Liverpool tryggði sér í dag þátttökurétt í undanúrslitum FA bikarkeppninnar með 2-1 heimasigri á Stoke City í 8-liða úrslitum.
Um Stoke-liðið þarf svo sem ekki að fjölyrða. Það vissi það hvert mannsbarn að þetta yrði erfiður leikur, að knattspyrnan í boði yrði ekki falleg og að það eina sem gilti væri að þrauka þessar 90 mínútur og innbyrða sigurinn. En hafi ég átt von á leiðinlegum knattspyrnuleik sökk hjartað í mér nokkrum mínútum fyrir leik þegar ég áttaði mig á að erkifíflið og Liverpool-hatarinn Kevin “Friend” átti að dæma leikinn. Ég bara skil ekki hvernig þessi maður fær að dæma Liverpool-leiki, oft kvartar maður yfir dómurum eftir leiki en þegar “Friend” er annars vegar er ég 100% viss um að hann er hlutdrægur gegn Liverpool og þá sérstaklega tveimur leikmönnum, þeim Luis Suarez og Craig Bellamy. Sú trú mín átti bara eftir að styrkjast í dag.
King Kenny gerði eina breytingu á liðinu sem lagði Everton sl. þriðjudag, Maxi Rodriguez kom inn fyrir Jordan Henderson:
Reina
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique
Downing – Gerrard – Spearing – Maxi
Suarez – Carroll
Bekkur: Doni, Flanagan, Coates (inn f. Kelly á 89. mín.), Shelvey, Adam, Henderson (inn f. Suarez á 89. mín.), Kuyt (inn f. Maxi á 61. mín.).
Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og menn bjuggust við. Stoke lágu aftarlega, með Crouch einan frammi og spiluðu sinn forljóta, stórkarlalega þursabolta og reyndu að nýta föst leikatriði og sniðug leikbrot eins mikið og þeir gátu. Liverpool höfðu boltann meira og reyndu að brjóta þá niður en gekk illa að skapa sér færi. Kevin “Friend” var að venju í aðalhlutverki, flautaði á öll smáatriði og leyfði leiknum aldrei að fljóta.
Fyrsta markið leit dagsins ljós á 22. mínútu þegar Suarez og Maxi spiluðu vel upp að vítateig gestanna þar sem sá fyrrnefndi klíndi boltanum niður í fjærhornið. Óverjandi fyrir Sorensen í marki Stoke og staðan 1-0 fyrir Liverpool. Það stóð þó ekki lengi því Stókarar jöfnuðu tæpum tveimur mínútum seinna. Þeir fóru beint í sókn eftir miðjuna og fengu hornspyrnu sem okkar menn voru ekki sáttir við, en Kevin “Friend” hlustaði ekki á mótbárurnar. Úr hornspyrnunni skallaði Ryan Shawcross boltann framhjá á fjær … og Kevin “Friend” gaf þeim aðra hornspyrnu. Okkar menn vægast sagt ósáttir. Boltinn kom fyrir frá hægri, Ryan Shotton stillti sér upp fyrir framan Reina og hélt utan um hann báðum höndum svo að Reina komst ekki að boltanum og Peter Crouch skallað’ann óvaldaður í markið. Pepe brjálaðist og húðskammaði Kevin “Friend” sem launaði honum með gulu spjaldi. Fáviti.
Það sem eftir lifði hálfleiks naut “Friend” sín í sviðsljósinu enda með eindæmum athyglissjúkur. Suarez og Carroll sérstaklega fengu röð skrítinna dóma dæmda sér í óhag og rúsínan í pylsuendanum var þegar Suarez potaði boltanum í Glenn Whelan og aftur fyrir en aðstoðardómarinn dæmdi markspyrnu. Þá hélt ég að Suarez fengi spjald fyrir mótmæli enda orðinn vel pirraður á ástandinu en hann náði að sitja á sér.
Staðan í hálfleik var 1-1.
Seinni hálfleikur var aðeins skárri. Okkar menn héldu boltanum og þyngdu sóknina jafnt og þétt og þótt “Friend” gerði sitt besta til að flauta áfram á allt smávægilegt náði hann ekki að trufla flæðið í leiknum jafn mikið og fyrir hlé. Á 61. mínútu kom sigurmarkið – Stewart Downing lék boltanum inn að teignum frá hægri kanti, reyndi sendingu inná teiginn á Steven Gerrard sem náði ekki að taka boltann með sér. Þá tók Downing hann bara sjálfur, lék honum áfram inn á vítapunktinn og negldi framhjá Sorensen í markinu. 2-1 fyrir Liverpool og þrátt fyrir pressu það sem eftir lifði leiks náði Liverpool ekki að bæta við mörkum.
Undir lokin reyndu Stókarar tvennt, annars vegar að pressa og ná jöfnunarmarki með röð innkasta og hornspyrna (árangurslaust) og að slasa Liverpool-menn (með góðum árangri). Robert Huth traðkaði á utanverðri rist Suarez þegar boltinn var víðsfjarri á 89. mínútu svo að Suarez þurfti að fara út af meiddur og á sömu mínútu fór Martin Kelly út af meiddur á ökkla eftir tæklingu í dauðafæri tveimur mínútum áður. “Friend” refsaði Huth ekkert og við verðum að vona að þeir félagar Suarez og Kelly séu ómeiddir.
Hey, var ég búinn að minnast á það að Luis Suarez er antíkristur og táknmynd alls hins illa í enskri knattspyrnu? Einmitt.
Lokatölur urðu 2-1 og það voru fegnir Púllarar sem fögnuðu í leikslok, og svei mér þá ef restin af Englandi fagnaði ekki með okkur. Stók úr leik þetta árið þannig að önnur lið sleppa við að mæta þessu ömurlega leiðinlega andknattspyrnuliði, við þurfum ekki að spila við þá aftur á þessu tímabili, ég efast um að Kevin “Friend” fái að dæma fleiri Liverpool-leiki eftir að Dalglish mun væntanlega hrauna yfir hann eftir leikinn … OG VIÐ ERUM Á LEIÐINNI Á WEMBLEY! AFTUR!
Til hamingju með það, Púllarar nær og fjær.
WEMBLEY !!!!!!
Wembley!!
Wembley og stoke frá. Rosalega er þetta leiðinlegt lið þetta stoke.
Helvítis frummanna-lið þetta Stoke. Miðverðirnir líta út eins og hugmyndir mannfræðinga um forfeður okkar sem áttu heima í Neanderdalnum, sérstaklega þessi Shawcross. Og fótboltagetan eftir því.
Alltaf gaman að vinna þetta ógeð, og með þessum líka mörkum!
YESSSSS ! Sunderland / Everton !
Liverpool vs Everton/Sunderland….
Lítur bara vel út…
Everton eða Sunderland á Anfield í undanúrslitum!
SORRY! Á Wembley…
Rétt upp hend, sá ykkar sem heldur að Charlie Adam eigi heima í byrjunarliðinu? Og þá á kostnað Gerrard?
Mitt val: hendin er niðri. Gerrard er kóngurinn og á þessa miðju. Ef hann er meiddur á Henderson að leysa hann af. Adam má finna sér annað lið.
Ef Kenny ætlar að vera með 4-4-2 kerfi þá eru það Lucas og Spearing sem leysa djúpa hlutverkið að sér.
Eggert félagi minn getur núna farið að panta sér far á Wembley …
Tvö kraftaverk gerðust í dag Downing skoraði og Liverpool loksins komin með tveggja sigra röð á Anfield 🙂
Flottur sigur. Það er magnað hvað andstæðingar mega brjóta á framherjunum okkar, Suarez og Carroll án þess að þeim sé refsað.
Maður gleymir ekki slæmum árangri í deildinni alveg með þessum frábæra árangri í bikarkeppnum, en þetta er heldur betur að halda uppi áhuga manns á enska boltanum þessa dagana. Frábærar sárabætur fyrir þessa hörmung í deildinni. 🙂
Núna er bara málið að klára Sunderland á Wembley og taka þennan bikar gegn Tottenham.
