QPR – Liverpool 3-2

Versta við þetta ævintýralega tap okkar manna í dag er að þetta kemur manni ekkert sérstaklega á óvart. Staðan 0-2, algjörir yfirburðir þegar stutt er eftir af leiknum gegn botnliði sem hefur ekki unnið leik í 2 mánuði. Bara Liverpool getur afrekað að klúðra þessu.

Þetta eru úrslit sem við getum eingöngu kennt okkur sjálfum um og ef það var einhver með smá von um að þetta tímabil væri ekki alveg búið þá getur sá hinn sami hætt að vona núna og það sem meira er þetta lið hefur ekkert að gera í meistaradeildina á næsta ári.

Kenny Dalglish gerði tvær breytingar á liðinu sem vann Stoke um helgina, Adam kom aftur inn á miðjuna fyrir Maxi og Dirk Kuyt kom inn fyrir Andy Carroll.

Liðið var svona:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Spearing – Adam
Kuyt – Gerrard – Downing

Suárez

Bekkur Doni, Carroll, Henderson, Coates, Shelvey, Flanagan, Aurelio

Fyrri hálfleikur var eins og sýnidæmi fyrir tímabil Liverpool í vetur fyrstu 15-20 mínútur leiksins voru fullkomlega í eigu Liverpool og hreint með ólíkindum að þeir næðu ekki að pota blöðrunni a.m.k. einu sinni í markið. Tímabilið í hnotskurn og það eina sem þessi spilamennska og pressa okkar manna skilaði var aukið sjálfstraust heimamanna.

Suarez komst aleinn í gegn á 4. mínútu en afgreiddi færið bara hörmulega og lét Paddy Kenny verja frá sér. Stuttu seinna átti Kelly frábæra sendingu innfyrir á Downing sem virtist vera kominn einn í gegn en hann var of lengi að munda skotfótinn og lét varnarmenn QPR trufla sig áður en hann skaut að marki. Boltinn fór í horn og var það 7 hornspyrna Liverpool á 9.mínútum. Eftir 20.mínútna leik var Liverpool búið að fá 11 horn og aðeins náð að skapa hættu í tveimur þeirra. Annað færið fékk Dirk Kuyt sem fékk skotfæri af markteig en Ferdinand komst fyrir skotið.

Eftir korter var vörn QPR sundurspiluð enn á ný og fékk Suarez dauðafæri en náði ekki að skapa sér alveg nægjanlega góða stöðu fyrir framan markið og skaut beint á Kenny í markinu.

Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var búið að fylla lið QPR nægjanlegu sjálfstrausti til að þeir væru eitthvað að láta að sér kveða í leiknum. Enda einfalt að verjast liði sem bara getur ekki skorað.

Liverpool liðið bakkaði, Suarez varð allt of mikið einn og yfirgefinn upp á topp og lið QPR náði fínum 5 mínútna kafla þar sem þeir voru bara hættulegri og fór þar Djibril Cisse fremstur í flokki en hann áttu þrumuskot sem fór réttframhjá marki Liverpool.

Kelly sem var tæpur fyrir leik meiddist svo þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og kom af velli fyrir Coates. Jamie Carragher fór þ.a.l. í bakvörðinn og það hressti ekki neitt upp á sóknarleik Liverpool.

Staðan 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur virtist ætla að halda áfram á sömu nótum, Liverpool var með boltann, fékk sín horn en ekkert gekk að skora mörk. Sebastian Coates er nýr í þessu liði og skildi þetta líklega ekki og ákvað á endanum að hætta þessu helvítis gaufi fyrir framan markið og smellti einu besta marki ársins í netið með klippu úr teignum yfir Paddy Kenny í markinu sem átti aldrei séns í boltann. Það sem meira er þá kom þetta mark út frá hornspyrnu. Downing áttu skot að marki sem QPR náði að verjast en boltinn barst til Coates. Frábært mark og loksins ísinn brotinn og þetta átti hreinlega að duga til að vinnan þennan leik og slappt QPR lið.

Liverpool hélt áfram og á 71.mínútu komst Downing einn í gegn eftir flotta sendingu frá Kuyt en lét Kenny enn á ný verja frá sér.

Mínútu seinna tókst þó loksins að klára þennan leik er þung sókn endaði með marki sem sýndi hvað það er erfitt fyrir okkar menn að skora. Suarez skaut í stöng, Downing tók boltann og komst í dauðafæri sem Kenny varði út í teiginn á Kuyt sem potaði boltanum í netið. Leik lokið, flottur skyldusigur í höfn.

Eða það er það sem leikmenn Liverpool héldu. Liðið bara hætti að spila, bakkaði allt of mikið og hleypti QPR inn í leikinn.

Fullkomlega týpískt fyrir tímabil okkar manna og leik þar sem við fáum hátt í 20 hornspyrnur þá skoruðu heimamenn auðvitað eftir hornspyrnu. Shaun Derry af öllum mönnum skallaði boltann í netið á 77.mínútu, gjörsamlega einn og óvaldaður. Liverpool nýtir hornspyrnur hræðilega, en við erum ennþá verri í að verjast þeim. Hvert þeir sem gagnrýndu varnartaktík Benitez linnulaust fóru væri fróðlegt að vita?

Þarna fékk maður smá ónotatilfinningu en gott samt að vera búnir að skora tvö mörk! Dalglish hinsvegar tók þá fáránlega ákvörðun að mínu mati á þessum tímapunkti og tók Suarez, okkar einu ógn af velli og setti Carroll inná. Ekkert að því að setja Carroll inná en mistök að taka Suarez útaf. Enda twittaði ég þegar Suarez gekk af velli að nú væri eins gott að QPR myndi ekki jafna.

Auðvitað…auðvitað…AUÐVITAÐ gerðist nákvæmlega það örstuttu seinna þegar Djibril Cissa, nema hvað, potaði boltanum í markið eftir að Carragher var sigraður í bakverðinum og boltinn kom fyrir markið. Sofandaháttur í vörninni og áhugaleysi í liðinu fannst mér og staðan 2-2. Ótrúlega fáránlega ósanngjarnt/lélegt en samt svo týpískt fyrir Liverpool í vetur.

Til að fullkomna daginn kláruðu heimamenn svo leikinn eftir að okkar menn höfðu reynt í fimm mínútur að sækja án Suarez með stirbusalegum árangri, liðið átti í basli með að komast yfir miðju. Jamie Mackie sem kom ferskur inná fyrir Barton komst einn í gegn eftir hræðilgan varnarleik hjá Enrique og varamaðurinn átti ekki í basli með að koma boltanum milli fóta Reina og þaðan í netið.

Lokatölur 3-2 sem er svona ígildi þess að vera sleginn utanundir af Mike
Tyson. Hroðaleg úrslit og ótrúlega lélegt hjá Liverpool að tapa þessum leik. Engum hægt að kenna um þetta nema sjálfum sér.

Það er erfitt að meta frammistöðu leikmanna því heilt yfir í 75 mínútur voru okkar menn að spila ágætlega og virtust vera að klára þennan leik. Suarez var einn uppi á toppi og hann bara átti að skora í þessum leik. Alvörðu markaskorari sem er í smá stuði hefði skorað í þessum leik. Hann var engu að síður að skapa helling og enn á ný okkar langhættulegasti maður. Aftur fannst mér hann vera of einsamall upp á toppi á löngum köflum í leiknum.

Kuyt átti að vera með honum og gerði mest lítið í leiknum fannst manni en er á endaum með mark og 1-2 mjög góðar sendingar sem áttu að vera stoðsendingar. Downing var á hinn bóginn einn af okkar líflegustu mönnum og áttu nokkur góð færi og stöðugt að ógna vörn QPR manna. Hann þarf að nýta færin betur eins og allir í liðinu en engu að síður allt annað að sjá hann.

Spearing gerði vel það sem honum var uppálagt að gera. Fyrir framan hann voru Adam/Henderson og Gerrard og enginn þeirra getur verið neitt himinlifandi með sinn leik. Adam var ekki sannfærandi í fyrri hálfleik og fór meiddur af velli. Henderson bætti litlu sem engu við í seinni hálfleik.

Mesta áfallið í leiknum var að missa Martin Kelly útaf meiddan. Það ruglaði alveg vörninni og það var það sem á endanum klúðraði þessum leik að mínu mati. Af einhverjum illskiljanlegum ástæðum var John Flanagan meðal varamanna í dag en fékk samt ekki sénsinn þegar hægri bakvörðurinn okkar kom útaf. Sebastian Coates kom frekar inná og Carragher fór í bakvörðinn. Þetta fór mjög í taugarnar á mér því ég er með óþol fyrir Carra í bakverði og er meinilla við að hræra í miðvarðarpari Liverpool á meðan leik stendur. Er ekki til tölfræði sem sýnir hvað það hefur leikið okkur illa í gegnum tíðina?

Sóknarþungi okkar hægramegin var helmingi minni með Carra í bakverði og eins fannst mér Enrique ekki ná að ógna nægjanlega mikið þegar leið á leikinn. Vörnin var orðin fín með Johnson, Agger, Skrtel og Enrique. Núna höfum við þurft að hrista mjög mikið upp í því og það er ekki tilviljun að svona slys komi í kjölfarið.

Tap 3-2 eru úrslit sem ég skoða líklega aftur í fyrramálið til að fullvissa mig um að þetta hafi ekki verið martröð. Tímabilið er búið í deildinni og FSG á heljarinnar verkefni fyrir höndum í sumar. Það þarf kannski ekki marga leikmenn í þetta lið. Það þarf mjög góða leikmenn og helst einhverja sem þekkja það að vinna. Bestu leikmenn Aston Villa, Blackpool, Newcastle og Sunderland þekkja það alveg að tapa svona leikjum ef þið skiljið hvað ég meina. Þó það sé auðvitað undir stjórnendum Liverpool komið að kenna þeim að svona er ekki í boði hjá Liverpool.

Þetta var slys, skítur skeður, en það væri auðveldara að hrista þetta af sér ef þetta færi ekki bara í hópinn yfir fleiri svona leiki sem maður var svipað hissa á að hafa ekki séð Liverpool sigur.

150 Comments

  1. Þetta voru verstu 20 mín sem ég hef nokkurn tímann séð. Aumingjaskapur af verstu gerð. Til hamingju leikmenn með að skemma algjörlega fyrir manni áhugann á fótbolta.

  2. ég get þetta ekki lengur…
    þetta tímabil getur ekki klárast nógu snemma.
    Ég horfi ekki á annan leik með liverpool fyrr en í ágúst.
    Það er ekki hægt að verða svona reiður innan um fólk…

  3. Knattspyrnustjóri seigir bara upp sjálfur strax!!!! eftir svona leik !!!

  4. þvílíkir fokking AULAR!!!! hvað er líka málið með 5 skot hjá QPR og 3 inn? Er Reina alveg hættur að verja?

  5. 0 – 2 yfir, ekkert hafði gerst hjá QPR mönnum í hátt í 40 mín, þá er um að gera að hætta að spila sama boltann og skilaði þessum tveimur mörkum og pakka í vörn.

    Hvað er það sem fær Liverpool til að gera þetta í hverjum einasta leik sem þeir komast yfir. Um leið og markið kemur þá er eins og einhver múr sé brotinn og allir séu sáttir og hætta að spila fótbolta.

    Ótrúlegt.

  6. Eru þetta atvinnumenn eða pappakassar? Kenny má alveg fara að pakka saman og taka þessa pappakassa með sér. Mér er drullu sama með þessar bikarkeppnir, þetta run í deildinni er ekki bjóðandi neinu manni eða konu!!!

  7. DAGINN… Hvað var þetta lélegt komnir 2-0 yfir þegar komnar 72mín á klukkuna og tapa þessu 3-2 á ekki að vera hægt. hvenær ætlar hann KK að hætta spila Kyut, Spearing og Downing þetta er ekki að virka en ég ætla ekki að vera leiðinlegur en okkar ástkæra lið er ekki að geta blautan í deildinni og nú vona ég að við fáum everton í bikarnum og förum alla leið og hirðum það sem við eigum skilið

  8. Þið verðið að afsaka þessi orð en ég hef aldrei skammast mín jafn mikið á ÆVINNI fyrir að vera stuðningsmaður Liverpool. Mesti aumingjaskapur sem ég hef séð í knattspyrnuleik, þetta á bara að vera ólöglegt.

    Henderson mark # 1, Skrtle # 2 og Enrique # 3.

    Gott líka hjá Dalglish að taka útaf Suarez sem var búinn að vera besti maður Liverpool í dag. Fær prik fyrir það…….NOT !!!!!

    Alltof margir farþegar í þessu liði. Kuyt þó að hann hafi skorað má fara í sumar. Charlie Adam á bara að vera á bekknum og Henderson er bara alltof ungur til að byrja svona marga leiki.

    Ég held ég horfi ekki á fleiri leiki í vetur.

  9. Nákvæmlega Reina var alveg glataður í þessum leik. Hann á alveg 2 af þessum mörkum…………………

  10. Sælir félagar

    Ég veit ekki af hverju maður er að leggja það á sig að horfa á leiki hjá liði sem er með þvílíka skitu að sjaldan hefur maður verið vitni að öðru eins. Þessi leikur lagðist að vísu alltaf illa í mig en eftir að hafa horft á liðið klúðra færi eftir færi og samt komast í 2 – 0 þá hélt maður að þetta mundi halda. En maður skyldi aldrei treysta því. Þbílikt og annað eins. Fá á sig 3 mörk á síðasta korterinu.

    Hverjum á að þakka það. Uppstillingin á liðinu þannig að það voru fyrirsjáanlegar skiptingar sem engu skiluðu. Af hverju að breyta vinningsliði og setja menn inná sem ekki hafa verið að skila merkilegum leik til liðsins undanfarið. Kelly svo látin hefja leik ansi tæpur á meiðslum. nei ég er hættur að skilja hvað er verið að gera og farin að skilja þegar Babel segist vera í betra formi en þegar hann var hjá þessu liði. En sem sagt, þetta er orðið gott og meira en það. Við stuðningmenn eigum ekki þessa skitu skilda.

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Dalglishinn alveg með þetta! Vona að hann haldi áfram með liðið á næsta tímabili og ekki væri verra ef hann fengi að kaupa þá leikmenn sem hann vill í sumar – þá fáum við kannski fleiri gæðaleikmenn á sama stalli og Adam, Downing og Carroll, á toppverði…
    Meistarar 2013.
    Einmitt…

  12. Áður en þið missið ykkur alveg í pirring yfir þessu, þá skulum við muna það að þessi leikur skiptir engu máli – enda er liðið búið að drulla upp á bak í þessari 4 sætis baráttu fyrir lifandis löngu.

    Helsti kosturinn við þetta er ef til vill sá að Kenny sér kannski hvað hann er með glatað lið – þrátt fyrir allt. Ég ætla ekki að fara að kenna neinum einum um þessar ófarir í dag, en nokkur dæmi:

    Skrtel/Carragher: Hefur liðið einhverntíman komist nálægt því að halda hreinu þegar Agger er frá? Þó að Skrtel hafi vaxið á meðan Carra hefur dalað … þá þurfa þeir einhvern með sé sem hefur vit fyrir þeim.

    Adam: Tilviljun að liðið fór að geta eitthvað framávið þegar hann fór útaf?

    Spearing: Gaman að sjá leikmann koma út unglingastarfinu … en hann verður bara aldrei nógu góður til að spila í liði sem ætlar að vera í CL baráttu.

