Stórir dagar…

Veit að það er kannski fúlt að skjóta inn pælingum og færa leikskýrsluna aðeins neðar, en langar samt aðeins að velta upp mínum pælingum síðustu dægrin, þeir sem nenna að lesa um þær smella á meira, en endilega tjá sig áfram um sigurinn á Blackburn við leikskýrsluna.

Hér að undanförnu höfum við að sjálfsögðu verið fúl og pirruð yfir tapleikjum, jafnteflum og frammistöðum okkar leikmanna og liðs. Fullkomlega eðlilegt því við viljum vinna alla leiki. Við erum jú að halda með Liverpool FC.

Lítið hefur heyrst úr herbúðum liðsins meðan á þessum tíma og það gleður mig ósegjanlega. Mikill aðdáandi snillingsins Rafa Benitez sem ég er þá fannst mér því miður of oft liðið bera sinn vanda á borð alheimsins þegar einhver var og það var til þess eins fallið að auka vandann. Ég hef talið það farsælla að loka öllum dyrum skipsins í ólgusjó og sameinast þar um að komast í gegnum storminn, óháð þeim sem utan standa.

Ég hef haft það á tilfinningunni frá því að Robin Van Persie skoraði gegn okkur á Anfield að deildarkeppnin hafi algerlega verið sett í 2.sæti hjá félaginu. Fókusinn er einfaldur, komast á Wembley og vinna FA-bikarinn, sem við höfum aðeins unnið sjö sinnum í 120 ára sögu félagsins. Það er leiðarljósið sem horft er til.

Í gærkvöldi fannst mér ég sjá skýrustu merkin þar um. Það að hvíla Gerrard, Suarez, Kuyt og Downing algerlega sýndi hvar fókusinn þeirra manna á að liggja. Við getum verið missátt um gæði þeirra, en þessir leikmenn eru lykilmenn í hugsun þjálfarateymisins og það var ekki tekinn séns á að þeir lentu í einhverjum vanda.

Glen Johnson var allt í einu mættur. Aldrei verið gefið upp hversu langt væri í hann fyrr en hann birtist allt í einu og spilaði 55 mínútur. Hann twittaði í gær:

Glen Johnson

Great to be back!!! It was the plan from the start to play 55 mins, feeling good! #BigWeekNow

Þannig að það er ljóst að tímaplan endurkomu hans úr meiðslum var stillt inná næsta laugardag. Sama á við um Agger. Hann kom inná fyrir Johnson og spilaði 35 mínútur. Ég er handviss um að Johnson byrjar og Agger verður metinn seint á laugardagsmorgunn. Það er ekki einfalt að stilla tveimur mönnum upp í fjögurra manna vörn sem ekki eru alveg heilir, hvað þá gegn líkamlega sterkum mótherja eins og Everton er, en það er væntanlega planið. Ef ekki þá ætla LFC að treysta Carra frekar en Coates í slaginn og því er ég sammála. Carra gamli er vissulega að slakna, en hann fílar slagina við þá bláu og við eigum að miða allt að því að vinna leikinn. Engar tilraunir.

Talandi um Twitter, þá er ljóst að leikmennirnir gáfu ýmislegt upp eftir leik hvað væri verið að horfa til:

Jonjo Shelvey

Finally in bed .. Absolutley buzzing .. Great night , let’s do this saturday #ynwa .. Good night everyone x

Great win tonight , great support , needed the win before a massive game on saturday!! #fightingspirt #ynwa

Luis Suarez

Very happy for the win in a very difficult match. Time to think now on the semi-finals next saturday.

Sebastian Coates

Great victory! Now think about the semifinal.

Charlie Adam

Great result tonight. Great spirit and effort from lads. Sat can’t come quick enough lads can’t wait for it.

Tímabilið okkar er stillt inn á laugardaginn. Ekki nokkur spurning, við sjáum inni á heimasíðunni að fjörið er að byggjast upp þar og klúbburinn bíður þvílíkt spenntur eftir ferðinni á Anfield South. Það er ekki oft sem við fáum að sjá Merseyside-derby sem snýst um jafn mikið og þetta – held stundum að við skynjum ekki ríginn nema að drekka hann í okkur þarna úti. En borgin er á haus og verður hverja mínútu fram að leiknum. Sálfræðistríðið fór í gang í gær og verður á fullu um allt.

