Jæja, byrjunarlið kvöldsins eru komin og þau eru sem hér segir. Fyrst, lið Liverpool:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Traoré
Gerrard – Hamann – Sissoko – Riise
García
Crouch
BEKKUR: Carson, Josemi, Warnock, Pongolle, Kewell, Cissé, Morientes.
Ferreira – Terry – Carvalho – Gallas
Essien – Lampard – Eiður Smári
Robben – Drogba – Duff
BEKKUR: Cudicini, Del Horno, C. Cole, Diarra, Geremi, Wright-Phillips, Huth.
Sem sagt … allt umtalið um að þessi leikur skipti engu máli er farið út um þúfur, að mínu mati. Bæði lið stilla upp nánast sínum sterkustu liðum – Alonso er hvíldur hjá okkur og Morientes fer á bekkinn, og hjá þeim virðist Hernan Crespo fá frí og Del Horno vera settur á bekkinn, en að öðru leyti eru þetta sterkustu liðin sem hægt er að stilla upp í dag, held ég.
Verður gaman að sjá hversu mikla áherslu menn leggja á sigur í kvöld. **Áfram Liverpool!!!**
úff, ég er spenntur en samt drullukvíðinn,,… þetta er svona einsog að bíða eftir einkunn úr prófi sem maður lærði ekkert sértaklega vel fyrir … Mér er nokk sama um jafntefli verð ógeðslega ánægður ef ég næ en er drullukvíðinn fyrir að falla … manni hlakkar bara til þess að svona stundir séu búnar…
Dálítið skrýtið, en mér finnst bekkurinn okkar vera sterkari en bekkur Chelsea. Það þykir mér magnað.
Er það gott Einar? Þýðir það þá ekki að við séum með verri menn inná en þeir? :confused: Þætti þér við vera með sterkari bekk en þeir ef Hamann, Riise og Crouch væru á honum í stað Kewell, Morientes og Cissé? (ég held reyndar að Hamann verði maður leiksins!) 🙂