Mér sýnist Dalglish vera farinn að sjá að það borgi sig að setja aðra í liðið heldur en Adam.
Getur einhver sagt mer drattinn?
Til lukku með þetta öll : )
Hjartanlega sammála skýrslunni hjá KAR.
Það eina sem ég hef við þetta að bæta er að ég er ánægður með dráttinn, og vonast til að við mætum Chelsea í úrslitum þar sem fyrrum 9. okkar fær þá ánægju að sjá gamla liðið sitt fagna bikar að leik loknum : )
Bara gaman : )
Yyyyyyndislegur sigur og algjörlega frábært að vera komnir aftur á Suður Anfield!
Liverpool spiluðu fínan bolta í dag þrátt fyrir rugbytakta stókara. Vona innilega að Suarez sé ekki meiddur en það var fáránlegt að sjá dómgæsluna í þessum leik.
Get ekki beðið eftir leiknum á móti neverton, miklu skemmtilegra að vinna þá en sunderland!
Frábært hjá okkar mönnum, mikilvægur sigur á ömulegu liði Stoke,,það gleður mig en og aftur að Adam sé ekki í þessu liði miðjan verður bæði hættulegri framm á við og eins verst hún betur, eins sem ég gladdist ekki yfir var að Maxi byrjaði inn á enda breittist leikurinn til hins betra er hann fór út af, það verður erfitt að mæta Sunderland/ Everton en samt betri kostur en hinn.
Sæl öll.
Til hamingju með daginn og sigurinn. Ég sá ekki leikinn þar sem ég var að vinna en reyndi að fylgjast með á netinu og að sjálfsögðu var ég á Kop.is og fékk þar þær upplýsingar sem mig vantaði.
Sá rétt lokamínúturnar og fannst Stoke spila grófan bolta ég var farin að rífast við sjónvarpið um leið og ég settist og var orðin alveg snarbrj…… þegar leiknum lauk. En við unnum og þá er ég sátt.
YNWA
Efast um ad Kevin Friend hafi séd Huth tradka á Suarez. Thad er hins vegar eitthvad sem aganefnd getur pælt í. Ég vona thad svo sannarlega.
Gott mál ef Suarez vill vera áfram:
http://www.teamtalk.com/liverpool/7607080/Suarez-to-accept-Reds-extension
Annars góður sigur þrátt fyrir að miðjan hafi nú alls ekki verið okkar í fyrri hálfleik að mínu mati.
Erfitt að segja hvort að þetta hafi verið viljandi hjá Huth.
Það var ekkert dæmt á þetta; http://www.youtube.com/watch?v=tEMtcZ1C7No
svo Huth ætti að sleppa.
Það verður að teljast mjög líklegt að það verði Chelsea-Liverpool á WEMLEY í úrslitum og þá held eg að við vinnum þessa keppni viðð erum bunir að vera mjög góður móti Chelskí! 😀
góður sigur gaman að sjá Downing skora mark og það svona þýðingarmikið.
En @10 þú gleymdir einu KRAFTAVERKI sem gerðist í dag… það var að Torres skoraði og ekki bara 1 heldur 2 !
Sammála nr. 19, þetta lýsir ekki gangi leiksins sérlega vel. Stoke voru með 54% possession í fyrri hálfleik. Liverpool tók hinsvegar að mestu leiti yfir í seinni og átti sigurinn klárlega skilið.
Congrats Liverpool fans nær og fjær.
Ég vildi bara commenta á eitt. Djöfull nennið þið að röfla um hvernig Stoke spilar fótboltaleiki. Ég er ekkert að hrópa húrra þeim en ég var greinilega að horfa á einhvern annan leik en sumir hérna. Stoke spilaði bara fínt og voru á köflum hættulegir. Fyrsta korterið voru þeir hættulegri, pressuðu hátt og spiluðu út á vængina. Ég gat ekki séð 10 manna vörn sem kýldi bara fram. Fólk hérna svo að dissa fótboltahæfileika hina og þessa í þessu Stoke liði. Lítið ykkur nær með það að gera. Hvaða rosa viðkvæmni er þetta hjá ykkur við þetta Stoke lið? Aðferð þeirra virkar en geta alveg spilað bolta inn á milli.
Þú skreytir nú aðeins í lýsingu á marki Stoke, Kristján Atli. Hann hélt aldrei utan um Pepe og þetta var bara aldrei brot á Stoke. Fullkomlega löglegt mark. Aftur á móti var þetta ekki horn og það var það sem Pepe og fleiri mótmæltu.
Annars, frábær sigur. Bikarlið líkt og undir stjórn Rafa. Ekki fallegur leikur, lélegar sendingar og við ekki nógu spennandi fram á við.
Spearing var mjög góður en Skrtel alltaf maður leiksins. Frábær.
Ég skil ekki fyrst að það var ekki brotið á Pepe af hverju hann fór þá ekki í boltann sem kom rétt fyrir framan hann eftir hornið. Mér fannst þetta strax virka sem brot og hefur maður nú séð dæmt svona brot á sóknarmenn versus markmenn, í þessi 33ár sem ég hef fylgst með boltanum, svona ca. 50.000 sinnum.
http://www.skysports.com/football/match_report/0,,11065_3495570,00.html
ekki alveg rétt hjá þér Halti B númer 23 samkvæmt sky þá var Liverpool með boltann
57,8 í fyrri og samtals 58,8
Haukur nr. 20:
Það er einn munur. Suarez fékk gult fyrir brotið á Parker en Huth fékk ekkert spjald áðan.
Ef dómari gefur leikmanni spjald þá er ekki hægt að gera meira í málinu.
eyða þessu kommenti og nr. 28 hjá mér.
Ég væri til í að sjá Stoke keppa við Barcelona.
Messi myndi enda með eldingarlaga-ör á enninu eftir leik og Stoke falla niður í utandeildina. Efni í metsölubók.
Þetta var mjög góður sigur í dag. Ég tek undir með Tigon #24. Stoke nær að halda sér í efri hluta deildarinnar með þessum hætti og þótt þetta sé and-fótbolti þá fá þeir fínt “value for money” með mjög ódýrum leikmannahóp. Staðreyndin er sú að betri liðin eiga erfitt með að vinna þetta lið og þeir tapa sjaldan stórt. Fá ekki mikið af mörkum á sig.
Varðandi okkar lið þá leist mér nú ekki á blikuna fyrri hálfleik. Allt of mikið af slökum sendingum, Kelly með byrjendamóttökur og varnarmenn Stoke fengu að djöflast eins og þeir vildu í Carroll og Suarez. Svo loksins sem eitthvað þríhyrningaspil náðist þá kom mark upp úr því. Ég skil ekki af hverju Maxi Rodriguez spilar ekki meira því hann er mjög flinkur, með góða hreyfingu án bolta og er þrælklókur að finna sendingaleiðir. Þetta er eitthvað sem marga sóknarleikmenn okkar skortir.
Þetta mark hjá Stoke var eins ólöglegt og það getur orðið. Shotton hélt utan um Reina, en ég sá það svosem ekki fyrr en eftir fjórðu eða fimmtu endursýningu. Og það fyrir utan að þeir áttu aldrei að fá þessa hornarunu. Það breytir þó ekki því að Carroll mátti aldrei sleppa Crouch svona auðveldlega. Hann klikkaði algjörlega á dekkningunni og það verður hann að laga.
Síðan var gott að ná þessu marki tímanlega í seinni hálfleik, annars hefðum við eflaust streðað við að klára leikinn. Ég tek líka undir að Steven Gerrard spilar miklu betur með Spearing við hliðina á sér heldur en Charlie Adam. Sýnist Adam varla eiga afturkvæmt í byrjunarliðið. Góður sigur, gaman að fara aftur á Wembley, algjör draumur að taka Neverton þar og svo Chelsea eða Spurs í úrslitum.