    Suarez: Ef þú myndir eyða eins miklum tíma í að spila fótbolta eins og þú eyðir í að tuða í dómurum, pirrast og hneykslast ákvörðunum þeirra … þá væri þetta lið 3-4 sætum ofar.

    Ég held að það sé alveg að koma tími á það hjá Kenny að gefa mönnum eins og Sterling og fleiri sénsa í þessu liði. Það skiptir ekki máli hvort við drullum upp á bak með 30m punda menn – eða unglinga.

  13. Anda með nefinu, Kenny er ekki að fara að segja af sér og það er ekki verið að fara að reka hann.

  14. Ég segi bara eins og Adam Savage úr Mythbusters; “I reject your reality and substitude my own”. Ég ætla bara að mæta til vinnu á morgun með bros á vör og vona að enginn minni mig þennan raunveruleika. Hreinlega farinn að hlakka til Silly Season…

  15. Ótrúlegt en satt þá er maður farinn að fagna því að skora tvö mörk í leik, þótt það sé á móti mótherjum af kaliberi QPR.

    Carragher klúðrar dekkingu = 1-2

    Skrtel klúðrar dekkingu = 2-2

    Skrtel úti á túni og Enrique hittir ekki boltann = 3-2

    Hvað varð um 2008-2009 tímabilið þar sem maður gat krosslagt fingur í söðunni eitt núl undir þegar 10 mín voru eftir og trúði ennþá að maður gæti unnið. Núna krossleggur maður fingur og vonar að við töpum þessu ekki niður. Slæm þróun… mjög slæm þróun.

  16. Ég hét því fyrir leikinn í dag að ég myndi éta sjónvarpið ef Liverpool myndi fá mark á sig eftir að hár bolti kemur inn í teiginn… og var að renna niður síðasta bitanum ( jú ég er hungraður og skítt með tennurnar). Þetta vandamál ætlar bara ekki að taka enda og ef að það sé einhver sem þekkir Kenny Dalglish þá vil ég að hinn sá sami hringi í hann og segi honum frá þessu stórkostlega vandamáli sem enginn Liverpool aðdáandi vill kannast við. Mér líður eins og ég sé einn í eyðimörk að öskra þetta. Þessu verður að fara að linna áður en ég byrja á sjónvarpsskenknum.

  17. Leiðinlegt að hugsa til þeirrar staðreyndar að liverpool er orðið miðlungs lið :/ Man þegar að maður var við það að fremja sjálfsmorð þegar að Liverpool tapaði leik en núna er þetta orðið daglegt brauð 🙁

  18. Nenni ekki að horfa á það neikvæða. Mikið djöfulli var markið hjá Coates flott 🙂

  19. Sorry Dalglish, en vonandi hefuru vit á að segja af þér á morgun. Þú bara ert ekki að meika nútímaknattspyrnu þú varst of lengi frá. Adam er lélegast fótboltamaður sem hefur leikið fyrir liverpool. Vá

  20. Ég er svo svekktur að ég ætla bara að segja eitt af því sem sökk inn i hjarta mitt.

    Enn einu sinni fer Pepe Reina að sofa í vetur og getur rifjað upp STÓR mistök sem kostuðu liðið hans leik, vissulega aðrir eins og rætt er hér, en í öllum þessum mörkum QPR á Reina að gera betur.

    Og í sumum – MIKLU betur!

  21. Johnny # 25 væri til í að það væri dislike takki á þetta comment þitt. Fannst bara Suarez langöflugasti leikmaður Liverpool í dag og alls ekki oft í grasinu. Þau tvö skipti sem hann fór í grasið var farið aftan í manninn og hann niður.

    Svo skipta ALLIR LEIKIR MÁLI !!! Það er bara aumingjaskapur að halda öðru fram. T.d. ef við hefðum unnið hefðum við saxað á Chelsea sem tapaði í dag. Hlusta ekki á svona bull….

  22. Ef Dalglish púllar einhvern helvítis Hodgson og fer að horfa á björtu hliðarnar þá brjálast ég. Þetta er einhver mesta skita sem ég hef séð. Við yfirspiluðum QPR í fyrrihálfleik og hluta þess seinni en föllum á öllum prófum. Dalglish sagði um daginn að menn þyrftu að sýna að þeir ættu skilið að vera í rauða búningnum.. Jæja Kenny, nú er komið að því. Sýndu að þú sért maður en ekki mús og stattu við stóru orðin, ellegar skiptu sjálfum þér út.

  23. Vá þetta var svakalegt. Menn mega nú samt alveg leggja frá sér heikvíslarnar og kyndlana í bili. Þetta tap breytti engu um stöðuna í deildinni, við áttum aldrei raunhæfan séns á Meistaradeildarsæti og erum nú þegar komnir í Evrópudeildina. Varla ástæða til að reka þjálfarann.

    En samt, þetta var frekar hellað.

  24. Kenny þarf greinilega meiri tíma!!! En ég skal viðurkenna að þetta er orðið mjög þreytandi.

  25. Sjitt hvað ég er að fara að hringja mig inn veikan út vikuna .. Ekki séns að ég mætti eftir þetta!!!

  26. Það er nú svo komið að við þurfum framherja, senter og markmann.

    Nú er ekkert eftir nema lifa þetta tímabil af án þess að bilast endanlega.

    Nú sleppir maður því að horfa á fleiri leiki með þessu liði.

    Það þarfnast mikillar endurnýjunar og stjórinn þarf að taka sjálfan sig til skoðunar. Það er eiithavað(?) sem þarf að laga þar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Þeir geta sjálfir sér um kennt. Virkilega grátlegt tap og algjört einbeitingar- og kæruleysi! plús að þetta átti aldrei að vera horn í fyrsta marki QPR fokking Howard Webb í man utd treyjunni innan undir!

  28. Sleppa því að horfa og hvetja liðið? Sigkarl? Í alvöru? Hverskonar djöfulsins vælukjóar eru hérna? Þetta var lélegt, já, en nú þarf liðið meiri hvatningu en áður, alvöru stuðningsmenn þurfa að standa upp og hjálpa liðinu. Skil ekki þetta væl og þessa uppgjöf.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  29. Bíð spenntur eftir að dalglish tali um óheppni, góða baráttu og gópan liðsanda. Þetta er orðið GOTT!!!

  30. Sigkarl:#39: Megum við þá eiga von á að heyra ekki frá þér fyrr en í ágústbyrjun eða svo?

  31. Sæl öll….

    Snökt snökt..ég reyni að skrifa hér einhver huggunarorð en sé ekkert fyrir tárum, en svona er lífið. Ef mér líður illa hvernig líður þá strákunum mínum.
    Eina ljósið í myrkrinu er að City vann Chelsea og þá minnka líkurnar á að hitt Manchester liðið vinni bikar.
    Ætla nú að fara heim og grenja í friði.

    YNWA

  32. Eftir leikinn áðan að þá erum við búnir að tapa 20 stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar og 25 gegn liðum í efri hlutanum. Mörgum þessum stigum erum við búnir að tapa þrátt fyrir að hafa haft algjöra yfirburði í leikjunum, höfum einfaldlega ekki getað skorað þrátt fyrir að vaða í færum og fáum sem dæmi hornspyrnur í röðum en fáum ekkert út úr þeim.

    Hvað er að hjá Liverpool í dag?? Held að vandinn liggi einhversstaðar í hausnum á leikmönnunum, þrátt fyrir að þiggja fúlgu fjár í laun að þá er nákvæmlega engin trú á því sem að menn eru að gera inná vellinum, það les ég allavega útúr hreyfingum manna eða öllu heldur hreyfingaleysi, menn virðast annað hvort vera að bíða eftir því að einhver annar í liðinu skapi eitthvað fyrir sig eða að bíða eftir að boltinn stoppi við tærnar á sér.

    Hópurinn er allavega ekki lakari en hjá 3/4 hluta liðana í deildinni, kannski er lausnin að senda Jóhann Inga eða Hafrúnu Kristjáns til að tala við mannsskapinn, held að það þurfi bara að fá einhvern góðan íþróttasálfræðing til að segja þeim að þeir séu ágætir í fótbolta og geti vel unnið hin liðin í deildinni!!!

  33. Hrikalegt að sjá þetta 🙁

    Þeir áttu að klára leikinn fyrstu mínúturnar þegar QPR var að spila eins og leikskólabörn og aldrei hleypa þeim inní leikinn.

  34. Hahahahah Gulli vælukjóar ??? Má maður sem sagt bara koma hingað inn og hlaða lofi á liðið þegar þeir sigra? Ég persónulega meika varla að horfa á fleiri leiki með þessu miðlungsliði því það gerir mig snarbrjálaðan og ekki húsum hæfan eftir hvern tapleik sem eru alltof alltof margir.

    Tökum ekki pollýönnu leikinn á þetta heldur horfum bara á þetta raunsætt. Það er alltof mikið að liðinu, bæði hjáleikmönnum og þjálfarateymi.

  35. Bjarni #44 Ég veit ekki. Stendur maður nokkurn tíma við það sem maður segir í svona svekkelsis væli. Varla.

  36. Hvað var svona drullu erfitt við það að hafa bara sama byrjunarlið og á móti everton og halda þessum adam á bekknum væri reyndar best geymdur í reyni sandgerði.Enn og aftur fá þeir á baukinn fyrir að klára ekki færin sín bara hreinlega ekki nógu góðir leikmenn í þessu liði okkar.

  37. Ég er bara hreinlega ekki að trúa því að eftir að hafa haldið með Liverpool FC síðan 1987 þá sé ég á leiðinni á Anfield í fyrsta sinn núna í apríl. Ég hlakka ekkert lengur til og það er sorglegt.

    Sammála Magga með Pepe, hann á að gera betur í öllum mörkunum. Vissulega eru skallarnir af stuttu færi en einhverntímann hefði Pepe reynt og einhverntímann hefði hann varið þá báða.

  38. Austanmaður #34 …

    Þessu var ekki endilega beint til manna fyrir leikinn í dag.

    Suarez var ekki alslæmur í dag, en mér finnst þó engin sérstök ástæða til að hrósa honum fyrir að setja 2 skot af 5 á rammann., Hann hefur hins vegar verið ótrúlega slappur á tímabilinu – sérstaklega þegar litið er á væntingarnar sem til hans voru gerðar fyrir tímabil.

    Auðvitað skipta allir leikir máli, enda er maður vel pirraður hérna í sófanum. En það breytir því ekki að þessi fjórða sætis barátta er löngu töpuð – það gerðist að stærstum hluta í janúar – en þeir kláruðu þetta endanlega með tapinu gegn Arsenal … sem var einmitt álíka mikil skita og í kvöld. Að því gefnu má líta á þær björtu hliðar að þeir sem stjórna þessu liði sjá enn skýrar hvað liðið er glatað með leikjum eins og þessum.

    Á síðustu árum erum við búin að horfa á menn eins og Torres, Alonso, Mascherano og Meireles leita á önnur mið – til að vinna titla og spila meðal þeirra bestu. Á meðan að við þurfum að nota miðlungsmenn, fengna úr miðlungsliðum, eins og Downing, Spearing, Adam, Henderson … þá erum við ekki að fara í þessa Meistaradeild … og þar með ekki lokka til okkar stór nöfn sem geta skilað okkur titlum.

    Þetta er auðvitað fyrir utan hina augljósu staðreynd … hvað höfum við að gera í Meistaradeildina með Adam – Spearing – Henderson miðju??

  39. Ég endurtek það sem ég segi eftir hvern Liverpool leik fram á sumar: Það er ekki hægt að ná því takmarki sem þarf með þennan hóp. Dalglish veit hvað vantar og þarf að gera. Ef hann spilar rétt úr spilunum í sumar verður þetta betra, annars getur hann farið að snúa sér að því að ferðast með kerlinguna um heiminn”.

  40. Svona Tap skrifast alfarið á liðið því það er lítið sem daglish getur gert þegar hann þarf að nota 2skiptingar vegna meiðsla og held að mjög margir hérna ættu að reyna að mynda sér skoðun á því hvort það eigi að reka kenny eða ekki og hætta að vera að græja herna um að það eigi að reka hann eftir tapleiki og svo ef liverpool vinnur þá er hann maður og besti þjálfari i heimi, og einu mistök daglish i þessum leik er að skipta suarez útaf þegar það er svona litið eftir…..
    YNWA

  41. Svo verður maður að sinna aðdáendum eins og honum Gulla#49. Það væri leitt fyrir prýðismann eins og hann ef ég væri ekki til staðar fyrir hann. Örugglega fallegur drengur, glóbjartur á hár og bláeygur með afar bjartan og hreinan svip. Og hjartalagið maður lifandi, hjartalagið. Með hjarta ur Gulli.

  42. Það væri alveg hægt að hella sér í mikið svekkelsi, en það bætir ekkert, þessi leikur er búinn og hann fór svona og lífið heldur áfram, besta sem við gerum er að horfa fram á við, reinum að læra af þessum mistökum ,,hverning spyr einhver væntanlega” jú við þurfum þrjá til fjóra gæða leikmenn í þetta lið, með stjóran þá ætla ég ekki að fara neitt nánar út í það held að Dalglish ráði alveg við þetta verk. Ég er ekki að afsaka þennan leika hann var góður í 75 mínótur… en því miður þá er heill leikur 90 mínótur…. Svona fór þetta og nú er bara að hugsa um bikarinn og svo bara eins og oft áður síðustu tuttugu ár eða svo, við tökum þetta á næsta ári….

    Eitt langar mig að vita hvort menn tóku eftir því að á köflum vorum við að spila frábæran bolta í fyrri hálfleik, boltinn gekk með einni snertingu sem er gott en tóku menn eftir því að Adams kom varla við boltan í þessum einna snertinga bolta og annað ef eitthvað klikkaði þá vara það yfirleitt hjá DK sem það skeði… magnað…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  43. Hvað kemur útlit mitt við þínu getuleysi sem stuðningsmanni við Sigkarl?

    Menn meiga og eiga að vera pirraðir eftir þennan leik, þetta var lélegt….en allt tal um að hætta styðja liðið skil ég ekki. Liverpool hefur ekkert með svoleiðis gúmístuðningsmenn að gera!

  44. mér fannst nú downing virkilega sprækur í kvöld. liðið spilaði frábærlega í 70 min i kvöld. Er ekki alveg sammála öllu því slæma sem menn eru að tala um. verst hvað sóknarleikurinn deyr þegar suarez fer útaf. í heild sinni ágætis leikur hjá liverpool að undanskildu síðasta korterinu. En það versta er að við áttum að vera komnir í svon 5 til 6 – 0 áður en þeir skora fyrsta markið. Tökum það jákvæða úr leiknum mikið tempó og hraði í sóknarleiknum í fyrri hálfleik. stuttar og flottar sendingar. 12 – 1 í hornum í hálfleik og liðið að spila mjög vel. mistökin í leiknum er þegar kenny tekur suarez út af þá leggst liðið bara í vörn því að carrol minnir mig á mann sem að kann ekki fótbolta. öll harka farin úr honum og hann er ekki á liverpool skala.
    höldum í vonina og vonum það besta. ég er mikill benítez maður en gleymum því ekki að hann skilaði liðinu í 5 sæti fyrsta tímabilið.

  45. Láta varaliðið spila næstu leik og láta þessa menn hugsa sinn gang. Þegar þú spilar fyrir eitt sigursælasta lið Englands þá á þetta ekki að gerast. Ég er í þannig skapi að mig langar að selja alla þessa aumingja sama hvað þeir heita eftir þessa frammistöðu!!!!!

