UEFA og Essien

Einsog einhverjir voru búnir að benda á í kommentum, þá hafa UEFA kært [Michael Essien fyrir óíþróttamannslega hegðun](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16463956%26method=full%26siteid=50061%26headline=uefa%2dset%2dto%2dban%2dessien%2dfor%2dchallenge-name_page.html) og getur Essien fengið *allt að fimm leikja bann* fyrir.

UEFA kemur saman 15.desember til að ákveða refsingu. Líklegast er að Essien fái 3-5 leikja bann.

10 Comments

  1. Alveg rétt þetta var ekkert eðlilega gróf tækling, og essien er rosalega lúmskur í svona tæklingum gerir svona tæklingar oft.

  2. Mér finnst þetta frábærar fréttir og ég vil auðvitað að allir leikmenn sem fremji svona alvarleg brot verði kærðir. Okkar menn eru ekkert undanskildir, en í ýmsum Chelsea manna ummælum þá er alltaf þessi pirrandi Eiðs-tækling Sissokos komin undir eins. Getur einhver hér munað með mér hver það var sem tæklaði Traore síðar í leiknum nákvæmlega eins og Sissoko gerði við Eið? Ég skil ekki af hverju á það er ekki minnst.

    En það er kannski ekki rétti vettvangurinn hér, mér finnst persónulega að Essien ætti að fá sem lengst bann, og að þetta verði víti til varnaðar fyrir alla aðra leikmenn – menn eiga aldrei að komast upp með svona.

  3. Ég held að það sé rangt að tala um tæklingu í þessu tilviki. Tækling er þegar maður fer með fótinn á undan sér og reynir að ná boltanum. Það má líka tala um tæklingu þegar boltinn næst ekki en fóturinn fer í annann leikmann. Ég skil það þannig.

    Það að hoppa yfir boltann til að sparka í annann leikmann myndi ég segja að væri: að sparka í andstæðinginn (eins og að kýla andstæðinginn), líkamsárás, fólskulegt brot, o.sv.frv.

    Tækling er eitthvað sem er hluti af leiknum. Árás Essien á ekkert skylt við fótboltaleik og hefði hæglega getað endað ferilinn hjá Hamann.

    Ég vona að hann fái langt bann.

  4. Ég er gríðarlega ósammála því að fara refsa leikmönnum eftir á, ekki síst fyrir brot sem eru hluti af leik þ.e. boltinn var þó þarna. Ég er á engan hátt að afsaka eða réttlæta brot Essien, en ég hef áhyggjur af því að þetta þróist smá saman í einhverja allsherjarvitleysu ef það á endurskoða fótboltaleiki. Það sé verið að opna ormagryfju sem ekki sjái fyrir endan á.

    Mér finnst að svona eftir á refsingar eigi að takmarkast við tilvik eins og olbogaskot, hrækingar og ámóta þegar boltinn er kannski víðsfjarri, en það eigi ekki að endurskoða það sem kalla má hefðbundinn leikbrot.

    Eins og alltaf er verið að segja að mistök dómara eru hluti af leiknum og mistök hans jafnast út. Það er bara einföld tölfræði.

    Hvar á að draga línuna með endurskoðun brota? Hvað með öll augljósu vítin ?

    Það er einnig væntanlega háð því að brotið náist á myndband og þá má búast við að brot í ?high profile? leikjum komi meira til skoðunar því að á leikjum í Meistaradeildinni eru um 15-20 myndavélar, meðan stöðvarnar hér eru með eina myndavél ofan á sendiferðbifreið. Þannig að í leikjum þar sem myndavélar eru víðsfjarri þá geta menn brotið af sér hægri vinstri og þeim verður ekki refsað eftir á ef dómarinn sér ekki brotið.

    Mér finnst þetta vera hluti af þróun sem mér hugnast ekki, ekki frekar en ég vil ekki sjá örflögur í boltann til að segja til um hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Hugsið ykkur leiðindin, það er enn verið að deila um mark frá Heimsmeistarakeppninni frá 1966 og við getum spáð í markið hjá Garica gegn Chelski í maí, allt fram í andlát án þess að fá niðurstöðu.

    Þannig að ég fagna ekki þessari ákvörðun þótt brotið hafi verið með svakalegri sem sést hafa lengi. Ein spurning í lokin haldið þið að eins hefði verið brugðist við ef þetta væru Lampard eða Gerrad ?

  5. Mér finnst að svona eftir á refsingar eigi að takmarkast við tilvik eins og olbogaskot, hrækingar og ámóta þegar boltinn er kannski víðsfjarri, en það eigi ekki að endurskoða það sem kalla má hefðbundinn leikbrot.

    Slordóni, ertu að kalla brotið hans Essien hefðbundið leikbrot? Þetta brot átti ekkert skilt við knattspyrnu og það veist þú nákvæmlega jafnvel og allir aðrir. Fyrir vikið á að taka á svona glórulausum árásum sama hver á í hlut. Já, ég er á því að það hafði verið brugðist eins við hefðu Gerrard eða Lampard átt í hlut. Tel að það skipti ekki máli hver á í hlut þegar svona árásir eiga sér stað.

    Ég tel það afar jákvætt að hægt sé að refsa mönnum eftir á þar sem dómari leiksins sér vitaskuld ekki allt það sem gerist í leiknum. Það er mikill munur á tæklingu og árás sem þessari og menn eiga ekki að komast upp með það að reyna að meiða aðra leikmenn sama hvernig þeir fara að því. Essien, Gerrard, Hyypia, Lampard eða hvaða leikmaður sem er á ekki og má ekki komast upp með hluti eins og þennan. Það verður því að taka á því og þetta er besta leiðin til þess!!!!!

    Áfram Liverpool

  6. sammála slordóna varðandi það að þessi endurskoðun leikja má ekki fara of langt. en þetta var árás. ef menn mega ekki segja fokking black en mega svo reyna að fótbrjóta menn þá er nú eitthvað að.
    “Mér finnst að svona eftir á refsingar eigi að takmarkast við tilvik eins og olbogaskot, hrækingar og ámóta þegar boltinn er kannski víðsfjarri, en það eigi ekki að endurskoða það sem kalla má hefðbundinn leikbrot.”
    Líkamsárásir með vilja falla tvímælalaust undir fyrri flokkinn þinn, en ekki hefðbundin leikbrot!

  7. Fimm leikja bann og hann ætti einnig að vera hýddur á almannafæri , helst af Dietmar Hamann sjálfum. 😡

Þetta er auglýsing

Rafa þjálfari mánaðarins (uppfært)