Carra maður leiksins, ekki spurning
Það er miklu skemmtilegra að horfa á svona leiki með Liverpool heldur en lágdeyðu og metnaðarleysi. Fullt af vafaatriðum, fínn fótbolti og mikið fjör. Mér dettur ekki í hug að gagnrýna Stoke, það verða alltaf lið í þessari deild sem spila leiðinlegan bolta og þá er það bara meiri áskorun fyrir hin liðin að sýna áhorfendum að skemmtilegri bolti vinnur þann leiðinlega. Hef aldrei séð leiðbeiningar um það hvernig lið eiga að spila fótbolta í úrvalsdeildinni. Stoke mega alveg spila svona bolta ef þau taka stig af hinum liðunum í kringum okkur.
Skrtel var algjörlega frábær eins og vanalega og var maður leiksins án efa. Eins fær maður alltaf ris þegar áttan stígur á völlinn!
Ég held að það sé enginn að efast um að aðferð Stoke sé árangursrík og það vita allir að Pulis er að það sem hann getur með þessu tveggja metra kjötstykki sem eru í Stoke.
Ég held að ég og aðrir hérna erum að “væla” yfir hversu leiðinlegt það er að horfa á fótboltaleik sem inniheldur Stoke. Það fara 30 sek að meðaltali í hvert innkast því Shawcross og Huth þurfa að rölta yfir völlinn til að eiga möguleika á að skalla boltann inn og það þarf að bóna boltann fyrir innkastið. Þeir eru hægir fyrir utan kannski tvo leikmenn. Þetta er viðbjóður að horfa uppá, en þetta virkar fyrir þá.
En annars þá er ég sammála með Kevin Friend. Þessi maður er að verða virkilega pirrandi. Þá er ég ekki að tala um hornið, mögulega brotið á Pepe eða hann dæmi heldur ekki horn þegar Huth gjörsamlega sparkaði boltann útaf. Ég á við að leikurinn fær illa að rúlla hjá honum, það er lítið samræmi í dómum hans og það er eins og hann hafi ákveðið fyrirfram hverja hann ætlar að leggja í einelti í dag.
Annars gaman að sjá Suarez setja hann sem og Downing. Báðir menn sem hafa verið undir tönnunum á fólki uppá síðkastið og vonandi eru þeir að koma til.
Einnig flott að sjá Spearing standa sig en ég var ekki alveg næginlega sáttur við Kelly í dag sem var mjög tæpur í aðgerðum sínum í dag. Bara slæmur dagur á skrifstofunni! Gerist hjá bestu mönnum.
Sjáumst á Wembley 14. apríl, erum aldrei að fara spila 15. apríl!
Sælir félagar
Sá ekki leikinn og átta mig ekki alveg á honum svona í smáatriðum eftir leikskýrslu og komment. Eitt er mér þó ljóst. Okkar menn unnu þennan leik og það er auðvitað aðalatriðið.
Hitt er vitað og hefur verið um tíma að Stoke spilar hundleiðinlegan andfótbolta en ótrúlega árangursríkan. Það vita öll lið að hverju þau ganga í því efni. Aftur á móti á það að vera þannig að leikmenn verða að geta gengið að því vísu að dómgæslan sé í öllu falli hlutlaus, eðlileg og eftir bestu getu dómarans. Kevin Friend er náttúrulega í verulegu ólagi samkvæmt KAR og á því þarf að taka.
Eina leiðin til að losna við dómara eins og Friend er að skrifa um frammistöðu hans. Ef KK og aðrir sem standa að liðinu fara að kvarta getur það virkað í öfuga átt. Bæði hjá honum og öðrum dómurum. Það þarf opinbera umræðu þar sem öflugir pennar kjöldraga svona dómara þannig að þeir þori ekki annað en gera betur í sínum störfum.
Annars er ég bara sáttur en á auðvitað eftir að horfa á leikinn mér vonandi til gleði og skemmtunar og niðurstaða hans mun örugglega færa mér ánægju þó hún sé fyrirfram þekkt.
Það er nú þannig.
YNWA
Martin Skrtel er nýr Sami Hyypiä…
Ég veit að þú veist það Kristján Atli … að þú ert einn af mínum uppáhaldspennum hér á kop! En nú verð ég að segja að þér hafi fatast flugið eilítið! Leikskýrslan hjá þér er einum of hlutdræg að mínu mati. Óþarfi að gera lítið úr Stoke… minni á það að þeir eru búnir að landa slatta af stigum gegn okkur undanfarin ár!! Mér fannst þeir óvenju flottir í fyrri hálfleik og áttu alveg jafn mikið í þessum leik! Ég hugsa að ef farið yrði yfir dómgæsluna í þessum leik þá hafi ekkert hallað eitthvað sérstaklega á okkar menn. Sá ekki betur en í það minnsta annað gula spjaldið sem Stoke fékk hafi verið mjög vafasamt.
Ég var mjög ánægður með leik flestra fyrir utan að ég er því miður búinn að afskrifa níuna sem framtíðarleikmann. Hann er bara ekki nógu góður. Hann hefur ákveðna kosti en hann er ekki þessi target senter sem við þurfum. Alveg pínlegt stundum að sjá hvernig hefur ekkert við Suarez og er allt of oft víðs fjarri… í orðsins fyllstu merkingu.
Sjálfsagt verð ég skotinn niður fyrir þetta innlegg… 🙂 Ég er himinlifandi yfir sigri okkar manna en viðurkenni fullvel að ég er ekkert að tapa mér í gleðinni. Mér finnst við bara eiga það mikið í land sem topp lið í PL til að það sé hægt.
Koma svo Liverpool FC… það væri nú ekki dónalegt að spila þrisvar á Wembley!
YNWA
svo er Kristján Atli að bölva hér dómaragreyjinu í sand og ösku. svo þegar maður sjálfur lætur út úr sér að Jay Spearing sé feitur krakki þá eyðir hann því, af því að ekki má tala ljótt hér! Jay Spearing er ekki af þeim kaliber að hann eigi skilið að vera í rauðu treyjunni. Hann er að spila af því að það eru meiðsli. Hann er feitur krakki sem verður ekki betri en hann er í dag. Orðin þettta gamall. Fastur á efnilega stiginu. Hann myndi verða fyrirliði Oldham med de samme. Ég reikna með að Kristján Atli eyði þessari athugasemd.
Djöfull er nett að vera aftur kominn á Wembley!
Smá hugleiðingar um liðið eftir leikinn:
Ég skil persónulega ekki hversvegna Maxi fær ekki fleiri tækifæri með liðinu. Hann hefur byrjað inná í 12 leikjum á tímabilinu og 9 þeirra hafa verið sigurleikir (2 jafntefli og 1 tap). Hann er með mjög góðar pælingar í sóknarleiknum, þrátt fyrir að gera kannski ekki mikið sjálfur, og linkar vel upp við aðra leikmenn. Hann átti stóran þátt í deildarbikarsigrinum með mörkunum gegn Chelsea og stoðsendingunni gegn Brighton og svo leggur hann upp á Suárez í dag. Hann er eini leikmaður liðsins sem nær 90% sendingahlutfalli og er búinn að eiga beinan þátt í sex mörkum á tímabilinu þrátt fyrir að hafa bara fengið að klára fjóra leiki. Er þetta kannski eitthvað fitness tengt? Hann eða Bellamy ættu alltaf að vera á vinstri kantinum og Downing þá frekar á hægri eins og í dag.
Adam held ég að sé núna bara kominn á sinn rétta stað; sem squad player. Þetta er klárlega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur oft reynst okkur vel (hann er t.d. með fleiri stoðsendingar en nokkur annar) en hann hefur ekki agann til að vera á miðjunni í öllum leikjum. Gerrard og Spearing eru að virka vel og á næsta tímabili myndi ég frekar vilja sjá Lucas og Henderson koma inn í stað Adam, amk. í tveggja manna miðju.
Að lokum finnst mér því miður komið að því að spyrja hvort Carroll sé ekki að verða fíll í Anfield-postulínsstofunni. Hann nær bara að skora gegn allra lélegustu vörnum Englands og kemur yfirleitt ekki nálægt neinu af því sem liðið gerir vel. Ég skil alveg að menn vilji halda honum inni því hann var dýr og er ungur og svona en faktískt séð var þetta bara enn einn leikurinn sem hann hvorki skorar né leggur upp. Hversu marga svoleiðis leiki á framherji skilið áður en honum er lagt til hliðar?