  46. Ég er enn steinrunninn! Hvernig í andskotanum var þetta hægt? Það er alveg ömurlegt til þess að hugsa að ef aðeins væri þrem rugl leikjum færra á þessu tímabili þá værum við í baráttu um Meistaradeildarsæti! Svona leikir eru ekki Liverpool boðlegir og hver einasti leikur skiptir máli…. hvert einasta stig skiptir máli. Alltaf! Fer hrikalega í pirrurnar á mér þegar menn hérna tala um að einhver leikur skiptir ekki máli. Það er ekki mentalitetið sem þarf í Premier League.

    Það er of snemmt að tala um brotthvarf KD en mikið skelfing lítur þetta illa út hjá honum í sumum leikjum. Ég held hann ætti að nota tækifærið héðan í frá og gefa kjúklingum dýrmæta reynslu. Ástandið getur vart orðið verra.

  47. Eru menn alveg að tapa sér?

    Hvað í ansk haldið þið að verði betra með því að setja King Kenny burt?
    Liðið er að drulla á sig ekki stjórinn…. Reina hefði t.d. átt á ná allavega 2 af mörkunum þeirra, dekkningin hefði átt að vera betri og menn áttu ekki að slappa af þegar þeir voru komnir með 0-2 forustu.
    En nei auðvitað var það Kenny sem lét Reina ekki verja, og sagði varnarmönnunum að dekka illa og mönnum bara að slappa af… Finnst ykkur það líklegt?

    Það væri búið að kveikja í ansi mörgum af ykkur hér ef þið væruð úti í Liverpool borg núna að segja þetta.
    Ættuð að skammast ykkar… Sérstaklega þú sem kallaðir hann burger King. Show some respect…

  48. Okey drengir…

    Mér finnst við liverpool stuðningsmenn vera stórfurðulegur hópur af stuðningsmönnum, þegar allt gengur vel þá eru allir leikmenn settir í guð tölu hjá sumum mönnum hérna og sama með Daglish… Og svo þegar kemur lélegur leikur þá verða allir leikmenn ömurlegir og menn koma með list yfir menn sem á selja og heimta að stjórinn eigi að segja af sér… Mér finnst það stórfurðulegt hegðun, því við erum stuðningsmenn Liverpool og eigum styða okkur lið hvort sem vel eða illa gengur… Mér finnst kominn tími til menn taki sig til og sætti sig við að í dag er okkar ástkæra lið að ganga í gengum breytar og erum langt á eftir liðinum sem ekki verða nefnd hér á nöfn… Og vera aðeins jákvæðar og reyna að tala frekar um hvað jákvætt heldur að finna alltaf það neikvæða og reyna að kenna stjórunum og vissum leikmönnum um hvernig fer…
    Mér persónulega fannst liðið í þessum leik eiga mjög gott spila næstum allan leikinn, nema fyrir utan kannski 10 min í fyrri hálfleik og síðustu 15 min í seinni hálfleik ásamt uppbótartímann… Og í þessum leik fannst mér Spearing vera einn af bestum leikmönnum liðins..

    Svo í lokinn vil ég bara segja, það er ekki Daglish sem spilar leikinn fyrir okkur, hann velur bara sitt besta liðið sem honum finnst henta fyrir þennan og leik og gerir sitt besta í halda þeim við efnið frá hliðarlínuni.. Og mér finnst alls ekki vera hægt að skrifa þetta á hann, því mér finnst leikmenn liðins bregast á síðustu mínutur leiksins og halda ekki einbeitingu og missa tökinn á leikinn. Mér finnst helvít mikið til ætlast af okkur sem stuðningmönnum ef þjálfar á þurfa að vera halda í hendunar á leikmenn allan leikinn og mótivera þá frá hliðarlínum… LEIKMENNINIR eiga bara finna innara með sér alla þá mótiveringu sem þarf til halda einbeintingu heilann leik…

    Ég segi bara áfram liverpool, og við erum besta manninn í starf þjálfar eins og er… og það er kominn tími til að menn hætti að tuða og væla … og byrji að styða liðið í gengum slæmu leikinna eins við gerum svo vel þegar vel gengur.

  49. Er alveg kominn með ógeð á því hvað margir eru að tala um hvernig stuðningsmennirnir sem búa í liverpool eru. Við erum bara ekkert minni stuðningsmenn en þeir.

  50. Það er KRÍSA á Anfield gefið Kongnum séns fram á vor rífi hann liðið upp í deildinni þá er kannski eitthvað varið í hann en ef ekki þá er bara frímerki á afturendan burtséð frá árangri í bikarnum.
    Vona samt innilega að ef við vinnum bikarinn í lok season en hröpum eitthvað niður fyrir 7 sætið sem er algert lámark úr því sem komið er og í raun langt fyrir neðan lámarkið að menn gleymi sér ekki í einhverji bikargleði því það er brjálæðislega mikil vinna fyrir höndum, og eins og áður sagði er maður ekki eins 100% viss um að Kóngurinn sé maðurinn til að leiða hana, mér finnst að stjórar þurfi 2 full season til að koma sínu handbragði á liðið, en ég man allavegna eftir einum fyrir ári sem fékk ekki þann tíma, þó ég vildi hann strax burt og hafi mun meira álit á kóngnum.

  51. Gulli, hjartahrein fegurð þín geislar af skrifum þínum. Þú hlytur að vera dásamlegur maður. Og svo ertu náttúrulega ekta, alvöru stuðningsmaður af bestu gerð sem enginn í öllu universinu kemst í hálfkvisti við. Ó það er svo mikil hamingja að vita af svo göfugum manni á þessarri jarðarkringlu.

  52. kenny á ekki að meiga vera einn fokking leik í viðbót, þetta er alveg hreint óborganlegt hvernig þeir geta hent þessu frá sér..

  53. Er svosem ekki alveg viss hvað gerðist eftir að Kuyt skoraði annað markið okkar. Þá voru 21 mínúta eftir og þeir skitu upp á bak gjörsamlega þessir 11 sem voru inn á. Að vísu var Suarez orðinn laf móður greinilega og Carrol settur inn á til að “fríska” upp á leikinn. Það virkaði að vísu ekki rassgat. Hefði alveg eins verið hægt að koma með Flannó inn á og hafa 3 hafsenta í boxinu. Hefði kannski ekki veitt af að láta Carra stýra þessum tveimur álfunum sem kostuðu okkur mark 2 og 3.

    Spurning að henda svo Reina á bekkinn einn eða tvo leiki til að leyfa honum að finna aðeins hvernig er að horfa á en vera ekki alltaf sjálfgefinn. Hann er farinn að leka of mikið finnst mér.

    Annars fannst mér fyrri partur síðari hálfleiks vera bara nokkuð góður. 26-30 mínútur þar sem allt var bara í ljómandi standi. Gott flæði, gott spil, mörk að koma og allt bara eins og það á að vera.

    En jæja, svosem ekki fyrsta klúðrið í vetur en vonandi það síðasta. Taflan lýgur ekki. Enn og aftur segi ég að þetta lið er ekki klárt í meistaradeildina og klárlega ekki sem einhver kandídat í einhverja stóra titla á Englandi því miður.

    YNWA, næsti leikur ….

  54. Það er allt í lagi að reyna líta jákvætt á hlutina eftir tap leiki en það er ósköp skiljanlegt að menn séu brjálæðir. Það á ekki að gerast með leikmenn sem eiga að vera spila fyrir topp klúbb að tapa niður 2-0 forskot á korteri. Þetta er bara óásættanlegt. Menn eru ekkert verri stuðningsmenn þótt að séu ósáttir við svona skitu. Leikmenn Liverpool misstu hausinn síðasta korterið í fyrri hálfleik og síðasta korterið í seinni hálfleik. Menn eru ekki nógu andlega sterkir og það er eitthvað sem Kenny verður að reyna að laga.

  55. Liverpool spilaði vel mestan part af leiknum. Þó það sé mér ennþá gjörsamlega hulin ráðgáta afhverju Suarez er ekki að skora 2-3 í hverjum leik. Ömurleg nýting á góðum færum hjá honum.

    Vesalingurinn Henderson gaf tóninn í varnarleiknum. Beygði sig eins og algjör kjelling í stað þess að hoppa upp og berjast. Skrtel átti annað markið, mjög svipað en hann var í mun verri stöðu en Henderson í fyrsta marki QPR. Enrique á svo þriðja skuldlaust. Hvar er Jack Robinson þessa dagana?

    Annars er ég ekkert viss um að QPR hefðu náð þessu ef þeir hefðu ekki skorað í mistökum Henderson.

    Hvað er síðan langt síðan að Reina varði skot maður á mann?

    Guð minn almáttugur andleysið á þessum djöfulsins mannskap þarna!

  56. Ég skil ekki hvað þú ert að reyna segja Sigkarl. Ætla ekki að skrifast lengur á við þig, ég vona bara að þú rísir upp og styðjir liðið þitt áfram í stað þess að snúa við því bakinu.

    Áfram Liverpool!

  57. ég var á fótbolta æfingu þegar að leikurinn var.. og þegar að æfingin var búinn þá spurði ég aðstoðarþjálfarann minn hvernig staðan væri í leiknum og hann svaraði 2-0 fyrir Liverpool… ég var nú auðvitað ánægður með það og fór heim skælbrosandi og hlakkaði til að sjá inná Mbl.is ” QPR líklega fallið – tapaði fyrir Liverpool” en nei nei þá hvarf brosið hjá mér þegar að ég sá “QPR lagði Liverpool” ég hélt að þetta væri einhver villa en NEI SVO VAR EKKI!!!! AAAAA EGG ER PIRRAÐUR NUNA! að hafa tapað niður 2 marka forustu gegn botnliði er bara því miður til skammar! en megum ekki tapa okkur alveg… núna er það bara að vinna restina af leikjunum 🙂
    EN SHITT HVAÐ MARKIÐ HJA COATES VAR SJUUUKT!

    Y.N.W.A

  58. Liðið spilaði frábærlega í 70 mínútur en þá var eins og menn hættu að spila og vildu bara klára þetta án þess að svitna. Mér fannst vanta virkilegan vilja til að vinna leikinn og menn voru greinilega með það í hausnum að það skipti ekki öllu máli þótt að liðið myndi ekki sigra.
    En vá hvað við litum vel út í 70 mínutur en rosalega illa síðasta korterið.
    Liðið verður að læra að nýta sér yfirburði í leikjum til að vinna leiki. Það er ekki nóg að spila flottan bolta, þetta snýst um að sigra þessa helv…. leiki!!!

  59. Uff… Ég helt ekki að það sé hægt að kenna Kenny um þetta. Þetta var bara helvitis aumíngjaskapur i leikmönnunum.
    Allir eiga að geta rullað 0-2 sigri heim. Þessir drengir syndu ekkert annað enn helvitis aumingjaskap

  60. Nei hvur fjandinn hvað í ANDSKOTANUM var nú þetta?? Hvað í ósköpunum ætli gerist næst?? Alltaf þegar maður heldur að þetta geti ekki versnað þá er alltaf eitthvað MIKLU MIKLU verra rétta handan við hornið! Nei bara í alvöru talað þetta er er með ólýsanlegum ævintýralegum helvítis ólíkindum, HVAÐ NÆST?? Sama hversu margar blautar tuskur fullar af mannaskít maður fær í andlitið, þá er pottþétt hægt að treysta einu, það er ALLTAF STÆRRI SKÍTUR Á LEIÐINNI!!

  61. Sebastian Quates með mark umferðarinnar hjá sunnudagsmessunni(á miðvikudegi)Er að reyna að sjá eitthvað jákvætt út úr þessu.Þetta fjórða sæti er farið,vil fá Sterling og Shelvea inná í næsta deildarleik

  62. Hvað getur maður sagt..
    Ég reyndar horfði ekki á leikinn, en miðað við liðið sem ég sá að kláraði leikinn, þá kemur þetta mér akkurat ekkert á óvart.. Sá markið hjá Coates, sem var rosalega flott, en því miður fyrir hann skiptir það bara engu máli, og ég efa það ekki að hann hefði frekar viljað stigin 3 heldur en þetta mark.

    En ég spyr, hverskonar hræsni er hann King Kenny? Maðurinn sem ég hélt að talaði reglulega um hversu sterk akademían er, sem gaf Flanno séns í leik t.d. á móti Arsenal ef minnið bregst mér ekki, og setur svo Jamie Carrager, sem er á öllum skölum að klárast sem leikmaður í toppklassa í bakvörðinn?
    Jújú, það má vel vera að hann hafi talið að QPR væri ekkert að fara að ógna af neinu viti, en komonn?
    Að þessu sögðu, þá vil ég taka það fram, að ég vil Kónginn alls ekki í burt, en mér finnst bara sorglegt, miðað við standardinn sem akademían á Melwood á að vera, að við getum ekki gefið kjúllunum séns, þegar núverandi leikmannahópur er augljóslega ekki nógu góður?

    En ég set stórt spurningamerki við þetta hjá Kenny, að tala svona um akademíuna en ekki standa við orðin þar, og svo tala um óheppni í þessum leik.. Óheppni er þegar þú skýtur fullt af skotum í stöng, eða þegar markmaður mótherjans á stórleik kannski.. Það er ekki óheppni þegar þú missir niður 2 marka forystu í tap, það minn kæri Dalglish heitir værukærð og aumingjaskapur, sem vissulega skrifast á þá leikmenn sem voru inná vellinum, en ekki þig.

    Þetta blessaða timabil getur bara ekki klárast nógu fljótt, og ég vona að þeir gefi mér eitthvað til að gleðjast yfir í næstu leikjum, þó að stuðningur minn dofni ekki, þá er þetta tímabil orðið þreytt

    Takk fyrir mig

  63. Ég barasta get ekki setið á mér lengur.

    Ég er fokking brjálaður yfir þessum úrslitum og ég vil að hausar fjúki fyrir þetta, og það ekki seinna en í kvöld. Ég hef ekki viljað losna við KK hingað til vegna hans fyrri afreka en nú er mér nóg boðið. Það þarf að setja hann í einhverja aðra stöðu innan klúbbsins eða senda hann aftur til Skotlands og koma aftur með RB. Síðan þarf að taka hinn Skotan og setja hann uppí lest og skipa honum að fara ekki út fyrr en á endastöð.
    Þessi framistaða í kvöld er lýsandi fyrir þetta tímabil. Ég var einmitt að hugsa fyrir leikinn að maður þyrfti að hætta að vera svona neikvæður með allt, en það er bara ekki hægt þegar að framistaðan er svona. Þvílíkur aulaskapur sem að þetta lið er að sýna trekk í trekk.
    Ég er mikið búinn að pæla í því hvað gæti mögulega verið að. Ég get bara komist að einni niðurstöðu og það er að KK getur ekki motiverað liðið fyrir leiki á móti liðum sem að eiga að heita lakari heldur en Liverpool. Þetta er ekki vandamál í stóru leikjunum þar sem að við erum “underdogs” en gegn Norwich, QPR, Swansea osfr. eigum við bara ekki breik. Það ætti að vera nóg að sýna þessum mönnum launaseðlana sína og segja farðu nú út á völlinn og sýndu mér að þú eigir þessa upphæð skilið.

