[Rosicky orðaður við Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/3751041.stm). Mjög gott mál að mínu mati, þrátt fyrir að það sé hæpið að vera að orða leikmenn við þjálfaralaust lið.
[Benitez segist verða áfram hjá Valencia](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=301638&cc=5739). Þetta verður fróðlegt. Ég bara vona að þessi þjálfaraleit dragist ekki lengi.
Já, og svo er [Alan Smith kominn til United](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/m/man_utd/3723993.stm). Nokkuð gott hjá þeim að fá framherja, sem skoraði færri mörk en Emile Heskey á síðasta tímabili. Enn sniðugara er að flestir ManU stuðningsmenn, sem ég þekki, HATA Alan Smith. Þeir verða núna að éta oní sig ansi stórar yfirlýsingar um þann leikmann 🙂
Alan Smith á örugglega eftir að blómstra hjá Man.Utd, ég hefði alveg viljað fá hann til Liverpool 🙂