannig.
YNWA
PS. Hvernig er það, á ekki laga uppsetninguna svo ma’ður þurfi ekki alltaf að editera textann eftir skrif?
Ég er alveg sammála King Kenny að það eru fyrst og fremst fjölmiðlar sem eru að blása þetta upp. Var það ekki Wayne Bridge sem tók ekki í höndina á Terry um árið og það var ekki nærri því eins mikið fár í kringum það. Og rauðnefur fór nú aðeins yfir strikið í viðtali við Sky eftir leikinn, finnst honum kannski í lagi að Rio hafi neitað að heilsa okkar manni eða var hann þá líka sínu félagi til skammar? Lágmark að menn séu samkvæmir sjálfum sér.
Annars vorum við arfaslakir í dag og áttum ekkert skilið úr þessum leik.
NO 87 við erum oft að tapa fyrir litlum liðum og gerðum það í dag en við settum toppliðin útúr báðum bikurum og það var sætt, ó já.
hefði aaaldrei tekið i höndina á evra, fannst ekkeert að þessu hjá suarez. en fyndið að #87 þú sért að tala um að við sýnum andstæðingum okkar ekki virðingu, spyr þá bara hvað þetta segir um united stuðningsmenn ?
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121416en annars, alls ekki góð frammstaða í þessum leik, en ánægjuleg samt að sjá suarez skora, nú er bara að einbeita sér af næsta leik og koma sér áfram í næstu umferð í bikarnum 🙂 liverpool er nú ennþá að keppa um enska bikar og deildarbikarinn sem er meira en aðrir geta sagt 😀
Óskar #85, þú þarft eitthvað að æfa þig í að taka hluti úr samhengi þannig að það líti vel út, annars nenni ég ekki að svara þér…
Sigkarl #88, ef þú lest það sem ég skrifa þá er ég þvert á móti að reyna að vera með leiðindi. Ég kem hérna inn á ágætt spjallborð til að vera málefnalegur, fagna sigri minna manna á sama tíma og ég reyni að bera virðingu fyrir Liverpool og því að þetta er Liverpool síða.
Ég yfirleitt les það sem þú skrifar hérna inn því þú ert málefnalegur oft ekki einn af þessu hallelúja púllurum sem sér ekkert slæmt við þitt lið en þú höndlar mótlætið greinilega því miður frekar illa!
Að öðru, þá held ég að þrátt fyrir góðan sigur á erkifjendunum þá sýnir Ferguson hversu mikill fagmaður hann er og ber mikla virðingu fyrir Liverpool þótt þetta sé maður sem þolir það ekki mest allra!
Sá viðtal við Dalglish eftir leik og þar kemur hann frekar illa út og virðist loka augunum fyrir vandamálinu, kannski að það sé vandamál Liverpool?
Ferguson segir að Liverpool ætti að selja Suarez strax og það sé skömm klúbbsins að hafa hann áfram, hann sé slæm fyrirmynd. Rio ætti þá ekki að spila fyrir utf fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í den, Giggs fyrir að hafa haldið framhjá með konu bróður síns….og rooney fyrir að hafa sofið hjá 2 hórum á meðan að konan hans var ólétt!! fyrirmyndir..
According to Sky Evra tried to follow Suarez in to the Liverpool dressing room but was blocked at the door by Skrtel.Hvað ætlaði Evra að gera eiginlega?
#87 Veit ekki með þig en held að Meistaradeildin sé alltaf stærri titill en premier league ^^
#87 Karl Trollson
Þetta eru merkileg orð komandi frá Ferguson miðað við skítseyðin(sumir) sem hafa spilað undir hans stjórn hjá Man utd.
Hann fer þá væntanlega beint í að losa sig við Evra og Ferdinand eftir þetta:
mynd 1
mynd 2
mynd 3
Líklega ekki, enda reyndur hræsnari.
Sem Liverpool stuðningsmanni fanst mér vera fáránlegt af Suarez að taka ekki í hendina á Evra! Næstum jafn fáránlegt og fagnið hjá Evra í lokin! Man Utd voru mun betri á öllum sviðum í þessum leik fyrir utan einhverjar 15 min í fyrri hálfleik. Þessi mannskapur sem við erum með er ekki að fara að gera neitt fyrir okkur og Stewart Downing er búinn að vera með skituna upp á bak allt tímabilið og ég sé ekki fram á að mikið sé að fara að koma út úr Henderson. Fáránlegar upphæðir sem hafa verið borgaðar fyrir í mesta lagi miðlungs leikmenn!!
Jonni, það er búið að sýna myndir hérna sem sýna að hugsanlega var það Evra sem neitaði að taka í hönd Suarez, allavega var Suarez með höndina útrétta allan tíman, það sést vel…..finnst þér þetta samt fáránlegt af Suarez?
Myndband af þessu gefur sömu mynd og myndaserían, 8 leikja bann á Evra?
Gunnar ég sé nú ekki mikið út frá þessum myndum, en þegar ég horfði á útsendinguna þá sýndist mér Suarez færa hendina frá Evra þegar hann kom á móts við hann… Það er hægt að röfla endalaust um þetta en mér sýndist allavegana að Suarez hefði fært hendina frá og ef ég á að segja alveg eins og er þá finst mér hann alveg líklegur til þess.
Vona að ég eigi aldrei eftir að sjá Downing í Liverpool treyju framar og hvað Carroll varðar þá held ég að hundurinn minn eigi meiri möguleika á að verða góður í fótbolta,manninum virðist gjörsamlega fyrirmunað að staðsetja sig rétt og hann vinnur svona 1 af hverjum 8 skallaeinvígum sem hann fer í!!!
Hverjum er ekki drullusama hvað Alex Ferguson hefur að segja um málið? Meiri hræsnara er ekki hægt að finna í fótboltanum. Hvar var hann með sín heilögu komment þegar að þetta gerðist?
Evra er skíthæll. Hann réttir ekki út höndina fyrr en Suarez er kominn framhjá með sína. Síðan er hann með látalæti í myndavélina til að reyna að klína öllu á Suarez. Þetta er greinilega planað hjá honum og sýnir bara hve mikill drullusokkur hann er.