    Ég verð bara að segja að ég er alvarlega að hugsa um að hætta að fylgjast með enska boltanum í bili. Ekki nóg með að þetta lið labbi út á völlinn og meiri hlutinn af leikmönnunum nennir þessu ekki að þá er klúbburinn sjálfur farinn að bregaðst manni líka. Sem dæmi mætti nefna Suarez málið þar sem að maður varði hann fram í rauðan dauðan, og ég stend enþá í þeirri trú að við höfum haft rétt fyrir okkur þar, en þá stígur klúbburinn fram og biðst afsökunnar og lætur Suarez gera það sama. Mér er slétt sama hvort að styrktaraðilinn hafi sagt eitthvað við okkur þú átt ekki að gangast við einhverju sem að er rangt. Það virðist sem að við Liverpool aðdáendur og aðfinnendur:) eigum bara ekki að fá séns á þessu tímabili, sama frá hvaða sjónarhorni er litið.

  64. Gerðist í fyrsta skipti held ég frá upphafi að ég horfði með meiri athygli á annan leik heldur en Liverpool. Fyrri hálfleikur…Seinni hálfeikur…gjörsamlega hundleiðinlegur. Man City – Chelsea var alvöru leikur.
    Það er eins og Liverpool nenni ekkert að spila ef andstæðingarnir eru slappir..enda ná þeir ekkert að vinna þá.
    Gjörsamlega ömurlegur leikur hjá okkar mönnum jafnvel þegar við vorum yfir.

  65. Er mjög svekktur. Það sem vantar í þetta lið er 1-2 framherjar sem skora mörk og svo smá pung í KK. Til hvers var hann með Flanagan á bekknum?

  66. Með fullri virðingu fyrir öllum Liverpool mönnum sem hafa tekið hornspyrnur á leiktíðinni,væri ekki gott að hafa mr Sigurðsson í liðinu þegar við fáum 15-20 hornspyrnur í leik Y.N.W.A

  67. Með fullri virðingu fyrir öllum Liverpool mönnum sem hafa tekið hornspyrnur á leiktíðinni,væri ekki gott að hafa mr Sigurðsson í liðinu þegar við fáum 15-20 hornspyrnur í leik .

  68. Jæja. Andaði inn og út núna um sinn og ætla að leyfa mér aðeins að halda áfram.

    Þetta í kvöld var kjaftshögg, því við hefðum getað farið að slást við Chelsea um fimmta sætið með sigri. Tottenham og Arsenal munu berjast um CL sætin held ég. En það að fá á sig þrjú mörk á þessum tíma gegn liði sem var ekkert að ógna er blaðamál og það sem það segir mér enn frekar en áður að það þarf að kaupa sigurvegara í sumar. Ef þeir eru ekki til sölu þá bara verðum við að ala þá upp.

    Við áttum, eins og oft áður í vetur, að vera 0-2 yfir eftir 20 mínútur. Suarez karlinn náttúrulega er með afleita nýtingu í dauðafærum jafn frábær og hann er. En að þessu sinni tókst okkur að skora, ekki bara komast í 0-1 heldur komumst við í 0-2. Þar með tökum við pedalann af bensíninu og um leið og QPR skoraði fyrsta markið komu þrastarhjörtun okkar í ljós. Allur völlurinn tók eftir því og eins og Siggi Sjónvarpsétari 😉 segir svo vel hér þá bara erum við alveg ofboðslega lélegir að verjast háum boltum. Suarez var tekinn útaf, vissulega hefði ég frekar viljað sjá Kuyt fara útaf, en sá er vissulega mikill hlaupari og Luis virkaði mjög þreyttur á mig – svo það var alveg skiljanlegt þó ég hafi ekki verið því sammála.

    En í marki númer 2 eru það Carra, Skrtel og Reina sem klikka. Ekkert, nákvæmlega ekkert er hægt að finna annað en það út. Carra gefur svæði til fyrirgjafar, Reina er á hælunum á línunni og Djibril Cissé, sá risi, skilur Skrtel eftir eins og barn og jafnar.

    Þá er liðið skekið og reynir eitthvað, en þá er komið Enrique að skjóta af sér fótinn og Reina að láta klobba sig, enn einu sinni. Í þessum mörkum eru lykilmenn í þessu liði okkar að líta út eins og miðlungsleikmenn sem “don’t have a clue”. Ég veit ekki alveg hvort við hefðum sem þjálfarar gert eitthvað annað. Hefðum við átt að láta Doni byrja, því Pepe var ægilega slakur. Held ekki. Carra í bakvörðinn þýddi það að Coates spilaði og það gaf okkur mark. Hins vegar er náttúrulega ljóst að hann er ekki bakvörður til að sækja, en í 40 mínútur gekk það vel. Það var varnarleikurinn sem var barnalegur. Skrtel karlinn sem hefur verið frábær mun horfa á sjónvarpið á morgun og fá martraðir, bara trúi ekki öðru.

    Lexían sem vonandi lærist hjá þessum leikmönnum í kvöld er einfaldlega sú að þegar þú ert tveimur mörkum yfir og lítið eftir, sýndu þá hrokann og stútaðu leiknum. Þrastarhjörtun sem við sáum á Wembley þegar við komumst 2-1 yfir birtust í kvöld á ný og núna – kannski bara fínt – hljóta þeir allir að sjá að slík hjörtu virka ekki. Held við höfum ekki tapað svona forystu niður í langan tíma og ef þetta kennir þér ekki, þá kennir ekkert þér það.

    Það verður ÖMURLEGT að mæta á æfingu á morgun, rútan eða lestin uppeftir verður martröð og enginn þeirra mun kveikja á sjónvarpi eða lesa blöð. Súrara gerist þetta ekki.

    Við hins vegar vorum ekkert að missa af meistaradeildarsæti eitt eða neitt í kvöld, við verðum í Evrópudeildinni og hver einasti deildarleikur fram á vor þjónar þeim tilgangi að sjá úr hverju menn eru gerðir. Næsti leikur sem skiptir alvöru máli er á þeim góða degi 14.apríl. Áður en að því kemur vona ég að ég sjái Raheem Sterling á kantinum og svei mér ef Coates á bara ekki að fá að spila töluvert, jafnvel með Agger þegar hann kemur.

    Menn hér “ape-a” yfir Adam, sem ég skil nú reyndar illa í kvöld, fannst frammistaða hans í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu 25 mínúturnar í góðu lagi. Hins vegar átti Hendo erfitt því miður og Kuyt vinur okkar fannst mér lítið gera annað en að skora markið.

    Hins vegar hef ég orðið VERULEGAR áhyggjur af José Enrique, sjálfsmarkstilraun hans í fyrri hálfleik var agaleg og hann var með minnsta hjartað í kvöld, virkaði verulega óöruggur í öllum aðgerðum, bæði í sókn og vörn og það kom því lítið á óvart að hann væri “major player” í kamikazi-markinu sem tryggði QPR lykilstig í sinni baráttu. Vona að vinur minn Stjáni Halldórs njóti kvöldsins!

    Hef áður rætt um Reina í kvöld. Hef ofboðslegar áhyggjur af honum, frammistaða hans í vetur er með afbrigðum sú slakasta síðan hann klæddist treyjunni okkar. Ansi margir hafa verið ósammála mér en ég lofa ykkur því að markmannsþjálfarar sem ég hef rætt við eru sammála mér í þeirri skoðun að ótal mörk sem við höfum fengið á okkur líta mjög illa út. Kannski er hann ekki að ná að vinna með Achterberg eða kannski er “brottflugs-syndromið” að banka hjá honum. Þetta er allavega óásættanleg frammistaða og maður er orðinn skítóöruggur með markmannsstöðuna – nokkuð sem ekki hefur verið. Hann er ein ástæða þess Siggi að við fáum á okkur ótal mörk eftir fyrirgjafir. Því miður.

    Það jákvæða út úr leiknum var klárlega fullt af skemmtilegum sóknartilburðum sem flestir snerust um Gerrard, Suarez og Downing. Vona virkilega að í þann hóp verði bætt einum til viðbótar sem getur tekið þetta einnar snertingar spil sem þeir ráða við.

    En það huggar mann ekki að hafa farið stigalaus frá leik við Mark Hughes…

  69. Sælir
    Ég er svakalega svekktur með leik okkar manna í kvöld. En heimurinn mun ekki farast við að tapa útileik. Ég hef aldrei skilið það að breyta sigurliði. Ég sjálfur myndi ekki gera það en Stjórinn fékk 3 ár til að móta liðið. Verðum við ekki að vara þolinmóðir og bíta á jaxlinn. Ég er sammála þeim sem segja að Adam sé ekki í Liverpool klassa. Jay Spearing er kominn til að vera með Gerrard , þangað til að Lucas kemur aftur. Allavega vona ég það. En við erum Liverpoolmenn og höldum áfram að styðja okkar lið , líka þegar ílla gengur. YNWA

  70. Er aðeins að ná mér niður eftir þessar hörmungar 15 mínútur. Tek undir það með Magga Mark, að ég hef bara verulegar áhyggjur af Reina. Hann er að eiga miðlungstímabil, það versta síðan hann kom til LFC.

    Nú hljótum við að fá að sjá leikmenn eins og Shelvey og Sterling fá tækifæri, ég bara trúi ekki öðru.

    Meistaradeildarsætið tapaðist ekki í kvöld, þrátt fyrir skitu, það var fyrir löngu komin kúkur í bleyjuna.

    YNWA

  71. Liverpool er eins og Hrói Höttur, stela stigum af þeim sem eiga nóg af þeim og gefa þeim sem eiga minna af þeim!

  72. Ég legg ekki í vana minn að skrifa inn á þessa síðu eða yfir höfuð lesa commentin.
    Hvort sem Liverpool sé að spila sinn besta leik eða sinn versta þá er þetta okkar félag, þið sem viljið fara í að ráða inn fólk og reka í Liverpool getur það í þessum fína tölvuleik http://www.footballmanager.com/ .
    Ég elska Liverpool liðið, var nú ekki fæddur á þeirra besta skeiði en samt er Liverpool besta liðið í mínu hjarta.
    Verum róleg styðjum okkar lið. Við getum líka fengið fullt af flottum leikmönnum ef við sýnum þeim bikar sem vannst á fyrsta tímabili nýs stjóra.
    Svo má ekki gleyma því við eigum möguleika á öðrum bikar 🙂
    En það er samt leiðinlegt að sjá liðið sitt tapa.
    En annars er bara að hugsa um næsta leik sem er á Laugardaginn sjáumst þá full af eftirvæntingu.
    If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win þetta segir Bill Shankly.
    Góða nótt kæru vinir.
    YNWA
    Afsakið stafsetningar og málfarsvillurnar.

  73. Grátlegt,,,, það er tvenn sem ég hugga mig á núna, fyrsta markið okkar og að Adam var tekinn út af vonandi vegna meiðsla og mikið væri óskandi að hann verði lengi frá kannski svona ci17 ár. á svona stundu þá finnur maður hversu ótrúlega manni þykir vænt um þetta Liverpool lið, að sjálfsögðu megum við drulla yfir klúbbinn þegar við stöndum okkur eins og pissudúkkur al veg eins og þegar við erum að springa úr stolti þegar vel gengur.

  74. Fyndið hvað menn tala um að þetta sé ekkert Kenny að kenna þar sem hann sé ekki að spila heldur liðið en mér finnst það bara kjaftæði! Ef þessir gaurar eru bara í e-h gríni þegar liðið er að tapa eða gera jafntefli þá eiga þeir bara vera skíthræddir við skammir frá þjálfaranum sektum eftir leik og bekkjarsetu í næstu. Ætli það sé ekki vandamál með Reina að hann þarf engar ahýggjur að hafa frekar en Skrtl eða Enrique að því að verða settur á bekkinn eða úr hóp sama hversu ílla hann spilar? Eins restin af þessu drasli sem Kenny keypti í sumar?

    Og afhverju í fjandanum er hann Kenny að hræra svona í liðinu þegar það er búið að spila svona vel í 2 leikjum á undan fatta það ekki alveg þar sem Carroll virtist ekki vera meiddur.

    Er bara ansi hræddur um að Kóngurinn sé ekki með þetta því miður

    Kónginn heim

  75. Þessi 3 mörk segja allt um hvað okkur vantar sárlega hávaxinn heimsklassa miðvörð sem getur skallað svona fyrirgjafir burt allan daginn. (Sýnist Coates líkari David Luiz en þessari Rio Ferdinand/Terry týpu sem við þurfum)

    Einnig hvað Spearing er og verður aldrei nógu góður fyrir meistaradeildarlið. Alvöru varnarmiðjumaður hefði hægt á leiknum og lokað öllum svæðum. Fyrirliðinn Gerrard á líka að hafa reynslu til að vita hvað þarf í svona 0-2 stöðum en bara kann ekki að taka frumkvæði og leiða sitt lið. Við vorum með fullkomna stjórn á leiknum en Liverpool þarf alltaf að vera svo aumingjagóðir að þeir hleypa nær öllum liðum inní leiki í stað þess að slátra hryllilega slöppum liðum eins og QPR.

    Menn geta tuðað eins og þeir vilja um hvað Liverpool skapi mikið af færum og að það eina sem vanti sé að sóknarmennirnir nýti þau betur. Staðreyndin er hinsvegar sú að leikir vinnast og tapast á miðjunni. Ef miðjumennirnir hefðu verið meira vakandi og pressað betur hefðum við ekki fengið þessar fyrirgjafir sem Skrtel og co. voru ekkert að ráða við. Lið verjast og sækja eins og ein heild.

    Hef sagt það áður og endurtek á ný. Við verðum aldrei Englandsmeistarar fyrr en áhrif Gerrard og Carragher innan leikmannahóps Liverpool minnka stórlega. Of naive og skortir stöðuskilning og yfirsýn til að stýra leik liðsins. Sérstaklega vantar okkur sterka týpu á miðjuna. Ég vil sjá Gerrard settan frjálsan á hægri kant líkt og Benitez gerði um stund með góðum árangri og fá leiðtoga á miðjuna með Lucas á næsta tímabili. Eða fyrir aftan Striker í 4-2-3-1. Það bara verður að losa hann undan varnarskyldunum.

    Við erum núna með 42 stig af 87 mögulegum. Það er undir 50% árangur sem er fullkomin hörmung hvernig sem á það er litið. Þetta gerist á sama tíma og enska deildin hefur sjaldan verið lélegri og ensk lið eru hrynjandi útúr evrópukeppnum hvert á eftir öðru. Man Utd er með nánast allt liðið í meiðslum og yfirspilaðir í ótal leikjum en samt á undarlegan hátt nú í efsta sæti. Varnarleikur hjá langflestum liðum í Englandi er alger brandari, t.d. var hlægilegt að sjá varnarleik QPR í byrjun leiks áðan og ekkert sjálfstraust í liðinu. Alvöru sóknarlið hefði fundið blóðbragðið og klárað leikinn í fyrri hálfleik. En ekki Liverpool. Við erum svo mikil fjölskylda og mikil krútt. Við drepum ekki fólk heldur klöppum við þeim og bjóðum í te. Það er jafn ógnvekjandi í dag að fara á Anfield og á Iron Maiden-tónleika.

    Nú bara verður Kenny Dalglish að hleypa ungu mönnunum að og fá eitthvað nýtt blóð og greddu inní þetta. Hans leikskipulag með þennan hóp er bara ekki að virka þó það gæti gerst með betri leikmönnum. Leyfðu nú Sterling o.fl. að fá sína sénsa þó ekki nema til að rasskella löturhæga bitlausa kettlinga eins og Charlie Adam.

    p.s. getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju Jonjo Shelvey var kallaður tilbaka úr láni ef hann á ekkert að spila?

