Uppfært: Liðið er komið og það kemur ýmislegt á óvart þar, ekki síst það að Maxi Rodriguez er í byrjunarliðinu og að Craig Bellamy og Glen Johnson eru enn frá vegna meiðsla:
Reina
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique
Maxi – Gerrard – Spearing – Downing
Suarez – Carroll
Bekkur: Doni, Coates, Flanagan, Shelvey, Adam, Henderson, Kuyt.
Koma svo, áfram Liverpool!
Það nýjasta af Fabrice Muamba að frétta er að líðan hans er stöðug en hann er enn í lífshættu á gjörgæsludeild. Við höldum áfram að senda honum bestu óskir héðan af klakanum.
Annars var einhver umræða um það í gærkvöldi að leikjum gæti verið frestað í dag, sennilega ef allt færi á versta veg hjá Muamba, en enn hefur maður ekkert frekar heyrt af því og því gerum við fastlega ráð fyrir að leikurinn verði leikinn í dag.
Ég uppfæri þessa færslu eftir hádegið þegar byrjunarliðin liggja fyrir, og/eða ef eitthvað frekara er að frétta af Muamba.
Las að það verður “Get Well Muamba banner” á Anfield á í dag.
Vel gert og vonum við það besta fyrir Muamba og góðum úrslitum í dag.
YNWA
Óhugnanlegt atvik og því miður alltof algengt.
En varðandi leikinn að þá er maður orðinn ansi hreint spenntur og… Kvíðinn!
Ég vil ekki byggja upp einhverja bjartsýni hjá mér fyrir þennan leik. Væri td mun bjartsýnni ef chelskí væru að koma eða manjúr. Það virðist henta okkar ágæta liði ákaflega illa að spila á móti kraftaboltaliðinu stoke og reyndar á það við flest önnur lið. Hver man ekki eftir Wimbledon sem höfðu kick´n run í öndvegi og það reyndist okkar flinku leikmönnum oft erfitt.
En ég vonast innilega eftir öðru Wembley ævintýri og dreymir um tvo titla þetta árið!
Segjum 1-0 og það verður enginn annar en Suarez sem skorar eftir góðan undirbúning Stevens Gerrards á 58.mín!
YNWA!
Í kommenti nr #15 við síðasta pistil fór AEG að kenna fæðubótarefnum um einhverja huglæga aukningu í tíðni hjartasjúkdóma í ungum íþróttamönnum. Mer fannst mikilvægt að koma því á framfæri að engar rannsóknir styðja slíka fjarstæðu og ég ákvað því að skrifa örlítin pistil um algengar orsakir hjartaáfalla í ungum íþróttamönnum,
Langalgengasta orsök hjartaáfalla í ungum íþróttamönnum er arfgengur sjúkdómur sem nefnist HCM eða Hypertrophic cardiomyopathy. Þetta er sjúkdómurinn sem t.d. Marc-Vivien Foe og Mikos Feher dóu úr, körfuboltamaðurinn Hank Gathers og nokkrir aðrir þekktir íþróttamenn. Það skelfilegasta við þennan sjúkdóm er að hann er oftast einkennalaus fram að áfalli. Sjúkdómurinn er talinn vera algengari í karlmönnum og þá aðallega karlmönnum af afrísk-amerískum uppruna.
Það jákvæða er þó að það er hægt að finna hann með tiltölulega einfaldri screening, eitthvað sem ég hefði haldið að væri byrjað að gera á öllum íþróttamönnum í fremstu röð. Rannsóknir frá Ítalíu sýna að eftir að prófanir á íþróttamönnum byrjuðu þar hafa tilfellum bráðra andláta íþróttamanna fækkað um 89%!!Einhvern tímann var talað um að byrja með slíkar prófanir hér á landi, en ég veit ekki hvort því hafi verið fylgt eftir. HCM er ekki mjög algengur sjúkdómur og hrjáir um það bil 1 af hverjum 200.000 þúsund. Einföld læknisskoðun hjá heimilislækni getur þó ekki sagt til um tilfelli HCM og eru þessar prófanir því talsvert dýrar, Echocardiogram (sónar fyrir hjartað) getur sagt til um HCM í +80% tilfella en slík rannsókn kostar t.d. hér á Íslandi um 20. þús kr. Echo getur greint þá arfgengu galla sem kunna að leynast í vöðvum hjartans og með eftirfylgni er svo hægt að staðfest tilfelli HCM sem Electrocardiogram rannsókn (sem rannsakar rafleiðni hjartavöðvana). Slík rannsókn er ódýrari. Hægt er að fara í slíkar rannsóknir hjá Hjartavernd í Kópavógi til dæmis og mín skoðun er sú að þær ættu að vera skylda fyrir alla þá sem iðka íþróttir í fremstu röð á Íslandi, til að forða slíkum atburðum sem gerðust í gær, þó óalgengir séu sem betur fer.