Ef einhver veit um laust pláss á einhverri heilabilunardeild, vill sá hinn sami vinsamlegast láta Sörinn vita af því? honum veitir ekki af því að leggjast inn á eina slíka miðað við ummæli hans um Suarez…
Sælir Drengir,Ég hef nú ekki kommentað hérna inná, en ég fylgist mjög vel þessari síðu og hef gert síðan hún byrjaði..En ég ætlar aðeins tjá mig um þenna utd leik, Liverpool liðið í þessum leik og smá um blessað Evra Suarez mál..En miða við þenna leik sé ég ekki fyrr mér að okkar blessað lið komist í fjórða sætið, því mér finnst lið vanta allt creativity ásamt árásargrinni og baráttu. í þessu leik var utd bara betri aðilinn næstum allar 90 min á meða okkar menn virkuðu andlausir og ekki tilbúnir fyrir leikinn, hvort það Daglish að kenna eða bara leikmönnum sjálfum er eitthvað sem mætti skoða. En mér fannst Daglish stilla upp fínu liði í dag og liðið sem ætti alveg get unnið þetta bévítast utd lið þótt það væri á heimavelli, það voru kannski tvö spurnigarmerki við byrjunarliðið og það var leikmaður eins Spearing og Downing… Mér finnst Downing hafa verið mestu vonbrigði tímabilsins og það er eins hann sér kominn á endstöð, hann komst frá þessum miðlungsliðunum og í stór liðið og það eins það nóg fyrir hann, hann spilar illa og lítur áhugulaus þegar hann er inná og það er eitthvað sem mér ömurlegt að sjá frá leikmenn sem klæðist Liverpool og með Spearing, hann er orðinn 23 eða 24 ára og hættur að vera efnilegur og er alls ekki liverpool klass sem leikmaður og hann lélega sendingargetu en hann má eiga það að berst fyrir liðið og liverpool maður innað beinni en það er ekki nóg til að komist í liðið, Liverpool liðið þar háklassa leikmenn eða leikmenn sem kunna að spila fótbolta. En á meðan við erum þessa meðalleik innan borðast og leikmenn sem virka bara eins farðþegar þá erum við ekki fara ná þessu fjórða sæti á næstu árum..Svo ég tali aðeins um þetta evra mál, þá finnst alveg rétt hjá Suarez að taka ekki hendina á evra. Og ég ætla að nota þau rök að ég myndi aldrei persónulega taka í hendina á manni sem sakar þig um glæp sem þú framkvæmdir ekki en samt eru dæmdur útaf hans orðum. Hann lætur sig lít út eins algjört fórnalamb. En það eina sem ég séð við Suarez tók ekki höndina á evra er það þetta lítur illa úr fyrir Liverpool og Suarez ásamt því að þetta opnar um ræðu um þetta mál aftur.. En svo þessi ummæli hjá Ferguson eftir leikinn, þau eru fáranleg og ótrúlegt að þetta komi frá honum, hann er kannski fjótur að gleyma öllu ruglinu milli Keane og Viera hérna árum áður og Cantona að ráðast á áhorfenda í miðjum leik… Ég held að Ferguson eiga bara halda kjaftinum á sér saman í stað þess að tala með rassgatinu á sér..Hérna kemur smá rökstuðingum um að Ferguson eigi kannski sleppa því tjá um þetta eða hefur engan rétt á að koma með svona ummæli: http://www.youtube.com/watch?v=GwcpFXOsrY8Jæja núna er bara vona að liðið gleymi þessum leik og nái að koma vel mótiveitaðir á næsta leik á bikaranum á móti Brighton um helgi og nái fram sigri…
það er nú líka Rio sem felur sig og tekur ekki í spaðann á okkar manni…….
Jafn fyrri hálfleikur en Man Utd komu mjög sterkir inn í þann seinni.
Óþarfi að vera með einhverjar vangaveltur hvor vildi ekki taka í höndina á hverjum.Suarez reyndi aldrei að taka í höndina á Evra heldur fór bara beint til De Gea. Og þessi viðbrögð frá Evra voru vegna þess.
Annars hefði Evra alltaf komið vel frá þessum leik en skeit með þessu fagni í lokin.
Mér finnst Suarez og Liverpool bara vera að grafa sér dýpri gröf með þessari hegðun (handshake snub, þruma boltanum upp í stúku löngu eftir að flautað var til hálfleiks). Kominn tími á að loka þessu fáránlega máli. Það verður enginn “sigurvegari” í svona rugli.
Hversu leiðinlegt er líf ykkar Man U manna, sem komið inn með skætingi á Liverpool síðu eftir fyrsta sigurleik ManU á Liverpool síðan 2010. Ef ykkur langar að ræða um hversu sniðugir Ferguson og Evra eru, gerið það endilega á Man U blogginu.
Hvað ætli blánefs ógeðið hann Ferguson segi við því að það var bæði Evra viðbjóðurinn sem bauð ekki höndina fyrir Suarez og svo dóphesturin Rio sem neitaði að taka í höndina á Suarez,
á hann þá ekki samkvæmt sínum athugasemdum að losa þá báða frá félaginu og láta þá aldrei spila aftur þar sem þeir eru félaginu til skammar.
Nei meiri hræsnara er ekki hægt að finna.
Ég ætla að vera mér til skammar og segja bara eitt farðu til Ands**t*n* og taktu allt Utd liðið með þér.
Skrítið að allir fjölmiðlar sáu Suarez snubba Evra, ekki öfugt?
En þetta er náttúrulega bara allt stórt samsæri og allir á móti Liverpool…
Hefði fundist allt í góðu ef allt Man Utd liðið hefði sleppt því að taka í höndina á Suarez eftir þetta atriði hjá honum.
Það skal enginn segja mér að Gerrard og fleiri hefðu heilsað Evra ef þessu væri öfugt farið (þ.e.a.s. ef Evra hefði neitað að taka í höndina á Suarez og svo ætlað að heilsa restinni af Liverpool liðinu).
#106 Bragi,
Þú segir að vangavelturnar óþarfar en veltur svo vöngum þínum yfir þessu í næstu setningu. 🙂
Geturu útskýrt þær fyrir mér m.t.t. myndanna og myndbandsins?
Það er eflaust flestum alveg sama hvaða leikmenn takast í hendur.
Það athyglisverða er að strax var headline-ið komið “Suarez neitaði að taka í höndina á Evra!!” út um allt, Ferguson að fara fram á sölur leikmanna í öðrum liðumog maður veit ekki hvað.
Svo sér maður myndbandið og Evra hefur nákvæmlega engan áhuga á að taka í hendina á Suarez, er þá bara allt í að láta þetta fljúga.. no problemo eh?
Svo segiru “Skrítið að allir fjölmiðlar sáu Suarez snubba Evra, ekki öfugt?”
Tekuru meira mark á fjölmiðlum en því sem þín eigin augu sýna þér?
Leiðinleg úrslit en það huggar að Suarez hafi skorað á Old Traffold og þaggar niður í þessu pakki sem kallar hann ,,racist bastard” og syngur svo um Hillsborough eins og Heims um ból.
Væri til í að sjá þessa mynd undir fyrirsögninni “Suarez neitar að taka í hendina á Evra!”
Reynir Þ er búinn að taka þennan þráð og þessar umræður og snýta þeim….vel gert, engin vafi í huga þeirra sem vilja sjá hvað virkilega gerðist…..
Þetta!!!
http://www.thisisanfield.com/2012/02/video-evra-refuses-suarez-handshake/
Shit. Er fótboltinn farinn að snúast um þetta? Hver tók í höndina á hverjum? Er ekki hægt að henda inn myndbandi af kisunni sem hljóp inn á völlinn um daginn, og gleyma þessu Suarez/Evra kjaftæði?
Þetta holier then you kjaftæði á milli stuðningsmanna er að verða fáránlegt.
En þar sem ég tel að potturinn sé nú þegar fullur af skít og að Sir Alex haldi um sleifina kófsveittur við að hræra vellinginn fyrir fjölmiðla, verð ég að fá að skjóta mínum aurum að.
Á meðan Giggs strýkur mágkonu sinni, Keane endar fótboltaferil manns viljandi og Cantona hleypur uppí stúku til að lumbra á áhorfenda, er Suarez ekkert annað en ómenni fyrir að neita að taka í hönd óvinar síns. Hann ætti af þeim sökum ekki að fá að spila aftur í LFC búning.
Ef ég ætti að velja á milli þess að óvinur minn neiti að taka í spaðann á mér eða að ég ætti bróðir eins og Ryan Giggs….yrði valið auðvelt.