  76. jæja drengir.. súmmum þetta aðeins upp. Er búinn að lesa slatta af þessum kommentum, og náði blessunnarlega að skauta framhjá flestum þeirra. En nokkur athygliverð komment hafa litið dagsins ljós sem mig langar að ræða frekar, eða fá frekari útskýringar á. (Auðvitað er margt hér sem þarfnast frekari útskýringa, en því miður fáir sem ég treysti mér til að ræða við svo gáfulegt megi teljast).

    Maggi… þú neglir þessu á lyklaborðið þitt, og býður þar með upp á góðar rökræður :

    “Enn einu sinni fer Pepe Reina að sofa í vetur og getur rifjað upp STÓR mistök sem kostuðu liðið hans leik, vissulega aðrir eins og rætt er hér, en í öllum þessum mörkum QPR á Reina að gera betur.”

    Ertu í alvörunni að reyna að telja mér trú um, að markvarsla Pepe Reina hafi kostað liðið hans þennan leik, þar sem andstæðingurinn , sem ekki hefur getað neitt í marga mánuði, nema drullað á bakið á sér, skoraði 3 fokkíng mörk í leiknum, þegar það voru ca 14 mínútur eftir af venjulegum leiktíma ??? Erum við að tala í stereó hérna ?? Heyrist þetta alveg ? 3 mörk frá QPR í utanhúss fótboltaleik, þegar það eru 13 mínútur eftir af venjulegum leiktíma !!! Og það er markmanninum að kenna ???

    Er ekki eitthvað pínulítið þarna sem ekki stenst skoðun ? Getur ekki verið , þó ekki væri nema í einu af þessum þrem tilvikum, að boltinn hafi bara alls ekkert átt að vera á þessu svæði vallarins ?? Getur ekki verið að hinir 10 leikmennirnir á vellinum, hafi gersamlega gert í brók, að láta þessa stöðu koma upp, og glundra niður tveggja marka forystu ??

    Ég trúi því vel að markmannsþjálfararnir sem þú þekkir segi að Reina sé ekki að gera gott mót, enda er hann ekkert að brillera um þessar mundir, en guð minn fokkíng almáttugur á klístruðu priki hvað hann er síðasti maðurinn í þessu liði sem hægt er að agnúast yfir !!! Það vill þannig til að góður skáti tekur fyrst eftir því hvenær hnútur er vitlaust bundinn, áður en hann tekur eftir því hvernig framfærsluvísitalan hefur þróast síðustu mánuði , og það er svo sem ekkert öðruvísi hérna ! Það er eðlilegt að þeir markmannsþjálfarar sem þú þekkir taki fyrst eftir því hvað Reina hefur dalað, áður en þeir taka eftir því hvað liðið er gersamlega að skíta á sig og það er fátt í rauninni sem er raunhæft að ætlast til þess að Reina bjargi !!! Reina er markmaður sjáðu til, og á að reyna að bjarga því sem bjargað verður þegar hinir eru búnir að skíta á sig… Að velta fyrir sér afhverju hann bjargar því ekki, í stað þess að velta fyrir sér afhverju hinir skíta á sig, finnst mér eins og að skamma björgunnarsveitina fyrir það þegar einhver verður úti uppá hálendi !!!!

    En nóg um það, það er eðlilegt að menn séu hérna fokkíng fruntu fúlir yfir þessum úrslitum,og hvernig leikurinn spilaðist síðustu 20 mínúturnar eða svo,og ég er nákvæmlega jafn fúll og allir aðrir hérna inni.

    En að kenna Reina um þetta tap, eða heimta afsögn á þessum tímapunkti er út í hött…

    Insjallah.. Carl Berg

  77. Lélegasti leikmaðurinn á vellinum var þessi Enrique !!!

    Ekkert að viti !!!
    Gerði í buxurnar !

  78. Hvernig var hægt að klúðra þessum leik? Næ þessu ekki. Slys.

  79. En úr því sem komið er, hvaða máli skiptir hvort við lendum í 5. eða 7. sæti? Klára þetta tímabil, ná tveimur dollum í hús og styrkja liðið fyrir komandi tímabil. Liðið er klárlega að spila betur en s.l. þrjú ár og á því á að byggja. Síðan verður þessi hópur plús fjórir leikmenn komnir með reynsluna og betri árangur verður á næsta fiskveiðiári. Þetta var slys og á því verður liðið að læra. Óþarfi að missa svefn yfir þessu.

  80. Þjálfari/stjórinn setur upp leik gegn einu slakasta liði deildarinnar og liðið kemst 2-0 yfir eftir 75 mínútur.
    Einhvern veginn tekst liðinu svo að klúðra leiknum 2-3.

    Og stjórinn er ábyrgur og á að vera rekinn! Í alvöru?

  81. Er Liverpool að “spila” betur heldur en síðustu 2-3 ár? Virkilega? Karakterleysið er því miður algert að geta ekki haldið haus gegn “litlu” liðunum. Ég sé ENGAR framfarir þrátt fyrir allar milljónirnar af pundunum hafa hefur verið eytt misjafnlega.

  82. Það var gjörsamlega ekkert sem kom mér á óvart við þetta tap. Ég hafði skítatilfinngu fyrir þessum leik frá byrjun. Alveg klassískt Liverpool að gera svona vel í brókina eftur FA-Cup leikin.

    Ég fæ svo æluna í hálsin að lesa viðtalið við Kenny eftir leik…óheppni my ass.?

    Hversvegna næst ekki neinn stöðugleiki í þetta lið? Hversvegna er við sífellt einsog jójó í öllum okkar leikjum?

    Eru þetta hræringar í leikskipulagi og leikmönnum? Rafa var með rotation system sem var mikið gagngrýnt…

    Eru þetta gæði leikmanna? Er þetta sálrænt? Er þetta þjálfarateymið?

    Sjitt ef ég þarf að leita ráða hjá Rauðnef fyrir stöðugleika í deild þá mun ég glaður gera það…Ég bið ekki um mikið, það eina sem ég vil fá er stöðugleiki, stöðugleiki stöðugleiki stöðugleiki….

  83. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið og menn verða að sýna þolinmæði. Það er ekki hægt að ætlast til að liðið sé í toppbaráttu með nýjum þjálfara, nýjum eigendum, og nýjum mannskap eftir mjög erfið ár á undan. En ef menn sjá ekki mun á þessu liði og liðnu á síðustu tveimur tímabilum hvað spilamennsku varðar þá eru menn pínu blindir. Það vantar bara herslumuninn.

    Úrslit kvöldsins voru slys.

  84. Mér persónulega finnst að það þurfi að gera drastískar breytingar á hópnum og stjórnarmálum hjá Liverpool. Við erum í ruglinu og þetta tímabil sýnir það mjög greinilega, þurfum að hreynsa út, jafnvel skipta um skúringarkonur á Anfield. Þetta gengur ekki lengur og leikmenn+þjálfara teymi er ekki á réttri leið. Jújú 1 bikar kominn og hugsanlega annar á leiðinni. En….En…vilja menn vilja Carling og FA næstu 5 árin? heldur vill ég 1stk enskur meistara titill!!! og það er ekki að fara gerast á næstunni! með þennan hóp og þetta lið við stjórnvölin…Bara mín skoðun 🙂

  85. Kallt mat….það eru 5 leikmenn sem eru nógu góðir fyrir þetta lið: Skrtel, Agger,Lucas,Gerrad og Suarez allir aðrir mega fara og éta það sem úti frýs!!!

  86. Það sem byrjaði þessa vitleysu í kvöld var þessi skítadekkning hjá Jordan Henderson. Það er eitt að eiga slakan leik fótboltalegaséð en það er óafsakanlegt að geta ekki skilað inn lágmarksvinnuframlagi og klárað sín verkefni eins og þessi – AÐ LEYFA EKKI HELVÍTIS MANNINUM AÐ SKORA! Þetta var það sem fór mest í taugarnar á mér við þennan leik. Beygir sig niður og vonar að þetta reddist einhvernveginn, það þarf að sauma pung á svona menn. Þessi úrslit eru hætt að vera fyndin lengur, ég get ekki meira af þessu rugli.

  87. Er menn ekki að grínast þegar þeir heimta allsherjar breytingu á leikmannahópnum? Hverju skilar það? Engu nema enn öðru uppbyggingartímabilinu. Og hvað svo þegar nýi hópurinn er ekki búinn að vinna neina titla eftir fyrsta árið? Á þá að fara í allsherjarbreytingar aftur?

    Auðvitað er þetta tímabil ekki búið að vera nógu gott. En þetta er þúsund sinnum betra en hörmungin sem við sáum undir stjórn Hodgson. Það sem gerir þetta tímabil svo svekkjandi er einmitt sú staðreynd að liðið er yfirleitt að stjórna leikjunum sem það spilar og oft með yfirburðum. Það vantar bara “killer instinct” í hópinn. Það er það sem Kenny og hans aðstoðarmenn þurfa að vinna í. Auðvitað ber
    Kenny ábyrgð eins og allir aðrir í liðinu en allt tal um að reka hann núna strax er vitleysa. Róm var ekki byggð á einum degi svo maður grípi í klisjurnar.

  88. Liverpool eyddi 110 m punda árið 2011 í leikmenn og margir á spjallborðinu eru að kalla eftir því að KD eyði enn meiri peningum. Er vandamálið í alvörunni ekki dýpra – það er hann veit ekkert hvernig á að stilla upp liði, setja taktík fram eða hvaða leikmenn hann á að kaupa.

  89. Vandamál Liverpool:

    Nr 1. Það er aldrei spiluð sama taktík tvo leiki í röð. 442 uppáhald hjá Kenny með Suarez og Carroll frammi er stundum spiluð. 4-2-3-1 með Gerrard í holunni er stundum í gangi þá með tvo djúpa eins og á móti QPR. Stundum er spilað 4-1-4-1 með Spearing aftastan á miðjunni. Svo inn á milli dettum við í 5-3-2 eða 5-3-1-1 með wingbacks.

    Persónulega þá skil ég ekki svona helvítis vitleysu. Maður sér ekki topp-klúbba í neinu landi skipta eins oft um taktík og Liverpool.

    Nr. 2. Leikform leikmanna Liverpool. Það er augljóslega vandamál hjá liði sem spilar með 5-7 daga millibili og tekur ekki þátt í Evrópukeppni ef leikmenn þess eru búnir á því eftir 70 mínútur. Það er nokkuð augljóst mál að leikmenn eins og Adam eru ekki í neinu formi til að spila fótbolta.

    Nr. 3. Leikmennirnir sem hafa verið keyptir til félagsins. Adam, Carroll, Henderson, Enrique, Downing? Eru þetta nógu góðir leikmenn til að spila fyrir LFC?

    Nr. 4. Markaþurð, hugmyndaleysi í sóknarleik og algjör skandall þegar kemur að því að koma tuðrunni yfir línuna. Kanski mjög skylt vandamáli Nr. 3 enda augljóst að klúbburinn hefði átt að fjárfesta í öðrum markaskorara í sumar.

    Heilt yfir litið hljóta þessi vandamál að endurspegla stjórn liðisins. Það er alveg ljóst að menn verða að fara að setjast yfir þessi mál og finna á þeim lausnir og það fljótt. Kenny Dalglish er langt frá því að vera heilagur þó að ég sé virkilega hans maður eftir allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn. Stuðningsmenn Liverpool Football Club láta ekki bjóða sér svona helvítis kjaftæði mikið lengur!

  90. Annað – það eru fjölmargir hérna sem virðast trúa því statt og stöðugt að Suarez sé einhverskonar replacement fyrir Torres – heimsklassastriker. Maðurinn er búinn að skora 6 mörk í 24 deildarleikjum á tímabilinu. Það er ekki alvöru striker.

    Bellamy er líka með 6 mörk – en hefur notað helmingi færri mínútur í að skora sín 6 mörk.

    En ég veit ekki við hverju menn búast þegar markahæsti maður liðsins er með 6 mörk og öllum finnst hann vera að spila eins og world-class player (Suarez)

  91. Mikið er nú leiðinlegt að nokkur hér leggist svo lágt að óska leikmanni Liverpool langvarandi meiðsla. Held án gríns að þetta sé mesta lágkúra sem ég hef lesið hérna. Ætla ekki að eyða þeim ummælum heldur láta menn dæma það sjálft.

    Carl Berg þú góði drengur. Reina lék illa í gær. Fleiri vissulega en hann líka. Ef að hér er leyfilegt að drulla yfir leikmenn eins og t.d. Adam, eða hvað þá tala um skort á leiðtogahæfileikum Gerrard (er það í alvöru?) má þá allt í einu ekki tala um að Reina hafi átt stóran þátt í tapi gærdagsins? Jú takk!

    Reina hefur gríðarlega hæfileika. Það vitum við öll. Í vetur hefur það oftar gerst en áður að hann sé illa staðsettur og frosinn á línu, fastur á hælunum. Horfðu á fyrsta markið í gær. Horn og ENGINN á stöngunum, Reina á labbi um markteiginn og svo frosinn á hælnum að hann skutlar sér ekki einu sinni. Það mun þjálfarinn hans garga á hann í dag, trúðu mér. Mark númer tvö á hann vissulega erfitt með og þar er stærsti sökudólgurinn Skrtel sem lætur Cissé líta illa út. Ekki Coates, heldur Skrtel. Enrique er ekki sparkviss þessar vikurnar, en Reina er algerlega á hælunum þar og lætur klobba sig. Markmannsþjálfarinn mun líka arga yfir því.

    Svo ég skilji það þá rétt, má þá ekki gagnrýna þessa frammistöðu? Ég spilaði sem markmaður í 13 ár og hef sinnt markmannsþjálfun svo ég ætla að leyfa mér að hafa skoðun á honum og skammast yfir því ef að mér finnst hann leika illa. Ég er ekki að “kenna honum um tapið” heldur því að liðið missti hausinn síðustu 20 mínúturnar. Hins vegar höfum við séð hann oft (og ótal aðra markmenn í vetur) koma sínu liði til bjargar í slíkum aðstæðum og það er bara ekki að gerast.

    Hins vegar er auðvitað ekki á nokkurn hátt hægt að útskýra útkomu þessa leiks. í 75 mínútur var liðið að leika vel. Þannig að ég sé ekki hvað við eigum að tala um t.d. “motivation” eða “taktísk mistök”. Það eru ekki leikhlé í fótbolta og mér fannst einmitt hálfleikurinn virka vel, liðið kom flott til leiks en á þrettán mínútna kafla kom meltdown. Þegar þar var komið sögu hafði þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla og þær virtust bara vera að virka fínt. Svo kemur fyrsta markið sem er í röð, andleysi í varnarleik, léleg dekkun og slök markvarsla. Ekkert af þessu hafði sést fram að því. Þegar pressan jókst var skipt um síðasta leikmanninn. Suarez var þreyttur og Carroll var settur inn. Mistök? Sé ekki hvað annað hefði komið í veg fyrir mark númer tvö þar sem fyrst og síðast Skrtel, sem hefur verið okkar besti varnarmaður, dettur algerlega út og Cissé sultar hann í skallaeinvígi. Mark númer þrjú er náttúrulega bara ömurleg einstaklingsmistök og slök markvarsla.

    Það að ætla að segja eitthvað annað en að við séum hér að reyna að vera vitur eftirá er að mínu viti falskt. Á 75.mínútu gátum við ekki séð hvað var að fara að gerast – því enginn gat það. Tökum ekkert frá QPR, þeir hljóta að vera glaðir með sína endurkomu, en við gáfum sérkennilega eftir og þurfum að læra af því. Þeir leikmenn sem fóru verst með sig á þeim tíma? Að mínu mati: Reina, Henderson, Carragher, Skrtel og Enrique.