Að leik loknum verður svo hægt að velta fyrir sér hvort áherslurnar eru réttar. Þetta stendur alltaf og fellur með því. Rafa karlinn gerði hið nákvæmlega sama bæði 2005 og 2007 til að undirbúa liðið fyrir úrslitaleiki í CL. Við vorum öll sátt 2005 en í sögunni var t.d. fúlt að láta ítalskan þriðja markmann fá mínútur á Anfield til að hvíla Reina. Bara af því að við töpuðum.

En á laugardaginn er pressan á ákvörðuninni, ef þessi skoðun mín er rétt. Þar mun þurfa sterk bein í gegnum allt félagið, mesta pressan liggur nú hjá leikmanni sem Roy Hodgson keypti og við flest höfðum gleymt. Ástralanum Brad Jones sem getur skrifað sína öskubuskusögu í sögu félagsins á laugardag. Hann var rólegur eftir leik í gær en það sem hann twittaði á kannski best við:

Brad Jones

Thanks for all the messages! Football is a crazy game #YNWA

Og á laugardaginn verður þessi leikur brjálaður. Þar ræðst svo margt um tímabilið okkar, ef að Dalglish nær að koma liðinu í annan úrslitaleik vetrarins og hefur þá slegið út á sínum leiðum Chelsea, Man City, United, Everton og Stoke x 2 þá er að mínu mati klárt að liðið er á réttri leið. Þá munum við sætta okkur við að sjá lykilmenn hvílda og jafnvel biðja um þær hvíldir í síðustu leikjum tímabilsins.

En með ósigri þá súrna enn öll slæmu úrslitin að undanförnu og við heimtum sigurrunu í deildinni.

Er einhver skynsemi í þessu öllu?

NEI – en við elskum þennan leik og mest af öllu þetta lið!!!

47 Comments

  1. Góður pistill Maggi.
    Varðandi það að allt hafi verið borið á borð alheimsins hjá Rafa að þá held ég að það hafi meira verið vegna Vitleysingana sem áttu félagið á þeim tíma en Rafa Sjálfs.
    En þessi leikur á laugardaginn verður ROSALEGUR og montrétturinn sem fylgir í kjölfarið verður á við góðan bikar fyrir stuðningsmennina.

    BRING IT ON.

  2. Hull City ákveða að verða fyrstir með fréttirnar, Gulasci kemur til baka úr láninu. Erum í raun alveg ótrúlega vel settir með markmenn…

    http://www.hullcityafc.net/page/NewsDetail/0,,10338~2731102,00.html

    Gulasci hefur átt misjafnan vetur hjá Hull, dottið inn og út úr liðinu, en á alveg að geta staðið fyrir sínu…en Brad Jones mun byrja. Ekki spurning.

  3. Fínar pælingar. Leikurinn í gær var gríðarlega jákvæður fyrir liðið – loksins rötuðu flest tækifæri innfyrir marklínu andstæðinga en ekki í tréverkið, loks stigu upp leikmenn sem hafa þurft á því að halda (Carroll, Henderson, Spearing, Coates) og sýndu að þeir geta rifið þetta lið upp og haldið því uppi. Og það sem mér finnst kannski jákvæðast: okkur tókst að gefa Suarez og Gerrard 100% hvíld, spila Johnson og Agger í gang án eftirkvilla og Carroll skoraði mark sem gerir honum endalaust gott fyrir laugardaginn.

    Það eina neikvæða við þennan leik var spjald Doni.

    Leikurinn á laugardag er risastór ekki af því að þetta er Wembley eða undanúrslit bikarsins heldur af því að þetta er Everton á Wembley í undanúrslitum bikarsins. Menn gætu lifað með því að tapa þar fyrir einhverju öðru liði, það yrði sárt en menn myndu jafna sig. En að tapa þar fyrir Everton? Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þessi leikur bara verður að vinnast, hvernig sem menn fara að því.

    Þetta verður stríð.

  4. Jæja nú bara kemst ég ekki hjá því að minnast á ákveðið atriði. Svona komment eins og þetta eru að verða ótrúlega þreytt:
    “loks stigu upp leikmenn sem hafa þurft á því að halda (Carroll, Henderson, Spearing, Coates)”

    Jay Spearing?!? Fyrirgefið þið félagar en er ekki allt í lagi? Hversu oft hefur maður lesið svipuð komment og þetta eftir undafarna leiki? “Meira að segja Spearing stóð sig vel” eða “Spearing stóð loksins fyrir sínu”. Á hvaða leiki eru menn eiginlega að horfa? Mér er fúlasta alvara, það bara getur ekki verið að þið séuð að fylgjast með leikjum Liverpool. Sannleikurinn er sá að Jay Spearing spilar nánast ALLTAF vel þegar hann fær tækifæri. Hvaða meinloka er þetta eiginlega hjá fólki hérna? Alveg óþolandi að lesa svona froðu frá mönnum hérna trekk í trekk sem gefa í skyn að Spearing sé einhver auli.