Drengir. Patrice Evra er versta sort það er staðreynd, engu verður um það breytt og við skulum hætta að eyða tíma í þetta helvítis úrhrak…að hann sé fyrirliði Man Utd segir allt um þann skítaklúbb sem segja þarf. Slakir í dag, vissulega rétt en upp með hausinn og lítum á björtu hliðarnar!!
– Suarez er kominn tilbaka, skoraði mark, og hélt haus í dag! Maður leiksins að mínu mati fyrir að hafa ekki tekið hringspark á þetta Evrudrasl þarna stuttu eftir leik.
– Við erum bara 4 stigum á eftir meistaradeildarsæti. Þetta er mjög langt frá því að vera búið
– Við erum á leiðinni í úrslitaleik á Wembley eftir 3 vikur- Við erum ennþá inni í FA cup
Það er nóg eftir af þessu tímabili og nú er bara að girða sig í brók og halda áfram!!
og enginn ykkar minnist á Henderson ? eruð þið núna sammála mér að hann er ekki Liverpool leikmaður…………..til hvers í helv… er Dalglish að nota hanní dag mættust framtíðin (Henderson að ykkar mati) og fortíðin, Scholessegið mér hvað ykkur fannst……endilega….. himinn og haf á milli….guð hjálpi enska landsliðinu og Liverpool, ég hef ekki tíma til þessDowning,henderson,spearing,kuyt út …viðurkennum mistök strax…ekki later on
evran er búin að plana þetta allt, sést vel hvernig hann horfir beint í myndavélina, talar og bendir. Hann horfir ekki a liðsfélaga sína, dómara, nei hann horfir beint í myndavélina til þess að líta út fyrir að vera fórnarlamb
#107 Einar Örn hefur greinilega rangt fyrir sér, því ég man ekki betur en Man Utd hafi slegið Liverpool útur FA Cup árið 2011.
Þetta tímabil er búið hvað deildina varðar. Hvað þarf að gerast hjá liðinu svo við endum í topp 3 sætunum á næsta tímabili?
#110 Reynir,
Ég sá þetta í beinni og búinn að horfa á endursýningu og get ekki betur séð en Suarez reyni ekki einusinni að taka í spaðann á Evra.
Þú segir að hann hafi engann áhuga á að heilsa Suarez, afhverju var hann þá að grípa í handlegginn á honum þegar hann var að heilsa næsta manni? Sé ekki að það sé eitthvað fyrirfram planað atriði hjá honum.
Til að bakka það upp get ég bent á fjölmiðla sem flestir virðast vera á sama máli um að Suarez hafi snubbað Evra.
Ekkert nýtt að menn sjái myndir og myndbönd misjafnt eftir því hvort þeir séu með Man Utd eða Liverpool gleraugun á sér og verðum þá bara ósammála um hvað gerðist þarna í upphafi leiks 🙂
Okey suarez tók ekki í hendina á evra, það á ekki að skipta neinu máli þegar þessir leikir eiga að snúast um fótbolta ekki um hver tók ekki i hendina á evra og suarez tók út sitt bann THATS IT! og það er ekki skritið að suarez tók ekki i hendina á þessu ógeði, og eftir að hafa sé Þessa mynd http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/420040_331429833561762_214679285236818_907728_54331517_n.jpg þá lítur þetta þannig út fyrir mér að suarez sé á leið að taka í hendina þessir kuntu en hún dregur hendina til baka… Þetta er alvegana mitt álit á þessu.YNWA!!!
Var alveg sammála þér bragi þangað til ég sá þetta núna í fréttunum og horfðu bara á myndböndin sem eru hérna og myndirnar sorry en Reynir er búinn að færa myndræn rök fyrir máli sínu en bíddu við scums og fa þurfa ekki sannanir til að hengja menn.
Varðandi ummæli red nose plain stupid hann vill sjálfsagt að Suarez fari svo hann geti keypt hann? kannski þetta eigi þá við evra fyrst öll vandamál dagsins eru kannski honum að kenna?
Þetta var súrt.Sérstaklega þar sem manu voru betri.Ég held að þessar breytingar sem Daglish gerði hefðu mátt koma strax í seinni hálfleik en það er auðveldara um að tala en í að komast.Nú er bikargleði framundan og vonandi löndum við báðum dollunum þegar upp er staðið Y.N.W.A
Já ég er United maður.Skoða þessa síðu annað slagið ásamt öðrum fan-síðum. Alveg merkilegt hvað það grasserar sjúklegt ManUtd hatur hér. Sumir eru nánast andsetnir. Þó eru greinarnar nú yfirleitt málefnalegar. En, ég er bara ánægður með þetta því ég veit af hverju þetta stafar. Stöðnum vs árangur. 0-12; 18-19
#121
Hvað ef Evra hefði verið með hendina í vasanum (er nær því en að fara í handaband)? Hefði Suarez þá átt að fara og heilsa honum þar?
Af hverju Evra grípur svo í handlegginn á Suarez þegar hann er kominn framhjá honum er góð spurning, kannski er Evra bara þannig gaur? Kannski vildi Evra ekki að hann tæki í hendina á De Gea.
Gef lítið fyrir þetta bakkup þitt. En ég get ekki sagt þér hvað þú sérð, svo já.. við erum ósammála. 😛
Nú er um að gera fyrir okkar menn að halda ró sinni og einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru. Þessi skrípaleikur í kringum Suarez og Evra er búinn að hafa alltof mikil áhrif á liðið þannig að fókusinn hefur færst frá því að spila góða knattspyrnu yfir í tilfinningalegt stapp. Nú þurfa okkar menn að hysja upp um sig sálrænt séð.
Var að renna yfir þá leiki sem eftir eru hjá okkur, Arsenal, Chelsea og Newcastle og þetta lítur ekki svo illa út. Öll liðin eiga eftir erfiða leiki en við erum eina liðið sem er búið með þrjú efstu lið deildarinnar. Þá eigum við eftir innbyrðis viðureignir við öll þessi lið og þar af heimaleiki á móti bæði Arsenal og Chelsea.
Og hver er þá staða mála í dag: Jú, möguleiki á meistaradeildarsæti auk þess að vera inni í tveimur bikarkeppnum. Þetta er langt frá því að vera búið. Keep the faith.
Sorgleg frammistaða og andleysið og áhugaleysið er áhyggjuefni í þessum leik sem við áttum alveg að eiga möguleika miðað við spilamennsku Scum. Magnað samt að eftir leiki dagsins er Liverpool ennþá aðeins 4 stigum frá 4 sætinu og 13 leikir eftir svo ekki er öll nótt úti enn.
Það er til háborinnar skammar að einn maður skuli eyðileggja leik Liverpool áður en hann byrjar. Suarez ætti að skammast sín fyrir óíþróttamannslega framkomu í byrjun leiksins að taka ekki í hönd Evra. Svona framkoma er ekki til framdráttar fyrir Liverpool, enda var andinn í leik liðsins langt frá sínu besta. Leikurinn tapaðist á þesu. Suarez hefði átt að sína ,,kúlið´´ og gleyma fortíðinni. Svona leikmaður á ekki heima í okkar ástsæla klúbbi. BURT MEÐ HANN!!!!!!!!ÞAÐ ENGINN LEIKMAÐUR STÆRRI EN KLÚBBURINN!!!!!!!!!!!!!ÁFRAM LIVERPOOL.