    Óháð því hvernig þeir hafa leikið í vetur áttu þeir allir að gera betur. Allir.

    Auðvitað er misjöfn þolinmæði mín gagnvart þeim. Mest er hún gagnvart Skrtel og Reina, þá Enrique, þá Henderson og síðast Carra, þar er hún minnst. En við hljótum að mega gagnrýna alla þá sem við erum ósátt við í leikjunum.

    Og þessi leikur er áfram lærdómskúrva og ekki nokkur ástæða til annars en að treysta á betri frammistöðu á laugardag gegn Wigan!

    YNWA!!!

  92. Ég er bara ánægður og sé björtu hliðina á þessu . Nú er ráð að hleypa ungum og efnilegum leikmönnum inn til að sjá hvernig þeir höndla pressuna , setja þá á bekkinn sem ekki hafa verið að standa sig og grysja hópinn fyrir næsta tímabil . Hef sagt það og segi það aftur að það kemur ekkert jafnvægi á þetta fyrr en 2014/2015 enda var búið að rústa liðinu áður en nýir eigendur tóku við . ÁFRAM LIVERPOOL

  93. Held að við verðum að bíta kúluna með Daglish, kippa upp Benitez meðan hann er á lausu

  94. Ég trúi því varla ennþá að við höfum tapað þessum leik, menn hljóta að setja spurningarmerki við það að hafa Carragher í vörninni. Maðurinn er ekki í neinu formi og er orðinn of gamall karlinn. Hans tími er einfaldlega búinn og það verður að spila Coates út tímabilið þannig að hann fái reynslu til þess að geta byrjað næsta tímabil í byrjunarliðinu.
    Coates var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM og við notum hann ekki, heldur fær hann að sitja á bekknum leik eftir leik á meðan Carra tekur sæti hans.

    Núna vil ég sjá Kenny gefa strákum eins og Coates, Flanagan, Robinson, Shelvey, Sterling og Coady tækifæri á að sanna sig í deildinni út tímabilið enda skiptir engu hvort við lendum í 7 eða 10 sæti. Þessir leikmenn sem hafa verið að spila undanfarið eiga einfaldlega ekki skilið að fá að klára þetta tímabil.

    Kenny, show some balls og taktu þessa menn úr liðinu sem hafa verið með drullu undanfarið.

  95. Mig langar að taka undir hérna með mörgum sem eru að setja spurningamerki við Pepe Reina. Veit einhver hvar hægt að að sjá tölfræði yfir skot sem hitta á rammann á liðum? Maður hefur nefninlega þá tilfinningu að öll skot sem rati á rammann hjá Liverpool endi í netinu! Vörnin er yfirleitt mjög góð, og andstæðingurinn nær yfirleitt bara örfáum marktilraunum, en þetta endar svo ótrúlega með marki! Það er alveg ævintýralegt. Svo var ég að velta einu fyrir mér, Reina kom árið 2005, hann er búinn að spila með okkur í 7 ár, hefur hann enn náð að verja víti í leik? Hann varði nokkrar í úrslitum FA cup í vítapsyrnukeppni, en hefur hann varið víti í venjulegum leik á 7 árum? Hafði hann ekki viðurnefnið vítabaninn? Maður er að ræða þennan markamann og veltu ýmsu fyrir sér því algjörum botni var náð í gær. 5 marktilraunir og 3 mörk. Þetta er með svo miklum ólíkindum að maður trúir þessu ekki. Núorðið er maður skíthræddur þegar einhver nobody leikmaður sem hefur aldrei skorað mark á ævinni mundar skotfótinn nálægt miðjuhringnum. Það eru töluverðar líkur á því að það fari í gegnum klofið á Reina. Ég veit ekki með ykkur, en ég væri mjög mikið til í að hafa markmann sem actually ver einhverntímann boltann!

    Svo langar mig að ræða annan hlut, hornspyrnur. Hér væri ég líka til í að sjá tölfræði yfir fjölda horspyrna og mörk skoruð úr þeim. Ég er nánast til í að fullyrða það að Liverpool er lélegast lið í heiminum í dag að nýta hornspyrnur. Þetta er neyðarlega lélegt. Við erum að fá 15-20 horspyrnur í leik og stundum meira. Er þetta ekkert æft hjá liðinu? Ég trúi því bara ekki að þetta sé æft miðað við hvað þetta endar ótrúlega sjaldan með marki. Ég skil ekki af hverju menn leggja ekki meira upp úr því að nýta þetta vopn fyrst við erum að fá allan þennan fjölda af hornspyrnum í leik. Þetta er bara niðurlægjandi fyrir okkar menn hvað þeir eru lélgir í þessu.

    Svo langar mig aðeins að ræða stöðu Jonjo Shelvey hjá liðinu. Þetta er eiginlega ráðgáta. Af hverju var hann kallaður úr láni frá Blackpool? Hann var að öðlast góða reynslu þar og var að standa sig ótrúlega vel. Skilur þetta einhver? Hefur einhver séð viðtöl eða eitthvað við Kenny þar sem þetta hefur verið rætt? Var Shelvey óánægður hjá Blackpool? Af hverju fær þessi maður ekki eina mínútu í leikjum fyrst það var verið að taka hann til baka? Það sem gerir þetta enn furðulegra eru þessar frammistöður Henderson og Adam. Hversu illa ætli þessir leikmenn þurfi að spila til þess að Shelvey fái sénsinn? Maður trúði varla sínum eigin augum þegar maður sá að Adam byrjaði inná í gær, og Henderson kom inná fyrir hann. Talandi um Jordan Henderson, þá verð ég að segja að mér finnst þetta vera mesti kéttlingur sem ég hef séð inni á fótboltavelli. Hann virðist algjörlega huglaus og andlaus. Neyðarlegt að sjá svona menn með þetta attitude í Liverpoolbúningum.

    Enn einu sinni verð ég svo að ræða þessa kaupstefnu hjá Liverpool. Ég er alltaf að ræða þetta, en jesús minn núna í sumar tókum við þetta upp á allt annað level. Í gegnum árin hefur kaupstefna Liverpool FC verið til háborinnar skammar, þar sem alltaf hefur verið lagt mikið uppúr því að kaupa marga meðalmenn í staðinn fyrir fáa góða. Hér væri hægt að búa til lista upp á margar blaðsíður. Til að nefna nokkra sem hafa heiðrað Anfield með nærveru sinni undanfarin ár: Igor Biscan, Bruno Cheyrou, Salif Diao, Josemi, Andrea Dossena, Momo Sissoko, Jan Kromkamp, Paul Konschesky, Christian Poulsen, Sotirios Kyrgiakos, Fernando Morientes, Antonio Nunes, Mauricio Pellegrino, Albert Riera, Djimi Traore, Boudewijn Zenden. Þetta er bara svona til að nefna einhverja sem hafa spilað með okkur nýlega. Þetta hefur alltaf verið the Liverpool way, að kaupa meðalmenn, helst erlenda, í stað þess að spara peninginn og nota uppalda leikmenn, og kaupa þá frekar 1-2 mjög góða. Í sumar gerðum við það sama og alltaf, nema menn ákvaðu að eyða sömu upphæðum í þessa meðalmenn og aðrir eru að borga fyrir mjög góða leikmenn! Henderson, Adam, Enrique, Carroll og Suarez, allir þessir leikmenn fara í sama flokk og þessir sem ég taldi upp áðan, en munurinn er sá að þessir nýju kosta miklu meira enn allir ofangreindir til samans!

    Nú verða menn í alvöru að breyta um hugarfar. Við eigum að taka lið eins og Atletic Bilbao til fyrirmyndir sem leggja mikið uppúr því að nota uppalda leikmenn. Jay Spearing, Martin Kelly, Jack Robinson, John Flanagan, mér finnst þessir leikmenn alltaf spila glimrandi vel. Munurinn á þeim og aðkeyptum meðalmönnum er að þeir leggja sig ávallt alla fram í hverum einasta leik fyrir Liverpool, af því að þeir eru fæddir í Liverpool. Allir þessir vinstri bakverðir t.d sem við höfum keypt undanfarin ár, Traore, Josemi, Aurelio, Dossena, Konchskey og Enrique, enginn þeirra er betri en Spephen Warnock sem var látinn fari 2005. Hefðum getað sparað peninginn sem fór í þennan meðalmannaher til að kaupa einhvern alvöru leikmann í aðra stöðu. Ég verð að segja að mér finnst þetta skammarleg stefna hjá liverpool. Þessar 110 milljónir sem við eyddum núna nýlega, við hefðum frekar átt að gefa þá til UNICEF. Ég fullyrði það, að þó við hefðu ekki keypt neinn af þessum leikmönnum sem við keyptum í janúar 2011 og í sumar, þá værum við á nákvæmlega sama stað og núna í deildinni. Ég er alveg vissum að einhverjir framherjar úr varaliðinu eða unglingaliðinu hefði tekist að pota inn 3 mörkum eins og Andy Carroll eða heilum 6 mörkum eins stormsenterinn Luis Suarez. Svo er Jay Sparing betri leikmaður en Adam og Henderson til samans. Jack Robinson væri pottþétt ekki búinn að standa sig verr en Enrique. Þetta verður að fara að breytast hjá Liverpool.

  96. Góðan daginn allir Poolarar.

    Þá er maður búin að jafna sig eftir leikinn í gær, búin að þurrka tárin,snýta sér og tilbúin í næsta leik. Ég er svo hjartanlega sammála honum Ágústi #97 maður yfirgefur ekki sitt lið þó það gangi ekki alltaf vel. Þegar okkar menn voru að vinna bara á sunnudaginn þá var allt í sóma og allir æðislegir, nema nokkriri “feitir” krakkar en núna er allt liðið ömurlegt og King Kenny líka.
    Ég er með þá kenningu að King Kenny hafi lagt upp með þriggja ára plan sem hann seldi stjórninni og allir eru sammála um að gefa þessu 3 ár. Kenny er að púsla saman og sjá hvað gengur og hvað ekki ég er viss um að næsta leiktímabil verði öðruvísi nýju strákarnir farnir að þekkja hvorn annan og jafnvel verði komin einhver eldfjótur strákur sem vill bara skora og skora og verða hetjan okkar. Þríeykið okkar mun spila stóran þátt í leikjunum fram á vorið og við munum vinna nokkra leiki en við munum líka tapa nokkrum en það er sama hvað gengur á við verðum alltaf Liverpool. Sendum liðinu okkar núna hlýja strauma og raulum lagið okkar alla daga alltaf og sjáum svo hvernig gengur um helgina.

    YNWA

  97. Sælir,veit einhver hér hvenær Barnaárshátíð Liverpoolklúbbsins verður?

  98. Skil ekki þessa menn sem eru hérna að heimta það að Benitez komi aftur eins og það sé einhver lausn?
    Eru menn búnir að gleyma hvað allir voru að verða vitlausir á honum og hans rotaiton kerfi. Hann stjórnaði liðinu frá 2004-2005 tímabilinu til 2010 vissulega vann hann meistaradeildina fyrsta árið þá aðallega með mannskap sem fyrirverndi stjóri keypti. Hann náði aðeins einu sinni að koma liðinu í einhverja keppni um enska meistatitilinn en við vitum hvernig það endandi og hann fékk að kaupa eins og hann vildi fyrstu árin.
    En það er alveg rétt hann kom okkur alltaf í meistaradeildina og skilaði góðum árangri þar. En ég er ekki viss um að við hefðum alltaf komist þangað því tottenh. og city voru ekki eins góð þá og þau eru í dag.
    Menn tala um að Kenny sé búin að eyða 110 mills í nýja leikmenn en það má ekki gleyma því að við seldum fyrir 70 mills.
    Hann tók við á hálfnuðu tímabili í fyrra og gerði góða hluti þetta er hans fyrsta heila tímabil með nánast nýtt lið í höndunum hann verður bara að fá meiri tíma, hvað voru city búnir að eyða miklum peningum áður en þeir loksins komust í CL.
    Ef við ætlum að fara reka alla þjálfara og leikmenn þá erum við bara að fara að byrja upp á nýtt frekar að byggja ofaná það sem er fyrir.
    Benitez er engin lausn þótt ég sé alls ekkert á móti honum, gefa Kenny meiri tíma.

  99. Maggi mark#117: Við gátum víst séð hvað var að gerast á 75 mínútu, höfum séð það oft áður í vetur og ég hef enga trú á því við höfum séð það í síðasta skipti…við bökkuðum og hleyptum QPR inn í leikinn! Við gátum kannski ekki séð fyrir að þeir myndu skora 3 mörk á síðustu 15 en við buðum upp á það og ábyrgðina á því set ég á KD, hann setur upp leikinn, stjórnar því hvenær liðið dettur til baka og hvenær það pressar og hann ber ábyrgð á skiptingunum.

    Það er hjákátlegt að menn skuli svo segja að leikurinn sé búinn, við eigum að læra af þessu og halda áfram. Vandamálið virðist bara vera að við lærum ekki neitt, höfum fengið fullt af tækifærum til að þrífa skituna af bakinu á okkur en höfum ekki gert það og ég er ekki viss um að KD geti sett upp gagnrýnisgleraugun og lært af mistökunum, hann er allavega ekki traustvekjandi í viðtölum þessa dagana.

    Það væri náttúrulega frábært og draumur allra stuðningsmanna ef kóngurinn myndi leiða liðið á sigurbraut en ég er ekki viss um að hann sé rétt maðurinn í starfið, hann og liðið þurfa í það minnsta að sýna mikið mun meira en hingað til, til að sannfæra mig. KD á svo ekki að undanskilja gagnrýni.

    Hversu lengi eigum við að sætta okkur við úrslit eins og í gær bara af því að KD er við stjórnvölin? Stundum þurfa menn spark í rassgatið í stað endalausra fagurgala. Með því er ég ekki að tala um að menn eigi að drulla yfir einstaka leikmenn en það mál vel setja gagnrýni fram á málefnalegan hátt og ég held að yfirleitt sé málefnaleg gagnrýni undanfari og forsenda framfara.