Núna er tæplega mánuður í næsta bikarleik og því mikilvægt að setja allt kapp á að komast uppfyrir Newcastle í deildinni.
S.Jónss # 38. að mínu mati ætti ekki að eyða þessari færslu því að hún segir meira um þig en Jay Spearing. Þarna opinberar þú hversu lítið vit þú hefur á fótbolta og getu leikmanna. Jay hefur bætt sig gríðarlega mikið á þessari leiktíð og er að verða virkilega góður leikmaður, hann á varla feilsendingu og þar af leiðandi tapast færri boltar á miðsvæðinu og berst vel varnarlega sem skilar sér í unnum boltum. Auk þess er augljóst að hann gerir SG8 að betri leikmanni, þ.e.a.s. Gerrard hefur meira frelsi til að spila framar eins og hentar honum betur.
S.Jónss (#38) segir:
Neibb. Þú ert svo ákveðinn í að fá að kalla Spearing feitan krakka að ég ætla að leyfa þér það. Lesendur geta svo dæmt þig út frá þínum orðum.
S.Jónss, þú stóðst þig frábærlega sem statisti.
Ég fór á Anfield í fyrra þegar við unnum Birminham 5-0 að leik loknum lenti ég í sjónvarpsviðtali við einhverja sportstöð þarna úti og var spurð að því hver hefði verið besti maður vallarins. Þó svo að Maxi hafi skorað þrennu þá sagði ég strax og án þess að hugsa mig um að Jay Spearing hafi verið besti maður vallarins, hann hljóp og hljóp allan leikinn fór í alla bolta og var bara allsstaðar. Hann vílaði ekki fyrir sér að fara í mun stærri leikmenn ef hann hélt það væri einhver von að ná boltanum. Hann sést ekki alltaf í sjónvarpinu en þegar maður sér allan völlinn þá er Spearing bara vinnuhestur og alltaf að. Hann er fljótur að hlaupa og virðist geta hlaupið endalaust. Ég held að ef við ætlum að kalla einhvern leikmann okkar ástkæra liðs feitan þá erum við að gera lítið úr því liði sem við elskum því það vita það allir að “feitabollur” spila ekki fótbolta á heimsvísu. Ég veit líka fyrir víst að það eru frekar “krakkar” heldur en gamalt fólk sem spilar þarna fótbolta. Carra er farin að halla í 40 árin og hann er talin gamall þannig að Spearing sem verður 24 ára í nóvember telst nú varla krakki. Málið er að þetta eru okkar menn og við getum sett út á spilamennsku þeirra ef okkur finnst þeir eiga slæman dag á skrifstofunni en að setja út á vaxtarlag þeirra og tala niðrandi um þá það hæfir okkur ekki því við erum betri en það við erum nefnilega Liverpool.
YNWA
Ætlaði að eyða kommenti #38 en samþykki hina leiðina. Og fordæmi um leið ömurlega neikvæðni í garð leikmanns sem hefur náð að leysa erfitt hlutverk á fínan hátt. Viðurkenni alveg að hafa haft fordóma gagnvart Jay litla en það er bara kjánalegt að láta svona orðbragð út úr sér og þér algerlega til vansa.
Hins vegar langar mig að gleðjast yfir þessum leik. Mjög mikið. Ég vonaði að okkur tækist að slá út Stoke, en var algerlega langt frá því að vera sannfærður um það. Stoke liðið er algerlega búið að “mastera” leikkerfið sem Wimbledon bjó til upphaflega og það er ógeðslega erfitt að spila við svona últraþolinmóð varnarlið sem gefast aldrei upp.
Tvö frábær mörk leikmanna sem margir hafa haft gaman af að gangi ekki vel og liðið augljóslega að ná aftur saman sem heild. Stutt í næsta leik, væntanlega sjáum við þá Flanagan karlinn spila bakvörðinn í fjarveru Kelly og svo er að sjá hvernig Suarez fór út úr Huth. Er sannfærður um að Huth fór í Suarez til að meiða hann. Ekkert klaufalegt þar á ferð.
Enn eru einhverjir að reyna að skammast út í Carroll, í dag enn og aftur fannst mér hann ná að sinna sínu hlutverki vel, fyrir utan ömurlega dekkun á Carroll. Hann djöflaðist í turnunum í miðri vörninni og dró til sín athygli sem veitti öðrum leikmönnum pláss. Í lokakaflanum skipti það nú heldur betur máli að það var einhver uppi á topp sem gat flikkað bolta eða haldið upp á topp, fiskað aukaspyrnur og varist set-piece atriðum.
Er alveg sannfærður um að milli Downing, Suarez, Carroll og Gerrard er að myndast samband sem verður bara betra fram á vorið. Og það gladdi mig að sjá vörnina ná aftur að spila vel saman þó Agger vantaði. Vissulega voru bakverðirnir tæpir í einstaka tilvikum en heilt yfir fannst mér þeir ná að vinna vel saman, þó þeir hafi átt fáa leiki til þess.
Spearing kaflinn í svarinu mínu gleymdist.
Fordómar mínir snerust um það að mér fannst hann slakur sendingamaður, of ákafur í tæklingum og lét draga sig stanslaust út úr stöðu.
Hann hefur bætt sig svo svakalega á síðustu mánuðum að mér finnst hann vel verður treyjunnar, vissulega hlakka ég til að sjá Lucas aftur en mér finnst hann vera kominn á þann stað að ég er vel sáttur að sjá hann inni á vellinum í upphafi hvers leiks þangað til Brassinn snýr aftur þangað og er glaður að við eyddum ekki peningi til að fylla skarðið.
Jay Spearing er bara búinn að vera mjög góður undanfarið. Ég er sammála Gerrard eftir Everton leikinn að Spearing sé ekkert síðri leikmaður en Jack Rowell sem hefur verið leibelaður sem efnilegasti miðjumaður Englands. Spearing er t.d. betri og duglegri leikmaður en John Mikel Obi og persónulega myndi ég velja Spearing framyfir Sandro sem margir Tottenham aðdáendur héldu ekki vatni yfir fyrir ekki svo löngu.
Það má heldur ekki gleyma því að hann er mjög skynsamur leikmaður sem hikar ekki við að detta niður í backup þegar Gerrard eða bakverðirnir fara hátt upp á völlinn. Það er ómetanlegt að hafa einn svona í hverju liði sem fórnar sér fyrir liðið og spilar með hjartanu. Hann slær auðvitað ekki Lucas við en gagnrýni á hann ekki skilið!
Pæling með spearing.
Margir sögðu að hann hafi ekki verið nógu góður fyrst, en hvað svo? svo hefur hann bætt sig mikið og hefur staðið sig vel í þessar stöðu undanfarna leiki.
Afhverju? Hvað gerði hann að betri leikmanni ?
Ég er nokkuð handviss að það að spila í þessu liði nánast vikulega gerði hann að því sem hann er í dag, ekki að spila einn og einn leik í byrjunarliðinu.
Sama pæling með Coates, hann er ungur og til að verða meira en efnilegur þarf hann að spila, ég vil að hann spili í miðverðinum á meðan agger er meiddur, hann verður ekkert betri á því að sitja á bekknum? Jú hann fær eitthvað að spila með varaliðinu og að sjálfsögðu bætir hann sig á því en það að spila í aðalliðinu er svo allt annað kalíber en varaliðið. Þessir strákar þurfa að fá challenge til að bæta sig. Þess vegna vil ég sjá Kenny fara með ‘unglingalið’ í bikarkeppnirnar á næsta season-i, Strákar eins og Sterling, Flanagan, Suso, Coates, Shevley og fleiri ættu að fá að spila þessa leiki, þar fá þér séns á að spila á móti leikmönnum sem eru mun líkamlega sterkari og þroskaðri og ég held að það geri þá bara betri.
Smá pæling, endilega skjótiði hana í kaf ef þið viljið en segið þá afhverju, reynum að hafa þetta málefnalegt hérna.