Er Ferguson farinn að kommenta í nafni meistara Magnúsar Ólafssonar? Heyr á endemi!
Magnús slakaðu nú aðeins á.Fyrir það fyrsta þá eru handbönd sem menn eru þvingaðir í algjörlega merkingalaus
Við skulum heldur ekki láta eins og þetta sé í fyrsta skiptið sem menn taka ekki þátt í þessum þvinguðu handaböndum í upphafi leiks. Þetta hefur gerst oft. Meira að segja var einn leikmaður Man Utd að spila í dag sem neitaði að taka hönd Vieira á sínum tíma.
Er Suarez bara ekki samkvæmur sjálfum sér með því að taka ekki í hönd manns sem hann er afar ósáttur við?
Er það ekki kallað hræsni að setja á svið einhverjar sættir með tilbúningi og ala samt á kala til mannsins?
Þegar leikmenn takast í hendur af fúsum og frjálsum vilja eftir leiki þá segir það eitthvað um íþróttamennsku og anda en þessi handabönd í byrjun segja ekkert um það. Þau eru þar aðeins vegna þess að mönnum er sagt að taka þátt í tilbúningnum.
Suarez er ekki hræsnari.
Evra tok ekki i höndina à Suarez…
Annars ekki audvelt ad vinna a old traffort og óþarfi að grenja mikið yfir 2-1 tapi
YNWA
Ef það væri heil brú í Kenny Dalglish og forráðarmönnum
liðsins þá kæmi yfirlýsing frá Liverpool þar sem Suarez fengi að útskýra sitt
mál: Neitaði hann að taka í höndina á Evra? Af hverju? Ætlaði hann að taka í
höndina á Evra en fannst eins og fyrirliði United myndi ekki taka í höndina á
honum? Þetta mál þarf að leysa strax. Það hefur haft vægast
sagt slæm áhrif á ímynd klúbbsins og stuðningsmenn og leikmenn liðsins eru
orðnir ansi einangraðir. Reina gæti verið maðurinn sem hefði svarið á reiðum
höndum, hann sást skiptast á orðum við Evra eftir atvikið og virtist skynja
hvað væri í gangi. (Og ef einhver getur útskýrt fyrir mér af hverju Evra horfir
svona „sakleysislegum“ augum í myndavélina strax eftir atvikið þá væri það
fínt; viðkomandi mætti jafnvel vera United-maður. Það er hins vegar óþolandi að
gefa Sir Alex Ferguson færi á að skjóta föstum skotum á klúbbinn sem hann hefur
alla tíð haft óbeit á.
En leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækur LFC. Leikmennirnir virtust rotaðir
eftir þessi tvö mörk á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiksins og náðu sér
aldrei á strik. En tímabilið er ekki búið; Chelsea er Titanic þar sem Terry er
ísjakinn og Villa Boas skipstjórinn. Arsenal-menn eru óstöðugir og nú fer
meistaradeildin af stað á nýjan leik, hún á eftir að setja stórt strik í
reikning beggja þessara félaga. Stuðningsmenn klúbbsins og leikmenn mega ekki
hengja haus eftir þennan leik, ég er mjög ánægður að hann skuli vera frá og að
menn geti vonandi farið að einbeita sér að fótbolta á nýjan leik.
Liverpool-liðið verður ekki dæmt af þessum leik, nema kannski Downing-greyið,
hann er kominn ansi aftarlega á merina hjá undirrituðum. Og Dalglish mætti alveg setja hann útí
kuldann, leyfa jafnvel Shelvey að taka stöðu Gerrard á miðjunni og færa fyrirliðann
útá kant ( Gerrard skoraði að vild í þeirri stöðu í stjórnartíð Benitez).
Ég endurtek hins vegar; ég er sorgmæddur eftir þennan leik,
mér finnst þetta Suarez/Evra-mál hafa skaðað klúbbinn alveg skelfilega og mér
persónulega þætti fínt ef LFC fengi einhverja aðstoð við að leysa ímyndarvanda
klúbbsins, hann er svo sannarlega til staðar.
Hef verið að velta fyrir mér þessum gífurlega áhuga ferguson á okkar ástkæra klúbb. Eru þetta ekki bara eðlileg óttamerki hjá gömlum manni sem sér fyrrum sofandi risa vera að vakna til lífsins. Ömurlegt fyrir gamla að enda sinn feril með engan bikar á sama tíma og Liverpool-risinn verður að fullu upprisinn sem ég tippa á að verði tímabilið 2012-2013. YNWA
Nokkur atriði í dag sem skora á gremjuskalann :
1)Falskur og óheiðarlegur Patrice Evra. Að maðurinn skuli vera fyrirliði er hneisa.. en kannski er það skiljanlegt miðað við fyrir hvaða lið hann spilar.
2)Áhangendur rauðra andskota að tjá sig á kop.is.
3)Tapa fyrir rauðum andskotum.
4)Höfðingi rauðra djöfla að tala út um óæðri endann á sér.
Annars bara ágætur dagur í dag.
YNWA
Þetta er nú meira leikritið. Jæja. Var samt að vonast eftir því að jöfnunarmarkið kæmi þarna í lokinn. En betra liðið vann víst og okkar menn að spiluðu undir getu. Mín heitasta ósk er þó að ManChitty taki þessa deild úr því sem komið er því ég ekki hugsað mér að hitt ManUnited vinni deildina. Skítalið. Neita að viðurkenna það sem fótboltalið!
Gúglaði orðið “skítakarakter” og Google spurði mig “Did you mean Patrice Evra?”
Suarez átti bara að bíta Evra.Hann hefur reynsluna.
Það sem fer mest í taugarnar á mér eftir þennan leik er að Liverpool voru skítlélegir og litu satt best að segja mjög illa út oft á köflum. Sóknarleikurinn var staður og fyrirsjáanlegur. Þetta er eitthvað sem við höfum oft séð í vetur og raun í mörg ár.Þetta mál með Suarez og Evra er orðið óþolandi og er mér skítsama hver tók í höndina á hverjum og hver tók ekki í höndina á hverjum. Nú vona ég að fjölmiðlar finni sér eitthvað annað til að slúðra um, hvað með Chelsea??? Torres og Villas Boas, það er orðið ansi vandræðalegt hjá þeim. Bara tillaga.
Suarez/Evra. Alltaf finnst mér Evra vera sá sem fretar. Hendi Suarez klár en Evra heldur sinni til hlés. Og setur svo upp einn af sínum leikþáttum.Og Scums hamast í fjölmiðlunum, meira að segja rauðnefur fer langt yfir strikið. Allir fjölmiðlar flagga því að Suarez hafi neitað að taka í spaðakvikindið.Evra heldur svo áfram að reyna að ögra Suarez eftir leik, reyndi líka að hleypa öllu upp í hálfleik. Og allir fjölmiðlar pönkast í Suarez. Það mætti mín vegna koma yfirlýsing frá Liverpool en við erum ekki sama skítapakk og scums svo það verður ekki. Dómarinn mætti skrifa ýmislegt um Evra í skýrsluna en svo verður náttúrulega ekki.Fyrir utan þetta þá var liðið lélegt, Downing er alveg búinn með sjénsana hjá mér. Aukaspyrna sem drífur rétt á fremsta Utd mann í teig er dæmi um geldneytið.En nú hefst nýtt tímabil.Bikarkeppni þar sem í boði eru tveir úrslitaleikir og CL sæti.Úrslit dagsins hjálpa til að hefja baráttuna. 33 stig í næstu 13 deildarleikjum og við erum öruggir í fjórða.Djöfull er ég feginn að ruglið sé að baki og alvöru fótbolti framundan. YNWA.