  100. Mér duttu í hug svona hundrað fúkyrði eftir þennan leik. Ég sá reyndar bara fyrstu þrjátíu og svo síðustu tíu og ég hélt að LFC væri einum manni færra.
    Það heggur augljóslega mikið skarð í varnarleikinn þegar Kelly þarf að fara útaf. Og vörnin verður “shaky” þegar á hana er sótt sökum þess að í hana vantar sterka burðarása. Hins vegar held ég að Dalglish mætti alveg setja smá pressu á Enrique, leyfa Aurellio aðeins að narta í hælana á honum til að drengurinn fari nú að sýna sitt rétta andlit.
    Jafnteflin á heimavelli voru ýmist óheppni eða léleg frammistaða fyrir framan mark andstæðinganna. En þessi QPR-leikur er slys. Og þau vilja gerast. En ég held líka að menn hafi verið aðeins of bjartsýnir fyrir tímabilið. Ef allt hefði gengið upp væri LFC í baráttunni um fjórða sætið. En á þessu tímabili hefur eiginlega flest verið okkur í mót. Gerrard, sem flestir ættu að vera búnir að sjá að er Burðarrás í þessi liði, hefur verið meira eða minna meiddur allt þetta tímabil. Lucas, sem var lykilmaður í leikkerfi liðsins þegar það vildi pressa hátt á vellinum, meiðist og svo Suarez-málið sem hafði gríðarleg áhrif á frammistöðuna inná vellinum. Þetta hefur gert það að verkum að liðið hefur aldrei náð að detta í gírinn. Eitthvað sem maður er að vona að gerist á næstunni.
    Síðan mega stuðningsmennirnir ekki gleyma einu; það er rúmt ár síðan liðið rambaði á barmi gjaldþrots og var í svipuðum málum og Glasgow Rangers (hvaða stuðningsmaður Rangers hefði trúað því að lið hans ætti eftir að verða gjaldþrota?) Auðvitað er maður hundsvekktur eftir þennan leik, nánast brjálæður. En maður verður að vera þolinmóður og sjá hlutina í stærra samhengi. Ef að klúbbnum tekst að halda í eigendurna, leikmennina og halda stöðugleika næstu árin þá verður þess ekki langt að bíða að LFC lyfti stóra titlinum…

  101. Mér finnst furðulegt hvað margir eru ónægðir með Kenny og sumir hér meira að segja halda því fram að liðið hafi ekki sýnt framfarir.!???
    Fyrir mér er það augljóst að liðið er í framför. Við spilum boltanum mjög vel út á velli en vantar að klára færin. Ég er sannfærður um að það mun koma með tímanum. Eitthvað annað var að gerast með Hodgson við stjórnvölinn og síðasta ár Benitez þar sem við töpuðum mörgum leikjum sanngjarnt og þá leiki sem við unnum þá voru það of oft heppnissigrar.
    Ég er hjartanlega sammála gagnrýni Magga á Reina. Hann er búinn að vera hrikalega slappur þetta tímabilið, klaufamörkin of mörg og finnst mér hann of sjaldan verja einn á móti manni.
    Hinsvegar skil ég ekki þá sem eru að gagnrýna Spearing. Fyrir mér er hann búinn að vera spila mjög vel sem aftasti miðjumaður. Berst eins og ljón, spilar einfalt og þekkir sín takmörk. Þarf bara að læra að dekka svæðið fyrir framan vítateiginn betur en hann er að taka miklum framförum.
    Mér finnst alveg kominn tími á að hvíla Adam, Enrique, Henderson, Kuyt og Maxi. Kuyt og Maxi eru á leiðinni frá liðinu og hinir þrír orðnir lúnir andlega og hafa gott smá fríi. Leyfum ungu strákunum að spreyta sig og gefum þeim reynsluna sem þeim vantar til að taka framförum.

  102. Mér finnst þessi Coates eiga mikið ólært til að spila í vörninni hjá okkur. Fannst hann óöruggur og glataður…skoraði hinsvegar geðveikt mark.

  103. Liðið var að spila hörku vel í lok tímabils í fyrra. Þá komu Kelly og Flanagan skyndilega inn í liðiið og stóðu sig frábærlega. Skil ekki afhverju við leyfum ekki fleirum að spreyta sig. Shelvey var dreginn úr láni í jan, hef ekki séð hann síðann. Hvað varð um hinn efnilega Wilson sem var orðinn fastamaður hjá Ranger eða Celtic ?

    Nú er frábært tækifæri fyrir Kenny að sýna mönnum að það er ekki ásættanlegt að tapa niður 2 marka forskoti á 15 mín og leyfa öðrum að spreyta sig.

  104. Fyrir nokkrum dögum síðan setti ég hér inn á síðuna link á grein eftir Paul Tomkins sem bar yfirskriftina “Danger: Season Imploding Alert”. Ég ber mikla virðingu fyrir skoðunum Tomkins og finnst hann einn besti Liverpool penninn í dag (kæmist jafnvel að hér á kop.is 🙂 Eftir þá lesningu get ég því miður ekki sagt að tapið í gær hafi komið mér mikið á óvart, þó vissulega hafi ég, eins og væntanlega flestir aðrir, talið að þetta væri í höfn þegar Kuyt potaði inn öðru markinu og orðið hrikalega brjálæðislega fúll og svekktur í leikslok!

    Í greininni skrifar Tomkins m.a.: ” … the experience of coming out on top in big games is valuable [hann á hér við Carling Cup] – but also, in the short term, engender a sense that normal league games are underwhelming.” Því miður hef ég þá tilfinningu að tapið í gærkvöldi verði ekki það eina sem við eigum eftir að ræða á þessum nótum fram til loka tímabils.

    Aðeins að þætti Kenny Dalglish. Veröldin er sjaldan svört eða hvít, heldur í mismunandi blæbrigðum af gráu. Sama á við um gagnrýni á Kenny. Þótt ég sé sammála langflestu í skrifum Magga #93 og #117 (þ.m.t. áhyggjum af frammistöðu Reina og verulegum áhyggjum af frammistöðu Enrique), þá ætla ég að standa fast á þeirri skoðun minni að skiptingin á 82. mínútu voru mistök, því öll okkar ógn fram að þeim tíma hafði komið frá Suarez og við lögðumst alltof aftarlega eftir að hann fór útaf. Að kalla eftir afsögn, uppsögn eða annars konar brotthvarfi Kenny á þessum tímapunkti finnst mér hins vegar alveg út í hött. Hvað svo þegar nýi stjórinn þarf að setja sinn svip á liðið, með sínum leikmönnum og sínu uppbyggingartímabili og verður ekki búinn að skila dollu í hús að ári, á þá að reka hann líka og byrja upp á nýtt? Ég er ekkert minna fúll, svekktur eða pirraður yfir mörgum úrslitum á þessari leiktíð en aðrir stuðningsmenn, en að ætla að skipta um stjóra á eins, tveggja eða þriggja ára fresti finnst mér gríðarlega vond þróun.

    Mínar stærstu áhyggjur þessa dagana snúast um þann vítahring sem mér sýnist klúbburinn vera lentur í: til þess að komast í meistaradeild og festa sig þar í sessi (sem sagt í top 4) þurfum við 3-4 hágæða leikmenn í viðbót; á meðan við erum ekki í meistaradeild er mjög erfitt að laða að slíka 3-4 hágæða leikmenn. Nú veit ég ekki hversu miklum fjármunum FSG eru tilbúnir að verja í uppbyggingu félagsins, en stóra spurningin er hvort það muni vera nóg til að laða að toppleikmenn? Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá snýst fótboltinn í dag að mestu leyti um peninga Góður vinur minn, sem er Breti og eldheitur stuðningsmaður Leeds (og hefur þ.a.l. gengið í gegnum ýmislegt síðastliðin áratug) sagði við mig fyrir nokkrum árum: “money in football doesn´t guarantee success, but without it it’s very difficult to compete.” Ég held að það hafi verið orð að sönnu!

  105. Nú eru þeir búnir að koma hver á fætur öðrum eftir töp og jafntefli undanfarinna leikja og segja að það sé enn séns á fjórða sætinu, en svo í leik eins og þessum að stilla upp 4 varnarmönnum og 2 fyrir framan vörnina semsagt 6 manns nánast bara til að verjast er það ekki pínu spes?? á móti liði sem er á botni deildarinnar þó við séum á útivelli. Svo þetta að spila bara með einn sóknarmann á móti svona liði!! er ekki eitthvað að þarna.
    Hefur KK ekki meiri trú á liðinu en það að hann þorir ekki að blása til alvöru sóknar á móti sama hvaða liði það er? ég allavega hef ekki trú á þeirri taktík að nota einungis einn sóknarmann í hverjum leik ef markmiðið er að reyna að halda sig við efsta hluta deildarinnar.

  106. Maggi, að sjálfsögðu má gagnrýna Reina, rétt eins og aðra leikmenn liðsins þegar þeir spila illa. Ég er líka í meginatriðum sammála þér, þá á ég við þann part að Reina hafi spilað verr í vetur en oft áður, og vissulega átti hann ekki góðan leik í gær.

    En það sem stakk mig öðru fremur við það sem þú sagðir var að Reina gæti farið að sofa og hugsað um þau stóru mistök sem kostuðu liðið hans leik . Þessu er ég einfaldlega ekki sammála.. það sem kostaði okkur þennan leik, var að spila þessu þannig að QPR væri með boltann á þessum vallarhelmingi hreinlega. Ef þú skilur hvað ég á við. Liverpool er 0-2 yfir,og rétt um korter eftir af venjulegum leiktíma. Svo bara gerist eitthvað… eitthvað alveg út úr korti fáránlegt !! Eitthvað sem aldrei átti að geta gerst, ekki einu sinni í hugarórum QPR stuðningsmanns !!!

    Hvernig Liverpool tókst að snúa þessu tveggja marka forskoti uppí tap á korteri er bara eitthvað sem maður skilur ekki. En ég er samt á því að liðið átti aldrei að bakka, gefa eftir og lenda í þeirri aðstöðu að það væri hinn minnsti möguleiki á því að fá á sig 3 mörk á korteri !!!

    En jú, ég er sammála þér í því að vilja fá aftur, gamla góða Reina sem bjargaði okkur oft á ögurstundu og var alltaf traustur á milli stanganna. En ég held að markmannsfaktorinn hafi ekki gert útslagið þarna.. bara alls ekki.

    En elsku Magginn minn, gagnrýndu eins og þig lystir, og auðvitað hefurðu fullan rétt á því, rétt eins og ég hef fullan rétt á því að fara pínu ósammála þér 😉 Meðan menn eru ekki beinlínis að tala út um afturendann á sér, er alltaf gaman að spjalla um fótbolta, og ég vil bara að þú skrifir sem mest og lýsir þínum skoðunum. Það er líka gaman að fá svona markmannsvinkil á þetta, en ég sé málið auðvitað með mínum haukfráu stræker-augum 😉

    En hvað gerðist, og hvað þarf að gera, er eitthvað sem ég bara hreinlega get ekki tjáð mig um á þessari stundu, svo pirraður og reiður er ég ennþá. Kaupa nýtt lið er engin lausn, það vitum við öll. Að láta einhverja hausa fjúka er líka full dramatískt fyrir minn smekk. En menn verða klárlega að líta í eiginn barm og taka til í kollinum á sér, og menn mega líka bara skammast sín pínulítið fyrir þetta súper fokk sem gærkvöldið var.

    En að óska leikmanni Liverpool meiðsla og þessháttar eru akkúrat dæmi um ummæli sem ég skauta fimlega framhjá án þess að hafa yfir því minnsta samviskubit !! Slík ummæli eru ekki svaraverð.

    Insjallah..
    Carl Berg

  107. Það var skelfilegt að horfa upp á Liverpool vera með unninn leik og hreinlega takast að tapa honum. Þetta QPR lið var hræðilegt og sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér þeir lélegasta liðið sem Liverpool hefur mætt í vetur.

    Ég er síðan sammála mörgum sem gagnrýna skiptingarnar og val á leikmönnum. Liverpool var búið að vinna tvo leiki í röð með Gerrard og Spearing saman á miðjunni og Carroll og Suarez frammi. Af hverju í andskotanum var Dalglish að hræra í þessu?

    Þetta var frábært mark hjá Coates þannig að það er erfitt að gráta það að honum hafi verið skipt inn á fyrir Kelly. Spurninginn er samt til hvers þá í andskotanum að hafa John Flanagan á bekknum? Jamie Carragher er á síðustu metrunum sem leikmaður fyrir Liverpool. Það sjá allir sem eru á annað borð með augu og hann hefur hvorki hraða né tækni lengur til að vera bakvörður. Þetta var óskiljanleg ákvörðun hjá Dalglish enda sóttu QPR næstum eingöngu upp vinstri kantinn undir lokin.

    Ég furða mig líka, eins og margir aðrir, á þessu með Jonjo Shelvey. Hann er kallaður tilbaka frá Blackpool og skellt í byrjunarlið á móti Aston Villa á útivelli. Liverpool vinnur leikinn 2-0 og Shelvey stendur sig nokkuð vel og lofar góðu. Hann hefur fengið örfáar mínútur eftir það í deildinni á meðan bæði Adam og Henderson hafa spilað mikið og við skulum segja misjafnlega vel.

    Maður er að sjálfsögðu með hálfgert óbragð í munninum þegar maður gagnrýnir Kenny Dalglish. Skiljanlega. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá þessu lengur hversu margar ákvarðanir sem hann tekur eru beinlínis heimskulegar.

  108. 1. Er ég eini á því máli hérna að Enrique sé búinn að vera algjör skita eftir áramót

    2. Jay Spearing er okkar besti maður annan leikinn í röð

    3. Suarez á alls ekki undir neinum kringumstæðum að spila einn frammi

    4. Carrol, Suarez og Gerrard áttu allir að byrja inn á í gær, rétt eins og í síðustu 2 leikjum á undan.

    5. Það hlítur að fara að koma tími á Shelvey, Adam og Henderson eru algjör skita.

    Svona vill ég hafa liðið á laugardaginn gegn Wigan, ef að Bellamy er orðinn heill
    https://twitter.com/#!/Ragnarsson10/status/182785365428535297/photo/1

  109. Sælir félagar

    Nú er Gulli hættur að tala við mig. Hvað á ég að segja sem hefur stutt Liverpool í meira en 4 áratugi. Mesti stuðningmaður liðisins hefur ákveðið að tala ekki meira við mig. Það hryggir mig ósegjanlega að vera svo lágt settur að hjartahreinasti, mesti og besti stuðningmaður liðsins lýsir því yfir að hann tali ekki meira við pöpulinn sem hefur bara stutt liðið sitt í 40 til 50 ár. Sorglegt.

    En að öðru. Þegar maður nær áttum eftir þessa sorglegu niðurstöðu í gær þá fer maður að hugsa hvað gerðist í leiknum og hvað gerist næst. Einhverra hluta vegna missti liðið niður unninn leik á rúmum 10 mínútum. Hvað gerðist? Urðu menn þreyttir? Vantaði úthald? Brást leikskipulag við skiptingar o.s.frv? Já maður spyr. Og hvernig verður tekið á þessu niðurbroti liðsins á síðasta korterinu?

    En ég hefi líka spurningar varðandi uppstillingu liðsins. Af hverju að breyta vinningsliði? Af hverju að setja Kuyt og Adam inn þegar það sem fyrir var hafði haldið og gott betur í leikjunum á undan. Eina breytingin sem mér finnst réttlætanleg á byrjunarliði er að Kelly hefði vikið fyrir Flannagan þar sem hann var tæpur og líklegt að honum yrði skipt útaf, jafnvel í fyrri hálfleik eins og reyndin varð. Með þessarri einu breytingu á byrjunarliði hefði KK sparað eina skiptingu og hefði þá ef á hefði þurft að halda haft þrjár skiptingar uppá að hlaupa þegar byrjunarliðið hefði verið farið að þreytast.

    Hvorki Adam né Kuyt lögðu neitt nýtt inn í hópinn í gær frekar en áður í vetur. Kuyt skoraði að vísu mark en það er enginn komin til með að segja að einhver annar hefði ekki skorað mark með sama liði og byrjaði leikinn á undan. Æ ég veit ekki. Ef til vill er þetta bara bull í manni en samt . . . Ég er verulega ósáttur við niðurstöðu þessa leiks og Arsenal leiksins. Báðir þessir leikir áttu að vinnast miðað við færi og spilamennsku liðsins en samt tapast þeir. Sunderland leikurinn var einfaldlega svo illa leikinn af liðsmönnum Liverpool að þeir áttu ekkert skilið nema tap þar og öll lið eiga dapra leiki inn á milli. Um hina leikina gildir annað og er fullkomlega óskiljanlegt hvernig liðið fór að því að tapa þeim.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  110. Alveg magnað… …jafn langt í toppsætið og í fallsæti fyrir Liverpool… …ég ætla að halda með Swansea það sem er eftir tímbils og liggja á bæn að Liverpool kaupi Gylfa í sumar…. ….þessar hornspyrnur og aukaspyrnur eru hörmulegar hjá Liverpool og við þurfum svo virkilega á alvöru spyrnumanni að halda í þetta…. ….gaman væri í þessu samhengi að bera saman aukaspyrnutölfræði liðanna í deildinni því mér finnst aldrei líklegt að Liverpool skori úr þessum aukaspyrnum við teiginn….