Vá hvað ég væri til í að mæla fituprósentu Spearing og bera hana saman við S.Jónss , hahahahahh!! : )
#39,
Fyrirverandi nr9 okkar þurfti 20+ leik til að skora mark og hann var mjög oft i byrjunarlið eða kom af bekknum þótt að hann hafði ekki skorað síðan í OKT, þannig mér finnst að við eigum að gefa carroll þetta tímabil og næsta, eftir það getum við farið að gagmgrýna hann fyrir alvöru.
YNWA!
Frábært að Liverpool sé komið aftur á Wembley. Ég er sammála mönnum hér um að menn mega alveg slaka á í þessu Stoke hatri. Vissulega spila þeir leiðinlegan fótbolta en það er ekkert sem segir að það sé bannað. Þeir eru að ná árangri og það er það sem þetta gengur út á.
Ég ætla nú ekki að svara þessari Spearing umræðu því þessi ummæli dæma sig bara sjálf og er ég nokkuð viss um á þessi aðili eigi ekki eftir að tjá sig aftur hér inni alla vega ekki undir sama nafni.
Varðandi Carroll, þá get ég alveg tekið undir að hann þurfi að fara að skora mörk. En það er eitt sem hefur gerst eftir að hann og Suarez hafa fengið að spila saman og það er að það verður til mikið pláss fyrir Suarez. Það krefst nefnilega mikillar orku að dekka Carroll og því mjög gott að hafa þessa tvo ólíku leikmenn þarna frammi. Mér finnst líka Carroll hafa tekið stöðugum framförum undan farnar vikur og er farinn að skila boltanum betur frá sér og vinna betur fyrir liðið. Það væri óðsmanns æði að fara að selja hann núna þar sem það myndi ekki nást upp nema svona 50% af kaupverðinu hans. En ég hef trú á að hann eigi eftir að reynast okkur vel. Það hafa komið framherjar til Liverpool sem hafa ekki heillað fyrstu leiktíðina sem þeir voru hjá félaginu ef ég man rétt þá skoraði Ian Rush ekki í 25 fyrstu leikjunum sínum með Liverpool. Þannig við skulum nú aðeins leifa honum að spreyta sig lengur áðurn en hann verður grýttur með tómötum og eggjum.
Góður sigur, geng liði sem spilar einn leiðinlegasta boltann í dag, alveg með ólíkindum hvað þeir fá að brjóta á mönnum og það mjög oft gróft… Smá hepni með okkur, en eigum við hana ekki bara inni eftir alla óheppnina sem hefur veriða að elta okkur þetta tíma bil. Sammála Hafliða #14, hversu sætt væri það að taka Chelsea í úrslitum og sjá Torres horfa á okkur fá bikar, hann sem fór til Chelsea til að vinna titla. Það skal þó ekki tekið af honum að hann átti frábæran leik í gær, og sýndi allt það sem hann lærði hjá Liverpool…. Frábær sigur hjá okkar mönnum og gaman að sjá Adam út úr liðinu, að mínum mati ekki nógu góður maður þar á ferðinni. Nú vill ég að við kaupum Gylfa Sigurðsson, leikmaður sem myndi henta okkar leikstíl, ungur og góður leikmaður sem gæti leist stöðu Gerrards í framtíðinni…. Nú er það QPR í vikunni og nú er bara að halda áfram á sigurbrautinni…. Eigið góðan dag PÚLARAR…
Áfram LIVERPOOL… YNWA….
Aðeins varðandi athugasemdir ykkar um meint Stoke-hatur í leikskýrslu minni: auðvitað er þetta Stoke-hatur og ekkert annað. Ég áskil mér rétt til að leiðast ákveðin spilamennska ákveðinna liða og fara Stoke fremstir þar í flokki. Að auki var þetta fjórði leikur þessara liða í vetur. Allir fjórir voru mjög erfiðir, mjög spennandi en enginn þeirra bauð upp á fallega knattspyrnu. Það er af því að spilastíll Stoke er hannaður til að drepa niður flæðið hjá flinkari mótherjum. Það eru til mörg orð um slíkan stíl en fæst þeirra eru jákvæð.
Þetta var ekki fallegur fótbolti, þökk sé Stoke. Þetta var grófur leikur, þökk sé Stoke. A.m.k. tveir okkar manna meiddust, þökk sé Stoke. Við unnum, þökk sé Downing. Feginn að vinna, feginn að vera laus við þetta lið í bili. Ef ykkur finnst ég vera einum og neikvæður út í Stoke er það ykkar réttur en svona sé ég málið allavega.
Ég held að öll lið í heimi spili til að minnka flæðið hjá mótherjum sínum! Þannig spilar maður vörn, hr. bakvörður 🙂
Auðvitað er þetta ekki spennandi bolti, en það hafa ekki öll félög efni á að eyða tugmilljónum punda í flinka leikmenn. Stick to what you know, er málið hjá Pulis og það virkar bara nokkuð vel. Hann spilar á styrkleikunum og getur yfirleitt keypt ódýrari leikmenn, af því flinkir leikmenn eru yfirleitt dýrari en hinir.
Kristján hefur rétt á sinni skoðun eins og aðrir, ekki gleyma því.
Það er STÓR munur á því að láta miður falleg orð flakka í garð dómara sem hefur í gegnum tíðina reynst okkur erfiður með hlutdrægri dómgæslu og uppalins liðsmanns Liverpool sem er kannski ekki besti leikmaður á Englandi en er uppalinn Scouser og hjartað á réttum stað. Vinnusamur leikmaður sem leggur alltaf allt í sölurnar í liðið á ekki skilið slíkt skítkast frá svokölluðum stuðningsmönnum liðsins. Að sjálfsögðu má gagnrýna menn en að kalla hann feitan krakka eða annað í slíkum dúr er bara varla svaravert.
Að menn séu að skjóta á Kristján Atla fyrir að dissa Stoke er auðvitað algert grín. Nenni ekki einu sinni að fara út í þá sálma, nóg að skoða byrjunarliðið og hver er að þjálfa á þeim bænum. Að menn séu svo að skjóta á Jay Spearing er eithvað sem ég á ennþá erfiðara með að skilja. Drengurinn var að mínu mati MAÐUR LEIKSINS í gær. Skilaði frábærri varnarvinnu (skulum ekki gleyma að liðið er að spila með tvo á miðri miðjunni) og kom boltanum mjög vel frá sér. Gerrard er stórann hluta leikja í frjálsu hlutverki og þar af leiðandi skilur eftir sig mikið pláss sem þarf að covera. Bakverðirnir okkar eru nokkuð graðir frammá við (sem er flott) en hvað þýðir þetta, jú að Spearing þarf að loka á gríðarlega stórt svæði. Þetta krefst útsjónarsemi, úthalds, þolinmæði og skynsemi. Þegar hann fékk boltann var hann að skila honum hratt, einfalt og vel frá sér sem er pottþétt það sem honum er sagt að gera. Ef menn og konur gera sér ekki grein fyrir hve mikilvægu hlutverki hann gegnir (og lucas þegar hann er að spila) þá verður bara að hafa það. Hann hefur verið að bæta sig leik eftir leik og svo ég endurtaki mig, að mínu mati maður leiksins í gær.
Skil ekki alveg af hverju Kristján Atli þarf að fela hatur sitt á því leikkerfi sem Stoke leggur upp með. Jú, hann var ekkert að segja að þeir spili ekki árangursríkan bolta, annars væru þeir jú ekki að spila þetta kerfi. En menn hljóta að mega hafa visst óþol yfir því. Ég er á nákvæmlega sömu skoðun og Kristján Atli, Stoke liðið er það leiðinlegasta í boltanum síðan Wimbledon var og hét.
Menn eru líka farnir að tala um að þeir eigi virðingu skilið vegna þess að þeir eru ekki að eyða fúlgum fjár í leikmenn og þess háttar. Það er bara ekki alls kostar rétt, ef mig misminnir ekki þá eru þeir einmitt að eyða meiri peningum en þau lið sem eru á svipuðum stað í deildinni. Mig minnir að ég hafi séð lista þar sem þeir voru í 6 sæti yfir biggest spenders undanfarin ár, þ.e. á eftir Man.City, Chelsea, Man.Utd, Liverpool og Tottenham. En man ekki hvar ég sá þetta og tékka kannski á þessu þegar ég hef tíma.