Verð nú að segja að mér finnst ekkert að því að evra hafi fagnað svona í kringum Suarez (eins og mér fannst það samt pirrandi). Somuleiðis finnst mér ekkert að því að Suarez neiti að taka æi höndina á evra. Fannst reyndar það atvik ýta undir að Suarez sé að segja satt (eða að minnsta kosti “sattara” en evra). Hálfvitinn hann rauðnefur minnir þó á takmarkaða vitsmuni sína og segi að Suarez sé Liverpool til skammar og að hegðun hans hefði getað valdið uppþoti, en segir bara að evra hefði ekki átt að fagna svona.Minni aftur á að mér fannst ekkert að þessum tveimur atvikum, heldur er bara rauðnefur að skjóta sig í fótinn með þessum ummælum.
Mikið hefur verið sagt í sambandi við Suarez / Evra málið. En er ég að skilja Sir Alex Ferguson rétt.
Hann segir að Suarez sé klúbbnum til skammar og eigi ekki að fá að spila aftur. Ætti hann ekki að horfa sér nær ? Undir hans stjórn hafa menn:
Ráðist á aðdáenda (í miðjum leik)
Verið sakaðir um kynþáttaníð (Peter Schmeichel vs Ian Right)
Neitað að taka í höndina á öðrum leikmönnum (Rooney og Scholes vs Viera)
Haldið framhjá ófrískri konu sinni með tveimur vændiskonum.
Haldið ítrekað, árum sama, framhjá konu sinni með konu bróður síns.
Skrópað á lyfjaprófi
Reynt að enda feril fótboltamans viljandi inná vellinum og játað það í ævisögu sinni
Er hann í alvöru í aðstöðu til þess að tala um hvað sé viðeigandi hegðun leikmanns innan eða utan ?
Ég er sammála nokkrum hér að nú er þessu loksins lokið, Evra-Suarez. Nú verðum við að klára þetta tímabil með stæl. Því þrátt fyrir allt er ekki lengt í 4 sætið. Evra sannaði endanlega fyrir mér hverslags drullusokkur hann er og það er á kristaltæru fyrir mér að það var aldrei um nokkurt rasistamál að ræða. Enda hefur það aldrei verið sannað!!
Nú held ég að menn ættu að hætta að rabba um þennan leik, helst að koma með einhverja aðra skýrslu á síðuna. Næstu leikir eru í bikurunum, þeir eru ekkert síður stórir og þá sérstaklega í ljósi þess að við sótt bikar, sem er dálítið sem hefur vantað undan farið.Næsti leikur í deild er síðan gegn Arsenal á Anfield. Það eru bara fjögur stig í meistaradeildar sæti þannig að sú barátta er einganvegin búin. En ef við hins vegar töpum fyrir Arsenal í þessum leik er staða okkar orðin ansi erfið, sigur og þá erum við komnir á bólakaf í baráttuna aftur og allir hafa gleymt Evra og United.Legg til að gamla deildarbikarfærslan um Brighton-Liverpool verði sett efst á síðuna, eins væri hægt að fara bara að tala um Cardiff allavega allt annað en Scums.Og í guðana bænum ekki tala niður til Suarez. Þessi maður hefur verið ljósið í myrkrinu þegar allt virtist glatað hjá liðinu okkar, menn (t.d. Magnús Ólafsson) eru ansi fljótir að gleyma og fordæma ef þeir vilja bara henda manninum út í hafsauga og verður þetta varla kallaður stuningur við liðið, þeir sem hugsa svona ættu bara að fara að horfa á eitthvað annað, það eru ástæður fyrir því að Liverpool hefur staðið svona þétt við bakið á Suarez, og hann á klárlega eftir að gefa margar frábærar stundir í framtíðinni. Ég reyndar geri mér grein fyrir að þessir aðila geta varla verið margir, það bara getur ekki verið. Suarez er líka ungur og hann á bara eftir að verða betri.
Vantaði neistann í okkar lið í dag. Því sanngjarn sigur man u. Þessa Evru/Suarez umræðu ættum við að jarða. Að eyða púðri í þennan man u vesaling er tímasóun. Hann skeit uppá herðablöð sem fyrirliði franska landsliðsins en var verðlaunaður með fyrirliðabandi hjá man u. Við erum 4 stigum frá CL sæti og í séns á tveimur bikurum. Gleymum því ekki. YNWA.
Í mínum huga er það Suarez sem ákveður ekki að taka í spaðann á Evra og er það fullkomlega skiljanlegt!
If you were racially abused, would you shake hands with the racist?
If youwere wrongly accused of being racist, would you shake hands with the liar who
accused you?
Theanswer is ‘no’ to both. Which one happened in the game?
Fannst Suarez koma bara ótrúlega vel út í þessum leik eftir þetta fíaskó, og hugsa að ef það var einhver sem tapaði virðingunni og leit út eins og bjáni eftir þennan leik var það Evra, hugsa að flestallir hlutlausir hafi séð það 🙂
And Suarez sang..
When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don’t be afraid of the dark,
At the end of the storm is a golden sky.
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Tho’ your dreams be tossed and blown,Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you’ll never walk alone.
You’ll never walk alone 🙂
Vel gert hjá Suarez að labba bara út þegar Evra var að reyna að æsa hann upp í lokin, og Suarez hafði allan rétt að sleppa handabandinu. Að öðru leiti þá er þetta Surez-Evra mál búið. Auðvitað vill Ferguson að Liverpool hendi frábærum leikmanni eins og Suarez út úr liðinu enda skoraði hann á móti Man Utd. Áfram Liverpool
Kveldið, Viðurkenni það hér að ég er United maður, er því sáttur með þessi 3 stig…
En þessir félagar: Evra og Suarez= leikskólakrakkar í dag!
Tók þennan púls á Fésinu þannig að þessi skrif erum í samræmi við það 🙂
Ég held að flestir hérna og á fleiri spjallrásum hafi einhvern tímann stundað tuðruspark…. Í hita leiksins hef ég sagt eða eitthvað verið sagt….. (já ég hef orðið fyrir kynþáttaníð á vellinum á mínum yngri árum. í eitt skiptið var það foreldri sem var að verki, dómari vísað viðkomandi í burtu) Þetta á ekki að lýðast á vellinum eða annarstaðar… En þetta er til staðar og verður (óskandi í minna mæli)….
Eyþór Guðj. Ég er sammála þessum dæmum sem þú nefnir, þetta eru ekki góðar fyrirmyndir….. En það sem skiptir máli hvað þetta leikrit varðar er, eins og hefur komið fram í commentum hérna, þá er það ÍMYNDIN ÚT Á VIÐ!