  5. Flottur pistill frá meistara Magga

    En hvenær er von á nýju podcasti frá ykkur?

  6. Ótrúlegt hvað svona sigurleikur getur gert fyrir sálartetrið. Nú vantar bara Podcast og svo upphitun fyrir Everton takk. Maður er bara eins og spilltur pabbastrákur.

    Þessi síða verður hreinlega alltaf betri og betri. Takk fyrir að standa í þessu.

  7. Þetta er nú meiri froðan.

    Ef Liverpool hefur nú gefið skít í deildina síðustu vikurnar, hvers vegna hefur Kenny Dalglish þá litið út eins og myglað hrossatað á leikjum liðsins? Mikið er talað um hvernig Roberto Mancini sé að fara á taugum en við hliðina á Kenny þá hefur Ítalinn litið út eins og Chuck Norris.

    Það er mjög skiljanlegt hins vegar að leikmenn séu hvíldir líkt og Liverpool gerðu í gær. En að menn setji deildina bara til hliðar í næstum því mánuð, bara út af bikarnum er afar fjarstæðukennt svo vægt sé til orða tekið.

    Ef þetta er hins vegar staðreynd, er það hið sannkallaða “Liverpool way” eins og þið eruð svo duglegir að tala um? Sýna stuðningsmönnunum þá óvirðingu að spila með hálfum hug á meðan fólk kemur frá Liverpool, Laos og Lissabon til þess að sjá liðið sitt spila?

  8. Halli (#4) – Vel mælt. Ég meinti það ekki þannig að Spearing væri lélegur leikmaður heldur að hann, ásamt hinum sem ég nefndi, þurfti á því að halda að hrista af sér slenið eftir taphrinuna. En ég er alveg sammála þér, ég hef verið ánægður með Spearing í vetur og finnst hann vanmetinn.

    johnny (#5) og SB (#7) – Næsta podcast kemur annað kvöld.

  9. Fínn pistill, Maggi.

    Þrátt fyrir að deildin skipti svo gott sem engu máli þá á liðið sem að halda ákveðnu dignity hvað varðar deildarsæti, 7. sæti er nú algjört lágmark finnst mér. Enda er ekkert leiðinlegra en að sjá liðið sitt spila upp á jafntefli eða jafnvel minna.

  10. Er fólk í alvöru sátt með sigurinn í gær? Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit.

  11. Halli #4, Mikið hittir þú naglan á höfið þarna, þetta er eitthvað sem menn þurfa að skoða, það er sífelt verið að taka út einn og einn leikmann og hann ekki nógu góður til að vera í Liverpool, og oftar en ekki er JS sá sem verður fyrir valinu… Ég hef komið inn á það hér áður í umræðum að ef menn ætla að finna það sem hefur verið að hjá Liverpool á þessari leiktíð þá verður að skoða heildar myndina, ekki frammistöðu eins leikmanns, það er einfaldlega ekki þannig. Eitthvað segir mér að þegar menn eru að skrifa hér inn eftir leiki og hrauna yfir einhvern einn leikmann að þá sé það gert í reiðiskasti (ómeðvitað) þar sem menn eru ekki búnir að vera sáttir með tímabilið, skiljanlega.

    Aðeins að lokum varðandi JS, þetta er ungur leikmaður og mér hefur sýnst hann vera vaxa í sínum leik, hann er harður, stundum of harður, hann er duglegur og vinnur vel í þeim leikjum sem hann spilar, og svo að lokum þá skulu menn vera viðbúnir því að þetta á held ég eftir að verða framtíðar leikmaður hjá Liverpool…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  12. Jú Liverpool var með hugan við bikarleikinn á móti Blackburn í gær, en að segja að klúbburinn hafi verið að hugsa um bikarleikinn allan síðasta mánuð er bara LÉLEG afsökun fyrir ömurlegu gengi okkar manna, þetta hljómar eins og frá pólutíkusum, ef klúbburinn okkar hefur ekki meiri reisn en það þá Guð hjálpi okkur!. En auðvita er þetta ekki staðan auðvitað hlýtur klúburinn að hafa meira til bruns að bera en það, við höfum allir sem hér eru orðið vitni af mörgu slæmu undanfarna leiki td úrræðaleysi/ kjarkleysi / skipulagsleysi og að sjálfsögðu miklu andleysi sem margi leikmenn okkar hafa sýnt undanfarið, eins hefur KK sýnt of undanfarið mikið ráðaleysi. Ég er samt alveg sammála að sigur í FA mun bjarga leiktíðinni hjá okkur og líklega verða til þess að klúbburinn fari framm á við og upp, enn ef við vinnum ekki bikarinn þá hefur ansi lítið áunnist á þessari leiktíð og þá má fara að hafa áhyggjur með framhaldið.YNWA.