SSteinn:
Fann’etta hérna: http://www.transferleague.co.uk/league-tables/2006-2011.html
Og svo þeir meira “detailed”: http://www.transferleague.co.uk/premiership-transfers/stoke-city-transfers.html
Góður punktur Ssteinn, ég var etv aðeisn of fljótur á mér! Árni í 57, hér er annar linkur sem gefur svipaða niðurstöðu, Stoke í 7. sæti miðað við net spending síðustu 5 ár:
http://forum.football.co.uk/about433618.html
#52 þumall upp …. 🙂 Auðvitað virði ég þær skoðanir sem menn hafa á leikstíl Stoke. En það verður ekki af þeim tekið að þetta lið er búið að fara ansi oft leiðinlega illa með okkur undanfarin ár og eiga skilið eitthvað respect fyrir það eða hvað?! Því sætari var sigurinn í gær. Og ég er ekki frá því að okkur hafi einmitt gengið betur með þá í gær en oft áður vegna þess að þeir voru að spila mun opnari bolta en oft hefur sést til þeirra!! Í það minnsta í fyrri hálfleik.
Væri ekki draumur að fá Everton á Wembley… það er viðureign í lagi!! 🙂
YNWA
Brill að komast aftur á Wembley og vonandi tökum við hattrick á heimsóknir þangað þetta tímabilið. Það færi langleiðina með að bæta manni upp bömmerinn í deildinni þó að það dragi á engan hátt fjöður yfir vandamál okkar þar sem þarf að taka á. Væri bara sætt að fá aðra silfraða sárabót eftir vandræði vetrarins.
Ég er ekki alveg sammála andúðinni á Stoke hvað þennan leik varðar þó að almennt sé þeirra leikaðferð aðför að fótboltanum. T.d. voru þeir mun opnari og spiluðu frekar til sigurs heldur en fyrr í vetur í 0-0 jafnteflinu gegn þeim. Þá voru þeir alveg skelfilega neikvæðir og áttu bara 3 skot að marki og 1 hornspyrnu en í gær voru það helmingi fleiri skot eða 6 og 5 hornspyrnur. Einnig er það bara snjallt að nota innköst til að skapa hættu í teignum með skipulögðum hætti. Af hverju gerum við það ekki líka? Þurfum ekki að nota sama tækifæri til að tefja líkt og Stoke en um að gera að nýta sér styrkleikann á Carroll í boxinu og fá Kelly og Enrique til að æfa þetta.
Hörkunni getum við ekkert kvartað mikið yfir enda er þetta enski boltinn!! Svo gaf Kelly líka tóninn strax á 5.mín. með harðri tæklingu þannig að við erum ekkert alsaklausir. Það er hins vegar hlutverk dómarans að draga línuna og “vinur” okkar allra, herra Friend, réð ekki við það frekar en fyrri daginn. Hægir of mikið á leiknum með smámunasemi, blindur þegar honum hentar og aðstoðardómararnir greinilega náskyldir honum. Góður dómari er sá sem sjaldan en er tekið eftir, en er svo röggsamur og sanngjarn ef á þarf að halda. Því miður tekur maður alltaf mjög greinilega eftir Friend. Nuff said.
Spearing er líka mikið í umræðunni. Maður skilur ekki alveg Púlara sem þurfa að níða skóinn af eigin leikmanni. Allt í lagi að hafa skoðun á honum en barnaleg fúkyrði eru óþörf. En varðandi Spearing þá er augljóst að hann fer batnandi og má segja að núna séu meiri líkur en minni að hann eigi yfir meðallagi góðan leik. Batnandi englum er best að lifa. Hann virðist ná vel saman með Gerrard á miðjunni. Kannski er það scouser thing eða bara að hlutverk hvors um sig er vel skilgreint og þeir bæta hvorn annan upp.
Helstu kostir Spearing:
– mikil yfirferð og ósérhlífni
– ágætis hraði
– uppalinn með sterkt scouser-hjarta
– fastur fyrir í tæklingum og óhræddur
– ódýr í rekstri og sáttur við sitt hlutverk
Helstu vankostir:
– sendingargeta takmörkuð umfram hið einfaldasta
– skot enda flest í röð ZZ99 (var betri skotmaður með reserves)
– staðsetningar og skynsemi (fer þó batnandi)
– ekki mikill skallamaður nema hvað hárgreiðslu varðar 🙂
Heilt yfir þá er hann ágæt varaskeifa sem maður vonast til að þurfi sem minnst að vera fastamaður í liðinu. Minnir um margt á Sammy Lee, uppalinn baráttunaggur á miðjunni sem yfirvann takmarkaða hæfni með vinnusemi, karakter og dugnaði. Ég hef svo sem ekki mikla trú á að hann verði meira en í mesta lagi sæmilegur leikmaður en vonandi afsannar hann það. Persónulega ber ég vonir til að Conor Coady verði framtíðarmaður í þessari stöðu til lengri tíma og vonandi fær hann sénsa á næsta tímabili, sérstaklega í Europa League.
En glæsilegt að vera komnir aftur á Wembley!
YNWA
Góður sigur um helgina, bikarleikir eru alltaf erfiðir og því vill maður bara sjá liðið fara áfram óháð spilamennsku.
Smá útúrdúr frá leiknum sjálfum, en ég hef lengi spáð í því hvers vegna ungir og uppaldir leikmenn liverpool séu ekki lánaðir til góðra liða í championship deildinni eða annarra úrvalsdeildarliða.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er einfaldlega sú að nú eru fyrstu leikmennirnir svo árum skiptir, held alveg örugglega að ég sé að fara með rétt mál, að stíga skrefið upp úr unglingastarfinu og í það að verða mikilvægur hluti aðalliðshópsins. (Spearing og Kelly, fleiri sem banka á dyrnar eins og til dæmis Shelvey)
Eins og allir vita er himinn og haf milli aðalliðsins og varaliðsins og því skil ég ekki af hverju þessir leikmenn hafa ekki verið látnir öðlast leikreynslu með því að spila sem lánsmenn hjá lakari liðum. Bæði Kelly og Spearing hafa tekið miklum framförum á seinasta ári en hversu miklum framförum hefðu þeir tekið ef fyrir 2-3 árum hefðu þeir spilað fyrir championship klúbb og svo verið í láni hjá wigan eða einhverju álíka liði í úrvalsdeildinni fyrir 2 árum og jafnvel í fyrra?? Þar hefði ekki verið sama pressa á þeim en samt verið mikilvægir hlekkir af liði sem spilar við miklu betri andstæðinga en varalið liverpool. Að öllum líkindum hefðu þeir þá verið ennþá tilbúnari að takast á við það verkefni að vinna sig inn í liverpoolliðið í fyrra.
Sama má segja um shelvey, af hverju er hann ekki ennþá hjá blackpool?? Hann var að öllum líkindum að fá miklu meira út úr því að spila þar heldur en að æfa með liverpool og spila með varaliðinu. Ég myndi vilja sjá hann fara aftur þangað að láni og finna svo úrvalsdeildarklúbb sem tekur hann á láni næsta vetur og ef hann stendur sig þar ætti hann að vera klár í að taka slaginn með liverpool seasonið 2013-2014. Að sama skapi myndi ég vilja sjá bæði Flanagan og Robinson lánaða enda hafa þeir fengið smjörþefinn af aðalliðinu og held að það myndi gera þeim gott.
Ég hef það stundum á tilfinningunni að annað hvort treysti liverpool ekki neinu öðru liði fyrir því að þjálfa og spila þessum strákum eða þá að þeir leggi einhverja ofuráhreslu á þessa varaliðskeppni.
Til að rökstyðja þetta hjá mér hafa til að mynda united og arsenal gert þetta í mörg ár og þau hafa verið að fá töluvert fleiri góða fótboltamenn upp hjá sér (wilshere-bolton, cleverley-wigan og welbeck-sunderland svo nýleg dæmi séu tekin). Auðvitað koma upp eitt og eitt undrabarn sem eru bara klárir í að taka slaginn með aðalliðinu strax eins og Fowler, Gerrard, Rooney og Fabregas en þeir eru ekki á hverju strái.