Eg veit að margir eru uggandi yfir því sem gerðist í gær enda var þetta alveg gífurlega sorglegt, og gerðist fyrir framan augun á milljonum manna. Þess vegna finnst mér ábyrgðarhluti að vera ekki að fabúlera um orsakasamhengi á milli atburðarins í gær og hinna og þessa hluta, hvað þá hluta sem eru jafn mikið rannsakaður og documentaður eins og fæðubótarefni. Það hjálpar engum.
Hér er wikipedia-greinin fyrir áhugasama um HCM sjúkdóminn. Heimildir eru eins og vanalega, neðst í greininni.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hypertrophic_cardiomyopathy
* Með þessum pistli er ég ekki að fullyrða að Muamba hafi þjáðst af HCM. Það er aðeins tölfræðilega líklegasta ástæðan.
Ég biðst afsökunar á þráðráni. Mér fannst bara mikilvægt að þetta kæmi fram.
Góðan daginn allir Liverpool vinir mínir. Megi þessi dagur vera dásamlegur eins og aðrir dagar í lífi okkar. Ég horði í gærkvöldi á mynd sem heitir Will og er hún um það sem ég segi að gerir okkur að Liverpoolmönnum. Hún fjallar um að lifa drauminn og hvað hún gerir okkur að stórri fjölskyldu.”Liverpool” Ég skora á alla Liverpoolmenn að horfa á þessa mynd því hún fær hörðustu aðdáendur til að gráta. Þeir hinir sem halda með öðrum liðum , vona ég að þeir fá einhverntíma að upplifa þetta og skilja. YNWA
Ágætt að þetta komi fram
https://twitter.com/#!/TouchlineDrama/status/181361971780780032/photo/1
Það var góð umfjöllun um skyndidauða íþróttamanna í Læknablaðinu fyrir ekki svo löngu. Hér eru linkar fyrir áhugasama.
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/02/nr/4436
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/02/nr/4438
Vonast eftir bata Muamba og sigri í dag.
Það góða við hvað leikurinn byrjar seint er að Liverpool er ekki ennþá búið að klúðra neinum dauðafærum í dag, og ekki skjóta neitt í slá og stöng.
Byrjunarlið:
Reina
Enrique, Skrtel, Carra, Kelly
Downing, Spearing, Gerrard, Maxi
Carroll, Suarez
Líst vel á það.
Það yrði yndislegt að taka þetta í dag. Komast aftur á Wembley en bæði Tottenham og Chelsea verða í pottinum í síðustu fjórum. Myndi fá létta fullnægingu að slá Tottenham og Harry út í undanúrslitum á Wembley og svo Torres og co í úrslitum !
Þar sem 7,8 & 9 eru inná þá er ég sáttur.
Langbesta byrjunarliðið sem hægt er að velja í dag, ef Bellamy væri heill þá væri það aðeins hann sem myndi koma inn í liðið á kostnað Maxi. Tala nú ekki um Lucas, ef Spearing spilar eins og hann gerði síðast þá er auðvelt að hætta að velta því fyrir sér hvernig liðið væri að spila með Brassann inná.
Ég trúi bara ekki að Stöð2 hafi sett auglýsingar á milli leikjana. Þvílík framkoma við þá sem kaupa áskrift. Var sem betur fer með link á leikinn hérna í tölvunni.
hálvitar.
Æ æ æ…..Kevin Friend að dæma….hefur reynst okkur skelfilegur dómari í gegnum tíðina. Vona að hann haldi sig á “mottunni”
Nr. 14 Hver er linkurinn? 🙂
SUAREZZZZZ!!!!!!!!!!!!!!!!
Glæsilegi dómarinn, alveg ljóst að þetta var aldrei horn. En djöfull var þetta samt lélegur varnarleikur !
