Jæja, Benfica frá Portúgal gerðu sér lítið fyrir og unnu Man U í kvöld, og komust fyrir vikið áfram í 16-liða úrslit Evrópu. United sitja eftir með sárt ennið ( 😀 ) í neðsta sæti riðils síns og komast því *ekki einu sinni* í Evrópukeppni Félagsliða ( 😀 😀 ) …
Hins vegar þá setur þessi óvænta velgengni Benfica fyrirhuguð kaup Liverpool á Simao Sabrosa í algjört uppnám. Útvarpsstöðin Radio 5 í Liverpool sagði frá því í dag, fyrir leiki kvöldsins, að það væri búið að ganga frá og undirrita kaupsamninga þannig að það væri öruggt að hann kæmi til okkar í janúar, hvernig sem leikur kvöldsins færi, en eftir kvöldið í kvöld hlýtur maður að spyrja sig hvort það standist.
Ég gjörsamlega dýrka það að United séu dottnir út úr Evrópu (ó hvað vinnan á morgun verður skemmtileg) … en að sama skapi finnst mér verulegt áhyggjuefni ef helsti kostur Rafa á hægri vænginn er núna ekki á leiðinni til okkar eftir allt saman. Við fáum örugglega frekari fréttir af Simao-málunum á næstu dögum, en þangað til hef ég áhyggjur af því.
Ojæja, við verðum þá bara að láta okkur *nægja* það að United séu dottnir út … 😉
Uppfært (Kristján Atli): Annars þýða úrslit kvöldsins það að eftirtalin lið eru komin í 16-liða úrslitin:
1. POTTUR: Juventus, Barcelona, Arsenal, Villareal, AC Milan, Lyon, LIVERPOOL, Internazionale.
2. POTTUR: Bayern Munchen, Werder Bremen, Ajax, Benfica, PSV Eindhoven, Real Madríd, Chelsea, Rangers.
Staða okkar er einföld; þar sem verndin fyrir lið frá sama landi gildir ekki um okkar menn, þá getum við mætt hvaða liði sem er af þessum átta í öðrum pottinum … **nema** Chelsea, sem koma upp úr sama riðli og við. Þá er bara spurningin: **Hvaða lið er óskaliðið okkar í ár???** 🙂
**Uppfært (EÖE)**: Jæja, ég var búinn að skrifa færslu um þetta sama mál, en þarf greinilega að henda henni núna. Það eina, sem ég hef við þetta að bæta er að það verður dregið 16.desember, sem er fimmtudagur eftir viku.
Og þótt að landsverndin gildi ekki um okkur, þá skiptir það engu máli því Arsenal vann riðilinn og Man U komst ekki einu sinni í UEFA keppnina :-). Í næstu umferð, þá held ég hins vegar að landaverndin falli hvort eð er niður fyrir öll lið.
Mín spá: Liverpool-Rangers.
Mikið afskaplega var þetta Man U lið slappt í kvöld. Yndislegt að sjá það alveg hreint.
En maður á vissulega bágt með að trúa því að Benfica selji fyrirliðann sinn í svona stöðu. Við verðum þá bara að bíða þar til í sumar.
Já, eins og ég segi þá er þetta í raun bara spurning um það hvort það er þegar búið að ganga frá kaupunum á honum eða ekki. Ef Benfica-menn hafa ekki undirritað neitt fyrir leikinn í kvöld get ég ekki ímyndað mér að þeir samþykki sölu, en ef þeir hafa gengið frá þessu eins og Radio 5 halda fram þá kemur hann þrátt fyrir sigur kvöldsins.
Eigum við þá ekki að segja að við drögumst á móti Benfica :confused:
Á erfitt með að trúa því að aðaláherslan sé á að kaupa mann sem getur ekki spilað í meistaradeildinni. Þegar það var frétt hérna um ungan argentínumann í vörnina fannst mér það strax líklegra, að eitthvað svoleiðis væri í gangi. Við sáum hvernig það gekk með morientes og pellegrino í fyrra. voru cuptied í meistaradeild og gátu síðan ekkert um helgar í deildinni. þá kom svo mikil rótering og unstability. Einmitt andstaðan við þetta run sem við höfum verið á núna sem byggist á því að mikill hluti manna er að spila alla leikina. Og ef þeir vildu ekki selja í haust hví skyldu þeir selja núna?
Bíddu bíddu, hvenær tókuð þér upp á því að rita manjú með sömu leturstærð og textinn í kring? Vona innilega að þetta sé vanhugsuð ritun, mistök, fljótfærni, frekar en vísbending um samúð!
Jón Óskar – þú verður að spyrja Einar að því. Þegar uppfærsla síðunnar átti sér stað hér fyrir þremur vikum virðist kóðinn fyrir litlu MU-stafina hafa dottið út … :confused:
En þetta mál fer náttúrulega í forgang og verður lagað eins fljótt og hægt er! :tongue:
enda allt í lagi að níðast ekki á man u í kvöld. þeir sjá alveg um það sjálfir. gleymdi að skjóta á lið. Segi Rangers, þótt ég vilji aumingjana í Real
Samt… Benfica unnu manchester united ÁN Simao, þannig þeir ættu að geta bjargað sér án hans. Ég vill helst fá Rangers ….eða Ajax.
Svona eftir þessa umferð, þá vil ég bara taka undir það, sem Kristján sagði hérna í gær:
Terry og Carra eiga að vera miðvarðapar enska landsliðsins!