  13. # 11…

    Að sjálfsögðu erum við ánægðir með sigurinn, við stóðum okkur alls ekki verr en Blackburn með 11 menn, við áttum mun fleirri skot og marktilraunir en þeir og vorum ekki minna með boltann, við sýndum loksins árræðni og dugnað og skópum oft hættu við mark þeirra.

  14. Ánægð með sigurinn…bíddu nú aldeilis við # Ási 11..ertu ekki alveg örugglega Poolari að tala um sigurinn í gærkvöldi á móti Blackburn?…Ég bara spyr því ég hélt að allir já að ALLIR Poolarar væru gargandi af gleði eftir þennan sigur. Ég er það allavega og haga mér eins og að liði mitt hafi unnið meistaradeildina. Þegar liðið mitt tapar þá er ég svo niðurdregin og döpur að það hálfa væri nóg þess vegna er sigurinn svo sætur. Sigur er alltaf sigur hvernig svo sem hann verður til… ég legg til að að við öll verðum hrikalega glöð og montin og hreykin af okkur mönnum og tölum um þenna leik þar til næsti skellur á. Ef/þegar við vinnum hann þá vona ég að engin komi hér inn og spyrji ” Eru þið í alvöru sátt við þennan sigur? Jafntefli hefði verið sanngjarnt nú eða jafnvel bara tap.”
    Koma svo Poolara við göngum aldrei ein…
    YNWA

  15. Halli “4” Mig langar bara að knúsa þig! HAHA Menn þurfa að gefa Spearing meira credit en hann fær!

  16. Þetta er skrifað í stjörnurnar… Jones kemur inn fyrir greyið Doni sem grætur af sorg. Jones verður hetja okkar á laugardag og ver 3 vítaspyrnur og tileinkar syni sínum sigurinn. Það verður gerð bíómynd um þetta….

  17. Vill koma inná einn hlut sem ekki margir gera sér grein fyrir.
    Jay Spearing er 23 ára og á framtíð í boltanum, hvort sem hjá Liverpool eða öðru liði.
    Lucas Leiva er 25 ára og ekki voru menn par sáttir við hann fyrir tveimur árum, eða hvað?

    Vill gefa stráknum séns og vona að hann verði bara betri, hreynt Liverpool-blóð er alltaf velkomið inná völlinn.

    YNWA – King Kenny we trust!

  18. #15 “við áttum mun fleirri skot og marktilraunir en þeir”… Við skutum einu sinni oftar en þeir að marki, og hittum jafn oft á ramman. Fólk verður að fara að átta sig á því að við erum bara ekkert betri en þessi “litlu” lið lengur, við erum ekkert alltaf að skapa okkur “miklu meira” en hinir. Kannski er það sjálfstýrð sjálfshuggun hjá okkur, hef sjálfur hugsað svona, að við höfum verið betri þrátt fyrir tap. Ég er ekki að segja að við séum ekki stundum betri aðilinn í tapleikjum, en það skiptir bara engu máli, sigur er sigur og tap er tap, og við erum alltaf að tapa. Maður vill ekki vera negative Nancy, en ég ætla að spara alsæluna fram yfir leikinn á laugardaginn, þ.e.a.s. ef við vinnum á annað borð. Persónulega líður mér ekkert eins og við séum komnir á beinu brautina eftir sigurinn í gær, hann var alltof tæpur og fleira neikvætt en jákvætt við leikinn í heild.