  111. Þetta var auðvitað skita, og fátt sem ég get bætt við sem ekki hefur verið sagt hér í þessum kommentaþræði.

    Eitt vil ég þó segja við þá sem sífellt þurfa að minna okkur sem gagnrýnum liðið, að þeir séu miklu betri stuðningsmenn en við – og vísa í “if you can’t support us when we loose, don’t support us when we win” því til rökstuðnings.

    Menn geta tekið þessa tilvitnun og troðið henni eitthvert sem hún sér ekki til sólar, og mér er alveg sama þó hún sé komin frá Shanks. Sá maður, óumdeilanlega mikilvægasta persóna í sögu Liverpool – ég þekki það vel, enda bjó ég um tíma í Liverpool-borg og þekki þennan hugsunarhátt frá fyrstu hendi – sagði líka að fótbolti væri ekki spurning um líf eða dauða, heldur eitthvað miklu meira en það.

    Í ljós hefur komið að þar hafði hann ekki rétt fyrir sér, enda var það ekki eitthvað sem taka átti bókstaflega. Sama gildir um þetta. Við sem gagnrýnum, okkur stendur ekki á sama um liðið og viljum hag þess sem mestan. Það er óstjórnlega óheilbrigt og asnalegt þegar menn, stuðningsmenn liðsins, koma fram og ætla að draga aðra stuðningsmenn í svona dilka.

    Kenny og allir leikmenn liðsins eiga skilið dágóðan skerf af skömmum og gagnrýni fyrir þennan leik. Punktur. Meira þarf ekki að segja, það hefur allt hér komið fram áður.

    En maður lifandi hvað ég nenni ekki að fara í einhverja pissukeppni um hver sem meiri stuðningsmaður en hinn.

    Áfram Liverpool FC!

    Homer.

  112. Það er svo gaman að eiga málefnaleg skoðanaskipti að ég ætla að leyfa mér það áfram. Carl Berg, við erum að verða algerlega hæfilega nálægt. Ég er handviss um það að ég væri ekki svona pirraður út í Reina nema að hann hjálpaði okkur undir stjórn Rafa í gegnum marga svona “skítkortérskaflana” en hefur ekki gert það í vetur. Maður sá auðvitað á honum í leikslok að hann var ósáttur, alveg örugglega mest við sjálfan sig, því markmaður hefur nógan tíma til að hugsa um sína stöðu á meðan á leik stendur og því miður situr maður stundum upp með vonda frammistöðu. Bjarki Már getur vottað það 😉

    En ég er algerlega sammála þér um að við erum alls ekki að tala um Reina einan. Þegar ýtt var á takkann “sjálfseyðing” á 77.mínútu var ekkert, alls ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs. Fram að því var vörnin ekki að gefa færi á sér, Spearing og Adam/Hendo voru búnir að halda miðsvæðinu, Gerrard var að linka við Downing og Suarez, Kuyt duglegur að vanda. Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem sá annað. En allt í einu hrundi allt. Suarez fékk ekki boltann til að halda og var orðinn þreyttur og sótti hann ekki. Miðjumennirnir duttu aftar og dúndruðu langt. Bakverðirnir skulfu á beinunum og Skrtel missti hausinn.

    Það er vissulega hægt að ræða um það hvort taka átti Suarez útaf eða ekki. En það hlýtur öllum að vera ljóst að á mínútu 80 varð að breyta – því liðið bara hrundi. Dró Kenny sig til baka þá? Nei. Hann setti framherja inn fyrir framherja – óþreyttan. Hins vegar hélt skjálftinn áfram og ég sá nú ekki margar sendingar sem rötuðu á hann og hann reyndi að hlaupa til baka.

    Ég spilaði einhverja nokkra leiki í meistaraflokki. Einn sá mest minnisstæðasti er síðasti leikurinn sem við Bjarki Már lékum saman. Það var úrslitaleikur, á okkar heimavelli og við í fínni stöðu. Undirbúningur okkar fyrir leikinn var mjög góður, mikið í hann lagt. Enda byrjuðum við feykivel og Bjarki setti markið sem okkur meir að segja dugði. Þá hrundi leikurinn og við fengum á okkur jöfnunarmark. Eldklerkurinn í kringum okkur hélt messu í hálfleik og teiknaði upp það sem við þurftum, sækja aggressívt og skora þau tvö mörk sem við þurftum. Við einfaldlega náðum ALDREI að fylgja því sem var sagt, fengum á okkur annað mark, þurftum að gera þrjú og skiptingarnar komu. Ekkert gekk.

    Síðan eru liðin nokkur ár. Ég hef aldrei nokkurn tíma kennt öðrum en mér sjálfum og samherjunum um þennan leik. Vissulega áhugamennska í lágri deild á Íslandi, en samt. Leikur gærdagsins var vel settur upp en svo bara hrundi heilt lið með öllu saman og þó reynt hafi verið að skipta hélt hrunið áfram. Mörkin voru kjánaleg sem við fengum á okkur og eftir sat allt LFC-gengið með egg á andlitinu.

    Ég held einfaldlega að QPR hafi með marki númer eitt öðlast trú á því að halda sér uppi og fengið það extra kick sem stundum dettur inn á meðan að okkar menn eru ekki nægilega fókuseraðir á deildina!

    En það er bara kenningin mín, jafn vitlaus og annarra….

  113. Algjört kjaftshögg í gær. Karaktersleysið sorglega áberandi. Munurinn á sigri og tapi er ekki alltaf hæfileikar heldur hugarfar. Það er eitthvað sálrænt í gangi hjá liðinu sem veldur stangarskotum og aulaskap í vörn & marki. Að umbreyta þeirri stemmningu er ekki auðvelt og spurning hvort það sé þessum mannskap eða þjálfarateymi ofviða. Þeirri spurningu verður væntanlega svarað til loka þessa tímabils og á því næsta þar sem að KK ásamt langflestum í leikmannahópnum er ekki að fara neitt.

    Fyrst eftir að Kenny tók við þá var jákvæðni og stemmning sem skilaði sér á vellinum og bjartsýni bresku byltingarinnar hélt því gangandi í byrjun nýs tímabils. Negrito-málið kom með neikvæðni, óþægindi og óvissu sem stoppaði stemmninguna ásamt vandræðum á heimavelli og það vatt upp á sig. Síðan þá höfum við verið í bölvuð vandræðum þar sem andstæðingurinn skynjar veikleikann og brothætt sjálfstraustið.

    Öðru gegnir með stórleikina þegar adrenalínið hjálpar til ásamt því að í þeim leikjum opnar andstæðingurinn sig. Núna er þetta spurning um hvort Kenny takist að snúa þessu við. Ég held að partur af vandamálinu er sá að það er kominn ákveðin skammtímafílingur gagnvart KK útaf þeim vandamálum sem honum gengur illa að leysa. Hvort það er sanngjarnt skiptir litlu því að sálfræðin að baki er að skemma fyrir hvort sem okkur líkar það eður ei.

    Nú væri hægt að lífga þetta við með því að gefa ungum efnivið séns, kaupa vel í sumar og tala nú ekki um ef við vinnum FA Cup. En uppbyggingarstarf eða ekki þá verður KK að sanna að hann sé á réttri leið með sitt prójekt því annars á hann ekki skilið að halda því áfram bara útaf sögulegri stöðu sinni hjá LFC. Persónulega tel ég að það séu betri og nútímalegri stjórar sem geti gert betur með liðið og þennan hóp, en Kenny fær sénsinn á að afsanna það. Vonum að hann nýti það tækifæri til hins ítrasta.

  114. Trúin á getu hjá liðum og einstaklingum getur ein og sér unnið leiki. Leikmenn QPR trúðu því eftir fyrsta mark sitt að þeir gætu náð jafnvel stig úr þessum leik, á sama tíma og okkar menn hættu að trúa að þeir gætu haldið þessu forskoti. Þú þarft að trúa á það sem þú ert að gera inná vellinum, og hafa þor til að fylgja því eftir.

    Jóhann Ingi þarf að halda smá símafund með Liverpool liðinu eftir svona leik. Þeir voru eins og litlir krakkar á móti fullorðnum mönnum síðustu 13 mínútur þessa leiks.

    Þú þarft að trúa því að þú sért betri en andstæðingurinn og þora að sanna það.

    YNWA

  115. þetta eru allt góð rök af hverju liðið hrundi, áhugaleysi, skiptingar, þreyta, Reina, Adam, vatnið í brúsanum eða KK var ekki í réttum nærbuxum.

    en þrátt fyrir það stendur þetta eftir: við töpum við QPR…….. það er næstum því sama hvað verður gert þetta mun ekki breytast og við þurfum að draga upp um okkur sokkana og drullast til að halda æfingar til að verjast föstum leikatriðum, skora úr föstum leikatriðum (for f sake fengum 17 hornspyrnur) og skora úr vítum.

    einnig er vert að benda á þessi ummæli sem höfð voru við upphaf tímabils af eiganda Liverpools:

    “It’s too early for us to talk about winning the league,” Henry said on the eve of the new season. “[But] out main goal is to qualify for the Champions League. If we don’t, it would be a major disappointment.”

    óþarfi að tala um annað en að þetta season er skíta upp á bak miðað við væntingar eiganda og það er eitthvað sem þeir þola ekki miðað við sögu þeirra í öðru félagi sem þeir eiga og þar sem þeir eru þeir er þeim skita sama um legends og þannig smámuni. sad but true

  116. Rosalega skemmtilegur linkur Sigríður, ég er hjartanlega sammála honum.

    Ég leyfi mér það áfram og líka það að ég hef áhyggjur af því hversu ofboðslega mikill tími hefur farið í það á undanförnum árum hér á þessari síðu að rakka niður stjórana sem halda utan um hlutina.

    Benitez út af því t.d. að hann fagnaði ekki nóg, eða var víst óþolandi leiðinlegur karakter að reyna að drepa fótboltann. Roy (og þar var ég sammála) var ekki rétti maðurinn og nú er King Kenny, óumdeildur Liverpoolmaður númer eitt, orðinn “gamaldags” og “ragur” og “lélegur að mótivera”.

    Það þó að Gerrard, Carragher, Reina, Johnson og Kuyt hafi allir, ALLIR, talað um það að klúbburinn hafi byrjað nýtt líf þegar hann tók við og þeir séu allir spenntir fyrir því að vera aðilar að framtíðinni. Allir þessir leikmenn léku fyrir Benitez og Hodgson. Allir vita hvað þarf til að ná árangri og ég hlusta eftir þeirra röddum. Það fyrst og fremst er ástæða þess að ég hef trú á framtíðinni, þeir sem vinna núna á Melwood virðast allir toga í sömu átt. Það var ekki undir lokin hjá Rafa, eða í raun Houllier og var aldrei sýnilegt hjá Roy.

    Svo leyfi ég mér líka að hafa þá skoðun að sá leikstíll sem ég hef horft uppá í nokkrum leikjum í vetur sé sá sem ég vill sjá til framtíðar. Að sjálfsögðu tek ég sigur fram yfir frammistöðu, en það er þó “einsleiksbundið”, þ.e. þó við næðum CL-sæti á síðustu leiktíð Houllier hafði ég fengið nóg.

    En eins og Carl Berg segir, það er sko alls ekki nein skylda að vera sammála mér, vel má vera að ég hafi rangt fyrir mér. Ég taldi Rafa rétta manninn og stóð með honum, en Liverpool FC var ekki sammála mér og ég var ekki sammála þeim um Roy. Enda er ég bara íslenskur gaur sem ræð engu en hugsa samt mitt. Það verður þá ekki í fyrsta skiptið sem einhver sagði “told you so” við mig.

    En ég hef líka stundum sagt “told you so” við aðra. Það er líka voða skemmtilegt.

    En að lokum langar mig að benda mínum kæra vin Sigkarli á það að á okkar besta tímabili undir stjórn Rafa, 2008 – 2009 var sjaldnast sama lið leik eftir leik, óháð úrslitum. Að breyta sigurliði er í lagi að mínu mati ef að þú verður var við það á æfingasvæðinu að daprast hefur um leikmennina þína, við verðum að treysta því held ég.

    Þetta er orðinn vaninn í öllum bestu liðum heims, þetta ágæta “squad rotation” dæmi sem að verið er að ræða um…

  117. Sælir félagar

    Fín umræða og fróðleg á köflum og ekki síst málefnaleg.

    Að breyta sigurliði er auðvitað gert þegar leikjaálag er mikið og verið er að rótera með hóp sem er í róteringu o.s.frv. En það hefur nú ekki verið neitt gífurlegt álag á hópnum okkar í vetur og þó komi einn og einn bikarleikur með deildinni þá knýr það ekki á um róteringu. Hvað gerist á æfingasvæðinu veit ég ekkert um en gæti verið skýring. Sammála um það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  118. Er eg sa eini sem fannst Coates spila nokkud vel? Mer fannst hann standa sig bara þo nokkuð vel og ætla vona ad hann kemur inn fyrir Carragher i næsta leik. Vill svo sja Flanagan i Right Back.

  119. Þegar talað erum að Liverpool hafi eytt 110 milljónum punda í leikmenn taka menn sig oft til og tala um að þeir hafi nú selt fyrir rúmlega 70 milljónir á móti… Eeeeeeeen.. það breytir því ekki að þeir eyddu 110 milljónum punda sem eru engan vegin að skila sér…….

  120. Kenny verður bara að átta sig á því að hans tími er liðinn ! Hvílík mistök hjá manngreyinu að taka við stjóra starfinu síðasta vor . 🙁

  121. Auðvitað er þetta tímabil vonbrigði, það er ekkert launungarmál, Liverpool hefur verið í dauðafæri að hrifsa CL-sætið af bæði Chelsea og Arsenal sem voru lengst af í ruglinu. En því miður hefur liðið ekki verið nægjanlega stöðugt og það skýrist fyrst og fremst af fjarveru lykilmanna.
    Mesta gagnrýnin sem KK mætti taka á sig eru hins vegar fyrst og fremst skiptingar. Hann virðist ekki vera með tímasetningarnar alveg í lagi. En hann fær auðvitað næsta tímabil til að festa sig í sessi. Og miðað við þá knattspyrnu sem LFC hefur sýnt á köflum þá er ljóst að við getum látið okkur hlakka til.
    Hin gagnrýnin felst síðan í því að Dalgish mætti gefa yngri leikmönnum meira gaum; til að mynda Sterling og svo þessum markaskorara, Adam Morgan. Ég hef horft á nokkra leiki með U-18 liðinu og hann virðist hafa einstakt markanef. Þetta eru drengir sem mættu alveg finna ilminn af því að spila með stóru strákunum.
    Leikurinn gegn Wigan verður hins vegar slátrun….ég þori nánast að lofa því. Ég hálfvorkenni eiginlega Robert Martinez og hans mönnum að mæta á Anfield eftir QPR leikinn.

Byrjunarliðið komið

Opinn þráður – Markið hjá Coates