Þeir eru einfaldlega bestu ensku miðverðirnir í dag. Ég myndi allavegana treysta þeim 100 sinnum betur en Rio Ferdinand eða Sol Campbell einsog staðan er í dag. Ég hefði ekki haldið þessu fram fyrir einu sinni 12 mánuðum, en í dag er þetta staðreynd.
16. Des er fostudagur….
Eg vona ad tid faid Real Madrid, ta faid tid allavega ad syna hvad i ykkur byr soknarlega med nog plass. Og natturlega tad ad Carra faer ad kljast vid Ronaldo, besta framherjan i heiminum…mmmm
Eg hlakka til
Portúgalskt lið sem enginn bjóst við neinu af slegið út af ManU? Ansi mikið deja vú í gangi, spurning hvort Koeman sé að fara að taka við nýríkum enskum klúbb næsta haust?
Persónulega vill Rangers, en giska á að við fáum Bayern. :confused:
Vonandi Benfica eða Ajax.. allavega ekki Bayern Munchen, það er erfiðasti kosturinn í stöðunni!
Ég held að við fáum Real. Bara nenni ekki að skrifa um United, þeir voru svo rosalega lélegir! :laugh:
Real Madrid er málið, yrði gaman að skella þeim.
Annars er Manju liðið ekki í þeim klassa sem það var og vill ég biðja menn að halda sig niðri á jörðinni gagnvart þeim, vill ekki falla í þá grifju manju manna að vera montnir,leiðinlegir og strá salti í sár annara.
Miðað við prógram okkar í fyrra (vor) þegar við unnum alla þessa erfiðu mótherja (juve, chelsea …) þá sé ég ekkert lið endilega reynast okkur verr í 16 liða úrslitunum. Ég spái Rangers – segjum það bara. En Real væri gaman.
Ég gleðst ekki endilega yfir óförum Man U, en all good things come to an end … eins og máltækið segir. Tek undir með Hemma og Guðna á Sýn í gær: það er kominn tími á Ferguson, “Man U er bara meðallið í dag…” 🙂
Varðandi kaupin á Simao, þá býð ég spenntur eftir verði og ég mun ekkert gráta það að fá hann ekki í janúar. Hann mætti koma næsta sumar. Hann hefði átt að koma í sumar, en það var klúður Rafa og stjórnar tel ég. Tek undir það að ég er ekki endilega hress yfir því að borga “morðfjár” fyrir mann sem nýtist okkur ekkert í meistaradeildinni.
Liðið okkar er á góðu róli núna og ég er bara þokkalega bjartsýnn, hlakka til framhaldsins!
>vill ekki falla í þá grifju manju manna að vera montnir,leiðinlegir og strá salti í sár annara.
Rétt er það. En fokking A, ef við megum ekki gera grín að þeim í dag, þá getum við það aldrei. Við verðum allavegana að hefna okkur pínu fyrir allt Meistaradeildarsnobbið þeirra í gegnum árin.
Ég var hálfpartinn að vona að þeir myndu lenda í UEFA cup eftir allt blaðrið um hvað sá bikar skipti litlu máli.
Liverpool er í Meistaradeildinni til að fá að spila við sterkustu og frægustu lið Evrópu. Ég væri alveg til í að fá Real Madrid á Anfield.
En ég býst fastlega við Liverpool – Rangers. Enda ekki slæmt að fá “Battle of Britain” 🙂
Snilldar síða.. komin í bookmarks.. !
Öll liðin í potti 2 eru lakari en Liverpool liðið eins og það er að spila í dag, hugsanlega að Bayern undanskildu. Ég vona að við fáum Real því ef einhver veit hvernig á að vinna lið frá Spáni þá er það littli sköllótti kallin sem þjálfar Liverpool.
Ég segi:sama hvaða lið við fáum , Bring it !
Áfram Liverpool.
Aumingja manú :biggrin: ég var samt að vona að þeir færu í UEFA Cup af tómri illsku 🙂
Það væri langskemmtilegast að fá einhvern stórleik, Real Madrid væri þokkalega stór og því ekki það?
Hvað varðar Simao og að vera Cuptied, þá hefur Benitez gefið það út að honum sé sama þótt hann kaupi mann í janúar sem getur ekki spilað í meistaradeildinni í vetur. Frábært væri að fá hann, ef Benfica vill selja hann.
Höski – við vissum vel að Simao yrði cup-tied, hann hefði meira að segja verið það líka ef við hefðum keypt hann fyrir 1. sept því hann spilaði með Benfica í forkeppninni, að ég held.
Vafamálið núna er bara hvort Benfica vilja selja hann, eða hvort þeir neiti öllum tilboðum fram á sumar til að reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni í vetur. Það er í raun eina vafamálið, því ég efast eiginlega ekki um að hann muni koma ef hann fær séns á því.
Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa.
Ég held að þessi Simao mál séu komin mun lengra en við höldum. Manni sýndist á öllu að Benfica hafi verið búnir að sætta sig við að missa hann, enda hefur hann verið hundfúll yfir því hvernig þeir höguðu sér í sumar. Gut feeling…frágengið.
Ég vona að Liverpool fái Bayern Munchen. Það væri hrein snilld og bara stuð. Þeir þurfa hvort sem er að klára sterk lið til þess að taka dolluna aftur.