    Varðandi JS þá er ég hrifinn af litla naggnum og hann nokkuð áreiðanlegur, skilar boltanum vel og er með betri sendinga prósentu en flestir okkar menn sem eru framar en vörnin, þó hann sé kannski að senda einhverja lethal sendingar þá er hann allavega sjaldnast að gera vitleysu og sjaldnast að koma okkur í bobba með lélegum sendingum. Þannig að þeir sem endalaust vilja níða skóinn af honum og bera hann á ósanngjarnan hátt við Lucas (sem ég og allflestir hötuðum áður en hann varð allt í einu góður) megið farað að halda… með united 😉

  19. Sammála nr. 4. Hann er fínn squad player, liðið spilaði t.d. sinn besta fótbolta á síðustu leiktíð með hann við hliðina á Lucas. Hann er yfirleitt með mjög hátt hlutfall heppnaðra sendinga (andstaðan við t.d. Adam) og er fínn marker. Gerir svosum ekki mikið með boltann en skilar honum yfirleitt vel frá sér.

  20. Brosi í gegn.

    Að sjálfsögðu gleðjumst við yfir því að við unnum leik þrátt fyrir að hafa verið einum færri í 70 mínútur og gátum leyft okkur að hvíla lykilmenn í leik gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildina og er t.d. eina liðið í vetur til að vinna Scum á þeirra heimavelli.

    Það að vera það ekki er mjög skrýtin hugsun að mínu mati! Það má ekki gleyma því að við höfum orðið í 7.sæti síðustu tvö ár svo það þarf nú ekki að breyta miklu til að telja það bætingu milli ára!

    Svo er það að mínu mati hugsun lituð af öðru en íþróttum að telja það ekki augljóst að það að vera kominn í undanúrslit bikars en eiga engan séns í að ná þeim árangri sem maður vill í deild muni þýða áherslubreytingu í kolli íþróttamanna. Það snýst ekkert um “Liverpool Way” núna frekar en t.d. árið 2005, ég veit ekki hvað margir muna það að við fengum 8 stig af 24 mögulegum ef við teljum leikinn frá því áður en við spiluðum við Juventus í 8 liða úrslitum það ár í CL.

    En það man enginn. Út af hverju…

    Þarf ekki að minna neinn á það – unnum í Istanbul. Man ekki eftir umræðu um metnaðarleysi og skitu upp á bak í kringum það vorið….

    En aðalinntakið á pistlinum er einmitt það að til að við gleðjumst þurfum við að vinna um helgina!!!

  21. Sælir félagar

    Fínn pistill Maggi og góðar umræður. Sérlega er ég ánægður með Ása. Þar fer maður sem ekki veður reyk og lætur stundar velgengni ekki blekkja sig. Heldur sig við jörðina og lætur ekki glepjast. Horfir til jarðar og bullar enga bjartsýnisþvælu. Veit sem er að öll sólskin enda með rigningarslagviðri og kulda. Stingur hausnum upp í hinn endann og horfir í eilífðarmyrkrið þar. Raunsæismaður par exelance.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að Liverpool stuðningsmenn séu upp til hópa með Alzheimer á lokastigi.

    Sumir hérna virðast vera nálægt því að missa þvag yfir frammistöðunni gegn Blackburn í gær. Halló! Við erum að tala um Blackburn. Lið sem er svo lélegt að það mun væntanlega spila deild neðar á næsta ári.

    Maður heyrir hérna afsakanir eins og að Dalglish sé búinn að setja strákana í bikargír eftir að RvP kláraði okkur um daginn – og þess vegna séum við búnir að vera svona lélegir undanfarið. Hvað með 3-1 tapið gegn Bolton (sem er álíka slakt lið og Blackburn), eða Stoke, eða Tottenham (sem var liggur við stigalaust í upphafi móts þar til kom að leiknum við okkur). Eða hvað þá öll töpuðu stigin með jafnteflum við einhver neðanbeltis lið, eins og Swansea, Blackburn, Norwich eða Wigan. Þetta gerðist allt áður en RvP kláraði leikinn á Anfield.

    Við skulum ekki gleyma því að þó okkur hafi tekist að merja ósanngjarnan sigur gegn Blackburn í gær, þá vorum með 2-0 forskot þegar við misstum manninn útaf.

    Eru menn alveg búnir að gleyma því hvernig vörnin spilar þegar Agger er í meiðslum (sem er að meðaltali 1/3 af hverju seasoni)

    Eru menn búnir að gleyma skotnýtingunni hjá Suarez?

    Eru menn búnir að gleyma því hvað Carragher er löngu búinn?

    Eru menn búinir að gleyma aulamistökunum sem að Reina hefur verið að gera í allan vetur?