Ef að ungu leikmennirnir standa sig ekki þokkalega í láni hjá championship klúbb og/eða úrvalsdeildarliði áður en að þeir eiga að vinna sér sæti í liverpool þá eru ekki miklar líkur að þeir höndli pressuna eða séu nógu góðir til að spila fyrir klúbbinn.
En auðvitað er ekkert eitt rétt í þessu og til þess að svona lánssamningar gagnist leikmanningum þarf að huga að því hver er að þjálfa viðkomandi lið, hvaða leikmenn það hefur innanborðs og hvernig fótbolta það spilar. Til dæmis væri ekki mikið gagn í að senda Shelvey eða Sterling á lán til Stoke.
Hægt væri að setja klásúlur í lánsamningana þannig að ef þeir væru ósáttir eða þá eru ekki reglulega í byrjunarliðinu sé hægt að kalla þá til baka og koma þannig í veg fyrir að þeir eyði heilu seasoni á bekknum hjá lakara liði en liverpool.
Ég vil því sjá fleiri leikmenn senda á lán frá félaginu á næstu árum og þá fáum við að sjá hverjir eru virkilega tilbúnir að taka slaginn með aðalliðinu því að fullt af mörkum í varaliðinu segir lítið til um getu viðkomandi leikmanns (Mellor einhver?)
Endilega koma með ykkar skoðun á þessu málefni.
Rosalega sammála þér Ásbjörn í #61.
Hlýtur að verða stefnan á næstu árum að virkja fleiri á lánssamningum…
Ásbjörn í #61, ég er mjög sammála þér í að við eigum að fara að koma fleiri strákum á lánssamninga í neðri deildir, hvort sem það er Championship-deildinn eða eitthvað neðar. Strákar sem fara á lán í neðri deildirnar verða held ég ekkert endilega betri fótboltamenn fyrir vikið en þeir fá smjörþef af alvöru bolta (sem þeir kannski fá ekki hjá sínum liðum), spila fleiri leiki af erfiðari styrkleika en varaliðið og fyrst og fremst þá held ég að þetta geti verið rosalega þroskandi fyrir þá.
Kelly og Spearing fóru báðir á lán fyrir nokkrum árum. Kelly til Huddersfield og Spearing til Leicester ef ég man rétt. Þeir komu ekki til baka sem betri leikmenn að mínu mati en þeir komu til baka töluvert þroskaðari sem leikmenn og persónur.
Það sem mér finnst betur hafa mátt fara varðandi þessa ungu stráka sem hafa verið að reyna að komast upp úr varaliðinu síðastliðin ár er að Liverpool var ekki nógu duglegt við að senda þá á lán. Það eru fullt af strákum með hæfileika búnir að vera í liðinu en þeir bara hafa ekki verið nógu andlega sterkir að ég held. Þeir hafa kannski tekið þessu svona “for granted” að spila fyrir jafn stórt og flott félag og Liverpool.
Er ánægður með að sjá að þetta var einmitt ástæðan fyrir því að Liverpool ákvað að lána Tony Silva til Northampton. Hann hefur bullandi hæfileika en samkvæmt þjálfurum hans þá fannst þeim hausinn á honum vera svolítið að stríða honum, hann fékk hlutina hjá Liverpool beint upp í hendurnar og þeir senda hann í umhverfi þar sem hann fær að sjá hve mikilvægt tækifærið sem hann fær hjá Liverpool er. Ég er viss um að hann muni koma töluvert þroskaðri til baka fyrir vikið.
Ég er viss um að þetta sé eitthvað sem Liverpool mun koma til með að reyna að gera. Núna hafa Danny Wilson og Jonjo Shelvey verið lánaðir til Blackpool í vetur og staðið sig með miklum sóma, ég veit ekki hvernig Wilson kemur undan lánssamningi sínum en Shelvey virðist hafa komið vel undan honum. Þetta er eitthvað sem Liverpool þarf að vera duglegra að gera.
Lánssamningar eins og þessir hafa líka mikið að gera með aukatekjur inn til félagsins. Það eru fullt af strákum sem eru ekki að fara að meika það hjá Liverpool og getur lán verið góður gluggi fyrir félagið til að “auglýsa” leikmanninn og fá smá aukatekjur. Þetta hafa t.d. Man Utd verið að gera í mörg ár og geta oft selt “slaka” leikmenn úr unglingastarfi sínu til annara liða á slatta pening – það er virkilega góð rekstraraðferð ef þið spyrjið mig. Gott unglingastarf getur skilað leikmönnum í aðalliðið og fært liðum aukatekjur, mér líkar sú hugsun.
Mér finnst nú mikill kostur við Jay Spearing hvað hann er líkur Simon Pegg (http://www.imdb.com/name/nm0670408/)
Ég ákvað að bíða með að skrifa athugasemd á vefsíðuna (eins og ég geri yfirleitt alltaf) þar til að mesta sigurvíman-eða bölið rynni af mönnum.
Og umræðan hefur auðvitað fljótlega farið útí að finna einhvern veikan blett á liði sem er komið í undanúrslitaleik F.A-bikarsins. Merkilegt. Jay Spearing hefur komið gríðarlega sterkur til leiks í síðustu tveimur viðureignum (gegn Everton og Stoke) en hann hefur vissulega ekki alltaf heillað undirritaðan. En hann stóð fyrir sínu og virðist vera farinn að þekkja sín mörk; hann á ekki að stjórna spilinu heldur vinna boltann á sem einfaldastan hátt og koma honum frá sér á næsta mann (Mascherano var snillingur í þessu. Jákvætt. Ég er viss um að það finnist margir betri knattspyrnumenn en Darren Fletcher, hann bætir hins vegar upp fyrir það með viljanum til að berjast fyrir sinn klúbb (afsakið að ég skuli nefna hér United-mann en þeir eru samt sem áður gott dæmu um klúbb sem hefur náð að ala upp heilan her af mönnum sem vilja fórna sér fyrir málstaðinn)
Það jákvæðasta í síðustu tveimur leikjum er hins vegar sóknarleikurinn. Þar leikur auðvitað lykilatriði innkoma Captain Fantastic (sem í viðtölum hefur talað kjark í sína menn og blásið þeim von um að fjórða sætið sé ekki ógjörningur). Sóknarleikurinn er nú ekki lengur einhæfur (eins og hann var orðinn á hinu skelfilega tímabili eftir áramót) heldur fjölbreyttur og ógnin kemur alls staðar að; Gerrard með hlaupum sínum, Downing með ógn utan af kanti og svo framherjarnir tveir, Suarez alltaf óútreiknanlegur og Carroll að pönkast í allt og öllum.
Að lesa þessa grein er ekki góð skemtun.
Liverpool vann og er komið í undanúrslit og það sem að þú blaðrar mest um er það að dómarinn sé “hálfviti”, Suarez sé ekki “antikristur” ofl….
Þetta er nákvæmlega það sem að er að hjá ykkur sem að skrifið á þessari annars fínu síðu, það að þið haldið því fram að allir séu alltaf á móti Liverpool, þið spilið ykkur alltaf sem fórnarlömb og sakleysingja.
Frekar leiðinlegt, annars fín síða og gaman að lesa um okkar frábæra klúbb.
Ég væri vel sáttur ef þetta myndi gerast en þykir það ákaflega ólíklegt.
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=123260
Sæll Stefán,
Ég er Liverpool stuðningsmaður og mér fannst þessi grein bara mjög góð. Alveg sammála flestu og ég vil bæta því við að ég hef tekið eftir því að Suarez er tekinn fyrir af dómurum og blaðamönnum. Þeir sem horfðu á seinasta leik með hlutlausum augum hljóta að sjá að það hallaði á Suarez í flestum leikbrotum í þessum leik. Þannig er það bara og er þetta fylgifiskur þess að fá vondan stimpil. Svo er það bara álitamál hvort að stimpillinn sé verðskuldaður eður ei. Það er ég tilbúinn að rökræða, þar sem maðurinn var dæmdur í bann fyrir rasistaleg orð, en ég get bara ekki ímyndað mér að menn hafi það lituð gleraugu að þeir sjá ekki að hann er tekinn fyrir.