Í þessum dæmum sem þú nefnir, hversu mikið hafa forráðamenn United tjáð sig um þetta eftir á.. Ekki mikið. Reyndar verður að taka með í reikinginn að netið var ekki eins öflugur miðill þá eins og hann er nú! Samt sem áður hafa þeir(að mínu mati) kæfa þetta niður og láta ekki FJÖLMIÐLA espa sig upp…. Það er akkurat það sem Liverpool hefði átt að gera…. Það hefði átt að ljúka þessu fyrir luktum dyrum…
KD segir fyrri leik að þeir muni takast í hendur… Ef Suarez neitaði að heilsa Evra af fyrra bragði… þá lætur hann Stjórann sinn líta dáldið kjánalega út. Sérstaklega þar sem KD er í þeirri stöðu að hann á að standa með sýnum leikmönnum og ekki gagnrýna í fjölmiðlum. Það er hans starf.
Takk fyrir mig
Flott síða og 90% af commentum,pistlum ofl, hér eru málefnanleg og gaman að lesa og velta vöngum yfir 🙂
Kv Stefán
Nenni hreinlega ekki að taka þessa umræðu eina ferðina enn.
En vinsamlega ímyndið ykkur langan pistil um Alex Ferguson, einhvern mesta hræsnara sem gengið hefur frjáls á jörðinni. Annan um álit mitt á Patrice Evra sem er að mínu mati opinberaði í dag mjög vel hvaða persónuleika hann hefur að geyma og hefur alltaf haft að geyma. Hann er rúmlega helmingi meira krabbamein á fótboltanum heldur en nokkruntíma Luis Suarez og þetta er ekkert sérstakt hrós fyrir Suarez. Hvernig hann hefur náð að koma út sem fórnarlambið í þessu máli öllu er rannsóknarefni.
Eins væri fínt ef þið ímyndið ykkur langan pistil um hvað þessi handabanda vitleysa er hlægileg fyrir leiki og hvað það er skrítið að stundum er það stórmál þegar menn takast ekki í hendur og stundum ekki. Oðum þetta svona, ég er alls ekki viss um að Suarez hafi upprunalega ætlað að hunsa Evra, en þegar hann tekur höndina að sér og horfir grimmilega á manninn…. það má vera að þetta hafi misskilist…eða verið vel útpælt hjá Evra.
En ok segjum sem svo að hann hafi hundsað handarband við Evra, SO FUCKING WHAT? Ég hefði sannarlega gert það líka við mann sem laug því upp á mig að ég væri rasisti og fékk mig dæmdan í 8 leikja bann síðast þegar við hittumst. Rugl er þetta. Við erum að tala um að stjóri United sagði í fúlustu alvöru að Liverpool ætti að selja manninn úr landi út af þessu! Maðurinn sem gerði Cantona að fyrirliða braut reyndar með þessu grindina utan af glerhúsinu sem hann var áður búinn að brjóta allt glerið úr.
En leikurinn sjálfur var vonbrigði frá leikmönnum Liverpool og úrslitin sanngjörn. Þeir mættu ekki í seinni hálfleik og við fengum á okkur enn eitt markið eftir horn (30% þeirra marka sem við fáum á okkur koma eftir horn).
Gerrard var alls ekki góður í leiknum en Spearing og Henderson komust aldrei nálægt Scholes og Giggs í dag og voru mjög daprir í leiknum. Downing og Kuyt stóðu þó úr af leikmönnum Liverpool og hefðu báðir mátt fara útaf um leið og United skoraði. Eins var Enrique mjög tæpur í leiknum, hugsanlega ekki búinn að ná sér af meiðslum. Þetta var held ég bara versti leikur Liverpool gegn United sem ég man eftir. Downing og hans skortur á sjálfstrausti var lýsandi fyrir eldmóð okkar manna og það að Rafael hafi unnið Andy Carroll 2-3 í baráttu um skallabolta segir líka sitt um hugarfarið.
Á móti er Antonio Valencia frábær leikmaður og sá allra besti sem Enrique hefur lent í sem leikmaður Liverpool. Scholes átti svo allt of góðan leik á miðjunni. United liðið var samt þarna gjörsamlega til að vinna þá og við náðum sorglega lítið að trufla hrikalega óstöðuga vörn þeirra, svo ekki sé talað um markmann.
WH er farin, en hvað lifir lengi i hubba ?
Patrice Evra ber öll merki þess að vera siðblindur einstaklingur. Ef maður bara skoðar aðeins feril þessa manns þá er bara skítaslóðin út um allt.Það eru vandræði alls staðar þar sem þessi maður fer. Að það hafi komið upp 3 tilvik þar sem einhver er kærður fyrir rasisma gagnvart honum er meira en bara tilviljun.Að Lillian Thuram og franski íþróttamálaráðherrann vildu láta banna hann algjörlega frá þátttöku með landsliðinu eftir framgöngu hans á HM 2010 þar sem hann leiddi “uppreisn” leikmannanna og uppskar að lokum 5 leikja bann, er meira en bara tilviljun. (Á sama móti spiluðu Frakkland og Uruguay reyndar saman í riðli. Suarez og félagar unnu riðilinn en Frakkar auðvitað skitu upp á bak og fóru heim)Að hann hafi skyndilega dregið tilbaka hendina þegar kom að því að heilsa Suarez er meira en bara tilviljun. Glottið hans eftirá kom líka upp um hann. Fagnið hans að lokum var heldur ekki fagn hjá manni þar sem réttlætið hefur sigrað að lokum. Þannig maður vill alls ekki koma nálægt þeim sem hefur valdið honum kvölum og hefði forðast það eins og heitan eldinn. Þetta sem við urðum vitni að í gær var siðblindur maður að sýna vald sitt og gera tilraun til niðurlægingar.
Er búinn að vera stuðningsmaður LIVERPOOL síðan ég man eftir mér og hef alltaf verið stoltur af því og reynt að koma því áfram til barnanna minna fyrir hvað LIVERPOOL hefur staðið fyrir í gegnum tíðina en núna segi ég stopp,hingað og ekki lengra,ruglið sem vellur upp úr vil ég fara fram á mönnum hér (stuðningsmönnum LIVERPOOL og öðrum) er orðið of mikið,fótboltinn er komin í fimmta eða sjötta sæti á meðan það er rifist um hvort suarez heilsaði evra eða einhver sýndi einhverjum óvirðingu,komm on, óvirðingu, eru þetta einhverjir kóngar sem eki má blása á svo þeir fjúki ekki um koll!!! Ég vil koma LIVERPOOL á þann stall sem klúbburinn var á fyrir 20-30 árum síðan og ég er bara ekki viss um að SUAREZ sé maðurinn sem leiðir okkur þangað,því miðurÞað sem hann hefur aðallega gert síðan hann kom er eins og tjallinn kallar það”bring the club in to disrepute” og það þoli ég ekki,alveg sama hver maðurinn er,enginn og þá meina ég ENGINN dregur nafn míns ástkæra fótboltaliðs í svaðið og þar með ætla ég að taka áhættuna og vera úthrópaður anti stuðningsmaður LIVERPOOL númer 1 og fara fram á að LIVERPOOL losi sig við þennann leikmann við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi nú í sumar!!!