    Eru menn búnir að gleyma því að Downing hefur varla átt heppnaðann kross í allan vetur?

    Eru menn búnir að gleyma því að eini reglulegi markaskorari liðsins er bekkjarmatur?

    Held að menn ættu að halda sig í sætunum þó að það hafi tekist að merja sigur á Blackburn og horfa raunsætt á framtíðina. Liðið eins og það er í dag getur ekki rassgat. Það er engin sköpunargáfa fram á við. Það er auðvelt fyrir 3 fl. varnarmann að verjast sóknartilburðum liðsins.

    Ég neita því ekki að dramatískur sigur í gær getur gefið leikmönnum extra boozt fyrir leikinn gegn Everton … en það fer fjarri að liðið sé “á réttri leið” eins og þráðarhöfundur skrifar. Við erum 33 stigum frá toppnum … 13 stigum frá takmarki leiktíðarinnar … Meistaradeildarsætinu. Og að öllum líkindum mun þessi munur aukast þegar leikjum kvöldsins líkur.

  23. Ég setti upp fýlusvip þegar ég las komment nr. 26.

    Fyrir ykkur sem eru líka i vandræðum með að fá brosið aftur, mæli ég með þessu: http://sports.yahoo.com/blogs/soccer-dirty-tackle/dt-exclusive-kenny-dalglish-treats-reporter-human-being-080021436.html

    Ég helt ef einhver er með alzheimer her þá her það hann Jón.
    Já, við erum 33 stigum frá toppnum. En það erum nokkur ár siðan Liverpool var lið i toppnum, er ekki að fara verða það strax.

    Slæmt gengi liðsins i deildini er ekki að fara skemma leik á Wembley á moti bláa skítnum fyrir mér!

  24. Þetta verður rosalegur leikur á laugardaginn,vona bara að maður verði glaður og síðast en ekki síst stoltur yfir því að vera Poolari eftir leik koma svo!

  25. Maggi segir: En með ósigri þá súrna enn öll slæmu úrslitin að undanförnu og við heimtum sigurrunu í deildinni.

    Really Maggi Really?? Ef við töpum á laugardaginn er þetta þá ekki bara orðið gott hjá Kenny? Getum við með einhverju móti sætt okkur við þjálfara sem er að koma af versta rönni LFC í 58 ár og dettur svo út úr bikar fyrir Everton?? Ef það er rétt að deildin hafi verið lögð til hliðar þegar við töpuðum fyrir Arsenal verður hann að standa og falla með þeirri ákvörðun. Með þokkalegri sigurrunu eftir þann leik værum við í ágætismálum í baráttunni um 4 sætið. EF við vinnum ekki á laugardaginn fer restin af minni þolinmæði út um gluggann og ég mun ekki hlusta á neinar afsakanir því það er rétt sem menn segja…tímabilið er undir á laugardaginn og það er eins gott að menn nýti síðasta sénsinn.

    Eins og kannski sést dugði sigurinn í gær ekki til þess að fjarlægja fýluna af mér. Sigurinn í gær var frábær, dreg ekkert úr því, við vorum að vísu á góðri leið með að klúðra þessu en redduðum okkur á síðustu stundu og það er gott að fara með svona úrslit inn í helgina en ég held að við þurfum massíva bætingu frá síðustu leikjum til að fara í gegnum Everton. Ég er svona hæfilega bjartur á að við tökum þetta og spái þessu 3-2 eftir framlengingu. Bellamy, Kuyt og Skrtle með mörkin.

  26. Strákar Spearing er og verður númeri of lítill fyrir okkar klúbb. Hann er ágætur squad player ekkert meira. Hefur gert endalaust af mistökum sem hafa kostað stig. t.d Man U leikurinn. Hann er notaður af því að Lucas er meiddur, á næsta ári verður hann á bekknum eða hreinlega seldur.

    Hann hefur átt ótal feilsendingar og margoft verið heppin með að fá ekki rautt útaf fáránlegum tæklingum. Vildi að hann væri sá besti í liðinu því að hann hefur hjartað á réttum stað, staðreyndin er samt sú að hann er varaskeifa fyrir Lucas og hreint út sagt ætti að vera varaskeifa fyrir varaskeifu Lucasar

  27. 30…..í alvöru Spering af öllum mönnum Liverpool er hann sko ekki sá sísti hann er svona einn af 10 mönnum sem ég mundi vilja halda eftir hreinsun sumarsins(sem ég vona að gerist). flottur á bekknum meðan hann er að bæta sig og ef við fáum einhverja ferska leikmenn í þetta lið okkar

  28. #26 “Alzheimer á lokastigi” Nokkuð til í því. Minnir á brandarann um Liverpool aðdándann Jón sem vitjaði læknisins síns sem einnig var Liverpool aðdáandi.