Lítum á þetta rökrétt, Luis Suarez hefur ekki bara stuðningmenn andstæðingana á móti sér þessa dagana (þvílikt og annað eins sem hann fær af drullu í hverjum leik), þá hefur hann leikmenn hins liðsins sem saka hann alltaf um leikaraskap, hann hefur flesta breska blaðamenn á móti sér og þetta risa orðspor sem fylgir honum í öllum ákvörðum dómara inn á vellinum.
Ég held að þetta eigi ekki eftir að breytast fyrr en við fáum e-h risa stjörnu inn í klúbbinn til þess að henda fjölmiðla athyglinni af honum…. Eða að Gerrard fari á næturbrölt og biðji um Collinsinn (phill) sinn.
Áður en allir fara að missa sig í Gylfi til Liverpool fréttum þá er best að muna að hann er yfirlýstur Man. Utd. fan og er ekki að fara til Liverpool. Fyrir utan það að Caughtoffside er algjörlega ómarktækur draslmiðill.
haha #69 kommon, Gylfi er atvinnumaður. Ef mér yrði boðið dúndrandi samningur hjá Man Utd, Chelsea eða Man City þá yrði bara ekki fræðilegur möguleiki að ég myndi neita honum (nema náttúrulega ef Liverpool myndi bjóða mér samning).
Atvinnumenn í fótbolta eru ekki að velta því fyrir sér með hvaða liði þeir halda þegar þeir fá tilboð frá félugum, það væri vægast sagt vitlaust hugsun að neita tilboði frá Liverpool eingöngu útaf því maður styður United, skil ekki þá hugsun, þú hugsar kannski þannig þegar þú situr fyrir framan sjónvarpið heima en ekki þegar þú ert kominn á þetta stig á ferlinum þínum.
Caughtoffside eru alltaf caught offside!
hvernig stóð Maxi sig?
Flott mynd af Spearing og Crouch https://p.twimg.com/AoYVZlwCMAAh0jN.jpg:large
Ef mér væri boðinn samningur þannig að ég spilaði aðra hverja helgi með United og hina með Chelsea…. ég myndi skrifa undir hraðar en andskotinn.
Ég myndi aldrei skrifa undir hjá ManU, aldrei!!!
Alvöru atvinnumenn, eins og Gylfi, hljóta að velja lið eftir því hvað kemur best út fyrir þá peningalega og upp á ferilinn.
Ég man ekki betur en að Ole Gunnar Solskjaer hafi verið stuðningsmaður Liverpool áður en hann datt í viðbjóðinn.
Agüero var líka alltaf mikill stuðningsmaður Liverpool en það breyttist alltíeinu eftir að hann skrifaði undir hjá City, þá kannaðist hann ekkert við það.
Leighton Baines var/og er? stuðningsmaður Liverpool samt spilar hann með erkifjendunum í Everton..
Carra studdi Everton.
Nuff said ; )
Gylfi væri mjög áhugaverður kostur ef hann hefur ekki hækkað of mikið í verði útaf velgengninni. Væri alveg til í að taka sénsinn á honum fyrir 7-9 millur og sjá hvernig hann kæmi út í stórliði þar sem að andstæðingurinn gefur honum ekki sama pláss og hjá Swansea. Frábær í föstum leikatriðum og mjög vinnusamur.
Held að það sé líka partur af kúltúrsjokkinu fyrir Downing, Adam, Henderson og Carroll að fara úr miðlungsliði í stórlið. Þeir fá ekki sama pláss, tíma og “vinnurými” líkt og áður af því að flest lið pakka í vörn á móti LFC. Verða að gera sitt stöff hraðar og nákvæmar en áður. Þess vegna gengur okkur vel gegn toppliðum sem gefa færi á sér og sækja á okkur en illa gegn slakari liðum sem leggja fólksflutningarennireiðinni fyrir markið. Suarez var hins vegar mun vanari þéttleikanum þar sem flest lið í hollensku deildinni pakka í vörn gegn Ajax.
Ég er einnig mjög spenntur fyrir Marko Marin sem getur spilað á vængjunum og í holunni. Höfum margsinnis verið linkaðir við hann og ætti að vera hægt að fá á sanngjörnu verði. Ungur, fljótur, flinkur og skapandi.
http://www.youtube.com/watch?v=Ftmeo_O3548
Svo verður M’Vila seldur í sumar og Comolli hefur lengi verið að skoða hann. Linkaður við okkur á ný í síðustu viku. Orðinn fastamaður í franska landsliðinu og bara 21 árs gamall. Gæti reynst dýr í innkaupum en klárlega framtíðarstjarna. Sama með Eriksen hjá Ajax en flest stórlið í Evrópu verða á eftir þessum gaurum. Vonandi koma KK og Damien okkur skemmtilega á óvart í sumarinnkaupunum.
Guðni R. nr. 74
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndina var “one and a half man” 😛
https://p.twimg.com/AoYVZlwCMAAh0jN.jpg:large
Raul spilaði fyrir Atletico unglingaliðið áður en hann fór til Real (reyndar af því Atletíco unglingaliðið var laggt niður), Macca studdi Everton og svo mætti lengi telja. Ég er hins vegar ekki alveg á því að okkur vanti sérstaklega annan sóknartenglið í liðið, sem er aðalstaða Gylfa. Reyndar spilaði hann í striker-rulllu fyrir Lagerbeck um daginn, en það er ekki hans aðalstaða. Hann er alltof hægur fyrir kant, sem mundi ekki ganga upp – ég sé ekki alveg hvernig hann mundi passa inn í liðið.
Ég hlustaði á Anfield Wrap og það var einn punkturinn um að það vantar spilara með mikla ,,fótboltagreind” eða ,,intelligence” eins og þeir orðuðu það, sérstaklega eftir að Miereles fór. Í raun sá eini sem hafði eitthvað af því væri Maxi og ég er á margan hátt sammála. Hann er flinkur, að eldast að vísu, en þaulreyndur, duglegur og umframt allt alltof hæfur til að spila svona lítið með Liverpool. Hann bætti sig mikið á síðustu leiktíð og fyrst hægri kanturinn er svona mikið mál hjá liðinu af hverju fær hann ekki meira að spila? Annars mætti líka ræða það að Lucasar-meiðslin væru ekki jafn mikil blóðtaka ef Meireles væri ennþá í Bítlaborg.
Takk Kristján og aðrir fyrir að leyfa mér að hafa skoðun.
Hef fylgst með LFC í 25+ ár og ætla ekki þykjast hafa meira vit á fótbolta en aðrir. Hef þó mínar skoðanir varðandi leikmenn og hvernig þeir standa sig. Ég kýs frekar að hafa neikvætt viðhorf gagnvart Spearing og láta hann þá koma mér á óvart þegar hann sýnir góðan leik. Því miður finnst mér það vera of sjaldan. Ég tel ekki rétt að vera að mæra leikmenn bara af því að þeir eru uppaldir eða séu svo rosalega frábærar persónur…blbla. Við vitum minnst um hvernir þessir gaurar eru ,,in real life” þannig við skulum halda okkur við að dæma þá fyrir það sem þeir gera á vellinum. Spurningin er því þessi: ,,Er Jay Spearing world class player?…svarið er að sjálfsögðu NEI. Ætli LFC að vinna
Englandsmeistaratitil á ný þarf liðið að hafa sem mest af ,,world class” spilurum. Við það er að etja í öðrum liðum. Við vitum alveg hvernig ferill Jay Spearing á eftir að þróast. Um leið og keyptir hafa verið betri spilarar er hann farinn. Má vera að hann endi í liði sem er úrvalsdeildinni en það væri þá lið sem er á blaðsíðu 2.
Færi hann niður um deild yrði það kannski í lið sem væri í toppnum þar. En Jay Spearing verður aldrei í meistaraliði LFC.