Patrice Evra og Ferguson hafa dregið nafn LFC í gegnum drulluna með lygum og áróðri. 1. Það eru engar sannanir fyrir því að Suarez beitti Evra einhverjum kynþáttafordómum. Engin dómstóll í heiminum hefði dæmt hann nema hinn endurholdgaði spænski rannsóknarréttur FA. 2. Á myndböndunum sést að Suarez hefur allan tímann útrétta hendi á meðan Evra dregur hana skyndilega að sér rétt áður en hann á að heilsa Suarez. Síðan glottir hann eftir atvikið.3. Fyrir aðeins 2 árum voru menn alvarlega að íhuga að dæma Evra í ævilangt keppnisbann með franska landsliðinu fyrir að leiða uppreisnina á HM og valda þjóðarskömm. Núna er hann fyrirliði manutd, lið það sem fyrrum fyrirliðar og goðsagnir hafa örkumlað aðra leikmenn viljandi, tekið kung-fu spörk í andlitið á stuðningsmönnum andstæðinganna, svindlað á lyfjaprófum, haldið framhjá bræðrum sínum og sofið hjá níræðum vændiskonum?Og það á að reka Suarez? LFC þarf að grow a pair og bakka Suarez upp. Þetta sem er í gangi núna er bara bullying að hálfu Fergie og utd. Ef það verður gefið eftir núna, þá munu þeir halda áfram endalaust. Allir sem vilja geta séð hræsnina í orðunum þeirra.
Skítkastið frá Ferguson, Evra og stuðningsfólki ManUtd er til háborinnar skammar.Maður heyrir í fullorðnu fólki nota ógeðfelldar upphrópanir eins og ekkert sé sjálfsagðara. Stuðningsklúbbur ManUtd ætlaði að birta ku kux klan forsíðu blaðs síns í gær skilst mér. Sífellt verið að úthrópa andstæðingana í stað þess að tala um fótbolta.Staðan er sorgleg og þetta er vanvirðing við viðkvæm og alvarleg málefni svo sem fordóma gegn minnihlutahópum.LFC þarf að sýna mikinn styrk og detta ekki niður á þetta plan. Og við þurfum öll að stoppa í fæðingu ef LFC aðdáendur sýna svona hegðun líka – hættum til dæmis þessum sc*m uppnefningum.
Eru menn búnir að sjá þetta? Það er greinilegt að menn eru búnir að ákveða hver er sökudólgur í þessu máli (aftur) og ljóst að það á að draga klúbbinn og Suarez aftur ofan í svaðið. Þetta eru beinlínis ömurleg vinnubrögð.
http://www.skysports.com/video/inline/0,,20699_7507264,00.html
Liverpool drullaði upp á bak í því hvernig þeir tóku á þessu Evra-Suarez máli. Um það er engin spurning. Að menn hér séu að drulla yfir Ferguson er líka fáránlegt. Honum er skítsama um það, hann vill bara veg sinna manna sem mestan og helst að Liverpool verði lagt niður. Hins vegar játa ég það fúslega að Evra virðist vera vægast sagt tæpur einstaklingur. Þessi trúðslæti hans eftir leik voru hallærisleg (Ferguson reyndar sagði það), alvöru menn láta einfaldlega verkin tala. Svo í sambandi við þetta handaband þá virðist Evra eiga alveg jafn mikla sök. Mín tilfinning er sú að hvorugur hafi vitað nákvæmlega hvað þeir hafi ætlað að gera og því hafi þetta farið svona. Svipað og í fótbolta þegar maður er ekki viss um sendingu eða skot… og gerir eiginlega hvorugt.
Liverpool er ekki valdalaus klúbbur, en auðvitað hafa Ferguson og Man Utd hærri rödd í alþjóðafótboltanum en Liverpool.
Skítkastsmaskína Man Utd hefur verið á fullu blasti síðan Suarez kom til Liverpool, en af hverju?
Jú hann er frábær knattspyrnumaður og Liverpool mikill styrkur, eeen hann er skapbráður og lætur tilfinningar ráða of mikið.
Þegar Liverpool og Suarez ákváðu að áfrýja ekki dómnum sem féll í rasista málinu, þrátt fyrir að ekki nokkrar einustu sannanir væru til sem styðja framburð Evra, þá gerðu okkar menn stór mistök.
Hvað með það að ef Suarez hefði uppskorið lengra bann fyrir vikið?
Ef maður er sannarlega saklaus, þá er ekki nokkur leið í helvíti að maður sætti sig við að vera ranglega dæmdur fyrir eitthvað, og þurfa svo að ganga með stympilinn það sem eftir er.
Núna eftir leikinn í gær hafa fjölmiðlar (flestir þessir stæðstu) verið stútfullir að einhliða málflutningi þar sem Suarez, og það sem verra er Liverpool er enn á ný dregið niður í svaðið vegna einhvers sem ekki átti sér stað.
Þetta er einfaldlega óásættanlegt.
Eini netmiðillinn hér á landi t.d. sem fjallar að einhverju eða öllu leiti um fótbolta sem hefur skoðað málið til hlýtar, og komið með “fallow up” frétt og bent á að kannski var svo bara Evra sökudólgurinn í þessu hræðilega handabandsmáli er fótbolti.net.
Aðrir miðlar hérlendis eins og ruv, mbl og visir virðast ætla að láta sér nægja að lepja drulluna upp úr erlendum miðlum eins og vanalega.
Liverpool verður að bregðast við og koma þessum myndum betur í umferð sem sýna klárlega að Evra dró höndina að sér þegar Suarez koma að honum, og rétti hana svo aftur á flottu augnabliki þannig að Suarez leit enn einu sinni út fyrir að vera sökudólgurinn.
Það dugar ekki að þegja bara og rétta fram hinn vangann endalaust.
Svo ég tali nú ekki um að næg eru til dæmin í gegnum tíðina þar sem Ferguson og Man Utd hafa stutt sína menn í allskonar skandölum innan sem utanvallar.
Það er ekki nokkur að halda því fram að Suarez sé engill sem geri ekkert rangt, hann hefur t.d. litlar málsbætur fyrir axlarnartið í Hollenskudeildinni, hann að mínu mati dettur stundum of auðveldlega og mætti oft á tíðum draga úr dramanu þegar hann biðlar til dómara, en svona er hann og ég fyrir mitt leiti vil frekar hafa hann í Liverpool en í einhverju öðru liði, en Sir Alex Fergson vill helst að hann spili fyrir einhvert annað lið en Liverpool, og ég skil hann vel.
en það er í lagi að vera með rasisma á alla LFC aðila?????????????
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121416
Ég vil þennan mat út. Ömurlegt hvað þetta sé ekki einu sinni tæmandi listi yfir öll þessi voðaverk hans.
http://www.abload.de/img/suarezg6ujn.gif
http://www.abload.de/img/suarez1llp2u.gif
http://www.abload.de/img/suarezbeingsuarezmkvei.gif
http://www.abload.de/img/suarezparkerqs59g.gif
http://www.abload.de/img/suarez-rafaelrgv6j.gif
http://www.abload.de/img/suarezajaxck42q.gif
http://www.abload.de/img/suarezzxo00.gif
Ágætu Liverpool stuðningsmenn og annað gott fólk. Það er erfitt að vera Liverpool maður á degi sem þessum. United menn hafa næstu daga háðs réttinn og mega skjóta föstum skotum að manni eins og þeir vilja, það er nokkurskonar þegjandi samkomulag milli manna þegar annaðhvort liðið vinnur að mega gera háð. En núna er þetta hætt að vera sérstaklega fyndið. 90% þeirra United manna sem ég þekki og tala við ásaka mig um að vera rasista þar sem ég trúi því statt og stöðugt að Evra sé að ljúga, að Suarez sé saklaus og að dómur FA sé byggður á illa ígrunduðu efni og án sannana. Ég veit að þeir eru að grínast en mér þykir það bara ekkert fyndið að vera kallaður eitthvað sem ég er ekki hvort sem er gríni eða alvöru. Ég skil því betur en margir aðrir afhverju Suarez neitar að taka í hönd Evra og styð hann í þeim efnum. Ég er ekki rasisti, Suarez er ekki rasisti, Liverpool er ekki rasista klúbbur. Það eina sem greyið Evra þoldi ekki var spænska orðið negro sem að Hernandez kallar hann á æfingasvæði United en þegar það er á Anfield þá hentar það honum betur að meining þess orðs sé slæm.