    Læknirinn segir við Jón; “ég er með slæma frétt og mjög slæma frétt, hvora viltu heyra fyrst?”

    Jón segir; “láttu mig hafa þá slæmu fyrst.” Læknirinn segir; “tja, okkar menn í Liverpool töpuðu fyrir Everton.”

    Jón segir; “Djö,djö, djö… en hverjar eru þá þessar mjög slæmu fréttir?”.

    Læknirinn: “Þú ert með Alzheimer á lokastigi.”

    Jón; “Púff, nú er ég feginn ég hélt að þú ætlaðir að segja við hefðum tapað fyrir Everton.”

  29. Að mínu mati ætti liðið að spila einungis með ungum leikmönnum í deildinni í vor. Þegar menn eru að hallmæla Jay þá vill ég benda á það að sá maður sem liðið hefur saknað mest í allan vetur er Lucas. Ég er fyrsti maður til þess að viðurkenna að ég hef ekki bölvað einum leikmanni Liverpool eins mikið og honum. En Benitez og aðrir sem fylgdu honum spiluðu honum konstant. Upp úr því er vaxinn rosalegur leikmaður, sem þurfti að sæta gríðarlegri gagnrýni.

    Þegar ég fylgist með Jay spila þá þarf ég að minna mig á orðræðurnar mínar um Lucas, því þarna er gríðarlegt efni. Ég trúi því að í honum sé mikið efni og að klúbburinn eigi að afskrifa deildina og keyra á ungviðinu. Spearing, Shelvey, Flanagan, Kelly, Sterling, Suso og þar frameftir götunum eiga að byrja eins marga leiki og fá leikreynslu í deildinni. Þar liggur framtíð félagsins og um hana eigum við að hugsa þegar deildin er skoðuð í dag.

  30. Shit hvað stjóri United hefur verið lélegur að mótivera sína menn. Það er eina ástæða þess að menn gera upp á bak og tapa fyrir Wigan.

    Hvað þá ef að menn tapa fyrir Wigan og Blackburn á sama tímabili. Ömurlegt og allt þjálfaranum að kenna. Allt!

  31. Áður en menn reyna að líkja þessum tveimur ágætu köppum saman, þá er ágætt að hafa heildarmyndina fyrir framan sig:

    Lucas var lykilmaður í liði Gremio þegar þeir urðu fylkismeistarar og enduðu jafnframt í 3ja sæti í efstu deild í Brasilíu. Þá var hann valinn besti leikmaður deildarinnar.

    Jay hefur verið lykilmaður í unglinga- og varaliði Liverpool um árabil. Og … þá er það eiginlega upptalið, það sem hann hefur gert á sínum ferli.

    Lucas var alltaf gæðaleikmaður, þó margir (ég meðtalinn) höfum kannski ekki alltaf séð það í hverjum leik. Spearing er ekki góður knattspyrnumaður, en hann er baráttuhundur sem berst fram í rauðan dauðann fyrir félagið. Fyrir það fær hann stórt ríspekt frá mér. En hann er enginn Lucas, og þetta er klárlega staða sem þarf að bæta í sumar ef liðið ætlar sér að komast í efri helming deildarinnar.

    Homer

  32. @Homer.

    Jay Spearing var lykilmaður (jafnvel fyrirliði ef ég man rétt) í unglingaliði Liverpool sem vann F.A. Youth Cup 2007 og mig minnir að hann hafi líka verið í liðinu sem vann árið á undan. Sem væri kannski ekki fráleitt að kalla álíka mikið afrek og að vera fylkismeistari í Brasilíu.

    Þegar hann kom upp úr akademíunni var hann að berjast við Xabi Alonso, Mascherano, Gerrard og Lucas um sæti í liðinu. Því lék hann ekki stórt hlutverk fyrr en á síðasta tímabili. Það gerði Lucas í raun ekki heldur fyrr en Xabi fór.
    Reyndar gleyma menn því oft þegar að talað er um Spearing sem ungan að hann er ekki nema “ári” yngri en Lucas. Lucas er fæddur í jan ’87 en Spearing nóv ’88.