Týpískt fyrir Liverpool þessa dagana að Peter fucking Crouch skori ólöglegt mark eftir ranglega dæmda hornspyrnu
http://www.lshunter.tv/football-live-streaming-video.html
Þetta var nú aldrei ólöglegt mark sem slíkt þó að hornspyrnan hafi verið ranglega dæmd.
Maðurinn sem stendur fyrir Reina hefur fullan rétt á að standa þarna, hann er gerir ekkert rangt.
Ég veit ekki hvort að Reina hafi fengið gula spjaldið fyrir að þræta fyrir það eða hornspyrnuna.
Helv. er hann spjaldaglaður….það fær einhver að fjúka út af í seinni
þetta dómaratríó er alveg sjónlaust. hvað er í gangi? fá þeir það ekki heima hjá sér?
Djöfulsins dómarahálfvitar
Átti þetta að vera svæðisvörn eða maður á mann í horninu? Kelly eltir manninn sem hleypur á nærstöngina en Carroll bara stendur og horfir á Crouch fara framhjá sér eins og hann væri bara að hugsa um sitt svæði.
Dómarinn gaf ekki markið, ömurleg varnarvinna sá til þess.
Dómarinn gerði hinnvegar mistök með að gafa hornspyrnu.
Átti Sawcross ekki annars að vera í banni í þessum leik?
Ohhh, ég sem var næstum því búin að gleyma þessum helv dómara hálvita. friend gaf stoke hornspyrnuna eftir að shawcross skallaði boltann í markspyrnu.
Úff, , jæja, valta yfir þetta stoke drasl í seinni hálfleik, leiðinlegasta lið sem er í úrvalsdeildinni í dag.
YNWA
Kevin Friend + félagar í Blindrafélagi Bretlandseyja = taumlaus ánægja.
Nú þarf bara að klára leikinn með tveimur mörkum og ekkert vesen!
Hættið að kenna dómurunum um!
Carrol og Downing eru með niðurgang!!!
Kenna dómurunum um?! …..þeir eiga að dæma leikinn en ekki hafa áhrif á leikinn með beinum hætti með rangri dómgæslu. Eitthvað sem þessi blessaði Friend er frægur fyrir og gerir hann þar með óþolandi að mínu viti.
Downing!!!!
Selja Downing strax 🙂 🙂
Tek þetta tilbaka
jæja…..halda þessu svo einu sinni !
Ég myndi nú frekar tala um framgang hjá Downing en niðurgang!
Þoli ekki þegar leikmenn eru í þessum fautaskap og komast mikið upp með það.
Flott markið hjá okkur og þetta er svarið, létt spilamennska á móti hauslausum törfum!
er mig að dreyma eða? torres og downing að skora á sama degi?
Miðað við þann kraftabolta sem Stoke vill spila þá fara stóru strákarnir Huth og Shawcross alveg ótrúlega létt niður.
Nú er spurning um að skella Bellamy inn á fyrst Stoke er að dæla stórum og hægum mönnum inná. Þeir hafa allavega ekki skorað eftir innkast í 11 mánuði.
Spearing> Xavi
Helvíti er litla spjótið að standa sig vel (Spearing)
Torres og Downing búnir að skora….Carroll á pottþétt eftir að setja hann 🙂
af hverju ekki rautt á Huth? augljóslega viljandi þegar hann fór í ökklann á Suarez
Sjá þennan fo… fautaskap!
Rosalega er Stók leiðinlegt fótboltalið ….
Skemmtilegur leikur svona miðað við að Stók væri annað liðið á vellinum. Hvenær ætlar Downing að fara að sýna eitthvað?
Er að horfa á dráttinn! 🙂
Liverpool – neverton/sunderland!!!!!!
er ekki leikurin á wambley?
Yes sir 🙂 🙂
#50 jú, leikurinn verður spilaður á nýjum heimavelli liverpool… Wembley
South Anfield eins og hann heitir strákar mínir 🙂
Horfði á leikinn í hvíta húsinu á Selfossi(það er míta að allir Selfyssingar séu arsenal menn og hnakkar,staðurinn var fullur af gallhörðum Púllurum)En það var gott að Downing svaraði fyrir sig menn voru búnir að vera að hrauna yfir hann vegna misheppnaða sendinga en svona er fótboltinn það verður ekki meira talað um það heldur þetta FRÁBÆRA MARK sem hann skoraði svo er bara að landa þessari dollu koma svo ÁFRAM LIVERPOOL !