En nóg með það, ég á fjölskyldumeðlim sem er af öðru litarhafti en ég, munurinn á mér og henni er lítill sem enginn nema þá sá að við erum sitthvor persónuleikinn. Sú er þar að auki heitur Liverpool stuðningsmaður. Þess vegna finnst mér ekkert fyndið þegar ég er kallaður rasisti af United mönnum fyrir það að ég trúi mínum manni og tel hans málstað sterkari. Ég hef jafnmikla hæfileika til að dæma um það mál eins og þessi svokallaða óháða rannsóknarnefnd FA.
Af leiknum sjálfum þá var mín spá fyrir leik 2-1 fyrir United. Ég hafði eitthvað svo slæma tilfinningu fyrir leiknum sjálfum og að það væri líklegast komið að því að United ynni Liverpool sem varð svo raunin. En það er eitt að tapa og annað að skíta á sig. Liverpool átti aldrei breik í þessum leik og hefði eflaust aldrei unnið nema ef Ferdinand hefði fengið að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Það er áhyggjuefni að í liði Liverpool eru rándýrir leikmenn sem geta ekki rassgat og virðast hafa gleymt því hvernig á að spila fótbolta almennilega. United er ennþá númeri stærri klúbbur en Liverpool enda er 19 stiga munur á þessum tveimur liðum í dag. Það segir meira en flest orð. Ég nenni ekki að fara að verja Dalglish eða einhverja einstaka leikmenn né heldur drulla yfir þá. Læt sérfræðinga um það eins og þá hér á kop sem koma alltaf með góða innsýn í knattspyrnuheiminn.
Ég sagði í seinustu vikur að ef við töpum þessum leik þá er meistaradeildin úr sögunni. Ég er enn á því en þó eftir úrslit gærdagsins og miðað við prógrammið sem eftir er þá er von en hún er veik að mínu mati. Vona því að menn taki bæði FA og deildarbikar, það mun bæta ansi mikið upp.
Verum bjartsýnir púllarar og látum ekki þessa United menn sem koma hér inn angra okkur þótt þeir tali allir sem einn með mjög ómálefnalegum tóni. Þeir eru bara eins og Evra.
YNWA
Hvernig var það aftur, fékk ekki Liverpool bara þriðjung af þeim miðum sem þeir fá venjulega á leikinn af öryggisástæðum? Hvernig getur þá fyrirliði Manutd. komist upp með það að fagna með óeðlilegum og óíþróttamannslegum hætti að leik loknum, með slíkum tilþrifum að hætta gæti skapast af því meðal áhorfenda? Hann er að fara í bann!
er Suarez ekki að bjóðast til að taka í höndina á honum hérna ? https://p.twimg.com/AlYtU41CMAEZya8.jpg …just saying
Úff, mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á þessu Suarez – Evra máli. Myndirnar sem settar hafa verið hér inn finnst mér svosem ekkert sýna endilega að það hafi verið Evra sem ekki vildi taka í hendina á Suarez, en það er greinilegur munur á handastöðu Evra þegar hann tekur í hendina á Henderson og þegar hann ætlar (eða ætlar ekki) að taka í hendina á Suarez. Hvort sem Suarez hafði ákveðið fyrirfram að taka ekki í hönd Evra, viðbrögð Evra hafi valdið því að Suarez hafi ekki viljað taka í hönd hans, eða hann hreinlega haldið að Evra vildi ekki taka í hönd sína, þá finnst mér Suarez koma betur út, a.m.k. ekki verr. Ég trúi því svosem varla að þetta hafi verið planað hjá Evra til að láta Suarez líta illa út. Ekki viss um að hann sé nógu klár til þess.
Ef Suarez vildi ekki taka í höndina á honum þá finnst mér það ýta undir sakleysi Suarez. Hvað hefði hann upp úr því að vilja ekki klára þetta mál af sem fyrst ef hann virkilega er sekur. Það væri virkilega mikil heimska að fara að draga meiri athygli að þessu máli nú þegar því er loksins að ljúka. (Svosem hálfgerð heimska hvort sem hann er saklaus eða ekki). Samt sem áður myndi ég ekki vilja taka í hendina á manni sem kom mér í 8 leikja bann og eyðilagði mannorð mitt þó það gæti komið mér í aðeins meiri vandræði.
Ef Suarez misskildi Evra þá kemur þetta svona út á sléttu. Þó fannst mér viðbrögð Evra frekar skrýtin.
Ef Evra vildi ekki taka í hönd Suarez og grípur síðan í hendina hans þá getur það bara verið til þess að láta Suarez líta illa út og sýnir það bara enn meira hvernig karakter Evra er.Mér persónlega fannst síðan ekkert að þessum fagnaðarlátum Evra. Fóru í taugarnar á mér jú, en mér fannst viðbrögð Suarez við þeim fín og þetta einungis sýna hversu barnalegur Evra er.
Yfirlýsingar Fergusons eftir þennan leik dæma sig síðan sjálfar og eins og sumir hafa bent á hér að ofan hefur hann nú sjálfur varið marga verri menn en Suarez. Auk þess neitaði hans eigin leikmaður að taka í hönd Suarez og það var leikmaður sem kom málinu ekkert við. Suarez hafði þó ástæðu fyrir því að taka ekki í hönd Evra.
Það vantar alla sjálfsgagnrýni hjá Dalglish eftir leikinn! LFC var lélagra liðið frá 1. mín og leikskipulagið átti stóran þátt í því. Við byrjuðum aftarlega og færðust æ aftar svo að mark var alltaf óumflýjanlegt í stað þess að mæta Man Utd framar og stöðva spil þeirra eins og hefur gagnast okkur vel. Síðan var hreyfing leikmanna í sókninni afar léleg og nauðsynlegar breytingar sem allir sáu að voru nauðsynlegar komu alltof seint!2-1 gaf ekki rétta mynd af leiknum og við getum verið sáttir að fá bara eitt mark til frádráttar í markatöluna!
Evra er drullusokkur og það þarf engan langskólagenginn proffa til þess að sjá það. Þvílíkt og annað eins tákn sem þeir hafa sem fyrirliða… Á nú ekki von á því að Evra hljóti skömm fyrir framgöngu hans fyrir/eftir leik enda FA skíthræddir í öðrum rassvasanum hjá rauðnefi..
Það sást líka langar leiðir að Evra var skíthræddur í leiknum enda pappakassi í alla staði. R.Ferdinand ætti að hugsa meira um að læra á klukku og að sala á maríjúana fellur ekki undir veitingahúsarekstur heldur en að opna á sér ræpuna hvað þetta varðar.
Annars verða scums alltaf scums og vona ég að shitty taki þetta í ár..
Hverjum er ekki sama þó að einhverjir tveir menn takist ekki í hendur? Ætla ekki að missa svefn yfir þessu.