    Og ég er alls ekki að segja að hann sé betri en Lucas, eða almennt að tala illa um Lucas, en Spearing er mikilvægur fyrir liðið eins og er, og gæti orðið mikilvægari í framtíðinni.

  33. #35
    Já en fyrir þennan leik var sörinn nógu mótíverandi til að stýra þeim í 8 deildarsigrum i röð, og vinna 11 af síðustu 12 leikjum í deildinni, náð 34 stigum af 36 mögulegum. Og því miður verður hann varla lengi að stappa stálinu í sína menn og hefja nýja sigurlotu.

    Fyrir síðasta leik hafði okkar gaffer rakað saman 9 stigum af 36 mögulegum.

    Kannski að gengi liðana hafi ekkert með manninn í brúnni að gera? Hvað veit ég.

  34. Spearing verður vonandi hjá Liverpool í mörg ár því það er alltaf gott að hafa svona heimalinga í hópnum sem sætta sig við að spila ekki alla leiki. Sjáum t.d Wes Brown og O’shea hjá united þegar þeir voru þar, ekki stærstu fiskarnir en voru lengi sáttir með sín hlutverk og skiluðu því ofast vel frá sér. Mitt mat er að Spearing verður aldrei neinn lykilmaður en eins og staðan er í dag hjá LFC þá getum við ekki fyllt byrjunarliðið af stjörnum og hvað þá bekkinn þannig að svona leikmenn eru mikilvægir fyrir hópinn.

  35. Lucas Leiva hefur aldrei verið valinn besi leikmaður Brasilísku deildarinnar. Hann hefur hinsvegar verið valinn bestu ungi leikmaður deildarinnar.

  36. @Villi #38

    Ég myndi persónulega ekki leggja það að jöfnu, að vinna unglingabikarkeppni og svo að verða fylkismeistari. Sérstaklega ekki þar sem þetta fylki – Rio Grande do Sul – hefur á að skipa liðum á borð við Gremio, Internacional og Cruzeiro, sem eru stór félög í Brasilíu og reyndar í S-Ameríku ef því er að skipta.

    Spearing lék ekki stórt hlutverk hjá félaginu fyrr en Kenny tók við. Kenny trúir á Scouser-hjartað, og það er eitthvað sem hefur einkennt hann sem stjóra í gegnum tíðina, að hjarta leikmannsins og vilji geti á tíðum fleytt mönnum lengra en hæfileikar. Stundum virkar það, stundum ekki. Spearing hefur alltaf verið “fringe” leikmaður fyrir Liverpool, af þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki nægilega góður til þess að verða mikilvægur hlekkur í liði sem vill spila góðan fótbolta og ætla sér í einhverja baráttu í efri hluta deildarinnar.

    Point-ið er, að Lucas hafði áður en hann kom til Liverpool sýnt að hann væri gríðarlega efnilegur, og hreinlega góður leikmaður. Hann átti erfitt til að byrja með hjá Liverpool, en hæfileikar hans hurfu ekkert bara einn daginn. Hann þurfti tíma til þess að venjast nýju landi, nýju liði og nýjum leikstíl. Spearing hefur aldrei þurft þess. Vandinn er bara að hann er ekki nálægt því í sama gæðaflokki og Lucas, og þess vegna hefur liðið saknað þess brasilíska mikið frá því hann meiddist.

    Homer

  37. @Halli #41

    Lucas vann Gullknöttinn eða Bola de Ouro árið 2006, sem besti leikmaður brasilísku deildarinnar.

    Homer

  38. OK Hómer ég er kannski að misskilja, en það stendur þó víða að hann hafi verið valinn besti ungi leikmaðurinn. Þetta er t.d. tekið af Soccernet:

    The Reds won the race to sign him ahead of a number of top European clubs after he had set Campeonato Brasileiro alight with a series of accomplished performances. After winning the Bola de Ouro, an award for the best young player in the league that lists Zico, Romario, Kaka and Carlos Tevez among previous winners, Lucas made his international debut in August 2007, but was not included in the squad for the 2010 World Cup.

  39. Það skiptir kannski litlu hvort heldur það er. Point-ið ætti að komast til skila. Lucas var alltaf gríðarlegt efni 🙂

    Homer

  40. Afsakid thrádrán en Comolli hefur verid látinn fara og er hættur störfum hjá Lfc. Spurning hvort Dalglish sé á leidinni í thad starf

Blackburn 2 Liverpool 3

Damien Comolli yfirgefur Liverpool (staðfest)!